Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: ULM

02.08.2012 16:46

Mikið um að vera á ULM á Selfossi

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir yngstu gestina

yngsta_kynslodinMargt verður í boði fyrir gesti okkar sem eru 10 ára og yngri.  Sérstakt útisvið verður sett upp í fallegu rjóðri á milli Selfossvallar og Gesthúss en þar verður heilmikið um að vera. 

 

 Þeir krakkar sem vilja taka þátt í hæfileikakeppninni eða annarri  dagskrá eru hvattir til að mæta tímanlega og skrá sig til leiks á staðnum.

 

Föstudagur 3.ágúst:

Tími  Staður   Viðburður  
13:00  Útisvið   Barna-hæfileikakeppni / Karaoke 
14:00  Útisvið   Dagskrá í umsjá Félagsmiðstöðinni Zelsiuz
14:00  Selfossvöllur  Leiktæki fyrir yngstu börnin
15:00  Útisvið   Skemmtidagskrá: SVEPPI og GÓI 
15:00  Iða   Sögustund fyrir yngstu börnin 
16:00  Útisvið   Mínútuþraut - Minute To Win It 
21:30  Tjaldsvæði  Leiktæki fyrir stóra og smáa


 
Laugardagur 4.ágúst:

Tími  Staður   Viðburður   
12:00  Sundhöll Selfoss  Sundleikar barna yngri en 10 ára 
13:30  Sundhöll Selfoss  Sundleikar barna yngri en 10 ára 
13:00  Útisvið   Barna-hæfileikakeppni / Karaoke 
14:00  Útisvið   Dagskrá í umsjá Félagsmiðstöðinni Zelsiuz
14:00  Selfossvöllur  Leiktæki fyrir yngstu börnin
15:00  Útisvið   Skemmtidagskrá: ÍÞRÓTTAÁLFURINN
15:00  Iða   Sögustund fyrir yngstu börnin 
16:00  Útisvið   Mínútuþraut - Minute To Win It 
16:30  Selfossvöllur  Frjálsíþróttaleikar
20:00  Tjaldsvæði  Leiktæki fyrir stóra og smáa


 
Sunnudagur 5.ágúst:

Tími  Staður   Viðburður   
13:00  Útisvið   Barna-hæfileikakeppni  
14:00  Útisvið   Dagskrá í umsjá Félagsmiðinn  Zelsiuz
14:00  Selfossvöllur  Leiktæki fyrir yngstu börnin
15:00  Útisvið   Skemmtidagskrá: EINAR MIKAEL töfram.
15:00  Iða   Sögustund fyrir yngstu börnin 
16:00  Útisvið   Mínútuþraut - Minute To Win It 
20:00  Tjaldsvæði  Leiktæki fyrir stóra og smáa   


Svo mæta þessir krakkar að sjálfsögðu á mótssetninguna og mótsslitin og kíkja svo með foreldrunum á kvöldvökurnar sem verða í stóra tjaldinu á tjaldsvæðinu öll kvöldin. 

12.07.2012 21:55

Unglingalandsmót UMFÍ

 Næst á dagskrá er unglingalandsmót UMFÍ - sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina, 3. - 5. ágúst n.k. 

Allt um landsmótið hér:  http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/ 

Unglingalandsmótin eru sannkallaðar fjölskylduhátíðir - stútfull dagskrá af afþreyingu og allskonar keppnisgreinum:
- dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, motokross, skák, taekwondo og starfsíþróttir.

Nokkrir punktar um landsmótið:
 • Keppnisréttur: þau sem verða 11 ára á árinu (árgangur 2001) og uppí þau sem verða 18 ára á árinu. 
 • Allir eru hins vegar velkomnir á mótið, hvort sem þeir eru að keppa/eiga keppendur eða ekki.
 • Það er búið að opna fyrir skráningu á mótið - skráningu lýkur á miðnætti 29. júlí. Sjá hér:  http://skraning.umfi.is/
 • Hver keppandi sér um sína skráningu - það er mjög auðvelt að skrá sig. 
 • Athugið að á okkar svæði skráum við okkur sem keppendur HSH 
 • Keppnisgjald er 6000 krónur á keppenda og greiðir hver fyrir sig, Einungis er greitt eitt gjald óháð fjölda keppnisgreina.
 • Aðstaðan á Selfossi er stórglæsileg - með því besta sem hefur verið boðið uppá á Landsmóti 
 • Tjaldsvæði í göngufæri frá aðalkeppnissvæðinu (búið að búa til nýtt svæði til viðbótar)
 • Okkur skilst að Vestlendingar/Snæfellingar ætli að halda hópinn á mótinu, eins og fyrri ár.  Nánar um það þegar nær dregur.
Ath.: Í tilkynningu frá HSH segir að þeir sem keppi sem lið (t.d. í fótbolta) skrái liðin inn í heild sinni - viðkomandi ráð/yfirstjórn sér um þá skráningu. sjá nánr hér fyrir neðan

