Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

07.03.2013 13:28

Aðalfundur UMF.Snæfells


Aðalfundur UMF.Snæfells

Verður haldinn, mánudaginn 11.mars kl 20:00 í íþróttamiðstöðinni. 

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál        

Allir velkomnir      

 

Aðalstjórn Snæfells.

 

 

01.03.2013 14:53

Felixnámskeið

Felix, félagakerfi íþróttafélaga

     

HSH og ÍSÍ halda námskeið í meðferð Felix, félagakerfi íþróttafélaga.

Námskeiðið verður haldi í Framhaldsskóla Snæfellinga, Grundarfirði þann 7 mars og

hefst kl. 18.00 og er ca. 2 ½ klst.

Aðildarfélög HSH eru hvött til að senda 2 til 3 aðila frá hverju félagi á námskeiðið

Hafa þarf meðferðis eigin tölvu, ásamt gögnum um viðkomandi íþróttafélag.

Félagatal, iðkendatal og ársreikninga.

Boðið er upp á veitingar á meðan námskeiði  stendur.

 

Skráning hjá Garðari á skrifstofu HSH í síma 6621709

eða hsh@hsh.is

13.02.2013 23:45

Aðalfundur Jökuls

Aðalfundur Golfklúbbsins Jökuls verður haldinn í Hraðfrystihúsi Hellissands miðvikudaginn 20.febrúar kl 20

Félagsmenn hvattir til að mæta


13.02.2013 23:30

Vestarr tók fullan þátt í síldarævintýrinu

Síldarævintýrið 2013.

Nú eru komnar inn myndir af síldartínslunni sem var síðasta laugardag. Mikið fjör og mikið grín og mikið gaman og mikið tínt af síld eða heil 18 tonn.
Fleiri myndir hér.
Skrifað af SR

08.02.2013 17:14

Vesturlandsmót í Bridds

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds verður haldið á Hótel Hamri við Borgarnes helgina 16. - 17. febrúar nk. Þrjár efstu sveitirnar vinna sér rétt til þátttöku á Íslandsmótinu í sveitakeppni.  Spiluð verða að lágmarki 120 spil.  Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Ingimundi á zetorinn@visir.is eða í síma 861-5171.  

 

 

08.02.2013 17:08

Hvað gang gera frjáls félagasamtök

Málþing á vegum Almannaheilla - Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök?

almannaheillAlmannaheill standa fyrir málþingi þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12:15 - 13:45 í Háskólanum í Reykjavík í fyrirlestrarsal M101 undir yfirskriftinni ,,Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök?

 

12:15 Þingið opnað


Ragna Árnadóttir formaður Almannaheilla opnar þingið og segir  frá vinnu Almannaheilla með stjórnvöldum að gerð lagafrumvarps  um frjáls félagasamtök sem vinna í þágu almennings, þess efnis að viðurkennt verði með  áþreifanlegum hætti tilvist og framlag  þriðja geirans til íslensks samfélags.


12:25 Áhrif félagsstarfs á heilsufar 

Una María Óskarsdóttir MA í lýðheilsufræðum og BA í uppeldis- og menntunarfræðum. 5 mín til fyrirspurna.


12:45 Það sem ég fékk með aðild minni  -  félagar segja frá


12:50 Þáttur frjálsra félagasamtaka í lýðræði


Björn Þorsteinsson doktor í heimspeki og sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands ræðir um samband lýðræðis, upplýsingar og menntunar út frá gömlum og nýjum kenningum. Jafnframt mun hann segja frá starfi Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, sem hann hefur tekið þátt í frá stofnun félagsins í nóvember 2010. 5 mín til fyrirspurna


13:10 Það sem ég fékk með aðild minni  -  félagar segja frá


13:15 Hvert er framlag frjálsra félagasamtaka?


Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu -  miðstöðvar um samfélagsábyrgð og formaður Heimilis og skóla landssamtaka foreldra.  MBA og MA. 5 mín til fyrirspurna.


