Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

12.03.2013 09:34

Héraðsmót HSH í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum

 

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 9. mars sl., þegar árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið þar. Mótið hófst kl. 13 eftir að þátttakendur höfðu hitað upp og teygt á.

Keppendur voru tæplega 58 talsins, 38 frá Snæfelli og 20 frá UMFG. Aldursdreifing var þannig að í flokki 8 ára og yngri voru 19 þátttakendur, stelpur og strákar, í flokki 9-10 ára voru 24 keppendur, í flokki 11-12 ára voru 9 keppendur og í flokki 13-14 ára og 15-16 ára voru 3 keppendur í hvorum flokki.

Allir flokkar kepptu í 35 m spretthlaupi, langstökki með atrennu og langstökki án atrennu. Níu ára og eldri kepptu auk þess í hástökki og hjá 11 ára og eldri bættist kúluvarp við. 

Í frjálsunum er það þannig að strákar og stelpur keppa í sitt hvorum flokknum. Keppni innanhúss er skráð sérstaklega og árangur þar ekki borinn saman við árangur í keppni utanhúss, sem er sér flokkur í afrekaskrá Frjálsíþróttsambands Íslands.

Mótið gekk vel fyrir sig og það það var gaman að fylgjast með krökkunum. Leikgleðin var ríkjandi, þau yngstu pössuðu vel uppá að fylgja röðinni sinni, telja hve oft þau væru búin að stökkva og leggja árangurinn á minnið. Þau sem voru að mæta í annað sinn á héraðsmót höfðu greinilega lært mikið og þroskast síðan í fyrra og áttu í engum vandræðum með greinarnar.

Allir 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun en veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti í flokkum 11 ára og eldri. Í þeim flokkum eru því miður fáir í hverjum flokki, jafnvel svo að dugar ekki til að fylla verðlaunasætin, gull, silfur og brons. Það er til umhugsunar fyrir okkur Snæfellinga af hverju svo er og hvort hægt sé að auka þátttöku unglinga í frjálsum íþróttum, bæði æfingum og keppnum.

Eitt héraðsmet var sett á mótinu. Björg Hermannsdóttir, UMFG stökk 4,59 m í langstökki með atrennu og bætti þar með héraðsmet HSH í langstökki innanhúss í flokki stúlkna 11-12 ára. Eldra met átti Heiðdís Lind Gunnarsdóttir, 4,51m en það var sett fyrir nákvæmlega 16 árum, þann 9. mars 1997.

Þess má einnig geta að í  október sl. bætti Björg aldursflokkamet  HSH í langstökki innanhúss 11 ára stúlkna þegar hún stökk 4,26 m, en eldra met var 3ja ára gamalt og var 4,00 m.

HSH vill þakka keppendum fyrir þátttökuna, aðstandendum þeirra og öðrum gestum fyrir komuna, mótsstjóra Maríu Valdimarsdóttur og foreldrum sem tóku þátt í að mæla og skrá úrslit á mótinu er sömuleiðis þakkað fyrir þeirra góða framlag.

 

Frjálsíþróttaráð HSH

08.03.2013 13:27

Tímaseðill innanhúsmóts HSH

Frjálsíþróttamót HSH innanhús

Haldið í íþróttahúsinu Stykkishólmi

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, hvetja og aðstoða við framkvæmd mótsins

13:00 spretthlaup 8 ára og yngri

13:15 spretthlaup 9-10 ára  og langstökk með atr 8 ára og yngri

13:30 spretthlaup 11-12 ára,

13:45 langstökk með atr. 9-10 ára, langstökk án atr. 8 ára og yngri

14:15 verðlaunaafhending 8 ára og yngri, spretthlaup 11-12 ára

14:00 spretthlaup 13-14 og eldri, langstökk með atr. 11-12 ára,langstökk án atr 9-10 ára,

14:15 langstökk ánatr 11-12 ára, hástökk 13 ára og eldri

14:45 hástökk 9-10 ára, , langstökk og þrístökk án atr 13 ára og eldri

15:15 Verðlaunaafhending 9-10 ára, verðlaunaafhending 11-12 ára langstökk með og án atr. Spretthlaup 13 ára og eldri

15:30 kúluvarp 11-12 ára, langstökk með atr. 13 ára og eldri

15:45 verðlaunaafhending 13 ára og eldri langstökk og þrístökk

16:00 kúluvarp 13 ára og eldri, hástökk 11-12 ára

16:00 Verðlaunaafhending

16:30 mótslit

05.03.2013 22:09

HSH mót í frjálsum

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum - Stykkishólmi 9. mars nk.

