Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

16.06.2012 01:15

Vesturlandsmót í frjálsum íþróttum

Dagana 19. - 20. júní 2012 blása Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB , HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga til frjálsíþróttamóts.

Á mótið eru allir velkomnir sem áhuga hafa á aldrinum 11 ára (árgangur 2001) og eldri. Þátttökugjöld eru 500 kr. á keppanda, HSH greiðir fyrir sína keppendur.

Mótið hefst kl. 18.00 báða dagana á frjálsíþróttavellinum í Borgarnesi. Fyrri daginn er keppt í öllum greinum hjá 11 og 12 ára, en líklegt er að báða dagana verði keppnisgreinar fyrir 13 ára og eldri. Keppnisgreinar og tímaseðill verða birt fyrir helgina.

Skráningar þurfa að berast til Kristínar Höllu þjálfara í síma 899 3043 eða með tölvupósti á netfangið kristhall@centrum.is í síðasta lagi sunnudaginn 17. júní.

Við hvetjum iðkendur til að mæta - stefnt er að skemmtilegu móti - og við hvetjum foreldra til að fylgja börnum sínum á mótið. Einnig væri gott að fá vinnufúsar hendur til aðstoðar á mótinu sjálfu.

 

Með bestu kveðju,

07.06.2012 07:11

Samæfing í Frjálsum íþróttum


Föstudaginn 8. júní n.k. ætlum við að fara í Borgarnes á samæfingu í frjálsum íþróttum - 11 ára og eldri. 
Það eru frjálsíþróttadeildir á Vesturlandi, Ströndum, Vesturbyggð og Tálknafirði og svo af Kjalarnesi sem er boðið að taka þátt í þessari fyrstu samæfingu. 

 
Við byrjum kl. 16.00 í Borgarnesi - og höfum þegar tryggt okkur 2 bíla frá foreldrum til að keyra (það þýðir far fyrir 8 krakka). Sjáum hvernig þátttakan verður og hvort við þurfum fleiri bíla. 

Dagskrá samæfingar í Borgarnesi

16:05 - 16:20  sameiginleg upphitun allra hópa.
16:20 -16:30   öllum skipt í hópa og þeir finna sín áhöld og fara með sínum hópstjóra.
16:30 - 17:30  Allir hópar sinna því sem sett er fyrir þá.
17:30 - 17:50  Smá pása ásamt stuttum fyrirlestri/spjalli um það sem framundan er.
17:50 - 18:30  Haldið áfram í greinum, nema núna er hægt að færa sig á milli greina og prufa aðrar.
18:30 - 19:00  Létt niðurskokk og góðar teygjur, gengið frá öllum áhöldum á sinn stað.
19:05 - 20:00  Allir í sund.
20:30 Sameiginlegur matur - nesti eða annað

4 þjálfarar auk umsjónarmanns = 5 manns sem sjá um.
Allir að taka með:
 Íþróttagalla, bæði léttan og svo utanyfirgalla.
 Gaddaskó  jafnvel þó þeir séu orðnir of litlir gæti alveg einhver átt stærra númer sem vill skipta eða kaupa.
 Hlaupaskó.
 Sundföt
 Létt nesti til að grípa í þegar pásan verður.
 
Þeir sem hafa áhuga á að mæta láti Kristínu Höllu vita í síma 899 3043 eða í netfangið kristhall@centrum.is sem allra fyrst - svo hægt sé að vita hve margir þurfa far og skipuleggja ferðir.
Endilega látið vita sem fyrst - en í síðasta lagi í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. júní. 

