Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: golf

11.05.2011 10:58

Golfreglur kynning

Golfreglur - Kynning

Fimmtudaginn 12. maí kemur Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðadómari á vegum GSÍ með fræðslu um golfreglur. Það er mjög gott að fara yfir reglurnar fyrir sumarið, það er stundum hægt að spara sér högg með því að þekkja reglurnar!!


Aðalsteinn byrjar í Stykkishólmi í skála Mostra og hefst kynning þar kl. 17.00

og kl. 20.00 verður svo kynning í sögumiðstöðinni Grundarfirði.

Kynning er öllum opin og frítt inn.

Vonumst eftir að sjá sem flesta!

11.04.2011 09:19

Forgjafarleiðrétting hjá Mostra

GMS
Forgjafarleiðrétting hjá Mostra
Móta- og forgjafarnefnd Mostra í Stykkishólmi hefur gengið frá forgjafarleiðréttingu félaga sinna. Þeir sem fengu leiðréttingu geta séð hana í forgjafaryfirliti sínu dagsett 21.mars 2011

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

03.11.2010 18:52

Aðalfundur Vestarr var haldinn í gær

Pétur endurkjörinn formaður Vestarr - Hagnaður um 1,4 milljón


Aðalfundur golfklúbbsins Vestarr (GVG) fór fram í gærkvöldi þar sem lagðir voru fram rekstrarreikningar klúbbsins fyrir starfsárið 2010 ásamt því sem kosin var ný stjórn. Pétur Georgsson var endurkjörinn sem formaður Vestarr og er stjórnin lítið breytt frá síðasta ári.

Hugrún Elísdóttir og Páll Guðmundsson láta af störfum í stjórn en í þeirra stað komu inn Bryndís Theódórsdóttir og Kjartan Sigurjónsson. Einnig varð tilfærsla varð á embættum inn stjórnar klúbbsins en hana má sjá í heild hér að neðan.

Golfklúbburinn Vestarr stendur vel að vígi og var rekinn með tæplega 1,5 milljóna hagnaði á þessu rekstrarári. Rekstrarútgjöld voru 6.380.109.- en rekstrartekjur voru 7.992.795 kr.- Klúbburinn á 16.609.989 kr.- í eigið fé en skuldir klúbbsins eru 1.104.451 kr.-

Ný stjórn sem kosin var er svohljóðandi:
Formaður: Pétur Vilberg Georgsson
Ritari: Anna María Reynisdóttir
Gjaldkeri: Þórður Magnússon
Formaður Mótanefndar: Kjartan Sigurjónsson
Formaður Vallarnefndar: Garðar Svansson
Formaður Nýliðanefndar; Dagbjartur Harðarson
Formaður Skálanefndar; Helga Ingibjörg Reynisdóttir
Formaður Kvennanefndar: Bryndís Theódórsdóttir

Hér má sjá rekstrarreiking GVG fyrir árið 2010

Mynd/Kylfingur.is: Hér má sjá yfir Bárarvöll í Grundarfirði.

22.10.2010 08:20

Aðalfundur Vestarr

Aðalfundur Vestarr verður haldinn

Þriðjudaginn 2. Nóvember 2010

kl: 20.00 í Sögumiðstöðunni.

12.09.2010 16:06

Bæjarkeppni Mostra og Vestarr

Bæjarkeppni Vestarr - Mostra

Seinni hluti bæjarkeppni Vestarr kvenna og Mostra kvenna fór fram á Víkurvelli, laugardaginn 11. september.
Fyrir daginn áttu Mostra konur 2 vinninga á okkur. Fyrst var spilað Texas og komu Vestarr konur með 4 vinninga í hús úr 6 leikjum og Mostra konur fengu tvo vinninga.
Þegar lagt var í leik tvö þar sem spilað var Greensome voru leikar jafnir. Vestarr konur komu aftur sigursælar í hús og komu núna með 3 vinninga og Mostra konur með 2. Þá voru leikar orðnir þannig að Vestarr konur voru komnar einn yfir. Ásgeir Ragnarsson sem var liðstjóri Vestarr lagði upp með að við yrðum að koma með 6 unna leiki eftir síðasta leik þar sem 12 vinningar voru í boði.
Spilaður var tvímenningur í síðasta leik.Vestarr konur gerðu sér lítið fyrir og komu með 7 og 1/2 vinning í hús, þannig að eftir daginn vorum við með 4 vinninga á Mostra og fáum að halda tittlinum eitt ár enn. Frábært hjá okkur stelpur og til hamingju með sigurinn. Þökkum Ásgeiri liðstjóranum okkar fyrir daginn.08.09.2010 17:06

