Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Frjálsar íþróttir

27.08.2014 19:20

Bikarkeppni FRÍ, SamVest

Góður árangur SamVest í Bikarkeppninni

Samstarfsverkefnið í frjálsum íþróttum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Ströndum, SamVest, heldur áfram að þróast. Í fyrra sendi SamVest lið í fyrsta skipti í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri en þá tókst ekki að manna þátttakendur í allar keppnisgreinar. Bikarkeppnin í þessum aldurflokki fór fram á Varmá í Mosfellsbæ sl. sunnudag. Að þessu sinni sendi SamVest fullmannað lið og stóð Vesturlandsliðið sig vel, varð í 6. sæti í heildina og komust strákarnir á pall, lentu í 3. sæti með 54 stig. Deildu þeir sæti með HSK og fengu einu stigi meira en FH. Bestum árangri keppenda SamVest náði Jamison Ólafur Johnson HSS sem varð annar í 1500 metra hlaupi og þriðji í kringlukasti. Saga Ólafsdóttir HHF varð önnur í hástökki, Vignir Smári Valbergsson UDN þriðji í spjótkasti og Arnar Smári Bjarnason UMSB þriðji í 100 metra hlaupi. Arnar Smári hljóp á 12,47 sek sem er nýtt héraðsmet í flokki 14 ára og yngri.

 Alls tóku níu lið þátt í Bikarkeppninni og keppendur voru alls 148. Gefið var frá níu stigum niður í eitt stig eftir sætaskipan fyrir hverja grein. Það var a-lið ÍR sem sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri, hlaut samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í þriðja sæti með 123,5 stig. FH sigraði í stúlknaflokki en ÍR í piltaflokki. Lið Fjölnis og Aftureldingar varð í öðru sæti i piltaflokki með 59,5 stig og SamVest og HSK þar skammt undan. A-lið ÍR varð í öðru sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölnir/Afturelding í því þriðja með 64 stig.

24.08.2014 21:08

SamVest í 3 sæti 15 ára og yngir

ÍR sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri

SamVest í 3 sæti ásamt HSK. Glæsilegur árangur í frábæru samstarfi

ÍR sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri
A-lið ÍR sigraði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór á Varmárvelli í Mosfellsbæ í dag með samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í 3. sæti með 123,5 stig. FH sigraði í stúlknaflokki en ÍR í piltaflokki. Þá setti sveit FH setti nýtt met í 1000 m boðhlaupi 15 ára stúlkna þegar hún kom í mark á tímanum 2:20,32 mín.

Boðhlaupssveit FH skipuðu þær: Mist Tinganelli, Hilda S. Egilsdóttir, Guðbjörg Bjarkardóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.
 
Lið Fjönis og Aftureldingar varð í 2. sæti i piltaflokki með 59,5 stig og SamVest, sem er sameiginlegt lið Vesturlands varð í 3. sæi ásamt HSK, bæði með 54  stig, einu stigi á undan FH sem varð í 5. sæti.  A-lið ÍR varð í 2. sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölnir/Afturelding í því 3. með 64 stig.
 
Alls voru níu lið skráð til keppni og 148 keppendur.
 
Úrslit keppninnar má sjá í heild sinni hér.
 

01.07.2014 17:44

Frjálsíþróttamót í Borgarnesi


 

 

SamVest mót í Borgarnesi laugard. 5. júlí 2014

 

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest-móts sem er einkum ætlað fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á íþróttavellinum Borgarnesi og hefst kl. 13.00.

Mótið er fyrir alla aldurshópa. Keppnisgreinar eru sem hér segir, eftir aldurshópum:

8 ára og yngri: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 400 m hlaup

9-10 ára: 60 m hlaup, boltakast, langstökk og 600 m hlaup

11-12 ára: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 600 m hlaup

13-14 ára: 100 m, 60 m grind, hástökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 800 m hlaup

15 ára: 100 m, 100 m grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 800 m

16 ára og eldri: 100 m, 100 m grind, langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, kringlukast, 800 m

 

Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ innan tíðar.

