Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Hestamennska

13.12.2011 21:04

Snæfellingur með tamninganámskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22. og 28.-29. Janúar

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með eitt eða tvö trippi og vinnur með þau báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Undirbúningur er grunnur að góðum hlutum)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með tvö trippi.

Fjórir verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með eitt trippi.

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar:

Nemandi með eitt hross 15000

Nemandi með tvö hross 25000

Síðasti skráningadagur 16. Janúar


Skráning og nánari upplýsingar í síma:7702025 (Guðmundur)

Eða á netfangið: mummi@hallkelsstadahlid.is

28.11.2011 21:06

Vetrarstarf Snæfellings og næstu viðburðir

        Öflugt félagsstarf verður á vegum Snæfellings í vetur og vonum við að félagar finni nú eitthvað til að taka þátt, þessar dagsetningar eru það sem við stefnum á að halda okkur við en það getur þó alltaf breyst og verða  dagssetningar auglýstar betur þegar viðburðir verða auglýstir.

           Tvö mót í vetur, annars vegar töltmót, 27. janúar og

    þrí eða fjórgangasmót,  9. mars í Söðulsholti

           Járninganámskeið, stefnt á fyrstu helgina í  janúar, sennilega í Grundarfirði

            Fara menningarferð 3. mars um Borgarfjörðinn

            Æskulýðsnefndinni falið að vera með tvo daga fyrir yngri kynslóðina í Reiðhöllinni í Grundarfirði, dagana 12. febrúar og 15. apríl, þar sem verða þrautabrautir, grill og reiðtúr ef veður leyfir.

           Aðalfundur 28. mars í Stykkishólmi.

            Reyna að hafa aftur reiðtúr á fjörurnar eins og var reynt s.l. vetur en veðrið hamlaði því að að hægt væri að ferðast með hestakerrur síðast, yrði þetta auglýst með stuttum fyrirvara.

Skrifað af Siggu

15.11.2011 01:39

Gamlar myndir inn á vef Snæfellings


Þessi mynd er tekin á 40 ára afmælismóti Snæfellings 2003
Þarna eru formaður og fyrrverandi formenn sem voru staddir á Kaldármelum..


Albúmin farin að tínast inn með  myndunum hennar Halldísar,
það verður töluvert verk að koma þessu hér inn.
Myndaalbúmin munu heita það sama og hún hefur skrifað í myndaalbúmin sín.
Nýjasta albúmið kemur fyrst, og svo næst elsta, þangað til við endum á því elsta.
En endilega skrifa athugasemdir við myndirnar ef þið þekkið menn og hross.

04.11.2011 09:57

Uppskeruhátíð Snæfellings 11.11.11Uppskeruhátíð 

Snæfellings

Föstudaginn 11.11.11 kl. 19:30

Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit

(í fjósinu sem hefur verið breytt í samkomusal)

Frjálslegur klæðnaður, gamli lopinn upplagður og

viðurkenning fyrir flottasta höfuðfatið.

Grillað verður á staðnum og kostar maturinn 2500 kr.


Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Hvatningarverðlaun til þeirra sem sýnt hafa góða takta í keppni

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

·        Foladasýningin


Veglegir vinningar verða í happdrættinu

 Miðaverð aðeins 1000kr.


Látið vita með þátttöku í síðasta lagi á miðvikudaginn 09.11  kl. 22

í netfangið  herborgs@hive.is eða síma 893 1584


Vonumst til að sjá sem flesta

                                                                         Stjórnin                                                                                                   

26.10.2011 22:33

Uppskeruhátíð Snæfellings

Uppskeruhátíð Snæfellings verður haldinn á Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit

föstudaginn 11. nóvember,kl 19.30 svo þið megið fara að taka daginn frá.

Það verður grillveisla og maturinn á hagstæðu verði.

 

Nánar verður þetta auglýst þegar nær dregur.

En þið megið fara að finna lopapeysuna.

 

Við erum á fullu að safna vinningum fyrir happdrættið sem verður á Uppskeruhátíðinni

Þeir sem vilja koma vinningum til okkar fyrir happdrættið mega hafa samband  í

netfangið herborgs@hive.is eða síma 893 1584

eða gunnar@logos.is  sími 860 2337

ef þið lumið á skemmtiatriði fyrir uppskeruhátíðina, eins ef hesteigendafélögin vilja komi með  atriði

þá endilega látið okkur vita.

 

Veitt verða verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross ársins og einnig verða knapar verðlaunaðir.

