Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

02.08.2010 17:52

Gaflarinn á næstu helgi

Gaflarinn
Kaplakrika 7. - 8. Ágúst 

Gaflarinn verður haldinn í fyrsta skipti á Kaplakrikavelli 7.-8. Ágúst, ákveðið var að stofna til mótsins þar sem ekki þótti nóg af verkefnum fyrir þennan aldur.

10 ára :

Langstökk, 60 metrar, boltakast, 400 metrar, 4x200 metrar.

11-12 ára:

Þrístökk - hástökk, 100m, 400m, kúluvarp,spjótkast, 4x200 m

13-14 ára:

Þrístökk - hástökk - 100m - 400m - kúluvarp - spjótkast - 200 metrar - 1000m boðhlaup

Keppnisgjaldið er 2.000 krónur

Gistingarpakkinn er krónur 5.500 krónur. Innifalið er gisting í Setbergsskóla sem er í göngufæri frá Kaplakrika, morgunmatur laugardags- og sunnudagsmorgun, og kvöldmatur á laugardagskvöldið.

Tímaseðillinn er í vinnslu - og verður endanlega tilbúinn eftir að skráningarnar eru komnar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband

Silja Úlfarsdóttir

siljaulf@gmail.com

s. 698-3223 


19.07.2010 11:06

HM 19 ára og yngir í frjálsum

Þrír keppendur frá Íslandi taka þátt í Heimsmeistaramóti unglinga, 19 ára og yngri, í frjálsíþróttum sem haldið verður dagana 19. til 26. júlí nk. Mótið er haldið í borginni Moncton sem er í New Brunswick í Kanada.

Þær sem taka þátt í mótinu eru:

·         Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, keppir í sjöþraut. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Þjálfari Helgu er Stefán Jóhannsson.

·         Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR, keppir í stangarstökki. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er 3. besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er Þórey Edda Elísdóttir.

·         Sveinbjörg Zophoníasdóttir, USÚ, keppir í langstökki. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní sl. og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er 4. besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Sveinbjörg hefur einnig bætt árangur sinn í sjöþraut um 400 stig frá því í fyrra, er hún náði í 5.123 stig í Tel-Aviv, sem er 6. besti árangur frá upphafi í greininni. Þjálfari hennar er Guðrún Ingólfsdóttir.

Þær hefja allar keppni sama morguninn, fimmtudaginn 22. júlí. Hulda hefur keppni kl. 12:20 (allar tímasetningar m.v. íslenskan tíma). Kl. 14:15 hefst keppni í forkeppni langstökkins. Sjöþrautin hefst kl. 13:50 og lýkur keppni fyrri dags um kl. 21:30. Keppni á síðari degi sjöþrautarinnar hefst kl. 15:20. Síðasta grein sjöþrautarinnar, 800 m hlaupið, hefst kl. 23:40 á fimmtudagskvöldið og ættu úrslit að liggja fyrir um miðnætti.

Fylgst verður með mótinu á heimasíðu FRÍ og birtar fréttir af árangri þeirra. Tímaseðil mótsins og frekari upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu IAAF: http://www.iaaf.org/wjc10/index.html


07.07.2010 09:36

Frjálsíþróttaskólinn á Akureyri

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Akureyri daganna 12. - 16. júlí.
Skólinn er í Umsjón UMSE og UFA.
Skráningar fara fram á síðu UMFÍ <http://www.umfi.is/>. Hægt er að skrá sig
http://umfi.is/umfi09/veftre/skraning_i_frjalsithrottaskolann/

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er ætlaður ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Ungmennin
koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu
viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra
íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur.
Ungmennin borga 15.000 þúsund krónur þáttökugjald en innifalið í verðinu er
kennsla, fæði og gisting alla dagana.
Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með skólanum en sambandsaðilar á því
svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um kennslu og framkvæmd
skólans.
Þátttaka ungmenna í skólanum hefur aukist umtalsvert milli ára og
undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út
frjálsar íþróttir á Íslandi. Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að
opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar
rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í
óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri
til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum
samskiptum.

Athugið að nú þegar hafa ekki margir skráð sig i skólann. Af þeim sökum
munum við taka ákvörðun á fimmtudagskvöldið hvort möguleiki er að halda
skólann eða hvort þarf að blása hann af. Skráningarfrestur verður því til
kl. 22:00 fimmtudaginn 8. júlí.

