Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

02.08.2010 21:16

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa HSH verður lokuð til 10 ágúst vegna sumarleyfa
Ef upp koma áríðandi málefni er hægt að hafa samband við
Hermund í síma 891-6949
og Garðar í síma 662-170917.07.2010 10:05

Átak gegn munntóbaksnotkun

Bagg er bögg

Bagg er bögg - Átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun

Sjúskaða hamstralúkkið er orðið vægast sagt mjög þreytt

KSÍ, Jafningjafræðslan og Lýðheilsustöð hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn notkun munntóbaks undir slagorðinu "Bagg er bögg".  Átakinu er ætlað að sporna við aukinni munntóbaksnotkun hjá ungu fólki, þar sem áhersla er lögð á unga knattspyrnuiðkendur.  Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ

Upplýsingar um skaðsemi munntóbaks er að finna á vef Lýðheilsustöðvar:  http://www.lydheilsustod.is/munntobak

17.07.2010 10:02

Umhverfisverðlaun UMFÍ

Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs voru afhent á fimmtudaginn í Nauthól í Nauthólsvík og var það hin þjóðkunni Ómar Ragnarsson sem hlaut þau að þessu sinni fyrir baráttu sína fyrir verndun náttúru Íslands.

 

Það voru formaður UMFÍ, Helga G. Guðjónsdóttir og Ómar sjálfur sem afhjúpuðu minnisvarðann.

 


Á sama tíma var verið að úthluta styrkjum úr Pokasjóði og voru það rúmlega fimmtíu aðilar sem fengu styrki að þessu sinni, samtals að upphæð kr. 50.000.000.

 


UMFÍ hlaut kr. 2.000.000 í styrk í umhverfisverkefnið "Hreint land, fagurt land" sem hugsað er sem þjóðþrifaverkefni til þriggja ára þar sem áherslan er á að ná fram hugarfarsbreytingu hjá almenningi um að henda ekki rusli úti í náttúrunni eða í sínu nánasta umhverfi.

 

Mynd: Frá afhendingu Umhverfisverðlauna UMFÍ og Pokasjóðs í blíðviðrinu í Nauthólsvík í dag.

17.07.2010 09:59

Nýr Skinfaxi kominn út

2. tbl. ársins 2010 af Skinfaxa, tímariti Ungmennafélags Íslands, er komið út og er það að stórum hluta helgað umfjöllun um Unglingalandsmótið sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.


Í blaðinu er sagt frá undirbúningi mótsins í máli og myndum. Viðtöl eru við framkvæmdaaðila og aðra þá sem komið hafa nálægt undirbúningi mótsins og þátttakendur sem hafa sótt fyrri mót.


Einnig eru fréttir úr hreyfingunni sem og starfinu sem er afar líflegt eins og jafnan. Mikið er að gerast og ljóst að spennandi tímar eru fram undan í ungmennafélagshreyfingunni.


Í blaðinu er ennfremur sagt frá fjölskyldudegi UMFÍ, afmælishátíð HSK of frjálsíþróttaskóla UMFÍ svo eitthvað sé nefnt.

17.07.2010 09:57

Umhverfissjóður UMFÍ

Auglýst er eftir umsóknum úr Umhverfissjóði UMFÍ - Minningarsjóði Pálma Gíslasonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, fyrrverandi formanns UMFÍ, ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum.


Reglugerð um sjóðinn ásamt umsóknareyðublaði er á heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir styrkir. Umsóknum skal skila til skrifstofu UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík fyrir 1. ágúst 2010.

