Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Skotíþróttir

05.05.2012 09:40

Aðalfundur Skotgrund

Aðalfundur Skotfélagsins Skotgrundar var haldinn í gær í blíðskapar veðri í félagshúsi Skotgrundar í Hrafnelsstaðabotni.  Fundurinn var ágætlega vel sóttur og voru léttar veitingar í boði.  Farið var yfir skýrslu stjórnarinnar, ársreikning félagsins auk þess sem ný stjórn var kjörin. Einnig var farið yfir framkvæmdaáætlun félagsins og framkvæmdum var forgangsraðað.  Ekki vantar hugmyndirnar og áhugann, en þar sem fjármunir félagsins eru af skornum skammti var framkvæmdunum forgangsraðað eftir mikilvægi þeirra. Einnig voru rædd "önnur mál" og má þar t.d. nefna opnunartíma, tryggingar, varning merktan félaginu, byssusýning, lyklamál, umgengni o.fl.
Helstu fréttir eru þær að það urðu mannaskipti í stjórninni þar sem tveir stjórnarmenn óskuðu eftir því að stíga til hliðar og hleypa fersku blóði að.  Freyr Jónsson lætur nú af störfum sem gjaldkeri félagsins en Freyr og Jarþrúður Hanna hafa séð um fjármál félagsins undanfarin ár.  Við þeirra starfi tekur nú Tómas Freyr Kristjánsson og óskum við honum velfarnaðar í starfi um leið og við þökkum Frey og Jarþrúði Hönnu fyrir ómælda vinnu í gegnum árin.


Einnig lætur Bjarni Sigurbjörnsson af störfum sem ritari félagsins og við starfi hans tekur nú Gústav Alex Gústavsson.  Óskum við honum líka velfarnaðar í nýju starfi um leið og við þökkum Bjarna fyrir hans vinnu í þágu félagsins.


Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og er stjórn Skotfélagsins Skotgrundar því skipuð eftirfarandi mönnum:

 

 • Jón Pétur Pétursson - Formaður
 • Gústav Alex Gústavsson - Ritari
 • Tómas Freyr Kristjánsson - Gjaldkeri
 • Guðmundur Pálsson - Meðstjórnandi
 • Guðni Már Þorsteinsson - Meðstjórnandi
 • Þorsteinn Björgvinsson - Meðstjórnandi
Annað sem kosið var um á fundinum er til dæmis:


  • Að félagsmenn sem eru 18 ára eða yngri greiði ekki félagsgjöld. Ekki er þó ætlast til þess að einstaklingar yngri en 15 ára gangi í félagið

  • Keypt verður Pace þakviðgerðargúmmí til þess að bera á riffilborðin.  Það kemur vonandi í veg fyrir að skotvopn og skotmenn rispist á borðunum auk þess sem þetta hlífir borðunum fyrir veðrun.  Þetta er tilraunarstarfssemi hjá okkur sem á vonandi eftir að gefa góða raun.  Hægt verður að fylgjast með framvindu mála hér á heimasíðu félagsins.

  • Gjaldkera og formanni félagsins var falið að fara yfir tryggingamál félagsins.

  • Formanni félagsins var falið það verkefni að kanna kostnað o.fl. við kaup á derhúfum með merki félagsins og límmiða í bílrúður.
    Það sem snýr að framkvæmdum á svæðinu þá er stefnt að því að:


 • #   Steypa nýja sökkla undir markið og turninn. (Jón Pétur og Gústav Alex)

