Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

03.07.2012 10:04

UMFG náði stigi í Garðinum

Jafntefli gegn Víði

Grundfirðingar fóru í Garðinn föstudagskvöldið 22. júní og mættu þar ósigrðum Víðismönnum sem sátu á toppi á C-riðils.  Rjómablíða og bæjarhátíðin Sólseturshátíðin í Garði stóð yfir en Víðismenn munu einmitt koma í heimsókn til Grundarfjarðar þegar að bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, Víðismenn meira með boltann en náðu sjaldan að opna sterka vörn Grundfirðinga sem að Alexandar Linta stjórnaði af miklum myndarbrag.  Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og úr einni slíkri skoraði fyrirliði liðsins, Ragnar Smári Guðmundsson, þegar að hann slapp innfyrir vörn heimamanna eftir 15 mínútna leik.  Heimamenn náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiksins með skoti við vítateigslínu eftir ágæta sókn og staðan því 1:1 í hálfleik.  Víðismenn lögðu hinsvegar línuna á því sem koma skildi með tveimur ágætisfærum strax á upphafsmínutunum síðari hálfleiks.  Var það í raun saga það sem eftir lifði leiks, heimamenn sóttu af þónokkrum krafti en tókst ekki að bæta við marki á meðan Grundfirðingar fengu ekki mörg færi.  Viktor fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu inn í vítateignum fyrir að handleika boltann of lengi á 70. mínútu en Víðismenn náðu ekki að nýta sér það.  Tíu mínutum síðar varði Viktor svo mjög vel frá Víðismönnum af stuttu færi.  Jafntefli niðurstaðan og gestirnir hljóta að vera sáttir með það miðað við þróun leiksins. Næsti leikur Grundarfjarðar verður á laugardaginn þegar að þeir heimsækja Vogana til að etja þar kappi við heimamenn í Þrótti.

Skrifað af Tommi

26.06.2012 01:45

Enn tapar Snæfell

Snæfell heldur áfram að bíða afhroð í C-riðli en liðið steinlá 17-0 gegn Þrótti Vogum á laugardag. Þróttarar eru með átta stig í þriðja sæti riðilsins eftir sigurinn en Snæfellingar eru á botninum með markatöluna 0-69.

Þróttur Vogum 17 - 0 Snæfell

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=128639#ixzz1yrN5msgG

26.06.2012 01:34

Tap geng Leikni

Víkingur Ó - Leiknir R.   0-1   (0-1)

0-1 Stefán Jóhann Eggertsson (44.mín)


Í kvöld léku Víkingur  og Leiknir R í 1.deildinni. Ég var skíthræddur við þennan leik. Víkingur  átti möguleika á að hirða efsta sætið af Fjölni og Leiknir var og er í bullandi fallbaráttu. Strax í byrjun leiks sást vel hvað Leiknir ætlaði sér, að liggja í vörn, enda stilltu þeir upp á löngum tímum í leiknum liðinu sínu í kerfinu 5-5-0. Gárungarnir kalla þetta Grísku leikaðferðina og þykir hún ekki áhorfendavæn heldur hreinlega leiðinleg. Að gera þetta á Ólafsvíkurvelli gegn Víking  er yfirleitt ávísun á tap. En einhverra hluta vegna heppnaðist þetta hjá þeim, því miður fyrir okkur en þeir væntanlega fagna langt fram á nótt. Það borgaði sig hjá þeim að liggja yfir leikjum Gríska liðsins á EM.

Ég fór ekki vestur á þennan leik enda finnst mér ekki gaman á leikjum sem Leiknir Ágústsson dæmir.  En aftur á móti horfði ég á leikinn á vefvarpi Víkings  þó sjónarhornið hafi ekki verið gott. En lýsingin hjá Hákoni Þorra var fín og minnti á lýsinguna í KR útvarpinu, þ.e.a.s. hlutdræg!! KRingar segja að hún eigi að vera hlutdræg.  

Eftir að Edin Beslija hafði þrumað boltanum í innanverða stöngina og út fékk maður að tilfinninguna að Víkingur myndi tvíeflast við stangarskotið og í raun gerðist það. En gegn gangi leiksins skoraði Leiknir í einni af sínum fáu sóknarlotum í leiknum. Stefán Jóhann Eggertsson (tengdasonur Brynjólfs Lárentsíussonar og mágur Jens Brynjólfssonar) skoraði eina mark leiksins með góðu skoti frá vítateigslínu. Þetta mark sló okkur útaf laginu enda gjörsamlega gegn gangi leiksins.