08.07.2010 09:52

Sandara og Rifsaragleði 2010

http://www.snb.is/images/Mynd_0184130.gifSandara- og Rifsaragleði 2010

Föstudagur 9. júlí

kl. 13:00 Sjóstöng í Skarðsvík á vegum þjóðgarðsins, kl. 13:00  - 15:00  

kl. 16:00 Hetja Gamanleikur eftir Kára Viðarsson byggður á Bárðarsögu frumsýning (uppselt),

    Önnur sýning kl. 18:00  Forsala frystiklefinn@gmail.com

kl. 17:00 Bryggjumót Sjósnæ í Ólafsvíkurhöfn. Allir krakkar velkomnir, verðlaun og grill

kl. 17:30 Slysósúpa í íþróttahúsinu  ,, Eru sundfit í súpunni ? " kl. 17:30 - 22:00  

    Guðrún Lára, Siggi Gísla o.fl. spila, öllum gestum velkomið að taka þátt

kl. 18:00 Afhjúpun upplýsingaskiltis um Brekknalendingu við listaverkið ,,Beðið í von"

kl. 18:00 Hæfileikakeppni í Röstinni fyrir krakka á öllum aldri. Skráning hjá Sirrý 895-6717

kl. 20:00 Opnun Hvítahússins í Krossavík ljósmyndasýningin ,,Gárur", Steingerður Ártúni

kl. 21:00 Fjölskyldu styrktartónleikar í Röst, fyrir nýja björgunarsveitahúsið í Rifi

    Hljómsveitin Bros ásamt gestum, flytur ,,Bros-spóluna" í heild sinni

kl. 23:00 Tónleikar ,,Drimbur - eins og ég er" Pálmi Almars á Hótel Hellissandi

Sýningar um helgina 

Átthagastofa Ljósmyndasýning, Gunnar Óli Sigmarsson  Opið kl. 10-17

Gamla Rif Ljósmyndasýning ,,Manstu gamla daga"

Hótel Hellissandur Málverkasýning, Guðrún Lilja Bjarnadóttir

   Myndasýning frá hellissandur.is  rúllar alla helgina. Skannaðar myndir, filmur og

   fleira til setja inn á hellissandur.is. kl.13-16 laugar- og sunnud, Haukur Sig. 892-5561

Hvítahúsið Krossavík Ljósmyndasýning, myndir úr Krossavík, Steingerður í Ártúni

Kaffi Sif  Málverkasýning, Jökull Herbertsson

Pakkhúsið opið kl. 11-17

Sjávarsafnið Ólafsvík Skúlptúrar, Hjördís Alexandersdóttir, opnar kl. 14:00 laugard.

Laugardagur 10. júlí

                Sandaragleði-golfmót HH á Fróðárvelli    Skráning á golf.is

kl. 10-12 Opin hús  Lárusarhús hjá Erlu og Erni og Ytra Vinarminni hjá Erlu og Sigga

kl. 13-15 Opið hús Fögruvellir hjá Huldísi og Hildi. Sögur um húsin og myndir vel þegnar

kl. 11:00 Barnastund á vegum þjóðgarðsins í Tröð

kl. 12:00 Hjólreiðarallý 97 og yngri og 94-96. Mæting við skólann Skráning Maggi skólast.j 894-9903

kl. 12:00 Göngutúr með Skúla um Hellissand, gengið frá Hraunprýði

kl. 13:00 Röst               

    Kvenfélagsvöfflur

    Markaður kl. 13:-16 Sala eigulegra muna - öllum velkomið að selja

     Alexandra Matthíasdóttir teiknar andlitsmyndir og sýnir myndir

     Andlitsmálun í boði Landsbankans

     Á flötunum úti og við Höskuldsá Kubb, sílaveiði ...

kl. 13:00  Gufuskálar - Fjáröflun fyrir nýja björgunarsveitahúsið í Rifi. kl. 13:00 - 18:00   

