Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Hestamennska

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

05.12.2010 20:45

Uppskeruhátíð Snæfellings

Uppskeruhátið


Uppskeruhátíðin tókst vel og var fín mæting.
Þetta er örugglega eitthvað sem er komið til að vera.
Hrefna og Gísli á Vegamótum reiddu fram veglegar veitingar.
Happadrættið tókst vel og fóru margir heim með góða vinninga.
Aðalvinninginn folatollur undir Dyn, fékk Hrefna á Vegamótum.
Ekki vantaði skemmtiatriðin.
Jökull og Diddi tóku lagið eins og þeim er einum lagið, eins tók litli frændi Didda lagið fyrir okkur, bráðefnilegur drengur þar á ferð. (afsakið, man bara ekki hvað hann heitir)
Lárus, Erna Rut og Hólmgeir komu og tóku nokkur lög. 
Þökkum við þessum aðilum innilega fyrir góða skemmtun. 
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.

Efnilegasti knapinn  Borghildur Gunnarsdóttir

Knapi ársins Siguroddur PéturssonSvo voru veitt verðlaun fyrir ræktunarstarf
þetta er þeir stóðhestar sem fengu verðlaun sem hæstu dæmdu stóðhestarnir í hverjum árgangi hjá Snæfelling

4 vetra  Magni frá Hellnafellni  7.95 eigandi Kolbrún Grétarsdóttir
5 vetra  Sporður frá Bergi 8.24 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson
6 vetra  Uggi frá Bergi 8.47 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson

Hér koma svo hryssurnar

4 vetra Skriða frá Bergi 8.00 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson
5 vetra Brá frá Bergi 7.98 eigandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra Brán frá Ytri-Hofdölum  8.14 eigandi Anna Dóra Markúsdóttir
7 vetra Hera frá Stakkhamri 8.29  eigandi Lárus Ástmar Hannesson

Glæsilegur árangur hjá þeim og þess má geta að þau eru öll sammæðra Uggi, Sporður og Skriða.

Þotusköldurinn

Gunnar Kristjánsson fyrir störf  að félagsmálum

Ræktunarbú ársins

Anna Dóra og Jón Bjarni 
Bergi

Óskum öllum þeim sem fengu viðukenningar innilega til hamingju með góðan árangur á árinu.

Hér eru þeir Lárus og Hólmgeir


Erna Rut og HólmgeirÞökkum fyrir ánægjulegt kvöld og hlökkum til að ári.
Af heimasíðu Snæfellings

03.12.2010 22:30

Hestaþjálfun, sýnikennsla með Mette

Mette Moe MannsethSýnikennsla með Mette Moe Mannseth

Minnum á sýnikennslu með Mette Moe Mannseth í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800. Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. 
Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá sér  fara.
Aðgangseyrir aðeins krónur 1500 fyrir 12 ára og eldri. 

http://hestafrettir.is/Frettir/9544/

02.12.2010 17:13

Aðalfundur hjá Ræktunarsambandinu


Hrossaræktarsamband Vesturlands


AÐALFUNDUR OG HAUSTFUNDUR

Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn

04. desember n.k. kl. 13.30 í Hótel Borgarnesi.

Venjuleg aðalfundar- og haustfundarstörf.

Verðlaunuð verða:   Efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktarunarbú Vesturlands 2010.
Gestir fundarins verða  Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunaustur BÍ. Hann fer yfir hrossaræktina s.l. sumar, og Ingimar Sveinsson mun kynna ný útkomna bók sína Hestafræði Ingimars.

Stjórnin.

http://www.hrossvest.is/

25.11.2010 16:16

Uppskeruhátíð Snæfellings

Uppskeruhátíð


             

Uppskeruhátíð Snæfellings

 

Laugardaginn 27. nóvember 2010 kl. 20:00

ætlum við að hittast á Vegamótum og halda uppskeruhátíð

hestamanna á Snæfellsnesi.

 

Þar verða veitt verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Knapi ársins

·        Efnilegasti knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu þar sem

 aðalvinningurinn er folatollur undir Dyn frá Hvammi

Miðaverð aðeins 1000kr.

 


Grilluð lambasteik 2.950kr., grilluð kjúklingabringa 2.350kr.  

eða lúxushamborgarar með öllu 2200, ásamt kaffi og eftirétt sem  fylgir réttunum.

Léttvín og bjór er selt á staðnum. 

Látið vita um þátttöku í síðasta lagi á föstudaginn, kl. 16:00

í netfangið herborgs@hive.is

eða í síma 893 1584

 

Vonumst til að sjá sem flesta

                                      Stjórnin   

11.11.2010 16:59

Íslandsmót í hestíþróttum 2011

Dagsetningar Íslandsmóta

Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG
Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG

Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum:

Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011.

Íslandsmót yngri flokka verður haldið í Keflavík, af hestamannafélaginu Mána, dagana 22. - 24. júlí 2011.