Við komum því einnig á framfæri að HSH leitar að verkefnastjóra til að taka að sér umsjón með undirbúningi og fararstjórn á mótsstað -  áhugasamir hafi samband við Garðar Svansson frkv.stóra HSH í hsh@hsh.is 


Fótbolti á Unglingalandsmóti UMFÍ

Skráning á ulm er hafin. Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi hvetur iðkendur sína til þess að taka þátt á ulm 2012. Eygló og Jónas Gestur hafa tekið að sér að sjá um fótboltann á ULM og treysta þau á aðstoð annarra foreldra. Verið er að búa til liðin á vef ULM. Þið farið inn á www.ulm.is og skráið ykkur þar. Þar veljið þið HSH sem ykkar héraðsamband þar verður búið að búa til lið fyrir hvern flokk og heita liðin HSH. Ef þið lendið í vandræðum getið þið haft samband við Eygló eða Jónas og þau reyna að aðstoða ykkur.

Þeir sem ekki eiga Snæfellsnes keppnisbúning geta haft samband við Eygló til þess að fá lánaðan eða til þess að kaupa búning. Keppnisbúningurinn kostar 6000. Einnig er gert ráð fyrir að krakkarnir mæti í Snæfellsnes utanyfir göllunum.

Allir á ULM


Við sendum meiri upplýsingar um unglingalandsmótið þegar nær dregur 
Við hvetjum ykkur til að taka þátt - og til að skrá keppendur tímanlega - skráningarformið á vef landsmóts er mjög aðgengilegt !!


12.07.2012 13:22

Óskað eftir sjálfboðaliðum á ULM 2012

Óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa á Unglingalandsmót

sjalbodalidar_a_unglingalandsmotiUm verslunarmannahelgina verður 15. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Selfossi. Búist er við miklum fjölda keppenda og gesta. Til að allt gangi vel fyrir sig þurfum við aðstoð frá góðu fólki sem er tilbúið að hjálpa okkur þessa helgi.

 

 

Störfin eru fjölbreytt, allt frá því að aðstoða við keppnisgreinar, hjálpa okkur í mótsstjórn og upplýsingamiðstöð, sinna öryggisgæslu t.d. við leiktæki barna eða selja veitingar í sölutjöldum okkar.  Þetta getur verið vinna í nokkra klukkutíma, eða eins og hver og einn getur.

 

 

Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu Tryggvadóttur verkefnisstjóra á netfangið gudruntr@umfi.is eða í síma 894 4448.

 

 

 

 

Mynd: Sjálfboðaliðar að störfum á unglingalandsmóti á Egilsstöðum í fyrrasumar.

28.05.2012 20:50

50+ Landsmót UMFÍ


Skráningar á mótið ganga vel

hvammstangi_briddsSkráningar á 2. Landsmót UMFÍ  50+ sem haldið verður í Mosfellsbæ 8.-10. júní í sumar ganga vel.  Undirbúningi miðar vel áfram og er reiknað með góðri þátttöku á mótið. Það er mikill hugur í mótshöldurum og gengur undirbúningur samkvæmt áætlun.

Athygli skal vakin á því að þátttakendafjöldi í golfi og pútti verður takmarkaður og því er um að gera fyrir keppendur í umræddum greinum að skrá í tíma til þátttöku.

Þess má geta að allar upplýsingar og fyrirkomulag um mótið má finna undir keppni hér á síðunni fyrir ofan. Ennfremur má sjá drög að dagskránni undir dagskrá.

Mynd: Frá keppni í bridds á 1. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á Hvammstanga í fyrra.

