Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Hestamennska

28.02.2011 10:56

Snæfellingur með töltmót

Töltmót

Snæfellingur ætlar að standa fyrir Töltmóti í Söðulsholti föstudagskvöldið 11 mars. kl. 19
Keppt verður í 5 flokkum

2 flokkar 17 ára og yngri  

Byrjendur 
Opinn flokkur
Skráningjald er 1000kr á hest

3 flokkar fyrir eldri

2 flokkur, byrjendur
1 flokkur, minna vanir
Opinn flokkur.

Skráningjargjald er 2000kr. á fyrsta hest og 1000kr á annan hest
Skráning er í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitöla knapa, nafn og IS númer hests

Nánari upplýsingar koma svo hér á síðuna.

22.02.2011 13:29

Sólardagar FSNSólardaga voru haldnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 17 og 18 febrúar.

Á þessum dögum var brotin upp kennsla og gátu nemendur valið um fjölmörg skemmtileg viðfangsefni.

Eitt af þeim var komdu á hestbak. Það voru 10 krakkar sem völdu þetta ævintýri. Farið var út í reiðhöll þar tók Kolbrún Grétarsdóttir á hestinum Stapa frá Feti á móti þeim og sýndi hvað hært er að kenna vel tömdum hestum. Þetta vakti óskipta athygli nemana og spunnust þó nokkrar umræður um aðferðir við kennsluna. Að því loknu var farið á bak, hraði miðaður við getu og leikni hvers knapa. Hvert holl endað svo með stöðvunar keppni og einn knapi úr hverju holli vann sér rétt til þátt töku í úrslitum. Úrslit fóru þannig að Tinna Rut Þrastardóttir fór með sigur að hólmi á hestinum Snúð frá Brimilsvöllum.

16.02.2011 07:51

Snæfellingur með járningarnámskeið

Járninganámskeið

Fyrirhugað er að halda járninganámskeið á Snæfellsnesi  
sunnudaginn 20. mars,  takið daginn frá. 
Nánar auglýst síðar með upplýsingum um verð, staðsetningu og kennara.

15.02.2011 18:40

Reiðnámskeið í Söðulsholti

3 helga raðnámskeið með Benna Líndal

Helgarnar 4-6, 12-13 og 26-27 mars verður tamningarmeistarinn Benedikt Líndal með námskeið hérna í Söðulsholti. Námskeiðið er ætlað meira vönum knöpum og aðaláherslur verða rétt samskipti. Hlustun, skilningur, samþykki. Að hesturinn sé sáttur og hafi áhuga á að vinna með manninum. Farið verður í allar gangtegundir og fjölbreytni í vinnubrögðum.

 Hver helgi kostar 20.000 og innifalið í því er hádegismatur,kaffi, og geymsla fyrir hestinn meðan ánámskeiðinu stendur.  Eitt sæti er laust á námskeiðið.

14.02.2011 16:13

Námskeið um liti hrossa


Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hestamannafélagið Snæfelling

Stefnir á að vera með fræðslukvöld ef næg þátttaka næst.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst.

Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna. Fríar veitingar

 

Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Staður og stund: Fákasel í Grundarfirði  fim. 24 Feb Kl. 19:45-22:00

Námskeiðið kostar 2000 kr greitt á staðunum og skráningarfrestur er til 22 feb.

 

Skráningar: Ólafur Tryggvason netfang  olafur@fsn.is sími 891 8401,

Herborg Sigurðardóttir netfang herborgs@hive.is sími 893 1584

eða hjá Endurmenntun LbhÍ, endurmenntun@lbhi.is  sími 433 5000.

fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.


14.02.2011 16:11

Bleika töltmótið, kvennatöltBleikt Töltmót - Bara fyrir konur

Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.

Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.

Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.

Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu. 

Með Kveðju

Drífa Daníels  ( Fákur )

Gsm:893-3559

08.02.2011 10:42

Ungmennabúðir hestamanna í Skotlandi

FEIF - Passion for the Icelandic Horse          


FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi

Dagsetning: 23. - 30. júlí 2011

Verð: 530 - 550 ?

 

Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

 Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.

 Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp

 Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.

 Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

 Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.

 Æskulýðsnefnd LH

08.02.2011 10:39

Dagskrá viðburða hjá Snæfelling

   Dagsetningar á viðburðum sem eru framundan hjá félaginu.

