Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: golf

07.07.2011 23:54

Gott gengi hjá Vestarr fólki á 35+

Íslandsmót 35+

Það voru tólf keppendur frá Vestarr sem tóku þátt í 35+ sem haldið var á Kiðjabergi og í Öndverðarnesi. Hjá körlum tóku tveir þátt í öðrum flokki, tveir í þriðja flokki og þrír í fjórða flokki. Hjá konum tók ein þátt í öðrum flokki, ein í þriðja flokki og tvær í fjórða flokki. Við komum sigursæl heim þar sem Jón Kristbjörn Jónsson varð í öðru sæti í öðrum flokki, Ágúst Jónsson vann fjórða flokkinn, Jón Björgvin Sigurðsson lenti í þriðja sæti í fjórða flokki og Anna María Reynisdóttir lenti í öðru sæti í þriðja flokki. Við óskum þessum keppendum innilega til hamingju með frábæran árangur sem og öðrum keppendum sem settu svip sinn á mótið. Það voru níu keppendur ásamt þremur stuðningmönnum sem gistu að Minniborgum og þar fór svo vel um keppendur að ekki var annað hægt en að landa öllum þessum sigrum. Nánari úrslit úr mótinu má sjá inn á golf.is 
Fleiri myndir inni í albúmi undir mót 2011. Sjá hér

27.06.2011 22:15

Margeir Ingi Rúnarsson og Auður Kjartansdóttir unnu á Arion banki 36 holur hjá Mostra og Vestarr

GMS/GVG
Margeir Ingi Rúnarsson og Auður Kjartansdóttir unnu á Arion banki 36 holur hjá Mostra og Vestarr
Höggleikur Karlar - 36 holur

1. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 150 högg
2. Pétur Vilbergur Georgsson GVG 156 högg
3. Þór Geirsson GJÓ 167 högg

Höggleikur - konur - 36 holur

1. Auður Kjartansdóttir GMS 170 högg
2. Anna María Reynisdóttir GVG 180 högg
3. Helga Björg Marteinsdóttir GMS 203 högg

Punktakeppni - opinn flokkur - 36 holur

1. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 74 punktar
2. Páll Sigurðsson GK 73 punktar
3. Anna María Reynisdóttir GVG 73 punktar

lengsta upphafshögg 3.braut Víkurvöllur
Högni Fr. Högnason GMS

Næst holu á 6/14 holu á Víkurvelli
Pétur V Georgsson GVG 2,49 m

Næst holu á 9/18 holu á Víkurvelli
Páll Sigurðsson GK 1,20 m

Næst holu á 4/13 holu á Bárarvelli
Högni Fr Högnason GMS 1,30 m

Næst holu á 8/17 holu á Bárarvelli
Margeir Ingi Rúnarsson GMS 2,75 m

24.06.2011 11:41

Fiskmarkaðsmótaröðin, úrslit

FMÍ mótaröðin
Frá Golfklúbbi Staðarsveitar.

Síðasta mótið í FMÍ mótaröðinni var haldið á Garðavelli undir jökli 22.06. 2011 í blíðskaparveðri og voru aðstæður allar hinar bestu.

Golfklúbbur Staðarsveitar þakkar öllum sem mættu, þátttökuna en 44 luku leik.

Vinninga má nálgast í afgreiðslunni á gistihúsinu Langsholti (klúbbhúsinu)

Úrslit.

Höggleikur
1. v. Rögnvaldur Ólafsson GJÓ

Punktar
1.v. Kristinn Þ Ellertsson GMS
2.v. Auður Kjartansdóttir GMS
3.v. Kristján Þórðarson GST

Nándarverðlaun

3. b. Bent C Russel GVG
8. b. Páll Ingólfsson GK

Úrslit í samanlögðu. Þrír bestu hringir giltu af fjórum mögulegum.

Höggleikur
1. v. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 229 högg

Punktar.
1. v. Margeir Ingi Rúnarsson GMS 105 p
2.v. Auður Kjartansdóttir GMS 103 p
3.v. Bent C Russel GVG 96 p.

22.06.2011 11:09

Einar með kennslu hjá Vestarr

Myndir frá kennslunni í dag

Myndir teknar af Sverri Karls í dag:

21.06.2011 19:57

4 og síðasta mótið í Fiskmarkaðsmótaröðinni

Fiskmarkaðsmótaröðin mót nr 4


Mót númer 4 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Garðavelli í Staðarsveit
Miðvikudaginn 22 júní
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is

Þetta er síðasta mótið í mótaröðinni

Þrír efstur í mótinu hjá Jökli

1 Hjörtur Ragnarsson GJÓ 33
2 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 32
3 Hermann Geir Þórsson GJÓ 29

21.06.2011 13:37

Barnamót GMS

GMS
Barnamót 2 úrslit

Í dag miðvikudag fór 2. Barnamót Mostra fram. Þátttakendur spiluðu líkt og í fyrsta mótinu tvo hringi á Litla Víkurvelli samtals átta holur. Úrslit urðu eftirfarandi:

Kristófer Tjörvi  33 högg

Dawid Einar   36 högg

Finnbogi Þór   41 högg

Ellert Þór    47 högg

Einar Bergmann  49 högg

Jón Glúmur  49 högg

Thelma Lind  51 högg

Vignir Steinn  51 högg

 

Næsta mót fer fram mánudaginn 27. júní.

