Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: golf

08.06.2010 14:21

Fiskmarkaðsmótaröðin

Fiskmarkaðsmótaröð golfklúbba á Snæfellsnesi

Á morgun miðvikudaginn 9 júní er 2 mótið af 4 í mótaröðinni.

Mótið fer að þessu sinni fram á Víkurvelli í Stykkishómi.

Ræst er út frá kl. 16.00 til kl. 18.00

Ætlast er til að ekki séu fleiri en 2 kylfingar frá sama félagi í holli og áskilur
mótanefnd sér rétt til að stilla upp rástímum

08.06.2010 11:24

Margeir Ingi, Mostra, fór holu í höggi
Kylfingur.is | þriðjudagur 8. júní 2010 |

Margeir Ingi lék á ás í Korpunni


Kylfingurinn Margeir Ingi Rúnarsson úr Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi, fór holu í höggi á sunnudaginn í öðru stigamóti á Arion-banka unglingamótaröðinni. Margeir leikur í drengjaflokki og fór holu í höggi á hinni erfiðu þriðju holu á Korpúlfsstaðavelli.

"Ég miðaði á glompuna vinstra megin og sló með 18° hálfvitanum mínum. Boltinn flaug beint inn á flöt, skoppaði einu sinni á flötinni og fór svo niður," sagði Margeir í samtali við Kylfing.is

Þetta er í fyrsta sinn sem Margeir fer holu í höggi en hann er með tíu í forgjöf og er á sínu fyrsta ári á unglingamótaröðinni. Það er síður en svo auðvelt að fara holu í höggi á 3. brautinni en hún er 179 metra löng af gulum teig.

Aðspurður kveðst Margeir ósáttur með frammistöðu sína í mótinu í hann varð í 22. sæti í drengjaflokki en bætti sig þó um tíu högg á seinni hringum og lék á 82 höggum.

 

07.06.2010 10:08

Sjómannadagsmót Vestarr og G.Run


Sjómannadagsmót G. Run var haldið 4. júní í blíðskaparveðri.  G. Run stóð að mótinu líkt og hefð hefur skapast um á þessum degi.  Í upphafi mótsins var Rósu Guðmundsdóttur færð blóm en hún hafði orðið eitt hundraðasti meðlimur Vestarr fyrr í vikunni.

Mótið, sem heppnaðist frábærlega, unnu mæðginin Þórey og Heimir.  Þáttaka var rétt tæplega sjötíu manns sem gerir þetta með allra stærstu mótum ársins.

Stjórn Vestarr vill svo koma þökkum til G. Run fyrir aðkomu þeirra og stuðning.
Fleirri myndir eru inn á vef Vestarr04.06.2010 10:45

Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra

Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra

Á laugardaginn 29 maí mættu félagar úr Mostra á Bárarvöll og kepptu við Vestarr menn.
Var þetta fyrri hluti keppninar, seinni hluti er svo dagsettur 27 ágúst.

Keppnin á laugardag hófst með Texas og eftir þann leik leiddi Vestarr með 2 vinningum 7-5
Næst var spilað fjórleikur, í þeim leik unnu Mostramenn upp forskotið og fór hann 5-7, allt jafnt
3 leikur dagsins var tvímenningur. mjög jöfn keppni var þar og enduðu leikar þannig að
Vestarr fékk 12,5 vinning en Mostri 13.5

Góð þáttaka var eða um 50 keppendur, var það þrátt fyrir að nokkur valkvíði væri vegna
sveitarstjórnarkosninga og Eurovision
Liðstjórar stóðu sig vel en þeir nafnar Ásgeir Ragnarsson Vestarr og Ásgeir Guðmundsson Mostra
hafa nú í nokkur ár stjórnað sínum liðum.

03.06.2010 13:07

Fiskmarkaðsmótaröð Golfklúbbanna

Í gær 2 júní var spilað 1 mót af 4 í Fiskmarkaðsmótaröð golfklúbba á Snæfellsnesi
Góð þátttaka var en 34 keppendur tóku þátt í mótinu sem var spilað í fínu veðri á
Garðavelli í Staðarsveit
Næsta mót er í Stykkishólmi á Víkurvelli miðvikudaginn 9 júní.
3 mótið er á Fróðárvelli, Ólafsvík miðvikudaginn 16 júní og
lokamótið verður á Bárarvelli, Grundarfirði 23 júní

