Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

06.01.2011 16:22

Alexander íþróttamaður Íslands 2010

Alexander Petersson kjörinn Íþróttamaður ársins 2010
Alls fengu 26 íþróttamenn atkvæði í kjörinu, og má sjá röð og stigafjölda þeirra hér að neðan.

Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson var í 7 sæti með 65 stig. glæsilegur árangur hjá þessum frábæra íþróttamanni

1. Alexander Petersson, handknattleikur, 307
2. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna, 283
3. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar, 171
4. Aron Pálmarsson, handknattleikur, 123
5. Arnór Atlason, handknattleikur, 105
6. Ólafur Stefánsson, handknattleikur, 102
7. Hlynur Bæringsson, körfuknattleikur, 65
8. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir, 62
9. Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna, 61
10. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund, 47

05.01.2011 17:28

Verndum þau

HSH, UMFÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneytið
bjóða öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna á námskeið Verndum þau.

Námskeiðið verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði þriðjudaginn 11 janúar og hefst kl. 19:30
Kennarar, stjórnendur,  leiðbeinendur, þjálfarar, starfsmenn og

foreldrar eru allir velkomnir. 

 

Sjá nánar hér.

29.12.2010 20:14

Gamlársdagshlaup

Gamlárshlaup 2010 í Grundarfirði.

Það er tilvalið að kveðja gamla árið með hollri hreyfingu í góðum félagsskap og skora jafnvel á sjálfa(n) sig í leiðinni!

Þess vegna er nú í annað sinn efnt til Gamlárshlaups 31. desember n.k.

 

 

Farnar verða 3 vegalengdir, þ.e. 3 km, 5 km og 10 km.

Og athugið: það má líka ganga!

Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hlaupið er hugsað fyrir alla aldurshópa.

Mæting er kl. 11.15 við Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju, en hlaupið/gangan byrjar kl. 11.30.

Leiðirnar liggja að mestu um reiðveginn og er hver leið um sig vel merkt.

Hressing í lokin.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta í skrautlegum búningum til að lífga upp á þennan síðasta dag ársins!

Í fyrra var góð þátttaka - gerum enn betur í ár!

Með Gamlárskveðju!

Skokkhópur Grundarfjarðar

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

23.12.2010 12:07

Hlynur Bærings í topp 10

Tíu efstu í kjöri Íþróttam. ársinsÍþróttamaður ársins 2010 verður útnefndur þann 5. janúar á árlegu hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ. Listi yfir tíu efstu í kjörinu að þessu sinni var birtur í morgun, en það eru félagar í Samtökum íþróttafréttamanna sem kjósa íþróttamann ársins. Félagarnir eru 21 talsins og koma frá RÚV, Stöð 2, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, DV, Skinfaxa og Fótbolta.net. Að þessu sinni er kosið um nafnbótina í 55. sinn, en hana hlaut Vilhjálmur Einarsson fyrstur allra árið 1956.

Listi tíu efstu í stafrófsröð:

Alexander Petersson, handknattleiksmaður
Arnór Atlason, handknattleiksmaður
Aron Pálmarsson, handknattleiksmaður
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona
Hlynur Bæringsson, körfuboltamaður
Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrnukona
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona
Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona
Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður.

22.12.2010 14:10

Leið okkar allra

Leiðin okkar allra vekur athygli og í morgunblaðinu í dag er góð grein um útgáfun.
Hér til hægri á síðunni má smella á DVD diskinn til að komast á pöntunarform inni á leikbrot.is fyrir þá sem vilja tryggja sér diskinn sem fyrst. Það eru strákarnir í Illusion sem gera myndina góðu og fyrir þeim fer Andri Þór Kristinsson hjá Leikbrot.is. DVD diskurinn, Leið okkar allra, kostar 3500,- eins og flestum er orðið kunnugt.

 

Hvar fæst myndin?

Verið er að selja í Bónus Stykkishólmi og hægt er að hafa samband við stjórnarmenn til frekari upplýsinga. Fyrir höfuborgarsvæðið er hægt að fá myndina  í söluturninum Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar og einnig í Jóa Útherja Ármúla.

Hér er viðtal við Inga Þór úr þætti Valtýs Bjarnar.

Smellið á myndina hér til hægri og tryggið ykkur Jólagjöfina í ár með lopapeysunni.


