Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: golf

19.07.2010 11:18

Keppendur á meistarmóti Vestarr

Hér kemur svo myndin af sigurvegurum Meistaramótsins sem og öðrum þáttakendum.  Frábær mynd.

19.07.2010 11:08

HSH mótið í Golfi

HSH mótið á Bárarvelli
HSH mótið verður haldið á Bárarvelli næsta miðvikudag.
rástímar frá kl. 10.00 til 12.20
og frá 15.00 til 17.30

Þátttökugjald er kr . 1.500

Keppt er í 4 flokkum höggleikur með og án forgjafar
stúlkur 15 ára og yngri af rauðum teigum
drengir 15 ára og yngri af rauðum teigum
karlar
konur

Auk þess er sveitakeppni milli klúbba þar sem 6 bestu með forgjöf frá hverjum klúbbi telja í árangri sveitarinnar

Samkvæmt reglugerð er hámarks forgjöf 32.

10.07.2010 20:02

Meistarmót Vestarr

Meistaramótið

Jæja félagar, þá er frábæru meistaramóti lokið.

Kári var því miður í alltof stóru hlutverki á þessu móti sem verður sennilega minnst fyrir norðanáttina sem barði keppendur alla daganna og náði að stela af okkur einum keppnisdegi.  En félagar Vestarr sýndu mikið baráttuþrek og hörkuðu þetta af sér.  Á síðasta deginum var síðan skellt upp mikilli og fínni grillveislu sem tókst í alla staði mjög vel.  Talsvert var af nýju fólki á mótinu sem var sérstaklega ánægjulegt.

Niðurstaða mótsins var þessi:

Í unglingaflokki var Bergur E. Dagbjartsson í fyrsta sæti á 342 höggum
Í kvennaflokki var Hugrún Elísdóttir í fyrsta sæti á 279 höggum
Í öldungaflokki var Sverrir Karlson í fyrsta sæti á 321 höggi
Í öðrum flokki karla var Ágúst Jónsson í fyrsta sæti á 281 höggi
Í fyrsta flokk karla var Pétur Vilberg Georgsson í fyrsta sæti á 250 höggum
Punktameistari Vestarr á meistaramóti þetta árið var Ágúst Jónsson á 103 punktum.

Hér eru svo allar niðurstöður mótsins


Að lokum er vert að koma þökkum til mótsstjórnar og allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn til þess að gera þetta mót eins glæsilegt og vel heppnað eins og raunin varð á.  Þegar Sverrir sendir mér myndir munum við skella þeim inn hér á síðuna.

07.07.2010 10:40

Opna HH á Fróðárvelli

70 kylfingar léku í stórmóti á Fróðárvelli


Hið árlega stórmót Hraðfrystihúss Hellisands fór fram á Fróðárvelli í Ólafsvík um helgina. Það voru ríflega 70 keppendur sem sóttu mótið að þessu sinni sem fram fór við góðar aðstæður. Fróðarvöllur skartaði sínu fegursta og þóttu flatir vallarins með eindæmum góðar.

Keppt var til verðlauna í höggleik án forgjafar, höggleik með forgjöf og punktakeppni með forgjöf auk fjölda aukaverðlauna. Guðjón Karl Þórisson úr GJÓ lék afar vel eða á 65 höggum sem eru fimm höggum undir pari vallarins. Magnús Lárusson úr GKJ varð annar á 66 höggum.

Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Höggleikur án forgjafar:

1. Guðjón Karl Þórisson GJÓ 65 högg (-5)
2. Magnús Lárusson GKj 66 högg (-4)
3. Rögnvaldur Ólafsson GJÓ 69 högg
4. Guðlaugur Rafnsson GJÓ 70 högg

Höggleikur með forgjöf:
1. Ragnar Olsen GJÓ 67 högg nettó
2. Páll Ingólfsson GK 68 högg nettó
3. Jónas Kristófersson GJÓ 70 högg nettó

Punktakeppni með forgjöf:
1. Pétur Pétursson GJÓ 38 punktar
2. Guðbjörn Sigfús Egilsson GJÓ 35 punktar

Ekki var hægt að vinna til verðlauna í fleiri en einum flokki. Auk hefðbundinna verðlauna voru veitt nándarverðlaun auk þess sem dregið var úr skorkortum keppenda í lok móts.