05.07.2010 08:33

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands

Frjálsíþróttaskóli Ungmennafélags Íslands verður haldinn í annað sinn á sambandssvæði HSK í sumar, nánar tiltekið 19. - 23. júlí að Laugarvatni. Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára (f.1992 - 1999). Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í helstu greinum frjálsíþrótta en auk þess verður farið í sund, leiki, haldnar kvöldvökur auk þess sem reynt verður að nýta næsta nágrenni Laugarvatn fyrir göngutúra, ratleiki ofl. Ungmennin borga þáttökugjald en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. 

Það hefur verið stigvaxandi þátttaka í frjálsíþróttaskólanum milli ára þannig að búast má við fjölgun í ár. HSK og undirritaður hvetja þessvegna til þátttöku í skemmtulegum frjálsíþróttaskóla þar sem þátttakendur auka færni sína í frjálsum auk þess sem þeir fá tækifæri til að kynnast nýju fólki og mynda þannig tengsli sem geta varað að eilífu.

Þátttakendur er hvattir til að skrá sig á netfang:

hsk@hsk.is eða olafur@ml.is   einng er hægt að skrá sig á skrifstofu UMFÍ í Reykjavík..

Með kveðju.

Ólafur Guðmundsson (Óli Guðm.) Skólastjóri.

GSM 867-7755


02.07.2010 07:45

Frjálsíþróttaskóli UMFI

Góð aðsókn var að frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem stóð yfir í Borgarnesi í síðustu viku. Skólinn er auk þess starfræktur á sjö öðrum stöðum á landinu í sumar. Þetta er þriðja sumarið í röð sem skólinn starfar en mjög góð aðsókn var á námskeiðunum sem hófust í síðustu viku á Laugum, Egilsstöðum og í Borgarnesi. Frjálsíþróttaskólinn er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum.  Áhugasamir velja þann stað sem hentar hverjum og einum og taka um leið þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga voru líflegar kvöldvökur, varðeldur, gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur. Meðfylgjandi mynd var tekin á lokadegi skólans í Borgarnesi.

 

 

30.06.2010 07:22

Goggi Galvaski

Mikið fjör á Gogga Galvaska

Mikið fjör á Gogga Galvaska
Um nýafstaðna helgi var rosalega skemmtilegt að vera á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Þá var haldið Frjálsíþróttamótið Goggi galvaski fyrir 14 ára og yngri, 228 keppendur voru mættir til leiks og þreyttu þrautir í þrjá daga

Sjö Goggamet voru slegin og eitt Íslandsmet var sett í kringlukasti stelpna.Á laugardag og sunnudag vakti athygli prufu keyrsla á nýlegu keppnisformi fyrir 8 ára og yngri svonefndar "Krakka frjálsar" eða Kids Athletics.
Skipuleggjanda þótti þetta verkefni ekki síður spennandi þar sem hugmyndin gengur út á að fá forráðamenn þeira litlu til að vera hluti af keppninni með þeim. Vill mótsstjóri taka fram að þetta form gat ekki komið betur út og vill hann þakka innilega fyrir þá aðstoð sem þau veittu.
Erfitt er að skýra út í stuttu máli aðferð þessa, en það er bara hægt að segja, sjón er sögu ríkari.

24.06.2010 08:33

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var settur á Egilsstöðum í gær. Ellefu krakkar eru í skólanum sem Hildur Bergsdóttir stýrir.

 

Í gær var æft hástökk og langstökk þar sem Lovísa Hreinsdóttir aðstoðaði við þjálfun. Seinni partinn var farið í leiki í skóginum.

 

Morguninn hófst á æfingu í sleggjukasti sem Hreinn Halldórsson stýrði. Embla Tjörvadóttir sveiflaði sleggjunni í morgun á meðan Hreinn fylgdist með úr öruggri fjarlægð.

 

Auk skólans á Egilsstöðum eru skólar starfræktir þessa vikuna á Laugum í Reykjadal og í Borgarnesi. Í júlí verður frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Akureyri, Laugarvatni, Sauðárkróki, Mosfellsbæ og Hornafirði.

Mynd: Hreinn Halldórsson, sem var í hópi sterkustu kúluvarpara í heiminum um tíma, er einn af leiðbeinendum í frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem starfræktur er á Egilsstöðum þessa dagana. Hreinn sést hér leiðbeina þátttakendum í sleggjukasti.

16.06.2010 07:54

Meistaramót Íslands 11 - 14 ára

ÍR sigraði í stigakeppni á Meistaramóti yngstu aldursflokkana

ÍR hlaut flest stig á Meistaramóti 11-14 ára sem fram fór á Kópavogsvelli um síðustu helgi. Keppnislið þeirra hlaut samtals 540,3 stig. Í öðru sæti var HSK/Selfoss með 522,7 stig, FH í 3. sæti með 464,3 stig og heimamenn í Breiðabliki urðu í 4. sæti með 370,3 stig.

