Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

08.11.2013 13:57

Barátta geng einelti

Dagurinn í dag, 8. nóvember, er líkt og síðustu ár helgaður baráttunni gegn einelti.  Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninun og hversu alvarlegt einelti er.  Í ár er sjónum beint að skólasamfélaginu og þá sérstaklega framhaldsskólum. 

ÍSÍ hefur nýlega gefið út bækling um eineltismál sem ber yfirskriftina "Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun". Bæklingurinn er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Í bæklingnum má m.a. finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu birtingarmyndir eineltis.  Þar koma einnig fram hugmyndir að verklagsreglum íþróttafélags sem hægt er að grípa til ef einstaklingur verður fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun.

ÍSÍ gaf einnig út veggspjald með slagorðinu "Ekki meir!" og vísar til þess að íþróttahreyfingin líður ekki einelti, sé það til staðar eða komi það upp er unnið að því að uppræta það.  Hægt er að nálgast bæklinginn og veggspjaldið á skrifstofu ÍSÍ.  Bæklinginn má einnig skoða með því að smella hér.

Stöndum öll saman gegn einelti!

23.10.2013 13:22

Snæfell 75 ára

Til hamingju með 75 ára afmælið

Snæfell var stofnað 23 október 1938 og því 75 ára í dag.11.10.2013 14:33

Farsæl öldrun

Ráðstefnu um velferð eldri einstaklinga í íslensku samfélagi


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir ráðstefnu um velferð eldri einstaklinga í íslensku samfélagi í samstarfi við Háskóla Íslands. 

Ráðstefnan, Farsæl öldrun, verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 17. október. Meðal fyrirlesara verða Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ, Hermann Sigtryggsson, formaður nefndar um íþróttir 60+ á vegum íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir við LSH, Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið HÍ, Svanhildur Þengilsdóttir, yfirmaður þjónustudeildar aldraðra í Kópavogi, Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ, Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ, Gylfi Magnússon, dósent við Félagsvísindasvið HÍ og Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Þátttaka er án endurgjalds. Skráning á skraning@isi fyrir miðvikudaginn 16. október. Nánari dagskrá má finna hér.

11.10.2013 14:32

48. Sambandsþing UMFÍ

Selfoss - forskráning48. sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Stykkishólmi 12. - 13. október nk. Þingið hefst með setningu kl. 10:00 á laugardagsmorgni. Sambandsaðilar UMFÍ eiga samtals rétt á að senda 143 fulltrúa til þings.

HSH er með 5 fulltrúa á þinginu.

 

 
 
 
 
 
 
 

06.10.2013 02:24

Forvarnardagurinn 9 október

Forvarnadagurinn 2013 verður haldinn 9. október.

Forvarnadagurinn 2013 verður haldinn 9. október.

Forvarnardagur 2013 verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands,  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Íslenskar rannsóknir sýna að þeir unglingar sem verja minnst klukkustund á dag með fjölskyldum sínum eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna.

Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.

Blaðamannafundur vegna dagsins fer fram í Háaleitisskóla mánudaginn 7.október næstkomandi. Þar munu allir samstarfsaðilar flytja stutt erindi og fjalla um forvarnir í sínu starfi.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.forvarnardagur.is/.

06.10.2013 02:21

Lífshlaup framhaldsskóla

Keppnin er hafin í Framhaldsskólakeppninni

Lífshlaup framhaldsskólanna hófst  fimmtudag, 3. október og stendur til og með 16. október. 

Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. 

Enn er hægt að skrá sig til leiks. Skráning og nánari upplýsingar eru að finna hér eða inn á www.lifshlaupid.is


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir Lífshlaupi framhaldsskólanna í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Embætti landlæknis í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar.

06.10.2013 02:16

Frambið til stjórnar UMFÍ

umfi

 

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs UMFÍ rann út 1. október og hefur kjörnefnd yfirfarið framboðin. Uppfylla þau skilyrði 11. greinar laga UMFÍ varðandi framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ.

Eftirtaldir gefa kost á sér til formanns, stjórnar og varastjórnar UMFÍ á 48.sambandsþingi UMFÍ sem haldið verður í Stykkishólmi helgina 12.-13. október 2013:

 

 

Tveir gefa kost á sér til formanns UMFÍ:

Helga Guðrún Guðjónsdóttir                HSK
Stefán Skafti Steinólfsson                    USK

Tólf gefa kost á sér til stjórnar UMFÍ:

Björg Jakobsdóttir                                UMSK
Bolli Gunnarsson                                 HSK
Eirnar Kristján Jónsson                       UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir                      HSV
Gunnar Gunnarsson                            UÍA
Haukur Valtýsson                                UFA
Helga Jóhannesdóttir                          UMSK
Hrönn Jónsdóttir                                  UMSB
Inga Sigrún Atladóttir                           UMSE
Ragnheiður Högnadóttir                       USVS
Vignir Örn Pálsson                               HSS
Örn Guðnason                                     HSK

