Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

14.02.2014 01:31

Hildur Björg Kjartansdóttir íþróttamaður HSH 2013


Í hálfleik hjá Snæfell og ÍR  voru íþróttamenn HSH 2013 útnefndir.
Íþróttamaður HSH og körfuboltamaður HSH
Hildur Björg Kjartansdóttir, SnæfellFrjálsíþróttamaður HSH Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Snæfell


Hestíþróttamaður HSH, Siguroddur Pétursson, Snæfelling


Blakmaður HSH, Bergur Einar Dagbjartsson, Umf.Grundarfjarðar
Svanhildur, systir Bergs tók við viðurkenninguni


Skotíþróttamaður HSH Unnsteinn Guðmundsson, Skotgrund


Knattspyrnumaður HSH, Einar Hjörleifsson, Umf.Víking


Kylfingur HSH, Hermann Geir Þórsson, Vestarr12.02.2014 10:19

Íþróttamaður HSH 2013

Á leik Snæfells og ÍR á fimmtudag verður íþróttamaður HSH 2013 útnefndur
Einnig er Vinnuþjarkur HSH útnefndur við sama tækifæri.


Stelpurnar byrja veisluna á því að fá Val í heimsókn (strax eftir þann leik spilar unglingaflokkur kvenna einnig við Val).
Strákarnir eiga svo stóran möguleika á því að koma sér vel fyrir í 8. sætinu en til þess þarf sigur og ekkert annað!
Komdu og taktu þátt í þessari veilsu með okkur. Það er ekki í hverri viku sem haldnar eru veislur, hvað þá í miðri viku.


11.02.2014 16:39

Hádegisfundur, af stað eftir meiðsli


Mánudaginn 17. febrúar kl.12:10 verður hádegisfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem Dr. Anna Hafsteinsson Östenberg sjúkraþjálfari og Vésteinn Hafsteinsson afreksþjálfari munu ræða þau ólíku sjónarmið sem upp geta komið á milli þjálfara afreksmannsins annars vegar og sjúkraþjálfarans hins vegar þegar íþróttamaðurinn er að fara aftur af stað eftir meiðsli. Hvenær er hann tilbúinn til æfinga eða keppni? Hver á að ráða, þjálfarinn eða sjúkraþjálfarinn? Fyrirlesturinn fer bæði fram á ensku og íslensku, er öllum opinn og þátttaka ókeypis. Skráning fer fram á skraning@isi.is 

11.02.2014 09:32

Erasmus, kynning 13 febrúar

Þér er boðið!

Kynning á Erasmus+

 


Erasmus+, ný mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun Evrópusambandsins, er komin á fullt skrið. Við hjá Evrópu unga fólksins bjóðum þér á kynningu í Sigtún 42, fimmtudaginn 13. febrúar frá klukkan 14-16. Þar verður farið yfir þau fjölmörgu tækifæri sem leynast í Erasmus+ fyrir æskulýðsgeirann á Íslandi.

Þú átt erindi á þessa kynningu ef þú starfar með ungu fólki á aldrinum 13-30 ára eða innan félaga ungs fólks. Farið verður ítarlega í þá styrkjamöguleika og verkefnagerðir sem standa æskulýðsgeiranum til boða og starfsmenn EUF munu sitja fyrir svörum á fundinum.
 
Þetta er tækifærið þitt til að komast almennilega inn í Erasmus+ og fá upplýsingarnar sem þú þarft til að taka þátt í evrópsku æskulýðsstarfi næstu árin!

Skráning fer fram hér:
http://bit.ly/1kvpEbzNámskeið í gerð umsókna og mótun verkefna

Fimmtudaginn 20. febrúar mun Evrópa unga fólksins halda námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að sækja um styrk í æskulýðshluta Erasmus+. Áhersla verður lögð á kynnast skráningarkerfum umsækjenda, umsóknareyðublaðinu og hvaða atriði það eru sem gera gott verkefni.

Námskeiðið verður haldið í Sigtúni 42 og verður frá klukkan 14-18. Skráning á námskeiðið verður auglýst síðar.
Sjáumst hress og kát í Sigtúni á fimmtudaginn!
Kveðja
Evrópa unga fólksins

11.02.2014 09:01

Langar þig á námskeið í Grikklandi


Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 15. til 29. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympísk gildi (Olympic Values) og sérstök áhersla er lögð á virðingu fyrir fjölbreytileikanum. 