     Rebbi svifbraut-aparóla fyrir 14 ára og eldri           Sig fyrir 8-12 ára

kl. 14:00  Skúlptúrar, Hjördís Alexandersdóttir opnar sýninguna kl.14:00 í Sjávarsafninu

kl. 14:00  Kaffikynning ,,Eldur Asteka" frá Kaffitár og kaffibjór í Gamla Rifi kl. 14:00 -16:00

kl. 15:00  Leikhópurinn Lotta í Tröð í boði Landsbankans

kl. 15:00  Björgunarsveitahúsið í Rifi  ,,Opið hús - myndasýning" kl. 15:00-17:00

kl. 15:00  Strandblakvöllur vígður á grasvelli Umf. Reynis. Allir mega taka þátt í blakinu

kl. 16:00  Hetja gamanleikur byggður á Bárðarsögu,  seinni sýning kl. 18:00

kl. 16:00  Uppsetning upplýsingaskiltis á Skálasnagavita á vegum þjóðgarðsins

kl. 18:00  Götugrill Grillað í öllum götum   Allir velkomnir með sitt góss

kl. 22:00  Kaffi Sif   Guðrún Lára trúbador

kl. 23:30  Ball í Röst Heimahljómsveitin Ungmennafélagið leikur fyrir dansi, 2.500 kr. inn

                 Peningar fyrir aðgöngumiða flýta fyrir    Allur ágóði rennur til Umf. Reynis

Þakkir: Esjar ehf, Hraðbúðin, Landsbankinn, Nónvarða ehf, Snæfellsbær, Steinprent


06.07.2010 13:57

Rúnar Geirmunds, Evrópumeistari

Rúnar Geirmundsson varð evrópumeistari í kraftlyftingum núna á Akureyri 25 júní, og bætti íslandsmet í réttstöðulyftu um 22,5 kg, eða 182,5 kg. Honum tókst ekki að bæta íslandsmet í bekkpressu og í hnébeygju eins og hann stefndi á. það skiptir samt ekki máli þar sem að hann á íslandsmetin sjálfur fyrir. Rúnar var búinn að æfa mjög stíft í nokkra mánuði fyrir þetta mót. Hann tók mataræðið í gegn og léttist um 3 kíló og var ekki nema 64 kíló, semsagt tók næstum því þrefalda líkamsþyngd í réttstöðulyftu og fékk alveg helling af stigum, þar sem að úrstlitin ráðast af því hversu þungur þú ert á móti því hversu miklu þú lyftir. Þannig að hann ætlar að reyna að vera í -67,5 kg flokknum og taka 200 kíló í réttstöðulyftu í nóvember.

 

Heiðar Geirmundsson (bróðir Rúnars) er búinn að þjálfa hann frá því að hann byrjaði og ætla þeir bræður að fara út til Florida og keppa saman á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum, Rúnar sagði í viðtali við skessuhornið fyrir stuttu að hann ætlaði að vera sterkastur í heimi og núna tekur við eitt og hálft ár í stífum æfingum, þar sem að hann stefnir á að verða heimsmeistari í 75 kg flokki í Nóvember 2011 á Florida. Heisi fer með honum út sem þjálfari og ætlar sjálfur að verða heimsmeistari.

 

Nú eru þeir bræður að fara í það að safna styrkjum fyrir ferðina því að þetta mun kosta sitt. Áætlað er að þetta ferðlag muni kosta þá  hátt í milljón.

Rúnar vill koma fram miklum þökkum til Grundarfjarðarbæjar, UMFG og HSH sem styrktu hann til Akureyrarferðarinnar.

Núna eiga Grundfirðingar evrópumeistara í Kraftlyftingum og verður gaman að sjá hvort að við bætist

heimsmeistaratitill á næsta ári. Áfram Rúnar.

06.07.2010 09:29

Tilraunalandið

Tilraunalandið á ferð um landið

Tilraunalandið verður í Stykkishólmi í dag frá kl. 10 til 17 við Grunnskólann og á Grundarfirði miðvikudaginn 7. júlí  við Samkomuhúsið frá kl. 12:00 til 18:00.