Þeir sem hafa verið að láta dæma hjá sér hross á árinu mega koma upplýsingum um dómana til Didda Odds

netfangið dodds@simnet.is  eða í síma 861 4966

26.10.2011 22:30

Úrslit foladasýningarinnar

Foladasýningin gekk vel og vorum við bara ánægð með mætinguna.Eiríkur setti inn fullt af myndum sem hann tók á sýningunni og þökkum við honum kærlega fyrir það, þarna sjást allskonar útfærslur af því hvernig skuli sýna folöld svo þau komist á verðlaunapall.

Úrslitin 
Hryssur

Her er Jara frá Brimilsvöllum


1. 
Jara frá Brimilsvöllum, jörp
Móðir:  Yrpa frá Brimilsvöllum
Faðir;  Breki frá Brimilsvöllum
Eigandi Gunnar Tryggvason

2.
Gola frá Bjarnarhöfn, ljósjörp
Móðir:  Rjúpa frá Bjarnarhöfn
Faðir:  Dofri frá Steinnesi.
Eigandi Herborg Sigurðardóttir

3. 
Aska frá Grundarfirði, brún
Móðir:  Fluga frá Gundarfirði
Faðir:  Dofri frá Steinnesi
Eigandi Tinna Mjöll Guðmundsdóttir

4.
Eilíf frá Stykkishólmi
Móðir:  Tígla frá Stykkishólmi
Faðir:  Dagur frá Smáhömrum  ll
Eigandi Sæþór Þorbergsson

5.
Sveifla frá Hrísdal, rauðstjörnótt
Móðir:  Sigurrós frá Strandarhjáleigu
Faðir:  Seiður frá Flugumýri ll
Eigandi Hrísdalsdhestar

Hestar


Hér er Kjarval frá Hellnafelli

1.
Kjarval frá Hellnafelli, rauðstjörnóttur
Móðir:  Snilld frá Hellnafelli
Faðir:  Kjarni frá Þjóðólfshaga
Eigandi Kolla og Diddi

2.
Röðull frá Söðulsholti, rauður með halastjörnu
Móðir:  Lipurtá frá Söðulsholti
Faðir:  Ábóti frá Söðulsholti
Eigandi Söðulsholt

3.
Kjölur frá Hrísdal,  rauðstjörnóttur
Móðir: Þófta frá Hólum
Faðir:  Sveinn-Hervar frá Þúfu
Eigandi Hrísdalshestar

4.
Skírnir frá Kverná,  móálóttur, tvístjörnóttur
Móðir: Dögg frá Kverná
Faðir:  Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
Eigandi Rúnar Þór, Ragnar Jóhannsson og Guðfinna Jóhannsdóttir

5.
Dagur frá Kóngsbakka, leirljós
Móðir: Dís frá Reykhólum
Faðir:  Máttur frá Leirulæk
Eigandi Lárus Hannesson

6.
Byr frá Brimilsvöllum, jarp stjörnóttur
Móðir:  Kviða frá Brimilsvöllum
Faðir:  Breki frá Brimilsvöllum
Eigandi Gunnar Tryggvason


Folald sýningarinnar valið af áhorfendumDagur frá Kóngsbakka, leirljós
Móðir: Dís frá Reykhólum
Faðir:  Máttur frá Leirulæk
Eigandi Lárus Hannesson


Rekstrarstjórinn og aðstoðarmaðurinn hans.


Hér er svo skrá yfir öll folöldin sem voru skráð

13.10.2011 16:16

Snæfellingur með folaldasýningu í Grundarfirði

 

Snjall frá Hellnafellni

 

Folaldasýning verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði

sunnudaginn 23 október kl 14

 

Skráningarfrestur er til kl 14 föstudaginn 21. október

Skráning er 1000 kr. á folald

koma þarf fram

Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir

einnig má koma með meiri upplýsingar,

svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.

Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is

eða í síma 891 8401

Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið

Áhorfendur velja folald sýningarinnar

 

Stjórn Snæfellings

23.09.2011 18:51

Námskeið í frumtamningu

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Söðulsholti:

Dagana 29.-30. Október og 12.-13. Nóvember

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Haustið er góður tími til að frumtemja gæðingsefnin.

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með tvö trippi og vinnur með báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Við byrjum ekki að taka stúdentspróf í 1. Bekk!)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda.

 

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

 

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar 19.000 kr á mann með hesthúsplássi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag.


Skráning í síma:7702025 (Guðmundur)

18.09.2011 11:02

Vetrarstarf Snæfellings

Vetrarstarfið í byrjun vetrar

Nánar auglýst þegar nær dregur.

·       Folaldasýningu í reiðhöllinni í Grundarfirði sunnudaginn 23. okt þar sem áhugamenn myndu dæma, áhorfendur fengju svo líka að kjósa.

