Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

15.03.2011 16:28

Gísli og Guðni Vesturlandsmeistarar

Grundfirðingarnir Gísli og Guðni eru Vesturlandsmeistarar í bridds


14. mars 2011

Síðastliðinn laugardag var Vesturlandsmótið í tvímenningi í bridds spilað á Hótel Borgarnesi. 20 pör mættu til keppni og spiluð voru 45 spil eftir Monrad kerfi. Vesturlandsmeistarar urðu Grundfirðingarnir Gísli Ólafsson og Guðni Hallgrímsson með 58,1% skor. Í öðru sæti urðu Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 55,9% en í þriðja sæti Bjarni Ágúst Sveinsson og Jón Bjarki Stefánsson með 55,7 %.

 

Fleiri briddsfréttir:

 

 

 

 

 

 

Mánudaginn 7. mars var spilaður tvímenningur í Logalandi með þátttöku 17 para. Borgnesingar komu, sáu og sigruðu en félagarnir Jón H Einarsson og Unnsteinn Arason báru sigur úr býtum með 65,7% skor en rétt á hæla þeirra með 64,5% voru Guðmundur Arason og Guðjón Karlsson. Þriðju urðu svo Stefán og Sigurður Már með 59,9%.

 

Í kvöld hefst einmenningur Briddsfélags Borgarfjarðar í Logalandi. Hann verður spilaður á tveimur kvöldum og er ekki er nauðsynlegt að mæta bæði kvöldin þótt vissulega sé það kostur.

 

Síðastliðinn fimmtudag var spilað annað kvöldið af þremur í Akranestvímenningnum.  Hvanneyringarnir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson kunna greinilega feikna vel við sig í sal eldri borgara við Kirkjubraut og fengu yfir 70% skor annað kvöldið í röð og eru því langefstir með 71,4%. Líklega er einungis formsatriði fyrir þá að mæta síðasta kvöldið. Í öðru til þriðja sæti með 52,6% voru Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson annars vegar og Hallgrímur Rögnvaldsson og Guðmundur Ólafsson hins vegar.

 Frétt af skessuhorni

05.03.2011 21:12

HSH þingi frestað til 13 apríl


73. Héraðsþing HSH

 

verður haldið Þriðjudaginn 13 apríl 2011 kl. 18:00

í Röst Hellissandi.

 

 

Dagskrá:

 

1.     Þingsetning

2.     Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara

3.     Skipun kjörbréfanefndar

4.     Skýrsla stjórnar

5.     Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til samþykktar

7.     Kosning nefnda þingsins:

                           a) Fjárhagsnefnd

                           b) Íþróttanefnd

                           c) Allsherjar- og laganefnd.

8.      Ávörp gesta

9.      Fjárhagsáætlun lögð fram

10.    Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

11.    Nefndarstörf

12.    Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

13.    Kosningar

                             a) Formaður HSH

                             b) Aðrir í stjórn og varastjórn

                             c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

                             d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglum

                             e) Uppstillingarnefnd, 3 af formönnum aðildarfélaga HSH

                               sem starfa fram að næsta héraðsþingi

                             f) Kosning á Íþróttaþing ÍSÍ

14.    Önnur mál

15.             Þingslit.

22.02.2011 12:54

Héraðsþing HSH 201173. Héraðsþing HSH

 

verður haldið Þriðjudaginn 15 mars 2011 kl. 18:00

í Röst Hellissandi.

 

 

Dagskrá:

 

1.     Þingsetning

2.     Tilnefning þingforseta, varaþingforseta og tveggja þingritara

3.     Skipun kjörbréfanefndar

4.     Skýrsla stjórnar

5.     Lagðir fram endurskoðaðir reikningar

6.     Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til

        Samþykktar

7.     Kosning nefnda þingsins:

                           a) Fjárhagsnefnd

                           b) Íþróttanefnd

                           c) Allsherjar- og laganefnd.