Besta Skor
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Guðlaugur Rafnsson GJÓ 3 F 37 36 73 3 73 73 3
2 Rögnvaldur Ólafsson GJÓ 0 F 35 38 73 3 73 73 3
3 Hermann Geir Þórsson GVG 6 F 39 36 75 5 75 75 5Flestir punktar

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir 0  
1 Egill Egilsson GMS 21 F 19 20 39 39 39
2 Kristófer Jónasson GJÓ 10 F 20 19 39 39 39
3 Hjörtur Guðmundsson GJÓ 21 F 17 21 38 38 38
4 Kristinn Jónasson GJÓ 15 F 20 18 38 38 38
5 Hermann Geir Þórsson GVG 6 F 17 20 37 37 37
6 Guðlaugur Rafnsson GJÓ 3 F 18 18 36 36 36
7 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 8 F 19 17 36 36 36
8 Páll Ingólfsson GK 10 F 16 19 35 35 35
9 Benedikt Lárus Gunnarsson GVG 9 F 20 15 35 35 35
10 Hildur Björg Kjartansdóttir GMS 18 F 15 18 33 33 33
11 Rögnvaldur Ólafsson GJÓ 0 F 18 15 33 33 33
12 Kristján Þórðarson GST 18 F 19 14 33 33 33
13 Jónas Kristófersson GJÓ 17 F 13 19 32 32 32
14 Ásgeir Ragnarsson GVG 6 F 15 17 32 32 32
15 Dóra Henriksdóttir GVG 13 F 16 15 31 31 31
16 Baldur Þór Sigurðarson GVG 21 F 19 12 31 31 31
17 Einar Kristjónsson GJÓ 12 F 13 17 30 30 30
18 Hákon Gunnarsson GVG 9 F 13 17 30 30 30
19 Rúnar Gíslason GMS 8 F 15 15 30 30 30
20 Bent Christian Russel GVG 11 F 13 15 28 28 28
21 Högni Friðrik Högnason GMS 6 F 15 13 28 28 28
22 Jón Björgvin Sigurðsson GVG 18 F 16 12 28 28 28
23 Gunnar Björn Guðmundsson GMS 9 F 17 11 28 28 28
24 Ríkharður Einar Kristjánsson GJÓ 18 F 15 12 27 27 27
25 Rafn Guðlaugsson GJÓ 11 F 12 14 26 26 26
26 Einar Marteinn Bergþórsson GMS 18 F 8 17 25 25 25
27 Sigurður Helgi Ágústsson GVG 21 F 13 12 25 25 25
28 Egill Egilsson GMS 15 F 11 13 24 24 24
29 Haukur Þórðarson GST 20 F 11 13 24 24 24
30 Kjartan Páll Einarsson GMS 16 F 11 13 24 24 24
31 Halldór Sigurjónsson GJÓ 11 F 13 11 24 24 24
32 Jón Svavar Þórðarson GST 21 F 10 12 22 22 22
33 Höskuldur Goði Þorbjargarson GJÓ 21 F 11 9 20 20 20
34 Þórður Áskell Magnússon GVG 14 F 10 9 19 19 19

03.06.2010 10:45

Áskorendamótaröð Arionbanka Unglingar

Áskorendamótaröðin Unglingar - landsbyggðin
Þeir keppendur sem ekki komast inn á mótaröð unglinga eiga möguleika á þvi að taka þátt í 18 holu forgjafarmóti sem haldið verður á laugardögum á sama tíma og stigamót unglinga.

Á laugardaginn 5 júní verður mót í Stykkishólmi
Unglingar eru kvattir til að taka þátt.

Skráninga á Golf.is
Upplýsingar  hjá Kjartani í síma 8604106

Hámark 75 keppendur geta tekið þátt en þessi mót eru ætluð fyrir keppendur til að lækka forgjöfina og eiga því möguleika á komast inn í næsta stigamót. Keppt verður í sömu aldursflokkum og á stigamóti unglinga.


Piltaflokkur      17 - 18 ára           15 keppendur           Gulir teigar           1.500;- kr.

Stúlknaflokkur      17 - 18 ára           6 keppendur           Rauðir teigar          1.500;- kr.

Drengjaflokkur      15 - 16 ára           18 keppendur           Gulir teigar           1.500;- kr.

Telpnaflokkur      15 - 16 ára           9 keppendur           Rauðir teigar           1.500;- kr.

Strákaflokkur      14 ára og yngri           18 keppendur           Rauðir teigar           1.500;- kr.

Stelpnaflokkur      14 ára og yngri           9 keppendur           Rauðir teigar           1.500;- kr.