 

Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni.

 

Skráningar berist í netfangið hronn@vesturland.is eða til þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir kl. 20.00 föstudaginn 4. júlí nk.

 

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum, það gefur mikinn stuðning.

Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og biðjum við þá sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is (með nafni og félagi).

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með frjálsíþróttakveðju,

SamVest samstarfið  

18.06.2014 13:48

Samæfing hjá Samvest á morgun

SamVest samæfing í Borgarnesi 19. júní 2014
Kynning til iðkenda og foreldra
Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.
Æfingin fer fram á íþróttavellinum Borgarnesi, fimmtudaginn 19. júní 2014 kl. 18.00.
Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:
? Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2004) og eldri
? Æfðar verða flestar greinar, en annars er það í höndum þjálfara - meira um það inná FB-síðu SamVest-samstarfsins.
? Þjálfarar á starfssvæðinu munu sjá um þjálfun - og mögulega gestaþjálfari (í vinnslu).
? Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Kæru iðkendur og foreldrar!
Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!
Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.
Með frjálsíþróttakveðju,
SAMVEST-samstarfið
Júní 2014
PS. Við stefnum að heimsóknum gestaþjálfara til hvers sambands í sumar. Gunnar Páll hlaupaþjálfari hjá ÍR og Hlynur yfirþjálfari hjá Aftureldingu eru að stilla tíma sína saman og að líkindum verður fyrsta/fyrstu heimsóknir fyrrihluta júlímánaðar. Meiri fréttir af því um leið og við fáum meldingu frá þeim.

15.05.2014 14:59

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ 2014

Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ 2014

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjötta sinn á fimm stöðum um landið í sumar en skólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 - 18 ára. Skólinn verður á Egilsstöðum 10. - 14. júní, Laugum í Reykjadal 10. - 13. júní, Borgarnesi 23. - 27. júní, Selfossi 14. - 18. júlí og á Sauðárkróki 21. - 25. júlí. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald 20.000 kr. en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Einnig er lagður fyrir þá stuttur spurningarlisti til að athuga hug þeirra til skólans almennt. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Guðmundsson og hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið sigurdur@umfi.is

31.03.2014 09:21

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhús

Árlegt héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið í íþróttahúsinu Stykkishólmi laugardaginn 29. mars 2014.

Keppendur voru um 40 talsins; 28 úr Snæfelli, 11 frá UMFG og 1 úr Umf. Staðarsveitar. 

Aldursdreifing var þannig að í flokkum 8 ára og yngri og 9-10 ára voru 16 þátttakendur, stelpur og strákar. Það er frekar fátt miðað við fyrri ár, þar sem yngstu hóparnir hafa verið fjölmennastir. Í flokkum 11-12 ára og 13-14 ára voru 20 keppendur og síðan höfðum við 4 eldri keppendur; tvo 16 ára, einn 17 ára og einn tvítugan. Til fróðleiks má nefna að síðustu árin hefur HSH ekki oft átt keppendur á mótum, sem eru yfir 16 ára aldri. 

Allir flokkar kepptu í 35 m spretthlaupi, langstökki með atrennu og langstökki án atrennu. Níu ára og eldri kepptu auk þess í hástökki og hjá 11 ára og eldri bættist kúluvarp við.  

Mótið gekk mjög vel fyrir sig undir vaskri stjórn Guðnýjar Jakobsdóttur mótsstjóra og duglegra foreldra og fleiri sem sáu um mælingar, skráningu og að allt gengi vel fyrir sig. 

