Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

10.09.2013 13:59

Hjólum í skólann.

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

29.08.2013

Hjólum í skólann er nýtt verkefni á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ þar sem framhaldsskólar landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla.

Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16. - 20. september 2013 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hafkvæmum samgöngumáta.

Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og tók hann til starfa síðsumars 2012. Þessi samstarfshópur stóð að Hjóladeginum 18. september 2012 þar sem starfsfólk og nemendur framhaldsskólanna voru hvattir til að hjóla í skólann þennan eina dag. Í tengslum við Hjóladaginn var myndakeppni þar sem framhaldsskólarnir voru hvattir til að senda inn mynd í tengslum við Hjóladaginn og var dómnefnd sem valdi bestu myndina. Framhaldsskólinn á Húsavík bar sigur úr bítum og fékk í verðlaun 50.000 krónur til að nýta til hjólaframkvæmda frá Embætti Landlæknis.

Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólum í skólann að sem flestir taki þátt og verkefnið verði til þess að nemendur og starfsfólk framhaldsskóla landsins nýti virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. 

13.07.2013 01:02

Stjórn ÍSÍ

Breytingar á stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

12.07.2013

Við fráfall Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ 19. júní sl. tók Lárus L. Blöndal varaforseti ÍSÍ við embætti forseta ÍSÍ, eins og lög ÍSÍ kveða á um.

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær var síðan endurskipað í embætti stjórnar sambandsins.   Helga Steinunn Guðmundsdóttir var skipuð í embætti varaforseta og Sigríður Jónsdóttir í embætti ritara.  Gunnar Bragason verður eftir sem áður gjaldkeri ÍSÍ.

05.07.2013 07:05

Friðarhlaup 2013

Friðarhlaupið fer um Grundarfjörð mánudaginn 8. júlí. Hlauparar frá Grundarfirði ætla að taka þátt og hlaupa með síðustu 5 kílómetrana áður en friðarhlaupararnir koma í bæinn. Við hvetjum þá hlaupara sem vilja taka þátt til þess að mæta við framsveitarafleggjarann hjá Vindási  kl 11.15 á mánudaginn. Þegar hlaupararnir koma til Grundarfjarðar mun fara fram stutt friðarstund þar sem Grundarfjarðarbær ætlar að gróðursetja friðartré með hlaupurum friðarhlaupsins. Gróðursetningin og friðarstundin fer fram í Paimpolgarðinum. Dagskrárlok eru áætluð kl 12.45

 

Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

04.07.2013 00:54

Minningarsjóður Ólafs E. RafnssonarÓlafur Eðvarð Rafnsson forseti ÍSÍ sem varð bráðkvaddur þann 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00. Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum að lokinni athöfn.

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar sem verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs innan hennar.

Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu heiðra minningu hans er bent á reikningsnúmer Minningarsjóðsins 0537-14-351000, kennitala sjóðsins er 670169-0499.

Sjóðurinn verður í umsjón Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og eru nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sambandsins í síma 514 4000.

02.07.2013 13:24

Landsmót UMFÍ á Selfossi

Núna á fimmtudag hefst Landsmót UMFÍ á Selfossi.

Karla lið Snæfells keppir þar í körfubolta fyrir hönd HSH.
Mikil dagskrá er komin og fólk hvatt til að koma við á Selfossi
og fylgjast með frábæru móti

Dagskrá

Drög að dagskrá 27. Landsmóts UMFÍ 2013.*
* Vinsamlegast athugið að tímasetningar og staðsetningar geta breyst fram að móti.

