Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

25.08.2011 15:16

Hlaupanámskeið 18 september

Hlaupanámskeið í Snæfellsbæ

Sunnudaginn 18. september verður haldið hlaupanámskeið í Snæfellsbæ. Hlaupakennarinn Torfi H. Leifsson verður leiðbeinandi á námskeiðinu. Torfi hefur stundað hlaup í 25 ár og er þaulreyndur langhlaupari. Námskeiðið er fyrir alla hlaupara, skokkara, byrjendur og lengra komna, þar sem farið verður yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup.

Til að tryggja að hlaupaþjálfun verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur náist án áfalla, er mjög mikilvægt að þekkja grundvallaratriði þess hvernig standa á að uppbyggingu betri heilsu og/eða þjálfunar. 

8:30-12:00 - Fræðsluhluti 1, bókleg kennsla
Hverju huga þarf að þegar byrjað er að hlaupa, æfingahugtökin, æfingamagnið, æfingáætlanir, þjálfun með púlsmæli.

13:00-16:30 - Fræðsluhluti 2, bókleg kennsla
Hlaupastíll, mataræði, teygjur og styrktaræfingar, meiðsli og fyrirbyggjandi aðgerðir, útbúnaður og val á útbúnaði - Skór, fatnaður, tæki , almenningshlaup og undirbúningur fyrir hlaup.

17:00-18:00 - Verklegur hluti
Sýnishorn af ýmsum æfingum, teygjum, styrktaræfingum, hlaup, spjall ofl.

 

Námskeiðið kostar 11.500 kr. á mann. Hjónaafsláttur er veittur og er 50% afsláttur fyrir maka.

Okkur langar að hvetja alla í Snæfellsbæ og nærsveitunga sem eitthvern áhuga hafa á hlaupaíþróttinni að skrá sig á þetta frábæra námskeið. Námskeið er góð hvatning  til þess að koma sér í gott form fyrir næsta vor og sumar. Tilvalið fyrir hjón að eiga sér sameiginlegt áhugamál.  Námskeiðið verður haldið í  Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík.

Allir að taka þennan dag frá.

Skráning  fer fram hjá   Fannar : 840-3708 og Rán : 864-4236
Ef það eru eitthverjar spurningar vakna, þá ekki hika við að hafa samband.

24.08.2011 08:27

Fjölþrautamót í Borgarnesi

Boð á fjölþraut í Borgarnesi

Frjálsíþróttadeild Skallagríms býður til fjölþrautamóts á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september 2011 klukkan 12.00. Með þessu vilja SKallagrímsmenn auka fjölbreytni fyrir yngra frjálsíþróttafólkið og stuðla að meiri fjölhæfni.
 
Keppnisstaður:
Skallagrímsvöllur í Borgarnesi.
 

Tímasetning:
Mótið hefst kl. 12:00 laugardaginn 3. september.


Skráningar:
Keppendur skrái sig í mótaforriti FRÍ fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 30. ágúst.
 

Þátttökugjald:
Þátttökugjald er 1.500 kr fyrir hvern keppenda og greiðist við skráningu inn á reikning Frjálsíþróttadeildar Skallagríms 0354 26 003270, kt. 590593 2229. Staðfesting á greiðslu sendist með tölvupósti til bjarnit@menntaborg.is. Athugið að kennitala verður að fylgja með.
 

Keppnisgreinar:

Fjórþraut

Piltar og stúlkur 11 ára og yngri f. 2000 og síðar:
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
 
Piltar og stúlkur 12 ára f. 1999: 
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
 
Piltar og stúlkur 13 ára f. 1998: 
60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, 400 m hlaup.
 
Fimmþraut
 
Piltar og stúlkur 14 ára f. 1997: 
80 m grind., kúluvarp, hástökk, spjótkast, 400 m hlaup.
 
Piltar og stúlkur 15 ára f. 1996: 
80 m grind., kúluvarp, hástökk, spjótkast, 400 m hlaup.
 
Stig verða reiknuð  eftir unglingastigatöflu FRÍ.
 
 
Tímaseðill: 
Tímaseðil má finna í mótaforriti FRÍ þegar nær dregur.
 
 
Frekari upplýsingar:
Ingimundur Ingimundarson ingiming@mmedia.is, GSM 898 1851.
 

15.08.2011 10:24

Vesturlandsmót

 

Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum

18. ágúst kl. 18:00 á vellinum í Borgarnesi verður haldið Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri.
Keppnisgreinar; langstökk, boltakast og 60 metra hlaup  og svo bætist 600m hlaup við hjá 9 - 10 ára

Þátttökuviðurkenning og grill í Skallagrímsgarði að lokinni keppni.

Skráning er til  miðvikudagskvöld 17. ágúst hjá Kristínu H. í S: 899 3043, öllum krökkum er heimil þáttaka hvort sem búið er að vera æfa í sumar eða ekki

Kveðja
Kristín H.