Með bestu kveðju,
frjálsíþróttaráð UMFG,
Kristín Halla / Björg Ág. / Jóhann R.07.06.2012 07:05

Sumarstarf í frjálsum íþróttum

Snemma í vor fóru af stað viðræður milli frjálsíþróttadeilda íþróttafélaga/sambanda á Vesturlandi um aukið samstarf sín á milli. Hugsunin er sú að auka samskipti deildanna til að efla starfið og auka fjölbreytnina. Fleiri héraðssambönd höfðu áhuga á samstarfi við Vesturlandið og niðurstaðan varð að eftirfarandi verða aðilar að samstarfinu:
  • allar frjálsíþróttadeildir á Vesturlandi (okkar héraðssamband HSH, UMSB - Borgarfirði, UDN - Dalabyggð og Umf. Skipaskagi - Akranesi) 
  • Umf. Hrafnaflóki (Barðaströnd, Patreksfjörður, Bíldudalur, Tálknafjörður)
  • HSS - Héraðssamband Strandamanna 
  • UMSK, Ungmennasamband Kjalanesþings 
Við byrjum hægt og rólega, byrjum á fáum en einföldum atriðum og fikrum okkur svo áfram. Þetta eru fyrst og fremst nokkrar sameiginlegar æfingar sem fara fram í Borgarnesi a.m.k. - og síðan 2 sameiginleg frjálsíþróttamót í sumar, fyrir 2 aldurshópa. 
Við vonumst til að samstarfið verði gefandi og að krökkunum finnist þetta skemmtileg tilbreyting, bæði það að hitta aðra krakka og eiga með þeim skemmtilega stund - og eins það að fá að æfa á öðrum íþróttasvæðum og með aðstoð fleiri þjálfara. Hver veit nema einnig takist að fá góða gesti á slíkar æfingar, þar sem margir eru saman komnir


Hér er sumardagskrá hjá frjálsíþróttafólki
Júní
o 8. júní: Samæfing á Borgarnesvelli (samstarf Vesturlands og sunnanverðra Vestfjarða), 11 ára og eldri
o 18. - 22. júní: Frjálsíþróttaskóli UMFÍ í Borgarnesi, fyrir 11 ára og eldri. Hvetjum okkar krakka eindregið til að taka þátt. Skráning er hafin - sjá nánar hér: http://umfi.is/umfi09/veftre/verkefni/ithrottir/frjalsithrottaskoli/frjalsithrottaskoli_umfi_2012/
o 20. og 21. júní, kl. 18.00 báða daga: Vesturlandsmót í frjálsum utanhúss, Borgarnesvelli - fyrir 11 ára og eldri (tengt frjálsíþróttaskólanum, en opið fyrir alla aðra)
o 22. - 24. júní: Stórmót Gogga galvaska - Mosfellsbæ (iðkendur færu á eigin vegum, en þetta eru mjög skemmtilegt mót og við hvetjum okkar krakka til að fara).
o 30. júní - 1. júlí: Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum utanhúss, Laugardalsvöllur. Skipulögð þátttaka af okkar hálfu m/þjálfara.
? Júlí:
o 10. júlí: Samæfing á Borgarnesvelli (samstarf Vesturlands og sunnanverðra Vestfjarða), 11 ára og eldri
? Ágúst:
o 3. - 6. ágúst: Unglingalandsmót UMFÍ (11 ára og eldri), Selfossi.
   11 ágúst:  100 ára afmæli Ungmennafélags Staðarsveitar.
o 14. ágúst: Vesturlandsmót í frjálsum utanhúss, 10 ára og yngri. Borgarnesvelli.
o 18. ágúst: Samæfing á Borgarnesvelli (samstarf Vesturlands og Vestfj.), 11 ára og eldri
o 19. ágúst: Bikarmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15 ára og yngri, Laugardalsvelli.

05.05.2012 16:58

Ásdís Hjálmsdóttir og Óðinn Björn í heimsókn

Afreksíþróttafólk í heimsókn

studaginn 4. maí sl. fengum við í frjálsíþróttadeild UMFG góða heimsókn. 
Til okkar komu þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari og kringlukastari úr FH, sem bæði eru í fremstu röð okkar frjálsíþróttafólks í dag. Þau hafa bæði náð Ólympíulágmörkum í sínum greinum og fara til London í sumar að keppa á ÓL. Markmiðið með heimsókn þeirra var að fræða, hvetja og leiðbeina krökkunum okkar - en æfingarnar voru opnar fyrir alla krakka á Snæfellsnesi. 

