Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

30.11.2010 11:49

Getraunaleikur UMFG

Hér er staðan í getraunaleik UMFG eftir 10 umferðir.

Hjónin eru með forystu og leiða með 87 stig. Þeir Tommi og Jón frímann reka lestina með
66 stig


Staðan 28 Nóv.
Leikvika 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 STAÐAN
Hópur                      
1 Hjónin 8 8 8 9 10 10 9 9 6 10 87
2 Sæstjarnan 7 9 7 7 10 10 10 10 7 7 84
3 Trukkarnir 8 11 8 5 8 11 8 9 8 7 83
4 H.G. 7 8 7 8 10 9 11 11 7 4 82
5 Sjóarar 8 8 8 7 9 10 8 11 6 7 82
6 Litla ljónið 9 7 6 5 8 12 10 11 5 8 81
7 Grafarþögn 8 8 5 6 11 10 10 8 7 7 80
8 Asiska undrið 7 10 6 5 9 9 10 9 5 9 79
9 G-42 3 10 8 5 9 10 10 8 7 9 79
10 Púkarnir 7 7 8 8 8 9 8 10 5 9 79
11 Sverðdís 7 9 7 5 9 8 9 8 7 10 79
12 Önundur 7 5 8 7 10 11 8 8 8 7 79
13 Albatross 9 7 7 6 8 11 8 8 6 8 78
14 2 efnilegir 7 11 9 7 7 9 7 9 5 6 77
15 Bryggjupollar 7 7 8 6 8 10 9 9 6 7 77
16 N1 9 6 6 8 9 10 9 9 5 6 77
17 S.G. Hópurinn 7 6 7 6 8 11 9 7 7 9 77
18 2 í glasi 6 8 6 6 8 10 9 8 7 8 76
19 Meistararnir 7 6 8 7 9 10 8 10 5 5 75
20 Synir Satans 6 9 9 7 8 9 5 6 8 8 75
21 Frænkan 5 6 11 3 10 10 7 8 7 7 74
22 Kaffi 59 3 6 6 7 10 8 9 8 8 8 73
23 Sérfræðingarnir 3 8 7 3 10 10 7 9 8 8 73
24 Grobbelear 7 8 6 5 8 10 8 8 6 6 72
25 Pétursson 7 10 7 6 7 11 7 8 6 3 72
26 Timon og Pumba 7 6 7 7 7 10 8 7 7 6 72
27 What ever 6 8 6 5 7 10 7 9 6 8 72
28 2  Bjartir 7 7 8 4 9 7 7 9 6 5 69
29 The blondies 3 7 8 4 9 9 6 8 8 7 69
30 Pungarnir 3 6 9 6 6 9 6 9 8 6 68
31 Sæbjúgun 6 5 5 7 9 7 8 9 6 6 68
32 Up the irons 6 5 5 6 10 8 5 9 5 7 66

24.11.2010 12:16

Formannafundur ÍSÍ 2010

Formannafundur ÍSÍ 2010


15.11.2010 08:01

Fréttir úr akstursíþróttum

Akstursíþróttamenn á Vesturlandi

 Lokahóf ÍSÍ / LÍA (landssamband íslenskra akstursíþrótta) fór fram laugardagskvöldið 30. október sl. Á lokahófinu voru afhent verðlaun í ýmsum tegundum akstursíþrótta og undirflokkam þeirra. Fulltrúar Snæfellsbæjar í hópi verðlaunahafa voru þeir Einar Sigurðsson og Símoin Grétar Rúnarsson úr Staðarsveit, þeir félagar komu hressilega á óvart með glæsilegum akstri í rallkeppnum sumarsins.  

Hæst ber þó líklega árangur þeirra í Snæfellsnesrallinu þar sem að þeir slógu reyndari mönnum við og unnu rallið. Á lokahófinu var þeim félögum veittar viðurkenningar, Einar hlaut viðurkenningu sem nýliði ársins ökumaður í ralli og Símon hlaut viðurkenningu sem nýliði ársins aðstoðarökumaður í ralli. Þeir félagar Símon og Einar enduðu í fjórða sæti til Íslandsmeistara í ralli þegar keppnistímabilinu lauk og er það mjög góður árangur þar sem að þeir eru á fyrsta ári í sportinu.

Fleiri akstursíþróttamenn af Vesturlandi hlutu verðlaun á lokahófinu því að Íslandsmeistari í flokki sérútbúina götubíla í torfæru kemur úr Búðardal og heitir Bjarki Reynisson.