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið í íþróttahúsinu Stykkishólmi laugardaginn 9. mars 2013.

Mótið hefst kl. 13.00 stundvíslega.  Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum, taka þátt í framkvæmd mótsins og hvetja keppendur.

Keppt er í eftirfarandi flokkum:

8 ára og yngri

·         Langstökk

·         Langstökk án atrennu

·         35 m hlaup

9 til 10 ára

·         Langstökk

·         Langstökk án atrennu

·         35 m hlaup

·         Hástökk

Í flokkunum 11 til 12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri

·         Langstökk

·         Langstökk án atrennu

·         35 m hlaup

·         Hástökk

·         Kúluvarp


Skráning er hjá Kristínu Höllu, Grundarfirði, í síma 899-3043 

Elín Rögnu, Stykkishólmi, í síma 864-3849

og á hsh@hsh.is

 

Skráningu lýkur miðvikudaginn 6. mars kl. 20.00.

Við skráningu skal skrá fullt nafn ásamt kennitölu. 


HSH

08.02.2013 17:16

Frjálsíþróttaæfing á Akranesi

Kæru iðkendur og foreldrar!


Fyrsta samæfing ársins á vegum SAMVEST-samstarfsins verður haldin á Akranesi laugardaginn 9. febrúar nk.


Æfingin:

 • fer fram í Akraneshöllinni (við hliðina á sundlauginni) Jaðarsbökkum
 • er fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri 
 • hefst kl. 10.00 - lýkur kl. 12.00
 • er í höndum þjálfara á starfssvæðinu okkar

Krakkarnir fá ávexti að lokinni æfingu, en annars er reiknað með að þau hafi með sér nesti. 


Að lokinni æfingu er stefnt að sundferð - frjálsíþróttaráð borgar fyrir krakkana.


Það sem þarf að hafa með: 

 • æfingaföt - muna HSH-bolina J
 • innanhússskór eða þægilegir íþróttaskór
 • hlý föt  til að smeygja sér í, á milli æfinga  - Athugið að það er kalt í Akraneshöllinni!
 • sundföt
 • nesti

Okkur langar að kanna hvaða krakkar hafa áhuga á að mæta - og líka hvort einhverjir foreldrar hafa tök á að keyra.

Endilega látið Kristínu Höllu vita sem fyrst í síma 899 3043 eða netfangið kh270673@gmail.com

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Frjálsíþróttaráð UMFG / SAMVEST samstarfið

5. febrúar 2013

Skrifað af Björgu

15.01.2013 14:36

Reykjavíkurleikar, frjálsar íþróttir

Kæru sambandsaðilar
Eins og þið vonandi flest vitið þá er Reykjavík International Games næstu helgi. Það er einlæg ósk okkar í undirbúningsnefnd RIG 2013 að þið hvetjið ykkar aðildarmenn um að mæta í höllina til að fylgjast með spennandi frjálsíþróttakeppni þennan dag. Flest okkar fremsta frjálsíþróttafólk mætir til leiks og að auki koma 8 keppendur erlendis frá. Til gamans verður riðill í 60 m hlaupi fyrir Íslendinga sem eru frægir fyrir eitthvað annað en frjálsar íþróttir. Til leiks mæta Erpur Eyvindsson, Jón Jónsson, Atli Guðnason fótboltamaður, Katrín Tanja Davíðsdóttir Crossfittari og Meðaljón (karakter úr íþróttaþættinum 360 gráður). Vonandi mæta fleiri en verið er að vinna í því að fylla riðilinn.

Með von um jákvæð viðbrögð og góða samstöðu. Fyllum Laugardalshöllina næstkomandi laugardag.

Kær kveðja
Þórey Edda
Frjálsíþróttasambandi Íslands

28.11.2012 20:37

Skemmtileg og vel heppnuð samæfing í frjálsum íþróttum

Þann 24. nóvember sl. hélt SAMVEST samstarfið sameiginlega æfingu í hinni glæsilegu frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardalshöll.

Rúmlega 30 krakkar á aldrinum 10-15 ára og þrír þjálfarar af samstarfssvæðinu mættu á æfinguna sem var undirbúin af héraðssamböndunum sameiginlega, með aðstoð Jónasar og Þóreyjar Eddu hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Frá okkur í UMFG (HSH) voru mættir 7 krakkar. 