Fimmtudagur 4. júlí
Kl. 12:00-19:00     Skotkeppni skeet (Skotsvæði)
Kl. 15:00-23:00     Badminton (Iða - íþróttahús)
Kl. 15:00-23:00     Handknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 15:00-19:00     Borðtennis (Baula - íþróttahús)

Föstudagur 5. júlí
Kl. 08:00-17:00     Golf (Svarfhólsvöllur)
Kl. 09:00-20:00     Körfuknattleikur (Iða - íþróttahús)
Kl. 09:00-20:00     Handknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 10:00-20:00     Bridds (FSu - skólastofur)
Kl. 10:00-17:00     Skotkeppni skeet (Skotsvæði)
Kl. 10:00-14:00     Hestaíþróttir (Brávellir)
Kl. 11:00-14:00     Boccia fatlaðir (FSu - stóri salur)
Kl. 14:00-18:00     Boccia opin keppni (FSu - stóri salur)
 
Kl. 11:00-16:00     Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 11:00-15:00     Gróðursetning (Tjaldsvæði við Suðurhóla)
Kl. 12:00-18:00     Knattspyrna (Selfossvöllur)
Kl. 13:00-19:00     Skák (FSu - skólastofur)
Kl. 17:00-21:00     Júdó (Baula - íþróttahús)
Kl. 21:00-22:00     Mótssetning (Frjálsíþróttavelli)

Laugardagur 6. júlí
Kl. 08:00-16:00     Golf (Svarfhólsvöllur)
Kl. 09:00-21:00     Blak (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 09:00-22:00     Taekwondo (Baula - íþróttahús)
Kl. 09:00-13:00     Sund (Sundhöll Selfoss)
Kl. 09:00-15:00     Mótokross (Mótokrossbraut - Hrísmýri)
Kl. 10:00-13:00     Jurtagreining (FSu - opið rými)
Kl. 10:00-13:00     Stafsetning (FSu - stóri salur)
Kl. 10:00-15:00     Körfuknattleikur (Iða - íþróttahús)
Kl. 10:00-20:00     Bridds (FSu - skólastofur)
Kl. 10:00-18:00     Kraftlyftingar (Sunnulækjarskóli - miðrými/Fjallasalur)
Kl. 10:00-14:00     Skotkeppni riffill (Skotsvæði)
Kl. 10:00-14:00     Hestaíþróttir (Brávellir)
Kl. 14:00-18:00     Hestadómar (Brávellir)
 
Kl. 10:00-12:00     10 km götuhlaup (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 11:00-16:00     Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 12:00-18:00     Knattspyrna (Selfossvöllur)
Kl. 13:00-17:00     Skák (FSu - skólastofur)
Kl. 13:00-17:00     Dráttarvélaakstur (Við Jötun vélar við Austurveg)
Kl. 14:00-17:00     Lagt á borð (FSu - opið rými)
Kl. 14:00-22:00     Körfuknattleikur (Baula - íþróttasalur)
Kl. 17:00-19:00     Starfshlaup (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 18:00-22:00     Fimleikar (Iða - íþróttahús)

Sunnudagur 7. júlí
Kl. 09:00-14:00     Bridds (FSu - skólastofur)
Kl. 09:00-12:00     Blak (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 09:00-13:00     Sund (Sundhöll Selfoss)
Kl. 10:00-16:00     Glíma (Baula - íþróttahús)
Kl. 10:00-15:00     Ólympískar Lyftingar (Sunnulækjarskóli - miðrými/Fjallasalur)
Kl. 10:00-14:00     Pútt (Svarfhólsvöllur)
Kl. 10:00-13:00     Knattspyrna (Selfossvöllur)
Kl. 10:00-14:00     Skotkeppni loftskammbyssa (Reiðhöll við Brávelli)
Kl. 11:00-15:00     Pönnukökubakstur (FSu - opið rými)
Kl. 11:00-16:00     Frjálsíþróttir (Frjálsíþróttavöllur)
Kl. 12:00-16:00     Dans (Iða - íþróttahús)
Kl. 13:00-16:00     Körfuknattleikur (Íþróttahús Vallaskóla)
Kl. 17:00-18:00     Mótsslit (Frjálsíþróttavöllur)

24.06.2013 09:39

Afmæli IOC

Afmæli IOC - Alþjóða ólympíunefndarinnar 23. júní

Alþjóða ólympíunefndin á afmæli á sunnudaginn 23. júní. Í tilefni af því er haldið uppá ólympíudag um allann heim. Íþróttahreyfingin leggur sitt að mörkum og ætla meðal annars nokkur íþróttafélög og frístundaheimili að halda uppá ólympíudag í næstu viku 24. - 28. júní. Þeir sem vilja kynna sér það betur geta kíkt á heimasíðu ólympíudagsins.

