Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: blak

04.04.2011 07:38

UMFG íslandsmeistarar í 5 fl stúlkna

Um helgina var spilað í  Íslandsmóti yngriflokka BLÍ að Varmá í Mosfellsbæ. Íslandsmeistarar voru krýndir í 2., 3., 4. og 5. flokki í báðum kynjum. 

Yngri kynslóðin keppti um helgina í síðari hluta Íslandsmótsins að Varmá í Mosfellsbæ. Samanlögð úrslit tímabilsins tryggðu verðlaun til bestu liðanna.

Nokkur lið frá Snæfellsnesi tóku þátt og lönduðu UMFG stúlkur í 5fl Íslandsmeistartitli og stúlkur í 4fl náðu 3 sæti.

Glæsilegur árangur

Helstu úrslit mótisins urðu eftirfarandi
 
Í 2. flokki karla voru aðeins tvö lið, HK og Stjarnan. HK hafði betur þetta árið og vann Íslandsmeistaratitilinn.
 
Í 2. flokki kvenna voru þrjú lið og voru liðin jöfn eftir fyrri umferðina. Stjarnan varð Íslandsmeistari í flokknum eftir að vinna bæði HK og Þrótt Nes í dag. HK varð í öðru sæti og Þróttur Nes í því þriðja.
 
Í 3. flokki drengja varð KA Íslandsmeistari eftir harða baráttu við Stjörnuna. KA liðið tapaði færri hrinum en Stjarnan í vetur og varð Stjarnan að láta sér lynda 2. sætið að þessu sinni. HK endaði í þriðja sætinu.
 
Í 3. flokki stúlkna A liða varð Stjarnan Íslandsmeistari. Þróttur Nes varð í öðru sætinu og HK í því þriðja.
 
Í 3. flokki stúlkna B liða varð Þróttur Nes Íslandsmeistari, Stjarnan í öðru sæti og Sindri í því þriðja.
 
Í 4. flokki drengja varð HK Íslandsmeistari með 21 stig, KA drengir voru með 20 stig í öðru sætinu og Afturelding í því þriðja með 16 stig.
 
Í 4. flokki stúlkna A liða varð Stjarnan Íslandsmeistari. Í öðru sæti var HK A og í því þriðja endaði UMFG.
 
Í 4. flokki stúlkna B liða varð Afturelding Íslandsmeistari, Stjarnan í öðru sætinu og Sindri B í því þriðja.
 
Í 5. flokki pilta A liða var Skellur Íslandsmeistari og Afturelding í öðru sæti með einni tapaðri hrinu meira en Skellur. Þróttur Nes lenti í þriðja sætinu.
 
Í 5. flokki pilta B liða var Stjarnan Íslandsmeistari, Afturelding a í öðru sæti og Afturelding 1 í því þriðja.
 
Í 5. flokki stúlkna A liða varð UMFG Íslandsmeistari, Þróttur Nes í öðru sætinu og Skellur í því þriðja.
 

30.03.2011 18:31

Íslandsmót yngriflokka í blaki

Síðari hlut Íslandsmóts yngriflokka verður haldið að Varmá í Mosfellsbæ um helgina. Um er að ræða stórt mót þar sem allir flokkar spila á tveimur dögum.

Íslandsmótið er í 2.-5. flokki en 6. flokkur mun einnig spila í mótinu. Samtals fjöldi liða í mótinu eru 73 lið frá 19 félögum.

Fjöldi liða í 4.-6. fl. 54 
Fjöldi liða í 2.-3. fl. 19

Um það bil 450 börn og ungmenni á aldrinum 7 til 20 ára taka þátt í Íslandsmótinu að þessu sinni en samhliða því verður mót í 6. flokki á sunnudeginum

Íslandsmótið hefst laugardaginn 2. apríl kl. 09.30 en alls verða spilaðir 160 leikir til að verða hálftvö á sunnudag. Kvöldvaka verður í skólanum á laugardagskvöldinu þar sem liðin gista.

