Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Útivist

14.06.2010 21:35

Kvennahlaupið 19 júní

Kvennahlaupið er á laugardaginn


Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tuttugasta og fyrsta sinn, laugardaginn 19. júní nk. Í ár er yfirskrift hlaupsins "Konur eru konum bestar" og er unnið í samstarfi við Kvenfélagasamband Íslands sem fagnar 80 ára afmæli sínu á árinu.

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15.000 konur taka þátt á um 85 stöðum hér á landi og á 16 stöðum erlendis. Þátttakendum býðst að taka þátt í skemmtilegum leik þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Það eina sem þarf að gera er að fylla út umsókn á hlaupsstað. Í vinning eru gjafakort að upphæð 30.000 kr. dekur og aðrir veglegir vinningar.  Samstarfsaðilar Kvennahlaupsins eru: Sjóvá, Lýðheilsustöðin, Morgunblaðið, Egils kristall, Merrild og Weetabix. 

09.06.2010 14:15

Áhugaverðar myndir

Áhugaverðar myndir

af vef ferðafélags Snæfellsnes 3. Jun. 2010Sent inn af: Gunnar 

Horft yfir nafla alheimsins 1005241521_1

1005241516_1


Ferðafélagar gengu á dögunum upp í Helgrindur ofan við Grundarfjörð og einn af þeim, Guðjón Elísson tók áhugaverðar myndir. Þessar myndir og fleiri er hægt að skoða á heimasíðu Guðjóns.

Slóðin er:   http://www.gauiella.is/Bodvarskula/index.htm


 

09.06.2010 14:13

Ferðafélag Snæfellsnes með göngu á morgun

Fjarðarhornsgata og Kirkjustígur

af vef ferðafélagsins  7. Jun. 2010Sent inn af: Gunnar

Létt kvöldganga verður farin Fimmtudagskvöldið 10. júní. Mæting við gömlu Mjósundsbrúna í Hraunsfirði kl. 20.00. ( gott ef Hólmarar gætu sameinast við bíla við Bensó kl. 19.30. )

Gengin verður Fjarðarhornsgata upp með hraunjaðrinum og heim Kirkjustíg. Gangan tekur um 2 klukkutíma. Tilvalið er að hafa með sér nesti og njóta samverunnar í heillandi umhverfi. Rifjaðar verða upp sögur tengdar svæðinu. Mjög falleg leið og auðveld fyrir flesta.

Athugið er að Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi austan við Kolgrafarfjörð.

Fararstjórar verða: Hanna og Hrafnhildur.   Sími: 4381637 og 6902099

Verð: 600 kr fyrir félagsmenn og 800 kr fyrir utanfélagsmenn

07.06.2010 15:20

Hættu að hanga

gangaHanga  
Minni á að verkefnið "Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!"  sem var sett laugardaginn 5. júní og stendur til 16. september nk.

Verkefni þetta er 103 daga átak UMFÍ í almenningsíþróttum.

Skráðu þig, þitt fyrirtæki eða hóp til leiks á www.ganga.is


01.06.2010 09:57

Fjölskyldan á Fjallið

Sunnudagin 30 maí síðastliðinn var gengið á Eyrarfjall í Eyrarsveit,
Sigríður Herdís sem hefur í gegnum tíðina verið forsvari fyrir göngunni býr fyrir austan og
nýtti ferðina heim í sveitina til að ganga á Eyrarfjall.
Góð þátttaka var eins og alltaf áður. Settur var upp nýr póstkassi og gestabók.
 26.05.2010 15:48

Fjölskyldan á Fjallið

Gengið á  Eyrarfjall
Dagsetning:
30. maí 2010
Tími:
16:00 - 18:00
Staður:
Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð. Mæting á Þórdísarstöðum

Fjallganga á Eyrarfjall og hlaupið niður Strákaskarð. Ganga upp tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Siðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Ganga á Eyrarfjall hentar fjölskyldum og börnum allt niður til 4-5 ára aldurs.
 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52