Meistar og Tuddamót GST

Tuddamót Golfklúbbs Staðarsveitar á gróskumiklum Garðavelli


Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera hjá Golfklúbbi Staðarsveitar. Þá var haldið á Garðavelli undir Jökli hið árlega Tuddamót sem er hápunktur golfsumarins hjá félaginu. Mót þetta er allt í senn opið punktamót, liðakeppni Golfklúbbs Staðarsveitar og Golfklúbbs Guttorms tudda en síðast en ekki síst meistaramót GST. Þátttakendur voru um 30 talsins og sáust af og til glæsileg tilþrif hjá kylfingunum en einnig arfaslæm högg eins og gengur.  Aðstæður voru mjög góðar, eða 17 stiga hiti og golfvöllurinn skartaði sínu fegursta; hefur ekki verið grænni og gróskumeiri í allt sumar og hefur greinilega tekið fagnandi á móti ágústvætunni. Um kvöldið var síðan blásið til veislu í Langaholti þar sem verðlaun voru veitt, snædd þriggja rétta máltíð að hætti hússins og drukkinn bjór úr bala.

 

 

 

Helstu úrslit urðu þessi. GST menn unnu liðakeppnina nokkuð sannfærandi og hertu þar með tökin á farandbikarnum sem í boði var. Guðmundur Kristinn Guðmundsson GST vann punkta keppnina með 40 punktum og fékk að launum fjórðaparts nautsskrokk frá Ölkeldubændum. Í öðru sæti varð Eigill Erlendsson GST með 37 punkta, hann fékk að launum kvöldverð og gistingu í Langaholti. Í þriðja sæti varð Þór Jónsson GKG með 36 punkta, hans laun var kvöldverður í Langaholti. Nándarverðlaun hlutu Þórður Svavarsson GST og Hjörleifur Þór Jakobsson GST og fóru þeir heim með sinn hvorn karöflupokann frá jarðeplabændunum á Hraunsmúla. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Staðarsveitar voru síðan krýndir Guðmundur Kristinn Guðmundsson með forgjöf og Hjörleifur Þór Jakobsson án forgjafar og óskum við þeim til hamingju með það.

 

03.09.2010 10:52

Vestarr Víkingur og Valkyrja

Vestarr Víkings og Valkyrjumótið var haldið þann 27. ágúst og er eitt af síðustu mótum sumarsins sem fer nú óðum að kveðja okkur.

Alls mættu 37 keppendur og var keppt í tveim karlaflokkum og tveim kvennaflokkum

Vestarr Víkingur árið 2010í fyrsta flokk karla varð Ragnar Smári Guðmundsson
Vestarr Valkyrja árið 2010 í fyrsta flokk kvenna varð Hugrún Elísdóttir

Vestarr Víkingur í öðrum flokk karla árið 2010 varð Ágúst Jónsson
Vestarr Valkyrja árið 2010 í öðrum flokk flokk kvenna varð Þórey Jónsdóttir

Að loknu móti var boðið upp á grill hamborgara sem runnu ljúflega í mannskapinn


03.09.2010 10:27

Vallarmet á Bárarvelli

Nina Björk bætti vallarmetið a Bárarvelli
Stórglæsilegt afmælismót Ragnars og Ásgeirs ehf var haldið á Bárarvelli þann 21. ágúst í ágætis veðri.
Frábær mæting var á mótið og ágætisveður þótt smá gjóstur hefði verið á vellinum. Alls mættu 80 manns í mótið . Nína Björk Geirsdóttir GKJ bætti vallarmet kvenna af rauðum og spilaði hun a 76 höggum en vallarmetið var 81 högg. Annars voru úrslit svo;
Án forgjafar voru efstu sæti
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Guðjón Reyr Þorsteinsson * GKJ 2 F 37 37 74 2 74 74 2
2 Grímur Þórisson * GÓ 2 F 39 37 76 4 76 76 4
3 Nína Björk Geirsdóttir * GKJ 0 F 36 40 76 4 76 76 4

En í punktamóti fóru leikar svo fyrstu fimm sæti:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +1
1 Steinar Þór Alfreðsson * GVG 16 F 18 21 39 39 39
2 Anna María Reynisdóttir * GVG 22 F 21 18 39 39 39
3 Heimir Þór Ásgeirsson * GVG 17 F 17 20 37 37 37
4 Guðjón Reyr Þorsteinsson * GKJ 2 F 18 18 36 36 36
5 Helgi Kristjánsson * GK 23 F 20 16 36 36 36

Ragnar og Ásgeir ehf buðu upp á veitingar á meðan móti stóð en að loknu móti var öllum boðið í stórglæsilega veislu til höfuðstöðva fyrirtækisins sem stóð fram á nótt.