Allir 10 ára og yngri fengu þátttökuverðlaun en veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti í flokkum 11 ára og eldri. Í þeim flokkum eru því miður fáir í hverjum flokki, jafnvel svo að dugar ekki alltaf til að fylla verðlaunasætin, gull, silfur og brons. Þar eigum við verk að vinna, að auka þátttöku unglinga í frjálsum íþróttum. Við verðlaunaafhendinguna nutum við aðstoðar sonar Guðnýjar mótsstjóra, Brynjars Gauta Guðjónssonar, knattspyrnumanns úr Breiðuvík á Snæfellsnesi, sem kominn var á mótið að styðja yngri systur sína. Brynjar leikur nú með ÍBV og hefur verið í U21 landsliðinu. Hann var á yngri árum liðtækur frjálsíþróttamaður og á ennþá allnokkur héraðsmet sem ekki hafa verið slegin, t.d. í hástökki, langstökki, þrístökki, spjótkasti og kúluvarpi 13-14 ára pilta, innan- og utanhúss. Við trúum því að frjálsíþróttirnar á sínum tíma hafi hjálpað Brynjari að verða enn betri og fjölhæfari fótboltamaður. 
Eitt héraðsmet var sennilegast jafnað á mótinu. Stefán Karel Torfason, fæddur 1994, sem keppir undir merkjum Snæfells í körfubolta, tók sig til og sá mótsgestum fyrir æsispennandi hástökksseríu undir lokin. Reyndar gerðu fleiri keppendur það, því í hástökkinu magnast spennan alltaf eftir því sem stöngin hækkar. Stefán Karel stökk 1,90 m en felldi tilraunir við 1,95 m. Þegar þetta er skrifað er verið að skoða hvort hann sé löglegur keppandi undir merkjum HSH í frjálsum. Ef svo er, telst þetta jöfnun á héraðsmeti HSH í hástökki innanhúss í flokki pilta 20-22 ára. Eldri met eiga þeir Sæþór H. Þorbergsson Stykkishólmi, sem stökk 1,90 m í Reykjavík 1989, þá 18 ára gamall og Hilmar Sigurjónsson sem á sömu hæð, stokkið á Meistaramóti í Hafnarfirði árið 2004, en þá var Hilmar 16 ára. Ef Stefán telst ekki sjálfkrafa keppandi HSH í frjálsum, þá er hann skráður sem "gestur" á mótinu. Einungis þeir sem keppa undir merkjum HSH geta jafnað eða bætt héraðsmet sambandsins. 

HSH vill þakka þátttakendum á mótinu, aðstandendum þeirra og öðrum gestum fyrir komuna, mótsstjóra og öðrum sem lögðu hönd á plóginn er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag.


Myndir frá mótinu eru birtar í myndaalbúmi hér inná vefnum.


Frjálsíþróttaráð HSH

 

 


Skrifað af Björgu

25.02.2014 15:24

SamVest æfing 6 apríl

SamVest-samæfing í frjálsum, Laugardalshöll 6 apríl 2014


Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína. 

Æfingin fer fram í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal,, sunnudaginn 6 apríl . kl. 12.00 - 14.30.

 • Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
 • Nánari upplýsingar síðar

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!

Gott væri að vita hverjir mætra, t.d. með því að láta vita inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að. 

Með frjálsíþróttakveðju,

SAMVEST-samstarfið

Febrúar 201412.02.2014 10:17

Frjálsíþróttaæfing 16 feb, í Laugardalshöll

Samæfing í frjálsum íþróttum
SamVest og KR í Laugardalshöll 16. febrúar 2014
Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF (SamVest samstarfið) - í samstarfi við frjálsíþróttadeild KR - boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína.

Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík, sunnud. 16. febrúar 2014 frá kl. 11.00 - 14.00.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

·         Vegna samstarfsins við KR og fyrirkomulagsins nú, er þessi æfing fyrir iðkendur frá 9 ára aldri

o   10 ára (árgangur 2004) og eldri fara í aldursskiptar æfingastöðvar (sjá hér síðar)

o   9 ára (árg. 2005) verða í sérstökum hópi með sérdagskrá að hluta, frá kl. 11-13.

