Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

10.09.2013 14:11

Þjálfaranámskeið hjá Frjálsíþróttasambandinu

Þjálfaranámskeið í haust

Þjálfaranámskeið í haust
FRÍ býður upp á frjálsíþróttanámskeið fyrir þjálfara. Þetta er námskeið sem veitir alþjóðleg þjálfararéttindi á vegum IAAF. Það nefnist "Coaches Education Certification System, eða CECS Level I. Þetta námskeið er ætlað öllum þjálfurum, sérstaklega þeim sem þjálfa born og unglinga. Hluti kennsluefnis er "Kids Athletics" eða Krakkafrjálsar.

Námskeiðið er kennt í þremur hlutum. Fyrsti hluti er helgina 27.-29. sept. Annar hluti er helgina 18.-20. október og lokahluti sem lýkur með prófi og mati á námskeiðinu er 16. og 17. nóvember. Þetta fyrirkomulag er viðhaft til að hægt sé að stunda vinnu meðfram þátttöku í námskeiðinu og til að auðvelda þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins að sækja það. Námskeiðsgjöld eru kr. 30.000. Kennsla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, en verklegir þættir í frjálsíþróttaal Laugardalshallarinnar.
 
Kennarar á námskeiðinu eru margreyndir þjálfarar sem hafa alþjóðleg kennsluréttindi. Þau eru: Alberto Borges, Guðmundur Hólmar Jónsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Gunnhildur Hinriksdóttir, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson.
 
Drög að stundaskrá námskeiðsins er hægt að sjá hér
 
Skráningar og fyrirspurninr sendist til FRÍ (fri@fri.is)

24.08.2013 09:07

Samvest með lið í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri

Alls eru 12 lið og 188 keppendur skráðir til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram er á sunnudaginn á Kópavogsvelli, hefst kl. 13:00. Lið koma frá öllum landshlutum. Sex lið eru af höfuðborgarsvæðinu og önnur sex utan þess. Vesturland keppir undir nafni Sam Vest mætir til þátttöku í fyrsta sinn. Vestur-Skaftfellingar og Austfirðingar mæta til leiks.

Búast má við spennandi keppni enda mikil gróska í yngri aldursflokkunum í frjálsíþróttum eins og skráningar bera með sér.

Sigurvegarar síðasta árs, Breiðablik, hyggjast örugglega ætla að halda titlinum, enda á heimavelli að þessu sinni. Búast má við mikilli keppni frá bæði FH og ÍR sem hafa verið framarlega eða sigrað þessa keppni undanfarin ár. Eins má búast við að sameiginlegt lið UMSE og UFA blandi sér í baráttuna, en uppgangur hefur verið á Eyjafjarðarsvæðinu undanfarin ár.

Keppni hefst kl. 13:00 á sunnudag og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:40. Þá munu úrslit verða ljóst og Bikarar afhentir sigurliðum.

Góða skemmtun og gangi öllum vel.
Fyrirfram þakkir til allra tilhjálpara og stuðningsmanna allst staðar

19.08.2013 10:54

Frjálsíþróttaæfing í dag á Borgarnesvelli


Gestaþjálfarar á SamVest-samæfingu mánud. 19. ágúst kl. 18.00 í Borgarnesi eru þeir Alberto Borges frá ÍR (spretthlaup og stökk) og Fannar þjálfari yngir flokka hjá FH  (kastgreinar). Sjáumst á samæfingu! Allir velkomnir, Af óviðráðanlegum orsökum kemst Óðinn ekki.

15.08.2013 20:01

Frjálsíþróttaæfing í Borgarnesi 19 ágúst


SamVest samæfing í Borgarnesi 19. ágúst 2013
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Þetta er síðasta samæfing sumarsins og fer fram á íþróttavellinum Borgarnesi, mánudaginn 19. ágúst nk. kl. 18.00.
Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:
? Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
? Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
? Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar
o Alberto Borges, frá ÍR mun sjá um stökkæfingar og spretti
o Gestaþjálfari verður fyrir kastgreinar, einkum spjót og kúlu - nánar síðar
? Áhersla á æfingu fyrir þátttakendur sem verða í liði SamVest v/bikarkeppni FRÍ - ef tekst að búa til lið á næstu dögum
? Þátttakendum að kostnaðarlausu
? Frítt í sund fyrir þátttakendur sem það vilja, eftir æfingu!
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
ágúst 2013