Þar sem komið verður upp tveimur vögnum með fjörugum tilraunum. Um er að ræða samstarfsverkefni Norræna hússins, Háskóla Íslands og Landsvirkjunar. Markmið sýningarinnar er að kynna og kanna undraheima vísindanna, veita innblástur og vekja forvitni. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

 

Sjá nánar kynningu á sýningunni.

30.06.2010 07:24

Áfram Afríka - Boð til aðildarfélaga

Ljósmyndasýning Páls Stefánssonar í KSÍ

Nú stendur yfir ljósmyndasýning Páls Stefánssonar, Áfram Afríka,  á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.  Sýningin var áður í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og hafði Áhugamannafélagið Afríka 20:20 frumkvæði að samstarfi á milli KSÍ, Páls og bókaútgáfunnar Crymogea um uppsetningu sýningarinnar í húsnæði KSÍ. Myndir á sýningunni er að finna í samnefndri ljósmyndabók.

Ljósmyndasýningin er opin almenningi og íþróttafélögum á virkum dögum í sumar, frá klukkan 8 - 16. Líkt og með bók Páls er markmið sýningarinnar að veita innsýn í mikinn áhuga á fótbolta í löndum Afríku og að lífið þar snýst líka um leik og skemmtun. Myndir Páls sýna greinilega hversu ríkur þáttur knattspyrnan er í lífi Afríkumanna og á mörgum myndanna má finna allra hreinasta form grasrótarknattspyrnu.

Aðildarfélög KSÍ eru hvött til að koma í heimsókn til KSÍ og skoða sýninguna.  Slík heimsókn gæti hentað vel fyrir hópa iðkenda, t.d. úr yngri flokkum eða knattspyrnuskólum félaganna.  Ef um hópferð er að ræða mun Afríka 20:20 jafnframt bjóða upp á sérstaka kynningu á Afríku, og verður þá fjallað um sögu álfunnar, menningu og samfélag.  Nokkurra daga fyrirvara þarf þó á slíkri heimsókn með kynningu og er aðildarfélögum bent á að hafa samband við Ómar Smárason hjá KSÍ (omar@ksi.is).

15.06.2010 08:28

Lagabreytingar hjá Snæfell

Laga breytingar hjá Snæfelli

 

2. gr. d liður

Að vinna gegn allri tóbaksnotkun, neyslu áfengis og annarra skaðnauta.

 

10. gr.
Stjórn félagsins er heimilt að veita félagsmanni tiltal, áminningu eða víkja honum úr félaginu hafi hann sannanlega í orði eða verki unnið gegn félaginu eða markmiðum þess og siðareglum. Áður skal siðanefnd skipuð af stjórn taka til meðferðar mál viðkomandi félagsmanns og leggja fram tillögur um aðgerðir til stjórnar ef þörf er á. Nefndinni er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði eða eftir ábendingu stjórna einstakra deilda eða félagsmanna. Stjórn skal veita félagsmanni andmælarétt áður en tiltal, áminning, tímabundin brottvikning eða brottrekstur er ákvörðuð. Komi til brottvikningar eða brottreksturs getur félagsmaður skotið málum til aðalfundar félagsins.

 

24. gr.

Aga- og siðanefnd félagsins er tilnefnd á aðalfundi félagsins til eins árs í senn. Hún skal skipuð formanni ásamt 4 öðrum aðilum, tveimur af hvoru kyni sem ekki eru tengdir stjórnum félagsins. Kjósa skal tvo varamenn, einn af hvoru kyni. Komi upp mál sem vísað er til nefndarinnar hefur formaður og stjórn viðkomandi deildar sem málið tengist, rétt á að koma á fund með aga- og siðanefnd og koma skoðunum þeirra á framfæri. Hvorki formaður né stjórnarmenn skulu sitja fund þar sem endanleg niðurstaða er rædd og tekin. Við meðferð máls er nefndinni heimilt að leita sér upplýsinga eða aðstoðar utan félagsins um hvað eina sem má verða til að upplýsa um málavexti. Nefndin skal hafa siðareglur félagsins til hliðsjónar þegar mál eru tekin fyrir. Aðila skal ávallt gefinn kostur á að koma að sínu sjónarmiði áður en mál er tekið til afgreiðslu.