18.06.2011 18:39

36 holumót Vestarr og Mostra

Arion banki 36 holur -Hjá Mostra og Vestarr laugardag 25.júní á Víkurvelli og Bárarvelli skráning hafin
Arion banki opið - 36 holu mót
Laugardaginn 25.júní 2011
Á Víkurvelli í Stykkishólmi og Bárarvelli í Grundarfirði

Upplýsingar um skráningu ofl:
Kjartan Páll Einarsson s: 8604109
Garðar Svansson s: 6621709

skráning opin til 24.júní kl 21:00
36 holu höggleikur án forgjafar í karla og kvennaflokki
36 holu punktakeppni í opnum flokki , hámarksforgjöf karlar : 24,0 - konur : 28,0

Ræst verður út á báðum völlum frá kl 08:00 - 09:40
Þegar kylfingar hafa lokið 18 holu leik á fyrri vellinum fá þeir sér súpu og brauð og flytja sig yfir á næsta völl og hefja leik þar.Keppendur skrá sig á golf.is í rástíma hjá þeim klúbbi (Mostra/Vestarr) sem þeir óska að hefja leik á, mótshaldari áskilur sér rétt til að jafna fjölda á milli valla ef ástæða verður til.


Verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin í 36 holu punktakeppni og fyrir 3 fyrstu sætin í 36 holu höggleik karla og kvenna

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum

Afhending verðlauna í Golfskála Vestarr, Grundarfirði að móti
loknu um kl. 20.30, dregið er úr skorkortum.

18.06.2011 18:37

Golfnámskeið hjá Vestarr

Barna- og unglinganámskeið 20. júní-23.júní

Í næstu viku hefst barna- og unglinganámskeið hjá GVG. Kennari er Einar Gunnarsson PGA golfkennari og mun hann vera með kylfur á staðnum fyrir þá sem ekki eiga slíkt.

Námskeiðið stendur yfir í fjóra daga. Þátttakendur læra grunnatriði golfíþróttarinnar, pútt, vipp og sveifluna ásamt því að umgangast og spila golfvöllinn.

Námskeiðið er á eftirfarandi tímum:

Mánudaginn 20 júní 9:00 - 11:00

Þriðjudaginn 21. júní 9:00 - 11:00

Miðvikudaginn 22. júní 9:00 - 11:00

Fimmtudaginn 23. júní 9:00 - 11:00

Námskeiðsverð er 4000 kr.

Skráning og upplýsingar hjá Einari í síma 894-2502 og/eða á netfanginu eg@stykk.is

10.06.2011 08:23

Fiskmarkaðsmótaröðin mót nr 3


Mót númer 3 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Fróðárvelli
Miðvikudaginn 15 júní
Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is


Síðasta mótið í mótaröðinni verður svo haldið í
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Þrír efstur í mótinu hjá Vestarr

1 Garðar Svansson GVG 37
2 Anna María Reynisdóttir GVG 36
3 Freydís Bjarnadóttir GVG 35

Þrír efstu í mótinu hjá Mostra

1 Bent Christian Russel * GVG 38
2 Margeir Ingi Rúnarsson * GMS 37
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 33

07.06.2011 14:11

Margeir Ingi að keppa í Leirunni

GMS

Margeir Ingi Rúnarsson keppti um síðustu helgi í öðru móti Arionbanka mótaraðar unglinga sem fram fór í Leirunni. Margeir spilaði fyrri hringinn á 79 höggum og þann síðari einnig á 79 höggum. 158 högg var því heildarskorið hans sem skilaði honum 17. sætinu af 34 keppendum í hans aldursflokki. Fínn árangur hjá Margeiri.


Margeir og Gunnar á móti í Grundarfirði síðast sumar.