12.08.2011 17:27

Góður árangur og gaman á ULM

Unglingalandsmótið á Egilsstöðum

Það voru talsvert mikið færri keppendur í ár frá HSH en þeir voru tæplega 20 talsins. Þrátt fyrir það stóðu þau sig með miklum sóma og komu heim með ýmsar viðurkenningar. Snjólfur Björnsson lenti í 2. sæti í hástökki 16 -17 ára þegar hann stökk 178 cm. Hann varð í 4. sæti í langstökki og í 8. sæti í 100m spretti.Jón Páll Gunnarsson varð unglingalands-mótsmeistari í kúluvarpi (1. sæti) 13. ára pilta og kastaði 11,61 m, hann varð svo í 5. sæti í spjótkasti og kastaði 36,59 m.  Stelpur 15-16.ára urðu líka unglingalands-mótsmeistarar í fótbolta(1. sæti), þjálfari liðsins var Jónas Gestur Jónasson frá Ólafsvík. Liðið var skipað þeim  Rakel, Gestheiði, Thelmu, Selmu, Heklu Fönn, Rebekku Rán, Elínu, Irmu og Anítu Rún. Þetta var eini hópurinn sem náði í lið bara með HSH keppendum.
       Það voru keppendur frá HSH í þremur körfuboltaliðum. Strákar 13-14.ára voru 3 frá HSH, Jón Páll Gunnarsson, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Haukur Hreinsson og voru þeir skráðir í blandað lið sem þeir nefndu Miami og lentu þeir í 2. sæti eftir spennandi leik við Fjölnismenn. Stelpur 15-16. ára voru 4 frá HSH Helena Helga Baldursdóttir, Hekla Fönn Dórudóttir, Rebekka Rán Karlsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir og skráðu þær sig í lið með UMSS (Tindastóll). Þjálfari liðsins var Karl Jónsson frá Sauðárkróki. Þær urðu unglingalandsmótsmeistarar (1. sæti).  Strákar 17-18. ára, Snjólfur Björnsson stofnaði liðið Há Ess Há með honum voru Þorbergur Helgi Sæþórsson og tveir drengir frá UMSB, þeir Andrés Kristjánsson og Davíð Guðmundsson.  Svo fengu þeir Jón Pál Gunnarsson og Jóhann Kristófer Sævarsson til að spila með sér og urðu þeir líka unglingalandsmótsmeistarar í 17-18  ára.  Þjálfari liðsins var Sæþór Þorbergsson. Kristófer spilaði líka í blönduðu liði í sínum aldursflokki.
       Það má því með sanni segja að þau hafi staðið fyrir sínu, fulltrúar HSH á Egilsstöðum, þegar litið er yfir árangurinn: Unglingalandsmótsmeistarar í knattspyrnu 15-16 ára stelpur, Körfubolta 15-16. ára stelpur, Körfubolti 17-18. ára karlar og Kúluvarp 13. ára pilta, silfur í körfubolta 13-14. ára drengir og hástökki 16-17. ára.  Krakkarnir voru að sjálfssögðu til fyrirmyndar bæði innan sem utan vallar.Þau voru ekki fjölmenn krakkarnir í liði HSH en sönnuðu að margur er knár þótt hann sé smár.

Jón Páll kominn með gullið um hálsinn fyrir sigurinn í kúluvarpinu.

Nett tanaðir körfuboltadrengirnir í Miami.

Blandað lið HSH/UMSS vann gullið í körfu 15-16 ára stúlkna undir stjórn Karls Jónssonar.

Það var greinilegt á leik hins sigursæla liðs17-18 ára guttanna í körfuboltaliðinu Há Ess Há að þeir voru með frábæran þjálfara.

Sigurlið HSH í flokki 15-16 ára stúlkna í knattspyrnu með þjálfaranum Jónas Gesti.

 

09.07.2011 07:31

Unglingalandsmót UMFÍ 2011


Næsta verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2011. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður.

 Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.

Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.

Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum en Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001 og töluverð uppbygging varð í kringum það mót.   Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur í hjarta bæjarins.  Sundlaug og íþróttahús er þar rétt við hliðina og  öll önnur íþróttamannvirki í næsta nágrenni.

 Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin.

 Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga.  Sprelligosa- og Fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir born og unglinga og  gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er.

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

02.08.2010 16:49

Fréttir af ULM 2010

Keppendur HSH á ULM 2010 hefur gengið mjög vel í allri keppni. Þrátt fyrir breytingar og keyrslu á milli tjaldsvæðis og keppnisstaða hafa allir keppendur náð að mæta í sínar greinar og staðið sig mjög vel. Meðal annars unnu stúlkur 13 ára 4 x 100m boðhlaup glæsilega.
Öll úrslit eiga að vera kominn inn á ULM  http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/urslit/
Síðan er valið íþróttagrein

Myndir af keppendum og verðlaunaafhendingu er undir myndir.