Krakkarnir nutu leiðsagnar þriggja gestaþjálfara sem komu til þeirra í Höllinni. Alberto Borges, sprett- og stökkþjálfari hjá ÍR, íþróttafræðingur og fyrrv. landsliðsþjálfari Kúbu í frjálsíþróttum, leiðbeindi krökkunum í spretthlaupi. Hann fór yfir hvernig maður stillir og notar startblokkir og hvernig eigi að bera sig að við hlaupin. Hann tók myndir af krökkunum að hlaupa og sýndi þeim eftir á, til að útskýra og leiðbeina þeim.

Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn góðkunni þjálfar í dag fremstu kastara landsins. Hann leiðbeindi krökkunum með grunnatriði spjótkastsins og útskýrði hvernig á að halda rétt á spjótinu og hvernig eigi að beita sér við að kasta því. Hann lagði áherslu á að í spjótinu byggðist mikið á því að hafa góðan takt, kunna að telja skrefin sín og samhæfa við kastið. Hann sagði t.d. að dans væri góð þjálfun fyrir spjótkastara og hvatti krakkana til að æfa dans!

Þorsteinn Ingvarsson er 23 ára sveitastrákur, langstökkvari úr HSÞ og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum. Hann leiðbeindi krökkunum í langstökki og sagði þeim frá sínum æfingaferli. Þegar hann var krakki í sveit í Þingeyjarsýslu þurftu foreldrar hans að keyra hann á æfingar, það var um 40 mín. akstur og því talsvert fyrir því haft að komast á æfingar. Hann sagði krökkunum að galdurinn á bak við það að ná árangri væri að vera duglegur að æfa sig og að ýmsar æfingar gæti maður bara gert "í túninu heima". Hann kenndi þeim 3 stökkæfingar sem þau gætu gert sjálf til að þjálfa sig fyrir langstökk.

Hópnum var skipt upp í þrennt og fengu allir leiðsögn á þessum þremur "stöðvum". Undir lok æfingar fengu þau að velja á milli hástökksæfinga sem Unnur frá UMSB sá um og grunnatriða stangarstökks sem Kristín Halla frá UMFG/HSH sá um. Birgitta Maggý frá UMFK stjórnaði síðan teygjuæfingum í lokin og gestaþjálfararnir kvöddu hópinn með góðum hvatningarorðum.

Að lokinni æfingu borðuðu allir saman í húsnæði ÍSÍ og góðir gestir komu í heimsókn. Það var afreksíþróttafólkið Sveinbjörg Zophoníasdóttir, tvítug sjöþrautarkona frá Hornafirði, sem æfir nú með FH, og Einar Daði Lárusson 23 ára tugþrautarmaður úr ÍR. Þau ræddu við krakkana um frjálsar íþróttir, sögðu þeim frá sínum æfingum og íþróttaferli.

Síðan fór mannskapurinn í sund áður en haldið var heim á leið.

Samæfingin í Laugardalshöll er skýrt dæmi um það sem SAMVEST-hópurinn getur gert vegna samstarfsins - eitthvað sem ekkert eitt héraðssamband gæti hins vegar gert eitt og sér.


Öllum þátttakendum er þökkuð samveran - krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og voru í alla staði til fyrirmyndar. 

Öllum sem að komu, héraðssamböndunum, Frjálsíþróttasambandinu, gestaþjálfurum og gestum er sömuleiðis þökkuð aðstoðin og þeirra framlag til að gera þetta að góðri og skemmtilegri æfingu :-)


Ljósmyndir frá æfingunni eru inn í myndaalbúm hér til hliðar

Skrifað af Björgu

28.11.2012 11:11

Samstarf í frjálsum íþróttum

http://hsh.is/photoalbums/237668/


HSH er eitt af sjö héraðssamböndum sem hefja nú samvinnu um eflingu frjálsíþrótta á starfssvæðum sínum. Samböndin rituðu undir viljayfirlýsingu um sameiginlegt þróunarverkefni undir heitinu SAMVEST, þann 24. nóv. sl.

Samböndin eru Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH), Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB), Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN), Ungmennafélagið Skipaskagi (USK) Akranesi, Héraðssambandið Hrafnaflóki (HHF) á sunnanverðum Vestfjörðum, Héraðssamband Strandamanna (HSS) og Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK).

Samstarfsaðilar þeirra og aðilar að viljayfirlýsingunni eru Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).