Á meðfylgjandi mynd sem Raggi M tók eru kapparnir saman með verðlaunagripina, við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

 

Frétt úr Jökli 11.11.2010

03.11.2010 19:07

Kráarviska á Rökkurdögum

Pub Quiz

Meistaraflokkurinn stendur fyrir pub quiz á fimmtudagskvöldið... þetta er inní dagskrá Rökkurdaga í Grundarfirði og hefjast herlegheitin kl 20:00 á Kaffi 59
Þemað að þessu sinni er kvikmyndatengt og munu Jón Frímann og Tommi sjá um að semja og taka að sér hlutverk dómara og spyrils. Jón Frímann mun mjög líklega fara með gamanmál í hléi.

Strax eftir pub quizið verður kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur með kvikmyndasýningu.


Líklega munu þessir kappar fara mikinn þarna.

01.11.2010 14:34

Forvarnardagurinn

Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli

forvarnardagurinn_-_2010Forvarnadagurinn er haldinn 3. nóvember að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er styrkt af Actavis. Yfirskrift forvarnadagsins er Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli.

 

Rannsóknir fræðimanna við HÍ og HR leiða í ljós að samverustundir barna og foreldra og þátttaka ungmenna í skipulögðu frístundastarfi eru þær forvarnir sem eru einna öflugastar fyrir þennan aldurshóp.

 

Meginþungi átaksins verður í grunnskólum landsins og er 9. bekkur markhópurinn.  Miðað er við að ein kennslustund að minnsta kosti verði helguð verkefninu í öllum 9. bekkjum á landinu og munu fulltrúar frá ÍSÍ, UMFÍ og Bandalagi íslenskra skáta, heimsækja nemendur og kynna verkefnið ásamt því að kynna sín samtök. Net-ratleikur sem samtökin hafa útbúið hefur það að markmiði að krakkarnir fari á heimasíður samtakanna þriggja og leiti þar svara og kynni sér um leið starfssemi samtakanna.


 
Sambandsaðilar Ungmennafélags Íslands standa fyrir fjölbreyttu íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land. Þátttaka í þannig starfi hefur mikið forvarnagildi. Í gegnum tíðina hefur hreyfingin staðið fyrir forvarnaverkefnum og mun gera áfram.

 

Flott án fíknar er forvarnaverkefni ætlað ungu fólki í grunnskólum og framhaldsskólum, sem tekur til þriggja þátta, neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt.
Hugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Að fresta eins lengi og hægt er að hefja notkun vímugjafa og að fara eftir lögum um kaup á og notkun slíkra efna. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða unglingsárunum, sem vara fram að tvítugu, á heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímuefna.


 
Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Sælingsdal hafa verið reknar um fimm ára skeið. Þangað koma nemendur úr 9. bekk grunnskólans og taka þátt í skipulagðri dagskrá sem inniheldur færðslu, skemmtun, íþróttir, forvarnir, kvöldvökur, útivist, heimavistarlíf o.fl.

 

Unglingalandsmót eru haldin á hverju ári um verslunarmannahelgina. Mótin eru sannkölluð fjölskyldumót þar sem foreldrar og börn koma saman í leik og keppni og áfengi er ekki haft um hönd. Mótin eru ætluð ungu fólki frá 11 - 18 ára og fjölskyldum þeirra og þátttaka fjölskyldunnar í þeim svarar vel kalli niðurstaðna frá forvarnadeginum þar sem unga fólkið leggur mikla áherslu á að fjölskyldan eyði ákveðnum tíma saman.

 

Ungmennafélag Íslands er stolt af því að starfið innan þess sýni að það hafi mikið forvarnargildi. Frá upphafi hefur hreyfingin lagt áherslu á íþróttir og félagsstarf sem heilsueflingu og mannrækt. Áherslan er á að allir geti tekið þátt og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi sem veitir þeim gleði og lífsfyllingu.

 

Forvarnadagurinn er ekki síður áminning til okkar fullorðna fólksins en unglinganna. Það er okkar að leggja línurnar og senda þau skilaboð að unglingar neyti ekki tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna en taki aftur á móti virkan þátt í heilbrigðu íþrótta - og félagsstarfi.

 


Samvera - þátttaka og að sniðganga vímuefni sem lengst er góður grunnur fyrir lífið. Eins og allt annað sem á að vera vel gert þarf grunnurinn að vera góður.

