Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

01.06.2010 10:22

Hjólað til styrktar Snæfell

Föstudaginn 4. júní nk munu þeir kröftugu Helgafellsfrændur, Jón Bjarki Jónatansson og Þorgeir Ragnar Pálsson, hjóla frá Reykjavík til Stykkishólms. Þeir félagar ætla að tileinka hjólreiðaferð sína Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í körfubolta og í tilefni þess hafa þeir hvatt alla að heita á þá með frjálsum framlögum sem rennur til Kkd Snæfells. Áætlað er að leggja af stað frá Reykjavík klukkan fjögur um morguninn föstudaginn 4. júní og koma í Stykkishólm um klukkan 18 sama dag. "Við hvetjum fólk og fyrirtæki að heita á þá frændur með frjálsu framlagi á reikning Snæfells og til að gera þetta skemmtilegra er gaman að hafa krónutölu á hvern kílómeter, en til fróðleiks þá er kílómetrafjöldi frá Reykjavík um Hvalfjörð er 213 km. (Um göngin 172 km)," segir í tilkynningu frá félaginu.

Hægt verður að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim félögum.

 

 

 

Meðal annars mun Gísli Einarsson hitta þá á miðri leið í Borganesi, taka við þá viðtal og fylgjast með hjólreiðartúrnum fyrir RÚV. "Ef íbúar vilja slást í för með þeim félögum, og Snæfelli til stuðnings síðasta spölinn, þá er um að gera að láta slag standa, bóna hjólfákinn, smyrja keðjuna, herða bremsurnar og hjóla af stað. Gaman væri til dæmis að skella sér í hópinn við afleggjara Vatnaleiðar, Skjöld eða jafnvel Helgafell.

Með fyrirfram þökk til Helgafellsjötnanna Jóns Bjarka (Nonna Tana) og Þorgeirs Ragnars fyrir þeirra mikla framlag og ykkar allra sem viljið leggja málefninu lið." Næstu daga verður áheitablaði dreift í Stykkishólmi með upplýsingum um ferð félaganna og hvernig er hægt að leggja til framlög, en einnig verða upplýsingar á heimasíðu Snæfells og á Facebook. "Við tökum svo vel á móti þeim þegar þeir renna í Stykkishólm á föstudaginn og aldrei að vita nema að Jón Bjarki stórbarki hefji upp raust sína fyrir hópinn," segir að lokum í tilkynningu frá stjórn Kkd. Snæfells.

 

Frétt af Skessuhorni


25.05.2010 15:15

Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe

Móttaka til heiðurs Ólafi Rafnssyni
  Fimmtudaginn 20 mai var  móttaka sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands boðuðu til heiðurs forseta ÍSÍ Ólafi Rafnssyni, nýkjörnum forseta FIBA Europe.

Meðal þeirra sem mættu voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og íþróttamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ásamt mörgum formönnum sérsambanda, körfuknattleiksdeilda, íþróttabandalaga og Héraðssambanda. Fulltrúi HSH á móttökunni var Garðar Svansson formaður.


F.v.: Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og FIBA Europe, Katrín Jakobsdóttir íþróttamálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Gerður Guðjónsdóttir eiginkona Ólafs.

25.05.2010 11:00

Frí frá æfingum hjá UMFG

Frí frá æfingum
Þriðjudagur, 25 Maí 2010 08:25
Það verður frí frá æfingum á vegum UMFG í þessari viku nema að þjálfarar gefi annað upp. Æfingar á vegum UMFG hefjast aftur 1 júní.
 

20.05.2010 08:55

Hefur þú áhuga á að fara til Danmerkur?

Norræn ungmennavika í Suður Slesvig

Ungmennafélag Íslands hefur um langt skeið verið aðili að NSU ( Nordisk samorganisation for ungdomsarbete ) og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum með þeim.