Þátttökuliðafjöldi eftir félögum:

Flest frá Þrótti Nes: 12 lið 
Afturelding með 8 lið og 2 í 6.fl.
HK með 10 lið og 2 í 6.fl.
Stjarnan með 10 lið. .
KA með 4 lið, 
Þróttur R með 2 lið 
Skellur með 4 liðí 
Sindri með 4 lið
UMFG með 6 lið
Vík-Reynir með 3 lið
Fylkir með 4 lið
Bjarmi með 2 lið
Dímon með 1 lið

Í 2. og 3. flokki er spilað eftir venjulegum blakreglum en í 4.- 6. flokki eftir reglum í krakkablaki. Það er blakdeild Aftureldingar sem sér um mótið að þessu sinni en deildin stillir upp 12 völlum í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ.

26.03.2011 21:19

UMFG konur unnu 3 deild í blaki,3. Úrslit, Konur

8 lið - Tveir 4 liða riðlar + tveir tvöfaldir krossar

SætiLeikirStigHrinurStigaskorHlutfall
UMFG1510100251180 - 1.39
Bresi258642211991.501.11
Skellur359822502044.001.23
Víkingur Reynir A457472392510.570.95
Hamar558662352501.000.94
Umf. Hrunamenn657562132320.830.92
Bresi B756482492620.500.95
Huginn b8550101702500.000.68

15.03.2011 16:13

Héraðsmót í Blaki

Héraðsmót HSH í blaki kvenna var haldið í Stykkishólmi fimmtudaginn 10 mars 2011

Þrjú lið voru skráð til leiks, UMFG, Víkingur-Reynir og Snæfell.

UMFG sigraði báða sýna leiki 2-0 og urðu Hérðasmeistarar HSH 2010-2011.

Vikingur-Reynir varð í öðru sæti með einn leik unnin og Snæfell í þriðja sæti.

ma 2010 039

22.02.2011 11:30

Fréttir úr blaki kvenna 3 og 4 deild

Íslandsmót í 3. og 4. deild kvenna

Um helgina fór fram heil umferð í Íslandsmóti 3. deild suður og 4. deildar kvenna. Mótið fór fram á Álftanesi og var spilað frá 9-18 bæði laugardag og sunnudag.

Alls tóku 19 lið þátt í mótinu, 7 í 3. deild kvenna og 12 í 4. deild kvenna. Nokkuð var um jafna og spennandi leiki að þessu sinni en Skellur vann alla sína leiki í 3. deild kvenna og endaði í efsta sæti mótsins. Í öðru sæti varð lið UMFG og í þriðja sæti nágrannar þeirra Víkingur-Reynir. Bresi átti svo liðin í 4. og 5. sæti mótsins, Hamar endaði í 6. sæti og Umf.Hrunamenn í því sjöunda.
 
Úrslitakeppni fer fram í þessari keppni 25.-26. mars nk. í Fagralundi í Kópavogi. Liðin raðast í tvo riðla og bætist við áttunda liðið sem sigurvegari Austurlandsriðils 3. deildar.
 
Riðlaskiptingin er svona:
 
A riðill
Skellur
Víkingur-Reynir
Bresi B
Umf. Hrunamenn
 
B riðill
1. sæti Austurriðils
UMFG
Bresi
Hamar
 
Tvö efstu sætin spila til undanúrslita og úrslita og í neðri hlutanum verður spilað upp á sæti.  
 
Í 4. deild kvenna var keppt í fyrsta sinn. Keppni var nokkuð jöfn og spennandi og er ljóst hvaða lið spila um deildarmeistaratitilinn. Úrslitin verða spiluð í Fagralundi 25. og 26. mars og munu þrjú efstu lið í hvorum riðli spila um efstu sex sætin. Þrjú neðstu liðin spila um sæti 7-12.
 
Liðin sem spila um efstu sex sætin eru:  Afturelding B, Stjarnan C, Afturelding C, Dímon, Stjarnan B og Álftanes B.
 