Sjö gefa kost á sér til varastjórnar UMFÍ:

Baldur Daníelsson                               HSÞ
Einar Kristján Jónsson                         UMSK
Eyrún Harpa Hlynsdóttir                      HSV
Gunnar Gunnarsson                            UÍA
Kristinn Óskar Grétuson                      HSK
Ragnheiður Högnadóttir                      USVS
Sigríður Etna Marinósdóttir                  HHF

03.10.2013 11:25

Líkamsræktin í Grundarfirði með fyrirlestur um lágkolvetnamatarræði.

Fyrirlestrar sem slegið hafa í gegn

Carb nite & Carb back loading by John Kiefer
Þá er komið að því að halda fyrirlestur í Grundarfirði sunnudaginn 6 okt kl 14:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar um lágkolvetnamatarræðið, Carb Nite og Carb back loading. Eddi og Sibba munu koma og heimsækja okkur og fræða okkur um þessi mál. Þau hafa fyrirlesturinn sem stendur í ca 2 klst og kostar 2.500 kr

Carb nite er sérstaklega hannað til að missa fitu...já missa FITU ekki bara þyngdartap!!
Allan tímann sem þú ert á carb nite ertu að missa fitu..líka af þessum erfiðum svæðum,eins og kvið,lærum,handleggjum og rassi..
Carb nite er lífstíll og hægt að vera á eins lengi og viðkomandi kýs.
Oft þá eru lífstíls-kúrar til að auka heilbrigði en minnka bara fitu% líkamans um lítið magn..
Sem betur fer þá hefur carb nite þann kost að hafa góð áhrif á insúlín næmni og hækkar góða kolesterolið og lækkar það slæma..

Skráning er hjá Þórey í síma 892-7917
 einnig hjá Steinunni í Stykkishólmi í síma 841-2000

25.09.2013 14:11

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Stykkishólmi dagana 12-13 október næstkomandi.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum og tillnefningum í stjórn og varastjórn UMFÍ.
Nú þegar hafa 2 aðilar lýst framboði til formanns UMFÍ,
Helga G. Guðjónsdóttir formaður  og Stefán  Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður UMFÍ.

Stefán Skafti gefur kost á sér

Stefán Skafti Steinólfsson 

Helga til formennsku

Helga Guðrún Guðjónsdóttir


Áhugasömum aðilum um framboð til stjórnar UMFÍ er bent á að setja sig í samband við kjörnefnd eigi síðar en 1 október, sjá neðar.

Ágætu sambandsaðilar,
Við viljum vekja athygli á því að á sambandsþingi UMFÍ 15.-16. október 2011 sem haldið var á Akureyri var gerð eftirfarandi breyting á 11. grein laga UMFÍ varðandi framboð til stjórnar og varastjórnar:
Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.
Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu a.m.k. þrír fulltrúar frá hverju kjördæmi þar sem starfandi er héraðssamband sem er aðili að UMFÍ. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri menn en þrjá úr hverju kjördæmi.
Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.
Á sambandsþinginu 2011 voru eftirfarandi einstaklingar kjörnir í kjörnefnd vegna framboðs til stjórnar og varastjórnar á sambandsþingi UMFÍ 12.-13.október 2013:
Kjörnefnd:
Kári Gunnlaugsson formaður
Svanur Gestsson
Ragnheiður Högnadóttir
Málfríður Sigurhansdóttir
Jón Páll Hreinsson
Björn Ármann Ólafsson varamaður
Jóhann Gunnlaugsdóttir varamaður

Tilkynna skal formanni kjörnefndar um framboð til stjórnar eða varastjórnar á eftirfarandi netfang karig@simnet.is eigi síðar en 1.október.
Formaður veitir upplýsingar í síma 891-9760.

Fyrir hönd kjörnefndar,
Kári Gunnlaugsson
formaður

24.09.2013 10:55

Afmælisdagur

Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu er 91 árs í dag.

16.09.2013 12:48

Íþróttadagur í Snæfellsbæ

16. september. 2013 

Íþróttadagur fjölskyldunnar í Snæfellsbæ

Íþróttadagur fjölskyldunnar var haldinn í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík síðastliðinn fimmtudag. Þar með hefst formlega að hausti íþróttastarf Víkings/Reynis. Fjölmenni var saman komið í íþróttahúsið af þessu tilefni. Þjálfarar voru á staðnum til að kynna starf vetrarins. Í vegur verður boðið upp á fótbolta, fimleika, sund og þá nýbreytni að hefja æfingar fyrir Skólahreysti. Einnig verður haldið námskeið í karate, fyrir þá sem hafa áhuga, en það verður kynnt síðar.