 

Unglingsárin eru fá og við sem erum fullorðin þurfum að styðja unga fólkið í að njóta unglingsáranna og við eigum að gefa okkur tíma með þeim. Munum að sem foreldrar tökum við að okkur átján ára ábyrgð með hverju barni sem við eignumst. Unga fólkið á rétt á okkar stuðningi, hvatningu, samveru og aðhaldi. Við stýrum samfélaginu núna en þeirra tími kemur. Á þeim hraða sem við lifum í  og því ástandi sem nú er í samfélaginu er ekki úr vegi að skipuleggja unglingsárin þannig að það verði gert ráð fyrir samveru og þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi og að það komi af sjálfu sér að unglingar sniðgangi vímuefni. Það gera þeir með því að finna m.a. að viðhorf þeirra fullorðnu er á þann veg að við gerum ráð fyrir að þeir láti vímuefni eiga sig.

 

Forvarnadagurinn er lofsvert framtak. Það er von mín að dagurinn takist vel og skili þeim árangri sem unnið er að ásamt því að verða mikil og jákvæð kynning fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfið í landinu. Sjá nánar www.forvarnadagur.is

Íslandi allt.

 

Helga G Guðjónsdóttir
formaður Ungmennafélags Íslands

29.10.2010 09:54

Sambandsráðsfundur UMFÍ

37. Sambandsráðsfundur UMFÍ fór fram á Egilsstöðum 16. október síðastliðinn. Hermundur Pálson varaform HSH var fulltrúi á fundinumÞar var meðal annars undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og UÍA um framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ sem fara mun fram á Egilsstöðum næsta sumar..

 

Auk þess fór Björn Ármann Ólafsson formaður Unglingalandsmótsnefndar með fundarmönnum í skoðunarferð um bæinn og sýndi þeim keppnissvæði Unglingalandsmóts. Ekki var annað að sjá en fundarmönnum litist vel á aðstöðuna og hlökkuðu til að koma austur næsta sumar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Elínu Rán Björnsdóttur, formann UÍA og Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, formann UMFÍ undirrita samstarfssamninginn.

17.09.2010 07:48

Hádegisfundur ÍSÍ 24 sept

ÍSÍ og SÍÓ bjóða sameiginlega upp á fyrsta hádegisfund haustsins, föstudaginn 24. september næstkomandi frá kl. 12.00-13.00.  Fundurinn verður haldinn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.  Að þessu sinni er það hinn virti íþróttaþjálfari frá Bandaríkjunum, Dave Jack sem verður með fyrirlestur um íþróttaþjálfara og hlutverk þeirra.  Dave Jack er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum sem leiðbeinandi á námskeiðum fyrir fagfólk í þjálfun, bæði fyrir almenning og þjálfun íþróttamanna.  Tímaritið Men´s Health valdi Dave einn besta þjálfara Bandaríkjanna árið 2008.

17.09.2010 07:45

Ferðasjóður íþróttafélaga

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað.  Til úthlutunar vegna ársins 2010 verða 57 millj. króna.  Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um í sjóðinn vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf íþróttamót á árinu 2010.  Umsóknarsvæðið verður opið út mánudaginn 10.janúar 2011. Ekki verður tekið við umsóknum eftir það. 

Hægt er að komast inn á umsóknarsvæðið í gegnum tengil á forsíðu heimasíðu ÍSÍ eða með því að smella hér.  Við stofnun umsóknar fær viðkomandi senda vefslóð sem er rafrænn lykill að umsókninni. Með því að smella á vefslóðina er hægt að koma aftur að umsókninni allt þar til hún er fullkláruð. Umsóknin er síðan send til ÍSÍ í gegnum umsóknarsvæðið innan tilskilins umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar gefur Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ í síma 514 4000 eða netfang halla@isi.is

17.09.2010 07:34

Námskeið um Félagaskráningarkerfið

Felixnámskeið á næstunni

felix

ÍSÍ og UMFÍ standa fyrir námskeiðum í notkun á Felix. Námskeiðin verða haldin í Íþróttamiðstöðinn í Laugardal en einnig er hægt að fá námskeið heim í hérað ef næg þátttaka fæst.

Felixnámskeið á vegum ÍSÍ & UMFÍ

Felix -Fyrstu skrefin

Markmið: Að nemendur öðlist grunnþekkingu á Felix, kynnist uppbyggingu kerfisins og geti uppfært helstu upplýsingar í kerfinu, sem lítur að daglegum rekstri.
Fyrir hvern: Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem eru að byrja að fóta sig í Felixkerfinu.
Námsefni: Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu kerfisins og helstu aðgerðir.  Kennt verður m.a. að skrá inn einstaklinga í hópa, afrita, fjarlægja, eyða  eða flytja einstaklinga milli hópa. Þá verður kennt að uppfæra upplýsingar um einstaklinga s.s. símanúmer og netfang og kennt að senda tölvupóst beint úr kerfinu. Farið verður í það að taka út skýrslur og fjallað um hvernig má nýta þær s.s. til að byggja upp bankaupplýsingar.