23.07.2011 15:05

Vel heppnað Vesturlandsmót í frjálsum

Vesturlandsmótið heppnaðist vel

vesturlandsmotidFyrsta Vesturlandsmótið í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri fór fram í Borgarnesi á dögunum. 50 keppendur mættu til leiks frá fjörum félögum, UMSB, Skipaskaga, UDN og HSH. Góður árangur náðist í mörgum greinum og nú er stefnt að því að hafa mót fyrir 10 ára og yngri í ágúst. Sennilegast 19 ágúst.

 


Þetta var í fyrsta skiptið í 35 ár sem þetta mót er haldið en síðasta mótið með þessum hætti var haldið á Akranesi 1976. Á þessu svæði er margt efnilegt íþróttafólk sem á eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.

 

Mótið í Borgarnesi þótti heppnast það vel að stefnt er að því að það verði árlegur viðburður hér eftir.

 

 

Mynd: Frá keppninni sem haldin var í Borgarnesi.

 

14.04.2011 19:18

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar

 

Sumardaginn fyrsta, 21. apríl n.k. fer fram Víðavangshlaup Hafnarfjarðar.  Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 11.00 og verður hlaupið um Víðistaðasvæðið.  Allir keppendur fá 

verðlaunapeninga.  Sigurvegarar í flokkum fá bikara. 

Verðlaun eru gefin af Hafnarfjarðarbæ.

Ath. ekkert þátttökugjald og skráning á staðnum.

 Keppt er í eftirtöldum flokkum:

     Aldur                                                                                           Vegalengd

15 - 20 ára drengir og stúlkur (1991-1996)        ca 2000 m.

21 ára og eldri karlar og konur (1990 og fyrr)       ca 2000 m.

6 ára og yngri strákar og stelpur (2005 og síðar)      ca 200 m.

7 - 8 ára strákar og stelpur (2003-2004)               ca. 300 m.

9 - 10 ára strákar og stelpur (2001-2002)             ca. 400 m.

   11 - 12 ára strákar og stelpur (1999-2000)          ca 600 m.

13 - 14 ára piltar og telpur (1997-1998)      ca 1000 m

Keppendur 15 ára og eldri hlaupa fyrst.

Þá hefst keppnin hjá þeim yngstu og upp úr.

  Undanfari verður með yngstu keppendunum.

Frjálsíþróttadeild FH sér um framkvæmd hlaupsins fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Nánari upplýsingar um hlaupið veitir:

 

Sigurður sími: 6645631.

12.03.2011 17:11

Héraðsmót í frjálsum innanhúsHéraðsmót í frjálsum íþróttum innanhús var haldið í Stykkishólmi í dag.
Mótið gekk mjög vel fyrir utan að ekki náðist að klára hástökk á 11-12 ára strákum og stúlkum,
vegna tímaskorts og er beðið velvirðingar á því.

Verður hástökkskeppni hjá þeim á mánudag kl. 16.30 í Stykkishólmi.
Allir keppendur skemmtu sér vel og voru foreldrar duglegir að aðstoða við framkvæmd mótsins,.
Úrslit mótsins verða svo sett á vef FRÍ og verður unnið við það strax eftir helgina.

09.03.2011 16:39

Héraðsmót í frjálsum íþróttum


 

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhús

Laugardaginn 12 mars kl. 10.00 í íþróttahúsinu Stykkishólmi

skráningar hjá Elín Rögnu Þórðardóttir, eth42@hi.is og elin_r_8@hotmail.com. sími 8643849

og Kristín Höllu, kristhall@centrum.is, sími 8993043Kl. 9.50 Setning móts

Kl. 10.00               Drengir 8 ára og yngri,     35 m hlaup

                            Stúlkur 8 ára og yngir       langstökk

                            Drengir  9-10 ára              Kúluvarp

                            Stúlkur 9-10 ára               Langstökk án atrennu

     Stúlkur 11-12 ára             Hástökk

                             Stúlkur 13-14 ára             Hástökk

 

Kl. 10.20                  Strákar 15-16 ára             35 m hlaup

                               Karlar                             35 m hlaup

                               Stúlkur 15-16 ára             Langstökk

                               Konur                              Langstökk

                               Strákar 11-12 ára             Kúluvarp

                               Strákar 13-14 ára             Kúluvarp

                               Drengir 8 ára og yngri    Langstökk án atrennu

 

Kl. 10.40                  Stúlkur 8 ára og yngri        35 m hlaup

                               Strákar 15-16 ára               Hástökk

                               Karlar                               hástökk              

                               Strákar 11-12 ára             Langstökk

                               Strákar 13-14 ára             Langstökk

                               Stúlkur 15-16 ára             Kúluvarp

                               Konur                              Kúluvarp

                               Stúlkur 11-12 ára             Langstökk án atrennu

                               Stúlkur 13-14 ára             Langstökk án atrennu

 