14.06.2010 11:42

Heimsókn frá UMFÍ

Sigurður Guðmundsson, þjónustufulltrúi hjá UMFÍ kom við á skrifstofu HSH rétt í þessu,  en hann
er á ferð um vesturland með gögn vegna Ganga.is.

Var hann búinn að kom við í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar og sundlaug Grundarfjarða.
Leið hans var svo áfram í Stykkishólm og þaðan inn í dali.
09.06.2010 07:25

Hjólað fyrir Snæfell, heimakoma


Þorbergur, Þorgeir (Toggi). Jón Bjarki (Nonni). Gunnar.

Eins og áður hefur komið fram hjóluðu þeir frændur Jón Bjarki og Þorgeir frá Reykjavík til Stykkishólms síðasta föstudag

Jón Bjarki og Þorgeir komu í Hólminn kl 20:30 eftir að hafa hjólað frá Reykjavík. Þeir frændur ákváðu að hafa þennan hjólasprett til heiðurs kkd Snæfells og hvöttu alla til að heita á þá. Allt saman gekk þetta vel þó eitt dekk hafi sprungið en eftir að Helgafellssveitin blasti við í allri sinni dýrð þá héldu þeim engin bönd og var stigið afkrafti sem aldrei fyrr.

Kkd Snæfells þakkar þeim kraftmiklu frændum Nonna og Togga hjartanlega heiðurinn að fá að vera með svo flottu framtaki og fyrir stuðninginn.  

 

Stjórn kkd Snæfells

03.06.2010 09:49

Hættu að hanga

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

,,Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga" fer fram dagana 5. júní til 16. september 2010. Verkefnið stendur því yfir í 103 daga en í ár eru liðin 103 ár frá stofnun UMFÍ. Öllum er heimil þátttaka, óháð aldri og hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni og hópa /fyrirtækjakeppni eða vera með í báðum keppnunum.

 

Þátttakendur skrá niður sína hreyfingu inn á ganga.is eða safna stimplum í göngubók. Göngubókina er hægt er að nálgast á flestum N1 bensínstöðvum landsins og í flestum sundlaugum landsins. Þátttakendur geta nálgast stimpil fyrir sína hreyfingu í afgreiðslu sundlauga landsins. 

 

Einstaklingskeppni

Til að taka þátt í einstaklingskeppninni geta þátttakendur skráð sig til leiks inn á ganga.is eða fengið göngubók á næstu N1 bensínstöð eða í sundlaugum landsins.  Þátttakendur geta nálgast stimpil fyrir sína hreyfingu í afgreiðslu sundlauga landsins.  Sú hreyfing sem hægt er að skrá  eða fá stimpil fyrir er að ganga eða skokka 3 kílómetra, ganga á fjöll, hjóla 5 kílómetra eða synda 500 metra.

 

Sérstök viðurkenning verður veitt þeim sem hreyfa sig í 30, 60 eða 80 skipti. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig fá heppnir þátttakendur gjafabréf frá Zo-on eftir 30,60 og 80 skipti.


Fyrirtækjakeppni
Fyrirtækjakeppnin fer fram á sama tíma og einstaklingskeppnin. Öll fyrirtæki og/eða hópar geta tekið þátt í verkefninu. Fyrirtækið/hópurinn skráir sig til leiks inn á vefnum ganga.is. Fyrirtækið/hópurinn þarf að setja hópinn sinn í réttan flokk eftir fjölda meðlima í hópnum. Fyrirtækið/hópurinn skráir niður þegar einhver úr hópnum gengur eða skokkar 3 kílómetra, gengur á fjöll, hjólar 5 kílómetra eða syndir 500 metra. Þeir þrír hópar sem hreyfa sig mest og í flesta daga fá svo verðlaun.
Einnig keppa fyrirtæki í því hvaða þátttakendur hvers fyrirtækis hafa gengið á flest fjöll.