8.      Ávörp gesta

9.      Fjárhagsáætlun lögð fram

10.    Framkomnar tillögur lagðar fram og vísað til nefnda

11.    Nefndarstörf

12.    Nefndarálit, umræður og atkvæðagreiðslur

13.    Kosningar

                             a) Formaður HSH

                             b) Aðrir í stjórn og varastjórn

                             c) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

                             d) Ráð og nefndir skv. gildandi samþykktum og reglum

                             e) Uppstillingarnefnd, 3 af formönnum aðildarfélaga HSH

                               sem starfa fram að næsta héraðsþingi

                             f) Kosning á Íþróttaþing ÍSÍ

14.    Önnur mál

15.             Þingslit.

 

22.02.2011 11:26

Fréttir úr starfi Víkings og Reyni

Við í UMF Víking og Reyni óskum öllum bæjarbúum gleðilegs nýs árs og þökkum alla velvildina á árinu sem var að líða. 

Íþróttastarfið verður með sama sniði og í haust, Jenni verður með körfuboltan, Selma og Lilja með blakið, Ejub með yfirumsjón með fótboltanum ásamt Becka, Ölmu og Selmu og Sara með sundið. Einnig verður Selma með íþróttastundina á mánudögum kl. 16:10.

Fundur knattspyrnuráðs var fámennur, en þar var kynnt starfið í vetur. Búið er að skrá kk/kvk flokka á Faxaflóamótið, tekið verður þátt í Futzal, Íslandsmótið og svo verður farið á einhver helgarmót.  

En þetta er ekki framkvæmanlegt nema foreldrar taki fullan þátt í þessu með börnum sínum. Kom fram tillaga um að foreldrar barna í hverjum flokki fyrir sig, hittast og ræði saman um hvort allir séu tilbúnir í þessi ferðarlög sem tilheyra fótboltanum. Foreldrar eru beðnir að fara inná bloggsíðurnar og skrá netföng sín þar, ef þau hafa ekki fengið póst frá Samstarfinu, einnig er hægt að hafa samband við okkur í stjórninni. Það er mjög mikilvægt að virkja bloggsíðurnar hjá flokkunum.  Auðvelt er að fara inná www.hsh.is og þar eru allar bloggsíðurnar fyrir flokkanna bæði kk og kvk.

Dósasöfnun verður með sama sniði og undafarið, foreldrar og börn hafa verið dugleg að mæta enda ganga hlutirnir mikið betur fyrir sig ef allir hjálpast að.

Æfingagjöld verða send út um miðjan febrúar. Við viljum vekja athygli á því að nú er verður æfingatíminn 5 mánuðir, janúar til maí. Síðan verður sumarið, júní til ágúst, 3 tímabilið. 

Þeir sem eiga eftir að greiða æfingagjöld fyrir haustið eru hvattir til að ganga frá þeim greiðslum. Einnig þeir sem eiga eftir að ganga frá sölunni á WC, endilega hafið samband við okkur í stjórninni ef það er eitthvað.

Það er bara þannig að ef við fáum ekki æfingagjöldin greidd þá er mjög erfitt að greiða þjálfurum laun. Og í það fara æfingagjöldin, að greiða laun. Dósasöfnunin og salan á WC eru mjög mikilvæg fyrir samstarfið okkar, því annars þyrftum við að hækka æfingagjöldin til að endar nái saman. 

Við hvetjum alla, bæði börn og foreldra til þess að taka virkan þátt í starfi ungmennafélaganna. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að mæta á æfingarnar og fylgjast með. Það er mikil hvatning fyrir börnin að finna fyrir stuðning foreldra sinna í íþróttum.