Frjálsíþróttadeildir sambandanna héldu sameiginlegar æfingar og íþróttamót sl. sumar, en ákveðið var að stíga skrefið lengra og ganga nú til formlegs samstarfs. Fyrir árslok verður gengið frá samningi þar sem samstarfið verður útfært nánar. Samningurinn verður til 3ja ára, út árið 2015, og verður þá endurskoðaður.

Markmið samstarfsins er útbreiðsla og efling frjálsra íþrótta; að auka ástundun og gera frjálsíþróttir að aðlaðandi og ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu.

Skipulagðar verða sameiginlegar æfingar, íþróttamót og heimsóknir innan og utan svæðisins. Ætlunin er t.d. að fá utanaðkomandi þjálfara og gesti í heimsókn og leita víðtækari stuðnings við útbreiðslu, æfingar og keppnir.

Aðkoma UMFÍ og FRÍ felst t.d. í að aðstoða við útvegun þjálfara og skipulagningu æfinga og veita annan stuðningi sem fellur innan verksviðs félaganna.

Trú samningsaðilanna er að með samstarfi geti þeir gert meira en hver fyrir sig; boðið börnum og unglingum upp á betri þjónustu og aukið fjölbreytni íþróttastarfsins.

Viljayfirlýsingin var undirrituð í Laugardalshöll því þennan sama dag stóðu samböndin einmitt að samæfingu í glæsilegri frjálsíþróttaaðstöðu Laugardalshallar. Sagt er frá samæfingunni í annarri frétt hér á vefnum.Skrifað af Björgu

12.11.2012 09:45

Æfingaferð í frjálsum íþróttum

Sam-Vest æfingaferð til Reykjavíkur 24. nóv. 2012

Fyrsta kynning - til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga hafa undanfarið mótað samstarf sín á milli með það að markmiði að efla frjálsíþróttastarf á svæðinu.

Við höfum nú fengið tíma í hinni glæsilegu frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardalshöll í Reykjavík, laugard. 24. nóvember n.k. og stefnum að sameiginlegri æfingaferð með frjálsíþróttafólkið okkar.

Verið er að ganga frá ýmsum framkvæmdaratriðum sem verða kynnt betur innan skamms, en eftirfarandi er þó ákveðið um ferðina:

·         Hugsað fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2002) og eldri

·         Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en jafnframt höfum við óskað eftir gestaþjálfurum og fleiri góðum gestum inn á æfinguna til okkar

·         Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar. Reynum jafnvel að prófa stangarstökk o.fl.

·         Dagskráin samanstendur af hittingi fyrir æfingu, æfingu frá ca. 14-16 og sameiginlegri sundferð eða öðru fyrir heimferð

Kæru iðkendur og foreldrar!

Við erum að vinna í framkvæmdaratriðum, eins og möguleika á rútuferð o.fl. sem skýrist innan fárra daga. Þessi æfingaferð er mikilvægt skref í samstarfi sem getur skilað okkur umtalsverðum ávinningi og skemmtilegri reynslu.

Mikilvægt er að vita sem allra fyrst hverjir hafa áhuga og sjá sér fært að komast.

 Skráningar hjá HSH þurfa að berast til Kristín Höllu þjálfara í síma 899 3043 eða með tölvupósti á netfangið    kh270673@gmail.com   í síðasta lagi þriðjudaginn 20. nóvember.

Með frjálsíþróttakveðju,

Frjálsíþróttaráð HSH


15.08.2012 09:37

Frjálsíþróttaæfing í Borganesi

SAM-VEST samæfing í frjálsum í Borgarnesi - fyrir 11 ára og eldri 

Föstudaginn 17. ágúst kl. 17.00 verður haldin þriðja og síðasta samæfing sumarsins, á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. 
Athugið breytta dagsetningu frá dagskrá sem birt var í vor. 
Hér er um að ræða sameiginlega æfingu fyrir 11 ára (árgangur 2001) og eldri í frjálsum (öll félög á Vesturlandi og nágr.)
Skipt verður í hópa og farið í allar helstu greinarnar í frjálsum íþróttum. 

Endilega látið Kristínu Höllu vita sem fyrst hverjir hafa áhuga á að mæta (s. 899 3043 eða kristhall@centrum.is) - og hvort þið hafið far í Borgarnes. 

með kveðju,
frjálsíþróttaráð UMFG 
Kristín Halla - Björg - Jóhann R.

