Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

21.08.2012 14:26

UMFG tapaði fyrir Vogum

Tap gegn Þrótti Vogum

Við steinlágum gegn Þrótti Vogum í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 Þrótturum í vil. Þróttarar komust yfir á 13 mínútu en Linta jafnaði úr vítaspyrnu á 25 mínútu. Þróttarar komust svo í 2-1 strax í kjölfarið en Golli jafnaði aftur á 35 mínútu og var staðan því 2-2 þegar að dómarinn flautaði til hálfleiks.Í seinni hálfleik sáu Þróttararnir um markaskorunina því að þeir bættu við tveimur mörkum á 68 og 75 mínútum og áttum við engin svör við skipulögðum leik heimamanna.Ekki er öll von úti því að Kári tapaði sínum leik í kvöld þar sem að Víðir tryggði sig í úrslitakeppnina. Okkar von felst í að vinna báða leikina sem við eigum eftir og vona að Kári misstígi sig í öðrum hvorum leiknum sem þeir eiga eftir.

Það var Davíð Wium sem var á ferðinni með myndavélina og eru fleiri myndir í myndaalbúminu.http://grundarfjordur.123.is/photoalbums/232778/


En nú er það bara spurningin um að tryggja okkur þriðja sætið og þennan aukaleik um síðustu sætin í hinni nýju þriðju deild.

Við mætum Snæfell í Stykkishólmi á þriðjudaginn og tökum svo á móti Hvíta Riddaranum hér heima laugardaginn 25. ágúst.
Skrifað af Tommi

14.08.2012 21:57

Góður sigur á Kára

Við tókum á móti Kára í frábæru veðri í gær. Leiknum, sem átti að vera síðasta föstudag, var sem betur fer frestað því að veðrið hérna á föstudaginn var viðbjóður. Skiltin að fjúka og allt í skralli. 
En aðstæður til knattspyrnu voru frábærar í gær. Við byrjuðum leikinn nokkuð kæruleysislega því að Kára menn áttu DAUÐAfæri snemma leiks eftir klúður hjá okkur í vörninni. En sem betur fer fór það forgörðum hjá þeim. Þeir áttu svo skot í stöng fljótlega eftir það. Danijel kom okkur svo í 1-0 á 22 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.Í seinni hálfleik bætti Petja fljótlega við öðru marki og staðan orðin 2-0 á 51 mínútu. Káramenn fengu svo mjög ódýra vítaspyrnu en Viktor gerði sér lítið fyrir og varði hana og staðan því ennþá vænleg fyrir okkur. Ingólfur átti nokkur góð færi og var virkilega óheppinn að komast ekki á blað. Á 86 mínútu slapp Golli svo í gegn en aftasti varnarmaðurinn tók hann niður og dómarinn dæmdi víti og rak varnarmanninn útaf. Petja tók vítið en markvörður Kára manni varði.

Einum fleiri náðum við að sigla þessu heim og leikurinn endaði 2-0. Við þennan sigur erum við aðeins 3 stigum frá Kára og 4 stigum frá Víði sem eru í fyrsta og öðru sætinu þegar það eru þrír leikir eftir.
Skrifað af Tommi

12.08.2012 11:03

Víkingur áfram efstir þrátt fyrir tap

Tap á heimavelli:(

12. ágúst 2012

 Það voru fínar aðstæður á Ólafsvíkurvelli þegar Víkingur Ólafsvík  fengu Þórsara frá Akureyri í heimsókn, sól og smá vindur.

 

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru bæði liðin frekar varkár í sínum aðgerðum. Leikurinn þróaðist á þann veg að Víkingarnir voru meira með boltann en Þórsararnir beittu hröðum skyndisóknum þegar þeir unnu boltann. Það fór svo að sóknar maður Þórsarar Chkwudi Cijindu náði að skora glæsilegt mark á 28 mín, með föstu skoti utan úr teig. Hann kom á ferðinni og smelltann í fjær hornið.
 

Það var eins og Víkingarnir væru slegnir út af laginu við þetta mark og náði Chkwudi að bæta við öðru marki á 33 mín, og stðan orðin 0-2 fyrir gestunum. Klaufagangur í vörn Víkings.

Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Þór. Það bætti talsvert í vindinn í seinni hálfleik.

Allt annað var að sjá til Víkinganna í seinni hálfleik og réðu þeir lögum og lofum á vellinum og voru talsvert grimmari í öllum sínum aðgerðum. Víkingarnir fengu fjölmörg færi og voru oft nálægt því að skora, en Þórsararnir voru vel skipulagðir og þéttir í sínum varnarleik.
 

Það fór svo að varamaðurinn Torfi Karl Ólafsson náði að koma boltanum yfir marklínuna fyrir Víkingana á 85 mín, þá fóru í hönd æsilegar lokamínútur þar sem Víkingarnir voru ansi nálægt því að jafna metin. En tíminn næði þeim ekki og fór það svo að Þórsara náðu að hirða öll þrjú stigin sem voru í boði. Segja má að framlag Chkwudi Chijindu hafi skilað Þórsurum þessum stigum í hús.

 

Víkingur Ólafsvík

02.08.2012 10:23

Víkings sigur fyrir austan

Guðmundur Bj. Hafþórsson
Umfjöllun: Bitlausir heimamenn engin fyrirstaða fyrir ÓlafsVíkinga
Það var fínasta veður á Egilsstöðum í dag þegar heimamenn í Hetti tóku á móti toppliði Víkings frá Ólafsvík. Fyrir leikinn var Höttur á botni deildarinnar og er því hvert stig mikilvægt fyrir þá í baráttunni um sæti í 1. deild að ári.

Það hafði ekki komið mark á Vilhjálmsvelli síðan 15. júní þegar Höttur skoraði gegn KA nema kannski fyrir utan æfingar.
Það var hinsvegar breyting þar á í dag þegar Guðmundur Steinn fyrirliði Víkings kom þeim yfir eftir 28 mínútna leik. Fram að því þá voru Víkingar aðeins sterkari en bæði lið fengu þó færi því leikurinn var frekar opinn, sem kom mjög á óvart því Hattarmenn hafa legið aftarlega í síðustu leikjum og Víkingar þekktir fyrir að parkera liðsrútunni fyrir framan vítateiginn hjá sér.
Stuttu eftir mark Víkings þá fengu heimamenn algjört dauðafæri þegar Elvar Þór slapp einn í gegn en Einar Hjörleifs varði vel. Svona færi verða botnlið hreinlega að nýta ef ekki á að fara illa þegar líða tekur á septembermánuð.
Víkingar fengu eitt mjög gott færi fyrir hálfleik en Anton varði virkilega vel í markinu eftir að Birkir Pálsson gerði hræðileg mistök í vörn Hattar.

Staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks á velli Vilhjálms þrístökkvara og silfurmanns.

Síðari hálfleikur var algjör eign Ólafsvíkinga þar sem þeir sýndu nýliðum Hattar hvar Davíð keypti ölið. Þó svo að Hattarmenn viti að Davíð Logi kaupir ölið á Símstöðinni þá voru þeir svo langt frá því að eiga séns í Ólafsvíkinga í síðari hálfleik.
Áður en Víkingur komst í 0-2 þá klúðraði Alfreð Már þvílíku færi. En það var Eldar Masic sem kom gestunum yfir á 57. mínútu með skoti úr teignum í autt markið eftir að Anton, ungur markvörður Hattar gerði sig sekan um mistök þegar hann missti boltann eftir fyrirgjöf Ólsara (Benni ólsari hefði kýlt þennan í burtu).
Víkingar stjórnuðu svo leiknum gjörsamlega og náðu að skora þriðja markið áður en dómarinn flautaði til leiksloka og var þar að verki Guðmundur Steinn með sitt annað mark í leiknum. Þegar hann skoraði auðveldlega eftir hornspyrnu.
Eftir þriðja mark Víkings þá gáfust Hattarmenn algjörlega upp og vantaði algjörlega uppá baráttu og vilja. En það voru einmitt baráttan og viljinn sem skilaði Hetti nokkrum stigum í fyrri umferð.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=478#ixzz22NosmaiH

29.07.2012 00:55

Snæfell komið með mark

Snæfell skoraði sitt fyrsta mark í sumar í 5-1 tapi gegn Þrótti Vogum á heimavelli en liðið er nú með markatöluna 1-133 eftir ellefu leiki.