10.09.2013 14:08

Umsóknafrestur rennur út 1 okt

Íþróttasjóður

Íþróttasjóður starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð um sjóðinn nr. 803/2008.   

Sjóðurinn getur veitt framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

 • Sérstakra verkefna íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
 • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, einkum með áherslu á verkefni sem uppfylla einhver eftirfarinna skilyrða;
  • Stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga
  • Eflingu þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarfi
  • Auka gildi íþróttastarfs í forvörnum
  • Auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu
 • Íþróttarannsókna
 • Verkefnum samkvæmt 13. gr. íþróttalaga

Hingað til hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið haft umsjón með sjóðnum en frá og með hausti 2013 mun Rannsóknamiðstöð Íslands, Rannís annast umsýslu hans.

Fjárveiting sjóðsins er ákveðin á fjárlögum hvers árs. Íþróttasjóður hafði 17,9 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2013.

Hér má nálgast upplýsingar um úthlutun fyrri ára.


Umsóknir

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári.
Næsti umsóknarfrestur er til 1. október 2013. 

Umsóknir skulu vera á rafrænu formi. Athugið að ekki er hægt að stofna nýja umsókn í umsóknarkerfinu eftir kl. 17:00 þann 1. október en hægt er að senda inn stofnaðar umsóknir til miðnættis þann dag. 

Leiðbeiningar fyrir umsækjendur hér.

Rafræn umsókn hér.

Við mælum með að umsækjendur noti Firefox eða Chrome vafra við umsóknargerð.

10.09.2013 14:06

Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ

umfiUmsóknarfrestur um styrki í fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ er til 1. október en úthlutun styrkja verður síðan í byrjun nóvember. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Nánari upplýsingar eru  á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is undir styrkir en þar sækja umsækjendur um á umsóknareyðublaði sem þar er að finna. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 568-2929 og á netfanginu umfi@umfi.is.

10.09.2013 14:04

Hreyfitorg

Hreyfitorg, formleg opnun og málþing 13. september

10.09.2013

Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg verður opnaður með formlegum hætti föstudaginn 13. september  kl. 14. Í tilefni opnunarinnar verður á sama tíma haldið málþingið Þjálfun almennings - ábyrg þjónusta, upplýst val.

Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en aðrir aðstandendur vefsins eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Samhliða formlegri opnun Hreyfitorgs mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands taka við umsjón vefsins úr höndum Embættis landlæknis.

Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils).

Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu  framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.

Opnun Hreyfitorgs fer fram í upphafi málþingsins, sem stendur frá kl. 14:00 - 16:15. Þátttaka í opnuninni og málþinginu er án endurgjalds en skrá þarf þátttöku. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu eru á heimasíðu Embættis landlæknis.

10.09.2013 14:01

Göngum í skólann

Göngum í skólann hófst 4. september

Verkefninu Göngum í skólann var hleypt af stokkunum í sjöunda sinn miðvikudaginn 4. september síðastliðin og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Á vef Samgöngustofu má lesa frétt um mikilvægi þess að kenna börnum á umferðina, en þar eru meðal annars talin upp 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn hafi í huga og fræði börnin sín um.

Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 63 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árin, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26. 

Þeir skóla sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann þurfa að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á orvar@isi.is í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 28. ágúst. Ekkert kostar að skrá sig. 

Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Skólastjóri Álftanessskóla Sveinbjörn Markús Njálsson bauð gesti velkomna og sagði frá því hvað Álftanesskóli hefur gert í tilefni átaksins á undanförnum árum.

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sagði frá verkefninu og kynnti bakhjarla þess, en þeir sem standa að verkefninu eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Aðstandendur verkefnisins afhentu skólanum fána verkefnisins sem fær að blakta við skólann meðan á átakinu stendur. 

Við setninguna söng Sigríður Thorlacius við gítarundirleik Daníels Friðriks Böðvarssonar. Meðal annars tóku þau lagið Vegir liggja til allra átta sem verður að teljast viðeigandi þegar átak eins og Göngum í skólann er sett.

Verkefninu var svo hleypt formlega af stokkunum með því að nemendur úr Álftanessskóla gengu eða hjóluðu hring í nærumhverfi skólans. Einnig gengu krakkar úr leikskólunum á Álftanesi, Krakka- og Holtakoti. 

Í ár tekur Ísland þátt í sjöunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi fer skráning skóla mjög vel af stað, enn geta skólar bæst í hópinn. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 2. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október n.k.

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að: Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Draga úr umferð við skóla: Draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Betra og hreinna loft ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi. Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt" umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Samfélagsvitund eykst. Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna: Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.

Myndir með frétt


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16
Flettingar í dag: 2155
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292628
Samtals gestir: 253529
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 12:48:16