Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Almennar fréttir

22.05.2012 00:37

Þjálfaramenntun

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. stigs ÍSÍ

ÍSÍ býður eins og áður upp á sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. stigs og mun það hefjast mánudaginn 18. júní næstkomandi.  Námið er almennur hluti 1. stigs og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Það er öllum opið, 16 ára og eldri, tekur átta vikur og skila nemendur verkefni vikulega á meðan á námi stendur.  Námið er allt í fjarnámi og hentar því öllum burt séð frá búsetu.  Þjálfaramenntun ÍSÍ, 1. stig alm. hluta er metið sem ÍÞF 1024 í framhaldsskólum landsins enda um sama eða sambærilegt nám að ræða.

Langflestir þátttakendur á fjarnámsnámskeiðum ÍSÍ í gegnum árin telja álagið afar hæfilegt með vinnu eða öðru námi, enda er hægt að lesa efnið og vinna verkefnin á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.

Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000 og þarf skráningu að vera lokið fimmtudaginn 14. júní næstkomandi.  Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang og símanúmer og muna einnig eftir því að geta þess á hvaða námskeið verið er að skrá.

Námskeiðsgjald er kr. 24.000.- og eru þá öll námskeiðsgögn innifalin og send á heimilisföng þátttakenda.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

21.05.2012 13:50

Snæfellsjökulshlaupið verður 30 júní


Snæfellsjökulshlaupið verður haldið 30. júní n.k og er þetta er í annað skiptið sem hlaupið er haldið. Hlaupið heppnaðist mjög vel í fyrra og voru hlauparar 50 talsins.  Fyrirkomulag hlaupsins verður eins og í fyrra.  Ræst verður frá Arnarstapa kl. 12:00.  Boðið verður upp á rútuferð frá Ólafsvík til Arnarstapa fyrir þá sem vilja. Fiskisúpan verður á sínum stað og léttar veitingar verða í boði að hlaupinu loknu.  Snæfellsbær bíður svo öllum hlaupurum frítt í sund.

Ólafsvík er um 2,5 klst. akstur frá Reykjavík.

Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að finna á Facebook síðu hlaupsins ásamt nýjum myndum frá því í fyrra sem voru að berast í hús.

Staður og tímasetning
Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Ræst verður klukkan 12:00 frá Arnarbæ á Arnarstapa.

Rúta verður fyrir þá sem vilja frá Ólafsvík til Arnarstapa og mun hún leggja af stað kl. 11:00 frá Söluskála Ok í Ólafsvík og kostar 1.000 kr.

Hlaupaleiðin
Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Fyrstu 8 km þarf að hlaupa upp í móti í c.a. 700 metra hæð síðan tekur hlaupaleiðin að smá lækka þar til komið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa klást við snjó og jafnvel smá drullu á leiðinni. En í fyrra voraði seint og þurftu hlauparar að hlaupa c.a. 5km af leiðinni í snjó. Keppendur fá á leiðinni að upplifa einstaka nátturufegurð og að öllu ógleymdu allri þeirri orku sem Snæfellsjökull býr yfir. Jökulhálsinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hlaupinu stendur. Drykkjarstöðvar verða á leiðinni sem björgunarsveitin Lífsbjörg mun sjá um. 


Skoða Snæfellsjökulshlaupið á stærra korti 

Flokkaskipting

  • Karlar 40 ára og eldri
  • Konur 40 ára og eldri
  • Karlar 39 ára og yngri
  • Konur 39 ára og yngri

Skráningargjald
Þátttökugjald er sama og í fyrra, 2.000 kr

Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Opið er fyrir forskráningu til kl. 20:00 föstudaginn 29. júní. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir bestu tímana og einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.

Nánari upplýsingar
Hægt er að skoða möguleika á gistingu á:  http://www.hellnar.is/http://www.hringhotel.is/ og http://www.budir.is/

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát í skemmtilegu hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Fannar 840-3708 og Rán 864-4236 eða netfangið: snaefellsjokulshlaupid@gmail.com

05.05.2012 16:40

100 ára afmæli UMSB

Þann 26 apríl síðastliðinn varð nágranni okkar Ungmennasamband Borgarfjarðar 100 ára.
Í tilefni dagsins var samsæti í Framhaldsskóla Borgafjarðar. Hermundur Pálsson formaður HSH og Garðar Svansson framkvæmdarstjóri HSH mættu þar og færðu UMSB gjöf með UDN og Skipaskaga. Gott samstarf hefur verið með þessum félögum í gegnum tíðina og því við hæfi að fagna stórum áfanga hjá UMSB