 

Stjórn UMF: Víkings 

Form. Einar M. Gunnlaugsson                 

Rakel Gunnarsdóttir                                  

Þórey Úlfarsdóttir                                      

Fríða Sveinsdóttir                                      

 

Stjórn UMF: Reynis

Form. Þóra Olsen

Helen Billington

Sjöfn Anna Halldórsdóttir

Aðalheiður Aðalsteinsdóttir

 

Frétt úr Jökli 03.02.2011

22.02.2011 11:21

Ungmennahús í Snæfellsbæ

Ungmennahús

 Í vetur var auglýst eftir áhugasömum ungmennum til að sitja í Ungmennaráði Snæfellsbæjar,  nokkur ungmenni gáfu kost á sér í verkefnið og hafa verið að funda af og til,  í ungmennaráði eru: Davíð Magnússon, Telma Björg Þórarinsdóttir, Ægir Þór Þórsson, Jóhanna Jóhannes dóttir og Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir.

 

Meðal verkefna ráðsins er að koma á fót ungmennahúsi og nú er það að verða að veruleika. Miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20 verður Ungmennahús opnað í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Af-drep, veitingar verða í boði Ungmennaráðs.

Ungmennahús verður svo opið á miðvikudögum kl. 20 - 23 og á föstudögum kl. 20 - 24. Umsjónarmaður er Ómar Freyr Rafnsson.

Ungmennahúsið er athvarf ungmenna á aldrinum 16 - 25 ára og er rekið á vegum Snæfellsbæjar. Þangað eru öll ungmenni á þessum aldri velkomin hvort sem þau eru í skóla eða ekki. Ungmennin sjálf halda utan um starfsemina ásamt umsjónarmanni. Oft hefur verið haft orð á því að þessi aldurshópur sé afskiptur í félagslífinu en með því að stofna ungmennahús er vonandi verið að koma til móts við fólk á þessum aldri.

Frétt úr Jökli 17.02.2011

14.02.2011 22:18

ÍSÍ fréttir

ÍSÍ fréttir - nýtt tölublað

 

07.02.2011 15:09

Myndir úr starfinu 2010

Myndir úr starfinu 2010
Nýjar myndir inn á myndaalbúm
Til að gera myndabankann skemmtilegri þá endilega skrifið við myndir hverjir eru á myndum

07.02.2011 15:04

Eftirsjá íþróttamanns, Hlynur Bæringsson

Eftirsjá íþróttamanns


Ég er ágætur i korfubolta, held ég geti alveg sagt það. Jafnvel nokkuð góður, en það fer eftir því við hvað er miðað. Mér hefur gengið mjög vel á Íslandi, gekk fínt i Hollandi persónulega og svo held ég að allir séu sáttir við mig hérna i Svíþjóð.
Þetta hljómar reyndar betur en það kannski er því þessi þrjú lönd eru ekki beint sterkustu körfuboltaþjóðir heims. Þó deildirnar séu ágætar og gott að standa sig þar eru mjög margar deildir sterkari, NBA, NBDL, spænska ACB deildin, 1. Deild á Spáni, ítalska, gríska, franska, tyrkneska, kínverska, slóvenska, serbneska, ástralska,rússneska, brasilíska og ég gæti talið lengur.

Gæti ég spilað þar? Ábyggilega gæti ég plummað mig í einhverjum af þessum deildum, þá kannski í minna hlutverki.
Eitt veit ég þó og það er að ef ég hefði alltaf gert jafn mikið og ég mögulega gat til að bæta mig, þá væri ég að spila í einhverjum af þessum deildum í dag, væri með betri samning og kannski búinn að sjá enn fleiri hluti en ég hef séð núna.

Ég reyndar kem frá landi þar sem ekki er mikil hefð fyrir aga,skipulagningu, þjálfun er heilt yfir á lágu plani og leikskilningur sáralítill. Það er samt engin afsökun, ég fékk frábær tækifæri til að læra af mönnum sem vissu og vita enn meira en ég um leikinn. Hvernig á að spila hann og hvað þarf til. Því miður hlustaði ég ekki alltaf og forgangsraðaði ekki rétt.

