Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

28.09.2011 21:35

Ætlar þú í lýðháskóla

Styrkir til náms í dönskum íþróttalýðháskólum

1. október nk. verður lokað fyrir styrkumsóknir fyrir þá sem hyggjast stunda nám við danska íþróttalýðháskóla eftir áramótin.


Íþróttalýðháskólar bjóða upp á skemmtilegt og spennandi nám fyrir ungt fólk á átjánda ári og eldri. Skólarnir leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar en flestir bjóða þeir upp á allt mögulegt. Námið er krefjandi og uppbyggjandi og hver dagur býður upp á ný ævintýri.


UMFÍ hefur gert samstarfssamning við 10 íþróttalýðháskóla í Danmörku. Skólarnir eru vítt og breitt um landið og leggja áherslur á mismunandi íþróttagreinar

19.09.2011 13:12

Uppskeruhátíð UMFG

Uppskeruhátíð UMFG

Hin árlega uppskeruhátíð UMFG verður haldinn í Samkomuhúsinu Fimmtudaginn 22 september og hefst klukkan 17.00. Veitt verður viðurkenning fyrir dugnað á vetrinum 2010-2011.

UMFG býður öllum iðkendum uppá Pizzu og svala og jafnvel eitthvað fleira...

Hlökkum til að sjá sem flesta

Þjálfarar og Stjórn UMFG

10.09.2011 21:30

Skjöl UMFÍ sett á Þjóðskjalasafnið


ritun_lokidNú þegar lokið er ritun 100 ára sögu UMFÍ fóru menn að huga að því að koma sögulegum skjölum hreyfingarinnar til Þjóðskjalasafnsins en þangað eiga þau að fara lögum samkvæmt. Jón M. Ívarsson, söguritari UMFÍ, afhenti stóran hluta þeirra á Þjóðskjalasafni í dag og þangað geta áhugamenn um söguna leitað að upplýsingum sem tengjast UMFÍ eða einstökum ungmennafélögum.

 

Meðal merkra skjala má nefna gjörðabækur UMFÍ í 100 ár, skjöl fjórðungssambanda, lög allmargra félaga, leikritasafn, gögn um landsmótin og síðast en ekki síst allar þær ársskýrslur sem ungmennafélög hafa sent UMFÍ í gegnum tíðina en þær skipta þúsundum. Skrá um afhendinguna er til hjá UMFÍ.

 

Alls voru þetta 78 kassar sem fóru en annað eins bíður betri tíma. Myndin sýnir Jón M. Ívarsson og Sófus bílstjóra með nokkra þeirra á leið á safnið.

 

 

Mynd: Frá flutningnum í Þjóðskjalasafnið.

07.09.2011 11:16

UMFG með karate æfingabúðir

Æfingabúðir

Föstudaginn 9. september nk. mun sensei Jan Spatzek 7.

Dan kenna á æfingarbúðum hjá okkur. Æfingar hans eru ávallt áhugaverðar og í senn krefjandi. Fyrri æfingin er frá kl. 18-19:30 þá verður gert smá nestishlé og seinni æfingin er frá 19:45-21:15. Þessar æfingar eru eingöngu fyrir þá iðkenndur sem eru með gult belti og yfir (ekki byrjendur). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Grundarfjarðar.

Stök æfing kostar 500kr, báðar æfingarnar kosta 1000 kr.

Greiðslur má millifæra inn á 1101-26-60330, kt. 030382-4559 og muna að merkja við með nafni og kennitölu þátttakanda.
Ath. sýna svo staðfestingu á greiðslu við innganginn.

Með bestu kveðju, Dagný Ósk þjálfari, s: 866-4559

03.09.2011 15:07

Herferð geng munntóbaksnotkun

Fyrirmyndarleikmaðurinn - Herferð gegn munntóbaksnotkun

Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, á vegum Embættis Landlæknis, UMFÍ,KSÍ, ÍSÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. 

 

halldor_orriÁtakið fer fram með þeim hætti að valinn hefur verið einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og ber hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Og notar ekki tóbak.

 

Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks auk þess að prýða veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins. Í dag kynnum við Fyrirmyndaleikmann Stjörnunnar Halldór Orra Björnsson en við það tækifæri afhenti formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir Halldóri Orra og Stjörnunni veggspjald sem verður staðsett í félagsaðstöðu Stjörnunnar.

 

Af þessu tilefni minnir Ungmennafélagið Stjarnan á að öll notkun tóbaks er bönnuð á íþróttasvæði Stjörnunnar.

Það væri gaman ef aðildarfélög HSH gerðu slíkt hið sama og bönnuðu alla notkun tóbaks                á sínum íþróttasvæðum og hjá sínu keppnisfólki til að sýna fordæmi.

