Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

12.11.2012 11:39

Umsóknir í Danska lýðháskóla

Umsóknarfrestur um styrki á vorönn í danska lýðháskóla er til 1. desember

ollerupUmsóknarfrestur um styrki á komandi vorönn í dönsku lýðháskólana sem Ungmennafélag  Íslands er í samstarfi við er til 1. desember.

 


Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk á átjánda ári og eldri. Skólarnir leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Námið er krefjandi og uppbyggjandi og hver dagur býður upp á ný ævintýri.

 


UMFÍ hefur gert samstarfssamning við 10 íþróttalýðháskóla í Danmörku. Skólarnir eru vítt og breitt um landið og leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar. Skólarnir sem hér um ræðir eru í Sønderborg, Ollerup, Gerlev, Viborg, Århus, Álaborg, Sydsjælland, Den Skandinaviske Designhøjskole í Randers, Musik og Teaterhøjskolen í Toftlund og Vejle Idrætshøjskole.

 


Allar nánari upplýsingar eru að finna inn á heimasíðu Ungmennafélags Íslands www.umfi.is. Sótt er um styrki rafrænt á slóðinni http://www.umfi.is/umfi09/form/ithrottalydhaskoladvol/

 

 

Mynd: Frá starfinu í danska íþróttalýðháskólanum í Ollerup.

 

30.10.2012 11:16

Fyrirlestur um einelti


Grundarfjörður fimmtudaginn 1. nóvember 16.30-18.00. í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga 

Æskulýðsvettvangurinn - stendur fyrir fræðsluerindum víðs vegar um land

aeskaÆskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ætlar á komandi haustmánuðum að fara hringferð um landið með 90 mínútna fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.


Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, kemur til með að flytja fyrirlestur byggðan á ný út kominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. 


Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Erindin eru opin fyrir alla.


Á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, www.aeskulydsvettvangurinn.is, er hægt að nálgast upplýsingar um dagsetningar og staði.11.10.2012 17:07

38. Sambandsráðsfundur UMFÍ á Kirkjubæjarklaustri 12.-13. október


umfi_-_logo38. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Íslands verður haldinn á Hótel Klaustri dagana 12.-13. október.

Stjórnarfundur verður kl.  16:00 á föstudeginum og lýkur honum kl. 18:00. Eftir hann verður kvöldverður en fundurinn verður síðan settur kl. 19:30. 

Á laugardagmorgninum hefjast fundarstörf kl. 09:00. Að loknu matarhléi milli kl. 12:00-13:00 verður fundi framhaldið og áætluð fundarlok eru  kl.  18:00

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti.

19:30 FUNDARSETNING
 KOSNIR STARFSMENN FUNDARINS:


 YFIRLIT YFIR STÖRF FRÁ SÍÐASTA ÞINGI:
 SKÝRSLA STJÓRNAR
 REIKNINGAR LAGÐIR FRAM
 UMRÆÐUR
 AFGREIÐSLA REIKNINGA
 SKÝRSLA GREININGARNEFNDAR


 MÁL LÖGÐ FYRIR FUNDINN:
 FJÁRHAGSÁÆTLUN
 ÖNNUR MÁL FRÁ STJÓRN
 ERINDI OG MÁL FRÁ FULLTRÚUM
 UMRÆÐUR OG MÁLUM VÍSAÐ TIL NEFNDA


 MATARHLÉ
 NEFNDARSTÖRF 
 KAFFIHLÉ
 NEFNDIR SKILA ÁLITI, AFGREIÐSLA MÁLA
 ÖNNUR MÁL
 FUNDARSLIT

04.10.2012 16:39

Ný heimasíða ÍSÍ

Kaflaskil í upplýsingastreymi

28.09.2012 12:21

Það er vert að óska íþróttahreyfingunni á Íslandi til hamingju með nýja heimasíðu ÍSÍ.  Það er von mín og vissa að þessi kaflaskil leiði til bætts upplýsingastreymis innan hreyfingarinnar, meiri og betri fréttaflutnings til almennings og síðast en ekki síst betri þjónustu við sambandsaðila, aðildarfélög, einstaklinga og aðra þá sem íþróttahreyfingin sinnir.

Það er markviss stefna Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að stórauka upplýsingaflæði og bæta samskiptaferla í komandi framtíð.  Skilgreina þarf markhópa og hagsmunaaðila hreyfingarinnar og setja upp skilvirkar áætlanir um tíðni, samskiptatækni og efnisinnihald samskipta við þá aðila.  Það er sjálfstætt markmið okkar að efla ásýnd og bæta ímynd íþróttahreyfingarinnar með auknu upplýsingastreymi og betri samskiptum.

