Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Útivist

08.07.2011 00:02

Söguferð í Jónsnes 9. júlí kl. 14:00

Ferðafélag Snæfellsnes með göngu á laugardag 9 júlí kl. 14.00


Staðsetning: Jónsnes er á Þórsnesi á norðanverðu Snæfellssnesi.

Milli Ögurs og Hofstaða liggur Jónsnes, en þar komu öndvegissúlur Þórólfs Mostraskeggs á land. Þáttakendur komi á eigin farartækjum að býlinu Hofsstöðum, en frá íbúðarhúsinu verður lagt af stað í gönguferðina kl. 14:00.      Þetta verður um fjögurra tíma létt gönguferð og á leiðinni verður fræðst um áhugaverða staði og sagt frá gömlum tíma. Það er sérstaklega mælt með þessari ferð sem er tilvalin fyrir fjölskyldufólk.

Fararstjóri verður: Gunnlaugur Árnason og sími hans er: 438 1000 og 894 4664. Verð: 500. kr.

08.07.2011 00:01

Skógarganga UMFÍ í Þrastarskógi

50 manns tóku þátt í skógargöngu í Þrastaskógi

thrastaskogur_2011Fyrsta skógargangan af fjórum í þessum mánuði  í Þrastaskógi var gengin í gærkvöldi. Mjög góð þátttaka var í göngunni en nær 50 manns gengu um skóginn undir leiðsagnar Björns B. Jónssonar og Einars Kr. Jónssonar.

 

Í ár eru 100 ár síðan að ungmennafélagar eignuðust Þrastaskóg í Grímsnesi.  Af því tilefni bíður Ungmennafélag Íslands í skógargöngur öll þriðjudagskvöld í júlí. Allar skógargöngurnar taka u.þ.b. klukkutíma og hefjast klukkan 20:00 við veitingarhúsið Þrastalund.

 


,,Við vorum sérlega ánægðir með þátttöku í fyrstu göngunni. Reyndar var hún mun betri en við áttum von á. Fólk í göngunni koma víðar að, nágrannabyggðum, sumarhúsum og af Reykjavíkursvæðinu. Við erum að vona að þátttakan verði ekki síðri í göngunum þremur sem fram undan eru í júlí. Fyrr í vikunni fór hópur ungmenna um skóginn og þreif göngustíga þannig að skógurinn lítur mjög vel út," sagði Björn B. Jónsson formaður afmælisnefndar Þrastaskógar.

 

Göngurnar sem fram undan eru í júlí eru eftirfarandi: 


Þriðjudaginn 12. júlí. Lífið í skóginum. 
Leiðsögn: Bjarni Diðrik Sigurðsson skógfræðingur 
 
Þriðjudaginn 19. júlí. Fuglar í skógi.
Leiðsögn: Örn  Óskarsson líffræðingur
 
Þriðjudaginn 26. júlí. Skógar og skógrækt. 
Leiðsögn: Hreinn Óskarsson skógfræðingur

03.07.2011 11:45

Keflavík íþrótta og ungmennafélag stendur fyrir gönguferð á Keili


keilirKeflavík íþrótta- og ungmennafélag ætlar að bjóða félgsmönnum sínum og öllum áhugasömum í gönguferð á Keili mánudaginn 4. júlí. Tilefnið er að fara með póstkassa með gestabók upp á topp á fjallinu og fær göngufólk tækifæri til að skrifa nöfnin sín í hana.

 

Gestabókin er ein af rúmlega 20 sem settar eru á fjöll víðsvegar um landið í tengslum við verkefni UMFÍ  Fjölskyldan á fjallið. Gönguferðin verður undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur.


Mæting mánudaginn 4. júlí kl 19:00 við gatnamótin Reykjanesbraut - Vatnsleysuströnd - Keilir, ekið verður í samfloti á eigin bílum að Höskuldarvöllum þaðan er gengið á  fjallið sem er 378 metra hátt, ferðin tekur u.þ.b. 3 klst.