Úr brekkunni

Magnús á Snorrastöðum í skákkeppninni
29.07.2010 20:11

ULM 2010 hafið

13 Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi er hafið.

http://www.umfi.is/umfi09/upload/images/unglingalandsmot/2010/ulm_merki_2010.jpg
HSH er með 85 keppendur í flest öllum greinum,

6 lið eru í knattspyrnu og 5 lið í körfubolta.

Körfubolti hófst í dag kl 13.00

Flest liðin hafa núna spilað og öllum gengið vel.
 
Góð mæting er á tjaldsvæðið og rúmt um alla.
Nýtt dreyfikerfi hefur verið sett upp fyrir rafmagn á tjaldsvæðinu og
eiga allir kost á að kaupa rafmagn.

Nánari fréttir af keppendum og fylgismönnum verða síðar.

27.07.2010 21:19

Tímaseðill fyrir frjálsar á ULM

Tímaseðill fyrir Frjálsar íþróttir er kominn á ULM.is

 

Föstudagur frá kl. 13:30 til 18:30

Laugardagur frá kl. 10:00 til 17:00

Sunnudagur frá kl. 10:00 til 17:00

 

 • Tímaseðill:
 • Þetta er endanlegur tímaseðill, þó með þeim fyrirvara að einhverjar villur finnist.

 

 • Föstudagur:

Tími Grein Aldursflokkur
13:30 Spjótkast Telpur 13 ára
13:30 Hástökk 1 Piltar 14 ára
13:3
0
Langstökk 1 Stelpur 11 ára
13:30 Hástökk 2 Strákar 12 ára
13:30 Langstökk 2 Piltar 13 ára
13:30 Kúluvarp Telpur 14 ára
13:30 60 m. undanrásir Strákar 11 ára
13:30 100 m. undanrásir Sveinar 15 - 16 ára
14:10 100 m. undanrásir Meyjar 15 - 16 ára
14:15 60 m. undanrásir Stelpur 12 ára
14:55 100 m undanrásir Drengir 17 - 18 ára
15:00 Kúluvarp Sveinar 15 - 16 ára
15:15 60 m. undanrásir Strákar 12 ára
15:20 Spjótkast Drengir 17 - 18 ára
15:25 Langstökk 2 Strákar 11 ára
15:30 Hástökk 2 Stúlkur 17 - 18 ára
15:30 Hástökk 1 Piltar 13 ára
15:30 100 m. undanrásir Telpur 14 ára
16:05 60 m. undanrásir Stelpur 11 ára
16:20 Kúluvarp Stelpur 12 ára
16:20 100 m. undanrásir Telpur 13 ára
16:30 Langstökk 1 Drengir 17 - 18 ára
16:40 Spjótkast  Meyjar 15 - 16 ára
17:00 100 m. undanrásir Piltar 14 ára
17:25 100 m. undanrásir Piltar 13 ára
18:00 Kúluvarp Piltar 14 ára
18:15 Spjótkast Stúlkur 17 - 18 ára

 

 • Laugardagur:

Tími Grein Aldursflokkur
10:00 100 m úrslit A + B Meyjar 15 - 16 ára
10:00 Spjótkast Stelpur 12 ára
10:00 Langstökk 1 Telpur 14 ára
10:00 Langstökk 2 Strákar 12 ára
10:00 Kúluvarp Stelpur 11 ára
10:00 Hástökk 2 Sveinar 15 - 16 ára
10:00 Hástökk 1 Telpur 13 ára
10:30 100 m úrslit  Drengir 17 - 18 ára
11:00 100 m úrslit Stúlkur 17 - 18 ára
11:30 Kúluvarp Piltar 13 ára
12:00 Spjótkast Piltar 14 ára
12:00 Langstökk 1 Stelpur 12 ára
12:00 Hástökk 2 Meyjar 15 - 16 ára
12:00 Langstökk 2 Sveinar 15 - 16 ára
12:40 4 x 100 m boðhl. Strákar 12 ára
13:00 Kúluvarp Telpur 13 ára
13:00 4 x 100 m boðhl. Stelpur 11 ára
13:15 Hástökk 1 Drengir 17 - 18 ára
13:15 Spjótkast Strákar 12 ára
13:20 4 x 100 m boðhl. Strákar 11 ára
13:35 4 x 100 m boðhl. Stelpur 12 ára
13:55 4 x 100 m boðhl. Telpur 14 ára
14:15 4 x 100 m boðhl. Piltar 13 ára
14:30 Kúluvarp Stúlkur 17 - 18 ára
14:30 4 x 100 m boðhl. Sveinar 15 - 16 ára
14:45 4 x 100 m boðhl. Telpur 13 ára
14:45 Spjótkast Stelpur 11 ára
15:10 4 x 100 m boðhl. Piltar 14 ára
15:15 Kúluvarp Strákar 11 ára
15:30 4 x 100 m boðhl. Meyjar 15 - 16 ára
15:50 4 x 100 m boðhl. Stúlkur 17 - 18 ára
16:10 4 x 100 m boðhl. Drengir 17 - 18 ára