  #   Klæða markið og turninn að utan. (Sjálfboðaliðar)
 • #   Mála markið, turnin og aðrar eignir félagsins. (Sjálfboðaliðar)
 • #   Setja upp 2 riffilborð til viðbótar. (Birgir og Steini Gun)
 • #   Setja Pace þakviðgerðarefni á öll rifflaborðin. (Birgir og Steini Gun)
 • #   Laga riffilskotmörkin/battana. (Guðni Már og Jón Einar)
 • #   Setja upp riffilskotmörk/batta á 50 metrana. (Sálfboðaliðar)
 • #   Sjóða ramma utan um skiltin okkar og setja þau upp. (Unnsteinn)Þetta er það helsta en það er lengi hægt að telja upp enda sátu fundarmenn fram undir myrkur á spjalli.  Að lokum var gengið um svæðið og farið yfir þau atriði sem lagfæra þarf.  
Það er von stjórnarinnar að vel takist til með þær framkvæmdir sem ráðist verður í á næstunni og að þær verði öllum til ánægju.  Ef að einhver hefur ábendingar til stjórnarinnar  varðandi svæði félagsins þá getur viðkomandi haft samband á skotgrund@gmail.com.

Stjórn Skotgrundar vill þakka þeim sem tóku þátt í fundunum í gær og vonast til að sjá sem flesta á vellinum í sumar.26.10.2011 22:43

Opið hjá Skotgrund á fimmtudag

Æfingasvæðið opið á fimmtudaginn - upphitun fyrir rjúpuna

Við erum að stefna að því að hittast á fimmtudaginn og brjóta nokkrar dúfur.  Smá upphitun fyrir rjúpnaveiðina (fyrir þá sem fara á rúpu).  Nánari tímasetning verður auglýst síðar en einnig verður hægt að fylgjast með umræðunni á facebook síðu félagsins.  Við vonumst til að sjá sem flesta, allir velkomnir, ÞÚ líka!
Skrifað af JP

18.07.2011 08:56

Líf að færast í Skotfélagið

Mikið líf á vellinum

Það var vægast sagt mikið líf á vellinum í kvöld.  Mikill fjöldi skotmanna mætti í blíðskapar veðri og skotið var langt fram undir miðnætti í "dúnalogni".  Hópnum var skipt upp í tvær "grúppur" sem skutu til skiptis.  Á sama tíma voru einhverjir að skjóta á rifflasvæðinu og var því mikið um að vera.  Ekki skemmdi fyrir að Þorsteinn (læknir) Bergmann kom með nýja kaffivél ásamt öllu tilheyrandi og færði Skotfélaginu Skotgrund að gjöf. Vakti það mikla lukku meðal manna og eru honum færðar bestu þakkir fyrir þetta framtak til félagsins. 

Nú hvetjum við alla til að mæta um helgina og skjóta nokkra hringi, eða í það minnsta að koma og fá sér ný lagað kaffi.


12.07.2011 13:55

Dúfnaveislan 2011

Dúfnaveislan 2011

 

Dúfnaveislan hófst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst. Dúfnaveislan er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila. Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land

allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða

og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og

undirbúa sig eins og best verður á kosið.

 

Reikna má með að um hátt í 10 þúsund veiðikortahafar muni ganga til

veiða á næstu mánuðum, en sannir veiðimenn temja sér ákveðnar

siðareglur í umgengni sinni við náttúruna og umhverfi sitt og ein af

þeim siðareglum er ástundun skotæfinga. Veiðimaður sem vill hitta

bráð sína þarf að vera einbeittur, í formi, fær um að meta fjarlægðir og meðvitaður um eiginleika vopna sinna og skotfæra og því eru veiðimenn hvattir til að nýta sér þennan viðburð til að kynnast því sem félög víða um land hafa uppá að bjóða.

Hægt er að kynna sér verkefnið frekar á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2011/06/30/Dufnaveislan/
http://skotvis.is/index.php?

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skotfélagsins Skotgrundar www.123.is/skotgrund og á facebook síðu félagsins.  Þar má t.d. finna upplýsingar um opnunartíma sem og aðrar gagnlegar upplýsingar.  Neðst til vinstri á heimasíðu Skotfélagsins Skotgrundar er síðan tengill inn á auglýsingu Dúfnaveislunnar 2011.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50