Einnig færði fyrirtækið golfklúbbnum að gjöf skjöld þar sem allir þeir sem vinna það afrek að fara holu í hoggi verða skráðir.

Við í stjórn golfklúbbsins þökkum Ragnari og Ásgeir ehf kærlega fyrir höfðinglegan stuðning og óskum þeim til hamingju með stórafmælið.

02.09.2010 08:19

Mostri vann Vestarr í sveitakeppni

Mostri vann Vestarr í vinaklúbbakeppni
Vinaklúbbakeppni Mostra og Vestarr for fram á Víkurvelli í Stykkishólmi á laugardaginn á frábærum velli í góðu veðri - til leiks voru skráðir 35 kylfingar hjá Mostra og 28 hjá Vestarr sem er metþáttaka .

fyrri hlutinn fór fram á Bárarvelli í vor og áttu Mostramenn 1 vinning í pokanum þegar komið var til leiks að Þessu sinni.

'i fyrstahluta - Texas scr. vann Mostri 9 - 5
í öðrum hluta - " foursome" vann Mostri 8 -5
í þriðja hluta - Tvímenning vann Vestarr með 15,5 - 11,5

Mostri vann því samanlagt með 4 vinninga forskot í lokinn og varðveitir því Ryderbikarinn áfram.

Mostri færir Vestarr bestu kveðjur fyrir góða og skemmtilega keppni

01.09.2010 16:57

Vestarr konur Vesturlandsmeistarar

Vestulandsmót KVK

Sigursælar Vestarr konur.
Um helgina fóru 16 konur frá GVG á Vesturlandsmót kvk. sem haldið var í Borganesi. Sumar fóru á Laugardegi aðrar komu á Sunnudegi. Mótið fór fram á Sunnudeginum og var leikið í öllum gerðum af veðri sem kom sér vel þar sem við erum vanar ýmsum veðurbrigðum.Vestarr konur gerðu sér lítið fyrir og sópuðu til sín öllum verðlaunum. 
Höggmeistari Vesturlands Hurgún Elísdóttir á 89 höggum.
Punkatmeistari Vesturlands Kolbrún Haraldsdóttir á 42 punktum.
Sveitakeppnina unnu Vestarr konur, í sveitinni eru
Kolbrún Haraldsdóttir 42 punktar
Kartrín Elísdóttir 41 punktur 
Freydís Bjarnadóttir 36 punktar
Bryndís Theódórsdóttir 34 punktar. 
Heim komum við sigursælar með styttuna góðu og fáum að geyma hana í ár.
 emoticon  
Vestarr konur til hamingju með sigurinn. 
  
Þátttakendur á mótinu framan við Hvíta bæinn á Hamri. Ljósm. Júlíana.

18.08.2010 09:24

Mótaröð Mostra, Egill vann

Egill Egilsson yngri -vann GMS mótaröð Mostra
Úrslit ú GMS mótaröð Mostra þar sem 4 bestu mót af 7 mögulegum telja í punktakeppni


1. Egill Egilsson Yngri 142p
2. Daníel Ali Kazmi 139p
3. Sveinn A Davíðsson 137p
4. Margeir Ingi Rúnarsson 134p
5. Hildur Björg Kjartansdóttir 129p

Alls tóku 51 einstaklingar þátt í GMS mótaröðinni

Mótanefnd Mostra þakkar þáttökuna og óskar þessum ungu kylfingum til hamingju með árangurinn. Verðlaun verða afhent í lokahófi Mostra .

13.08.2010 15:04

Sveitakeppni GSÍ

Sveitakeppni GSÍ - 13. - 15. ágúst 2010
Eins og reglugerð um sveitakeppni GSÍ gerir ráð fyrir þá verður keppt í eins mörgum deildum í sumar og skráningar gefa möguleika á. Í karlaflokki verður leikin holukeppni í 1.- 4. deild en í fimmtu deild er leikinn höggleikur. Í kvennaflokki verður leikin holukeppni í 1. og 2. deild. Hægt er að skoða rástíma og úrslit með því að smella á viðkomandi deild hér að ofan. Úrslit verða uppfærð um leið og umferð líkur.