Liðin sem spila um sæti 7 til 12 eru: Snæfell, HK C, Fylkir, HK D, HK E og UMFL.


nánar á blak.is

14.01.2011 15:44

Blakfréttir frá UMFG

Bikarmót í blaki Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Föstudagur, 14 Janúar 
Bikarmót í blaki sem haldið verður í Fylkishöllinni dagna 22 -23 janúar 2011.
boðið er upp á gistingu í Árbæjarskóla ef einhver getur gist með krökkunum og fer einnig eftir því hvort spilað verði báða dagana.  Verð á fæði og gistingu er kr. 5.500,- Innifalið í því er gistig í tvær nætur, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á laugardegi og morgun- og hádegismatur á sunnudegi.  Skráning er í síma 891 6007 eða á unnur@bref.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir klukkan 18:00 föstudaginn 14 janúar.  Krakkarnir ferða koma sér á staðinn eða finna far með einhverjum.  Hægt er að skoða upplýsingar um mótið á http://krakkablak.bli.is/

Kveðja
Blakráð
img_6200 as smart object-1

23.12.2010 16:43

Gleðileg Jól

HSH

Óskar öllum gleðilegra jóla og

farsældar á komandi ári

Þökkum samstarf og stuðning á árinu

sem er að líða

17.12.2010 13:31

Bikarmót yngri flokka í blaki

Blakdeild Fylkis heldur Bikarmót yngriflokka 2011. Mótið verður haldið 22.-23. janúar í Fylkishöll en búið er að opna fyrir skráningar á www.krakkablak.bli.is

 

Skráningarfrestur er til 15. janúar næstkomandi, vinsamlegast virðið þann frest.

Keppt verður á laugardegi og eitthvað á sunndegi ef þörf krefur.

Mótsgjöld eru samkvæmt ákvörðun yngri flokka nefndar fyrir árið 2010-2011 kr. 10.000.- á lið.

Upplýsingar um gistingu og fæði verða birtar síðar. 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Margrét, lmh@tolvupostur.net

22.11.2010 10:34

Fréttir af blaki

Blak í Kópavogi

 Fyrri hluti Íslandsmóts 2. og 3. flokks í blaki var haldið í Fagralundi í Kópavogi og var þar heilmikið fjör á laugardag og sunnudag. Alls voru 22 lið skráð til leiks en tvö lið komust ekki til keppni vegna veðurs. Eitt lið frá Víkingi/Reyni tók þátt í mótinu og tvö frá UMFG.

Í 3. flokki pilta er keppnin jöfn eftir þessa fyrri umferð. KA, UMFG og Stjarnan eru öll með 6 stig og KA efst á hrinuhlutfalli.

Í 3. flokki stúlkna er spilað í flokki A og B liða.

 Í flokki A liða er Stjarnan á toppnum eftir að hafa unnið alla sína leiki og Þróttur N1 er í öðru sæti. HK er í þriðja sæti, KA í því fjórða og Víkingur/Reynir 1 í því fimmta.

Í 3. flokki B liða er Þróttur N 2 í efsta sæti, Sindri í öðru, Stjarnan 2 í því þriðja og UMFG í fjórða sæti.

 

Frétt úr Jökli 18.11.2010

03.11.2010 19:04

Víkingur Reynir og UMFG áfram í 3 deild

Spenna í 3. deildinni

Mótið á Ísafirði um helgina heppnaðist vel. Þrátt fyrir erfiða veðurspá um helgina gekk allt upp og keppnisliðin komust á staðinn og heim til sín á réttum tíma. 

Mótið varð spennandi þegar leið á og mikið var um óvænt úrslit. Í A riðli var Víkingur Reynir með sterkasta liðið og vann það alla sína leiki og endaði í efsta sæti. Bresi varð í öðru sæti með betra hrinuhlutfall en Hamar sem var í þriðja sæti. Í fjórða sæti riðilsins endaði Umf. Hrunamenn með betra hrinuhlutfall en Stjarnan C en það lið vann frækinn sigur á liði Hamars á sunnudeginum. Afturelding C varð í 6. sæti riðilsins og UMF Laugdæla í því sjöunda.
 
Í B riðlinum var einnig spenna en lið Fylkis C mætti ekki til leiks og tapaði því öllum sínum leikjum. Heimaliðið Skellur frá Ísafirði töpuðu ekki hrinu í mótinu og enduðu efstar í riðlinum. Í öðru sæti var Bresi B sem hafði betra hrinuhlutfall en UMFG sem endaði í þriðja sæti en á laugardeginum mættust þessi lið í hörkuleik sem Bresi sigraði 2-0. Í fjórða sæti riðilsins var lið Stjörnunnar B en þær höfðu betra hrinuhlutfall en Afturelding B sem endaði í 5. sæti. Í 6. sæti var svo lið Álftaness B og neðstar voru Fylkir C með 0 stig.
 