·         Áhersla er á eftirtaldar greinar - og þjálfarar í þeim verða:

o   Umsjón: Kristín Halla Haraldsdóttir, þjálfari UMFG, Grundarfirði 

o   Yngri hópur, 9 ára - blandaðar æfingar: Þórunn Sigurðardóttir KR, Axel Sigurðsson UMSB og Halldór Lárusson UMSK - eftir fjölda þátttakenda og þörfum.

o   Langstökk: gestaþjálfari Hlynur Guðmundsson, yfirþjálfari, Aftureldingu Mosfellsbæ.

o   Kúluvarp fyrir alla og kringlukast fyrir þau sem vilja, innan hvers aldurshóps: 
gestaþjálfari Jón Bjarni Bragason, umsjónarþjálfari yngri flokka og kastþjálfari hjá Breiðabliki og Kristín Halla Haraldsdóttir, UMFG.

o   Grindahlaup og boðhlaup: Rakel Gylfadóttir, yfirþjálfari, KR. 

o   Lengri hlaup og 200 m hlaup með tímamælingu fyrir þau sem vilja: 
Sveinn Margeirsson, KR. 

·         Yngsti hópurinn, 9 ára, lýkur æfingu kl. 13. Eftir æfingu, uppúr kl. 14, ætlum við að borða saman í húsnæði ÍSÍ (í göngufæri). Verð 1150 kr. fyrir börn og 1450 kr. fyrir 15 ára og eldri.

·         Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu - létt hressing/nesti meðan á æfingu stendur er í boði SamVest og KR - en matur eftir æfingu greiðist af hverjum þátttakanda fyrir sig.  

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!

 

Við þurfum að vita hverjir koma á æfinguna og hverjir verða í mat. Endilega látið vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að, eða í netfangið samvestsamstarfid@gmail.com fyrir hádegi föstud. 14. feb. KR-ingar láta sína þjálfara vita.

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest hópsins og frjálsíþróttadeild KR

11.02.2014 10:09

Samæfing í frjálsum 16 febrúar


SamVest-samæfing í Laugardalshöll, sunnudaginn 16. febrúar nk.
Æfingin mun standa frá 11.00 - 14.00. Að þessu sinni tökum við höndum saman með frjálsíþróttadeild KR, í Reykjavík. Þeirra krakkar verða með okkur - auk þjálfara frá þeim.
Þetta er lítil deild og nýleg - og þau höfðu frumkvæði að samstarfi. Höllin er stór og leyfir margar æfingastöðvar - margar greinar sem hægt er að þjálfa í einu, og skipta krökkunum í hópa. Við munum skipta þeim í hópa eftir aldri.
Af starfssvæði okkar koma a.m.k. 2-3 þjálfarar á æfinguna, við höfum fengið 2 gestaþjálfara (SamVest) - Hlynur Guðmundsson yfirþjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ verður með okkur (hann hefur verið 2var áður hjá okkur) - og svo annar til. Og svo mætir KR með 3 þjálfara á sínum vegum.
Að æfingu lokinni er ætlunin að borða saman. Matur verður á Café Easy sem er í næsta húsi við Laugardalshöllina.

13.01.2014 13:50

Dómaranámskeið í Frjálsum Íþróttum

 

Boðið verður uppá héraðsdómaranámskeið 22. og 23. janúar nk. Námskeiðið verður haldið í sal C á 3. hæð Íþróttamiðstöðvarinnar.  Námskeiðinu lýkur með prófi.

Leiðbeinendur verða Þorsteinn Þorsteinsson formaður tækninefndar FRÍ og Sigurður Haraldsson ITO.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands
Skráningar berist til FRÍ (fri@fri.is) eigi síðar en 20. janúar nk.

03.12.2013 14:44

Æfingaaðstaða í frjálsíþróttahöllinni

Æfingatímar í frjálsíþróttahöllinni fyrir sambandsaðila og félög þeirra

Öll aðstaða í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal er til fyrirmyndar.

Öll aðstaða í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal er til fyrirmyndar.

Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að bjóða sambandsaðilum og félögum þeirra upp á aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í vetur. Tíminn sem um ræðir er á mánudagskvöldum frá kl. 20-22.

Með þessu gefst sambandsaðilum og félögum þeirra kostur á að æfa við fullkomnar aðstæður þegar að þeir eru á ferðinni í borginni.

Þegar frjálsíþróttafólkið mætir í frjálsíþróttahöllina þarf að gefa upp frá hvaða sambandsaðila eða félagi viðkomandi kemur frá. Allar nánari upplýsingar er gefnar í Þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929 eða í tölupósti á umfi@umfi.is

Aðildarfélög HSH eru hvött til að nýta aðstöðuna og benda sínu íþróttafólki möguleikann.

HSH og Samvest hafa svo verið með skipulagðar æfingar 2 á vetri í frjálsíþróttaaðstöðunni sem hafa verið mikil lyftistöng fyrir frjálsar íþróttir á Samvest svæðinum

15.11.2013 12:34

Silfurmót ÍR

Metþátttaka í Silfurleikunum um helgina
Eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót ársins verður í Laugardalshöll um helgina, en ÍR minnist silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum með glæsilegu barna- og unglingamóti ár hvert, en þetta er í 18 sinn sem þetta mót er haldið. Metþátttaka er í mótinu að þessu sinni, en 730 keppendur eru skráðir til leiks frá 29 félögum. Skráningar eru alls 2175. Þessi mikla þátttaka sýnir að frjálsíþróttir eru greinilega í sókn, en fyrra aðsóknarmet var 2012.

HSH á 8 keppendur á mótinu

Leikskrá mótsins er hér
 
Nánari upplýsingar um mótið:
 
1. Tímaseðill mótsins stendur að mestu eins og drög gera ráð fyrir en þó má búast við örlitlum breytingum. Nýr tímaseðill verður birtur á mótaforritinu og sendur út eigi síðar en kl. 18.00 í dag, föstudag.
 
2. Nafnakall verður viðhaft á sérstöku nafnakallssvæði sem staðsett verður í suðvesetur horni salarins (þar sem kastbúrið er) 
Í hlaupagreinum eru menn beðnir að merkja við þá sem ætla að hlaupa eigi síðar en klukkustund fyrir hlaup. Riðlar verða hengdir upp 20 mín. fyrir hlaup. Þessi tímamörk gilda þó ekki í fyrstu hlaupagrein dagsins þar sem húsið opnar ekki fyrr en kl. 8.00. 
 
Í tæknigreinum þurfa menn að vera búnir að láta merkja við sig 30 mín fyrir grein.
 
3. Mótaforritið á mjög erfitt með að anna svona fjölmennu móti. Það er opið núna og verður opið fram að móti en á meðan á mótinu stendur verður mótaforritið ekki aðgengilegt nema þeim sem eru að vinna í úrslitavinnslu. Það verður því miður ekki hægt að fylgjast með úrslitum á netinu. Við munum kappkosta að hengja úrslitin upp eins fljótt og frekast er unnt.
 
4. Meðfylgjandi er leikskrá mótsins eins og hún lítur út núna.
 
5. Upphitunarsvæði verður utan hringbrautar sunnan megin í húsinu. Þetta svæði er einungis ætlað keppendum og þjálfurum.

31.10.2013 09:36

Frjálsíþróttaæfing Laugardalshöll

SamVest-samæfing og mót í Laugardalshöll 2. nóvember 2013


Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína.

Æfingin fer fram í Laugardalshöllinni, Reykjavík, laugard. 2. nóvember 2013 frá kl. 9.00 - 11.30.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

·         Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri

·         Áhersla er á eftirtaldar greinar: Stangarstökk, spjótkast, millivegalengdahlaup, spretthlaup og boðhlaup, langstökk og hástökk (Ath. að þessar áherslur geta breyst eftir því hvaða gestaþjálfara tekst að fá, en breytingar verða auglýstar á facebook síðu hópsins)

·         Þeir þjálfarar sem staðfestir hafa verið eru: Hlynur C Guðmundsson, umsjón og stökk, Einar Vilhjálmsson í spjótkastinu og Þórey Edda Elísdóttir í stangarstökki, Marta Ernstsdóttir, hlaup, millivegalengdir.