11.11.2010 16:56

Fréttir frá Snæfelling

Ný heimasíða Snæfellings

Snæfellingur er kominn með nýja heimasíðu á 123.is
tengill á síðuna er undir aðildarfélög HSH
Óskum við þeim til hamingu með nýju síðuna

Uppskeruhátið

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings 

Verður haldin laugardaginn 27. nóvember kl. 19 á veitingastofunni að Vegamótum á Snæfellsnesi.  Nánari dagskrá verður auglýst síðar.  Endilega taka kvöldið frá til að mæta, enda var mjög gaman hjá okkur á Narfeyrarstofu í fyrra.

 

Með kveðju frá stjórn Snæfellings

25.10.2010 15:47

Gunnar Sturluson kjörinn varaformaður LH

Ný stjórn LH kosin

Á 57. Landsþingi LH sem haldið var síðastliðna helgi var gengið til kosninga á nýrri stjórn sambandsins. Kosningarnar voru mjög spennandi og eru niðurstöður þeirra að sjá hér.

Haraldur Þórarinsson, kosinn formaður án mótframboðs.
Gunnar Sturluson, kosinn varaformaður án mótframboðs.

Til aðalstjórnar buðu eftirtaldir aðilar sig fram:
Sigurður Ævarsson Sörla
Oddur Hafsteinsson Andvara
Sigrún Kristín Þórðardóttir Þyt
Þorvarður Helgason Fáki
Andrea M. Þorvaldsdóttir Létti
Hallgrímur Birkisson Geysi
Sigurður Hólmar Kristjánsson Funa
Bjarnleifur Bjarnleifsson Gusti
Haraldur Þór Jóhannsson Svaða

Til aðalstjórnar hlutu eftirfarandi kosningu:
Oddur Hafsteinsson Andvara - hlaut 141 atkvæði
Sigurður Ævarsson Sörla - hlaut 132 atkvæði
Þorvarður Helgason Fák - hlaut 128 atkvæði
Sigrún Kristín Þórðardóttir Þyt - hlaut 125 atkvæði
Andrea M. Þorvaldsdóttir Létti -  hlaut 102 atkvæði

Til varastjórnar buðu eftirtaldir aðilar sig fram:
Anna Sigurðardóttir  Fáki
Erla Guðný Gylfadóttir Andvara
Maríanna Gunnarsdóttir Fáki
Sigurður Hólmar Kristjánsson Funa
Bjarnleifur Bjarnleifsson Gusti
Haraldur Þór Jóhannsson Svaða
Petra Kristín Kristinsdóttir Sindra
Guðrún Stefánsdóttir Geysi

Til varastjórnar hlutu eftirfarandi kosningu:
Erla Guðný Gylfadóttir Andvara - hlaut 133 atkvæði      
Maríanna Gunnarsdóttir Fáki - hlaut 115 atkvæði
Haraldur Þór Jóhannsson Svaða - hlaut 101 atkvæði
Petra Kristín Kristinsdóttir Sindra - hlaut 87 atkvæði
Guðrún Stefánsdóttir Geysi - hlaut 86 atkvæði

Ný stjórn Landssambandsins hefur því verið skipuð fyrir næstu tvö árin og gaman að segja frá því að hún er skipuð 6 karlmönnum og 6 kvenmönnum, jafnara gæti það ekki verið.

Fráfarandi stjórn er þakkað fyrir frábær störf á liðnum árum, en mikið hefur gengið á í hestamennskunni undanfarið og störf þeirra hafa ekki alltaf verið auðveld.
Nýrri stjórn er óskað til hamingju og velfarnaðar í starfi næstu árin.

14.10.2010 11:01

Landsþing LH

57. Landsþing LH - tillögur og dagskrá

Þær tillögur sem liggja fyrir 57. Landsþing Landssambands hestamannafélaga eru nú aðgengilegar á heimasíðu sambandsins, www.lhhestar.is - undir Landsþing (valstikan efst). Þar er einnig að finna dagskrá þingsins sem og mikilvægar upplýsingar fyrir þingfulltrúa.
HSH á 3 þingfulltrúa á þing Hestamanna.
Þeir fulltrúar koma allir frá Snæfelling og eru
Gunnar Sturluson
Kristján Magni Oddsson
og Edda Sóley Kristmannsdóttir


Þingfulltrúar fá þessi gögn einnig send til sín bréflega, þ.e. dagskrá þingsins og mikilvægar upplýsingar.04.10.2010 21:58

Landsmót hestamanna, ráðstefnur

Ráðstefnur um Landsmót

Landssamband hestamannafélaga efnir til ráðstefna um Landsmót. Annarsvegar verður haldin ráðstefna á Suðurlandi og hinsvegar á Norðurlandi. Ráðstefnurnar verða haldnar í vikunni fyrir Landsþing, semsagt á bilinu 18. - 21.okt. Nánar auglýst síðar.

23.08.2010 09:42

Hestaþing Snæfellings, úrslit

Úrslit af hestaþingi Snæfellings
Hér eru úrslit frá hestaþingi Snæfellings sem fór fram í Stykkishólmi á laugardag. Glæsilegasti hestur mótsins var Hrókur frá Flugumýri II og hryssa mótsins Glóð frá Kýrholti.  Siguroddur Pétursson var valinn knapi mótsins og dóttir hans Guðný Margrét efnilegasti knapinn.
 


