Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: golf

10.05.2010 09:00

Vinnudagur 1 og 2 hjá Vestarr


8.5.2010

Vinnudagur.

Vinnudagur var í dag og var hin fínasta mæting, grínin voru sönduð, æfingavöllur sleginn, skálinn þrifinn og ýmislegt annað gert til að undirbúa sumarið. En betur má ef duga skal, á morgunn sunnudaginn 9.5 kl: 11 ætlum við að hittast aftur á vellinum og hengja upp skilti, koma bekkjum á sína staði og klára annað smálegt sem þarf að gera fyrir sumarið. Á næstu dögum / vikum verður svo skálinn málaður, borið á pallinn og annað sem þarf á málingarupplyftingu að halda.
Verið er að útbúa lista með símanúmerum félagsmanna til að auðvelda okkur að koma skilaboðum til félaga þegar eitthvað liggur við annað hvort í skemmtun eða vinnu. Listi verður þannig að hjón/pör fá sameiginlegt sms eða bara í einn síma og ef sá sími sem verður fyrir valinu hjá okkur hentar ykkur ekki þá látið Önnu Maríu s 869 6076 / netfang annamaria@grun.is vita og hún breytir í það númer sem þið viljið hafa. Hvert sms kostar 5. krónur og með þessu móti verður kostnaður okkar minni.
Svo viljum við minna ykkur á fyrsta mót sumarsins sem er háforgjamót og verður sunnudaginn 16.05 2010.
Anna María


9.5.2010

Vinnudagur 2

Jæja þá er vinnudegi tvö lokið. Góð mæting var og vel flest klárað sem þarf að gera til að völurinn sé klár fyrir sumarið. Boðið var uppá vöfflur fyrir duglega vinnumenn og svo var helginn enduð á vinnumóti sem 13 manns tóku þátt í í blíðskapar veðri. Þeir sem nýkomnir erum heim úr golfferðum erlendis frá voru ekki alveg með það á hreinu hvort þeir væru enn að spila á erlendri grund eða hvort veðrið væri virkilega orðið svona gott á Íslandi í byrjun maí. Á næstu dögum verður boðað til vinnudags þrjú til bera á skála og pall. Vonandi verður veðrið áfram gott hjá okkur svo hægt sé að gera það sem fyrst. Send verður út tilkynning með sms. Stjórn Vestarr vill þakka öllum sem mættu á vinnudagana, margar hendur vinna létt verk.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19