·         Hressing/nesti á æfingunni í boði SamVest

·         Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu

·         Eftir æfinguna býður Frjálsíþróttadeild Ármanns hópnum að taka þátt í félagsmóti hjá þeim í Laugardalshöllinni

·         Stefnt er að því að borða saman eftir daginn, einhverstaðar nálægt en sú máltíð er á kostnað þátttakenda

·         Við höfum fengið vilyrði fyrir gistingu í Ármannsheimilinu á föstudeginum (í göngufæri frá Laugardalshöll) en það tekur um 30 manns. Þeir sem vilja gista þar hafi samband við Hrönn í netfangið hronn@vesturland.is  

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!

 

Gott væri að vita hverjir hafa áhuga og komast, t.d. með því að láta vita um mætingu inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að.

 

Með frjálsíþróttakveðju,

Framkvæmdaráð SamVest hópsins

19.10.2013 17:08

Katrín Eva í úrvalshóp FRÍ

Nýr úrvalshópur 2013-2014

Nýr úrvalshópur 2013-2014
Kominn er nýr listi yfir úrvalshóp unglinga 15-22 ára. (14 ára fá rétt á að komast inn í þennan hóp núna í haust).
Hópurinn samanstendur af 47 stelpum og 44 strákum. Þau koma víða af landinu eða úr 14 félögum. Hlutverk þessa hóps er að hittast fyrir utan hina almenna frjálsíþróttakeppni, fá fræðslu, kynnast fyrrum stjörnum og kynnast hvort öðru á öðrum grundvelli. Hópurinn er valinn í ár eftir nýjum lágmörkum og er hægt að nálgast þau  á síðu FRÍ undir unglingalandsliðsmálum.

Katrín Eva Hafsteinsdóttir HSH  (Snæfell) er í þessum hópi, óskum við henni til hamingju.

http://fri.is/sida/urvalshopur

11.10.2013 10:44

Frjálsíþróttaæfing 19 okt á Akranesi

SamVest-samæfing í frjálsum, Akranesi 19. okt.

SamVest-samæfing á Akranesi 19. október 2013
Kynning til iðkenda og foreldra

Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF boða til samæfingar fyrir iðkendur sína. 

Æfingin fer fram í Akraneshöllinni, Jaðarsbökkum, laugardaginn 19. október nk. kl. 11.00 - 14.00.

Eftirfarandi er ákveðið með æfinguna:

 • Hún er fyrir iðkendur 10 ára (árgangur 2003) og eldri
 • Áhersla er á eftirtaldar greinar: grindahlaup, hástökk/þrístökk, kringlukast og kúluvarp. Sumt greinar sem margir eiga eftir að prófa - enda munu þjálfararnir aðstoða okkar fólk við að stíga fyrstu skrefin. 
 • Þjálfarar á starfssvæðinu okkar sjá um þjálfun, en okkur til aðstoðar verða gestaþjálfarar:
  • Eggert Bogason, kastþjálfari úr FH
  • Einar Þór Einarsson þjálfari úr FH, sem leiðbeinir í grindahlaupi 
  • Hlynur Guðmundsson, yfirþjálfari hjá Aftureldingu, sem sér um stökkæfingar
 • Æfingin er þátttakendum að kostnaðarlausu
 • Hressing á eftir - og sund fyrir þá sem það vilja!

Kæru iðkendur og foreldrar!

Endilega fjölmennum - gaman saman, í frjálsum!

Gott væri að vita hverjir mætra, t.d. með því að láta vita inná Facebook síðu SamVest-samstarfsins sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að. 

Með frjálsíþróttakveðju,

SAMVEST-samstarfið

Október 2013Skrifað af Björgu

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15