05.06.2011 22:33

Krakkar úr Mostra keppa á Áskorendamótaröðinni

Mostrakrakkar á Áskorendamótaröðinni
Á laugardag lauk öðru mótinu í Áskorendamótaröð GSÍ. Mótið var haldið á góðum velli Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.
Þrír kylfingar frá Mostra tóku þátt, þeir Nökkvi Freyr Smárason, Hafsteinn Helgi Davíðsson og Kristófer Tjörvi Einarsson. Nökkvi og Hafsteinn voru að taka þátt í fyrsta sinn í sumar en Kristófer var að taka þátt í annað skipti.
Allir stóðu þeir sig vel en Hafsteinn kom inn á 113 höggum. Hafsteinn sagðist hafa verið að slá vel inn á milli en lenti í smávægilegum vandræðum á nokkrum holum en á flestum holunum gekk hounum mjög vel. Nökkvi kom inn á 101 höggi og sagðist hafa verið að slá vel af teigum en fann sig ekki alveg nógu vel á flötunum. Kristófer sem komi inn á 96 höggum sagðist hafa verið að slá nokkuð vel en fékk þó eina sprengju á fyrri hring en á seinni hringnum spilaði hann á 45 höggum sem er hans besta skor á 9 holum.
Strákarnir stefna á þátttöku í fleiri mótum á mótaröðinni í sumar og munum við fylgjast með þeim hér. Vonandi bætast kylfingar frá Mostra í hópinn og hefja þátttöku á mótaröðinni.

04.06.2011 15:52

Sjómannadagsmót G.RUN

G.RUN mót.

Vestarr.net
Sjómannadagsmót G.RUN. Um 60 keppendur tóku þátt í mótinu og einir 10 kylfuberar, ekki skipti neinu máli þó veðrið hafi farið misblíðum höndum um okkur. Að vanda fór mótið vel fram og gleði skein úr hverju andliti. Kolbrún Haraldsdóttir og Þorsteinn Bergmann urðu í öðru sæti og Freydís Bjarnadóttir og Hermann Þór Geirsson urðu í fyrsta sæti. Eitthvað var kvartað yfir því að ekki væru nein verðlaun fyrir þriðja sæti en því var fljót svarað að spilamennskan yrði bara að vera betri til að fá verðlaun. Golfklúbbur Vestarr þakkar G.RUN fyrir góðar veitingar og gott mót.
Fleiri myndir eru í myndaalbúmi undir flokknum Golfmót 2011.

Skrifað 3.6.2011 kl. 22:00 af Systu og Maju

04.06.2011 13:26

Fiskmarkaðsmótaröðin

Fiskmarkaðsmótaröðin mót nr 2

Mót númer 2 í Fiskmarkaðsmótaröðinni verður haldið á Bárarvelli
Miðvikudaginn 8 júní

Rástímar eru frá kl. 15.50 til 18.00. Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is


Næstu mót eru svo
Ólafsvík - miðvikudag 15.júní
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Þrír efstu í mótinu hjá Mostra

1 Bent Christian Russel * GVG 38
2 Margeir Ingi Rúnarsson * GMS 37
3 Auður Kjartansdóttir * GMS 33

30.05.2011 12:03

Fiskmarkaðsmótaröðin

Fiskmarkaðsmótaröðin á Snæfellsnesi byrjar í Stykkishólmi 1.júni
Fiskmarkaðsmótaröðin er samstarf Fiskmarkaðs Íslands og golfklúbbanna á Snæfellsnesi. Niðurröðun mótanna er sem hér segir:

Stykkishólmur - miðvikudag 1.júní
Grundarfjörður - miðvikudag 8.júní
Ólafsvík - miðvikudag 15.júní
Staðarsveit - miðvikudag 22.júní

Búið er að opna fyrir skráningu á golf.is í fyrstu mótin.

19.05.2011 11:46

Golfkennsla hjá Vestarr í sumar

GVG Golfkennsla Sumarið 2011

Einar Gunnarsson PGA golfkennari verður með kennslu fyrir kylfinga á æfingasvæði GVG á þriðjudögum í sumar. Fyrsti þriðjudagurinn er 24. maí og sá síðasti 26. júlí.

Sett vera upp námskeið fyrir hópa en einnig er í boði einkakennsla

Fimman

Fimm skipta námskeið sem tekur á helstu grunnþáttum golfsins. Pútt, vipp, járnahögg, teighögg og leikskipulag eru viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Námskeið A stendur yfir frá 7. júní til 5. júlí.

Verð 9000 kr

Kvennanámskeið

Þriggja skipta námskeið fyrir konur bæði byrjendur sem og lengra komnar. Farið verður í pútt vipp og slátt.

Námskeið 1: 31. maí til 14.júní

Námskeið 2: 21. júní til 5. júlí

Námskeið 3: 12. júlí til 26. júlí

Verð 5500 kr

Einkakennsla

Hver einkatími er í 30 mínútur þar sem farið er í þau atriði sem kylfingurinn óskar eftir. Allt að þrír kylfingar geta komið í einkatíma.

Kylfingar geta keypt sér 5 skipta áskrift á betri kjörum, en þá eiga þeir tíma frátekinn á hverjum þriðjudegi.

Einstaklingur 4000 kr (3500 í áskrift)

Tveir saman 6000 kr (5500 í áskrift)

Þrír saman 8000 kr (7500 í áskrift)


17:00 - 18:00     Kvennanámskeið

19:00 - 20:00     Fimman

 

 

Skráning hjá Einar Gunnarssyni PGA golfkennara

                                             GSM: 894-2502  Tölvupóstur: eg@stykk.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25