Myndir/Gunnar Örn Arnarson

Tekið af kylfing.is

 

02.07.2010 07:28

Gullhamarinn

 Laugardaginn 26.juni var haldið veglegt opið kvennamót á Hamarsvelli í Borgarnesi sem bar heitið Gullhamarinn.
Nokkrar konur úr Vestarr sóttu það mót og er óhætt að segja að þær hafi sótt gull í Borgarnes
Hugrún Elísdóttir vann höggleik. En því miður voru ekki réttar upplýsingar um skor í punktum hjá GB í morgun
Þar var skorið skráð eins og hér segir í neðsta dálki í punktum en það var miðað við fulla forgjöf
en á mótinu var einungis 28 í hámarksforgjöf og urðu verðlauna sæti fyrir punkt því þessi


Flestir punktar
1 Sigrún B Magnúsdóttir  GK  38
2 Herdís Hermannsdóttir  GSE  36
3 Guðrún Erna Guðmundsdóttir  GO  36


Besta skor án forgjafar

Staða  Kylfingur  Klúbbur  skor
1 Hugrún Elísdóttir  GVG  88
2 Júlíana Jónsdóttir  GB  88
3 Alda Ægisdóttir  GR  89
Flestir punktar miðað við fulla forgjöf


Staða  Kylfingur  Klúbbur  punktar
1 Þórey Jónsdóttir  GVG  39
2 Sigrún B Magnúsdóttir  GK  38
3 Herdís Hermannsdóttir  GSE  36
4 Kolbrún Haraldsdóttir  GVG  36
5 Guðrún Erna Guðmundsdóttir  GO  36
Glæsilegt hjá Vestarr konum samt.

30.06.2010 07:14

Paramót hjá Vestarr


Fyrsta paramótið var haldið í dag í blíðskaparveðri.  Mættu níu pör, 18 manns og var virkilega góð stemning.  Maggi Jóns og kona hans unnu mótið með glæsibrag.  Spilað var Texas scramble.  Dagbjartur og Anna María sáu um mótið að þessu sinni og gerðu það af sínum alþekkta myndarskap.

Næsta paramót verður haldið þegar veðrið verður jafn gott við okkur og vonandi innan skamms.  Næstu mótshaldarar voru dregnir út og verða það þau Dóra Henriks og Guðrún Björg sem sjá um næsta mót.

Fyrirkomulagið er aðeins breytt, aðeins kostar nú 500 kr per einstakling að spila en í staðinn eru engar veitingar.  Vinningar eru hinsvegar enn til staðar og voru þeir í þetta skiptið af stærri gerðinni; rauðvín, hvítvín, pizzur og pulsa og kók!  Ekki amalegt það.

30.06.2010 07:13

Vinnuskóladagur hjá Vestarr


Vinnuskóli Grundarfjarðar heimsótti okkur í dag og átti góðan dag með okkur.  Fyrst var unnið á vellinum, bönkerar lagaðir, boltar týndir af röffsvæði æfingarvallar, girðingar málaðar og völlurinn allur grjóthreinsaður.

Að loknum fínum vinnudegi var haldið pulsupartý, grillaðar heil ókjör af pylsum sem runnu vel ofaní hressa krakkana.  Að því loknu skunduðu þau flest á æfingarsæðið og vonandi tóku þau þar fyrstu skrefin í íþróttinni.

Þessi dagur er hluti af þeim samning sem gerður var við Grundarfjarðarbæ um fríspil unglinga í Grundarfirði.  Þakkar stjórn Vestarr krökkunum fyrir daginn sem og henni Bibbu sem stýrði krökkunum af stakri snilld.

Hér er svo mynd af hetjunum:

28.06.2010 08:58

4 ný vallarmet á einu mót

Arion banki 36 holur úrslit

Spilað á Bárarvelli og Víkurvelli.

Höggleikur - karlar
1. Magnús Lárusson GKJ (69+70) 139 högg
2. Pétur V. Georgsson GVG (72+71) 143 högg
3.Tómas Peter Broome Salmon GKJ(74+74) 148 högg

Magnús Lárusson GKJ setti nýtt vallarmet á báðum völlum. Á Bárarvelli spilaði Magnús á 69 höggum af gulum teigum og á 70 höggum á  Víkurvelli.