12.08.2013 09:50

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst í Borgarnesi

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst 2013 á Borgarnesvelli. Tímaseðill fyrir 11 ára og eldri

Tími Grein Aldursflokkur
Kl: 18:00 100 m. Telpur 13 - 14 ára
Kl: 18:00 100 m. Konur 16 ára og eldri
Kl: 18:00 100 m. Stúlkur 15 ára
Kl: 18:05 Spjótkast Telpur 13 - 14 ára
Kl: 18:10 60 m. Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 18:05 Langstökk Stúlkur 15 ára
Kl: 18:05 Langstökk Konur 16 ára og eldri
Kl: 18:00 Kúluvarp Piltar 15 ára
Kl: 18:00 Kúluvarp Karlar 16 ára og eldri
Kl: 18:00 Hástökk Piltar 13 - 14 ára
Kl: 18:10 60 m. Strákar 11 - 12 ára
Kl: 18:20 Spjótkast Konur 16 ára og eldri
Kl: 18:20 Langstökk Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 18:20 Spjótkast Stúlkur 15 ára
Kl: 18:20 Kúluvarp Strákar 11 - 12 ára
Kl: 18:20 100 m. Piltar 13 - 14 ára
Kl: 18:20 Hástökk Telpur 13 - 14 ára
Kl: 18:30 100 m. Piltar 15 ára
Kl: 18:30 100 m. Karlar 16 ára og eldri
Kl: 18:40 langstökk Piltar 13 - 14 ára
Kl: 18:40 Kúluvarp Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 18:40 Hástökk Strákar 11 - 12 ára
Kl: 18:50 60 m.grind. Stúlkur 13 ára
Kl: 19:00 60 m.grind. Piltar 13 ára
Kl: 19:00 Kúluvarp Stúlkur 15 ára
Kl: 19:00 Kúluvarp Konur 16 ára og eldri
Kl: 19:00 Langstökk Strákar 11 - 12 ára
Kl: 19:00 Spjótkast Piltar 15 ára
Kl: 19:00 Spjótkast Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:00 Hástökk Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 19:10 80 m.grind. Stúlkur 14 ára
Kl: 19:15 80 m.grind. Piltar 14 ára
Kl: 19:20 Langstökk Piltar 15 ára
Kl: 19:20 Langstökk Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:20 80 m.grind. Stúlkur 15 ára
Kl: 19:30 Hástökk Stúlkur 15 ára
Kl: 19:30 Hástökk Konur 16 ára og eldri
Kl: 19:30 Spjótkast Piltar 13 - 14 ára
Kl: 19:40 100 m. grind. Piltar 15 ára
Kl: 19:40 110 m. grind. Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:55 Kringlukast Piltar 15 ára
Kl: 19:55 Kringlukast Karlar 16 ára og eldri
Kl: 19:50 Langstökk Telpur 13 - 14 ára
Kl: 20:00 Kringlukast Stúlkur 15 ára
Kl: 20:00 Kringlukast Konur 16 ára og eldri
Kl: 20:00 600 m. Strákar 11 - 12 ára
Kl: 20:05 600 m. Stelpur 11 - 12 ára
Kl: 20:15 Hástökk Piltar 15 ára
Kl: 20:15 Hástökk Karlar 16 ára og eldri
Kl: 20:15 Kúluvarp Telpur 13 - 14 ára
Kl: 20:20 Kringlukast Piltar 13 - 14 ára
Kl: 20:30 Kringlukast Telpur 13 - 14 ára
Kl: 20:30 800 m. Konur 16 ára og eldri
Kl: 20:30 800 m. Stúlkur 15 ára
Kl: 20:40 Kúluvarp Piltar 13 - 14 ára
Kl: 20:45 800 m. Piltar 15 ára
Kl: 20:45 800 m. Karlar 16 ára og eldri
Kl: 20:50 800 m. Telpur 13 - 14 ára
Kl: 21:00 800 m. Piltar 13 - 14 ára

12.08.2013 09:49

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst í Borgarnesi

Samvest frjálsíþróttamót 13 ágúst 2013 á Borgarnesvelli. Tímaseðill fyrir 10 ára og yngri