13:35 Það sem ég fékk með aðild minni  - félagar segja frá.


13:40 Lokaorð
Ragna Árnadóttir

06.02.2013 00:09

Ánægjuvogin, kynning 11 febrúar í Borgarnesi

                                                                                                     

 


 

ÁNÆGJUVOGIN -STYRKUR ÍÞRÓTTA

 

niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt

 íþróttastarf fyrir börn og ungmenni

 

 

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.

 

Mánudaginn 11.febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarfjarðar og hefst fundurinn klukkan 20:00.

 

Þar mun Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs. Viðar mun styðjast við niðurstöður rannsóknarinnar Ánægjuvogin sem Rannsókn og greining gerði fyrir UMFÍ og ÍSÍ.

 

 

 

Þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

 

 


16.01.2013 11:04

Heilsuvika í Stykkishólmi

Heilsu- og forvarnarvika í Stykkishólmi dagatana 14. - 20. janúar.

Vikuna 14. - 20. janúar 2013 verður haldin Heilsu- og forvarnarvika í Stykkishólmi.
 
Heilsu-og forvarnarvikunni er haldin til þess að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Flest fyrirtæki og stofnanir í bænum taka virkan þátt í þessu verkefni með því að bjóða bæjarbúum upp á heilsutengda þjónustu þessa vikuna.

Markmiðið er að heilsu-og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til allra frá litlum krílum og upp í eldriborgara. Stykkishólmsbær mun taka virkan þátt í verkefninu, og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins, ýmsar leiðir verða nýttar við að auglýsa verkefnið sjálft. 
 

Hér er hægt að nálgast dagskrá heilsuviku, tilboð og fleira.

 

Dagskrá Heilsuviku.

Tilboð og fleira sem verður í boði alla vikuna.

Frekari upplýsingar á Facebook-síðu.

11.01.2013 17:26

Styrkur Íþrótta, hádegisfundur UMFÍ og ÍSÍ

Hádegisfundur ÍSÍ og UMFÍ

hadegisfundurSTYRKUR ÍÞRÓTTA
Niðurstöður rannsókna og hugleiðingar um skipulagt
íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.  

 

 

Fimmtudaginn 17. janúar munu ÍSÍ og UMFÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli og hefst hann kl.12:10. Þar mun Dr. Viðar Halldórsson m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs og styðjast við niðurstöður rannsókna Rannsókna & greiningar, sl. 20 ár.

 

 

Þá mun Íris Mist Magnúsdóttir Evrópumeistari í hópfimleikum ræða um hvað íþróttaiðkun hefur gefið henni. Að lokum mun Daði Rafnsson yfirþjálfari knattspyrnu hjá Breiðabliki segja frá því hvernig félagið vinnur að íþróttalegu uppeldi með stóra hópa bæði innan og utan vallar. Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á heimasíðum ÍSÍ og UMFÍ.

 

 

Skráning fer fram á skraning@isi.is en þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

27.12.2012 10:33

Bridgehátíð í Borgarnesi

Bridgehátíð Vesturlands verður spiluð á þrettándanum


27. desember 2012

Bridgehátíð Vesturlands verður helgina 5.-6. janúar á Hótel Borgarnesi eins og venjan er. Á laugardeginum verður spiluð sveitakeppni, sjö umferðir með átta spila leikjum eftir Monrad kerfi.  Keppnisgjald er 3.500 kr. á mann. Á sunnudeginum verður tvímenningur, ellefu umferðir með fjögur spil á milli para, einnig eftir Monrad fyrirkomulagi.  Keppnisgjald er 3.500 kr. á mann. Keppnisstjóri verður Vigfús Pálsson. Skráning á bridgehátíðina er hjá Ingimundi Jónssyni í síma 861-5171 eða á: zetorinn@visir.is

 

15.12.2012 15:50

Ferðasjóður Íþróttafélaga

Ferðasjóður íþróttafélaga

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað.  Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2012 rennur út á miðnætti mánudaginn 7. janúar 2013.

