Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: golf

17.10.2011 14:45

Árshátíð Vestarr
Í gærkvöldi var árshátíð Vestarrs haldinn í golfskála okkar á Bárarvelli. Öllum var boðið uppá fordrykk við komu og þegar fólk var búið að koma sér fyrir var boðið uppá rækjukokteil í forrétt, þar á eftir átti að bjóða uppá aðalrétt en rétt í því að kjötið fór inní ofn fór rafmagnið af. Ekki náðist að klára að elda kjötið svo allri dagskrá var flyppað og ákvað skemmtinefndin því að byrja á skemmtidagskrá á meðan beðið var eftir rafmagni. Byrjað var á spurningakeppni til að finna út hvaða borð fengi að byrja borða, Unnur Birna sá um að skemmta okkur með góðum golfbröndurum og síðan veitti skemmtinefndin Systu og Bent verðlaunin Uno fyrir sinn leik í sumar, Gústi fær mynd af sér uppá vegg sem Íslandsmeistari árið 2011. Að þessu loknu var ekki enn komið rafmagn og klukkan alveg við það að verða níu, svo skemmtinefndin hélt áfram og næst var það látbragðleikur þar sem okkur var skipt upp í sömu lið og áður og áttum við að geta hvað verið var að leika allir búnir að gleyma að þeir væru svangir enda dugði forétturinn ágælega. Um það leiti sem látbragðsleik lauk kom rafmagn aftur á og hægt var að fíra upp í ofninum og steikja nautalundina einu sinni enn, í eldhúsinu stóðu sveitt Anna Bergs, Dagbjartur og Katrín. Um klukkan 10 var okkur boðið upp á að borða OG UMMmmmmmmmm þvílík steik! Boðið var uppá nautalund (biðlund), salat, karftöflusalat og heita/kalda sósu. Í eftirrétt var svo boðið uppá súkkulaðiköku með berjum og rjóma. Síðan fór verðlaunaafhending fram þar sem bikurum sumarsins var komið til skila og einnig bikarnum sem við köllum Háttvísisbikarinn sem Þórður Magnússon fær að vera með í eitt ár. Skemmtinefndin stóð sig alveg frábærlega og erum við viss um að þau taka þetta að sér þriðja árið í röð. Í skemmtinefnd voru/eru Dagbjartur, Katrín og Jón Björgvin. Takk fyrir okkur.
Þeim til stuðnings við eldamennskuna voru Anna Bergs, Unnur Birna og Uno (Systa)
Fleiri myndir frá árshátíð .

18.09.2011 11:07

Vinaklúbbakeppni í golfi

17.09.2011
Mostramenn unnu Vestarr í spennandi árlegri bæjarkeppni

Í dag fór fram seinni hluti bæjarkeppni Hólmara og Grundfirðinga á Bárarvelli í frábæru veðri. Hólmarar mættu með 6 vinninga í forskot frá fyrri hluta keppninnar sem fór fram á Víkurvelli í vor. 

í fyrsta leik dagsins - Texas Scramble þar sem 11 lið frá hvorum aðila mættust, bættu Mostramenn við forskotið og leiddu með 9 vinningum .

Næst öttu menn kappi í Greensome - nú unnu Vestarr með 1 vinningi og minnkuðu forskotið í 8 vinninga.

Í lokaleiknum sem var tvímenningur náði Vestarr að vinna með 1 vinningi - 

Mostramenn tóku því Ryderbikarinn með sér heim-, með 7 vinninga sigri ,  eftir frábæran dag þar sem menn nutu góðra veitinga í boði Grundfirðinga milli umferða og kvöldverður var á boðstólum í mótslok, takk fyrri frábæran dag Grundfirðingar,

05.09.2011 11:43

Vestarr konur unnu í bæjarkeppni við Mostra


Á laugardag var seinni hluti bæjarkeppni Mostra og Vestarr á Víkurvelli í Stykkishólmi. Fyrri hluti keppninnar fór fram í vor.

