Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Hestamennska

12.07.2012 09:01

Hestaþingi Snæfellings lokið

Úrslit Hestaþing 2012


Knapi mótsins Fanney Ó. Gunnarsdóttir
Efnilegasti Knapinn Marína Schregelmann
Hryssa mótsins Skriða frá Bergi
Hestur mótsins Svanur frá Tungu


A flokkur
Atlas frá Lýsuhóli, 8,43 knapi Lárus Hannesson
Póllý frá Leirulæk, 8,36 knapi Siguroddur Pétursson
Þota frá Akrakoti, 8,20 knapi Sigríður  Sóldal
Skriða frá Bergi, 7,57 knapi Jón Bjarni Þorvarðarson


B flokkur minna keppnisvanir
Baron frá Þoreyjarnúpi, 7,96 knapi Margrét Sigurðardóttir

B flokkur
Svanur frá Tungu, 8,66 knapi Siguroddur Pétursson
Nasa frá Söðulsholti, 8,51 knapi Halldór Sigurkarlsson
Kolfreyja frá Snartartungu, 8,40 knapi Iðunn Svansdóttir
Töru-Glóð frá Kjartansstöðum, 8,36 knapi Matthías Leó Matthíasson
Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð, 8,17 knapi Guðmundur Margreir Skúlason

Ungmennaflokkur
Stapi frá Feti, 8,47 knapi Marina Schregelmann
Krummi frá Reykhólum, 8,27 knapi Hrefna Rós Lárusdóttir

Unglingaflokkur


Barnaflokkur
Sprettur frá Brimilsvöllum, 8,60 knapi Fanney Gunnarsdóttir
Sindri frá Keldukal, 8,47 knapi Róbert Vikar Víkingsson
Frosti frá Hofsstöðum, 7,93 knapi Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir
Bliki frá Dalsmynni, 7,74 knapi Inga Dís Vikingsdóttir
Snjólfur frá Hólmahjáleigu, 7,62 knapi Brynja Gná Heiðarsdóttir

Tölt 1 flokkur
Siguroddur Pétursson og Hrókur frá flugumýri 7.56
Halldór Sigurkarlsson og Nasa frá Söðulsholti 6.94
Matthías Leó Matthíasson og Keimur frá Kjartansstöðum 6,78
Ingólfur Arnar Þorvaldsson og Dimmblá frá Kjartansstöðum 6.61
Skúli L. Skúlason og Gosi frá Lamastöðum 4,28

Tölt 2 flokkur
Marina Schregelmann og Stapi frá Feti 6,72
Astrid Skou Buhl og Fannar frá Hallkelsstaðahlíð 5,56
Bjarni Jónasson og Amor frá Grundarfirði 5,22
Torfey Rut Leifsdóttir og Móses frá Fremri-Fitjum 3,50
Margrét Sigurðardóttir og Baron frá Þóreyjarnúpi 3,39

Tölt 17 ára og yngri
Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Lyfting frá Kjarnholtum I 5,89
Fanney O. Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum 5,22
Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Vending frá Hofsstöðum 4,44


Pollaflokkur
Sölvi Freyr Sóldal
Sól Jónsdóttir
Kolbrún Katla Halldórsdóttir

03.07.2012 11:50

Hestaþing á Kaldármelum

Hestaþing Snæfellings 2012

 

 

 

Opið mót

Verður  haldið á Kaldármelum

laugardaginn 7 júlí 2012

 

Dagskrá:

(háð nægri þátttöku í öllum flokkum og fjölda skráninga, einnig hvort þetta verður einn eða tveir dagar)

 

·         Forkeppni

·         Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án  teyminga. Allir fá           þátttökuverðlaun.

·         B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir, 

·         barna-unglinga- og ungmennaflokkar.

·         A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

·         Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.

·         100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest,

     sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.

 

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið, herborgs@hive.is

 

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests 

Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191 26 876, kt  440992-2189.  

 Kvittun send á herborgs@hive.is

Tekið er við skráningum til  klukkan 22 fimmtudaginn 5 júlí en þó er best að fá skráningar sem fyrst..