Tímaseðill fyrir Sam-Vest 10 ára og yngri
17:00 60 m. Pollar 8 ára og yngri
17:00 Boltakast Hnokkar 9 - 10 ára
17:00 Langstökk Pæjur 8 ára og yngri
17:10 Langstökk Pollar 8 ára og yngri
17:10 60 m. Hnátur 9 - 10 ára
17:20 60 m. Hnokkar 9 - 10 ára
17:20 Boltakast Hnátur 9 - 10 ára
17:25 60 m. Pæjur 8 ára og yngri
17:35 Boltakast Pollar 8 ára og yngri
17:35 Langstökk Hnokkar 9 - 10 ára
17:35 Langstökk Hnátur 9 - 10 ára
17:35 Boltakast Pæjur 8 ára og yngri
17:45 400 m. Pollar 8 ára og yngri
17:50 400 m. Pæjur 8 ára og yngri
17:55 600 m. Hnokkar 9 - 10 ára
17:55 600 m. Hnátur 9 - 10 ára

Eldri keppendur og foreldra eru hvattir til að aðstoða við framkvæmd keppninar
Mótstjórn

07.08.2013 10:40

Frjálsíþróttamót Samvest 13 ágúst

 

SamVest mót í Borgarnesi þriðjud. 13. ágúst 2013

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst kl. 17.00 (yngri hópar byrja).

Hér er slegið saman í eitt öflugt mót, ágústmóti 10 ára og yngri, auk mótsins fyrir 11 ára og eldri sem vera átti í júní en var frestað vegna veðurs.

Aldurshópar og keppnisgreinar eru:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m. hlaup

9-10 ára: Boltakast, 60 m. hlaup, langstökk og 600 m. hlaup

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup

13 - 14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup , 60 m grindahlaup, kúluvarp,

kringlukast, spjótkast.

15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grind

 

Hægt er að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

 

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

 

Skráningar berist í netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 12. ágúst.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið 

12.07.2013 09:05

Frjálsíþróttamót á Sævangi

Boð á héraðsmót HSS, Sævangi lau. 13. júlí

Héraðssamband Strandamanna - HSS - býður okkur að taka þátt í héraðsmóti sínu sem haldið verður á Sævangsvelli, laugardaginn 13. júlí 2013. Mótið hefst kl. 13.00 - keppendur mæti stundvíslega.

Mótið er fyrir alla aldurshópa. 

Keppendur skrá sig hjá forsvarsmönnum síns félags fyrir kl. 20.00 á föstudagskvöldið 12. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Vignir Pálsson form. HSS í síma 898 3532 eða netfang vp@internet.is

24.06.2013 09:07

Frjálsíþróttamót 26 og 27 júní

SamVest mót í frjálsum, Borgarnesi 26. - 27. júní nk.

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts fyrir 11 ára og eldri. Mótið verður haldið á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst mótið kl. 18.00 báða dagana.

Fyrir keppendur sem fæddir eru 2001 - 2002 er keppnin annan daginn, 26. júní. Fyrir keppendur fædda 2000 og fyrr, er keppni báða dagana.

Aldurshópar og keppnisgreinar eru:

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup, (árgangarnir keppa saman en verðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir sig)

13 - 14 ára: hástökk, langstökk, 100 m hlaup, 800 m hlaup, 60 m grindahlaup, kúluvarp, kringlukast, spjótkast (árgangarnir keppa saman en verðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir sig)

15 ára: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup

16 ára og eldri: kúluvarp, spjótkast, 100 m, langstökk, 800 m, kringlukast, hástökk, 100 m grindahlaup


Hægt er að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins hér í mótaforriti Frjálsíþróttasambandsins.


Skráningar berist í netfangið umsb@umsb.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 25. júní.


Foreldrar, sem og aðrir, eru hvattir til að mæta með börnum sínum, einnig þó börnin séu í Frjálsíþróttaskólanum sem fram fer þessa vikuna í Borgarnesi,  það gefur mikinn stuðning.