09.08.2012 12:34

Frjálsíþróttamót 10 ára og yngri

Sam-Vest frjálsíþróttamót

 

Þriðjudaginn 14. ágúst verður haldið Sam-Vest frjálsíþróttamót fyrir 10 ára og yngri. Að mótinu standa Héraðssamböndin á Vesturlandi og eru allir krakkar á þessum aldri á svæðinu velkomnir.

Þátttökugjöld eru 500 kr. á keppanda og þarf að gera gjaldið upp við sitt félag*.  HSH greiðir keppendagjald fyrir sína keppendur.


Mótið hefst kl. 18.00 á frjálsíþróttavellinum í Borgarnesi og þurfa skráningar að berast til Kristínar Höllu í netfangið. kristhall@centrum.is eða í síma 899 3043 í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 13. Ágúst.

Keppnisgreinar og aldursflokkar eru eftirfarandi:

Hnokkar og hnátur,  9-10 ára: Boltakast, 60 m. hlaup, langstökk og 600 m. hlaup

Pollar og pæjur, 8 ára og yngri: boltakast, 60 m. hlaup, langstökk og 400 m. hlaup

 

25.07.2012 00:31

Frjálsíþróttaæfing í Borgarnesi


Til foreldra barna og unglinga í frjálsum hjá UMFG - 11 ára og eldri

Bara til að láta ykkur vita af því - því krakkarnir sem mættu á síðustu samæfingu báðu um aukaæfingu, í Borgarnesi, fyrir unglingalandsmótið - sjá frétt af síðustu samæfingu hér

Ekki verður haldin sérstök samæfing Vestlendinga, en Borgfirðingar bjóða öllum Vestlendingum sem vilja koma, á æfingu í Borgarnesi - enda er þar hægt að æfa við bestu aðstæður. 

Æfingin er næsta föstudag, 27. júlí, frá kl. 17-19 á Skallgrímsvelli, Borgarnesi. Bjarni Þór Traustason þjálfari ætlar að stýra æfingunni og eru allir sem hafa áhuga velkomnir að mæta. 

Það má reikna með að flestir hér í Grundarfirði séu með hugann við hátíðarhöld á þessum tíma, en við komum þessu áleiðs samt sem áður.

Með frjálsíþróttakveðju,

12.07.2012 09:03

Samæfing í frjálsum íþróttum

Samæfing SAM-VEST í Borgarnesi 10. júlí 2012

Sameiginleg frjálsíþróttaæfing var haldin í Borgarnesi 10. júlí, fyrir 11 ára og eldri. Æfingin er liður í frjálsíþróttasamstarfi sem héraðssamböndin á Vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum, eru að feta sig áfram með. 
Góð mæting var á æfinguna, en alls mættu um 24 krakkar á Skallagrímsvöll í Borgarnesi í sól og bongóblíðu. Æft var kringlukast og spjótkast, sprettir, hlaup og langstökk. Um þjálfun sáu Bjarni Þór Traustason og Unnur Jónsdóttir frá UMSB og Kristín Halla Haraldsdóttir og Elín Ragna Þórðardóttir frá HSH. Að lokinni æfingu var grillað ofan í mannskapinn og borðað saman í Skallagrímsgarði. 
Krakkarnir báðu sjálfir um eina auka-samæfingu fyrir unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ákveðið var að stefna að slíkri æfingu undir lok júlímánaðar - nánar um það síðar. 

Myndir af samæfingunni má m.a. finna hér á vef UMFG, undir myndaalbúm - smella hér. 


Hópurinn ásamt þjálfurum
Skrifað af Björgu

06.07.2012 14:42

Vesturlands samæfing í frjálsum íþróttu

Þriðjudaginn 10. júlí n.k. er komið að næstu samæfingu í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri, á Skallagrímsvellinum í Borgarnesi
Æfingin byrjar kl. 17.00 og stendur til 19.00 en þá verður boðið uppá grillaða hamborgara fyrir þátttakendur. 
Þetta er sameiginleg æfing allra frjálsíþróttadeilda á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrsta samæfingin var haldin í júní - Þátttaka þar hefði getað verið betri

Við hvetjum iðkendur til að mæta - hvort sem þeir hafa verið að mæta vel á æfingar að undanförnu eða ekki - 
og það er alveg upplagt að mæta fyrir þá sem ætla sér á Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina - og sjá hvort gaddaskórnir passi ennþá!