Kl. 11.00                  Stúlkur 8 ára og yngir        Langstökk án atrennu

                               Drengir 8 ára og yngri        Langstökk

                               Stúlkur 15-16 ára               35m hlaup

                               Konur                               35m hlaup

                               Drengir 9-10 ára               35m hlaup

                               Strákar 11-12 ára             Hástökk

                               Strákar 13-14 ára             Hástökk

                               Stúlkur 9-10 ára                Kúluvarp

                              

Kl. 11.20                  Stúlkur 11-12 ára             35m hlaup

                               Stúlkur 13-14 ára             35m hlaup

                               Stúlkur 9-10 ára               Hástökk

                               Strákar 9-10 ára               Langstökk án atrennu

                               Strákar 15-16 ára             Langstökk

                               Karlar                              Langstökk

 

Kl. 11.40                  Strákar 11-12 ára             35m hlaup

                               Strákar 13-14 ára             35m hlaup

                               Stúlkur 9-10 ára               35m hlaup

                               Strákar 9-10 ára                Hástökk

                               Stúlkur 15-16 ára             Langstökk án atrennu

                               Konur                              Langstökk án atrennu

                               Stúlkur 11-12 ára             Kúluvarp

                               Stúlkur 13-14 ára             Kúluvarp

 

Kl.12.00                   Stúlkur  11-12 ára            Langstökk

                               Stúlkur 13-14 ára             Langstökk

                               Stúlkur 15-16 ára             Hástökk

                               Konur                              Hástökk

                               Strákar 15-16 ára             Kúluvarp

                               Karlar                              Kúluvarp

                               Strákar 11-12 ára             Langstökk án atrennu

                               Strákar 13-14 ára             Langstökk án atrennu

 

Kl. 12.20                 Stúlkur 11-12 ára             Langstökk

                               Stúlkur 13-14 ára             Langstökk

       Strákar 15-16 ára             Langstökk án atrennu

                               Karlar                             Langstökk án atrennu

                               Strákar 11-12 ára             Hástökk

                               Strákar 13-14 ára             Hástökk


02.03.2011 19:58

Meistaramót Íslands í frjálsum 11-14 ára

Meira af frjálsum. Fjórir krakkar fóru á ÍM í frjálsum sem haldið var nú um liðna helgi. Þetta voru þau Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Helena Helga
Bergmann, Jón Páll Gunnarsson og Ásta Kristný Hjaltalín. Öll stóðu þau
sig vel og voru sínu félagi til mikils sóma. Tvö komust á verlaunapall, það voru þau Jón Páll Gunnarsson og Ásta Kristný Hjaltalín. Jón Páll varð í 2.sæti í kúluvarpi 13.ára drengja, kastaði 10,72m og Ásta Kristný varð í 2.sæti í 60m spretti 12 stúlkur á tímanum 80,80.ÍR-ingar hlutu flest stig , með 500,5 stig. Lið
FH varð í öðru sæti eftir jafna keppni við ÍR, með 470 stig og lið
HSK/Selfoss í 3. sæti 352 stig.
 
Lið FH varð
stigahæst í fjórum aldursflokkum á mótinu af átta, ÍR í tveimur, en
Skagfirðingar og HSK/Selfoss í sitthvorum aldurshópnum.

Mikil og góð þátttaka
var í mótinu en alls hlutu 18 lið stig víða að af landinu, en 337
keppendur voru skráðir til leiks á mótinu, en f. tveimur árum tóku um
280 keppendur þátt í þessu móti. Af þátttöku í þessu móti má sjá að
frjálsíþróttir njóta vaxandi vinsælda víða um land.
 
Fjölmennustu
greinarnar voru 60 m hlaup 13 ára stúlkna þar sem 52 keppendur mættu
til leiks og 12 ára stúlkna og 13 ára pilta, en 42 keppendur mættu til
leiks í þessum greinum.
 
Heildarúrslit mótsins er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ sem er hér.

25.01.2011 14:57

Stórmót ÍR í frjálsum


Síðustu helgi var Stórmót ÍR haldið í Reykjavík en það er stærsta frjálsíþróttamótið sem haldið er á árinu og í ár voru keppendur um 700.  Tvær stúlkur úr Snæfelli tóku þar þátt, þær Ásta Kristný Hjaltalín og Katrín Eva Hafsteinsdóttir.
    Ásta Kristný keppti í 60m spretthlaupi 12 ára stúlkna og hafnaði þar í 2.sæti og gerði sér lítið fyrir og krækti í 3.sætið í langstökki í sama aldursflokki.  Það má geta þess að í 60m hlaupinu voru 50 keppendur og í langstökki voru 40 keppendur. 
    Katrín Eva keppni í nokkrum greinum í flokki 14 ára stúlkna og náði m.a. 7.sætinu í kúluvarpi í flokki 14 ára stúlkna.
     Stórmót ÍR er eitt af skemmtilegasta mót sem í boði er fyrir krakka sem æfa frjálsar íþróttir.  Sérstök þrautabraut er í boði á þessu móti fyrir krakka yngri en 10 ára þar sem allir fá verðlaun.  Nú í ár voru það ekki bara Íslendingar sem tóku þátt, til landsins komu einnig 30 krakkar frá Færeyjum til að taka þátt í mótinu.