Nánari upplýsingar gefur Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður,  nanny723@gmail.com, sími 893 8900.

24.06.2011 15:21

Snæfellsjökulshlaupið 2011

02.07.2011 - Snæfellsjökulshlaupið

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 2. júlí n.k og er þetta er í fyrsta skipti sem hlaupið er haldið. Þessa helgi er bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík svo mikið líf verður í bænum þegar keppendur koma í mark. Snæfellsbær bíður svo hlaupurum frítt í sund eftir hlaupið.

Einungis 2,5 klst akstur er frá Reykjavík til Ólafsvíkur. 

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá Arnarbæ á Arnarstapa.

Hlauparar verða keyrðir með rútu frá Ólafsvík yfir á Arnarstapa fyrir hlaup. Rútan frá Ólafsvík leggur af stað kl. 11:00 frá Söluskála Ók í Ólafsvík og kostar 1.000 kr.

Hlaupaleiðin
Hlaupið er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Keppendur fá á leiðinni að upplifa einstaka nátturufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Jökulhálsinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hlaupinu stendur. Drykkjarstöðvar verða á leiðinni.


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti 

Flokkaskipting

 • Karlar 40 ára og eldri
 • Konur 40 ára og eldri
 • Karlar 39 ára og yngri
 • Konur 39 ára og yngri

Skráningargjald
Þátttökugjald er 2.000 kr

Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 föstudaginn 1. júlí. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar
Hægt er að skoða möguleika á gistingu á:  http://www.hellnar.is/http://www.hringhotel.is/ og http://www.budir.is/

Facebook síður: Snæfellsjökulshlaupið, Ólafsvíkurvaka Bæjarhátíð

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Fannar 840-3708 og Rán 864-4236 eða netfangið: snaefellsjokulshlaupid@gmail.com


15.06.2011 09:11

Hættu að hanga

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hófst 5. júní

hjolamadurhjolamadur

 

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2011. Verkefni fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er hjóla a.m.k. 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og ganga á fjöll.Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu - Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

Á síðunni GANGA.IS er skráning í verkefnið. Jafnframt er fólk kvatt til að skrá sína hreyfingu á vef verkefnisins.

 

Munið að skrá ykkur : )

 

14.06.2011 07:40

Ganga 16 júní.

Fjarðarhornsgata - Kirkjustígur 16.Júní.


Staðsetning: Mjósundabrú í Hraunsfirði í Berserkjahrauni á norðanverðu Snæfellsnesi.

Farið verður af stað við Mjósundabrúna gömlu þann 16. Júní kl: 20:00 um kvöldið og gengin verður Fjarðarhornsgata upp með hraunkantinum og heim Kirkjustíg. Gangan tekur um þrjá klukkutíma. Tilvalið að hafa með nesti og njóta samverunnar í heillandi umhverfi. Rifjaðar verða upp sögur sem tengjast svæðinu. Mjög falleg leið og auðveld fyrir flesta.

Verð: 600/800 kr. Fararstjóri: Hanna Jónsdóttir. Sími: 4381195

03.06.2011 10:00

Ferðafélagið með göngu á sunnudag

5. júní. Bárarháls

Staðsetning: Arnarhóll er að austanverðu í Grundarfirði og þar byrjar gangan. Gengið er eftir gamalli reið-og gönguleið yfir Bárarháls milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. Fræðst verður um búskaparhætti þar og víðar í sveitinni og gengin gömul leið yfir að Hjarðarbóli í Kolgrafarfirði og til baka. Tilvalin náttúru-og jarðfræðiskoðunarferð fyrir fólk á öllum aldri, enda auðveld ganga. Mæting kl. 13 á eigin bílum.

Fararstjóri: Gunnar Njálsson. Verð: 600 / 800.