  • Stefnt er á útreiðartúr á fjöru laugardaginn 5. mars nk. kl. 12:00.  
  • Þrautabraut í reiðhöllinni einn sunnudagseftirmiðdag fyrir krakkana, ekki komin dagsetning á þetta.
  • Aðalfundur Snæfellings verði 17. mars 2011 á Breiðabliki kl. 20:00.
  • Íþróttamót 21. maí nk.  stefnt á að hafa þetta í Stykkishólmi
  • Úrtaka fyrir Landsmót 13. júní 2011 á Kaldármelum. Væri líka félagsmót.

     Stjórnin

08.02.2011 10:38

Verðskrá 2011 hjá Snæfelling

Verðskrá  í  Snæfellingsreiðhöllinni  2011

 

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:                                                                   15.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:                                   7.000 kr.

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar                          8.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu sem eru                        4.000 kr.      

félagsmenn í Snæfellingi                                                                                                         

Einkatími í eina klukkustund                                                                              2.000 kr.

Dagsleiga  fyrir viðburð.                                                                                  30.000 kr.

Dagspassi í opna tíma                                                                                         500 kr.

Mánaðaraðgangur fyrir einn                                                                              5.000 kr.

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

 

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71-590

í Landsbanka kt:580907-0590. 

Nánari upplýsingar eru hjá Gunnari Kristjánssyni

Umgengnisreglur

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa ótakmarkaðan aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið,einkatíma og sýningar.  Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 14:00 til 23:00.

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín  til 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau.  Börnin mega ekki vera ein í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa aðgang að sal hallarinnar .

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl.  Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann eiga þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar,einkatíma eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja.

01.02.2011 09:27

Fréttir frá Snæfelling

Stóðhestar 2011 og Folaldasýning

Stóðhestarnir óðum að koma inn á heimasíðuna

Þessa dagana eru samningar um stóðhestana að koma í hús og verða margir spennandi hestar í boði hjá HROSSVEST þetta árið. Reiknað er með að allir samningar verði komnir í hús um miðjan febrúar en hestarnir koma inn á heimasíðuna jafnóðum og samningar liggja fyrir.     Vonast er til að hægt verði að opna fyrir pantanir um, eða upp úr, miðjum febrúar. 

Endilega kíkja á síðuna, http://www.hrossvest.is/


Folaldasýningin


27.01.2011 19:57

KB mótaröðin í Borgarnesi

KB mótaröðin


 

Þann 5. febrúar næstkomandi verður 1. mót KB mótaraðarinnar haldið.  Mótið er opið öllum sem áhuga hafa.

 

Liðakeppni  (Lágmark 3 í liði - Opin keppni)   -  Einstaklingskeppni  (Opin keppni)

 

5. Febrúar Fjórgangur, 26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur), 19.mars Tölt og fimmgangur

 

Skráningar berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 2. feb á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, nem.birnat@lbhi.is eða í s. 691-0280 og 699-6116. Eftirtalið þarf að koma fram í þessari röð: Keppnisflokkur, upp á hvora höndina er riðið, nafn knapa, nafn, litur og aldur hests.  Ef einstaklingurinn ætlar að vera í liði þarf auk þess að skrá fyrir hvaða lið keppt verður. Öll mótin hefjast kl. 12:00.  Skráningargjald er:  1.500.kr fyrir ungmenni, opin flokk, meira keppnisvanir og minna keppnisvanir. (færri en 20 keppnir að baki). 1.000 kr. fyrir annan hest, börn og unglinga.  

Keppnisflokkar: Ungmenni, Opin.flokkur, Meira keppnisvanir, minna keppnisvanir, börn og unglingar.  Skráninargjald greiðist inn á reikning 0326 - 13 - 004810, kt.481079-0399. í síðasta lagi fimmtudaginn 3. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is (fram þarf að koma nafn knapa og hests). 

 

Allar nánari upplýsingar um reglur og ef einhverjar fyrirspurnir eru varðandi mótið er fólki bent á facebook síðu KB-mótaraðarinnar.

 

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa og Skugga

25.01.2011 07:41

Folaldasýning

Folaldasýning 2011.

Laugardaginn 29. Janúar, kl. 13:00. Söðulsholt, í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is. Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður, móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.

Skráningargjald greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 27. Janúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.