Í flokki 11 ára stelpna sigraði lið HSK/Selfoss nokkuð sannfærandi, en FH í flokki 11 ára stráka. Í flokki 12 ára stelpna báru Skagfirðingar sigur úr býtum, en FH í strákaflokki. FH sigraði einnig í flokki 13 ára stelpna en Breiðbliksmenn í flokki 13 ára stráka. Í flokki 14 telpna sigraði lið HSK/Selfoss en ÍR í flokki 14 ára pilta.
 
Alls voru 274 keppendur skráðir til leiks í 60 keppnisgreinum mótsins, en að meðaltali var hver keppandi skráður til þátttöku í sex keppnisgreinum.
 
Stigakeppnin var mjög jöfn og alls hlutu 20 lið stig í keppninni sem aftur sýnir mikla breidd og góða útbreiðslu íþróttarinnar.
 
Öll úrslit á mótinu, bæði í einstaklings- og stigakeppni er hægt að sjá á heimasíðu FRÍ í Mótaforitinu hér.

árangur keppenda HSH er hér Bein slóð á færslu

15.06.2010 08:31

Nýr frjálsíþróttaþjálfari


Elín Ragna Þórðardóttir hefur verið ráðin þjálfari hjá Frjálsíþróttadeild Snæfells.  Elín Ragna lauk prófi sem íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands á Laugarvatni nú í vor og kemur því fersk til starfa í næstu viku. Eyrún Guðmundsdóttir er í barnsburðarleyfi.

 

14.06.2010 21:03

Frjálsíþróttaráð UMFG

Frjálsíþróttaráð UMFG
Mánudagur, 14 Júní 2010 

Stjórn UMFG leitar nú að fólki sem hefur áhuga á uppbyggingu á frjálsíþróttastarfi hér í Grundarfirði.  Þar sem enginn er í frjálsíþróttaráði bráðvantar okkur gott fólk í ráðið.  Ekki getum við ætlast til þess að þjálfari sjái um alla umgjörð fyrir frjálsar.  Nú leitum við til ykkar foreldrar sem hafa áhuga á frjálsum að hafa samband við stjórn UMFG sem fyrst þar sem sumarmótin eru að fara af stað.

Kveðja

Stjórn UMFG

Tómas 897 1466


14.06.2010 10:41

Meistarmót 11 - 14 ára í frjálsum íþróttum

Dagana 12 og 13 júní fór fram Meistarmót 11 til 14 ára í frjálsum íþróttum
HSH átti 6 keppendur á því móti og komu þeir allir úr Snæfell.
Hér er árangur krakkanna á mótinu um helgina.
Glæsilegur árangur hjá þeim öllum
nánari úrslit eru inn á fri.is undir mótaforrit.


Hástökk Telpur 13 ára sæti árangur
 Katrín Eva Hafsteinsdóttir 1,15  
 Helena Helga Bergmann Baldursdóttir 1,15  
Kúluvarp 2,0 kg. Stelpur 11 ára
 Kristrós Erla Baldursdóttir 3 6,58
Kúluvarp 3,0 kg. Telpur 13 ára
 Katrín Eva Hafsteinsdóttir 6,36
Langstökk Stelpur 12 ára
 Camilla Rós Þrastardóttir 3,01
Spjótkast(400 gr) Strákar 12 ára
 Jón Páll Gunnarsson 6 26,45
Kúluvarp 2,0 kg. Stelpur 12 ára
Camilla Rós Þrastardóttir 4,71
Langstökk Stelpur 11 ára
 Ásta Kristný Hjaltalín 5 3,96
Spjótkast(400 gr) Telpur 13 ára
 Helena Helga Bergmann Baldursdóttir 7 19,46
Katrín Eva Hafsteinsdóttir 15,5
80 m.grind. undanrás Telpur 13 ára
 Camilla Rós Þrastardóttir  18,99
Kúluvarp 2,0 kg. Strákar 12 ára
Jón Páll Gunnarsson 3 10,58
Langstökk Telpur 13 ára
Katrín Eva Hafsteinsdóttir 3,06
60 m. úrslit Stelpur 11 ára
Ásta Kristný Hjaltalín  2 9,23
800 m. Stelpur 12 ára
Camilla Rós Þrastardóttir  3:12,79   

01.06.2010 10:33

Sveinbjörg og Bjarki Íslandsmeistara

Sveinbjörg og Bjarki Íslandsmeistarar

Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr Ungmennasambandinu Úlfljóti á Hornafirði bar sigur úr býtum í sjöþraut kvenna um helgina en keppnin fór fram á Kópavogsvelli.