 

NSU stendur fyrir ungmennaviku dagana 18. - 25. júlí 2010 sem verður haldin í Suður Slesvig á landamærum Danmerkur og Þýskalands. SDU, Sydlesvig Danske Ungdomsforeninger, skipuleggur ungmennavikuna og heldur utan um alla framkvæmdina. Ef þú ert 15 - 25 ára, þá er þetta kannski eitthvað fyrir þig.

 

Það er hægt að kíkja á www.sdu.de en þar má finna enn frekari upplýsingar um þetta allt.

 

Kostnaður við Ungmennavikuna er um 100.000.- ískr. pr. einstakling ( innifalið flug og þátttaka ). Ungmennafélag Íslands hefur ákveðið að styrkja 6 einstaklinga til fararinnar um kr. 50.000.- hvern.

 

Áhugasamir skulu skila inn umsóknum til UMFÍ á netfangið omar@umfi.is fyrir 28.maí 2010.

 

Í umsókninni skal koma fram nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang.  Einnig skal taka fram í hvaða héraðssambandi viðkomandi er í og áhugamál.

 

Héraðssambönd hafa sum hver styrkt þátttakendur vegna þátttöku þeirra í ungmennaviku.

 

Mynd: Frá Christianslyst í Suður Slesvig.

16.05.2010 14:34

Ólafur kjörinn forseti FIBA Europe

Ólafur Rafnson nýr forseti FIBA Europe

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, var kjörinn nýr forseti FIBA Europe til næstu fjögurra ára á ársþingi sambandsins sem haldið er í Munchen í Þýskalandi.  Ólafur keppti um forsetaembættið við Turgay Demirel forseta tyrkneska körfuknattleikssambandsins og varaforseta FIBA Europe.  Ólafur hlaut glæsilega kosningu en hann fékk 32 atkvæði gegn 19 atkvæðum Demirel.

FIBA Europe er eitt af stærstu íþróttasamböndum í heiminum og er óhætt að fullyrða að þetta embætti er hið stærsta sem sem íslenskur forystumaður innan íþróttahreyfingarinnar hefur gengt á erlendum vettvangi.

"Ég er þakklátur fyrir þennan góða stuðning sem ég fékk í þessu kjöri og þann heiður og það traust sem forystumenn körfuknattleikssambandanna innan Evrópu sýna mér. Enn fremur þann stuðning sem ég hef fundið fyrir á Íslandi. Ég er meðvitaður um þá miklu ábyrgð sem falin er í þessu embætti og hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru" sagði Ólafur Rafnsson nýkjörinn forseti FIBA Europe.

"Þetta er númer eitt mikill persónulegur sigur fyrir Ólaf að hljóta jafn glæsilega kosningu og raun varð sem og er þetta að sjálfsögðu sigur fyrir körfuboltan á Íslandi og íþróttahreyfingunna alla. Þetta var barátta sem við vissum að Ólafur gæti unnið því hann nýtur mikillar virðingar innan alþjóða körfuboltans og með þessum sigri Ólafs hefur verið skrifaður nýr kafli í íslenska íþróttasögu" sagði Hannes S.Jónsson formaður KKÍ.

HSH óskar Ólafi Rafnssyni hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega sigur.

13.05.2010 12:27

Hjólað í vinnuna

Þátttökumet í Hjólað í vinnuna
Þátttökumet hefur verið slegið í Hjólað í vinnuna. Nú hafa 540 vinnustaðir skráð 1257 lið til leiks með 8610 liðsmönnum. Í fyrra tóku 468 vinnustaðir með 1147 liðum og 8041 liðsmönnum þátt. En er hægt að skrá vinnustaði, lið og liðsmenn til leiks og hvetjum við alla sem eru enn að hugsa sig um að vera með því framlag hvers og eins telur fyrir heildarárangur vinnustaðarins.

Íþrótta- og Ólympiusambandið og samstarfsaðilar verkefnisins þakkar landsmönnum fyrir frábærar móttökur og vonar að Hjólað í vinnuna eigi eftir að verða árangursríkt fyrir þátttakendur.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24