Fyrir hádegi hittu þau yngri og eldri nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar og ræddu við þau um íþróttir, heilbrigðan lífsstíl og margt fleira. Þau töluðu um að íþróttir væru hollar fyrir einstaklinginn, en félagsskapurinn sem fylgir sé ekki síður mikils virði. Þau sögðu líka að það væri mjög gott fyrir krakka á grunnskólaaldri að æfa fleiri íþróttagreinar en eina. Slíkt efldi hreyfiþroska og gagnaðist fólki síðar. Margir af bestu íþróttamönnum Íslands, t.d. í fótbolta og handbolta, hefðu æft frjálsar íþróttir þegar þeir voru börn og unglingar. Ásdís og Óðinn Björn sögðu að mikilvægt væri að setja sér markmið, þ.e. að skrifa niður draumana sína - og útbúa áætlun um hvernig maður vildi ná markmiðunum. Þetta gilti bæði fyrir íþróttir og annað, t.d. skólanám. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og voru dugleg að spyrja gestina, m.a. út í þátttöku þeirra á Ólympíuleikunum, fyrirkomulag æfinga og fleira. 

Eftir hádegi leiðbeindu Ásdís og Óðinn Björn krökkunum svo á frjálsíþróttaæfingum allra aldurshópa, bæði innanhúss og á íþróttavellinum - í bliðskaparveðri. 

Hér eru á ferðinni frábærir íþróttamenn og góðar fyrirmyndir - og ekki var annað að sjá og heyra, en að krakkarnir væru ánægðir með heimsóknina og aðstoð íþróttafólksins. 

Í lok heimsóknarinnar voru þau leyst út með gjöfum - og af því að alvöru íþróttamenn þurfa alvöru fæði, þá fengu þau fisk frá fiskvinnslum í Grundarfirði. G.Run gaf þeim vænan skammt af þorskflökum, FISK-Seafood sá þeim fyrir fallegri rækju og Soffanías Cecilsson hf. færði þeim saltfisk í gjafapakkningu. Á meðfylgjandi mynd sjáum við þau Ásdísi og Óðin Björn með saltfiskinn - og Kirkjufellið í baksýn. 

Við þökkum þeim Óðni Birni og Ásdísi kærlega fyrir komuna og óskum þeim alls hins besta í komandi æfingum og keppnum! 
 
Heimsókn þeirra var á vegum frjálsíþróttadeildar UMFG í samvinnu við stjórn UMFG, Grunnskóla Grundarfjarðar og HSH.

Í myndaalbúmi sem er að finna hér til hliðar á síðunni, er að finna fleiri myndir úr heimsókninni. 
 
Skrifað af Björg

03.05.2012 14:18

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.  

 

Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.

Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

 

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Einnig er lagður fyrir þá stuttur spurningarlisti til að athuga hug þeirra til skólans almennt. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

 

Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

 

 

 

Frjálsíþróttaskólinn veður á eftirfarandi stöðum í sumar

Laugum í Reykjadal 11. - 15. júní

Egilsstaðir 11. - 15. júní

Sauðárkrókur 11. - 15. júní

Borgarnes 18. - 22. júní

Selfoss 16. - 20. júní

Skráning á tengli hér fyrir neðan

 

 Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

 


 


03.05.2012 09:10

Afreksfólk í heimsókn

ALLIR á Snæfellsnesi velkomnir á æfingar. 

Föstudaginn 4. maí fáum við í frjálsíþróttadeild UMFG góða heimsókn. 
Til okkar koma þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari og kringlukastari úr FH, sem bæði eru í fremstu röð okkar frjálsíþróttafólks í dag. Þau hafa bæði náð Ólympíulágmörkum í sínum greinum og fara til London í sumar að keppa.  