Höggleikur konur:
1. Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK (81+83) 164 högg
2.Auður Kjartansdóttir GMS (87+91) 178
3. Jónína Pálsdóttir GKG (87+91) 178

Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK lék árangur Magnúsar eftir og setti einnig  ný vallarmet á báðum völlum. Víkurvöll spilaði hún á 83 höggum af rauðum teigum og á Bárarvöll spilaði hún á 81 höggi

Punktakeppni -opinn flokkur

1. Jón Björgvin Sigurðsson GVG (39+40) 79 punktar
2. Margeir Ingi Rúnarsson GMS (40+38) 78 punktar
3. Pétur V Georgsson GVG (39+38) 77 punktar

Nándarverðlaun:
Bárarvöllur
4/13 braut Guðlaugur Rafnsson GJÓ
8/17 braut Auður Kjartansdóttir GMS

Víkurvöllur
6/15 braut
Margeir Ingi Rúnarsson GMS
9/18 Guðlaugur Rafnsson GJÓ

Mótstjórn þakkar öllum sem að mótinu komu gott starf.


24.06.2010 11:54

Fiskmarkaðsmótaröðin á Snæfellsnesi, úrslit

Í gær var spilað síðasta mótið í mótaröð golfklúbba á Snæfellsnesi.

Mótið er styrkt af Fiskmarkaði Íslands og þakka klúbbarnir fyrirtækinu gott samstarf.

Úrslit mótsins í gær urðu eftirfarandi.

Besta skor
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Rögnvaldur Ólafsson * GJÓ -1 F 39 39 78 6 78 78 6
2 Guðlaugur Rafnsson * GJÓ 2 F 37 42 79 7 79 79 7
3 Kristófer Jónasson * GJÓ 8 F 41 39 80 8 80 80 8

Flestir punktar
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3  
1 Höskuldur Goði Þorbjargarson * GJÓ 32 F 18 19 37 37 37
2 Kristófer Jónasson * GJÓ 8 F 17 19 36 36 36
3 Gústaf Geir Egilsson * GJÓ 9 F 20 16 36 36 36
4 Páll Guðfinnur Guðmundsson * GVG 18 F 17 17 34 34 34

Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor úr 3 mótum af 4
Staðan þar varð eftirfarandi.

Samanlagt 3 bestu punktar.
1 Kristófer Jónasson *  GJÓ 
2 Guðlaugur Rafnsson *  GJÓ 
3 Páll Ingólfsson *  GK 
4 Ásgeir Ragnarsson *  GVG 

og Besta skor sameiginlegt 3 af 4

Guðlaugur Rafnsson á 224 höggum.

23.06.2010 08:57

Bárarvöllur

Stjórn Vestarr auglýsir eftir hugmyndum frá félagsmönnum um framtíðarskipulag
vallarins.
Er verið að leita eftir því hvernig félagsmenn sjá fyrir sér að völlurinn ætti að líta
út í nánustu framtíð og jafnframt hvort félagar telji þörf á breytingum.

sjá nánar á heimasíðu Vestarr

21.06.2010 13:42

Vinaklúbbakeppni kvenna Vestarr og Mostra


Í gær sunnundaginn 20 júní spiluð konur í Vestarr og Mostra fyrri dag í vinaklúbbakeppni kvenna.

Ræst var út í 1 leik dagsins kl. 10.30 og voru 5 lið ræst út.
spilað var texas og hér voru Mostra konum mjög sterkar og fóru leikar þannig að
Vestarr var með 1 vinning en Mostri með 4.

2 leikur dagsins var Greensome. Aftur voru 5 lið ræst út.
þar var jafnt að leik loknum, hvort lið með 2,5 vinning.

og þá var bara eftir tvímenningur, þar var raðað niður eftir forgjöf þannig að þær bestu spiluð
saman og svo koll af kolli.

Hér voru ræst út 11 lið og fóru leikar þannig að Vestarr landaði 6 vinningum
en Mostri 5.

Staðan er því þannig að Mostri er með 2 vinninga forskot fyrir seinni hluta sem verður haldinn
á Víkurvelli 11 september.

Mótanefnd þakkar skemmtilegt mót og góðar veitingar.

21.06.2010 13:41

Jónsmessumót Hótel Framnes og Vífilfell

Á föstudaginn 18 júní var spilað Jónsmessumót Framnes og Vífilfell.

Þrátt fyrir að veðurspá hafi ekki verið okkur hagstæð þá rættist úr veðri og þátttaka
á mótinu var góð.