Fyrirgjafir okkar voru allt of margar í fangið á markverðinum. Við eigum að miða á vítapunktinn þegar við sendum boltana blint fyrir markið, annars að hitta á ákveðna menn.

Leiknir Ágústsson dæmdi leikinn. Hann dæmdi síðast hjá okkur á Selfossi í fyrra þegar hann skandelaði. Ég treysti mér ekki til að gefa dómaratríóinu einkunn þar sem ég sá störf þeirra ekki nógu vel. En skv. lýsingunni hefði dómarinn mátt taka betur á hægagangnum hjá Leikni í föstu leikaðferðum. Og eitt sem mér skilst að dómarinn hafi ekki lesið nógu vel í kennslubókinni er að bakhrindingar eru ólöglegar skv. reglugerðinni. Leiknir má bæta sig í því.

Ég ætla að reyna að velja þrjá bestu skv. vefmyndavélinni. En skv. henni fannst mér Alfreð Már Hjaltalín, Clark Keltie (fyrir utan eina hroðalega sendingu) og Tomasz Luba bestir. Það væri gaman að fá álit þeirra sem voru á vellinum hverjir voru að standa sig best.

En þetta tap er enginn heimsendir. Góðu liðin tapa líka leikjum og líka á heimavelli. Við erum búnir að vinna tvo útileiki hingað til og fyrst þessi leikur endaði svona verðum við að gjöra svo vel að vinna fljótlega annan útileik og kvitta þetta tap út.

Þetta er alþekkt í knattspyrnuheiminum að þegar eitthvað lið á möguleika á að ná einhverju ákveðnu markmiði eins og við í kvöld að tylla okkur á toppinn í deildinni að þá klikkar eitthvað. Ég man sérstaklega eftir því á þeim tíma þegar ég starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Knattspyrnudeild Vals á sínum tíma að oft og iðulega áttum við sjens á að ná að koma okkur í eitthvað gott sæti eins og t.d. Evrópusæti þegar lítið var eftir af mótinu en þá klikkaði liðið og tapaði.

Þetta var 10.leikur Víkings  og Leiknis R á Ólafsvíkurvelli á ferlinum. Þetta var í fyrsta sinn sem Víkingur  tapar fyrir Leikni R. á heimavelli í KSÍ leik.

Næsti leikur er heimaleikur gegn BÍ/Bolungarvík og verður það erfiður leikur eins og allir leikirnir í deildinni. Leikurinn gegn BÍ/Bolungarvík verður á Ólafsvíkurvelli laugardaginn 30.júní kl. 14.00.


Helgi Kristjánsson

26.06.2012 01:32

Grundfirðingar sóttu stig í Garðinn

Grundfirðingar fóru í Garðinn föstudagskvöldið 22. júní og mættu þar ósigrðum Víðismönnum sem sátu á toppi á C-riðils.  Rjómablíða og bæjarhátíðin Sólseturshátíðin í Garði stóð yfir en Víðismenn munu einmitt koma í heimsókn til Grundarfjarðar þegar að bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, Víðismenn meira með boltann en náðu sjaldan að opna sterka vörn Grundfirðinga sem að Alexandar Linta stjórnaði af miklum myndarbrag.  Gestirnir áttu nokkrar álitlegar sóknir og úr einni slíkri skoraði fyrirliði liðsins, Ragnar Smári Guðmundsson, þegar að hann slapp innfyrir vörn heimamanna eftir 15 mínútna leik.  Heimamenn náðu að jafna undir lok fyrri hálfleiksins með skoti við vítateigslínu eftir ágæta sókn og staðan því 1:1 í hálfleik.  Víðismenn lögðu hinsvegar línuna á því sem koma skildi með tveimur ágætisfærum strax á upphafsmínutunum síðari hálfleiks.  Var það í raun saga það sem eftir lifði leiks, heimamenn sóttu af þónokkrum krafti en tókst ekki að bæta við marki á meðan Grundfirðingar fengu ekki mörg færi.  Viktor fékk dæmda á sig óbeina aukaspyrnu inn í vítateignum fyrir að handleika boltann of lengi á 70. mínútu en Víðismenn náðu ekki að nýta sér það.  Tíu mínutum síðar varði Viktor svo mjög vel frá Víðismönnum af stuttu færi.  Jafntefli niðurstaðan og gestirnir hljóta að vera sáttir með það miðað við þróun leiksins. Næsti leikur Grundarfjarðar verður á laugardaginn þegar að þeir heimsækja Vogana til að etja þar kappi við heimamenn í Þrótti.