Ásta Kristný á verðlaunapalli.

Myndir frá verðlaunaafhendingu á Jólamót Snæfells


13.01.2011 13:37

Jólamót Snæfells

Jólamót Snæfells í frjálsum var haldið í desember og var mjög góð þátttaka, 34 krakkar tóku þátt og árangur var góður. Verðlaunaafhending var svo á mánudaginn
Fleirri myndir eru í myndaalbúmi.

05.01.2011 17:26

Stórmót ÍR í frjálsum

 

Ágætu félagar, gleðilegt ár og þakka ykkur öllum samstafið á liðnu ári

15. Stórmót ÍR fer fram helgina 22. - 23. janúar. Frjálsíþróttadeild ÍR býður ykkur velkomin á 15. Stórmót ÍR.   Ég sendi út tímaseðil fljótlega en endanlegur tímaseðill verður sendur út eftir að skráningu lýkur.
Með góðri frjálsíþróttakveðju
--
Margrét Héðinsdóttir, formaður
Frjálsíþróttadeildar ÍR
8212172
Nánar á
www.ir.is/frjalsar

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

29.11.2010 14:10

Fréttir af Silfurleikum ÍR

Krakkarnir á Silfurleikum ÍR stóðu sig mjög vel 
Yngri krakkarnir kepptu í þrautabraut og skemmtu sér konunglega. Þeim var skipt upp í hópa sem hétu selir og þrestir.
Alls voru keppendur frá HSH 14 og komu þeir frá Snæfell og UMF.Grundarfjarðar
Árangur eldri keppenda var eftir farandi.
Jón Páll Gunnarsson varð í
    1. sæti í kúluvarpi drengja 12 ára kastaði 11.34,
Ásta Kristný Hjaltalín varð í
    2. sæti í spretthlaupi 11 ára stelpur, hluap á 09,02.
Katrín eva Hafsteinsdóttir varð í
    4. sæti í kúluvarpi 13 ára stelpur kastaði 8,03.
    19 sæti í spretthlaupi, hljóp á 10,27
    12-13. sæti í hástökki, stökk 1,20
Helena Helga Baldursdóttir varð í
    10 sæti í spretthlaupi, hljóp á 09,11
    10. sæti í þrístökki, stökk 08,49
    4. sæti í 800m hlaupi, hljóp á 2:41,37
    12-13. sæti í hástökki, stökk 1,20
Camilla Rós Þrastardóttir varð í
    36 sæti í spretthlaupi, hljóp á 10,78
    17. sæti í 800m hlaupi, hljóp á 3:28,81

Nánar upplýsingar eru á heimasíður ÍR,

Elín Ragna Þórðardóttir og Kristín Halla, Þjálfarar og farastjórar.09.11.2010 21:36

Silfurleikar ÍR

SILFURLEIKAR ÍR

Laugardalshöllinni - Laugardaginn 20. nóvember 2010

Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu Silfurleika ÍR í flokkum 16 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 20. nóvember n.k. Mótið er nefnt SILFURLEIKAR til að minnast afreks ÍR-ingsins Vilhjálms Einarssonar sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu árið 1956. Silfurleikar ÍR er opið mót sem hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár, sem dæmi um það voru þátttakendur í fyrra 571 talsins frá 23 félögum.

Nánari upplýsingar inn á heimasíðu ÍR    www.ir.is/frjalsar   Silfurleikar ÍR

Endanlegur tímaseðill verður settur á netið og sendur út eftir að skráningu lýkur í síðast lagi kl. 18:00 föstudaginn 19. næstkomandi

HSH sendir keppendur á þetta mót 


Nánari upplýsingar og skráning er hjá Kristín Höllu í S: 899 3043 og

Elín Þórðar í síma 864 3849

Skráning þarf að vera lokið fyrir miðnætti þriðjudagin 16. nóv.

03.11.2010 20:03

Frjálsíþróttamót í Stykkishólmi


 

Laugardaginn 11. desember verður haldið, Jólamót Snæfells í frjálsum íþróttum. Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Allir krakkar sem eru að æfa frjálsar á Snæfellsnesi eru velkomnir og taka þátt í mótinu. 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06