21.12.2010 11:20

Bridgehátíð Vesturlands 8-9 janúar

Bridgehátíð Vesturlands er framundan

20. desember 2010

Bridgesamband Vesturlands mun halda hina árlegu Bridgehátíð Vesturlands á Hótel Borgarnesi helgina 8.-9. janúar.  Á laugardeginum verður spiluð sveitakeppni, ca. 8x8 spila leikir eftir Monrad kerfi. Á sunnudeginum verður tvímenningur ca. 48 spil eftir Monrad kerfi. Keppnisstjórar verða Sveinn Rúnar Eiríksson og Ingimundur Jónsson. Nánari upplýsingar um mótið gefur Ingimundur í síma 861-5171 og í tölvupósti: zetorinn@visir.is.

Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar var spilaður föstudagskvöldið 17. desember.  24 spilarar mættu og að vanda var dregið í pör. Sigurvegarar, með talsverðum yfirburðum, urðu Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri og Þórhallur Bjarnason á Laugalandi.  Í öðru sæti urðu Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Fjölnir Jónsson.

18.12.2010 09:39

Umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Frestur til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á árinu 2010 rennur út mánudaginn 10. janúar 2011.  Eftir þá dagsetningu verður ekki tekið við umsóknum í sjóðinn.  Til úthlutunar að þessu sinni eru 57 m.kr.

Öll félög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk í sjóðinn vegna þátttöku í mótum innanlands. Yfirlit yfir styrkhæf mót má finna á umsóknarsíðu sjóðsins.

Nánari upplýsingar gefur Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ í síma 514 4000 eða netfang halla@isi.is

17.12.2010 13:51

Uppfærslur á FelixUndanfarið hefur verið unnið að breytingum á Felixkerfinu, sem er sameiginlegt skráningarforrit ÍSÍ og UMFÍ. Frá og með deginum í dag eru þessar breytingar aðgengilegar notendum og vonast er til að þær verði þeim til hagræðingar.

Helstu nýjungar sem nú eru komnar inn eru:

  • Hægt er að senda tölvupóst á marga hópa í einu
  • Hægt er að senda tölvupóst á foreldra
  • Hægt er að flytja/afrita athugasemdir milli hópa. 
  • Hægt er að sjá hvenær einstaklingur var skráður í hóp (dálkastillingar)
  • Búið er að setja númer fyrir framan  nöfn á einstaklingum. - Þetta er gert til að auðveldara sé að átta sig á fjölda einstaklinga í hópum. 
  • Símanúmer iðkenda birtist nú í klöddum 
  • Í fjöldaskráningu er nú  hægt að færa inn netfang um leið og einstaklingar eru skráðir í hóp.

Nánar um þessar breytingar er að finna á fréttasíðu inn í Felixkerfinu þar sem m.a. er að finna handbók sem fjallar um þessar nýjungar.

Felixkerfið er í sífelldri þróun með það að leiðarljósi að bæta það og efla. Kerfið er íþróttafélögum að kostnaðarlausu þar sem þau geta haldið utan um iðkendur, félaga og stjórnarfólk, miðlægt þar sem öryggi gagna er tryggt. Árlegar starfsskýrslur ber íþróttafélögum að senda rafrænt inn í gegnum kerfið fyrir 15. apríl ár hvert.

13.12.2010 10:15

Staðan í getraunaleik UMFG

Það helst í þessari viku er það að Up the irons er komið úr botnsætinu, hjónin halda 1 sæti og frænkan hækkar sig um 5 sæti.

Staðan 11. Des.