Það voru mörg sumur sem ég gerði nánast ekkert til að verða betri, sumrinu 2002 eyddi ég að horfa á HM í fótbolta, drekkandi fleiri lítra af coke og kaffi en ég kæri mig um að muna eftir, fór þess á milli á böll í Hreðavatnsskála. Ég horfði nánast á hvern einasta leik, en í dag man ég ekki einu sinni hver vann mótið. Árin eftir að ég flutti í Stykkishólm eyddi ég endalausum tíma í að horfa á enska boltann, á sunnudagsmorgnum, mánudagskvöldum og nánast alla leiki sem ég gat. West Ham-Derby í beinni hljómar ekki spennandi en ég missti ekki af því. Ég hef ótal svipuð dæmi, en óþarfi er að telja þau upp, þið skiljið hvað ég á við.


Ég er ekki að segja að það sé slæmt að horfa á fótbolta, spila tölvuleiki, fara á böll eða gera það sem manni langar þá stundina en það að komast þangað sem maður vill krefst meiri fórna en flestir eru tilbúnir í. Á þessum yngri árum hugsa strákar yfirleitt ekki til þeirrar staðreyndar að þeir verða ekki eilífir í þessu, þeir hugsa ekki um alla möguleikana sem meiri vinna gæti skilað þeim. Aldurinn nær okkur öllum á endanum, því eins og maðurinn sagði, "you can't bring back youth".
Ég hugsa oft "hvað ef?" og fæ samviskubit við tilhugsunina.

Í Borgarnes á sínum tíma komu tveir þjálfarar sem hjálpuðu mér mikið en samt tók ég bara inn brot af því sem þeir höfdu fram að færa. Dragisa Saric og Alexander Ermolinski. Við í liðinu nöldruðum yfir hinu og þessu sem þeir gerðu (t.d lyftingar og skotæfingar sem kröfðust þess að menn blésu úr nös, og tækju fleiri en 10 skot). Sorgleg staðreynd, þeir vissu svo mikið, mikið meira um leikinn en við, höfðu spilað á mjög háu leveli Evrópu á meðan við höfðum flestir eytt okkar ferli í að hita upp i ellefu manna hraðaupphlaupi og svo spilað frjálst. Enginn okkar var undir áhrifum frá mönnum sem höfðu náð langt i íþróttinni. Þetta er grátbroslegt, menn úr Skallagrím efuðust um það sem þessir menn höfðu fram að færa.


Hversu mikið betri væri ég ef ég hefði hlustað á Ermolinski, gert það sem hann bað mig um, sem var einfaldlega ad æfa meira og hlusta á hann tala um leikinn af dýpt, tileinka mér hluti eins og varnarstöður,hvar er best að vera i sókninni a hinum og þessum stundum, vinna úr pick og roll (mjög algengt leikkerfi í körfubolta), hreyfa sig án bolta? Öðlast leikskilning. Læra.
Mikið væri ég til í að endurtaka þennan tíma og gera hlutina öðruvísi.

Hversu mikið betri skytta væri ég ef ég hefði eytt tíma á sumrin og á morgnana til að skjóta 6-700 skotum á dag? Auðvitað væri ég frábær skytta í dag, það eitt og sér myndi gera mig að mun betri leikmanni en ég er.

Hversu mikið sterkari ,sneggri og með meiri stökkkraft væri ég ef ég hefði lyft rétt og af krafti frá 16 ára aldri? Já þetta er leiðinleg tilhugsun.

Þessi pistill hljómar eins og ég hafi aldrei gert neitt, en ég æfði sæmilega og ábyggilega meira en flestir íslenskir körfuboltamenn, en möguleikarnir til að gera betur og stíga næstu skref voru allt í kringum mig.