Skrifað af Tommi

19.06.2012 10:44

Jafnt hjá UMFG og Hvíta riddaranum

UMFG mætti Hvíta Riddaranum í Grundarfirði í fínasta veðri í gærkveldi... Grundfirðingar voru meira með boltann og ég geng meira að segja svo langt að segja að við höfum verið betri aðilinn í c.a. 80 mínútur. En síðustu 10 mínúturnar vorum við stálheppnir að sleppa með stigið. Þeir fengu mjög góð færi til að klára leikinn en Viktor var maður leiksins og bjargaði stiginu fyrir okkur.


Næsti leikur UMFG er svo gegn toppliði Víðis í Garðinum næsta föstudag.

17.06.2012 23:44

Víkingur lagði Hauka 0-2

Umfjöllun: Þægilegur sigur Ólafsvíkinga í Hafnarfirðinum
Úr leik liðana frá því í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Haukar 0 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Björn Pálsson ('37)
0-2 Björn Pálsson ('66)

Það var búist við hörkuleik á Schenkervellinum að Ásvöllum í dag, er Haukar og Víkingur Ólafsvík mættust í 6.umferð 1.deildar karla. Það var nú heldur fámennt á vellinum, en þeir sem mættu fengu þó frábært veður og gátu sólað sig í Schenker-stúkunni, með smá vindkælingu.

Fyrsta færi leiksins kom eftir 20.mínútna leik og það var Ólafsvíkinga. Eftir herfileg mistök hjá Kristjáni Ómari í miðri vörn Hauka, fékk Guðmundur Steinn boltann í fæturnar á silfurfati, geystist upp völlinn, en Kristján Ómar truflaði hann við skotið, og skot Guðmundar því slappt og framhjá. Ejub Purisevic og hans menn í Víking voru allt annað en sáttir og vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð þarna.

Fyrsta mark leiksins kom síðan á 37.mínútu, Björn Pálsson leikmaður Víkings fékk þá nægan tíma rétt fyrir utan vítateig Hauka, lagði boltann fyrir sig og lagði boltann í fjærhornið, virkilega snyrtilega gert hjá Birni.

Gestirnir frá Ólafsvík einu marki yfir í hálfleik. Færin voru ekki mörg í fyrri hálfleiknum og hafði Einar Hjörleifsson það nokkuð notalegt í markinu hjá Ólafsvík og sama má eiginlega segja um Daða Lárusson í markinu hjá Haukum.

Færin voru ekki mikið fleiri í seinni hálfleiknum en Ólafsvíkingar bættu hinsvegar við marki á 66.mínútu og þar var að verki í annað sinn, Björn Pálsson. Nú fékk hann boltann inn í teig, var aftur einn og óvaldaður og skoraði nokkuð auðveldlega.

Haukar náðu aldrei að ógna almennilega að marki gestanna og því sigldu Víkingar öruggum sigri heim. Með sigrinum eru Ólafsvíkingar komnir á topp 1.deildar um stund að minnsta kosti en þetta var hinsvegar fyrsti tapleikur Hauka í 1.deildinni í sumar.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=128256#ixzz1y65e9F4P

16.06.2012 01:24

Knattspyrnunámskeið Víkings


Smelltu á mynd til að sjá stærri

16.06.2012 01:20

Glæsilegur sigur hjá UMFG

Grundfirðingar tóku á móti Þrótti Vogum í kvöld. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram 26. maí en var frestað vegna úrhellis rigningar. Það virtist hafa borgað sig því að indælis veður var í firðinum í kvöld. Við byrjuðum þennan leik ágætlega. Áttum nokkrar fyrirgjafir og skot sem rötuðu ekki í netið. Það var gegn gangi leiksins sem að Þróttarar ná einni skyndisókn á 17 mínútu og koma sér í 0-1. Eftir þetta var einhver skjálfti í okkur því að Þróttarar áttu 2 dauðafæri skömmu eftir fyrsta markið þeirra. Það var svo eftir góða sókn hjá okkur að Heimir Þór nær að koma boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri vængnum og jafnar 1-1. Þetta var á 35 mínútu og liðin skiptust á að sækja eftir þetta. Staðan var því jöfn í hálfleik.Í síðari hálfleik komum við grimmir til leiks og það voru einungis liðnar 2 mínútur af hálfleiknum þegar að Heimir Þór kemur okkur í 2-1 með laglegu marki. Við þetta hresstust Þróttararnir aðeins og á 55 mínútu ná þeir að jafna eftir góða sókn. En eftir þetta jöfnunarmark var eins og allur vindur væri úr gestunum. Heimir Kemur okkur í 3-2 á 61 mínútu með stórglæsilegu marki. Aðeins fimm mínútum síðar tók Petja glæsilega aukaspyrnu og skorar og kemur okkur í 4-2. Þróttarar reyndu að sækja en við náðum að verjast vel. Gríðarleg barátta í okkur í þessum leik. Það var svo á 90 mínútu að Heimir er togaður niður í vítateignum eftir hornspyrnu og dómarinn dæmir víti. Heimir fer á punktinn og fullkomnar fernuna og kemur okkur í 5-2. Þannig var lokastaðan í leiknum og við þennan sigur hífðum við okkur upp í 3 sætið í riðlinum með 6 stig.