Vestarr konur byrjuðu daginn með 4 vinninga í forskot frá því í vor.  Leiknar voru 3 umferðir.  

Í fyrstu umferð -Texas scramble -  vann Vestarr með 1 vinning  í 5 leikjum,

í annarri umferð - Greensome vann Vestarr með 2 vinningum í 4 leikjum

í þriðju umferð var leikinn tvímenningur - 8 leikir - sem Vestarr vann með 1 vinning

 

Samanlagt varð kvennlið Vestarr því sigurvegari árið 2011 með 8 vinningum og fékk bikarinn fyrir sigur í bæjarkeppni kvenna í Stykkishólmi og Grundarfirði, afhentan við mótsslit,

 

Félagar í Mostra þakka Grundfirðingum fyrir góðan dag þrátt fyrir rok á köflum.  Væntum betra veðurs fyrir keppnina að ári.

 

05.09.2011 10:19

Úrslit á Tuddamótinu


Tuddamótið var haldið  laugardaginn 3 september  í ágætis veðri þó nokkuð hafi blásið á keppendur. 

Hér eru úrslitin

Sveitakeppnin. GST vann bikarinn

Meistarakeppni GST. Með forgjöf Kári Þórðarson, án forgjafar Kristján Þórðarson

Punktaheppni. (Punktakeppni)

1. Pétur Pétursson 41p

2. Kári Þórðarson 40p

3 Gunnar B Guðmundsson 40p

Nándarverðlaun

3. braut Jóhann Þ Einarsson

8. braut Jón B. Jónatansson

GST þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna.

28.08.2011 11:01

Auður Vesturlandsmeistari - Helga fór holu í höggiAuður Kjartansdóttir úr Golfklúbbnum Mostra er Vesturlandsmeistari kvenna í golfi en mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi í gær. Auður lék á 80 höggum og varð fjórum höggum á undan næstu kylfingum.

Þátttaka í mótinu var góð en um 60 konur tóku þátt í mótinu. Jenný Sigurðardóttir og Arna Magnúsdóttir, báðar úr Leyni, urðu í 2. sæti á 84 höggum.

Helga Ingibjörg Reynisdóttir úr GVG gerði sér lítið fyrir og fóru holu í höggi á hinni erfiðu 14. holu á Garðavelli í mótinu. Brautin er 144 metra löng af rauðum teigum. Sannarlega frábært afrek hjá Helgu.

24.08.2011 09:08

Púttkeppni FÁÍA. 2 september

FÁÍA (Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra) heldur  sína árlegu Púttkeppni fyrir 60 ára og eldri föstudaginn 2. september kl.14:00 á púttvellinum við Gullsmára.


Mæting í Gullsmára kl. 13.15 og þar verður skipt í leikhópa. Leiknar verða 2x18 holur.

 

Mótið er keppni milli einstaklinga og liða.  Verði úrslit jöfn skal leika bráðabana þar til úrslit fást.

Þátttökugjald á einstakling er kr. 900.00 en lið kr. 3000.00

 

Hver félagsmiðstöð eða aðrir staðir þar sem aldraðir æfa pútt geta sent lið.  Í hverju liði skulu vera 4 leikmenn og leyfilegt er að vera með einn varamann. Einstaklingar án liðs geta skráð sig í einstaklingskeppnina.

 

Skráning ásamt nöfnum þátttakenda skal berast  Flemming Jessen á

flemmingj@simnet.is  eða í síma 868-1008 fyrir 22. ágúst.

 

Þrenn verðlaun (1., 2. og 3. sæti) verða veitt þeim einstaklingum og liðum sem leika á fæstum höggum samtals 36 holur og bikar verður veittur fyrir besta samanlagt skor liðs  frá félagsmiðstöð eða stað.   Bikarinn vinnst til eignar ef hann er unninn 3 sinnum í röð eða 5 sinnum alls. Ath. Seldar verða veitingar á staðnum.