Síðustu tvö ár hef ég sinnt þessu mun betur og held ég hafi tekið miklum framförum. Samt er enn pláss til að bæta það hvernig maður lifir og æfir. Þetta er allt spurning um að temja sér aga og venjur. Þjálfarinn minn hérna í Svíþjóð elskar t.d. þessa linu frá Aristóteles, "We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore is not an act, but a habit."
Mikið til í þessu.
Í dag hugsa ég meira um hvað eru mínir ávanar og trúið mér. Þeir eru nokkrir slæmir. Ég reyni stöðugt að laga það, með misjöfnum árangri.

Þær spurningar sem ég hef spurt og það sem ég hef talað um eru allt hlutir sem ég verð að lifa við, get ekki breytt því sem liðið er. Ég get gefið ungum íþróttamönnum sem hafa einlægan áhuga á því að ná langt það ráð að forðast það að þurfa seinna meir að velta fyrir sér "hvað ef?" spurningunum. Gera þetta eins vel og hægt er, hafa íþróttina algjörlega i fyrsta sæti því það dugir ekkert minna. Það verður enginn sérstaklega góður af því að æfa 3-4 sinnum í viku, klukkutíma í senn.

Í dag myndi ég a.m.k þiggja samning frá liði i spænsku úrvalssdeildinni eða NBA, en ég efast um að hann sé á leiðinni.
En hvað ef?04.02.2011 13:05

Fimleikanámskeið í Grundarfirði

Um er að ræða tveggja helga námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára helgarnar 12. og 13. febrúar og 26. og 27. Febrúar 2011.

Leiðbeinandi er Sylvía Björgvinsdóttir en hún var í Afrekshópi Fylkis í mörg ár.

Skipt er í hópa eftir aldri eins og hér segir:

Yngri hópur 6-8 ára Stelpur og strákar

12, 13, 26, 27 feb

kl 12.00 - 14.00

Hver tími kostar 500 kr. (2000 kr allir tímar)

Eldri hópur 9-12 ára stelpur og strákar

12, 113, 26, 27 feb

kl 15.00 - 18.00

Hver tími kostar 750 kr. (3000 kr allir tímar)

Boðið er uppá ávexti á námskeiðinu.

Kennt er íþróttahúsi Grundarfjarðar.

Skráning fer fram hjá Sylvíu í síma 770-0663 og í tölvupósti fsn325848@fsn.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. (Skráning er mikilvæg fyrir uppbyggingu á námskeiðinu)

Mikilvægt er að greiða í upphafi hvers tíma

03.02.2011 17:31

Skemmtihelgi

Langar þig að prufa
eitthvað nýtt?

Hvernig væri að skella sér aðeins burt yfir helgina 18.-20. febrúar með hressu ungu fólki og prufa eitthvað öðruvísi og skemmtilegt?

Ungmennaráð UMFÍ hefur skipulagt helgi í Vík í Mýrdal sem verður troðfull af skemmtilegum uppákomum.
Helgin er ætluð ungmennum á framhaldsskólaaldri sem hafa áhuga á samveru og skemmtun án allra vímuefna.

Dagskráin hefst föstudagskvöldið kl. 20:00 í Laufskála, Vík í Mýrdal.

Upplýsingar og skráning hjá;
Sigríði Etnu: frketna@hotmail.com
Eyjólfi Darra: eyjolfur.darri@gmail.com


UMFÍ sér um gistingu og fæði og síðasti skráningardagur er 16. febrúar nk.

Ungmennaráð UMFÍ

26.01.2011 16:38

Lífshlaupið 2011Skráning í Lífshlaupið 2011 er hafin inná vef átaksins,

www.lifshlaupid.is.

Lífshlaupið verður ræst í fjórða skipti
miðvikudaginn 2. febrúar og stendur til og með 22. febrúar.
Skráningin þetta árið fer fram með sama hætti og í fyrra, en
þá var skráningarkerfið einfaldað nokkuð og gafst vel.
Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt
og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál
með því að hreyfa sig daglega.
Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Lífshlaupsins eru:
Velferðarráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið,
Lýðheilsustöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabíllinn
Sýnum samstöðu á Snæfellsnesi og tökum þátt
í þessu skemmtilegu Lífshlaupi.