 

 

Skrifað af Siggu

26.06.2012 01:38

Snæfellingar á LM hestamanna

Hestar í gæðingakeppni á Landsmóti

A-flokkur
Uggi frá Bergi, eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson, knapi Viðar Ingólfsson
Atlas frá Lýsuhóli, eigandi Agnar Gestsson, knapi Lárus Ástmar Hannesson
 
B- flokkur
Glóð frá Kýrholti, eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Siguroddur Pétursson
Spóla frá Brimilsvöllum, eigandi Gunnar Tryggvason, knapi Siguroddur Pétursson
 
Barnaflokkur
Sprettur frá Brimilsvöllum, eigandi Gunnar Tryggvason, knapi Fanney O. Gunnarsdóttir
 
Unglingaflokkur
Lyfting frá Kjarnholtum I, eigandi Siguroddur Pétursson, knapi Guðný Margrét Siguroddsdóttir  
Frosti frá Glæsibæ, eigandi Hrísdalshestar sf., knapi Borghildur Gunnarsdóttir
 
Ungmennaflokkur
Krummi frá Reykhólum,  eigandi Lárus Hannesson, knapi  Hrefna Rós Lárusdóttir

 

Skrifað af Siggu

28.05.2012 20:46

Úrtökumót fyrir Landsmót Hestamanna

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, undir stjórn Skugga, laugardaginn 09. júní næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.   Mótið hefst kl. 10:00.


Athygli er vakin á því að einungis verður forkeppni riðin, en ekki úrslit í úrtökunni.

Skráning allra félaganna verður sameiginleg og skal send á netfangið: jonkristj@hotmail.com (athugið að ef ekki kemur til baka staðfestingarpóstur á móttöku skráningar, hefur skráning ekki heppnast).  Við skráningu þarf að koma fram; IS númer hests, nafn og kt. knapa, nafn og kt. eiganda, keppnisgrein, félag sem keppt er fyrir og upp á hvora hönd skal riðið.

(Ath. Eigandi hests verður að vera skráður eigandi í WorldFeng þegar skráning fer fram).

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00, miðvikudaginn 06. júní, n.k.

Skráningargjöld eru:  Kr. 4.000,- fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga (3.000,- fyrir annan hest).  Skráningargjöld eru:  Kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.

Skráningargjöld þurfa að hafa borist fyrir lok skráningarfrests (kl. 22:00, 06.06.12) og greiðast inn á reikning:  0326-13-004810, kt: 481079-0399, senda þarf kvittun á netfangið: helga.bjork@simnet.is (setja þarf nafn hests sem skýringu).

Keppt verður í eftiröldum greinum:

A flokki gæðinga  -  B flokki gæðinga  -  Barnaflokki  -  Unglingaflokki  -  Ungmennaflokki.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-.  Pantanir á stíum hjá Pétri á netfanginu: petursum@hotmail.com

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.

Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við mótanefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.

Nánari upplýsingar um mótið gefur Sigurður Stefánsson, form. mótan. Skugga,  í síma: 848-8010.

 

01.05.2012 22:55

Hestíþróttamót Snæfellings


Opið hestaíþróttamót Snæfellings

 

Opna íþróttamót Snæfellings verður haldið í

Grundarfirði laugardaginn 12, maí

Mótið hefst kl. 10:00

 

Dagskrá:  (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

Þulur stjórnar keppni og eru 2 inná í einu.

 

Forkeppni

Fjórgangur: 1, flokkur,  2, flokkur, barna-, unglinga- og       ungmennaflokkur

Fimmgangur:  1, flokkur,  2, flokkur                            

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmennaflokkur og  2, flokkur,  1, flokkur,

Pollaflokkur, þar má teyma undir eða ríða sjálfur, allir fá þátttökupening.

Úrslit

Fjórgangur: 1, flokkur,  2, flokkur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur

Fimmgangur: 1, flokkur,  2, flokkur

Tölt: Barna-, unglinga-, ungmennaflokkur,  og 2, flokkur,  1, flokkur,

100 m skeið: 1, flokkur

Gæðingaskeið 1, flokkur

 

Skráning hjá Ásdísi í síma: 845 8828  eða á netfangið asdis@hrisdalur.is

Við skráningu þarf að koma fram keppnisflokkur, kennitala knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni.

2, flokkur er minna keppnisvanir.