Hilmar Orri Jóhannsson spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í dag en hann er einungis 14 og 361 daga gamall. Hann var í byrjunarliðinu og stóð sig með prýði.Frétt af vef UMFG

12.06.2012 11:13

UMFG 6- 0 Snæfell

Grundfirðingar höfðu betur í nágrannaslag


Skessuhorn.is

Snæfell tók á móti nágrönnum sínum úr Grundarfirði í C-riðli þriðju deildar í gærkvöldi. Bæði þessi lið voru á botni C-riðils með ekkert stig en Grundfirðingar höfðu talsvert betri markatölu. Leikurinn þróaðist svo þannig að Grundfirðingar höfðu töluverða yfirburði í leiknum og komust verðskuldað í 1-0 á 22. mínútu. Þar var að verki Sindri Guðbrandur Sigurðsson sem náði að koma boltanum í netið. Aðeins sjö mínútum síðar varð einn Snæfellingurinn svo óheppinn að handleika knöttinn innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Úr henni skoraði Heimir Þór Ásgeirsson örugglega og kom Grundfirðingum í 2-0. Það var svo rétt undir lok fyrri hálfleiks að Anton Jónas Illugason fylgdi eftir góðu skoti Predrag Milosavljevic og skoraði fram hjá markmanni Snæfells og staðan því 3-0 í hálfleik Grundfirðingum í vil.

 

 

 

 

Í seinni hálfleik var sama uppi á teningnum en strax í upphafi hálfleiksins skoraði Sindri Kristjánsson laglegt mark eftir góðan undirbúning Heimis Þórs Ásgeirssonar og kom Grundfirðingum í 4-0. Gestirnir úr Grundarfirði bættu svo við tveimur mörkum á tveimur mínútum þegar að Sindri Kristjánsson skoraði annað mark sitt á 60. mínútu og Predrag Milosavljevic skoraði á 62. mínútu og komu gestunum í 6-0. Lengra komust Grundfirðingar ekki þrátt fyrir að fá þó nokkur færi í viðbót. Grundfirðingar náðu þarna fyrstu stigum sínum í sumar og eru komnir með þrjú stig eftir þrjá leiki. Snæfell situr því eitt á botninum án stiga. Grundfirðingar taka svo á móti Þrótti Vogum næsta föstudag og fá svo Hvíta Riddarann í heimsókn næsta mánudag. Snæfell á leik gegn Kára á Akranesi næsta mánudag í enn einum Vesturlandsslagnum í riðlinum. 


 

02.06.2012 09:25

Tap hjá UMFG og Snæfell í C riðli

C - riðill
Þrír leikir voru í c riðilinum og voru úrslitin nokkurn vegin eftir bókinni. Það væri helst jafntefli Þróttar V og Hvíta Riddarans sem gætu talist óvænt. Víðismenn unnu stórsigur á liði Snæfells og Kári vann torsóttan sigur á liði Grundarfjarðar.


Grundafjörður 1 - 3 Kári
1-0 Predrag Milosavisevic
1-1 Gísli Freyr Brynjarsson
1-2 Gísli Freyr Brynjarsson
1-3 Valdimar K. Sigurðsson

Víðir 16 - 0 Snæfell
Björn Bergmann Vilhjálmsson 4, Róbert Örn Ólafsson 3, Ólafur Ívar Jónsson 2, Tómas Pálmason 2, Magnús Helgi Jakobsson, Björn Ingvar Björnsson, Þorsteinn Ingi Einarsson, Sigurður Elíasson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127403#ixzz1wcuAyLnk

28.05.2012 22:08

Víkingur vann Hött 1-0

Guðmundur Magnússon t.h. skoraði fyrsta markið fyrir Víking. stækka

Guðmundur Magnússon t.h. skoraði fyrsta markið fyrir Víking. mbl.is/Golli

Víkingur og Höttur áttust við í Ólafsvík í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins fyrir Víking á 10. mínútu.