Anna Bjarnadóttir formaður Skipaskaga,  Hermundur Pálsson formaður Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu og Finnbogi Harðarson formaður Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) færðu Sigurði Guðmundssyni sambandsstjóra UMSB gjöf í tilefni afmælissins
Stefán Skafti Steinólfsson gjaldkeri Skipaskaga fór svo með stöku
 

01.05.2012 22:29

Aðalfundur SnæfellsAðalfundur Snæfells verður haldinn fimmtudaginn 3. maí kl. 20 í fundarherbergi félagsins í Íþróttamiðstöðinni
Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Aðalstjórn Snæfells

01.05.2012 22:24

Aðalfundur SkotgrundVið minnum á aðalfundinn sem haldinn verður fimmtudaginn 3. maí 2012 kl. 20:00 í húsnæði félagsins í Hrafneklsstaðabotni. Dagskrá fundarins verður á þennan veg:


Skýrsla stjórnar

Reikningar félagsins lagðir fram

Ákvörðun um félagsgjöld

Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna

Önnur mál

Við hvetjum félagsmenn til að mæta á fundinn og ef það er eitthvað sem þeir vilja koma á framfæri viljum við endilega fá ábendingar um það.  Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á skotgrund@gmail.com, hafa samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent skilaboð á facebook síðu félagsins .

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Skrifað af JP

30.04.2012 09:47

74 þing HSH

74 Þing HSH var haldið að Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi (Borgarbyggð) þriðjudaginn 24 apríl og hófst þingið kl. 18.00

Þingið var starfsamt og góðar umræður um starf HSH og tillögur sem lágu fyrir þinginu.
Alexander Kristinsson, UMF.Reyni gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn og var Þráinn Ásbjörnsson, Eldborg kjörin í hans stað í stjórn, Við þökkum Alexander fyrir gott starf í gengum árin.
Í varastjórn komu þau Dagný Þórisdóttir, Mostra  og Dagbjartur Harðarson, Vestarr  ný inn.
Góðir gestir sóttu þingið heim en frá ÍSÍ komu Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ og frá UMFÍ voru Helga Guðjónsdóttir formaður og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdarstjóri.
Þingforseti var Kristján Magnússon Eldborg og ritari þings var María Valdimarsdóttir, Snæfell.
Ólafur flutti kveðju frá stjórn ÍSÍ og starfsfólki þess. Hann minntist 100 ára afmælis ÍSÍ, kom inn á fyrirmyndarfélag ÍSÍ og hæld starfi HSH ásamt að þakka fyrir störf framkvæmdarstjóra HSH inn í stjórn ÍSÍ en Garðar var kjörinn í varastjórn ÍSÍ á síðasta Íþróttaþingi.
Ólafur heiðraði svo 3 aðila starfsmerkjum ÍSÍ

Gullmerki ÍSÍ 
Haukur Sveinbjörnsson UMF.Eldborg.   Gjaldkeri Eldborgar 1952 í eitt ár.
Formaður Eldborgar í nokkur ár í kringum 1960.
  Formaður HSH 1961 - 1965.  Formaður Snæfellings 1970 - 1976. Tók þátt í stofnun Snæfellings 1965 og heiðursfélagi þess. Vann í þrjátíu ár sjálfboða starf í þágu félagsins á félagssvæði þess á Kaldármelum.

Davíð Sveinsson, UMF.Snæfell    Knattspyrna:  Spilaði frá 1972 til 1985, auk þess að vera í stjórn knattspyrnudeildar í 8 ár.  Var með dómararéttindi og dæmdi í nokkur ár leiki hér á svæðinu. Körfubolti:  Spilaði með Snæfell frá árinu 1972 til 1979 og 1984 til 1987 og þjálfaði yngriflokka á sama tíma. Var í stjórn körfuknattleiksdeildar 1974 til 1979 og síðan verið í stjórn yngriflokka í 10 ár til dagsins í dag.  Var í stjórn mfl. 1985 - 1988 og síðan aftur 2007 - til dagsins í dag.  Var með dómararéttindi og dæmdi marga leiki í öllum deildum á vegum KKÍ auk þess að dæma mikið hér heima.  Er núna gjaldkeri í stjórn mfl. Snæfells  Í körfu og einnig hjá yngriflokkum.
Stjórn:
Var í stjórn Snæfells 1975 - 1979 og síða aftur 1985  - 1991  þar af formaður 1989 - 1991. Sat í stjórn HSH í nokkur ár.


Silfurmerki ÍSÍ 
Guðmundur Gíslason, UMF.Grundarfjarðar.
Hefur starfað vel og lengi í stjórnunarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna.
Síðustu ár hefur hann staðið bak við félagsstarf og afþreyingu og meðal annars séð um getraunahóp UMFG.

Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ , Guðmundur, Haukur, Davíð og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ


Helga Guðjónsdóttir formaður UMFÍ
Flutti kveðju frá Stjórn og starfsfólki UMFÍ


Kristján Magnússon, Eldborg  þingforseti

30.04.2012 09:39

Vinnuþjarkur HSH

Kvennablaklið Grundarfjarðar hlaut á dögunum verðlaunin Vinnuþjarkar HSH á Héraðsþingi HSH sem haldið var fyrir skömmu. Vinnuþjarkur HSH er veittur þeim aðila innan HSH sem þykir hafa unnið gott og mikið starf og verið öðrum fyrirmynd. Stjórn HSH samþykkti einróma að veita Kvennadeild UMFG í blaki viðurkenningu fyrir frábært starf í uppbyggingu blakíþróttarinnar í Grundarfirði og auk þess að hafa byggt upp sitt eigið starf hefur barnastarfið ásamt körlum fengið að njóta krafta kvennana. Þar sem að enginn úr blakliðinu komst á þingið var brugðið á það ráð að sitja fyrir þeim þegar þær voru að leggja af stað á Öldungamótið á Siglufirði síðasta föstudag. Garðar Svansson framkvæmdarstjór HSH og Tómas Kristjánsson gjaldkeri HSH  fóru á undan þeim og stoppuðu þær við bæinn Hamra. Þar afhenti Garðar þeim bikarinn áður en við sendum þær aftur af stað.

Vel gert blakkonur. Þið eigið þetta skilið.


Skrifað af Tommi

23.04.2012 16:28

Þing HSH á morgun í Lindartungu

74  Þing

Héraðssambands  

Snæfellsness og Hnappadalssýslu

 

 

 

Héraðsþingi HSH verður haldið

24 apríl  kl. 18.00 í

Lindartungu, Borgarbyggð (Kolbeinstaðahrepp)

 

 

Á þinginu eiga 15 félög með 38 þingfulltrúa seturétt,

Öllum félögum í aðildarfélögum HSH heimil þátttaka og málfrelsi

03.04.2012 21:16

Aðalfundur Reynis

Aðalfundur u.m.f Reynis


Mánudaginn 26. mars var haldinn aðalfundur u.m.f. Reynis í Röst Hellissandi.  Fyrir utan stjórnina voru mættir nokkrir bæjarbúar, var stjórnin mjög ánægð með að sjá þá.

Reikningar voru lagðir fram  til skoðunar. Stjórnin sagði frá hugmynd frá Ara Bent Ómarssyni um hlaup á Sandaragleði um nýja göngustíginn. Er sú hugmynd í ákveðnum  farveg. Næst var rætt um Íþróttavöllinn á Hellissandi. Eins og kannski flestir vita hefur u.m.f. Reynir fjárfest í 2 gámahúsum til að bæta aðstöðuna við Reynisvöll. Í  vor ætlar Snæfellsbær að koma fyrir húsunum,  tengja rafmagn og vatn. Með því er kominn sú aðstaða sem flestir hafa beðið eftir. Ætlunin er að þegar húsin eru komin á sinn stað, munum við þurfa aðstoð við að klára húsin að innan og utan. Óskum við eftir því að þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur með vinnuframlagi  eða kaupum á tækjum og tólum hafi samband við okkur. Það væri gaman ef við gætum byggt upp aðstöðu sem við gætum verið stolt af.

Farið var út í umræðu um stofnun nýs ungmennafélag  (  sem nafn er komið á og logó ) Var það skoðun fundargesta að óskandi væri að ungmennafélögin hefðu þann styrk til að taka það skref sem þarf til að stofna eitt stórt og öflugt ungmennafélag í þágu barna, unglinga og alls bæjarfélagsins.

Þar sem umræðu var ekki lokið þegar sumir þurftu að fara af fundi var fundi ekki slitið heldur frestað til  apríl og verður annar fundur auglýstur síðar.