 

 

Mynd: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhendir Halldóri Orra Björnssyni leikmanni Stjörnunnar veggspjaldið.

20.08.2011 09:11

Laust fyrir 9 bekkinga í Laugum

 Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Dalasýslu eru ætlaðar nemendum 9. Bekkinga grunnskólanna en þeir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf.
 
Viðburðir eru í formi námskeiða sem hvert á sinn hátt tekur á samskiptum og forvörnum en sérstaklega er unnið með samskipti og samvinnu, auk þess sem farið er í tómstundir og holla lifnaðarhætti, útivist og íþróttir og fleira.
 
Enn eru nokkrar vikur lausar fyrir skólaárið 2011-2012.
 
Verð fyrir dvöl í búðunum er 16000.- á nemanda. Innifalið er dagskrá, gisting, matur, dagsferð og bolur.
 
Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 861-2660
Eða á laugar@umfi.is
 
Því miður er heimasíða ungmennabúðanna www.ungmennabudir.is ekki virk sem stendur en verður það á næstu dögum.

skjaugl-laugar

18.07.2011 09:14

Fimleikahringurinn 2011

Fimleikahringurinn 2011


 

 

Dagana 18. - 23. júlí verða Evrópumeistararnir í Hópfimleikum á ferð um landið.  Hópurinn mun sýna og kenna fimleika á eftirfarandi stöðum á umræddu tímabili:

 

  • Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18
  • Þriðjudaginn 19. júlí:  Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18
  • Miðvikudaginn 20. júlí:  Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18
  • Fimmtudaginn 21. júlí:  Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18
  • Föstudaginn 22. júlí:  Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15
  • Föstudaginn 22. júlí:  Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15

 

Við viljum bjóða þér að koma og verða vitni að stórkostlegri fimleikasýningu.  Í framhaldi af fimleikasýningunni ætlar hópurinn að hald stutt fimleikanámskeið þar sem börnum og unglingum gefst tækifæri á að læra grunnæfingar í fimleikum. 

 

Þátttaka í fimleikanámskeiðinu kostar 500 kr.

 

Fimleikahringurinn er samstarfsverkefni Gerplu, UMFÍ og Olís.

 

   

08.07.2011 00:05

Fyrirmyndarleikmaðurinn

Í dag var blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem kynnt var til sögunnar herferð gegn munntóbaksnotkun.  Nefnist hún "Fyrirmyndarleikmaðurinn" og þar taka sig saman aðilar til að sporna gegn munntóbaksnotkun ungs fólks.

Á fundinum kynnti Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landslæknisembættinu, niðurstöður glænýrrar skýrslu þar sem kemur í ljós að notkun á munntóbaki verður æ meiri á meðal ungra drengja og jafnvel stúlkna.  Þessari herferð er ætlað að sporna gegn þessari þróun með jákvæðum fyrirmyndum.  Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu frá þessu átaki:

Fyrimyndarleikmaðurinn

Herferð gegn munntóbaksnotkun.

Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnumanna og ungs fólks, á vegum embættis Landlæknis, KSÍ, ÍSÍ,UMFÍ og ÁTVR. Einnig er herferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. Forustumenn íþróttafélaganna eru hvattir til að fylgja eftir ályktun Íþrótta og sérsambanda, að útrýma allri notkun tóbaks úr öllu íþróttastarfi. Átakið mun standa frá júní til loka september, eða yfir keppnistímabil knattspyrnumanna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að þar hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum. Samkvæmt könnun meðal knattspyrnumanna, kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað eða séu að nota munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hópþrýstingur eða fyrir tilstuðlan  fyrirmynda.  Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn fyrirmyndarleikmaður. Sá leikmaður er ekki að neyta tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrirmynd yngri iðkenda og ungs fólks auk þess að prýða veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins sem og aðrar auglýsingar. 

Hvert einstakt lið í efstu deild fær heimsókn á heimaleik, þar sem ungir krakkar í búningum félagsins afhenda fyrirmyndarleikmanninum veggspjald sem hann áritar og staðfestir með undirskrift sinni að hann sinni fyrirmyndarhlutverki sínu af kostgæfni. Við sama tækifæri kynnir félagið stefnu sína í forvarnarmálum.

 Átakið verður kynnt rækilega með auglýsingum og umfjöllun fjölmiðla. Markmið átaksins er að koma þeim skilaboðum áleiðs að íþróttir og munntóbak eiga enga samleið. Og þó að átakið beinist sérstaklega að knattspyrnumönnum, þá er það aðeins upphafspunkturinn og markmiðið er að halda áfram á næstu árum að vekja íþróttamenn í öllum keppnisgreinum sem og ungt fólk til umhugsunar um  þær slæmu hliðar sem neysla munntóbaks hefur í för með sér.  