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið 

13.05.2013 19:43

Góð heimsókn

Kári Steinn og Sveinbjörg í Grundarfirði

Föstudaginn 10. maí sl. fengum við hjá frjálsíþróttadeild UMFG góða gesti. Það voru þau Kári Steinn Karlsson langhlaupari úr Breiðabliki og Ólympíufari og Sveinbjörg Zophoníasdóttir 21 árs sjöþrautarkona frá Hornafirði, sem nú æfir með FH.

Markmiðið með heimsókn þeirra var að fræða, hvetja og leiðbeina krökkunum - en æfingarnar voru opnar fyrir alla krakka á Snæfellsnesi.


Grunnskólaheimsókn

Fyrir hádegi hittu þau yngri og eldri nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar og ræddu við þau um íþróttir, holla hreyfingu, mataræði og fleira. Þau sögðu að það væri mjög gott fyrir krakka á grunnskólaaldri að æfa fleiri íþróttagreinar en eina og að frjálsarnar væru kjörin íþrótt fyrir þá sem vilja t.d. verða góðir í fótbolta, blaki eða öðrum greinum. Kári Steinn æfði áður fótbolta og körfubolta, með frjálsum, en sneri sér síðar eingöngu að hlaupunum.Að eiga drauma og setja sér markmið

Sveinbjörg sagði að þegar hún var barn og unglingur hefði hún stefnt að því að komast í úrvals- og afrekshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Þau sögðu bæði að það væri mikilvægt að setja sér markmið og vinna markvisst að því að ná markmiðunum. Kári Steinn sagði að hann hefði sett sér ýmis markmið í íþróttunum og oftast væri hann bara að keppa við sjálfan sig og bæta hlaupatímann sinn.


Ólympíuleikar, útiæfingar og aðstaða

Kári Steinn sagði frá þátttöku sinni í Ólympíuleikunum 2012 og hvernig það hefði verið að hlaupa maraþon í London, með fjölda þátttakenda og sjónvarpsmyndavélar nánast við hvert fótmál. Hann sagðist hlaupa úti og færi nánast í hvaða veðri sem er. Hann viðurkenndi að það væri einstaka sinnum erfitt að koma sér af stað, en að það borgaði sig alltaf til baka með góðri líðan, að æfingu lokinni. Sveinbjörg tók í sama streng og sagði að íslenska veðrið herti mann bara. T.d. væri gott að vera vanur rigningunni og að geta keppt á stórmótum þó að hellirigndi. Hún sagði líka að aðstaðan skipti ekki öllu máli, hún hefði æft í heimabænum sínum Hornafirði á malarvelli, áður en tartan kom á hlaupabrautir og íþróttahúsið hefði verið svipað stórt og okkar. Aðalmálið væri að vera duglegur og ákveðinn í að gera sitt besta.


Spurt og svarað

Krakkarnir voru óhrædd við að spyrja ýmissa spurninga, ekki síst þau yngstu. Spurt var hvort þau æfðu líka í jóla- og páskafríium, hvert metið hans Kára væri í maraþoni og hvert heimsmetið væri. Rætt var af hverju Afríkubúarnir eru svona sterkir í langhlaupum, ekki síst Kenýabúar. Þau sögðu að það hefði verið rannsakað og væri bæði vegna þess úr hvaða aðstæðum fólkið kæmi, hvernig mataræði þeirra væri og einnig væri líkamleg bygging Afríkubúanna að mörgu leyti hlaupavænni en t.d. Vesturlandabúa. Margir bestu langhlauparanna hefðu hlaupið mikið sem börn og byggju hátt yfir sjávarmáli, þar sem súrefnið væri minna og fólk ynni betur úr súrefninu úr andrúmsloftinu. Eldri krakkarnir spurðu hvort íþróttamennirnir hefðu tíma fyrir vini og félagslíf. Kári svaraði því þannig til að mjög mikilvægt væri fyrir íþróttamenn að hafa jafnvægi í lífi sínu, það þyrfti líka að passa uppá að sinna vinum og fjölskyldu. Þá gengi líka betur í íþróttunum.  


Hversu mörg skópör?

Kári og Sveinbjörg sögðu það mjög mikilvægt að nota góða skó í íþróttunum til að koma í veg fyrir meiðsli og þreytu. Ein af  spurningunum sem þau fengu var líka hversu mörg skópör þau notuðu á ári.