Leikvika 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 STAÐAN
Hópur                                
Hjónin 8 8 8 9 10 10 9 9 6 10 8 5       100
Litla ljónið 9 7 6 5 8 12 10 11 5 8 10 9       100
Sjóarar 8 8 8 7 9 10 8 11 6 7 10 8       100
Sæstjarnan 7 9 7 7 10 10 10 10 7 7 9 7       100
G-42 3 10 8 5 9 10 10 8 7 9 9 8       96
H.G. 7 8 7 8 10 9 11 11 7 4 8 6       96
Sverðdís 7 9 7 5 9 8 9 8 7 10 10 7       96
Púkarnir 7 7 8 8 8 9 8 10 5 9 8 8       95
Trukkarnir 8 11 8 5 8 11 8 9 8 7 6 6       95
Albatross 9 7 7 6 8 11 8 8 6 8 9 7       94
Asiska undrið 7 10 6 5 9 9 10 9 5 9 8 7       94
Önundur 7 5 8 7 10 11 8 8 8 7 8 7       94
Grafarþögn 8 8 5 6 11 10 10 8 7 7 8 5       93
S.G. Hópurinn 7 6 7 6 8 11 9 7 7 9 9 7       93
Bryggjupollar 7 7 8 6 8 10 9 9 6 7 7 7       91
Meistararnir 7 6 8 7 9 10 8 10 5 5 8 8       91
Frænkan 5 6 11 3 10 10 7 8 7 7 7 9       90
2 efnilegir 7 11 9 7 7 9 7 9 5 6 7 5       89
2 í glasi 6 8 6 6 8 10 9 8 7 8 8 5       89
Grobbelear 7 8 6 5 8 10 8 8 6 6 9 8       89
Kaffi 59 3 6 6 7 10 8 9 8 8 8 10 6       89
Sérfræðingarnir 3 8 7 3 10 10 7 9 8 8 8 8       89
N1 9 6 6 8 9 10 9 9 5 6 6 4       87
Synir Satans 6 9 9 7 8 9 5 6 8 8 9 3       87
What ever 6 8 6 5 7 10 7 9 6 8 9 6       87
Timon og Pumba 7 6 7 7 7 10 8 7 7 6 7 7       86
Pétursson 7 10 7 6 7 11 7 8 6 3 7 6       85
Pungarnir 3 6 9 6 6 9 6 9 8 6 9 7       84
2  Bjartir 7 7 8 4 9 7 7 9 6 5 8 5       82
Up the irons 6 5 5 6 10 8 5 9 5 7 8 6       80
The blondies 3 7 8 4 9 9 6 8 8 7 3 6       78
Sæbjúgun 6 5 5 7 9 7 8 9 6 6 3 6       77

08.12.2010 11:41

Jólamarkaður í dag í Röstinni

Jólamarkaður Víkings/Reynis

Jólamarkaður Víkings/Reynis verður í dag, miðvikudaginn 8. desember frá kl. 17 - 22 í Röstinni. Verðum með heitt súkkulaði, vöfflur og fleira til sölu til styrktar barna- og unglingastarfi félaganna. Einnig verða einstaklingar og félög með ýmislegt skemmtilegt til sölu svo kannski gæti góð jólagjöf leynst í Röstinni.

Jólakveðjur, Víkingur/Reynir 

03.12.2010 11:37

Karate

Karatesýning hjá UMFG

Karatesýning verður í dag, föstudaginn 3. desember kl: 17:40 í íþróttarhúsi Grundarfjarðar. Foreldrar, systkini, ömmur og afar, frænkur og frændur eru velkomin að horfa á og sjá hvað krakkarnir eru búnir að læra í vetur.

Hlökkum til að sjá  ykkur

Dagný Ósk, þjálfari

 

02.12.2010 18:15

Hjartastuðtæki í íþróttahús Grundarfjarðar

Sjálfvirkt Hjartastuðtæki

Á þriðjudag var afhent nýtt hjartastuðtæki í sundlaug og íþróttahús Grundarfjarðarbæjar
Það er Kvennfélagið, Lionshreyfingin og Rauðakrossinn sem gefa tækið.Fulltrúar Grundarfjarðardeildar Rauðakross Íslands, Lionsklúbbs Grundarfjarðar, Kvennfélagsins Gleym mér ei, bæjarfulltrúar og starfsmenn Grundarfjarðarbæjar


30.11.2010 12:46

Þorsteinn Már íþróttamaður Grundarfjarðar

Þorsteinn Már er íþróttamaður ársins í Grundarfirði

30. nóvember 2010

Knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson, sem leikið hefur með Víkingi Ólafsvík síðastliðin ár, hlaut nafnbótina íþróttamaður ársins 2010 í Grundarfirði síðasta sunnudag á aðventuskemmtun í Samkomuhúsinu. Tveir aðrir íþróttamenn voru tilnefndir; Hugrún Elísdóttir fyrir góðan árangur í golfi og Sunna Björk Skarphéðinsdóttir fyrir blak.

Þorsteinn Már var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar af fyrirliðum og þjálfurum í sumar og þá var hann næst markahæstur í deildinni með 18 mörk í 21 leik. Hann hefur undanfarið verið á æfingum með danska félaginu Vejle til reynslu og kemur fljótlega í ljós hvort hann verður keyptur þangað.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52