 

                                                              Stjórn FÁÍA 

 

19.08.2011 16:12

Góður árangur Hólmara í golfi

Góður árangur Hólmara í golfi

 Sveitina skipuðu þeir Helgi Reynir Guðmundsson, Margeir Ingi Rúnarsson, Gunnar Björn Guðmundsson, Einar Gunnarsson og Davíð Einar Hafsteinsson. Fleiri Hólmarar gera það gott í golfinu um þessar mundir því fréttir bárust af því að Skarphéðinn Elvar Skarphéðinsson hefði nýlega verið valinn í öldungalið Íslands í golfi, en hann er nú staddur í Bratislava á golfmóti.

15.08.2011 20:36

Gott gengi hjá golffólki

Frábær helgi hjá golfklúbbum á Snæfellsnesi- Allar 4 sveitir upp um deild

Það var svo sannarlega góð helgi hjá golfklúbbum á Snæfellsnesi í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina.

Golfklúbburinn Jökull á Ólafsvík fór upp í 2. deild eftir gott gengi í 3. deild karla sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík. Jökull hafði betur í úrslitaleiknum á móti Borgarnes. Golfklúbburinn Mostri varð í öðru sæti í 4. deild karla og fer því upp í þriðju deild ásamt Golfklúbbi Norðfjarðar.

Golfklúbbur Vestarr á Grundafirði átti góðu gengi að fagna því báðar sveitir klúbbsins unnu sig upp um deild í ár. Kvennasveitin varð í 2. sæti á Hlíðarendavelli á Sauðarkróki og fylgja Golfklúbbi Akureyrar upp um deild. Karlasveitin varð svo í öðru sæti á heimavelli í 5. deild og fer upp um deild.


Árangur golfklúbba á Snæfellsnesi í Sveitakeppni GSÍ 2011:
GJÓ í 3. deild karla - 1. sæti
GMS í 4. deild karla - 2. sæti
GVG í 5. deild karla - 2. sæti
GVG í 2. deild kvenna - 2. sæti


Sveit GJÓ sem sigraði í 3. deild karla.


Sveit GVG sem varð í öðru sæti í 5. deild karla.

 

08.08.2011 10:59

Sveitakeppni GSÍ, lið Vestarr

Sveitakeppni GSÍ

Liðstjórar hafa valið lið sem keppa fyrir hönd Vestarr í sveitakeppninni sem fram fer 12-14 ágúst.
Karlalið keppir á okkar velli Bárarvelli og lið kvenna keppir á Hlíðarendavelli Sauðárkróki.

Lið karla er skipað:
Pétur Vilberg Georgsson
Ásgeir Ragnarsson
Garðar Svansson
Benedikt Lárus Gunnarsson
Jón Kristbjörn Jónsson
Liðstjóri Steinar Þór Alferðsson

Lið kvenna er skipað:
Eva Jódís Pétursdóttir
Anna María Reynisdóttir
Jófríður Firðgeirsdóttir
Hugrún Elísdóttir
Liðstjóri Ágúst Jónsson

Lið eru byrjuð að æfa stíft fyrir sveitakeppnina og ætla að standa sig eins vel og þau geta fyrir hönd klúbbsins. Liðstjórar munu setja fréttir hér inná heimsíðuna um gang mála.

Viðbót:
Þessi lið hafa skrá sig til keppni á Bárarvelli í fimmtu deild:
1. Golfklúbburinn Vestarr
2. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
3. Golfklúbburinn Tuddi
4. Golfklúbbur Siglufjarðar
5. Golfklúbbur Þorlákshafnar
6. Golfklúbburinn Vík

01.08.2011 22:02

Fór holu í höggi

Draumahöggið !!!