Gott dæmi eru hinir takmarkalausu möguleikar hinna tiltölulega nýju samskiptamiðla, á borð við Facebook, sem brýnt er að allar starfseiningar innan íþróttahreyfingarinnar tileinki sér notkun á - ekki síst þar sem þar er að finna stærsta og mikilvægasta markhóp íþróttahreyfingarinnar, unga fólkið okkar.  Samskiptamiðlar í einhverri mynd eru bæði nútíðin og framtíðin, og verðum við ávallt að gæta þess að láta ekki of mikla íhaldssemi ráða för að því leyti.

Veraldarvefurinn hefur skapað möguleika sem forverar okkar hefðu líklega öfundað okkur mikið af - okkar eigin fjölmiðla sem við getum nýtt með mjög skilvirkum og hagkvæmum hætti ef rétt er staðið að málum.  Þetta er vert að hafa í huga þegar skortur á gagnrýni þriðja aðila - hinna almennu fjölmiðla - er höfð á lofti.  Við þurfum að vera dugleg að tileinka okkur eigin miðla - við höfum nú aldeilis tæknina til þess.  Dæmi um þetta er RSS fréttaflutningur í gegnum heimasíðu ÍSÍ, sem getur sannarlega vakið athygli á smærri sambandsaðilum og íþróttagreinum, sem fá aukið streymi heimsókna í gegnum miðlæga heimasíðu íþróttahreyfingarinnar.

Á heimasíðu ÍSÍ er að finna gríðarlega mikið magn upplýsinga og frétta, undirvefja, tengla og ýmissa samskiptaupplýsinga.  Ráðgert er að auka stöðugt við þá þjónustu sem er í boði, og gera flæði samskipta stöðugt gagnvirkara og aðgengilegra.
Ég býð ykkur velkomin í þetta nýja anddyri upplýsingaheims íþrótta á Íslandi, og vona að þið dveljið þar um stund - og leyfið ykkur jafnvel að ferðast um óravíddir íþróttahéraða og sérsambanda íþróttahreyfingarinnar.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu að endurbótum og gerð heimasíðu ÍSÍ.  Njótið vel.

Ólafur E. Rafnsson,
Forseti ÍSÍ

26.09.2012 11:34

Fyrirlestur um eineltismál

Æskulýðsvettvangurinn - stendur fyrir fræðsluerindum víðs vegar um land

aeskaÆskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ætlar á komandi haustmánuðum að fara hringferð um landið með 90 mínútna fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.


Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, kemur til með að flytja fyrirlestur byggðan á ný út kominni bók sinni, EKKI MEIR, sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. 


Tilgangurinn með þessu fræðsluerindi er að vekja athygli á þessum málaflokki, opna betur augu starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir því að vera vakandi og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Erindin eru opin fyrir alla.


Á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, www.aeskulydsvettvangurinn.is, er hægt að nálgast upplýsingar um dagsetningar og staði.

Hér má sjá dagsetningar:


o  Vestmannaeyjar fimmtudagur 20. september kl. 17.00 - 18.30 í Hamarskóla.
o Ísafjörður fimmtudagur 4. október kl. 15.45 - 17.15
o Akureyri fimmtudagur 11. október kl. 16.30 - 18.00 í sal KFUM og KFUK Sunnuhlíð.
o Höfn mánudagur 22. október kl. 16.30 - 18.00 í Nýheimum, sal Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu.
o Egilsstaðir fimmtudagur 25. október kl. 17.00 - 18.30 í húsnæði Björgunarsveitarinnar Miðási 1.
o Grundarfjörður fimmtudaginn 1. nóvember 16.30-18.00. í húsnæði Fjölbrautarskóla Snæfellinga 
o Borgarnes fimmtudaginn 1. nóvember 19.30-21.00 í húsnæði Björgunarsveitarinnar
o Selfoss 8. nóvember Eineltisdagurinn kl. 20.00 hjá Fræðsluneti Suðurlands.
o Reykjavík 8. nóvember Eineltisdagurinn. Nánar auglýst síðar.


17.09.2012 23:10

Umsóknir í Íþróttasjóð

Umsóknir um styrki í Íþróttasjóð berist fyrir 1. október nk.
 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Umsóknarfrestur er til 1. október 2012.

Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

 

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.

Eyðublöð má finna á https://minarsidur.stjr.is. Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins.

Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja mennta- og menningarmálaráðuneytið undir flipanum Umsóknir. Þar er umsóknareyðublað fyrir íþróttasjóð. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út. Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna með því að skrá sig inn á umsóknavefinn.

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Þórunn Bjarnadóttir í síma 545 9500 eða tölvupósti.

17.09.2012 22:56

Hjólað í skólann

Hjólað í skólann

Í tengslum við Evrópska samgönguviku (16. til 22. september) eru nemendur og starfsmenn allra framhaldsskóla hvattir til að hjóla í skóla/vinnu á morgun, þriðjudaginn 18. september.

Skólar eru jafnframt hvattir til að senda inn mynd sem fangar vel stemningu dagsins. En dómnefnd (aðilar úr röðum ÍSÍ, Hjólafærni, Embættis landlæknis & Samgönguviku) mun svo velja skemmtilegustu myndina og veita viðkomandi framhaldsskóla 50.000 kr. sem verðlaunafé til að efla enn frekar hjólreiðamenningu skólans. Sendið myndina á netfangið hedinn@landlaeknir.is fyrir lok dags laugardaginn 22. september.

Skráning í Lífshlaupið fyrir framhaldsskólana stendur yfir. Smellið hér til þess að skrá skóla, nemendur og starfsmenn til leiks.

11.08.2012 20:08

100 ára afmælishátíð UMF.Staðarsveitar

Í dag fögnuðu Staðsveitungar og nágrannar 100 ára afmæli UMF.Staðarsveitar á Lýsuhóli.
Dagskrá hófst kl. 13.00 með skrúðgöngu þátttakenda og að henni lokinni var haldi íþróttakeppni í hinum ýmsu íþróttum.

Að keppni lokinni var boðið upp á afmæliskaffi
Stjórn HSH óskar Staðsveitungum til hamingju með afmælið og hátíðina

Fleiri myndir eru hér http://hsh.is/photoalbums/232398/

Kristján Þórðarson göngustjóri

Smá rigningu trufla ekki göngufólk en stafa logn var á með íþróttakeppnin var

24.07.2012 22:26

100 ára afmælishátíð Ungmennafélags Staðarsveitar


Drög að dagskrá 100 ára afmælishátíðar UMFS
13:00 - Hátíðin byrjar
- Skrúðganga
- Íþróttaleikir fyrir alla fjölskylduna.
- Afmæliskaffi inn í félagsheimili og skemmtiatriði af bestu gerð!
- 18:00 - Dagskrá lýkur
Seinna um kvöldið - Eftirpartý niðrá akri

Þrautabraut á afmælishátíðinni mun fara fram á íþróttavellinum eftir skrúðgöngu. Keppt verður í 8-10 manna liðum og mælum við með að þeir sem ætla keppa búi til lið fyrir afmælishátíðina og tilkynni okkur hér hverjir eru í liðinu. En ef ekki verða komin lið fyrir hátíð verða búin til lið á staðnum. Þrautabrautin samanstendur af 10 stöðvum sem eru eftirfarandi:

1. Kúluvarp/boltakast

2. Uppistand
3. Skáldskapur og listrænir hæfileikar
4. Hástökk/lágstökk
5. Skóflufótboltahlaup
6. Þríþraut (inniheldur m.a. nagla,egg og nál)
7. Langstökk/stuttstökk
8. Snúsnú
9. Sjóhringjakast
10. Pýramídagerð

Keppt verður í liðum (4-7 manns, ekki alveg ákveðið) í íþróttaleikjunum sem verða skipt niður á stöðvar. Verkefnin eru hönnuð fyrir unga sem aldna svo best er að fara að byrja sannfæra foreldra, ömmur og afa, yngri og eldri systkini um að verða með í liðinu!

04.07.2012 14:34

Siglingakennsla

Siglingabúðir í Stykkishólmi


4. júlí 2012

Þessa vikuna standa yfir siglingaæfingabúðir í Stykkishólmi sem haldnar eru af Siglingasambandi Íslands og Siglingadeild Snæfells. Búðirnar byrjuðu 2. júlí og munu standa til sunnudagsins 8. júlí. Búðirnar eru árlegar og hafa flakkað um landið milli ára. Úlfur Hróbjartsson stjórnarformaður Siglingasambands Íslands segir að tæplega 40 krakkar séu í æfingabúðunum og með þeim fylgi foreldrar og fjölskylda. "Dagurinn í gær fór mikið í að koma krökkunum fyrir og í dag er í raun fyrsti alvöru siglingadagurinn. Krakkarnir eru að frá klukkan níu um morguninn til fimm á daginn. Þau eru eingöngu að læra á seglbáta. Þau taka að vísu hádegismat og svo seinni partinn er farið í létta leiki og þá eru yfirleitt allir orðnir hundblautir. Þau leika sér tildæmis í boltaleikjum, þar sem gæslubátarnir eru mörkin. Þá kasta þau boltanum milli báta og reyna að koma honum ofan í gæslubátana. Allt er þetta gert til að þau læri að treysta bátunum, að skynja jafnvægið og sjóinn," segir Úlfur.