A-flokkur
 
1    Hrókur frá Flugumýri II / Siguroddur Pétursson 8,56 
2    Brynjar frá Stykkishólmi / Lárus Ástmar Hannesson 8,27 
3    Sara frá Sauðárkróki / Inga Kristín Campos 8,24 
4    Sýn frá Ólafsvík / Lárus Ástmar Hannesson 8,14 
5    Smári frá Stakkhamri / Lárus Ástmar Hannesson 7,69 
B-flokkur
1    Glóð frá Kýrholti / Siguroddur Pétursson 8,49 
2    Stapi frá Feti / Kolbrún Grétarsdóttir 8,40 
3    Linda frá Feti / Hannes Sigurjónsson 8,40 
4    Píla frá Eilífsdal / Lárus Ástmar Hannesson 8,34 
5    Lyfting frá Kjarnholtum I / Siguroddur Pétursson/(Guðný Margrét Siguroddsd.) 8,32 
Tölt
1    Siguroddur Pétursson / Glóð frá Kýrholti 7,39 
2    Lárus Ástmar Hannesson / Tandri frá Hólum 6,50 
3-4    Gunnar Björn Gíslason / Pirra frá Syðstu-Görðum 6,33 
3-4    Gunnar Sturluson / Dímon frá Margrétarhofi 6,33 
5    Hannes Sigurjónsson / Skúmur frá Kvíarhóli 6,28 
Barnaflokkur
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Mosi frá Kílhrauni 8,58 
2    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 8,40 
3    Fanney O. Gunnarsdóttir / Snót frá Brimilsvöllum 8,12 
4    Anna Soffía Lárusdóttir / Geisli frá Bjarnarhöfn 7,97 
5    Harpa Lilja Ólafsdóttir / Aspar-Snúður frá Grundarfirði 7,18 
Tölt 17 ára og yngri
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Mosi frá Kílhrauni 6,56 
2    Hrefna Rós Lárusdóttir / Draumur frá Gilsbakka 5,72 
3    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 5,56 
Unglingaflokkur
1    Hrefna Rós Lárusdóttir / Draumur frá Gilsbakka 8,22 
2    Guðrún Ösp Ólafsdóttir / Knarran frá Knerri 7,04 
Ungmennaflokkur
1    Marina Schregelmann / Rán frá Þorkelshóli 2 8,16 

20.08.2010 20:50

Rástímar á hestafréttir.is

Félagsmót Snæfellings 2010
Ráslistar Snæfellings
Hestaþing Snæfellings verður haldið í Stykkishólmi laugardaginn 21. ágúst  nk. og hefst kl. 10.  Verður um að ræða keppni í  A- og B-flokki gæðinga og flokki barna, unglinga og ungmenna.  Einnig verður kept í tölti og gæðingaskeiði fullorðinna og tölti 17 ára og yngri.  


Skráningar á mótið skulu berast á netfangið hrisdalur@hrisdalur.is  í síðasta lagi miðvikudaginn 18. ágúst kl. 24:00. 

Skráningargjald er kr. 2000  fyrir hverja skráningu i gæðingakeppninni, gæðingaskeiði og tölti, en kr. 500 fyrir börn og unglinga. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir.  Hestar þurfa að vera grunnskráðir i WorldFeng. 

Skráningargjald  leggist inn á reikning númer 0191-26-000876, kt. 440992-2189, um leið og skráð er.

Stjórn Snæfellings.

18.08.2010 21:24

Þing LH 22 - 23 okt

Tillögur fyrir Landsþing

Landssamband hestamanna eða LH vill minna á að frestur til að senda inn tillögur fyrir Landsþing, sem haldið verður á Akureyri 22.-23.október, er 27.águst n.k.

13.08.2010 15:21

Hestaþing Snæfellings

Hestaþing Snæfellings
Stykkishólmi 21. ágúst 2010
Hestaþing Snæfellings verður haldið í Stykkishólmi laugardaginn 21. ágúst  nk. og hefst kl. 10.  Verður um að ræða keppni í  A- og B-flokki gæðinga og flokki barna, unglinga og ungmenna.  Einnig verður kept í tölti og gæðingaskeiði fullorðinna og tölti 17 ára og yngri.  

Skráningar á mótið skulu berast á netfangið hrisdalur@hrisdalur.is  í síðasta lagi miðvikudaginn 18. ágúst kl. 24:00. 

Skráningargjald er kr. 2000  fyrir hverja skráningu i gæðingakeppninni, gæðingaskeiði og tölti, en kr. 500 fyrir börn og unglinga. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir.  Hestar þurfa að vera grunnskráðir i WorldFeng. 

Skráningargjald  leggist inn á reikning númer 0191-26-000876, kt. 440992-2189, um leið og skráð er.

Stjórn Snæfellings.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16