Þau byrja á því að fara upp í grunnskóla og hitta nemendur þar fyrir hádegi en mæta síðan á æfingar til okkar eftir hádegið. 
Hér eru góðir íþróttamenn og frábærar fyrirmyndir á ferðinni - og markmiðið með því að fá þau til okkar er að fræða og hvetja okkar krakka, og leiðbeina þeim á frjálsíþróttaæfingum. 
 
Æfingatímarnir skiptast þannig:
Kl 12:40 - 13:40 eru nemendur í 1 - 3 bekk.
13:40 - 14:40 eru nemendur í 3 - 7 bekk  
14:40 - 15:40 eru nemendur í 5. bekk og eldri saman  
 
Nokkrir bekkir fá aðeins lengri tíma þar sem lögð er meiri áhersla á tækni í seinni tímanum.
 
Lögð verður áhersla á að kenna grunntækni sem hentar öllum, sama hvaða grein viðkomandi ætlar að æfa seinna meir.
 
Ef veður leyfir þá getur verið að hluti af æfingunum verði færður niður á íþróttavöll þannig að miðhópurinn og elstu eiga að hafa með sér útiföt.
 
Þetta verða opnar æfingar þannig að þeir sem vilja koma og fylgjast með (t.d. foreldrar) eru velkomnir og geta sest upp á áhorfendapallana en eru beðnir um að hafa gott hljóð og trufla ekki æfingarnar.
 
Þetta er samstarfsverkefni frjálsíþróttadeildar og stjórnar UMFG og HSH. 
Og það eru ALLIR á Snæfellsnesi velkomnir á þessar æfingar. 

Með bestu kveðju,
f.h. frjálsíþróttaráðs UMFG 
Kristín H og Björg

24.04.2012 10:31

HSH í frjálsum innanhús

Héraðsmót HSH í frjálsum innanhúss

Laugardaginn 21 apríl var Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhús haldið í Stykkishólmi Alls tóku 54 keppendur þátt í mótinu og voru 16 keppendur frá UMFG og 38 frá SnæfelliKeppt var í 35 m hlaupi, langstökki með og án atrennu, 9-15 ára kepptu að auki í kúluvarpi og hástökki, og 13-16 ára kepptu ennfremur í þrístökki án atrennu. 

Má með sanni segja að krakkarnir hafi öll staðið sig með stakri prýði og verið sér og sínum til sóma. Nokkur voru að taka þátt í sínu fyrsta íþróttamóti og mörg voru að bæta sinn persónulega árangur í vetur og gaman að sjá afraksturinn hjá þeim. 

Svona mót er ekki haldið nema að hafa foreldra sem eru tilbúnir að aðstoða við að skrifa, mæla eða passa upp á að allir séu á sínum stað í röðinni. Við þökkum öllum foreldrum sérstaklega fyrir hjálpina á þessu móti.


Hægt er að sjá úrslit mótsins á mótaforriti FRÍ, smellið hér (eða inn á fri.is og þar inn í mót, síðan mótaforrit og klikka á héraðsmót HSH 21. apríl 2012).

Á meðfylgjandi mynd má sjá þátttakendurna og eru flestir í nýju bolunum sem bæði frjálsíþróttaráð UMFG og Snæfells hafa látið prenta, með stuðningi HSH og félaganna. Merki HSH og viðkomandi félags eru prentuð framan á bolina, en aftan á þeim er áletrunin HSH og Frjálsar. 

HSH, frjálsíþróttaráð UMFG og frjálsíþróttaráð Snæfells

19.04.2012 15:56

Héraðsmót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum  

Hér koma frekari upplýsingar um keppnisgreinar og aldursflokka á héraðsmótinu næsta laugardag: 

Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og hefst kl. 10.00.  Áætlað er að því ljúki um kl. 13-14 en það fer nokkuð eftir fjölda þátttakenda. 

Keppt er í eftirfarandi greinum og aldursflokkum:

8 ára og yngri
35 m hlaup, langstökk án atrennu og langstökk með atrennu. 
 