 

Sveinbjörg hlaut 4.716 stig í þrautinni sem er mjög góður árangur. Sveinbjörg vakti  snemma athygli í frjálsum íþróttum og spáðu margir því að hún myndi ná langt sem nú er að koma á daginn.


Þess má geta að fyrir tveimur árum síðan lenti Sveinbjörg Zophoníasdóttir í 13. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum sem fram fór í á Ítalíu og hlaut þá 4609 stig.


Sveinbjörg þarf ekki að fara langt til að sækja hæfileika sína en móðir hennar, Guðrún Ingólfsdóttir, var um árabil ein fremsta kúlu- og kringlukastkona landsins og á í dag núgildandi Íslandsmet í kringlukasti.


Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki hafnaði í öðru sæti með 4.581 stig en hún var í fyrsta sæti eftir fyrri dag keppninnar.


Bjarki Gíslason úr Ungmennafélagi Akureyrar sigraði í tugþraut karla og hlaut alls 5.966 stig en annar í þrautinni varð Sölvi Guðmundsson úr Breiðabliki með 5.251 stig.

20.05.2010 08:53

Forkeppni ÓL ungmenna

Dóróthea og Stefanía keppa í Moskvu í forkeppni vegna Ólympíuleika ungmenna um helgina

Dóróthea Jóhannesdóttir úr ÍR og Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðablik taka þátt í undankeppni frjálsíþrótta vegna Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Singapore í sumar. Undankeppnin verður haldin í Moskvu nú um helgina.

Dórótea keppir í 200 m hlaupi og Stefanía í 400 m hlaupi.Keppni hefst á föstudaginn og keppir Stefanía kl. 15:35 að íslenskum tíma þann dag. Dóróthea keppnir á laugardag og hefst 200 m hlaupið kl. 15:45 að íslenskum tíma. Uppgefinn tímaseðill miðast við staðartíma sem er 3  klst. á undan íslenskum tíma.
 
Alls eru 811 ungmenni á aldrinum 16-17 ára, á þessu ári, skráð til leiks á þessu úrtökumóti í frjálsíþróttum úr Evrópu fyrir fyrstu Ólympíuleika ungmenna sem fram fara í Singapore 14.-26. ágúst í sumar.
 
Heimasíðu mótsins er hægt að nálgast hér. Þá er hægt að sjá lista með skráningum og árangri keppenda á úrtökumótinu í Moskvu hér.
 
Með þeim Dórótheu og Stefaníu í för er Þórunn Erlingsdóttir formaður unglinganefndar FRÍ.

20.05.2010 08:47

Vormót Fjölnis

Vormót Fjölnis fyrir 11 - 14 ára:

Vormót Fjölnis verður haldið mánudaginn 7. júní n.k., á Laugardalsvellinum. Keppni hefst kl. 17:30 og stefnt að því að keppni verði lokið í öllum flokkum um klukkan 20:30


Keppnisgreinar:


60/100 m. hlaup, langstökk, kúluvarp og 600/800 m. hlaup.

Fyrirkomulag og verðlaun: Ekki verða undanrásir í hlaupum. Besti tími gildir til verðlauna. Það verða 4 umferðir í köstum og stökkum.

Tímaseðill verður birtur innan skamms með fyrirvara um breytingar.

Það verða veitt verðlaun fyrir 11-12 ár og 13-14 ára, stráka og stelpur, fyrstu 3 sætin í hverri grein.

Mótið hefur verið stofnað í mótaforriti FRÍ og eru þjálfarar og forráðamenn félaganna beðnir um að skrá keppendur sína þar. Skráningu lýkur mánudaginn 7. júní klukkan 12:00


Verð kr. 500 á grein - eða hámark 1.500.- fyrir 3 eða 4 greinar.

Við viljum biðja liðin um að greiða keppnisgjöld í einu lagi fyrir þátttakendur sína. Vinsamlegast leggið greiðslu inn á reikning Fjölnis - fyrir mótsbyrjun eða gerið grein fyrir greiðslu við mótsstjóra/gjaldkera á staðnum.Fjölnir frjálsíþróttadeild          Kt. 690193-3379                banki  0114-26-347

Gjaldkeri: Unnur Sigurðardóttir.  tölvupóstur logafold@hotmail.com


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06