Kári sagðist hlaupa um 200 km á viku og að hann væri því mjög fljótur að eyða upp skónum. Hann þyrfti að eiga mismunandi pör vegna ólíkra æfinga, t.d. fyrir útihlaup og inni. Hann sagðist fara með ca. 15 hlaupaskópör á ári - og að notuðu skórnir enduðu yfirleitt hjá Rauða krossinum.

Sveinbjörg æfir sjöþraut, sem er í raun 7 mismunandi íþróttagreinar. Hún þyrfti að eiga sérstaka skó fyrir hverja grein, fyrir kúluvarp, langstökk, spretthlaup, o.s.frv. og að hvert par dygði í ca. eitt ár. Það er því verulegur kostnaður bara að kaupa sér góða skó til að nota á æfingum og mótum.


Leiðbeint á frjálsíþróttaæfingum

Eftir hádegi leiðbeindu þau Kári Steinn og Sveinbjörg krökkunum á frjálsíþróttaæfingum allra aldurshópa. Þau gáfu góð ráð með hlaupatækni og ræddu við krakkana um æfingar, mót, hugarfar og fleira.Sveinbjörg og Kári Steinn eru frábærir íþróttamenn og góðar fyrirmyndir. Ekki varð betur séð en að krakkarnir hafi verið mjög ánægðir með heimsókn þeirra, sem var bæði fróðleg og skemmtileg fyrir okkur, börn, kennara og þjálfara.


Fiskur og broddmjólk

Í lok heimsóknarinnar voru Sveinbjörg og Kári Steinn leyst út með gjöfum. Afreksíþróttafólk þarf alvöru mat og þess vegna var þeim færður þorskur í boði G.Run. í Grundarfirði, rækja frá FISK Seafood Grundarfirði og broddur frá Guðrúnu Lilju og Bjarna, bændum á Eiði við Kolgrafarfjörð.

Broddurinn er mjólk úr nýborinni kú og inniheldur mörg lífsnauðsynleg efni sem hjálpa afkvæminu að þroskast og verjast sjúkdómum. Broddmjólkin er hituð í vatnsbaði, þá þá ystir hún og verður stíf, svona svipað og búðingur. Broddmjólkin er afar próteinrík og meinholl - ekki síst fyrir íþróttamenn!


Við heimafólkið þökkum Frjálsíþróttasambandi Íslands og Þóreyju Eddu verkefnisstjóra kærlega fyrir aðstoðina við undirbúning heimsóknarinnar. 
Við þökkum Sveinbjörgu og Kára Steini kærlega fyrir komuna og óskum þeim alls hins besta á vettvangi æfinga og keppna! 

Heimsókn þeirra var á vegum frjálsíþróttadeildar UMFG í samvinnu við stjórn UMFG, HSH og Grunnskóla Grundarfjarðar.


Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi hér á síðunni.


Hér má líka sjá frétt af heimsókn Ásdísar Hjálmsdóttur spjótkastara og Óðins Björns Þorsteinssonar kúluvarpara frá því í maí í fyrra.


 

Skrifað af Björgu

05.05.2013 18:50

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ hafin

frjalsithrottaskoli_2012Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjötta sinn í sumar og verður skólinn á fimm stöðum víðs vegar um landið. Námskeiðin verða á Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Borgarnesi og á Selfossi. 

 

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. 

 

Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.  

 

Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á heimasíðu skólans
/umfi09/veftre/verkefni/ithrottir/frjalsithrottaskoli/frjalsithrottaskoli_umfi_2012/

 

05.05.2013 11:12

Kári Steinn og Sveinbjörg í Grundarfirði 10. maí

Föstudaginn 10. maí nk. fáum við góða gesti í heimsókn. Það eru langhlauparinn góðkunni og Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki, og hin bráðefnilega sjöþrautarkona frá Hornafirði, Sveinbjörg Zophoníasdóttir sem nú æfir með FH. 

Þau munu heimsækja krakkana í Grunnskóla Grundarfjarðar og síðan aðstoða krakkana á frjálsíþróttaæfingum UMFG, eftir hádegið.

Öllum krökkum í HSH er boðið að vera með á æfingum.
Við auglýsum tilhögun nánar í næstu viku.