Áskorun Alþjóða ólympíunefndarinnar í tengslum við daginn er að allir finni sér hreyfingu við sitt hæfi. Á meðfylgjandi myndbandi gefur Kobe Bryant upp nokkrar leiðir til þess að standa upp og fara að hreyfa sig.

Smellið hér til að sjá myndbandið.

Í tengslum við ólympíudaginn er upplagt fyrir þá sem finnst gaman að hlaupa að taka þátt í hinu árlega miðnæturhlaupi sem fram fer á mánudaginn 24. júní. Hægt er að nálgast upplýsingar um hlaupið og skráningar á heimasíðu hlaupsins: http://marathon.is/midnaeturhlaup

04.06.2013 13:55

Kvennahlaupið fer fram á laugardaginn


Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 80 stöðum hérlendis og 20 stöðum erlendis

Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á Sjóvá.is

Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi

Markmið hlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni

Slagorð Kvennahlaupsins í ár er "Hreyfum okkur saman" í tilefni af samstarfs Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ við styrktarfélagið Göngum saman

 

Einn stærsti íþróttaviðburður ársins

Á laugardaginn 8. júní fer hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fram. Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburður ársins en hlaupið verður á 80 stöðum hérlendis og á 20 stöðum erlendis. Undanfarin ár hafa hlaupararnir verið í kringum 15 þúsund sem taka þátt í Kvennahlaupinu. Hátíðardagskrá verður á mörgum hlaupastöðum og víða verður frítt í sundlaugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Hefð hefur skapast hjá mæðgum, systrum, frænkum og vinkonum að mæta saman í hlaupið og hvetja hver aðra áfram. Konur geta kynnt sér nálæga hlaupastaði á vef Sjóvá www.sjova.is en þar má einnig finna upplýsingar um tímasetningar hlaupa, lengdir og skemmtidagskrá á hverjum stað fyrir sig.

Hreyfum okkur saman

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt konum til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum saman. Árlega greinast um 195 konur með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein meðal kvenna. 90% þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu. Árið 2012 veiti Styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónir króna til íslenskra rannsóknaraðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 32 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum.

Kvennahlaupsbolirnir eru grænir í ár

Kvennahlaupsbolirnir í ár eru grænir með V hálsmáli og úr teygjanlegu DRI-FIT efni sem andar vel. Hægt er að kaupa hlaupabolina víða í forsölu, og þar með skrá sig í hlaupið, eins og t.d. hjá Útilíf, World Class og Hress. Sölustaði utan höfuðborgarsvæðisins er að finna hjá tengiliðum á hverjum hlaupastað víða um land. Einnig er hægt að skrá sig til leiks á hlaupastað á hlaupadaginn. Þátttökugjaldið er 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri en 1500 krónur fyrir 13 ára og eldri en innifalið í því er bolurinn og verðlaunapeningur við endimörk hlaupsins. Auk þess fá allir þátttakendureinnig glaðning frá NIVEA og Ölgerðinni.

 

Stykkishólmur Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinn i kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km. Forskráning í Heimahorninu á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Grundarfjörður Hlaupið frá Íþróttahúsinu í Grundarfirði kl. 11:00. Vegalengdir frjálsar. Forskráning hjá Kristínu Höllu. Frítt í sund í boði Grundarfjarðarbæjar að loknu hlaupi.

Ólafsvík Hlaupið frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km. Forskráning í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Frítt í sund að loknu hlaupi.