27.05.2011 13:08

Gönguleiðir á Snæfellsnesi

Gönguleiðaverkefni á Snæfellsnesi og gerð gönguleiðavefs.

Ferðafélag Snæfellsness óskar eftir því að hafa samband við göngufólk sem áætlar að ganga eftir Snæfellsnesfjallgarðinum í sumar. Ferðafélagið vinnur að gerð gönguleiðavefs og leitar eftir upplýsingum um þær gönguleiðir sem gengnar verða. Má þar nefna: Upplýsingar um leiðina, GPS hnit og ljósmyndir.

Ferðafélagið óskar einnig eftir upplýsingum um aðrar gönguleiðir, hvar sem er á Snæfellsnesi.

Halldór K Halldórsson og Guðjón Elísson í Grundarfirði vinna að gerð gönguleiðavefsins og munu vera í sambandi við göngufólk.

Hafið samband við Halldór í netfangi: halldor@mareind.is   sími: 8943131

Símanúmer Guðjóns er: 8931736

Einnig er hægt að senda tölvupóst í netfang ferðafélagsins sem er: ffsn@ffsn.is

27.04.2011 14:46

Hjólað í vinnuna

Skráningarleikur Hjólað í vinnuna

Skráningarleikur ÍSÍ og Rásar 2 hefst í dag, miðvikudaginn 27. apríl og stendur til þriðjudagsins 24. maí. Dregið verður úr skráðum liðum dagana 27. apríl til 3.maí og úr innsendum myndum og reynslusögum dagana 4. - 24. maí í þættinum Virkir morgnar á Rás 2. Reiðhjólaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga til þeirra liða sem verða dregin út. Hægt er að skrá sig til leiks á vef Hjólað í vinnuna www.hjoladivinnuna.is. Nú þegar hafa 111 vinnustaðir skráð 157 lið með 754 þátttakendum til leiks. Þessi vinsæla vinnustaðakeppni rúllar síðan af stað miðvikudaginn 4. maí og stendur til þriðjudagsins 24. maí.

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

02.09.2010 10:22

Haustlitaferð hjá Ferðafélaginu

12. September. Haustlitaferð í Hnappadal

Sent inn af: Gunnar

Staðsetning: Gullborgarhraun í Hnappadal á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Mæting á eigin bílum kl. 11 fyrir hádegi, að býlinu Hraunholtum vestan Hlíðarvatns í Hnappadal. Gengið er vestur Gullborgarhraun eftir gamalli leið að bænum Syðri - Rauðamel. Þaðan er gengið á Syðri - Rauðamelskúlu og kannski tekið bað í náttúrulauginni - Rauðamelslaug. Gengið er síðan austur á bóginn með Kaldalæk og á Gullborg. Þá er litið við í Gullborgarhellum og fræðst um jarðfræði alls svæðisins.

Áætlað er að ferðin taki um 5 - 6 tíma og er göngufólk beðið að klæða sig eftir veðri. Göngufólk skal aðgæta, að sums staðar er gengið á óslettu hrauni og mikilvægt að vera fótvisst. En náttúrufegurð er mikil og áhugavert að taka fallegar myndir. Verð: 600/800 kr. 2. skór.

Fararstjóri verður Gunnar Njálsson. sími: 6902764 og 4386812.

29.08.2010 16:29

Grunnskólaganga UMFÍ

Grunnskólaganga UMFÍ

Ákveðið hefur verið að ljúka almenningsíþróttaverkefni sumarsins á vegum UMFÍ "Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga" á "Grunnskólagöngu UMFÍ". Markmið göngudagsins er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágrenni síns skóla sem og í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðir í sveitarfélaginu á vefnum ganga.is undir reitnum ,,göngukort". Fyrirhugað er að nemendur hafi áður en að göngudeginum kemur, unnið verkefni sem felst í því að nemendur vinni í hópum að því að finna nýjar gönguleiðir, sem ekki er að finna á vefnum ganga.is, í nágrenni skólans eða í viðkomandi sveitarfélagi. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingarnar ásamt mynd af hópnum sem vann að verkefninu á netfangið sigurdur@umfi.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . UMFÍ mun senda skólunum skilti sem setja á niður við upphaf hverrar gönguleiðar og þar að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla. Dagana 8. - 15. september geta skólarnir valið einn dag til að ganga þá gönguleið sem þeir gerðu grein fyrir.