Næsta mót í þessari keppni varður haldið á Álftanesi 18.-20. febrúar nk. Þá verður deildinni skipt upp í 3. og 4. deild en sjö bestu liðin úr þessari keppni verða þá í 3. deild kvenna. Í deildinni verða Víkingur Reynir, Skellur, Bresi, Bresi B, Hamar, UMFG og Umf. Hrunamenn þar sem þær höfðu betra hrinuhlutfall en Stjarnan B (4.sætið í B riðli).
 
Í 4. deild kvenna verða þau lið sem eftir voru: Stjarnan B, Stjarnan C, Afturelding C, Afturelding B, Álftanes B, UMFL og Fylkir C. Reiknað er með að fleiri lið skrái sig til leiks og hefur a.m.k. Snæfell skilað inn skráningu. 
 
3. og 4. deild kvenna spila næst á Álftanesi helgina 18.-20. febrúar og verða svo úrslit í deildunum 25.-26. mars. 

04.10.2010 14:03

3 Grundfirðingar í U17 í blaki

 

Zdravko Demirev hefur valdið lokahóp fyrir U17 ára landslið drengja. Alls voru 16 á æfingum um helgina og 12 leikmenn komast áfram í lokahópinn sem heldur til Ikast í Danmörku þann 18. október næstkomandi.

Í hópnum eru 3 drengir frá Grundarfirði

Lokahópurinn er svona:

 

Sigurður Helgi Ágústsson, UMFG

Tomasz Weyer, UMFG

Friðfinnur Kristjánsson, UMFG

Stefán Gunnar Þorsteinsson, HK

Lúðvík Már Matthíasson, HK

Gunnar Pálmi Hannesson, KA

Benedikt Rúnar Valtýsson, KA

Lárus Jón Thorarensen, Stjörnunni

Geomar M. Orbon, Stjörnunni

Egill Þorri Arnarson, Stjörnunni

Benedikt Baldur Tryggvason, Stjörnunni

Ragnar Már Garðarsson, Stjörnunn

29.09.2010 07:34

10 Snæfellingar boðaðir á æfingu hjá U17

U17 ára forvalshópar á æfingum um helgina

Ungmennalandsliðin í blaki U17 ára koma saman um helgina á æfingum. Um er að ræða forvalshópa þar sem þjálfarar liðanna hafa valið 22 stúlkur og 16 stráka. Eftir helgina verða hóparnir skornir niður í 12 leikmenn sem halda á Norðurlandamót U17 í Ikast í Danmörku dagana 18.-22. október nk.

Zdravko Demirev er þjálfari U17 drengja og hefur valið eftirtalda leikmenn í forvalið.

NafnFélag
Hilmar Leó AntonssonVik/Reyni
Sigurður Helgi ÁgústssonUMFG
Baldur Þór SigurðssonUMFG
Tomasz WeyerUMFG
Friðfinnur KristjánssonUMFG
Stefán Gunnar ÞorsteinssonHK
Lúðvík Már MatthíassonHK
Lárus Jón ThorarensenStjarnan
Ævar Freyr BirgissonKA
Gunnar Pálmi HannessonKA
Jóhann EiríkssonKA
Geomar M. OrbonStjarnan
 Andreas Hilmir Halldórsson                              HK
Egill Þorri ArnarsonStjarnan
Benedikt Rúnar ValtýssonKA
Benedikt Baldur TryggvasonStjarnan

 

Apostol Apostolov er landsliðsþjálfari U17 stúlkna og hefur valið eftirtaldar stúlkur í forvalið:

NafnFélag
Sylvía Kolbrá HákonardóttirÞróttur Nes.
Rannveig Júlía SigurpálsdóttirÞróttur Nes.
Hafrún HálfdánardóttirÞróttur Nes.
Ragnheiður Björk HarðardóttirÞróttur Nes.
Kristina ApostolovaÞróttur Nes.
Lilja EinarsdóttirÞróttur Nes.
Katrín Sara ReyesVík.-Reynir
Jóhanna JóhannesdóttirVík.-Reynir
Véný ViðarsdóttirVík.-Reynir
Alda Dís ArnardóttirVík.-Reynir
Ísey Dísa HávarsdóttirKA
Sesselja FanneyjardóttirKA
Auður Anna JónsdóttirKA
Alda Ólína ArnarsdóttirKA
Sunna ValdimarsdóttirKA
Harpa BjörnsdóttirKA
Eva SigurðardóttirKA
Berglind Gígja JónsdóttirHK
Hugrún ÓskarsdóttirHK
Særún Erla BaldursdóttirHK
Nicole Hannah JohansenStjarnan
Ísabella Erna SævarsdóttirStjarnan

Ungmennin verða á fjórum æfingum um helgina og það verður svo tilkynnt á mánudag hvaða 12 leikmenn það eru sem fara í ferðina til Ikast.

26.08.2010 18:29

UMFG auglýsir eftir blakþjálfara

Ungmennafélag Grundarfjarðar auglýsir...

Blakþjálfari.

UMFG leitar nú að þjálfara til að þjálfa krakka blak, 6-15 ára (grunnskólaaldur). Nánari upplýsingar gefur Steinar Alfreðsson í síma: 892-1317 eða í gegnum tölvupóst stjf@simnet.is

19.08.2010 20:17

Blakþjálfararáðstefna

Helgina 3.-5. september 2010 verður haldin þjálfararáðstefna BLÍ að Varmá í Mosfellsbæ. Þar verður farið í þjálfun frá 0 stigi í krakkablaki til meistaraflokks á einni helgi. Samhliða ráðstefnunni verða Afreksbúðir í blaki fyrir krakka fædda 1994-1997.

 

Í heimsókn kemur Peter Guernari frá Englandi en hann hefur öll tilskilin þjálfararéttindi til að halda námskeið í blaki og gríðarlega reynslu sem þjálfari, bæði karla og kvenna. Að auki hefur hann þjálfararéttindi í sitjandi blaki fyrir fatlaða en sú íþrótt verður kynnt í fyrsta sinn á Íslandi á ráðstefnunni.

Ásta Sigrún Gylfadóttir verður með námskeið í þjálfun á krakkablaki þessa helgi. Ásta Sigrún hefur sérfræðigráðu frá BLÍ í Krakkablaki og hefur mikla reynslu sem þjálfari hjá HK.

Skráningu þátttakenda þarf að skila til BLÍ, á Sævar Má Guðmundsson, framkvæmdastjóra bli@bli.is. Skráningarfrestur er til 1. september en dagskrána og verð má sjá í auglýsingu hér fyrir neðan.

Dagskrá og verð

07.06.2010 15:08

Þing BLÍ 2010

Breytingar í stjórn á ársþingi BLÍ

Á 38. ársþingi BLÍ í dag varð ein breyting í stjórn BLÍ eftir að kjósa þurfti um tvö sæti í stjórn BLÍ. Frambjóðendurnir voru þrír og þurfti því að kjósa. Stigakerfi í blaki var breytt og stofnaðir voru tveir sjóðir innan BLÍ.


Ársþing BLÍ var haldið í 38. sinn í dag í Laugardalnum í Reykjavík. Á þingið mættu 28 þingfulltrúar með samtals 42 atkvæði og telst það meiri þátttaka en undanfarin ár en þó í meðallagi.

Fulltrúi HSH á BLÍ þingi var Viðar Gylfason og var hann eini fulltrúinn en HSH átti rétt að senda

6 fulltrúa á þingið. 

Þingið hófst með kosningu þingforseta, Hreggvið Norðdahl og þingritara Sævar Má Guðmundsson. Venjuleg þingstörf hófust að því loknu og skýrði Jason Ívarsson frá skýrslu stjórnar og Aðalheiður Sigursveinsdóttir skýrði frá reikningum ársins 2009. Velta Blaksambands Íslands var rétt tæpar 23 milljónir og hagnaður eftir fjármagnsliði var um 600 þúsund. Þá höfðu skuldir lækkað þó nokkuð en áætlun fyrir árið 2010 gerir þó ráð fyrir enn meiri lækkun á skuldum. Fjárhagsáætlun var lögð fyrir þingið og var hún samþykkt án nokkurra umræðna. 

Meira um þingið á vef BlaksambandsinsHSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10