Lengd: 2 klukkustundir

Námsgögn: Unnið út frá handbókinni Felix - fyrstu skrefin sem finna má á heimasíðu ÍSÍ.

Aðstaða: Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu með eigin tölvur heldur er um sýnikennslu á skjá að ræða. Hins vegar er fólki velkomið að koma með vélar og boðið er upp á nettenginu á staðnum.

Fjöldi þátttakanda: Hámark 15 manns.

Staðsetning: Engjavegur 6, Fundarsalur C

Tími: Þriðjudagur 20. September kl. 14-16

Þriðjudagur  5. október kl. 14-16

Skráning: Tölvupóstur sendur á felix@felix.is, með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Netfang:
Íþróttafélag:
Dagsetning námskeiðs:

Þátttökugjald er ekkert

Felix fyrir sérsambönd og héraðssambönd

Markmið: Að nemendur læri og geti nýtt sér upplýsingar úr Felixkerfinu sem snýr að þeirra íþróttagrein eða íþróttafélögum og geti á auðveldan hátt haft yfirsýn yfir fjölda iðkenda og félaga. Að nemendur öðlist þekkingu á þeirri tölfræði sem hægt er að fá út úr kerfinu og verði sjálfbærir að vinna áfram með þau.
Fyrir hvern: Starfsmenn sérsambanda
Námsefni: Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu Felix og hvernig íþróttafélög tengjast inn á íþróttagreinar í kerfinu. Kennt verður að leita í kerfinu, bæði að iðkendum og félögum. Þá verður farið í skýrslugerð og þá tölfræði sem sérsamböndin hafa aðgang í gegnum Felix.

Fjöldi þátttakanda: Hámark 15 manns.

Lengd: 2 klukkustundir

Aðstaða: Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu með eigin tölvur heldur er um sýnikennslu á skjá að ræða. Hins vegar er fólki velkomið að koma með vélar og boðið er upp á nettenginu á staðnum.

Skráning: Tölvupóstur sendur á felix@felix.is, með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Netfang:
Sérsamband/Héraðsamband:
Dagsetning námskeiðs:

Staðsetning: Engjavegur 6, Fundarsalur C

Tími: Þriðjudagur 27. September kl. 14-16

Þátttökugjald er ekkert

Felix - framhald

Markmið: Að nemendur öðlist frekari þekkingu á Felixkerfinu.
Fyrir hvern: Felix framhald er ætlað þeim sem hafa unnið við Felixkerfið og þekkja nú þegar helstu aðgerðir þess og nota það reglulega. Á námskeiðinu verður farið í það hvernig aðlaga má kerfið að starfsemi félagsins og hugsanlega nýtingu þess í daglegum rekstri. Kennt verður m.a. að setja upp hópa í kerfinu og farið í aðgangsstýringar með það að markmiði að kerfið sé samnýtt af mörgum notendum og verði upplýsingamiðilli innan félags.

Lengd: 2 klukkustundir

Aðstaða: Ekki er gert ráð fyrir að nemendur séu með eigin tölvur heldur er um sýnikennslu á skjá að ræða. Hins vegar er fólki velkomið að koma með vélar og boðið er upp á nettenginu á staðnum.

Skráning: Tölvupóstur sendur á felix@felix.is, með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Netfang:
Sérsamband/Héraðsamband:
Dagsetning námskeiðs:

Staðsetning: Engjavegur 6, Fundarsalur C

Tími: Þriðjudaginn 12. Oktbóber kl. 14-16

Þátttökugjald er ekkert

09.09.2010 15:52

Umsóknafrestur í Íþróttasjóð er til 1 okt

Íþróttasjóður

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar.
  • Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.

09.09.2010 08:04

Fræðslubæklingar frá ÍSÍ

ÍSÍ hefur nú gefið út tvo nýja fræðslubæklinga.
ÍSÍ hefur nú gefið út tvo nýja fræðslubæklinga.  Annars vegar er um að ræða bæklinginn "Íþróttir - félagslega hliðin" og hins vegar bæklinginn "Íþróttir - foreldrar og börn".  Fyrrnefndi bæklingurinn fjallar um mikilvægi félagslegu hliðar íþróttastarfsins og hinn síðarnefndi um hlutverk foreldra hvað snertir íþróttaiðkun barna.  Bæklingunum er ekki ætlað að vera tæmandi upplýsingar um efnið heldur leiðbeinandi þáttur sem vonandi leiðir til frekari umræðu um mikilvægi efnisins.  Bæklingarnir verða gefnir út í netútgáfu til að byrja með og má nálgast þá á heimasíðu ÍSÍ.