 

 

 

 

Í búðunum er erlendur siglingaþjálfari sem vinnur með íslensku þjálfurunum í að bæta þekkingu þeirra og færni í þjálfun. "Siglingaíþróttin hefur vaxið hratt hér á landi á undanförnum árum. Við önnum í raun ekki eftirspurn, því okkur vantar fleiri báta til landsins. Á síðasta ári fengum við verðlaun frá Alþjóðasiglingasambandinu fyrir uppbyggingu. Þannig að það er tekið eftir starfinu okkar," segir Úlfur að lokum.

08.06.2012 00:39

Kvennahlaup ÍSÍ 16 júní 2012

Hreyfing til fyrirmyndar 16. júní á Snæfellsnesi

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið. Á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. Nú taka árlega um 16.000 konur þátt á 90 stöðum hérlendis og 16 stöðum erlendis.

Slagorð kvennahlaupsins í ár er "Hreyfing til fyrirmyndar" . Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Á síðustu hundrað árum hefur íþróttahreyfingin á Íslandi verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. ÍSÍ er í dag stærsta fjöldahreyfingin á landinu með tæplega 86 þúsund iðkendur. Af þeim eru 47.000 konur á öllum aldri sem stunda yfir 40 íþróttagreinar í 409 íþróttafélögum. Konur á öllum aldri eru hvattar til þess að hreyfa sig reglulega og vera hluti af íþróttahreyfingunni sem iðkendur, leiðtogar, sjálfboðaliðar eða foreldrar.

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði kross Íslands og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Með átakinu vilja aðstandendur hvetja konur sem taka þátt í kvennahlaupinu að láta gott af sér leiða, en reynsla Rauða krossins er sú að fatnaður af þessu tagi skilar sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður. Söfnunin mun standa út júní en hægt verður að koma með fatnaðinn á söfnunarstöðvar Rauða krossins og í Sorpu en einnig munu sjálfboðaliðar frá Rauðakrossinum taka við brjóstahöldunum við rásmörk Kvennahlaupsins um allt land á hlaupadaginn.
Hlaupið er á eftirtöldum stöðum

Ólafsvík   kl. 11:00 í Sjómannagarðinum og er skráning í hlaupið í Sundlaug Ólafsvíkur.

Grundarfirði  kl. 11:00 Við sundlaugin, skráning hjá Kristínu Höllu
Stykkishólmi  kl. 11:00 Við Íþróttamiðstöðina, skráning í Heimahorninu

08.06.2012 00:21

Fimleikar í Snæfellsbæ


Í vetur hafa verið stundaðir fimleikar í Íþróttahúsi Ólafsvíkur þar sem öll börn í Snæfellsbæ á aldrinum 6 - 12 ára áttu kost á að mæta til æfinga hjá þeim Söru Sigurðardóttur og Thelmu Rut Haukdal Magnúsdóttur. Mikill áhugi er fyrir hendi hjá stórum hópi barna til fimleikaiðkunar sem sést á því að um 70 börn æfðu í allan vetur. Þar sem fjöldinn var svo mikill varð að aldursskipta hópnum þannig að einn hópur var fyrir 6 - 7 ára, einn hópur fyrir 8 - 9 ára og einn hópur fyrir 10 - 12 ára.  Yngri hóparnir tveir mættu einu sinni í viku til æfinga, en elsti hópurinn tvisvar í viku. Haldnar voru tvær sýningar yfir veturinn, ein jólasýning og ein vorsýning, þar bauðst ættingjum og vinum kostur á að koma og sjá börnin gera listir sýnar og virkilega gaman var að sjá hve miklum framförum margir tóku á svo skömmum tíma - því er vonandi að fimleikastarfið haldi áfram svo iðkendurnir nái enn lengra. Meðfylgjandi mynd frá vorsýningunni tók  Brynja Mjöll Ólafsdóttir.
Frétt úr Jökli

08.06.2012 00:02

Ungmennafélag Staðarsveitar 100 ára

 

Ungmennafélag Staðarsveitar fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað 12. janúar 1912 og er því meðal elstu ungmennafélaga á Íslandi.