 

Tekið er við skráningum til miðvikudagsins  9. maí kl. 22

 

Skráningargjald er 2500 kr. en 2000 kr. fyrir skuldlausa félaga, fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld leggist inná reikning 0191-26-876 kt. 440992-2189

fyrir klukkan 22 miðvikdaginn 9. maí annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista.

Sendið kvittun á netfangið asdis@hrisdalur.is og setja í skýringu,  íþróttamót 2012

 

Stjórnin

 

Skrifað af Siggu

02.04.2012 21:59

Ásdís nýr formaður Snæfellings


Aðalfundur Snæfellings var haldinn í Stykkishólmi miðvikudaginn 28. mars

Á fundinum var nokkrum félagsmönnum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins og þeir gerðir að heiðursfélögum.

 

Formaður Snæfellings afhendir Leifi Kr. Jóhannessyni heiðurskjöld, en Leifur er hvatamaður að stofnun Snæfellings


Efri röð

Gunnar Sturluson formaður, Leifur Kr. Jóhannesson,Tryggvi Gunnarsson, Högni Bæringsson, Hildibrandur Bjarnason,

Neðri röð Sesselja Þorsteinsdóttir, Ragnar Hallsson, Gunnar Kristjánsson. Á myndina vantar Krístínu Nóadóttir

Á fundinn kom Sigtryggur Veigar frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og hélt áhugaverðan fyrirlestur um húsvist hrossa.  Þá fóru fram formannsskipti og er nýr formaður Ásdís Ólöf Sigurðardóttir á Eiðhúsum í Eyja- og Miklaholtshreppi, aðrir í stjórn eru Sæþór Þorbergsson, Stykkishólmi, varaformaður, Herborg Sigríður Sigurðardóttir, Bjarnarhöfn í Helgafellssveit, ritari, Ólafur Tryggvason Grundarfirði, gjaldkeri, og Sigríður Sóldal, Stykkishólmi, meðstjórnandi.

28.03.2012 09:58

Aðalfundur Snæfellings í kvöld

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings


Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi  28. mars 2012, kl. 20.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.


1.       Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.

2.       Inntaka nýrra félaga.

3.       Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.

4.    Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar

         og fjárhagsáætlun næsta árs.

5.       Skýrslur nefnda.

6.       Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.

7.  Kosning formanns, stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing L.H., H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.

8.       Önnur mál.

         a) Útnefning á heiðursfélögum í Snæfellingi.


Við væntum þess að sjá sem flesta félaga á fundinum, eins og fram kemur í dagskrá stendur til að heiðra nokkra félagsmenn með því að útnefna þá heiðursfélaga í Snæfellingi.

Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings.

12.03.2012 07:53

Vesturlandssýning Hestamanna

Undirbúningur fyrir Vesturlandssýninguna

Nú er undirbúningur fyrir Vesturlandssýningu í fullum gangi og dagskráin að verða fullmótuð.

Mörg ræktunarbú eru komin á blað ásamt skemmtiatriðum og góðum gestum.

 

Ennþá er verið að skoða og velja hross í eftirfarandi atriði:

Kynbótahross:

4 vetra hryssur

4 vetra folar

5 vetra hryssur

5 vetra folar

6 vetra og eldri hryssur

Vestlenskir stóðhestar

Stóðhestar í notkun á Vesturlandi 2012

A flokkur gæðinga

B flokkur gæðinga

Skeiðhestar

 

Endilega hafið samband við neðangreinda ef þið eigið hross sem gæti átt erindi á sýninguna og eins ef þið hafið ábendingar.

Sýningin verður haldin þann 24. mars n.k. í Faxaborg, Borganesi.

 

Eyþór Jón Gíslason, brekkurhvammur10@simnet.is  gsm: 898-1251

Svala Svavarsdóttir,  budardalur@simnet.is   gsm: 861-4466

 

Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila:
Ámundi Sigurðsson, amundi@isl.is  gsm 892 5678

Baldur Björnsson, baldur@vesturland.is  gsm 895 4936

Stefán Ármannsson, stefan@hroar.is  gsm 897 5194 (aðallega varðandi kynbótahross)

 

04.03.2012 11:03

Snæfellingsfólk á KB mótaröðinni

KB Mótaröðin

Fanney O. Gunnarsdóttir og Sprettur frá Brimilsvöllum sem kastar mæðinni eftir góða töltkeppni.