 

 • Sunnudagur:

Tími Grein Aldursflokkur
10:00 Spjótkast Piltar 13 ára
10:00 Langstökk 1 Telpur 13 ára
10:00 Hástökk 1 Strákar 11 ára
10:00 Hástökk 2 Stelpur 11 ára
10:00 Langstökk 2 Piltar 14 ára
10:00 Kúluvarp Strákar 12 ára
10:00 Kringlukast Meyjar 15 - 16 ára
10:30 100 m. úrslit Sveinar 15- 16 ára
11:00 100 m. úrslit A + B Telpur 14 ára
11:15 100 m. úrslit A + B Piltar 13 ára
11:25 Langstökk 1 Stúlkur 17 - 18 ára
11:30 100 m. úrslit Piltar 14 ára
11:40 Hástökk 1 Stelpur 12 ára
11:45 Hástökk 2 Telpur 14 ára
11:45 100 m. úrslit A + B Telpur 13 ára
11:50 Spjótkast Strákar 11 ára
12:00 Kringlukast Drengir 17 - 18 ára
12:00 Kúluvarp Meyjar 15 - 16 ára
12:00 60 m. úrslit A + B Strákar 12 ára
12:15 60 m. úrslit A + B Stelpur 11 ára
12:45 60 m. úrslit A + B Stelpur 12 ára
13:10 Spjótkast Sveinar 15- 16 ára
13:15 60 m. úrslit  Strákar 11 ára
13:30 600 m Stelpur 11 ára
13:30 Kringlukast Stúlkur 17 - 18 ára
13:50 600 m Stelpur 12 ára
14:00 Kúluvarp Drengir 17 - 18 ára
14:10 600 m Strákar 11 ára
14:40 600 m Strákar 12 ára
15:10 800 m Telpur 14 ára
15:30 800 m Piltar 13 ára
15:50 800 m Piltar 14 ára
14:00 Langstökk 2 Meyjar 15 - 16 ára
14:40 Spjótkast Telpur 14 ára
15:00 Kringlukast Sveinar 15- 16 ára
16:00 800 m Telpur 13 ára
16:15 800 m Meyjar 15 - 16 ára
16:30 800 m Sveinar 15- 16 ára
16:45 800 m Drengir 17 - 18 ára
16:55 800 m Stúlkur 17 - 18 ára

 

25.07.2010 20:16

Dagskrá ULM kominn á heimasíðu ULM

Dagskráin komin á heimasíðuna

Nú er dagskrá 13. Unglingalandsmóts UMFÍ komin inn á heimasíðuna.

 

Þar er að finna heildardagskrá mótsins auk umfjöllunar um einstaka dagskrárliði.

 

Þá er þar yfirlitskort yfir Borgarnes og nágrenni þar sem helstu kennileiti eru merkt inn. Smellið á kortið hér til hliðar til að stækka það.

 

Athygli er vakin á því að móttaka keppenda og afhending gagna er í Upplýsingamiðstöð Vesturlands, Sólbakka 2, en þaðan er ekið inn á tjaldsvæðið. Gestir eru hvattir til að forðast að aka um miðbæ Borgarness með tjaldvagna og fellihýsi.

 

Móttakan í Upplýsingamiðstöð Vesturlands verður opin fimmtudag og föstudag.

Almenn upplýsingagjöf á meðan mótið stendur verður í Grunnskóla Borgarness.