Félagið ber aldurinn vel og hefur alltaf haldið úti starfsemi þó svo að virknin hafi verið mismikil  gegnum árin og  hefur félagið átt sín blómaskeið en rýrari tímabil á milli.

Aðalfundur félagsins var haldinn 29. maí síðastliðinn og var mæting með ágætum. Þar var lagt á ráðin um hvernig fagna skyldi þessum áfanga í sögu ungmennafélagsins og komu fram ýmsar hugmyndir, sumar framkvæmanlegar en aðrar ekki eins og oft gerist þegar Staðsveitungar skipuleggja hátíðarhöld og tíminn er naumur. En niðurstaðan varð sú að blása til fagnaðar laugardaginn 11. ágúst n.k. með dagskrá á íþróttavellinum á Lýsuhóli og í félagsheimilinu. Dagskráin er að mótast en öruggt er að þar mun verða keppt í frjálsum íþróttum, fótbolta og jafnvel fleiri greinum og er líða tekur á daginn er hætt við að gestir og heimamenn  bresti í dans, söng og át. Við sem að undirbúningi afmælisins stöndum, vonumst til að  sem flestir velunnarar, brotfluttir félagar sem og allir þeir sem tengst hafa Staðarsveitinni síðastliðin 100 ár, geti komið og glaðst með okkur heimafólki þennan dag.


Á aðalfundinum var kosin ný stjórn UMF Staðarsveitar og hana skipa Ragnhildur Sigurðardóttir formaður, Þórður Svavarsson gjaldkeri, Lilja Kristjánsdóttir ritari og meðstjórnendur eru Símon Kristinn Þorkelsson og Iðunn Hauksdóttir.
Frétt úr Jökli

02.06.2012 09:28

Hádegisfundur ÍSÍ 6 júní

Hádegisfundur ÍSÍ 6. Júní

ÍSÍ býður upp á hádegisfund frá kl. 12.00-13.00 miðvikudaginn 6. júní næstkomandi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.  Að þessu sinni mun Unnnur Björk Arnfjörð fjalla um rannsókn á notkun próteinbætiefna meðal 18 ára drengja.  Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar um heilsu og líðan í framhaldsskólum sem framkvæmd var af Rannsóknarstofu í Íþrótta- og Heilsufræðum undir forystu Sigurbjörns Árna Arngrímssonar, Önnu Sigríðar Ólafsdóttur og Kára Jónssonar.  Unnur Björk mun meðal annars svara eftirfarandi spurningum í fyrirlestri sínum:

Hvaða hópar eða hvernig einstaklingar eru að nota próteinbætiefni?

Eftir hverju sækjast þessir aðilar?

Eru þeir í betra líkamlegu ástandi en þeir sem ekki nota þessi efni?

 

Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.  Opnað verður fyrir fyrirspurnir og umræður í lok fundarins.

Frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

 

28.05.2012 21:42

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 16. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Rauði kross Íslands og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 16. júní. Undanfarin ár hefur eitt málefni sem við kemur konum verið valið til þess að vekja athygli á í tengslum við Kvennahlaupið og í ár var ákveðið að beina sjónum að þeim skorti á nærfötum sem ríkir víða í bágstöddum löndum. Með átakinu vilja aðstandendur hvetja konur sem taka þátt í kvennahlaupinu að láta gott af sér leiða, en reynsla Rauða krossins er sú að fatnaður af þessu tagi skilar sér síður í hefðbundnum fatasöfnunum en annar fatnaður.

Söfnuninni var hleypt af stokkunum í vikunni en þá mættu Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, Elín Þórunn Eiríksdóttir, frá Sjóvá, Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram í handknattleik og nýkjörinn leikmaður ársins í N1 deild kvenna, Soffía Bragadóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ til Rauða krossins til þess að gefa fyrstu brjóstahöldin. Söfnunin mun standa út júní en hægt verður að koma með fatnaðinn á söfnunarstöðvar Rauða krossins og í Sorpu en einnig verður tekið við brjóstahöldunum við rásmörk Kvennahlaupsins um allt land á hlaupadaginn.

Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupastaði má finna á Facebook undir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og á www.sjova.is. Þar má einnig finna gagnasafn upplýsinga fyrir óvana hlaupara um matarræði, útbúnað og leiðir til þess að koma sér af stað í hreyfingu.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10