KB-Mótaröð Tölt

Laugardaginn 26. febrúar s.l  fór fram töltmót í KB-Mótaröðinni  2012 í  Reiðhöllinni í Borgarnesi. Fanney O. Gunnarsdóttir  sem keppti fyrir hönd Hestamannafélagsins Snæfellingur  vann barnaflokkin  á stóðhestinum Sprett frá Brimilsvöllum með einkunn 6,0.

En fleiri félagsmenn gerðu  það gott á þessu móti:  Kolbrún Grétarsdóttir varð í öðru sæti í meistaraflokknum á Stapa frá Feti með 7,42 í einkunn og Guðný Margrét Siguroddsdóttir varð í 5. sæti í unglingaflokknum  á Vordís frá Hrísdal með einkunn 5,0.

V.O.


21.02.2012 20:49

Stjórn LH í heimsókn á Snæfellsnesi

Fundur í HrísdalFundur með hestamönnum á Vesturlandi

Það var líf og fjör á fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi á laugardaginn 11. febrúar.  Stjórn LH hafði verið á tveggja daga stjórnarfundi á Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem unnið var í ýmsum málefnum samtakanna og venju samkvæmt var síðan fundað með hestamönnum á svæðinu í tengslum við stjórnarfundinn. Haraldur Þórarinsson formaður LH hélt framsögu og fór yfir þau mál sem helst brenna á hestamönnum í dag, auk þess að segja frá áherslum stjórnarinnar í störfum sínum á árinu.  Í framhaldi sköpuðust fjörugar umræður um reiðvegamál, en Vestlendingar telja sig hafa farið halloka í úthlutun reiðvegafjár undanfarin ár.  Einnig var rætt um, keppnismál, fasteignagjöld af hesthúsum og fleira. 


Í máli Haraldar kom fram að stjórn telur það mikið réttlætismál að hesthús verði í A-flokki við álagningu fasteignagjalda, hvar sem þau standa á landinu.  Ef hestaíþrótt eigi að njóta sannmælis í þéttbýlinu og haldi áfram að blómstra á landsvísu, verði að tryggja að auknir skattar verði ekki lagðir á hestamenn.  Hefur stjórn LH unnið markvisst að málinu og fól efnahags- og skattanefnd Alþingis innanríkisráðuneytinu að vinna frumvarp til breytinga á lögunum.


Haraldur gerði grein fyrir því að stjórnin hefði fallist á tillögu samgöngunefndar LH um breytingar á úthlutun reiðvegafjár.  Breytingin felur í sér að tiltekin fjárhæð verður tekin til hliðar af óskiptu reiðvegafé og notuð til úthlutunar til fjölfarinna ferðamannastaða og reiðleiða, svo sem í leiðina um Löngufjörur og sambærilegar leiðir.  Er þessi breyting til komin vegna athugasemda formanns Snæfellings til stjórnar LH og reiðveganefndar um hversu óréttlátt sé að minni félög á landsbyggðinni verji lunganu af sinni úthlutun til reiðvega í að halda við reiðleiðum fyrir ferðamenn, bæði íslenska og útlenda.


Einnig gerði Haraldur að umtalsefni þann gífurlega kostnað sem fellur á hestamannafélög á landsbyggðinni vegna ferðakostnaðar dómara.  Eru til skoðunar leiðir til að bregðast við þessu og hefur stjórn LH skipað starfshóp sem á að koma með hugmyndir að lausn vandans, t.d. með stofnun jöfnunarsjóðs sem greitt yrði í af öllum skráningum og sjóðurinn notaður til að greiða dómurum vegna ferðalaga í stað þess fyrirkomulags sem nú tíðkast.


Að lokum gerði Haraldur velferðarmál að umtalsefni og sagði frá nýskipaðri velferðarnefnd LH og helstu hagsmunaaðila í hestamennsku, en henni er ætlað að vinna út frá þeim rannsóknum og niðurstöðum sem til eru og lúta að velferð íslenska hestsins, bæði í keppni, almennri notkun og við hestahald.  Er ætlunin að svara þeirri gagnrýni sem upp hefur komið bæði innanlands og utan um velferð hesta á faglegan, uppbyggilegan og málefnalegan hátt.