27.06.2011 22:21

Ánægð með hvernig til tókst


grein_med_helguFyrsta Landsmót UMFÍ 50+ fór fram á Hvammstanga um helgina en um þrjú hundruð keppendur þreyttu keppni í fjórtán keppnisgreinum. Framkvæmdaaðilar mótsins eru mjög ánægðir hvernig til tókst og líta björtum augum til framtíðar hvað þetta mót áhrærir.


,,Ég er í heildina mjög ánægð með mótið og þá alveg sérstaklega hvað keppendur voru sáttir. Það kom mér ekki á óvart því þetta er þakklátt fólk. Við runnum svolítið blint í sjóinn með þetta mót en ákvörðunin að hrinda því af stað var rétt þegar upp var staðið. Upplifun keppenda var skemmtileg en þetta er mót sem verður að halda áfram," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, í mótslok.


Helga Guðrún sagði að það hefði komið sér á óvart mikill keppnisandi hefði ríkt á mótinu og gleði að fá að keppa á þessum vettvangi. Andrúmsloftið var afslappað en samt voru keppendur með ákveðinn markmið. Framkvæmdaaðilar og íbúar lögðu sitt af mörkum að gera þetta mót einstaklega skemmtilegt og vel heppnað.


,,Að okkar mati var löngu orðið tímabært að halda mót fyrir þennan aldurshóp. Þetta er mót sem komið er til að vera og vonandi stækka þau með tíð og tíma. Ég veit að það er fullt af fólki þarna úti sem er að æfa ýmsar íþróttir en fyrirvarinn fyrir þetta mót var nokkuð stuttur. Við auglýsum næsta mót með góðum fyrirvara og þá getur fólk notað veturinn og vorið til undirbúnings. ég er mjög ánægð og stolt hvernig til tókst með fyrsta mótið," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.


Trausti Valdimarsson, sem tók þátt í öllum hlaupa- og sundgreinum mótsins að undanskildu fjórsundi, sagði þetta mót frábært til að örva þá einstaklinga sem virkilega þurfa á að hreyfingu að h alda því viðhaldið verður mikilvægara með árunum. Trausti er lyflæknir- og meltingarsérfræðingur á Akranesi.


,, Ég reyni að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi, synda, hjóla og hlaupa, en það er gott að hafa fjölbreytnina sem mesta. Þetta er allt skemmtilegt og hollt og þess vegna er maður í þessu. Fyrir utan þá heldur maður betur í heilsuna og kynnist fólki eins og á mótinu hér á Hvammstanga," sagði Trausti.


Trausti sagði ennfremur að þeir sem hreyfa sig og halda í æskublómann þurfa síður á læknunum að halda.

27.06.2011 22:20

Forvarnarsjóður

thlutun styrkja úr Forvarnasjóði

gudbjarturÚthlutun styrkja úr Forvarnarsjóði fyrir árið 2011 fór fram í dag í Þjónustumiðstöð UMFÍ við Sigtún. Við þetta tækifæri fluttu Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, og Geir Gunnlaugsson, landlæknir, stutt ávörp.


Úthlutað var styrkjum að upphæð 72 milljónum í 102 verkefni. Ungmennafélag Íslands fékk tvo styrki, 2,5 milljónir í verkefnið Flott fyrirmynd og Unglingalandsmótið 1.5 milljónir.


Tilgangur Forvarnasjóðs er að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði áfengis- og vímuvarna í samræmi við stefnu og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum hverju sinni. Styrkir eru veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsóknaverkefna.

 

Mynd: Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, flytur ávarp við athöfnina.

 

21.06.2011 17:51

Ólympíudagurinn

Ólympíudagurinn 23. júní

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við íþróttahreyfinguna og Ólympíufjölskyldu ÍSÍ halda upp á Ólympíudaginn. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allann þann 23. júní. Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð þennan dag árið 1894. Markmið með deginum er að bjóða almenningi að kynnast fjölbreytum íþróttum, með áherslu á að uppgötva, læra og hreyfa sig. Í gegnum íþróttirnar er einnig verið að að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar; Gera sitt besta - vinátta og virðing.

Í tilefni dagsins eru hátíðarhöld hjá nokkrum íþróttafélögum auk þess sem boðið verður upp á dagskrá í Laugardalnum frá 18:30 til 22:00. Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl:22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á www.maraþon.is sjá nánar hér fyrir neðan.