9 - 10 ára
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp og hástökk.
 
11 - 12 ára
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp og hástökk.
 
13 ára og eldri   (13-14, 15-16, karla og kvennaflokkur
35 m hlaup, langstökk án og með atrennu, kúluvarp, hástökk og þrístökk án atrennu. 
 
Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir kl. 18.00 föstudaginn 20. apríl

Ekki verður hægt að bæta við keppendum eftir að skráningu lýkur - svo endilega skráið keppendur tímanlega. 

Skráningar eru hjá þjálfurum, þeim Kristínu Höllu í síma 899 3043 og netfanginu kristhall@centrum.is og Elínu Rögnu í síma 864 3849 og netfanginu elin.ragna@stykk.is

Við vonumst til að sem flestir iðkendur taki þátt og að foreldrar eigi kost á að fylgja börnum sínum á mótið. 

Athugið að það er ekki skylda að taka þátt í öllum greinum. 

Allir þátttakendur 10 ára og yngri fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og lögð er áhersla á að gleyma ekki leikgleðinni :-)

Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin hjá 11 ára og eldri í hverri grein. 

Okkur vantar líka vinnufúsar hendur til að aðstoða við að stilla upp fyrir mótið (kl. 9.30) og til að aðstoða á mótinu sjálfu. Foreldrar og aðrir áhugasamir sem geta lagt okkur lið, endilega látið þjálfara eða stjórn HSH vita. 

Með frjálsíþróttakveðju, 
HSH og frjálsíþróttaráð UMFG og Snæfells

17.04.2012 19:27

Frjálsíþróttamót


Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum laugardaginn 21. apríl 2012. 

Mótið fer fram í íþróttahúsinu í Stykkishólmi og hefst kl. 10.00. 

Keppt er í öllum aldursflokkum,

Við vonumst til að sem flestir taki þátt og að foreldrar eigi kost á að fylgja börnum sínum á mótið.

Okkur mun einnig vanta foreldra til að aðstoða við skráningu og utanumhald í einstökum keppnisgreinum - svo gott væri að fá að heyra frá sjálfboðaliðum. 

Skráningar eru hjá þjálfurum, þeim Kristínu Höllu  í síma 899-3043 og netfangi. kristhall@centrum.is
og Elínu Rögnu í síma 864-3849 og netfang. elin.ragna@stykk.is

Með bestu kveðju,

HSH og
Frjálsíþróttaráð Snæfells og UMFG,

04.03.2012 20:43

Frjálsíþróttabúðir 9-10 mars

Sæl öll

Hér koma nánari upplýsingar um æfingabúðir í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri (árgangur 2001 og eldri) - sem verða á næstu helgi að Varmalandi, Borgarfirði.

Reiknum með að leggja af stað um þrjúleytið föstudaginn 9. mars n.k. 
Það eru einhver laus pláss, en gott væri að vita hvort einhverjir foreldrar til viðbótar vilja keyra ef með þarf. 
Komið verður heim síðdegis á laugardeginum, 10. mars. 

Gjaldið er 3.000 kr. - fyrir gistingu, sundferð, æfingaaðstöðu, kvöldmat og morgunmat. 
Það verður eldað fyrir okkur svo að við þurfum ekki að sjá um það. 
Ef einhvern langar að fara en finnst gjaldið of hátt fyrir sig, þá endilega látið okkur vita. 

Ath. - Þetta er fyrir alla - hvort sem þeir hafa æft lengi eða ekki. 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi mánudagskvöldið 5. mars n.k. til Kristínar Höllu í s. 899 3043 eða kristhall@centrum.is eða til Bjargar í síma 898 6605 eða bjorg@alta.is 

Með bestu kveðju,
Björg Ág. - Kristín Halla

17.02.2012 06:33

Samæfing í Frjálsum íþróttum

SAMÆFING HSH

 

Frjálsíþróttadeild UMFG bíður öllum iðkendum HSH  í frjálsum íþróttum 11 ára og eldri á samæfingu í Grundarfirði.