 

Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en föstudaginn 1. mars n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin á heimasíðu ÍSÍ.

Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir. 

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sími 514 4000, ragnhildur@isi.is

Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ , ogwww.ioa.org.gr

04.02.2014 10:34

Hildur Björg Kjartansdóttir íþróttamaður Snæfells 2013

Hildur Björg íþróttamaður Snæfells árið 2013


Við óskum Hildi innilega til hamingju með nafnbótina

og hvetjum unga Snæfellinga að taka hana til fyrirmyndar. Hildur leggur alla jafna hart að sér og uppsker hún í takt við það. Hún er orðinn einn af mikilvægustu leikmönnum Snæfells og ein af þeim betri í deildinni.

28.01.2014 10:15

Fjarnám þjálfaramenntunar

Fjarnám í þjálfaramenntun - skráning í gangi!

28.01.2014

Fjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar og er skráning í fullum gangi.

Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar íþróttahreyfingarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Meðal efnis er kennslufræði íþrótta, íþróttasálfræði, íþróttameiðsl, skipulag íþróttaþjálfunar, næringarfræði íþrótta, uppbygging líkamans, prófun á þoli, styrk, hraða o.fl.  Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 17. febrúar og fjarnám 2. og 3. stigs hefst 24. febrúar.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Ítarlegri umfjöllun um fjarnámið má finna í annarri frétt hér á síðunni.

Allar upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ veitir Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og/eða í síma 460-1467.

28.01.2014 09:08

Framtíð landsmóta UMFÍ

Fundarherferð


Eins og samþykkt var á síðasta sambandsþingi UMFÍ er að fara af stað fundarherferð vegna stefnumótandi vinnu um framtíð Landsmóta UMFÍ. Fundir verða haldnir í öllum landsfjórðungum á næstu vikum.

Fyrsti fundur verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20.

Mikilvægt er að fá fólk á öllum aldri til að mæta og hafa áhrif og er fundurinn opinn öllum sem hafa áhuga á að koma að stefnumótun landsmótanna.

17.12.2013 14:01

Tölfræði úr íþróttahreyfingunni

Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2012

16.12.2013

Iðkendatölur ársins 2012 eru nú komnar út.  Fjöldi iðkana jókst á milli áranna 2011 og 2012 eða um 1,2% en samtals voru 119.810 iðkanir innan ÍSÍ árið 2011. 47% iðkana voru stundaðar af 15 ára og yngri. 60,9% iðkana voru stundaðar af körlum og um 39,1% af konum. Þegar kynjamunur í yngri hóp er skoðaður er munurinn minni, um 45% hjá stúlkum á móti 55% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var mest með 19.672 iðkendur, þá kemur golf með 17.129 iðkendur og hestaíþróttir með 10.783 iðkendur. Mesta hlutfallslega aukningin var í lyftingum en þar fór fjöldi iðkenda úr 293 á árinu 2011 í 459 iðkendur á árinu 2012.

Að baki iðkanafjölda eru tæplega 86.000 einstaklingar sem jafngildir því að tæp 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ og er það nánast óbreytt hlutfall frá árinu 2011.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um iðkendatölur ársins 2012 með því að smella hér. Einnig má finna upplýsingar um iðkendur eftir íþróttahéruðum með því að smella hér.

06.12.2013 11:54

Vel heppnað afmæli Snæfellings

Haldið var uppá afmæli Snæfellings á Vegamótum 2. desember en Snæfellingur er stofnaður á Vegamótum
og þótti okkur alveg tilvalið að velja þennan stað núna 50 árum seinna
Í tilefni dagsins voru veittar viðukenningar og 3 félagar voru heiðraðir, 2 félagar fengu svo Gullmerki ÍSÍ.
Þétt var setið en vel fór um okkur á Vegamótum, rúmlega 60 manns mættu í afmælið.
Allir sem ávörpuðu samkomuna ,takk fyrir hlý orð í garð Snæfellings.
Verðlaunahafar og aðrir sem hlutu viðurkenningu til hamingju með flottan árangur á árinu
Heiðurfélagar og Gullmerkisfélagar til hamingju, og takk fyrir frábært starf í þágu félagsins.
Kærir þakkir til allra á Vegamótum og til hamingju með flottan sal hjá ykkur.
 