Einnig viljum við benda á fésbókarsíðu Ólympíudagins kemst á hana hér. Þar verður að finna allar helstu upplýsingar í tengslum við daginn. þar er einnig að finna tengla á ýmislegt skemmtilegt.

Við bjóðum börn, fullorðna, fjölskyldur, skyldmenni, samstarfsfélaga, vini og kunningja velkomin í Laugardalinn. Þar verður hægt að prófa íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í greinum eins og skylmingum, tennis, krakkablaki, strandblaki, borðtennis, keilu, dans, frjálsíþróttum. Einnig verður hægt að skoða keppnisbíla frá kvartmílu til gókart. Rathlaupafélagið Hekla bíður upp á rathlaup í Laugardalnum.
Það gæti enn bæst í hópinn fleiri íþróttagreinar til að prófa.
Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl: 22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á www.maraþon.is og www.hlaup.is þátttakendur í hlaupinu fá svo frítt í sund á eftir.

Dagskrá* í Laugardalnum 23. júní:

18:30 Setning við bílastæðinn hjá Þrótti/Ármann
18:30 - 22:00 Akstursíþróttasambandið með sýningu á 4 til 5 keppnisbílum allt frá kvartmílu til gókart - þeir verða á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármann.
18:30 - 21:30 Skylmingar -
í Skylmingamiðstöðin undir norðurenda stúkunnar- World Class megin
19:00 - 22:00 Keila
í sal fyrir ofan Skylmingarmiðstöðina, hjá miðasölunni
19:00 - 22:00 Borðtennis - við stúku Laugardalsvallar
19-00 - 22:00 Krakkablak og strandblak
á grasinu við körfurnar hjá bílastæði Þrótti/Ármann
19:00 - 22:00 Tennis
Á tennisvöllunum bakvið húsnæði Þróttar,
19:00 - 22:00 Rathlaup - Rathlaupafélagið Hekla verður með kynningu á rathlaupi sem hægt er að hlaupa í Laugardalnum. Þeir verða við gamla innganginn í Laugardalslaugina - norður
sjá frekari upplýsingar á www.rathlaup.is
21:00 - 21:40 Dans - sýningin og létt kennsla í tengslum við upphitun Miðnæturhlaupsins
22:00 Miðnæturhlaupið fer af stað
*Fyrirvari er á að dagskráin gæti tekið breytingum.

Til þess að lífga upp á daginn þá væri gaman að sjá sem flesta í íþróttabúningum. Annað hvort í búningi síns félags, uppáhaldstreyjunni sinnii, landsliðsbúningi eða jafnvel sem Glanni glæpur. Allir eru velkomnir.

16.06.2011 20:55

Landsmót UMFÍ 50+

Skráningar þurfa berast fyrir 20. júní

hvammstangi_8Nú styttist óðum í fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Hvammstanga dagana 24.-26. júní. Allur undirbúningur fyrir mótið gengur samkvæmt áætlun og heimamenn staðráðnir að taka vel á móti keppendum og gestum.


Skráningar hafa staðið yfir síðustu vikur og hefur hún gengið vel. Áhersla er lögð á að skráningar berist fyrir mánudaginn 20. júní. Skráningin fer fram á www.landsmotumfi50.is

 

Þátttökugjald  er 3.000 kr. óháð greinafjölda. Innifalið í verðinu er keppni, tjaldsvæði og afþreying meðan á mótinu stendur.


Skráðu þig hér


02.06.2011 18:58

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

 er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2011. Verkefnið fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti.

 

Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er hjóla a.m.k. 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og ganga á fjöll. Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína.

 

Öllum er heimil þátttaka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu - Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

02.06.2011 00:35

Landsmót 50+

Kæru félagar

 

Ákveðið hefur verið að þátttökugjald á Landsmót UMFÍ 50 + verði  3000 krónur. Þátttakendur greiða eitt gjald óháð fjölda greina sem keppt verður í. Innifalið í gjaldinu er frí á tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi á Hvammstanga þessa helgi og frítt á alla viðburði sem verða í gangi í tengslum við mótið kvöldvaka á föstudagskvöldið og laugadagskvöldið. 

 

Allir geta takið þátt í mótin hvort sem þeir eru í ungmennafélagi eða ekki.

 

Engin takmörkun er á fjölda liða.

Keppnisgreinar á mótinu: blak, bridds, boccia, badminton, frjálsar íþróttir, fjallaskokk, hestaíþróttir, golf, pútt, línudans, skák, sund, starfsíþróttir( jurtagreining, búfjárdómar, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur og kökuskreyting), þríþraut.

Skráning og aðrar upplýsingar um mótið eru að finna á  www.landsmotumfi50.is

 

Sjáumst öll kát og hress á landsmóti UMFÍ 50 + 

 


 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15