Æfingin hefst kl 12:30 laugardagin 18. febrúar og stendur í 1 ½ tíma í íþróttahúsinu.

Umsjónamaður er Kristín H. Haraldsd.

S:899 3043.


15.02.2012 11:26

MÍ í frjálsum íþróttum 11 - 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum.

Mótið verður haldið í frjálsiþróttahöllini í Laugardalnum helgina 25 - 26. febrúar 2012 fyrir keppendur á aldrinum 11 - 14 ára.  Keppt er í öllum helstu greinunum s.s. 60 m hl, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hl.

Síðasti skráningardagur á mótið er 21. febrúar en þegar heildarfjöldi keppenda er vitaður verður tekin ákvörðun um hvort að allir gisti saman eða hver reddi sér gistingu sjálfur.

HSH greiðir þáttökugjald keppenda.

Nánari upplýsingar verða birta þegar nær dregur mótinu.

kveðja

Kristín H

S: 899 3043

13.02.2012 14:27

MÍ í frjálsum íþróttum 11 til 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum.

Mótið verður haldið í frjálsíþróttahöllini í Laugardalnum helgina 25 - 26. febrúar 2012 fyrir keppendur á aldrinum 11 - 14 ára.  Keppt er í öllum helstu greinunum s.s. 60 m hl, hástökki, langstökki, kúluvarpi og 800 metra hl.

Síðasti skráningardagur á mótið er 21. febrúar en þegar heildarfjöldi keppenda er vitaður verður tekin ákvörðun um hvort að allir gisti saman eða hver reddi sér gistingu sjálfur.  Ekki er skylda að keppa í öllum greinum en HSH borgar keppnisgjaldið.

Nánari upplýsingar verða inn á vef UMFG þegar nær dregur mótinu.

kveðja

Kristín H

S: 899 3043

10.09.2011 21:34

Barnafrjálsar, Þjálfaranámskeið

Þjálfaranámskeið 1. stigs CECS

Þjálfaranámskeið 1. stigs CECS

Boðið verður upp á þjálfaranámskeið á 1. stigi í haust, svokallað "CECS Level I" námskeið. Námskeið þetta er fyrsti hluti af námskeiðsprógrammi IAAF og eru allir leiðbeinendur viðurkenndir IAAF leiðbeinendur á þessu stigi.


Námskeiðið verður haldið eftirtalda daga:
  •  23.-25. sept.
  • 14.-16. okt. 
  • 11.-12. eða 18.-19. nóv.
Námskeiðið fer fram í Laugardalnum í Reykjavík.
 
Verkleg kennsla í Laugardalshöll og fyrirlestrar og próf í Íþróttamiðstöðinni.
 
Skráningar berist til fri@fri.is sem fyrst. Þátttökugjald er kr. 25.000 og er kennsluefni innifalið.
 

30.08.2011 09:11

Skráningarfrestur á Borgarnesmótið rennur út í kvöld

Frjálsíþróttadeild Skallagríms býður til fjölþrautamóts á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september 2011 klukkan 12.00. Með þessu vilja SKallagrímsmenn auka fjölbreytni fyrir yngra frjálsíþróttafólkið og stuðla að meiri fjölhæfni.
 
Keppnisstaður:
Skallagrímsvöllur í Borgarnesi.
 

Tímasetning:
Mótið hefst kl. 12:00 laugardaginn 3. september.


Skráningar:
Keppendur skrái sig í mótaforriti FRÍ fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 30. ágúst.
 

Þátttökugjald:
Þátttökugjald er 1.500 kr fyrir hvern keppenda og greiðist við skráningu inn á reikning Frjálsíþróttadeildar Skallagríms 0354 26 003270, kt. 590593 2229. Staðfesting á greiðslu sendist með tölvupósti til bjarnit@menntaborg.is. Athugið að kennitala verður að fylgja með.
 

Sjá nánar í frétt neðar á síðunni

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50