Samtals 75 keppendur

Ræst er út frá kl 07:30 í eftirfarandi rásröð: Piltaflokkur, Stúlknaflokkur, Telpnaflokkur, Drengjaflokkur, Strákaflokkur, Stelpnaflokkur.


Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á fimmtudeginum 3. júní 2010. Þátttökugjald er 1.500,- krónur í öllum aldursflokkum. Þátttökugjald fæst einungis endurgreitt séu forföll boðuð eigi síðar en klukkan 17:00 á föstudeginum 4. júní 2010.


Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is á föstudeginum fyrir klukkan 12:00.


Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma.


Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. - 3. sæti í öllum aldursflokkum. Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra keppenda.


Verðlaunaafhending
Áætlað er að verðlaunaafhending fyrir alla flokka hefjist 15 mínútum eftir að síðasta holl kemur inn.

28.05.2010 08:56

Vestarr með samstarf við Setbergsklúbbinn

Samstarf við Setbergið

Við erum búin að semja við Setbergsklúbbinn um að við getum spilað hjá þeim fyrir aðeins 500.- kr. og þeir fyrir sömu upphæð hjá okkur. Völlurinn er í Hafnarfirði og er 9 holur, þó eru mismunandi teigar á fyrri og seinni hring. Þetta er skemmtulegur völlur, var einu sinni heimavöllurinn minn. Þeir sem vilja spila þar verða að láta vita af sér og greiða í skálanum hjá þeim.
Ef það eru margir á vellinum eru þeir með boltarennu sem ræður hver fer út fyrstur á teig, þannig að það getur borgað sig að skoða hvernig staðan er um leið og fólk mætir á völlinn, annars segi ég bara góða skemmtun!!

26.05.2010 16:12

Úrslit úr Bónusmóti Mostra

Bónusmót Mostra - úrslit
Bónusmótið var haldið á Víkurvelli 2. í hvítasunnu. Eftir breytingar á vellinum er stuðst við bráðabirgðavallarmat og því ekki hægt að spila til forgjafar. Nýtt vallarmat er væntanlegt í byrjun júní.Því er ekki hægt að skrá úrslit mótisins á golf.is.

Úrslit:
Höggleikur:
1. Magnús Jónsson GBB 81 högg
2. Björgvin Ragnarsson GMS 88 högg
3-4 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 89 högg
3-4 Rúnar Gíslason GMS 89 högg

Höggleikur með forgjöf:
1. Egill Egilsson (Yngri) GMS 76 högg
2. Birgir Pétursson GMS 77 högg
3. Hjalti Sigurðsson GMS 78 högg

Næstur holu á 6.braut : Högni Högnason GMS 1,11 m
Næstur holu á 9.braut : Margeir Ingi Rúnarsson GMS 3,74 m

26.05.2010 10:53

GMS mótaröðinn hefst í dag

GMS -mótaröðin hjá Mostra byrjar miðvikud 26.maí
GMS - mótin vinsælu hjá Mostra byrja miðvikudaginn 26.maí - Mótið er punktakeppni þar sem samanlagður árangur úr 4 bestu mótum sumarsins telja hjá þátttakendum.
Um að gera er að vera með strax frá upphafi. Allir keppendur eru ræstir út á sama tíma í 3ja manna hollum. Mæting á morgun miðvikudag kl 17:30 - ræst út kl 18:00 - Mótið er opið fyrir alla - gestir frá öðrum klúbbum eru boðnir velkomnir.
Þátttökugjald kr. 500,- í hvert mót

Vinsamlegast skráið ykkur í mótin á netinu - það auðveldar allan undirbúning.


Mótanefnd

26.05.2010 10:32

Landsbankamótaröð Vestarr

Á mánudaginn 2 í hvítasunnu var spilað 1 mót í Landsbankamótaröðinni

Frábær þátttaka var og mættu 37 kylfingar til leiks.
Sigurvegari mótsins var svo Baldur Þór Sigurðsson með 42 punkta
og Guðlaugur Harðarson með besta skor 81 högg.

Hér Jón Björgvin úr mótanefnd að veita Baldri verðlaun


Gott verður var eins og sjá má á myndunum sem voru teknar á með mótið var.
hæglætis vindur og sól.23.05.2010 16:35

Golf annan í Hvítasunnu

Á morgun 2 í Hvítasunnu er 2 golfmót.

Mostri heldur Bónusmótið á Víkurvelli og er þar keppt í höggleik með og án forgjafar.

Á Bárarvelli er Vestarr með 1 mótið í Landsbankamótaröðinni en þar er keppt í 6 mótum í sumar
og 3 bestu telja til stiga.