Staðarsveit Hlaupið frá Lýsuhólsskóla í Staðarsveit kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 2,5 km og 5 km.

Frítt í sund í Lýsuhólslaug að loknu hlaupi

04.06.2013 10:48

Laus gisting á 50+ landsmóti

Þátttakendur og gestir sem ekki hafa enn orðið sér úti um gistingu á Landsmóti UMFÍ 50+ sem verður haldið í Vík í Mýrdal 7.-9. júní hafa enn möguleika í þeim efnum. Þessa dagana hafa verið að detta inn gistimöguleikar á nokkrum stöðum.

 Hér fyrir neðan má sjá þá staði sem geta boðið gistingu dagana sem mótið stendur yfir.

   

Þakgil
Slatti af húsum laus.

 

Hótel Lundi
Við eigum nokkur herbergi laus út á gistihúsi, það er hægt að fá gistingu í litlum tveggja manna herbergjum þar sem fólk þarf að koma með sængina sína með sér, það getur bætt við morgunmat ef vill. Gisting fyrir manninn kostar 6.500 nóttin, morgunverðu er á 1.800.-

 

Eystri Sólheimar
ég á laust eitt 4-manna herbergi í svefnpokaplássi þann 6.
Hægt er að fá rúmföt og morgunverð ef fólk vill.
Þetta herbergi er líka laust þann 7. og 8.
Þann 7. er auk þess 2ja manna herbergi laust
þann 8. er 3ja manna herbergi laust í svefnpokaplássi.

 

Hótel Katla-Höfðabrekka
Eins og staðan er núna þá eigum við laust hjá okkur:
6.júní: 15 herbergi
7.júní: 5 herbergi
8 júní: 20 herbergi

 

Hótel Dyrhólaey
Við eigum nóg laust.

 

Gisitheimilið Reynir
 
1 tveggja manna og 1 þriggja manna.
  einnig 4 rúm (dorm..) ekki með wc inni.

 

Mið Hvoll
2 hús 6, 7 og 8 júní

 

Gistihúsið Vellir
1 sumarhus 5 manna 6-8

 

Sólheimahjáleiga
3-4 herbergi laus hvern þessara daga, herbergi með baði

 

Deila fréttinni

04.06.2013 10:47

Fararstjóranámskeið

Vegna mikillar aðsóknar á fararstjóranámskeið mun ÍSÍ bjóða upp á annað námskeið þann 10. júní í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst námskeiðið kl.19 og stendur til 21:30. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu foreldrum og sjálfboðaliðum sem taka að sér fararstjórn innan íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið verður þátttakendum að kostnaðarlausu og fer skráning fram á skraning@isi.is. Til baka

30.05.2013 08:56

Jökulmílan


Grundarfjordur_smallCentury Ride - Aldarskeið

Jökulmílan er lengsti einstaklingsmiðaði hjólreiðaviðburður sem er skipulagður árlega á Íslandi.  Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er 160,9 km langur, eða nákvæmlega 100 mílur. Jökulmíluna er því með sönnu hægt að kalla "Aldarskeið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða vestanhafs.  Við skipuleggjendur Jökulmílunnar, viljum höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna eins og gjarnan er með slíka viðburði.  Við skorum á þig að reyna "Míluna" á þínum eigin forsendum óháð því hvað aðrir kynnu að hjóla hana hægt eða hratt.

Jökulmílan hefst og endar í Grundarfirði og er hringurinn um hið ægifagra Snæfellsnes hjólaður rangsælis.  Fyrir þá sem vilja í fyrstu prófa styttri vegalengd verður jafnframt boðið uppá Hálfa Jökulmílu, sem er um 74 km og hefst á Búðum og endar í Grundarfirði.