 
Viðurkenningar  til knapa, en þessir krakkar tóku þátt í mótum í sumar og stóðu sig með mikilli prýði.
 
Barnaflokkur
Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Róbert Vikar Víkingsson, Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Inga Dís Víkingsdóttir
á myndina vantar Valdimar Hannes Lárusson
 
Unglingaflokkur
 
Guðrún Ösp Ólafsdóttir, Harpa Lilja Ólafsdóttir, Guðrún Margrét Siguroddsdóttir og Fanney O. Gunnarsdóttir
á mynda vantar Borghildi Gunnarsdóttir og Önnu Soffíu Lárusdóttir
 
Ungmennaflokkur
 
Hrefna Rós Lárusdóttir og Guðný Margrét tók við viðurkenningur fyrir Maiju Maaria Varis

Ræktunarverðlaun
Hryssur
4 vetra, Harpa frá Hrísdal, aðaleinkunn 7.93 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Rigning frá Bergi, aðaleinkunn 7.90 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra, Mátthildur frá Grundarfirði, aðaleinkunn 8,15 Ræktandi Bárður Rafnsson
7 vetra, Athöfn frá Stykkishólmi, aðaleinkunn 8.22 Ræktandi Lárus Hannesson
 
Gunnar , Anna Dóra, Bárður og Lárus
 
ktunarverðlaun hestar
4 vetra, Steggur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8.14 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Hylur frá Miðhrauni, aðaleinkunn 7.98 Ræktandi Ólafur Ólafsson
6 vetra, Hrynur frá Hrísdal, aðaleinkunn 8,45 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
 
 
Gísli Garðarsson og Gunnar Sturluson, Gísli tók við Ræktunarverðlaunum fyrir Ólaf Ólafsson
 
 
Íþróttaknapi
Siguroddur Pétursson
 
Ræktunarbú
Hrísdalur
Formaður Ásdís Sigurðardóttir, Siguroddur Pétusson og Gunnar Sturluson
 
Þotuskjöldurinn
Bjarni Jónasson fyrir hans frábæra starf að þremur síðustu fjórðungsmótum 
 
Lárus Hannesson, Bjarni Jónasson og Leifur Kr. Jóhannesson
 
Heiðursfélagar
 
?
Formaður Ásdís, Svavar Edilonsson, Halldís Hallsdóttir og Einar Ólafsson
 
Gullmerki Ísí
 
Garðar Svansson stjórnarmaður í Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands  veitti Gullmerki íSí, Högni Bæringsson og Leifur Kr. Jóhannesson

 

Þetta var ánægjuleg kvölstund og takk kærlega fyrir komuna.

 
 
 

05.12.2013 16:53

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans


05.12.2013

Í dag, fimmtudaginn 5. desember er alþjóðadagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni kynnir ÍSÍ sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn sem tekinn var í notkun á síðasta íþróttaþingi. Nú þegar eru um 70 manns að nota vefinn og hafa þeir skráð inn um 2.200 klukkustundir. Þessi vefur getur nýst íþróttahreyfingunni á margan hátt og því mikilvægt að fá sem flesta til að skrá inn sitt sjálfboðaliðastarf. 

  • 157.686 Íslendingar eru félagar í a.m.k. einu íþróttafélagi innan ÍSÍ eða um 49,3% landsmanna. 
  • Um 25.000 einstaklingar eru sjálfboðaliðar í stjórnum, ráðum og nefndum innan íþróttahreyfingarinnar
  • Enn fleiri sjálfboðaliðar koma að skipulagningu á kappleikjum, mótum og foreldrastarfi.

Í tilefni af Alþjóðadegi sjálfboðaliðans í dag, 5. desember 2013, vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum innan hreyfingarinnar fyrir sitt framlag í þágu íþrótta.
Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist á stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks hefur lagt íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, tekið þátt í foreldrastarfi eða aðstoðað við framkvæmd móta eða kappleikja.

Nýverið var tekinn í notkun sjálfboðaliðavefurinn "Allir sem einn". Megin markmiðið með vefnum er að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til þess að halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar.

Við hvetjum alla til þess að fara inn á  "Allir sem einn" og skrá inn sitt vinnuframlag. Með því móti náum við að gera störf sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar sýnilegri.