Nánar á Golf.is

17.05.2010 16:40

Stjórn Jökuls

Stjórn 2010

Aðalfundur Gjó var haldinn þann 21.apríl sl.

Stjórn Gjó 2010 var kosinn eftirfarandi:
Formaður: Örvar Ólafsson
Gjaldkeri: Kristinn Kristófersson
Ritari: Hannes M. Ellertsson
Meðst.: Pétur Pétursson
Meðst. Rögnvaldur Ólafsson

Formenn nefnda:
Vallarnefnd: Jóhannes Jóhannesson
Forgjafarnefnd: Páll Ingólfsson
Mótanefnd: Guðlaugur Rafnsson
Kvenna/unglinganefnd: Ríkhardur E. Kristjánsson

17.05.2010 16:39

Vormót Mostra

GMS
Margeir Ingi með flesta punkta á Vormóti Mostra
10 kylfingar tóku þátt í Vormóti Mostra í norðanroki í dag - hér koma úrslitin :

........................................punktar
Margeir Ingi Rúnarsson............31
Rúnar Örn Jónsson.................29
Egill E Egilsson........................27
Ólafur Þorvaldsson..................24
Guðmundur Teitsson................24
Sigurþór Hjörleifsson................23
Birgir Pétursson.......................22
Rúnar Gíslason........................21
Einar Marteinn Bergþórsson.......17
Egill Egilsson............................14
Pétur Kristinsson .......................9

17.05.2010 16:37

Kvennastarf Vestarr

14.5.2010

Kvennastarf.

Kvennanefnd hélt fund til að skipuleggja sumardagskrá kvenna.
Kvennakvöld verða á þriðjudögum í sumar kl: 17.
Haldinn verða 3 kvenna skemmti mót í sumar dagsetningar auglýstar síðar.
Vinaklúbbakeppni GVG og Mostra, í Grundarfirði 20 júní og í Stykkishólmi 11 september.
Vesturlandsmót kvk verður haldið í Borganesi sunnudaginn 30 ágúst, ástæða vegna breytinga á dagsetningu er að það gleymdist að láta vita af þessu móti og því var annað mót sett inná dagsetninguna 29 ágúst.
Reynt verður að stefna að því að fara í Borganes á laugardeginum 29 ágúst.
Eftir fyrsta kvennakvöldið okkar 11 maí var konum hóað saman og farið yfir dagskrá sumarsins. Einnig var borið upp hvernig konur vilja hafa meistarmótið, hvort þær vilja kvíla einn dag eða spila alla fjóra dagana. Samþykkt var af öllum að spila 4 daga og tók Hugrún að sér að láta Garðar formann mótanefndar vita svo hægt sé að breyta mótinu inná golf.is

17.05.2010 14:23

Sverrir vann fyrsta mót sumarsins

Fyrsta mót sumarsins hjá Vestarr er að venju Háforgjafarmótið.
Að þessu sinni voru 12 keppendur skráðir til leiks. Veðrið var ekki að leika við keppendur að þessu sinni, nokkuð kalt og smá vindur. Úrslit mótsins voru þau að Sverri Karlsson hafði sigur með 38 punkta og fékk afhentan bikar að móti loknu. Í 2 sæti var Jón Björgvin og í 3 sæti var Sirrý. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Næsta mót er 2 í Hvítasunnu en þá hefst Landsbankamótaröðin. Skráning á golf.is

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Sverrir Karlsson GVG 26 F 19 19 38 38 38
2 Jón Björgvin Sigurðsson GVG 22 F 15 20 35 35 35
3 Sigríður Guðbjörg Arnardóttir GVG 34 F 15 18 33 33 33
4 Halldór Sigurjónsson GJÓ 15 F 18 14 32 32 32
5 Eva Jódís Pétursdóttir GVG 24 F 15 16 31 31 31
6 Baldur Þór Sigurðarson GVG 32 F 12 11 23 23 23
7 Guðrún Björg Guðjónsdóttir GVG 36 F 8 14 22 22 22
8 Magnús Álfsson GVG 28 F 11 11 22 22 22
9 Svanur Tryggvason GVG 28 F 7 11 18 18 18
10 Freydís Bjarnadóttir GVG 36 F 9 6 15 15 15
11 Bergur Einar Dagbjartsson GVG 36 9 11 11
12 Aldís Ásgeirsdóttir GVG 36 9 4 4

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24
Flettingar í dag: 2363
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292836
Samtals gestir: 253535
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:57:24