90. mín: Leiknum er lokið. Víkingur Ólafsvík hafði betur 1:0 og fyrsta tap Hattar er staðreynd.

45. mín: Staðan er 1:0 fyrir Víking að loknum fyrri hálfleik. Heimamenn eru yfir og nýliðarnir frá Egilsstöðum eiga það á hættu að þurfa að sætta sig við sitt fyrsta tap í deildinni. 

10. mín: Mark! Staðan er 1:0 fyrir Víking. Guðmundur Magnússon var ekki nema 10 mínútur að koma Ólsurum yfir í leiknum samkvæmt netmiðlinum Úrslit.net. 

28.05.2012 20:56

Enn tapar Snæfell stórt

C-riðill:
Eftir tap í fyrstu umferð tók Hvíti Riddarinn lið Snæfells í kennslustund.

Snæfell 0 - 9 Hvíti Riddarinn
0-1 Kristján Sigurðsson
0-2 Christopher Þ. Anderiman
0-3 Bjarni Þór Kristjánsson
0-4 Kristján Sigurðsson
0-5 Ólafur Karlsson
0-6 Ólafur Karlsson
0-7 Guðbrandur Jóhannesson
0-8 Guðbrandur Jóhannesson
0-9 Haukur Eyþórsson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=127159#ixzz1wCTW4XmY

24.05.2012 07:36

UMFG -Víðir

Við tókum á móti Víði Garði í fyrsta leik okkar á Íslandsmóti KSÍ þetta sumarið. Blíðskaparveður var og aðstæður til knattspyrnuiðkunar með besta móti.

Víði er spáð góðu gengi í sumar og því var búist við erfiðum leik fyrir okkur. Leikurinn byrjaði rólega og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa færi á sér. Það var ekki fyrr en á 40 mínútu að eitthvað fór að gerast. Þá átti Sindri K. góðan sprett inn í teig en var felldur af einum Víðismanninum og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Petja steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1-0 fyrir okkur. Við þetta efldust Víðismenn mikið og aðeins fimm mínútum síðar jöfnuðu þeir metin eftir varnarmistök hjá okkur. Svo þegar það voru komnar þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik fengu Víðismenn vítaspyrnu og skoruðu örugglega úr henni og því var staðan 1-2 í hálfleik.
 
Í síðari hálfleik reyndum við hvað við gátum til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Það var svo á 61 mínútu að Víðismenn komast upp kantinn, eiga fyrirgjöf sem endar á kollinum á einum þeirra og þaðan í netið og staðan orðin 1-3. Við reyndum að pressa en höfðum ekki erindi sem erfiði og því endaði leikurinn 1-3 og Víðismenn fóru með öll stigin úr firðinum í þetta skiptið. Næsti leikur okkar verður á Grundarfjarðarvelli næstkomandi laugardag þegar við tökum á móti Þrótti Vogum.


Fleiri myndir í myndaalbúminu.
Skrifað af Tommi

21.05.2012 16:22

Snæfell og UMFG töpuðu fyrsta leik

Nú er hafin keppni í Íslandsmóti KSÍ í knattspyrnu.
Snæfell og UMFG eru bæði í C - riðli.


C - riðill

Úrslitin í c riðlinum voru alveg eftir bókinni. Þróttur V vann stórsigur á Snæfelli. Víðir vann góðan útisigur á Grundfirðingum og Káramenn unnu einnig góðan útisigur gegn Hvíta Riddaranum.

Snæfell 0 - 12 Þróttur V
Mörk Þróttar: Garðar Ingvar Geirsson 2, Reynir Þór Valsson 2, Arnar Freyr Smárason 2, Gunnar Júlíus Helgason 2, Þórir Rafn Hauksson 2, Hörður Ingþór Harðarson 1, Jón Ingi Skarphéðinsson 1.

Grundarfjörður 1 - 3 Víðir
1-0 Predrag Milosavljevic
1-1 Róbert Örn Ólafsson
1-2 Ólafur Ívar Jónsson
1-3 Jón Gunnar Sæmundsson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=126709#ixzz1vWQP1TC8

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294015
Samtals gestir: 253601
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:01:06