Ræsing frá Grundarfirði 15. júní 2013

* Forræsing kl. 9:00 fyrir náttúruunnendur á fjalla- og götuhjólum

* Hópræsing kl. 11:00 fyrir keppnisflokk á götuhjólum

* Tímaþraut kl. 11:10 fyrir þátttakendur á þríþrautar- og tímatökuhjólum

Hvíldar- og drykkjarstöðvar á leiðinni

Skipulagðar drykkjarstöðvar á vegum mótshaldara eru við Lambhagatjarnir (eftir 49 km), Búðir (eftir 87 km) og á Vegamótum (eftir 124 km). Þar verður boðið uppá orkudrykki og meðlæti sem auðvelda mun þátttakendum að klára hringinn. Handhægar salernisaðstöður á leiðinni eru við Hellissand og á Vegamótum. Örlítill krókur er niður að þjónustumiðstöð við Arnarstapa. Er það annars ekki notaleg tilhugsun fyrir þá sem eru ekki að flýta sér um of, að stoppa á Arnarstapa og fá sér kaffisopa?

Tímamörk og fyrir þá sem ekki ná að klára

Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu á Aldarskeiðum (sjá wiki síðu)  þá er endamarki lokað 12 tímum eftir ræsingu.  Mótshaldarar munu því taka á móti þátttakendum allt fram til kl. 21:00 við endamarkið í Grundarfirði.  Öllum þátttakendum Jökulmílunnar og Hálfrar Jökulmílu er gert að hafa með sér farsíma til að hafa uppá mótshöldurum komi eitthvað óvænt uppá og er þess valdandi að viðkomandi nái ekki endamarki.

Verðlaun

* 1. sæti í keppnisflokki karla- og kvenna á götuhjólum: 50.000 kr.

* 2. sæti í keppnisflokki karla- og kvenna á götuhjólum: 20.000 kr.

* 3. sæti í keppnisflokki karla- og kvenna á götuhjólum: 10.000 kr.

* Viðurkenningaskjal með staðfestum tíma mótshaldara

* KJÖTSÚPA  

http://hjolamenn.is/images/stories/jokulmilan/header/Logo.png

http://hjolamenn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=120&Itemid=43

29.05.2013 13:09

Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins


Hið árlega Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins verður fimmtudaginn 30. maí 2013. Ræst verður kl. 19:00 frá Íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Upphitun hefst kl. 18:40. 

Nánari upplýsingar eru að finna hér

 

10.04.2013 08:53

75 Sambandsþing HSH

75. Héraðsþing HSH var haldið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar  í gær, 9 apríl.

Þingið var þokkalega sótt en 26 þingfulltrúar sóttu þingið. Þingforseti var Dagný Þórisdóttir og stjórnaði hún þingi af mikill röggsemi. Þingritarar voru þær María Valdimarsdóttir og Harpa Jónsdóttir. Gestir þingsins voru þau Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Helga G Guðjónsdóttir formaður UMFÍ..
Fjórir aðilar fengu afhent starfsmerki en það voru, Hallur Pálsson UMFG, og Anna María Reynisdóttir UMFG, sem fengu silfurmerki UMFÍ. Ásgeir Ragnarsson Vestarr sem fékk silfurmerki ÍSÍ og Þorsteinn Björgvinsson Skotfélagi Grundarfjarðar sem fékk Gullmerki ÍSÍ. Óskum við þeim til hamingju með það.

Á þinginu var samþykkt að hvetja þjálfara félaganna að sækja símennturnarnámskeið sem í boði eru við íþróttaþjálfun og kennslu. Einnig eru þjálfarar hvattir til að auka vægi heilbrigðs lífernis og drengilega framkomu í leik og starfi.

Sveitarfélögum var þakkaður stuðningur við það öfluga íþróttastarf sem unnið er á sambandssvæði HSH og einnig var samþykkt að hvetja ÍSÍ og UMFÍ að halda áfram með ánægjuvogina.