Hér er mynd af Dökkva frá Dalsmynni, sem vann í fyrra hestaflokkinn og áhorfendaverðlaunin

23.01.2011 11:12

Vesturlandssýning Hestamanna

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00.  Má segja að um sé að ræða tilraun til að endurvekja sýningar sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi.
 
Ætlunin er að sýna fram á og sanna að Vestlendingar eigi góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk - jafnt unga sem aldna.
 
Þess er óskað að allir þeir sem hafa ábendingar um atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari komi ábendingum á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson     amundi@isl.is  gsm 892 5678
 
Baldur Björnsson         baldur@vesturland.is   gsm 895 4936
 
Stefán Ármannsson     stefan@hroar.is           gsm 897 5194 (aðallega tengiliður varðandi kynbótahross)
 
Þessir menn munu síðan væntanlega fá fleiri til liðs við sig til að velja sýningaratriði og jafnvel fá aðila til að sjá alfarið um ákveðin atriði.
 
Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist nú og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.
 
 
Kveðja
 f.h. Seláss ehf. (rekstraraðila Faxaborgar)

13.01.2011 13:50

Sýnikennsla hjá Mette í Faxaborg

Mette Moe Mannseth
Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 15. Janúar  n.k. kl. 18.30  Aðgangur aðeins 1500kr.

Mette er óþarft að kynna sérstaklega, hún hefur náð frábærum árangri í bæði  sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta.

Þetta er önnur sýnikennslan sem hún  heldur að þessu sinni í Faxaborg. Það verður fræðandi og  gaman að sjá hvernig hún heldur áfram að sýna okkur þær aðferðir sem hún notar við þjálfun og uppbyggingu sinna hesta.

Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum allt áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér  fara.

13.01.2011 13:49

KB mótaröðin 2011 í

KB Mótaröðin 2011Dagskrá;
5. feb. Fjórgangur
26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur)
19.mars Tölt og fimmgangur

KB-mótaröðin er opin liða- og einstaklingskeppni í hestaíþróttum sem haldin er á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga í reiðhöllinni Faxaborg í Borganesi. 

Fyrir þá sem ætla sér að vera með í liðakeppninni, þá þarf hvert lið að hafa sitt sérkenni og verða sérstök verðlaun veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina. Auk þess verða 3 stigahæstu liðin verðlaunuð í lokin. 

Gunnhildur Birna Björnsdóttir sá um að taka myndir af KB mótaröðinni veturinn 2010 og er hægt að skoða myndir á tenglinum hér að neðan.
http://picasaweb.google.com/gunnhildurbirna

Samantekt frá síðastliðnum vetri.
Þátttaka á mótin var mjög góð og ljóst er að þessi mótaröð hefur orðið til að efla mjög keppnis- og félagsanda hestamanna í Borgarfirði og Vesturlandi, því þátttakendur komu víða að og áhorfendur voru fjölmargir á öllum mótunum. Höllin góða, Faxaborg hefur gert þetta mögulegt og mun hún án efa spila stórt hlutverk í vestlenskri hestamennsku á næstu árum. 

Á síðasta mótinu réðust úrslit í liða- og einstaklingskeppni og mátti glöggt finna spennu í höllinni þegar leið á forkeppni og ekki síður í úrslitum. Létu þar áhorfendur mjög til sín taka við að hvetja liðsfélaga áfram.

Til að kóróna verðlaunaflóðið "ruddi" Gunnar Halldórsson bóndi í Þverholtum sig og keypti laglegan farandbikar handa vinsælasta knapanum. Það voru áhorfendur sem völdu knapann og í þetta sinn kom hann í hlut Gyðu Helgadóttur á Mið-Fossum. 

Liðakeppnin á stóran þátt í því hversu mikill áhugi var fyrir þessari mótaröð og voru margir sótraftar á flot dregnir til að styrkja einstök lið og tryggja dýrmæt stig. Liðakeppnina og stigaútreikninginn má útfæra á ýmsan hátt og ekki víst að hann verði eins á komandi mótaröð en það verður nánar auglýst síðar. Andinn er þannig að nú stefna menn fram, harðákveðnir í að gera þetta enn gæsilegra og enn skemmtilegra í ár.


Vonumst til að sjá sem flesta á komandi mótaröð!!
Mótanefnd Faxa & Skugga.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19