Ferðasjóður íþróttafélaga hefur fengið árlegt framlag á Fjárlögum Alþingis, allt frá árinu 2007, til úthlutunar til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands.  Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón á útreikningi og úthlutunum úr sjóðnum. 

Styrkjum er úthlutað eftirá, í febrúar hvers árs, vegna keppnisferða ársins á undan.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum. 

Smelltu hér til að fara á rafrænt umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga

10.12.2012 11:58

Íþróttamaður Grundarfjarðar 2012

Tilkynnt var um val á íþróttamanni Grundarfjarðar 2012 á aðventudegi kvenfélagsins Gleym mér ei sunnudaginn 2. desember. Bergur Einar Dagbjartsson hlaut titilinn fyrir frábæran árangur í blaki. Auk farandbikars hlaut hann að launum verðlaunagrip til eignar.

 

 

Bergur Einar er í unglingalandsliði U17 aðeins 15 ára gamall. Hann þykir prúður og agaður leikmaður. Bergur Einar fór til Finnlands með U17 á haustdögum og stóð sig vel. Hann spilar með meistaraflokki karla UMFG ásamt því að stunda æfingar og spila með 2. og 3. flokki drengja í HK. Hann hefur einnig aðstoðað við þjálfun yngri flokka UMFG og sýnt því mikinn áhuga. Hann þykir mikil fyrirmynd bæði innan vallar sem utan.

 

10.12.2012 11:46

Kostir og gallar getuskiptingar

 

Hádegisfundur

Kostir og gallar getuskiptingar í íþróttum

 

Fimmtudaginn 13. desember verður hádegisfundur í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Þar munu Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Íþrótta,- tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ og knattspyrnuþjálfari og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ og þjálfari A-landsliðs kvenna ræða um kosti og galla getuskiptingar í íþróttum. Miklar umræður hafa skapast um þetta málefni á undanförnum vikum og eru skoðanir mjög skiptar. Fyrirkomulag fundarins mun verða þannig að hvort um sig verður með 15 mínútna framsögu en svo mun fundargestum gefið tækifæri til að spyrja úr sal. Skráning fer fram á skraning@isi.is en þátttaka er ókeypis og öllum heimil.

Fundurinn verður sendur út á netinu, nánar auglýst síðar.

 

Kveðja

Ragnhildur Skúladóttir

Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs


14.11.2012 16:41

Samstarf íþróttahéraða

Samstarf íþróttahéraða

herud_2012Nefnd, sem komið var á laggirnar, hefur undanfarin misseri skoðað hlutverk og starf íþróttahéraða. Nefndin hélt fund í þjónustumiðstöð UMFÍ  í dag og fékk kynningu um leið á starfsemi UMFÍ.  Á fundinum var ennfremur rætt um samstarf og framtíð íþróttahéraða í heild sinni. Nefndin var stofnuð í  framhaldi af útkomu íþróttastefnu Mennta- og menningarmálaráðuneytis.

 

 

Nefndin er skipuð starfsmönnum íþróttabandalaga og héraðssambanda. Í nefndinni eru  Garðar Svansson HSH, Þóra Leifsdóttir ÍBA, Frímann Ferdinandsson, ÍBR, Jón Þór Þórðarson ÍA, og Hildur Bergsdóttir UÍA , Engilbert Olgeirsson HSK.

 

 

Nefndin hefur hitt fulltrúa íþróttahéraða á landsvísu og farið yfir þeirra störf og hlutverk. Jafnframt eru hlutverk landssamtaka íþróttahreyfingarinnar skoðuð með aðkomu íþróttahéraða í huga.

 

 

 


Mynd: Nefndin auk hluta af starfsmönnum UMFÍ. Frá vinstri er Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ,  Frímann Ferdinandsson, ÍBR,  Garðar Svansson, HSH,  Jón Þór Þórðarson, ÍA,  Hildur Bergsdóttir, UÍA,  Engilbert Olgeirsson, HSK,  Þóra Leifsdóttir, ÍBA,  og Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi UMFÍ.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50