·         Uppskeruhátið Snæfellings laugardaginn 12. nóvember

·   Stefna á 2 daga fyrir krakkana í reiðhöllinni í Grundarfirði, eins og var gert síðastliðinn vetur, en þá var haldinn svona dagur með þrautabraut og grillaðar pylsur á eftir. Ekki komnar dagsetningar

 • Járninganámskeið í janúar
 • Halda töltmót eins og haldið var í fyrravetur  í Söðulsholti, sem þóttist takast vel. Ekki komin dagsetning

02.08.2011 23:48

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið í Söðulsholti

Mándaginn og þriðjudaginn 8-9 ágúst ætlum við að hafa reiðnámskeið fyrir börn /unglinga í Söðulsholti. Kennari verður Randy Holaker frá Skáney.

Námskeiðið kostar 10.000, hver hópur verður tekin 2 x 45 á dag.

Skráning og nánari upplýsingar 8995625 / 8610175

Síðasti skráningardagur er á föstudaginn 5. ágúst.

22.06.2011 11:11

Vaktir á landsmóti hestamanna

Landsmót Hestamanna 2011

Skagafirði

 

Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:

 

 • Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
 • Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
 • Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.
 • Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
 • Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
 • Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
 • Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:    
  • Stóðhesthús
  • Móttaka hrossa
  • Skrifstofa
  • Upplýsingamiðstöð
  • Hliðvarsla
  • Fótaskoðun
  • Kaffivaktin
  • Ýmis vinna á svæði

 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com.

 

Bestu kveðjur,

Hugrún Ósk Ólafsdóttir

GSM:868-4556

20.06.2011 06:03

Gaman hjá konum í Snæfelling

Kvennareið
Það voru kátar konur sem komu úr reiðtúr og biðu 
eftir að karlarnir kláruðu að grilla fyrir þær.Þegar klárað var að grill buðu þeir uppá dinner musik


Eftir matinn var svo tekið lagið þar sem Lalla stjórnaði söng og Kalli lék undir.
Þetta var skemmtileg kvöldstund sem við áttum þarna saman.

18.06.2011 18:33

Hestaþing Snæfellings

Hestaþing og úrtaka, úrslit
Hestamannafélagið Snæfellingur hélt félagsmót og úrtöku fyrir Landsmót á Kaldármelum í gær. Inn á Landsmót fara eftirtaldir hestar fyrir Snæfelling:
 

A-flokkur gæðinga
Hrókur frá Flugumýri, einkunn , eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur Pétursson
Pollý frá Leirulæk, einkunn , eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur Pétursson
 
B-flokkur Gæðinga
Glóð frá Kýrholti, eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur PéturssonSveindís frá Kjarnholtum,  eigandi Sæmundur Runólfsson, knapi Þórarinn Ragnarsson
 
Barnaflokkur
Frosti frá Glæsibæ,  eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Borghildur Gunnarsdóttir
Lilja frá Brimilsvöllum, eigandi Ólafur Tryggvason, knapi Harpa Lilja Ólafsdóttir
 
Unglingaflokkur
Lyfting frá Kjarnholtum, eigandi Siguroddur Pétursson, knapi Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Sunna frá Grundarfirði, eigandi Ólafur Tryggvason, knapi Guðrún Ösp Ólafsdóttir
 
Ungmennaflokkur
Brúnki frá Haukatungu Syðri,  eigandi og knapi Arnar Ásbjörnsson

Efnilegasti knapi mótsins, Brynja Gná Heiðarsdóttir og SnjólfurÚrslit félagsmóts voru þessi:
 
A-flokkur gæðinga
  Sæti      Keppandi      
1      Hrókur frá Flugumýri II / Siguroddur Pétursson 8,51  Eigandi Hrísdalshestar sf.
2      Sýn frá Ólafsvík / Lárus Ástmar Hannesson 8,37  Eigandi Stefán Kristófersson
3      Pollý frá Leirulæk / Siguroddur Pétursson 8,06    Eigandi Hrísdalshestar sf.
4      Dímon frá Margrétarhofi / Gunnar Sturluson 7,87  Eigandi Hrísdalshestar sf.
5      Brynjar frá Stykkishólmi / Lárus Ástmar Hannesson 7,22  Eigandi Lárus Á. Hannesson
 
B flokkur  
A úrslit   
   
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn    
1    Glóð frá Kýrholti / Siguroddur Pétursson 8,56     
2    Sveindís frá Kjarnholtum I / Þórarinn Ragnarsson 8,49     
3    Sleipnir frá Kverná / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,46     
4    Svanur frá Tungu / Siguroddur Pétursson 8,34     
5    Prinsessa frá Enni / Sævar Örn Sigurvinsson 8,29     

Unglingaflokkur
A úrslit 
 
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Lyfting frá Kjarnholtum I 8,33   
2    Hrefna Rós Lárusdóttir / Loftur frá Reykhólum 8,18   
3    Guðrún Ösp Ólafsdóttir / Sunna frá Grundarfirði frá  8,13   