Eftir framsöguna og svör stjórnarmanna úr sal tóku menn upp léttara hjal, gerðu sér  veitingar að góðu og skoðuðu efnileg ung hross og folöld í hesthúsi Gunnars Sturlusonar í Hrísdal.


15.02.2012 11:24

Ungmennastarf hjá Snæfelling

Æskulýðshittingur

  

Frá  Æskulýðsnefnd

Sunnudaginn 12.02. 2012 hittust tólf framtíðar hestamenn í Fákaseli í Grundarfirði ásamt foreldrum.

Tilefnið var að búa til hestanammi,hitta aðra krakka, og mynda tengsl.

Krakkarnir voru mjög dugleg að búa til nammið en það var töluvert drullumall, alt hafðist það samt á endanum og allir fóru með poka heim með sínu nammi. Sumum fannst nammið það gott að ekki var víst að hestarnir fengju nokkuð.á meðan bakað var tóku krakkarni í spil og svo fengum við pulsur.

Uppskrift

1bolli haframjöl

1 bolli rúgmjöl

Ein stórgulrót rifin ca einn bolli

3 matskeiðar síróp

½ bolli graskersfræ

Alt sett í ílát, hnoðað í höndunum og búnar til kúlur,þær eru svo bakaðar í 20 mín á 180 gr í ofni.

Næst hittumst við í Reiðhöllinni 15 apríl,þá verður þrautabraut og þeir sem geta fara í reiðtúr á eftir.

Takk krakkar fyrir flottan dag.

Með kveðju æskulýðsnefnd.

15.02.2012 11:23

Reiðnámskeið hjá Snæfelling í Grundarfirði

Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Grundarfirði.

Byrjað verður í febrúar og stendur  fram í apríl.  Kennt er á Þriðjudögum og einu sinni föstudag og laugardag.

Kennari verður Guðmundur M Skúlason úr Hallkelsstaðarhlíð.

Boðið er upp á einkatíma fyrir einn til tvo á kr 5500 tíminn og almennt reiðnámskeið

Verð fyrir almennanámskeiðið er 17 þúsund.            

  Árskorthafar, börn og unglingar greiða 15 þúsund  

Skráning hjá Óla Tryggva olafur@fsn.is

 síma 8918401  eða Guðmundur M. Skúlason mummi@hallkelsstadahlid.is

Fyrstir panta fyrstir fá.

16.01.2012 14:11

Reiðnámskeið

Reiðnámskeið í Söðulsholti

4 pláss laus á reiðnámskeiðið með Sölva!!!!

Reiðnámskeið helgina 28-29 Jan. Kennari verður Sölvi Sigurðsson, en hann hefur m,a stundað reiðkennslu við Háskólann á Hólum.

Kennt verður í einkatímum 20 mín tvisvar á dag og mælt er með að fólk fylgist með hinum meðan á kennslu stendur. Helgin kostar 18.000 á mann og innfalið er geymsla fyrir hrossið, kaffi og kökur en viljum biðja fólk um að taka með sér nesti í hádegismat, einnig er hægt að fá nýta eldunaraðstöðuna sem er til staðar. Skráning og nánari upplýsingar í 8995625 eða sodulsholt@sodulsholt.is

Með kveðju

 

Dóri og Iðunn.
Söðulsholt

16.01.2012 11:34

Keppnisknapinn

Námskeið

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á fimm helga námskeið fyrir keppendur í íþrótta- og gæðingamótum. Fjórar markvissar kennsluhelgar auk fimmtu helgarinnar þar sem undirbúin er sýning og tekið þátt í formlegu móti.


Námskeiðið Keppnisknapinn er hugsað fyrir þá sem vilja auka færni sína og reynslu í algengustu keppnisgreinum íslenska hestsins.  Farið verður í þjálfun keppnishestsins, hvernig hann er sem best undirbúinn fyrir hinar ýmsu keppnisgreinar og hvernig sýningar eru útfærðar á árangursríkan hátt. Skilgreindar verða sterkar og veikar hliðar hvers hests og knapa auk þess sem líkamlegt ástand hestsins verður skoðað allt námskeiðið. Kennslan er einstaklingsmiðuð, en lögð áhersla á að nemar fylgist með hver öðrum. Í gegnum allt ferlið verður hugað að markmiðum og þjálfunarstigi hestsins.