Hermundur Pálsson var endurkjörinn formaður en nokkur breyting varð á stjórn.
Í stjórn komu nýir, Kristján M Oddsson, Garðar Svansson, Sólberg Ásgeirsson og Elín Kristrún Halldórsdóttir.
Úr stjórn viku þau Edda Sóley Kristmannsdóttir, Tómas F Kristjánsson, Þráinn Ásbjörnsson og Hjörleifur K Hjörleifsson og er þeim þökku góð störf í þágu íþrótta og félagsstarfa.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ  Þórey Jónsdóttir (tók við starfsmerki fyrir hönd Ásgeirs) og Þorsteinn Björgvinsson


Hallur Pálsson,  Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ og Anna María Reynisdóttir

09.04.2013 09:21

Þing HSH 2013


75. Héraðsþing HSH

 

verður haldið Þriðjudaginn 9. apríl 2013 kl. 18:00

í Samkomuhúsi Grundarfjarðar

 Dagskrá:

 1.     Þingsetning

2.     Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara

3.     Skipun kjörbréfanefndar

4.     Skýrsla stjórnar

5.     Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til

        Samþykktar

7.     Kosning nefnda þingsins:

                           a) Fjárhagsnefnd

                           b) Íþróttanefnd

                           c) Allsherjar- og laganefnd.

8.      Ávörp gesta

9.      Fjárhagsáætlun lögð fram

10.    Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

11.    Nefndarstörf

12.    Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

13.    Kosningar

                             a) Formaður HSH

                             b) Aðrir í stjórn og varastjórn

                             c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

                             d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglum

                             e) Uppstillingarnefnd, 3 af formönnum aðildarfélaga HSH

                               sem starfa fram að næsta héraðsþingi

                             f) Kosning á Íþróttaþing ÍSÍ

14.    Önnur mál

15.             Þingslit.

 

02.04.2013 23:50

Íþróttamenn HSH 2012 og Vinnuþjarkar

Í kvöld í hálfleik hjá Snæfell og Stjörnunni í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í Körfubolta
voru íþróttamenn HSH 2012 útnefndir. Einnig var tilkynnt um Vinnuþjark HSH 2012, en það er stjórn knattspyrnudeildar Víkings.

Hildur Sigurðardóttir Snæfell. Íþróttamaður HSH og Körfuboltamaður HSH 2012


Siguroddur Pétursson, Snæfelling. Hestíþróttamaður HSH 2012


Bergur Einar Dagbjartsson, UMFG. Blakmaður HSH 2012


Rúnar Örn Jónsson, Mostra. Kylfingur HSH 2012


Viktor Örn Jóhannsson, UMFG. Knattspyrnumaður HSH 2012


og Vinnuþjarkar HSH 2012. Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvík
Jónas Gestur Gestsson, Kristmundur Sumarliðason og Hilmar Þór Hauksson, á myndina vantar Gunnstein Sigurðsson


Sumarliði Ásgeirsson, Stykkishólmi tók myndir

07.03.2013 13:29

Ný dagsetning á Felixnámskeiði

Felixnámskeið

Felix, félagakerfi íþróttafélaga

     

HSH og ÍSÍ halda námskeið í meðferð Felix, félagakerfi íþróttafélaga.

Námskeiðið sem átti að vera í kvöld 7 mars hefur verið frestað.

Námskeiðið verður haldi í Framhaldsskóla Snæfellinga, Grundarfirði miðvikudaginn 13 mars og

hefst kl. 18.00 og er ca. 2 ½ klst.

Aðildarfélög HSH eru hvött til að senda 2 til 3 aðila frá hverju félagi á námskeiðið

Hafa þarf meðferðis eigin tölvu, ásamt gögnum um viðkomandi íþróttafélag.

Félagatal, iðkendatal og ársreikninga.

Boðið er upp á veitingar á meðan námskeiði  stendur.

Súpa og brauð

Kaffi. 


 Skráning hjá Garðari á skrifstofu HSH í síma 6621709

eða hsh@hsh.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10