Þann 31. júlí 2011 sló Bent Cristian Russel GVG draumahöggið á fjórtándu holu á   Hamarsvelli þar sem hann tók þátt í Opna Borgarnesmótinu. Holan er 139 metra löng og notaði Bent 7 járn. Höggið var glæsilegt hjá Bent og fagnaði hann eins og honum einum er lagið emoticon

Það vildi svo vel til að Systa var með Bent í ráshóp og tók hún þessa mynd á símann sinn en þarna sést Bent taka kúluna upp úr holunni. Að auki gerði Bent sér lítið fyrir og vann mótið með 41 punkti en yfir 180 keppendur tóku þátt. Við félagarnir í Vestarr óskum Bent til hamingju með þennan frábæra árangur.

31.07.2011 22:41

Fór í holu í höggi á Bárarvelli

Draumahöggið aftur

Þann 8. ágúst 2010 sló Þorvaldur Ingi Jónsson GKG draumahöggið á áttundu holu á Bárarvelli Notaði Þorvaldur 5 járn.

Núna síðasta laugardag þann 23 júlí var Þorvaldur að spila Bárarvöll með félaga sínum Sigurði Péturssyni. Þegar komið var að 8 braut óskaði Sigurður eftir því að Þorvaldur sýndi hvernig ætti að slá á 8 braut. Þar sem nokkur meðvindur var, ákvað Þorvaldur að nota 7 járn núna. Þeir félagar sáu að boltinn skoppaði í átt að pinna en héldu að hann hafði farið framhjá og yfir flöt. Þeir leita stutta stund að boltanum og ákvað Sigurður að kýkja í holu hvort hann væri nokkuð þar. Þar lá boltinn og Þorvaldur með annað draumahögg á 8 braut á Bárarvelli. Glæsilegur árangur

Hér eru myndir af kappanum teknar 2010.


Við í Vestarr óskum Þorvaldi innilega til hamingju með árangurinn.

20.07.2011 01:11

Héraðsmótið í Golfi

Úrslit í Héraðsmóti HSH, Landsbankamótinu
Héraðsmót HSH Landsbankamótið

Héraðsmeistarar eru Golfklúbburinn Jökull með 220 punkta

Úrslit í kvennaflokki. Höggleikur án forgjafar
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Auður Kjartansdóttir GMS 83
2 Dóra Henriksdóttir GVG 84
3 Hildur Björg Kjartansdóttir GMS 94

Höggleikur með forgjöf
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Dóra Henriksdóttir GVG 72
2 Auður Kjartansdóttir GMS 75
3 Hildur Björg Kjartansdóttir GMS 79

Úrslit í karlaflokki Höggleikur án forgjöf
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 68
2 Pétur Pétursson GJÓ 69
3 Rögnvaldur Ólafsson GJÓ 69

Höggleikur með forgjöf
Staða Kylfingur Klúbbur

1 Pétur Pétursson GJÓ 66
2 Höskuldur Goði Þorbjargarson GJÓ 67
3 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 67

Unglingaflokkur
Staða Kylfingur Klúbbur


1 Bergur Einar Dagbjartsson * GVG 96 79

17.07.2011 19:38

Pétur og Eva Jódís klúbbmeistarar

Meistarmót Vestarr lokið.
Úrslitin urðu þessi,
 
í fyrsta flokki karla
1.sæti Pétur Vilberg Georgsson    317
2.sæti Ásgeir Ragnarsson          334
3.sæti Garðar Svansson            341

Í fyrsta flokki kvenna
1.sæti Eva Jódís Pétursdóttir     362
2.sæti Dóra Henriksdóttir         365
3.sæti Anna María Reynidsdóttir   393

Unglingaflokki
1.sæti Bergur Einar Dagbjartsson  293

Í öðrum flokki karla
1.sæti Jón Björgvin Sigurðsson    377
2.sæti Þórður Áskell Magnússon    394
3.sæti Sigurður Helgi Ágústsson   395

Í öðrum flokki kvenna
1.sæti Freydís Bjarnadóttir       333
2.sæti Kristín Pétursdóttir       345
3.sæti Guðrún Björg Guðjónsdóttir 358

Punktameistari Garðar Svansson 146 punktar, 31-38-39-38

Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel, spilað var í góðu veðri að undaskildum einum degi.
Í mótslok var grillað fyrir keppendur og gesti. Við óskum verðlaunahöfum meistarmóts til hamingjum titlana. Fleirri myndir eru í myndaalbúmi undir mót 2011.