Hlökkum til að fá þessa góðu gesti í heimsókn - heyra hvað þau segja um íþróttir og ástundun, og fá að spyrja þess sem okkur langar til að vita um líf íþróttamanna.


Frjálsíþróttaráð UMFG - UMFG - HSH - Grunnskóli Grundarfjarðar Skrifað af Björgu

05.04.2013 16:41

Frjálsíþróttaæfing í Laugardalshöll

Þá er allt að verða klárt fyrir morgundaginn. 
Nokkur praktísk atriði:
 • 13-16.00: Æfing (æskilegt að krakkarnir séu mætt vel fyrir kl. 13)  
 • Þátttaka; nýjustu tölur ca. 40-45 krakkar af öllu svæðinu
 • Þjálfarar af svæðinu/umsjón:  Kristín Halla, UMFG/HSH og Unnur Jónsdóttir, UMSB - (Kristín setur upp æfingaprógramm morgundagsins - ef einhverjar spurningar, þá er hún með s. 899 3043)
 • Gestaþjálfarar (vona að titlarnir séu nokkurn veginn réttir) 
  • Alberto Borges, sprett- og stökkþjálfari hjá ÍR, íþróttafræðingur og fv. landsliðsþjálfari Kúbu
  • Eggert Bogason, kast- og styrktarþjálfari hjá FH
  • Einar Þór Einarsson, hlaupa- og stökkþjálfari hjá FH
  • Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari og Ólympíufari 2012
 • 16.10: Matur í Kaffi  ÍSÍ; kjúklingur, hrísgrjón, salat  (1150 kr. f. börn, 1450 kr. á 15 ára og eldri) 
 • Sunderð - þeir sem vilja - á eigin vegum 
Fullorðnum er velkomið að fylgjast með æfingunni - og velkomið að koma með í matinn eftir æfinguna (bara láta Björgu vita, s. 898 6605 - ég hef samband við kokkinn) 

Framkvæmdaráð (Hrönn, Garðar, Skafti, Björg) þakkar FRÍ sérstaklega fyrir aðstoðina - Takk Þórey Edda fyrir reddingar á gestaþjálfurum! Og takk kærlega þið öll, fyrir undirbúninginn og góða skemmtun á morgun!

Ef eitthvað gleymist - athugasemdir - ábendingar, endilega hafið samband. 

Frjálsíþrótta-samstarfskveðja, 
SamVest

28.03.2013 11:39

Æfingaferð í frjálsum íþróttum 6 apríl

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða nú til annarrar samæfingar í Laugardalshöll fyrir iðkendur sína

Við höfum fengið tíma í frjálsíþróttaaðstöðunni í Laugardalshöll, laugardaginn 6. apríl nk. og stefnum að sameiginlegri æfingaferð með frjálsíþróttafólkið okkar.

Eftirfarandi er ákveðið um ferðina:

 • Fyrir þátttakendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
 • Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar frá stærri félögum á höfuðborgarsvæðinu - nánar kynntir síðar
 • Æfðar verða flestar greinar, s.s. spretthlaup, langstökk, hástökk og kastgreinar.
 • Dagskrá: Æfing frá kl. 13-16, sameiginleg máltíð og svo sundferð eftir því sem áhugi er fyrir
 • Líklegt er að farið verði sameiginlega í rútu/bíl.
 •  Kostnaður verður líklega ca. 2-3 þúsund krónur á þátttakanda.
Kæru iðkendur og foreldrar!

Síðasta æfing tókst mjög vel. Þessi æfingaferð er mikilvægt skref í samstarfi sem getur skilað okkur umtalsverðum ávinningi og skemmtilegri reynslu.

Mikilvægt er að vita sem allra fyrst hverjir hafa áhuga og komast.

Skráningar þurfa að berast til  - í síðasta lagi miðvikudaginn 3. apríl nk.

Hægt er að skrá sig hjá eftirfarandi aðilum

Kristínar Höllu Grundarfirði, í síma 899 3043 eða með tölvupósti á netfangið kh270673@gmail.com

Elín Rögnu Þórðardóttir, Stykkishólmi í síma 864-3849

og Ragnhildi Sigurðardóttir, Staðarsveit, í síma 848-2339
Með frjálsíþróttakveðju,

SAMVEST samstarfið

27. mars 2013Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19