13.01.2011 13:52

Verndum þau

Námskeiðið Verndum þau var haldið í Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði síðastliðin þriðjudag.
Hérasamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu, Ungmennafélag Íslands og Mennta og menningarmálaráðuneytið stóðu að námskeiðinu. Frábær þátttaka var og mættu 43 fulltrúar frá grunnskólum, leikskólum, félagasamtökum, íþróttahreyfingunni, FSN, FSSF sem og foreldrar. Námskeiðið var í höndum Ólöfu Ástu Farestveit sem við færum bestu þakkir fyrir gott og fræðandi námskeið.

10.01.2011 13:17

Kveðja frá formanni UMFÍ

Gleðilegt nýtt ár

helga_gudrun_1Árið 2010 hefur runnið sitt skeið á enda og árið 2011 er runnið upp. Á slíkum tímamótum er vert að staldra aðeins við og íhuga lífið og tilveruna. Þegar litið er yfir starf liðins árs er margt sem kemur upp í hugann. Fyrst þær skemmtilegu og gefandi samverustundir sem ég átti með fjölda fólks víða um land sem með margvíslegum hætti hefur unnið að framgangi íþrótta- og æskulýðsstarfs.

 

Í heimsóknum mínum til sambandsaðila á árinu var gaman að finna þann mikla hug sem var í fólki þrátt fyrir erfitt ástand í þjóðfélaginu. Það var notalegt að upplifa hvernig ungmennafélagar halda gildum hreyfingarinnar á lofti og láta þau kristallast í hinum margvíslegu verkefnum. Allt þetta fólk á skilið mikið þakklæti og aðdáun fyrir það mikla og óeigingjarna sjálfboðaliðastarf sem það er að vinna á hverjum degi allt árið um kring. Ég fullyrði að íslenskt samfélag getur ekki verið án þessa hóps.

 

Stjórnvöld eru meðvituð um hversu þýðingarmikið starf sjálfboðaliðans er og hafa stutt vel við íþrótta- og æskulýðshreyfingarnar í landinu í gegnum tíðina og fyrir það erum við þakklát. En betur má ef duga skal. Það gengur ekki endalaust að reka þessa starfsemi að langstærstum hluta á framlagi sjálfboðaliðans heldur þarf að koma til aukið fjármagn. Við þurfum að vera duglegri við að koma okkur á framfæri og hætta  að vera í þeim sporum að þurfa að rökstyðja ár eftir ár af hverju við fáum svo og svo mikla fjármuni til starfsins frá hinu opinbera. Við eigum að halda því hátt á lofti að starfssemin er að skila meiri tekjum til þjóðarbúsins heldur en hún er að fá (sbr. mastersritgerð Þórdísar Gísladóttur "Hagrænt gildi íþrótta í íslensku samfélagi).Það á að vera eitt af forgangsmálum hverrar þjóðar að halda úti öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

 


Unglingalandsmótið er það verkefni sem stendur upp úr í starfi hreyfingarinnar á hverju ári. Mótið 2010 var haldið í Borgarnesi við frábærar aðstæður og í góðu veðri. Keppendur á mótinu hafa aldrei verið fleiri og mikill mannfjöldi tók þátt í mótinu með margvíslegum hætti og naut gestrisni heimamanna sem tóku á öllum málum með bros á vör. Margir ungmennafélagar hafa komið að máli við mig eftir mótið í Borgarnesi og spurt hvort það sé markmið UMFÍað láta mótin halda áfram að stækka. Hvort að við höfum gleymt upphaflega markmiðinu með unglingalandsmótinu sem er að þau skyldu haldin á þeim stöðum þar sem ekki væri hægt að halda stóru landsmótin. Það er hvorki formanns  eða stjórnar UMFÍ að taka einhliða ákvarðanir um hvaða stefnu skal taka um unglingalandsmótið heldur er það hreyfingin sjálf sem þarf að taka þá umræðu og það sem fyrst.