1. deild karla verður leikinn á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili
2. deild karla er á Kiðjabergsvelli hjá Golfklúbbi Kiðjabergs
3. deild karla er á Tungudalsvelli hjá Golfklúbbi Ísafjarðar
Jökull Ólafsvík spilar í 3 deild og er með Borgarnes, Hellu, og Bolungarvík í riðli.
4. deild karla er á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar
Vestarr og Mostri spila í 4 deild og eru Vestarr með Patreksfirði, Grindavík og Þverá í riðli en
Mostri með Selfoss, Vatnsleysuströnd og Geysi í riðli.

5. deild karla er á Grænanesvelli hjá Golfklúbbi Norðfjarðar

1. og 2. deild kvenna er á Leidalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Mostri spilar í 1 deild og er með Oddi, Keili og GKG í riðli.
Vestarr spilar í 2 deild og er með Patreksfirði, Ólafsfirði og Suðurnesi í riðli,

Núna er 1 umferð lokið og önnur umferð hafinn.
Nánar upplýsingar um stöðu og rástíma er á golf.is, forsíða.

02.08.2010 20:49

Úrslit úr Opna Soffamótinu

Opna Soffamótið

Sunnudaginn 25 júlí síðast var Opna Soffamótið spilað á Bárarvelli
  Mótið heppnaðist í alla staði vel og var leikið í fínu veðri þótt smá sunnan andvari hefði leikið um keppendur.  Úrslit urðu þessi:
Í punktakeppni:
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Hermann Geir Þórsson GVG 4 F 22 18 40 40 40
2 Ólafur F Guðbjörnsson GJÓ 20 F 18 20 38 38 38
3 Helgi Kristjánsson GK 24 F 19 19 38 38 38
4 Benedikt Lárus Gunnarsson GVG 8 F 15 21 36 36 36

Hermann Geir vann svo einnig höggleikinn en hann gerði sér lítið fyrir og paraði völlinn.  Frábær árangur hjá Hemma og óskum við honum til hamingju með árangurinn.

Stjórn Vestarr vill einnig koma þökkum til Soffaníasar Celissonar hf og aðstandendum þess fyrirtækis fyrir þeirra framlag en þetta mót er orðið eitt af stærstu mótum okkar.  Stuðningur þeirrra við okkur er okkur mikils virði og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag.

22.07.2010 19:27

HSH mót í golfi

HSH mótið í golfi var spilað á Bárarvelli í gær.
69 keppendur tóku þátt í mótinu sem gekk mjög vel
Þór Geirsson GJÓ fór holu í höggi á 4 braut, glæsilegur árangur
Hermann Geir, Vestarr, varð héraðsmeistari í höggleik en hann er sonur Þórs,
Dóra Henriksdóttir Vestarr héraðsmeistari kvenna og Nökkvi Freyr Smárason í drengjaflokki.
Karla og kvennalið Vestarr urðu héraðsmeistarar í liðakeppninni
Hér eru 3 efstu í hverjum flokk.

Héraðsmót HSH í
golfi 2010
Höggleikur án
forgjafar
Karlar
Staða Kylfingur Klúbbur Alls
Alls Mismunur
1 Hermann Geir Þórsson * GVG 73 1
2 Pétur Vilbergur Georgsson * GVG 74 2
3 Guðlaugur Rafnsson * GJÓ 76 4


Höggleikur með
forgjöf

Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
Alls Nettó
1 Egill Egilsson * GMS 19 84 65
2 Finnur Sigurðsson * GMS 23 90 67
3 Hermann Geir Þórsson * GVG 5 73 68
Höggleikur án
forgjafar
Konur Kylfingur Klúbbur Alls
Alls Mismunur
1 Dóra Henriksdóttir * GVG 85 13
2 Hugrún Elísdóttir * GVG 86 14
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 88 16
Höggleikur með
forgjöf

Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
Alls Nettó
1 Dóra Henriksdóttir * GVG 15 85 70
2 Hugrún Elísdóttir * GVG 12 86 74
3 Anna María Reynisdóttir * GVG 22 98 76
Drengir
Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Alls
Alls Nettó
1 Nökkvi Freyr Smárason * GMS 27 97 70HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22