Stjórnin

26.03.2012 00:08

Jón Ólafur Jónsson íþróttamaður HSH 2011

Í hálfleik hjá Snæfell og Njarðvík voru íþróttamenn HSH útnefndir
Hermundur Pálsson formaður HSH og Hjörleifur K. Hjörleifsson stjórn HSH, veittu viðurkenningar og
myndir tók Þorsteinn Eyþórsson


Íþróttamaður HSH 2011 og körfuknattleiksmaður HSH
Jón Ólafur Jónsson Snæfell


Blakmaður HSH
Anna María Reynisdóttir UMFG


Knattspyrnumaður HSH
Einar Hjörleifsson, Víking


Hestíþróttamaður HSH
Siguroddur Pétursson Snæfelling


Kyflingur HSH
Skarphéðinn Skarphéðinsson, Mostra
( Björgvin Ragnarsson tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd)


Íþróttamenn HSH 2011


25.03.2012 21:05

Málþing um Íþróttadómara

Samstarf íþróttagreina á málþingi um íþróttadómara

Málþing um íþróttadómara var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 21. mars síðastliðinn.  Um 60 manns sóttu málþingið.  Málþingið var m.a. athyglisvert fyrir þær sakir að um var að ræða samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknatteikssambands Íslands og Blaksambands Íslands.  Auk þátttakenda frá sérsamböndunum fjórum, ÍSÍ og dómurum í fyrrgreindum íþróttagreinum voru einnig mættir aðilar frá nokkrum öðrum íþróttagreinum og einstökum héraðssamböndum og íþróttafélögum.  

Málþinginu var m.a. ætlað að leiða til frekara samstarfs íþróttagreina í þessum málaflokki og draga athygli að mikilvægi dómarastarfa í íþróttum.  Það var samdóma álit aðila að fjölmargir þættir í þessum málaflokki væru svipaðir á milli íþróttagreina og því gætu greinarnar unnið saman að þeim þáttum.  Nefna má nýliðun og brottfall í dómarastétt auk ýmissa skipulagsmála.

Á málþinginu fór fram hópavinna þar sem þátttakendur málþingsins ræddu ýmis mál og reyndu að svara ákveðnum fyrirfram ákveðnum spurningum.  Mjög líflegar umræður sköpuðust og voru niðurstöður birtar af hópstjórum að lokinni hópavinnunni. 

Í lok málþingsins voru fyrirspurnir og umræður þar sem undirbúningshópur málþingsins sem í voru fulltrúar málaflokksins frá ÍSÍ og íþróttagreinunum fjórum sátu fyrir svörum.  Undirbúningshópurinn mun taka betur saman niðurstöður, vinna úr þeim og skoða framhald á samstarfi í þessum málaflokki.

Frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í 514-4000.

09.03.2012 17:42

Málþing um íþróttadómarar


Málþing um íþróttadómara

Í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal

miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 17.00-20.00.

 

ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og BLÍ boða til málþings um íþróttadómara og þeirra mikilvægu störf í tengslum við íþróttirnar.  Fulltrúar sérsambandanna munu fjalla um stöðu mála og framtíðarhorfur.  Málþingið er öllum opið, endurgjaldslaust á meðan húsrúm leyfir.  Allir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir til að mæta, fræðast um stöðuna og leggja jafnvel orð í belg um málefnið.

 

Hvernig geta íþróttagreinar unnið betur saman í dómaramálum?

Hver er áhrifamáttur og ábyrgð þjálfara og fjölmiðla?

Hvernig fjölgum við dómurum og höldum þeim í starfi?

Yfrir hvaða eiginleikum þarf íþróttadómari að búa yfir?

Hvernig fjölgum við konum í dómarastétt?

 

Þessum spurningum verður reynt að svara á málþinginu, m.a. í vinnuhópum þar sem allir hafa möguleika á þátttöku.

Niðurstöður hópavinnunnar verða birtar eftir að hópavinnu lýkur.

Forystumenn þessa málaflokks hjá ofangreindum sérsamböndum verða í panel í lok málþingsins.

Skráning er í síma 514-4000 eða á linda@isi.is  Í boði verður kaffi og léttar veitingar.

Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is

 

Dagskrá málþingsins

               

17.00  Ávarp/setning

                        17.05  Sameiginlegir þættir  

                        17.15  Fulltrúar íþróttagreinanna - kynning

                        17.40  Skilgreining hópavinnu

                        17.45  Hópavinna  

A)  Hvernig geta íþróttagreinar unnið betur saman í dómaramálum?

                                     B)  Hver er áhrifamáttur og ábyrgð

                                               a) Þjálfara?

                                               b) Fjölmiðla?

 C)  Hvernig fjölgum við dómurum og höldum þeim í starfi (hindrum brottfall)?

          D)  Yfir hvaða eiginleikum þarf íþróttadómari að búa yfir?

                      E)  Hvernig fjölgum við konum í dómarastétt?

                        18.45  Kaffihlé

                        18.55  Niðurstöður hópavinnu

                        19.25  Fyrirspurnir og umræður - (Panell)

                        19.50  Samantekt

                        20.00  Málþingslok

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10