 


Mörg önnur frábær starfsemi var í gangi hjá hreyfingunni á liðnu ári. Nægir þar að nefna ungmenna- og tómstundabúðir, fræðslunámskeið, ráðstefnur, almenningsíþróttaverkefni og frjálsíþróttaskóla, starf eldri ungmennafélaga og ungmennaráðs, erlend samskipti, útgáfa Skinfaxa, flutningur í nýjar höfuðstöðvar o.m.fl.

 


Í lok ársins kom í ljós að efnahagshrunið margumrædda hafði ekki látið UMFÍ ósnert og varð hreyfingin fyrir miklu  áfalli þegar ljóst var að hluti af fjármunum sem fengust við söluna á húsnæði hreyfingarinnar í Fellsmúla 26 höfðu tapast. Fjármununum var hreinlega stolið frá hreyfingunni þegar VBS fjárfestingarbankibraut samninginn sem gerður hafði verið milli UMFÍ og VBS um varðveislu og ávöxtun fjármunanna. Þessi gjörningur hefur verið kærður en tíminn einn mun leiða í ljós hverju það skilar.Þrátt fyrir þetta áfall ætlum við ekki að rýna í skuggana heldur horfa til ljóssins enda sér stjórn fram á að hægt sé að standa við allar skuldbindingar og  starfsemin muni halda áfram af sama krafti árið 2011.

 


Unglingalandsmót verður haldið á Egilsstöðum. Samráðsfundur verður haldinn í vor og ársþing hreyfingarinnar verður í október. Frjálsíþróttaskólinn, leiðtogaskólinn, almenningsíþróttaverkefnin, ungmenna- og tómstundabúðirnar, forvarnir og umhverfisverkefni eru meðal þeirra verkefna sem við framkvæmum á árinu. Einnig verður áhugavert að fylgjast með störfum eldri ungmennafélaga og ungmennaráðs og 100 ára afmælis Þrastaskógar verður minnst.
Það er nú  einu sinni þannig ágætu félagar að það felast tækifæri í mótbyr sem gefur okkur aftur meðbyr. Þannig er lífið bara, stundum er mótbyr og þá er brýnt að vita að vindáttin mun breytast og þá er um að gera að halda sjó þar til það gerist.

 


Við skulum láta árið 2011 einkennast af umræðu sem inniheldur gleði og frið og leyfum ungmennafélagsandanum að vera með í för. Gleymum ekki að horfa í eigin barm, verum heiðarleg, setjum okkur í spor annarra, berum virðingu fyrir mönnum og málefnum og gætum orða okkar. Látum verkin tala.

 


Ég færi  öllum þeim sem hafa unnið fyrir hreyfinguna á liðnu ári þakklæti fyrir þeirra framlag  og fyrir gott samstarf. Um leið óska ég ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleðilegs nýs árs og hlakka til að eiga samskipti við ykkur áfram að framgangi þeirra góðu mála sem við ætlum að vinna að.

 


Íslandi allt!
Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ

06.01.2011 21:27

Ferðasjóður íþróttafélaga

Umsóknir í ferðasjóð íþróttafélaga - Umsóknarfrestur til 10. janúar

Ekki hægt að sækja um eftir 10. janúar


Aðildarfélög HSH eru minnt á að frestur til að sækja um í ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða sem farnar voru á árinu 2010 rennur út  10. janúar nk

Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann dag.

Umsóknarsvæðið verður opið út mánudaginn 10. janúar 2011. Ekki verður tekið við umsóknum eftir það.  Aðildarfélög HSH eru hvött til þess að kynna sér þetta vel og sækja um ef við á.  Nánari upplýsingar veitir Halla Kjartansdóttir hjá ÍSÍ, halla@isi.is

Umsóknarsvæðið má finna hér

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24
Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24