Ræst var út á öllum teigum kl. 18.30 og lauk spilamennsku um kl. 20.30
og var spilað Greensome

Allir fengu teiggjafir frá Vífilfell áður en leikur hófst.

Þegar leik lauk beið frábær súpa og brauð frá Hótel Framnes og drykkir frá Vífilfell til
að skola súpunni niður.  Hvetjum alla sem misstu af þessu mót að fara á Hótelið og athuga
hvort Gísli geti galdra fram súpuna góðu.

Sigurvegarar voru þeir félagar Kjartan Sigurjóns og Gunnar Hjartarson,

Fengu þeir meðal annars glæsilega ljósmynd frá Sverri Karls  ( http://sverrirk.123.is/ )


Mótanefnd þakkar keppendum og styrktaraðilum fyrir skemmtilegt mót

18.06.2010 14:28

3 mótið í Fiskmarkaðsmótaröðinni

16 Júní var 3 mót af 4 í Fiskmarkaðsmótaröðinni spilaður á Fróðárvelli í Snæfellsbæ
Mótaröðin er samstarfsverkefni klúbbanna á Snæfellsnesi
4 og síðasta mótið verður svo spilað 23 júní á Bárarvelli Grundarfirði
Skráning á Golf.is

í mótinu á Fróðárvelli urðu úrslit þessi,

Besta skor

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Guðlaugur Rafnsson * GJÓ 1 F 38 34 72 2 72 72 2
2 Kristófer Jónasson * GJÓ 7 F 39 37 76 6 76 76 6
3 Rögnvaldur Ólafsson * GJÓ -2 F 39 39 78 8 78 78 8

Flestir punktar
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +2  
1 Kristófer Jónasson * GJÓ 7 F 18 19 37 37 37
2 Guðlaugur Rafnsson * GJÓ 1 F 16 19 35 35 35
3 Gunnar Örn Arnarson GJÓ 21 F 19 16 35 35 35

15.06.2010 11:52

Landsbankamótaröð Vestarr

Mót nr 2 í landsbankamótaröðinni hjá Vestarr var spilað 10 júní á Bárarvelli.
Ekki var útlit fyrir gott veður en þegar leið á daginn skánaði veðrið og
þó nokkrir mættu á völlinn og tóku þátt.
Helstu úrslit voru þessi


Besta Skor
Staða Kylfingur
Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls

Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Pétur Vilbergur Georgsson *
GVG 2 F 39 38 77 5 77 77 5
2 Hermann Geir Þórsson *
GVG 6 F 38 40 78 6 78 78 6
3 Benedikt Lárus Gunnarsson *
GVG 10 F 43 39 82 10 82 82 10


Flestir Punktar
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
  CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir 0  
1 Sverrir Karlsson * GVG 34 F 20 19 39 39 39
2 Benedikt Lárus Gunnarsson * GVG 10 F 17 20 37 37 37
3 Gunnar Ragnarsson * GVG 33 F 18 19 37 37 37
4 Hermann Geir Þórsson * GVG 6 F 19 17 36 36 36
5 Anna María Reynisdóttir * GVG 27 F 14 21 35 35 35

09.06.2010 08:05

Golfmót Körfuboltamanna

Golfmót Körfuboltamanna 2010 · 10 dagar í mót
Nú er lokaundirbúningur hafinn fyrir hið árlega Golfmót Körfuboltamanna, en leikið verður í heimabæ Íslands- og Bikarmeistara Snæfells að þessu sinni á Víkurvelli í Hólminum.

Mótið fer fram föstudaginn 18. júní, sama dag og FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandið á afmæli, og því ekki ólíklegt öllum þátttakendum eigi eftir að vegna vel í mótinu.

Á mótið eiga erindi allir þeir sem einhvern tíma hafa komið nálægt körfubolta, sem leikmenn, dómarar, stjórnarmenn eða á einhvern annan hátt og eru að fikta við golfið. Makar eru að sjálfsögðu einnig velkomnir.

Leiknar verða 18 holu punktakeppnir, bæði með og án forgjafar, þar sem hámarksforgjöf verður 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Skráning og nánari upplýsingar er hjá Ríkharði Hrafnkelssyni í síma 897-6279 eða á tölvupóstfangi: rikkihr@visir.is.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15
Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290043
Samtals gestir: 253476
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 11:23:15