 

25.07.2010 17:45

ULM keppni í körfu hefst á miðvikudag

Keppni á unglingalandsmótinu í körfubolta hefst á fimmtudeginum

Nú líður senn að Unglingalandsmóti í Borgarnesi. Keppni í körfubolta fer fram á tveimur völlum í Íþróttamiðstöð Borgarness.

 

Þar sem búist er við miklum fjölda keppenda er áætlað að keppni hefjist á hádegi fimmtudaginn 29. júlí.

 

Það má því búast við að mótsgestir taki að streyma í Borgarnes strax á miðvikudegi.

13.07.2010 13:18

Skráning hafinn á ULM 2010

Unglingalandsmót UMFÍ - Borgarnesi    


Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur HSH greiða eitt mótsgjald, kr. 4.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Búseta og aðild að íþróttafélagi skiptir engu máli, allir hafa jafnan rétt til keppni á mótinu. Keppnisgjald á ULM 2010 er kr 6000.- en HSH niðurgreiðir að hluta og því er áríðandi að skráning fari í gegnum skrifstofu.

Keppnisgreinar á Unglingalandsmótinu verða dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Þá gefst fötluðum kostur á að keppa í sundi og frjálsíþróttum.

 Skráning keppenda hefst mánudaginn 12. júlí.

Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí.

Senda þarf skráningu á netfangið HSH@hsh.is.

Nafn, kennitala, keppnisgreinar, foreldrar, símanúmer og netföng þurfa að vera á skráningunni.

Greiða þarf keppnisgjald á reikning. 0191-15-370322

kt 620169-5289


06.07.2010 11:09

Unglingalandsmót 2010

Unglingalandsmót UMFÍ - Borgarnesi                             

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Ungmennasamband Borgarfjarðar er mótshaldari þessa Unglingalandsmóts. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.


Allir á aldrinum 11 - 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 4.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Búseta og aðild að íþróttafélagi skiptir engu máli, allir hafa jafnan rétt til keppni á mótinu.

Keppnisgreinar á Unglingalandsmótinu verða dans, frjálsíþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, mótocross, skák og sund. Þá gefst fötluðum kostur á að keppa í sundi og frjálsíþróttum.

 Skráning keppenda hefst mánudaginn 12. júlí.

Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 23. júlí.

 HSH mætir að sjálfsögðu til leiks á unglingalandsmótið í Borganesi.  Fyrirkomulagið verður eins og undanfarin ár. 

Keppendur, einstaklingar eða lið skrá sig til leiks á með því að senda tölvupóst á HSH@ hsh.is  Þar þarf að koma nafn, kennitala, keppnisgrein/ar og nafn foreldra ásamt síma og tölvupóstfangi foreldra.

 Greiða þarf keppnisgjald kr 4000.- inn á reikning 0191-15-370322. Kt 620169-5289 

Greiðsla á keppnisgjaldi fer í gegnum HSH.  Eitt keppnisgjald er fyrir einstakling og fær hann þá keppnisrétt í öllum keppnisgreinum á mótinu.  HSH fær úthlutað ákveðnu svæði á tjaldsvæði mótsins þar sem allt okkar fólk ætti að geta komið sér vel fyrir.  Þar mun HSH setja upp samkomutjald þar sem hægt verður að setjast niður,  spjalla og hafa gaman. 

Farastjóri verður Garðar Svansson.


25.06.2010 09:26

Sjálfboðaliðar óskast

Það verður í mörg horn að líta við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins. Margar hendur vinna létt verk og nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að mótið verði sem glæsilegast og um leið góð kynning fyrir byggðarlagið.


Mörg störf þarf að vinna. Uppsetning skilta og fána og almennur undirbúningur vikuna fyrir mót, móttaka og upplýsingagjöf til keppenda og annarra gesta, aðstoð við íþróttakeppni, eftirlit á tjaldsvæði og umsjón með dagskrá fyrir yngstu börnin er meðal þess sem verður mannað sjálfboðaliðum.

Allir sem vilja leggja hönd á plóg ættu að geta fundið verkefni við hæfi.


Áhugasamir hafið samband við Margréti, verkefnastjóra Unglingalandsmótsins,  með því að senda póst á margret@umfi.is eða hringja í síma 699 3253. Takið fram ef þið hafið sérstakar óskir um verkefni.

Mynd: Sjálfboðaliðar að störfum á unglingalandsmóti.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32