Verkefnið í hnotskurn

Verkefni fyrir grunnskólabörn:

 • Nemendur vinna í hópum við að finna gönguleið í nágrenni skólans eða sveitarfélaginu  sem ekki er á ganga.is
 • Nemendur taka nokkrar myndir af gönguleiðinni
 • Nemendur tímamæla hve lengi þau eru að ganga leiðina                                       
 • Tekin er mynd af þeim hópum sem taka þátt í verkefninu

Ávinningur af þátttöku í verkefninu:

 • Leiðin verður sett inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla
 • Bestu verkefnin verða sett í göngubók sem gefin er út árlega af UMFÍ
 • UMFÍ mun setja skilti við upphaf gönguleiðarinnar
 • Hópur sem sendir inn gönguleið fær viðurkenningu frá UMFÍ

 


01.07.2010 09:10

Djúpalónssandur - Malarrif

Á heimasíðu Snæfellsnessþjóðgarðs má sjá viðburðaskrá sumarsins. M.a. hefur Sæmundur Kristjánsson verið ötull að vera með ýmsa viðburði og þann 3. júlí verður hann með gönguferð.

Gengið eftir ströndinni. Djúpalónssandur - Malarrif.

Laugardaginn 3. júlí. kl. 13.00. Strandganga frá Djúpalónssandi að Malarrifi. Sæmundur Kristjánsson sér um leiðsögn. Gangan hefst á bílastæði á Djúpalónssandi og tekur um 3 - 4 klst. Ókeypis.

24.06.2010 08:35

Ferðafélagið og ungt fólk

26 - 27. júní. Ferðafélagið og ungt fólk

Sent inn af: Gunnar

Gönguferð fyrir göngufólk á aldrinum 15 - 18 ára. Ferðin hefst við Sögumiðstöðina í Grundarfirði kl. 10. á laugardagsmorgni. Gengið er upp með Grundarfossi í botni Grundarfjarðar og að fjallavatni í Vatnsborgum. Þaðan er gengið inn í Hróksdal og reist tjaldbúð með tilheyrandi varðeldi, gleði og upplifun náttúrunnar. Þáttakendur hafi með sér tjöld, mat og viðleguútbúnað. Lágmarksfjöldi er átta þátttakendur og skráningarfrestur er til 23. júní. Fararstjórar eru Aðalsteinn og Lína Hrönn. Bókun og nánari upplýsingar: 8628415, Aðalsteinn.

16.06.2010 07:28

Sumarsólstöðuganga á Snæfellsjökul

Sumarsólstöðuganga á Snæfellsjökul 18.júní

Brottför frá Mörkinni 6 kl. 17 og ekið vestur að jökli. Stutt stopp og fræðsla að Hellnum um þjóðgarð og jökul. Lagt af stað í gönguna kl. 21 og er gengið úr Eysteinsdal að norðanverðu og þar upp sérlega fallega og fáfarna gönguleið. Þátttakendur baða sig í miðnætursólinni á tindi Snæfellsjökuls um miðnættið. Nokkrir listamenn verða með nokkurs konar gjörninga í leiðangrinum og gefst þátttakendum kostur á leggja sitt af mörkum.
 Ferðin er farin í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og fylgja landverðir hópnum. Ferðafélag Íslands og Þjóðgarðurinn beita sér fyrir því að umferð vélknúinna ökutækja verði ekki á jökli þennan dag.

Verð: 5000 / 7000 í einkabíl - 7000 / 9000 með rútu.