20.11.2013 23:51

Uppskeru hátíð hjá UMFG

20. nóvember. 2013 12:49

Uppskeruhátíð Umf. Grundarfjarðar

Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt sína árlegu uppskeruhátíð í gær. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir árangur síðasta vetrar og síðasta sumars. Eftir verðlaunaafhendinguna var svo boðið upp á happadrætti og flatbökuveislu. Loks var leikur Króatíu og Íslands sýndur beint á risatjaldi. Mikið fjör var því í Samkomuhúsi Grundarfjarðar en fjörið dvínaði þó þegar líða tók á leikinn.

20.11.2013 14:49

Ferðasjóður Íþróttafélag

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga

20.11.2013

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga er opið.  Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2013 rennur út á miðnætti föstudaginn 10. janúar 2014. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn.  Hægt er að fara inn á umsóknarsvæðið með því að smella hér eða smella á tengilinn "Ferðasjóður íþróttafélaga" hér hægra megin á heimasíðu ÍSÍ undir listanum "Gagnlegt". 

Við stofnun umsóknar er send vefslóð á uppgefið netfang tengiliðar, sem nýtist sem lykill inn á viðkomandi umsókn þar til umsókn er send.  Umsækjendur eru hvattir til að vanda frágang umsókna til að auðvelda og einfalda úrvinnslu þeirra.  Listi yfir styrkhæf mót er að finna á umsóknarsvæðinu og þar er einnig að finna svör við algengum spurningum.

Vinsamlegast hafið samband við Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra ÍSÍ í síma 514 4000 eða í gegnum netfangið halla@isi.is ef nánari upplýsinga er þörf eða ef þið hafið einhverjar ábendingar.

18.11.2013 11:28

Íþróttaiðkun jákvæð

Jákvæð áhrif íþróttaiðkunar á líðan ungmenna

11.11.2013

Frá árinu 1992 hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið stuðlað að því að gerðar hafa verið faglegar, samanburðarhæfar rannsóknir á högum, líðan og aðstæðum barna og ungmenna hér á landi undir heitinu Ungt fólk.   Hefur Ísland verið í fararbroddi þróunar á rannsóknum af þessu tagi mörg undanfarin ár. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk eru gerðar meðal nemenda í 5. til 10. bekk í öllum grunnskólum og í öllum árgöngum framhaldsskóla landsins með reglulegu millibili. Þær þykja einstæðar á heimsvísu m.a. sökum þess að þær ná til allra ungmenna í landinu sem mættir voru í skólann þá daga sem rannsóknin var lögð fyrir. 

Þann 7. nóvember sl. voru kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar og þar kom m.a. fram að mikil aukning hefur orðið frá árinu 2007 á íþróttaiðkun (4x í viku eða oftar) og þá sérstaklega meðal stelpna.  Árið 2007 sögðust um 29% stelpna æfa eða keppa með íþróttafélagi 4x í viku eða oftar en nú, árið 2013, segja um 42% stelpna að þær æfi eða keppi þetta oft.   Einnig kom fram að nemendur sem æfa íþróttir með íþróttafélagi eru síður líklegir til að upplifa sig einmana (sl. sjö daga fyrir könnun).  Um 17% nemenda sem segjast aldrei æfa íþróttir sögðust stundum eða oft finna fyrir einmanaleika á meðan hlutfallið er 7% meðal nemenda sem æfa fjórum sinnum í viku eða oftar.

Heildarniðurstöður úr rannsókninni verða gefnar út á bók og birtar á vef ráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf.

Sjá nánar um niðurstöðurnar: Ungt fólk 2013

18.11.2013 09:12

Uppskeruhátíð UMFG

UPPSKERUHÁTÍÐ !!


Uppskeruhátíð UMFG fyrir árið sem er að líða verður haldin í Samkomuhúsinu þriðjudaginn 19. nóvember 2013 klukkan 18:00.

Sökum þessa þá falla fimleikaæfingar niður þennan dag.

Eftir að uppskeruhátíð lýkur munum við horfa á íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggja sér farseðil til Brasilíu og fylla mallakút af flatbökum. 

Allir hvattir til að mæta í bláu.

Addi er að græjera stórt tjald í samkomuhúsið og við lofum góðri stemmingu á leiknum.

Uppskeruhátíðin byrjar klukkan 18:00
Landsleikurinn klukkan 19:15 

Allir velkomnir !!

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33