Eftir æfinguna verður smá hittingur til að leggja línurnar með framhaldandi samstarf á svæðinu. 
Gott væri ef einhverjir foreldrar gætu aðstoðað með að keyra í Borgarnes (fer eftir þátttöku) - og foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir, bæði á samæfinguna og á hittinginn, þar sem rætt verður um frjálsíþróttasamstarfið. 

Endilega látið Kristínu Höllu vita hverjir ætla að mæta á æfinguna í síma 899 3043 eða netfangið kristhall@centrum.is

26.06.2012 01:36

MÍ í frjálsum 11 til 14 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, utanhúss - fyrir 11 - 14 ára 

Á næstu helgi fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum utanhúss - fyrir 11-14 ára (árgangar 1998-2001) - eins og fram kom í fyrri frétt hér á vefnum. 

Mótið er haldið laugardaginn 30. júní og sunnudaginn 1. júlí á Laugardalsvelli í Reykjavík.
Keppt er í öllum helstu keppnisgreinum - en keppendur ráða sjálfir í hvaða greinum þeir keppa. 

Tímaseðill fyrir mótið er tilbúinn á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Þar má sjá hvernig einstakar keppnisgreinar raðast á aldursflokka þessa tvo daga. Smellið hér.

Kristín Halla þjálfari sér um skráningu og utanumhald um okkar keppendur á mótinu, eins og hægt er. Það þarf að láta hana vita fyrir kl. 22.00, þriðjudaginn 26. júní. Við keppum að sjálfsögðu undir merkjum HSH, sem greiðir keppnisgjald fyrir sína keppendur.

Keppendur þurfa að sjá sér fyrir fari til Reykjavíkur (og gistingu ef viðkomandi er með keppnisgreinar báða dagana).

Við hvetjum iðkendur og foreldra þeirra til að skoða þetta mót vel - það er skemmtileg reynsla og stemning að fá að keppa á sjálfum Laugardalsvellinum. Og munum: þetta er til að hafa gaman af!

Bestu kveðjur frá frjálsíþróttaráði UMFG,
Kristín Halla, Björg og Jói 
Skrifað af Björgu

19.06.2012 09:18

Tímaseðill Vesturlandsmóts

Sam vest tímaseðill  frjálsíþróttamót.

Dagur 1.

Kl. 18.00      60 m hlaup stelpur 11 - 12 ára

Kl. 18.00      Hástökk strákar 13 - 14 ára

Kl. 18.00      Langstökk stelpur 15, 16 ára og eldri

Kl. 18.00      Kúluvarp strákar 15,16 ára og eldri

Kl.18.00       Spjótkast stelpur 13 - 14 ára

Kl. 18.10      60  m hlaup  strákar 11- 12 ára

Kl.18.20       Langstökk stelpur 11 - 12 ára

Kl. 18.20      Kúluvarp strákar 11 - 12 ára

Kl. 18.20      100 m hlaup strákar 13 - 14 ára

Kl.18.20       Hástökk stelpur 13 - 14 ára

Kl. 18.20      Spjóptkast stelpur 15, 16 ára og eldri

Kl. 18.30      100 m hlaup strákar 15,16 ára og eldri

Kl. 18.40      100 m hlaup stelpur 15,16 ára og eldri

Kl.18.40       Kúluvar stelpur 11 - 12 ára

Kl. 18.40      Hástökk strákar 11 -12 ára

Kl. 18.40      Spjótkast strákar 13 - 14 ára

Kl. 18.50      100 m hlaup stelpur 13 - 14 ára

Kl.19.00       Kúluvarp stelpur 15, 16 ára og eldri

Kl. 19.00      Spjótkast strákar 15, 16 ára og eldri

Kl. 19.00      Langstökk strákar 11 - 12 ára

Kl. 19.00 Hástökk  stelpur 11 - 12 ára 

Kl. 19.20 Langstökk strákar 15 - 16 

Kl. 19.20 800 m hlaup stelpur 13 - 14 ára

Kl. 19.30 800 m hlaup  strákar 13 - 14 ára 

Kl. 19.35 800 m hlaup strákar 15,16 ára og eldri 

Kl. 19.40 800 m hlaup stelpur 15.16 ára og eldri

Kl. 19.50 600 m hlaup  stelpur 11 - 12 ára

Kl. 20.00 600 m hlaup strákar 11 - 12 ára

 

Keppnisgreinar geta riðlast aðeins þar sem skráningar liggja ekki alveg á hreinu þegar tímaseðill er gerður. Reynt verður að fara eftir röð greina

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50