Skráning og greiðsla fyrir 1. júní

Sumarsólstöður eru dularfullur tími. Þá fljóta óskasteinar uppi í tjörnum og óútskýranlegir hlutir gerast. Náttúran öll hefur á sér yfirbragð frjósemi og lífmagns sem er svo kröftugt að fáir standast áhrif þess. Sérstök upplifun er að ganga á vit náttúrunnar á þessari sérstöku stund í tímatalinu og njóta hinnar björtu sumarnætur sem aldrei verður bjartari en einmitt þá.

Ferðafélag Íslands hefur áratugum saman boðið upp á sérstakar fjallgöngur um sumarsólstöður. Að þessu sinni verður gengið á magnaðasta fjall landsins, Snæfellsjökul og ætlunin að standa á toppi fjallsins skömmu eftir miðnætti og fylgjast með sólinni skríða nálægt eldrauðum haffletinum.

Snæfellsjökull er 1446 metra hár og óumdeilt meðal fegurstu fjalla landsins. Þangað eru tíðar ferðir með snjóbílum og hvers kyns vélknúnum ökutækjum en Ferðafélag Íslands fer að sjálfsögðu gangandi á tindinn.

Þeir sem fyrstir gengu á Snæfellsjökul svo vitað sé með vissu voru landkönnuðirnir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Þeir gengu á jökulinn hinn 1. júlí 1753 og stóð ferð þeirra í 11 klst. Meðferðis höfðu þeir áttavita, hitamæli, loftvog, sterka taug ef bjarga þyrfti manni úr sprungu og njarðarvött vættan með ediki til að þefa af ef loftið yrði of þunnt. Þeir gengu á íslenskum skóm og höfðu slæðu fyrir augum til að verjast snjóbirtu og komust upp á hæstu jökulþúfuna með því að höggva spor með hnífum og broddstöfum í ísinn. För þeirra þótti vera hreint glapræði og fífldirfska.

Ferðafélag Íslands verður ekki með njarðarvetti og edik í för sinni heldur nóg af góðu skapi og göngugleði. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 21.00 að kvöldi og ekið vestur undir Jökul. Ekið verður vestur og norður fyrir jökulinn og lagt af stað úr Eysteinsdal sem er leynidalur norðan við Hreggnasa og þaðan gengið fáfarnar og fagrar slóðir á vit jökulsins.

Snæfellsjökull hefur alltaf þótt búa yfir sérstöku dulmagni og jafnvel hversdagslegustu ferðalangar verða undarlega hulduhrútslegir þegar jökulinn nær valdi á þeim.

"Ég býst fastlega við að orka jökulsins leiði óþekkta krafta úr læðingi," segir Páll Guðmundsson fararstjóri sem rifjar einnig upp þegar lendingu geimvera var spáð á Snæfellsjökli fyrir fáum árum og hópur manna beið árangurslaust í heilt dægur eftir heimsókn úr öðru sólkerfi.

Ferðin er farin í samstarfi félagsins við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og verða leiðsögumenn þjóðgarðsins með í för. Félagið og þjóðgarðurinn munu beita sér fyrir því að þetta tiltekna kvöld og nótt verði ekki umferð vélknúinna ökutækja um jökulinn svo göngumenn fái notið kyrrðarinnar ósnortnir af gný nútímans.

Fararstjórar í þessum leiðangri verða hjónin Páll Guðmundsson og Auður Elva Kjartansdóttir og njóta þau aðstoðar leiðsögumanna Ferðafélagsins eftir þörfum en þátttaka í sólstöðugöngum félagsins undanfarin ár hefur stundum hlaupið á hundruðum farþega.
Gera verður ráð fyrir að gangan frá bílum upp á topp jökuls og til baka taki um 4-5 tíma svo þátttakendur verða ekki komnir aftur til Reykjavíkur fyrr en undir morgun næsta dags.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50