08.09.2010 16:10

Lýðháskólar í Danmörk

Starfslið Bosei íþróttalýðháskólans í heimsókn á Íslandi

Erling Joensen, skólastjóri Bosei íþróttalýðháskólans í Danmörku ásamt kennurum við skólann, var hér á landi í kynnisferð en hópurinn hélt af landi brott í gær eftir vel heppnaða ferð.

 

Ungmennafélag Íslands er sem kunnugt er í samstarfi við nokkra íþróttalýðháskóla í Danmörku og tók upp samstarf við Bosei-skólann á síðasta ári þegar hann hóf starfsemi sína.

 


Glímusamband Íslands er ennfremur í samstarfi við skólann sem kennir þar íslenska glímu. Skólinn hefur vaxið fiskur um hrygg, nú eru um 70 nemendur við skólann, þar af einn frá Íslandi. Samstarfið við Glímusambandið kemur meðal til vegna sérhæfingar skólans í bardagaíþróttum.

 


Starfslið skólans átti hér vinnufund og heimsótti íþróttafélög sem sérhæfa sig í bardagalistum og heimsótti höfuðstöðvar UMFÍ við Sigtún.

 


Hópurinn fór meðal annars þar að Gullfoss og Geysi og kom við á Íþróttaháskólanum að Laugarvatni. Danirnir lýstu yfir mjög mikilli ánægju með ferð sína til Íslands sem þeir sögðu hafa verið gagnleg og lærdómsrík.

 


UMFÍ á í góðu samstarfi við íþróttalýðháskóla í Danmörku og styrkir nemendur héðan til þátttöku í þeim.

 

 

Mynd. Starfslið Bosei íþróttalýðháskólans skoðaði sig um á Geysi þar sem þessi mynd var tekin.

05.09.2010 13:43

Kompás - mannréttindafræðsla

Kompás - mannréttindafræðsla fyrir ungt fólk

 

Kompás - mannréttindafræðsla fyrir ungt fólk  verður haldið dagana 29. september - 2. október nk. kl. 8:30 - 17:00 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík.

 

Námskeiðið er ætlað fagfólki í tómstundastarfi, kennurum af öllum skólastigum sem og sjálfboðaliðum sem starfa með ungu fólki á hvaða vettvangi sem er.


Vilt þú kynnast fjölbreyttum og skapandi leiðum til að fræða ungmenni um mannréttindi? Þá er þetta námskeið fyrir þig. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur bókinni Kompás sem nýlega var þýdd á íslensku og hefur reynst vel í mannréttindafræðslu víða um Evrópu.

 

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiðinu að tilstuðlan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Evrópuráðið styrkir námskeiðið. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þau Buzz Bury, Marija Gajic og Pétur Björgvin Þorsteinsson en öll hafa þau reynslu af notkun bókarinnar.

 

Athugið: Námskeiðið kostar kr. 9.000. Innifalið í því er hádegismatur og kaffitímar dagana sem námskeiðið stendur og Kompás bókin. Námskeiðið fer aðallega fram á ensku.

 

Nánari upplýsingar má finna á www.kfum.is/namskeid eða í síma 588-8899 Skráning með tölvupósti á hjordis@kfum.is fyrir 15. september. Athugið: Aðeins 25 pláss!!!

19.08.2010 12:35

Breytingar á vinningum í getraunum

Tvöfalt hærri vinningur

Gerðar hafa verið breytingar á útborgunarhlutfalli í getraunum sem taka gildi í þessari viku. Nú fá tipparar helmingi hærri upphæð fyrir 13 rétta en áður í Enska seðlinum og Evrópuseðlinum. 65% af upphæðinni sem tippað er fyrir fer í vinninga í stað 46% áður og bætast því milljónatugir við vinningana. Nú tippa allir í Getraunum.

160 milljónir!!

Meðal nýjunga í Getraunum sem taka gildi í þessari viku, er að ef tippari er stakur með alla 13 leikina rétta á Enska seðlinum, fær hann tryggðar 10 milljónir sænskra króna í vinning eða um 160 milljónir íslenskra króna. Þetta gildir ekki á Evrópuseðlunum.


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50