Ungmennaflokkur
Arnar Ásbjörnsson / Brúnki frá Haukatungu Syðri
 
Barnaflokkur
A úrslit 
 
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 8,35   
2    Fanney O. Gunnarsdóttir / Snót frá Brimilsvöllum 8,13   
3    Brynja Gná Heiðarsdóttir / Snjólfur frá Hólmahjáleigu 7,86   
4    Harpa Lilja Ólafsdóttir / Lilja frá Brimilsvöllum 7,81   
 
Byrjendaflokkur

1 Baron frá Þóreyjarnúpi Margrét Þóra Sigurðardóttir
2      Storð frá Reykhólum Nadine Elisabeth Walter
 
 
A-flokkur gæðinga minna keppnisvanir

1      Þytur frá Stakkhamri 2 Laufey Bjarnadóttir eigandi Bjarni Alexandersson
 
B-flokkur gæðinga minna keppnisvanir
 
1 Nasa frá Söðulsholti/eigandi Söðulsholt ehf. Ágústa Rut Haraldsdóttir
2 Gustur frá Stakkhamri 2/eigandi Laufey Bjarnadóttir Laufey Bjarnadóttir 
3 Muggur frá Stykkishólmi/eigandi Högni Bæringsson. Sæþór Heiðar Þorbergsson

Töltkeppni
A úrslit 1. flokkur - 

 Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Siguroddur Pétursson / Glóð frá Kýrholti 7,28   
2    Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti 5,67   
3    Gunnar Tryggvason / Breki frá Brimilsvöllum 5,56   
4    Guðmundur Margeir Skúlason / Dregill frá Magnússkógum 5,39   
5    Siguroddur Pétursson / Hrókur frá Flugumýri II 0,00   
 
Töltkeppni  
A úrslit 2. flokkur -   

Sæti    Keppandi      
 
1    Arnar Ásbergsson/Brúnki frá Haukatungu Syðri        
2    Sæþór Heiðar Þorbergsson / Kjarkur frá Stykkishólmi      
3-4    Bjarni Jónasson / Amor frá Grundarfirði      
3-4    Jóna Lind Bjarnadóttir / Sörli frá Grímsstöðum      

Töltkeppni  
A úrslit Unglingaflokkur -   

Sæti    Keppandi    Heildareinkunn    
   
1    Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Vordís frá Hrísdal 1 6,06     
2    Hrefna Rós Lárusdóttir / Loftur frá Reykhólum 5,67     
3    Borghildur  Gunnarsdóttir / Frosti frá Glæsibæ 5,17     
4    Fanney O. Gunnarsdóttir / Snót frá Brimilsvöllum 4,72    

14.06.2011 07:36

Kvennareið Snæfellings

Kvennareið 

Snæfellings 2011


16. júni  frá  Stykkishólmi

Brottför: Hesthúsin í Stykkishólmi kl. 17:30

2-3 tíma reiðtúr með grill, góðgæti og drykkur  á leiðinni

Komum saman og höfum skemmtilegar stundir 

      Allar konur velkomnar

Þátttökugjald: 3.000,- kr.

Skráning í

 síma: 8623570 eða nadinew@simnet.is

siðasti skráningardagur þrið. 14.6. 2011

Kveðja

Nadine & Hrefna

04.06.2011 22:27

Hestaþing Snæfellings


Hestaþing Snæfellings 2011

 og

 úrtaka fyrir Landsmót

 

 

Verður haldið á Kaldármelum

mánudaginn 13. júní 2011, (annar í hvítasunnu).

 

Dagskrá hefst kl. 10:00, mótið verður flokkaskipt

Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

 

·         Forkeppni

    Byrjendaflokkur fullorðinna, keppt verður í B-flokki gæðinga, keppni stjórnað af þul.

            

·   Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án  teyminga.  Allir fá þátttökuverðlaun.

 

·         B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir,

 

·         barna-unglinga- og ungmennaflokkar.

 

·         A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

 

·         Tölt: 17 árs og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.  Byrjendaflokkur fullorðinna.

 

·         Úrslit

·         B-flokkur: Barna-, unglinga- og ungmennaflokkar.  Minna keppnisvanir, byrjendur fullorðinna og opinn flokkur fullorðinna.

 

·         A-flokkur: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

 

·         Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur og minna keppnisvanir, byrjendaflokkur fullorðinna.

 

·         100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest, sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.

 

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið herborgs@hive.is

 

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni. 

Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191 26 2876, kt  440992-2189.    Kvittun send á herborgs@hive.is

Tekið er við skráningum til þriðjudagsins 7. júní kl 16.

Stjórn Snæfellings

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32