Hjónin Pétur og Eva Jódís klúbbmeistarar Vestarr 2011

17.07.2011 18:29

Héraðsmótið í Golfi

Héraðsmót HSH Landsbankamótið. Fróðárvelli
Á morgun 18 júlí er Héraðsmót HSH Landsbankamótið, spilað á Fróðarvelli.

Ræst frá kl. 12.00 til 14.00 og frá 16.00 til 18.30

Þátttökugjald er kr . 1.500

Þeir HSH meistarar sem hafa undir höndum farandbikara
munið að koma með þá með ykkur á mótið.


Keppt er í 4 flokkum höggleikur með og án forgjafar
stúlkur 15 ára og yngri af rauðum teigum
drengir 15 ára og yngri af rauðum teigum
karlar
konur

Auk þess er sveitakeppni milli klúbba þar sem 6 bestu með forgjöf frá hverjum klúbbi telja í árangri sveitarinnar

Samkvæmt reglugerð er hámarks forgjöf 32.

14.07.2011 09:48

Margeir og Auður Klúbbmeistarar Mostrar

GMS
Margeir Ingi Rúnarsson og Auður Kjartansdóttir klúbbmeistarar Mostra

Meistaramóti Mostra lauk laugardaginn 9.júlí

Úrslit 1.fl karla 1 Margeir Ingi Rúnarsson 311 2 Helgi Reynir Guðmundsson 313 3 Kristinn Þór Ellertsson 335 4 Bergþór Smárason 341 5 Sigursveinn P Hjaltalín 343 6 Rúnar Örn Jónsson 350 7 Davíð Einar Hafsteinsson 360 8 Gunnar Björn Guðmundsson 365 9 Högni Friðrik Högnason 379 10 Ásgeir Héðinn Guðmundsson 385

1.fl kvenna 1 Auður Kjartansdóttir 365 2 Helga Björg Marteinsdóttir 389 3 Hildur Björg Kjartansdóttir 400 4 Hildur Sigurðardóttir 423

Unglingar 1 Hjalti Sigurðsson 397 2 Hafsteinn Helgi Davíðsson 478

Öldungafl karla 1 Björgvin Ragnarsson 352 2 Egill Egilsson 353 3 Rúnar Gíslason 358 4 Eyþór Benediktsson 385 5 Kjartan Páll Einarsson 409 6 Guðmundur Teitsson 445 7 Davíð Sveinsson 460

Öldungafl kvenna 1 Katrín Pálsdóttir 420 2 Erla Gísladóttir 434 3 Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir 442 4 Dagný Þórisdóttir 449 5 Unnur Hildur Valdimarsdóttir 457

2.fl karla 1 Ólafur Þorvaldsson 368 2 Sveinn A Davíðsson 382 3 Nökkvi Freyr Smárason 392 4 Finnur Sigurðsson 404 5 Björn Arnar Rafnsson 417 6 Stefán Bergmann Heiðarsson 460

3.fl karla 1 Vignir Þór Ásgeirsson 390 2 Sigurður Ingi Viðarsson 419 3 Haukur Garðarsson 425 4 Einar Marteinn Bergþórsson 429 5 Jón Þór Eyþórsson 450 6 Benedikt Óskarsson 548

Unglingar  höggleikur með forgjöf

1. Nökkvi Freyr Smárason   320

2. Hjalti Sigurðsson    333

3. Hafsteinn Helgi Davíðsson   362

Sjá nánar á golf.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50