 

Hægt er að skrá fjallgönguna ýmist þegar hópurinn fer saman eða þegar einstaklingar úr hópnum fara einir eða í öðrum hópi í ferðir á fjall. Sambandsaðilar hafa stungið uppá fjöllum sem verða sérstaklega auglýst til að ganga á en vitaskuld er leyfilegt að skrá inn önnur fjöll til keppni en þau sem tilgreind hafa verið sérstaklega. Fyrirtækin/hóparnir geta síðan skráð stutta lýsingu á ferðinni og sett myndir inn á ganga.is síðuna. Þau fyrirtæki / hópar sem fara flestar ferðir upp á fjöll fá verðlaun. 


Fjölskyldudagur UMFÍ 5. júní
Fjölskyldudagur UMFÍ verður haldinn við rætur Miðfells í Skeiða- og Hrunamannahreppi. Dagurinn verður haldinn í samvinnu við HSK þann 5. júní í því augnamiði að vekja athygli á verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla synda eða ganga sem og öðrum þeim góðu verkefnum sem UMFÍ hefur fram að færa á sviði almenningsíþrótta nú um stundir. Á þessum degi verður skipulögð dagskrá með skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna.

 

Hluti af dagskránni verður ganga á Miðfell sem er eitt af tveimur fjöllum sem HSK hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Farið verður með póstkassa upp á fjallið á þessum degi og fólk hvatt til að skrifa í gestabókina þegar komið er á toppinn. Stefnt er á að sem flest héraðssambönd fari með kassana sína þennan sama dag.


Helgi á göngu
Helgi á göngu er verkefni til minningu um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gengur útá að skipulagðar gönguferðir á vegum UMFÍ tiltekna helgi þeir dagar sem skipulagðar göngur verða eru 23. - 27. Júní. Göngurnar verða skipulagðar víðs vegar um landið á einhverri af þeim gönguleiðum sem merktar hafa verið á vegum hreyfingarinnar.


Grunnskólaganga UMFÍ
Verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga verður formlega slitið með grunnskólagöngu UMFÍ. Markmið göngudagsins er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágreni síns skóla og í sveitarfélaginu sem og mikilvægi hreyfingar. Hugmyndin af deginum er sú að nemendurnir vinni sérstakt verkefni fyrir grunnskóladaginn tengt verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! 

 

Verkefnið felst í því að nemendurnir vinni í hópum við að finna gönguleiðir í nágrenni skólans eða í sveitafélaginu sínu sem ekki eru nú þegar að finna á vefnum ganga.is. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingar um leiðina og mynd af hópnum sem vann gönguleiðina inn á UMFÍ. UMFÍ mun senda skólunum skilti til að setja við upphaf hverra gönguleiðar og þar að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og sitt framlag.

 

Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla. Dagana 8. - 16. september geta nemendur í samráði við kennara tekið frá einn dag til að ganga einhverja gönguleið að eigin vali.  

03.06.2010 09:30

Leikjanámskeið Snæfells

Leikjanámskeið Snæfells í sumar
02.06.2010 10:55

Aðalfundur Reynis

Aðalfundur Reynis var haldinn í Röstinni í gær, 1 júní
Kjörinn var ný stjórn og er Þóra Olsen form.
Stjórn Víkings mætti og sátu fundinn sem gestir og var góð umræða um
samstarf félagana undir nafni Víkingur Reynir. Voru allir sammála um nauðsyn
þess að það starf gangi vel.
Góð umræða var um starfið framundan og framtíð Reynis.
Garðar Svansson form HSH sótti fundinn ásamt Alexander Kristinssyni ritara HSH

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24