Yfirumsjón og aðalkennari er afrekskeppnisknapinn og reiðkennarinn Sigurður Sigurðarson. Auk þess koma að kennslunni Lárus Ástmar Hannesson, formaður Gæðingadómarafélagsins og Gunnar Reynisson, sérfræðingur við LbhÍ.


Vakin skal athygli á því að ekki er nauðsynlegt að vera með þjálfaðan keppnishest á námskeiðinu en hesturinn þarf  að vera mikið taminn og gangtegundir nokkuð hreinar.  Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir hestadómara og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).


Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-17. mars, 30.-31. mars og 27.-28. apríl. Tími frá 15:00-22:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga. Síðasta helgin verður styttir (86 kennslustundir).


Verð: 123.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar, bás og fóður)


Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is(Lárus)


Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.


Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 18.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is


Skráningarendurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000

16.01.2012 11:32

Hestadómarinn

Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH, í samstarfi við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, bjóða upp á námskeiðið Hestadómarinn.

Nám þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir starfandi íþrótta- og gæðingadómara og fólk sem hyggst gerast dómarar en getur einnig nýst víðum hópi áhugasamra hestamanna. Námskeiðið er tilvalið fyrir starfandi dómara til að dýpka þekkingu sína á hestinum og eflast í sínum störfum. Þeir sem hafa hug á að ná sér í dómararéttindi seinna meir fá þarna góðan grunn. Ræktendur fá innsýn í hvað og hvernig hestar eru metnir og einnig er gott að öðlast þekkingu á dómstörfum til að geta metið sína eigin hesta eða aðstoðað keppnisknapa. Þannig á þetta námskeið á að nýtast breytum hópi fólks.

Námskeiðið er röð af fjórum helgarnámskeiðum. Námið er sambland af staðarnámi og fjarnámi - nemendur fá verkefni til að vinna á milli helga. Rauði þráðurinn í gegnum allt námskeiðið verður þjálfun í dómum hverrar gangtegundar. Mikilvæg atriði verða samhliða tekin fyrir með fyrirlestrum og sýnikennslum, þau eru meðal annars:

 

  • Saga keppnisgreina og saga reiðmennskunnar
  • Dómkvarðar sem hafðir eru að leiðarljósi við dóma á hrossum í íþrótta- og gæðingakeppni.
  • Gangtegundir íslenska hestsins - fagurfræði gangtegundanna
  • Hugtakanotkun við mat á hrossum
  • Þjálfunarfræði og hreyfingafræði
  • Bygging hesta og tengsl við virkni í reið - líkamsbeiting hestsins
  • Atferlisfræði
  • Áseta og stjórnun
  • Taumsamband, höfuðburður og reising - Beislabúnaður og notkun hans

 

Kennarar koma frá fræðslunefndum Íþrótta- og Gæðingadómarafélaganna auk þess sem Mette Mannseth, reiðkennari og knapi, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson, kennari við LbhÍ og Lárus Ástmar Hannesson, gæðingadómari munu koma að kennslunni.  

 

Námskeiðið verður keyrt samhliða námskeiði fyrir keppnisknapa og nokkuð verður um sameiginleigar kennslu- og æfingastundir þessara tveggja námskeiðshópa (með fyrirvara um breytingar).

 

Staður og stund: Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, 3.-4. febrúar, 17.-18. febrúar, 16.-18. mars, 30.-31. mars og 28. apríl. Tími frá 15:00-20:00 föstudaga, 9:00-18:30 laugardaga og einn sunnudag frá 10:00-15:00 (72 kennslustundir). Valfrjáls æfingdagur verður í tengslum við mót 28. apríl.

 

Verð: 86.000.-  (Kennsla, gögn, veitingar)

 Hægt er að leita eftir gistingu á Hvanneyri með sameiginlegri eldhúsaðstöðu gisting@lbhi.is(Lárus)

 

Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

 

Skráningarendurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000


Upplýsingar um námið veitir Lárus Ástmar Hannesson s: 898 0548 -larusha@simnet.is


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50