Hlynur Valsson, vallarþulur á KR-velli, skoraði mark Snæfellinga en hann er einn af nokkrum leikmönnum sem liðið fékk til sín frá KV á dögunum.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130552#ixzz21y7C5B4M

29.07.2012 00:51

Grundfirðingar með góðan sigur á Víðir

Grundarfjörður 4 - 1 Víðir
1-0 Danijel Smiljkovic
2-0 Heimir Þór Ásgeirsson
3-0 Predrag Milosavljevic
3-1 Hafsteinn Þór F Friðriksson
4-1 Danijel Smiljkovic

Grundfirðingar eru í eftir leikinn með 18 stig í 3. sæti riðilsins, fjórum stigum á eftir Víðismönnum.


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130488#ixzz21y6MrtMk

29.07.2012 00:47

Víkingur áfram á toppnum í 1 deild


Guðmundur Steinn skoraði bæði mörk Ólafsvíkinga.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ó 2 - 1 Tindastóll:
0-1 Max Toulette ('41)
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('58)
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('84)
Rautt spjald: Edvard Börkur Óttharsson, Tindastóll ('45)

Það var flott fótbolta veður þegar Víkingur Ólafsvík fékk Tindastól í heimsókn. Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og var greinilegt að bæði lið ætluðu sér eitthvað út úr þessum leik. Gestirnir lágu frekar aftarlega á vellinum og beittu skyndisóknum.

Víkingarnir voru frískar fyrstu 25 mínúturnar og reyndu að skapa sér færi. Talsverð töf varð á leiknum seint í fyrri hálfleik þegar þurfti að hlúa að höfuðhöggi sem leikmaður Tindastóls fékk.

Leikmenn Víkings virtust kólna niður við þessa töf og náðu Tindastólsmenn að setja mark á 41 mín, og var þar að verki Max Toulute. Skömmu seinna náði Arnar Sveinn Geirsson að sleppa í gegn en það var brotið á honum og Halldór Breiðfjörð gaf Edvard Berki leikmanni Tindastóls rautt spjald.

Staðan var 0-1 í hálfleik og Tindastólsmenn einum manni færri.

Víkingarnir komu grimmir sem Ljón í seinni hálfleikinn og voru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Það fór svo að þeir náðu að skora með glæsilegum skalla frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 58. mínútu.

Víkingarnir voru ekki hættir og sóttu látlaust og náðu að lokum að knýja fram sigur á 85 mín, og var þar að verki Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem átti einn sinn besta leik á tímabilinu.

Víkingarnir gerðu það sem til þurfti og lönduðu þessum gríðarlega mikilvæga sigri í toppbaráttunni.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=130548#ixzz21y596r3F

23.07.2012 22:09

UMFG vann Hvíta riddarann

Við gerðum góða ferð í Mosfellsbæinn í gær þar sem að við mættum Hvíta Riddaranum. Fyrir leikinn voru þeir með 11 stig og við með 12 stig. Það var því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. Við höfðum töluverða yfirburði í leiknum og komumst verðskuldað yfir á 15 mínútu þegar að Golli slapp innfyrir ok kláraði færið vel. Danijel Smilkovic, nýjasti liðsmaður okkar, átti skot í slá og var óheppinn að skora ekki. Staðan í hálfleik 0-1 okkur í vil.Í síðari hálfleik byrjaði Golli á að bæta við öðru marki og nokkrum mínútum síðar skora þeir sjálfsmark og staðan því orðin 0-3 og allt í blóma.Á 86 mínútu fullkomnar Golli svo þrennuna og kemur okkur í 0-4 og sigurinn nánast í höfn. Þeir ná svo að skora sárabótarmark og leikurinn endaði 1-4 og við því komnir með 15 stig í þriðja sætinu á meðan Hvíti og Þróttur eru í 4-5 sæti með 11 stig.

Fleiri myndir inná albúminu en myndirnar tók Dabbi Wium.
Skrifað af Tommi

23.07.2012 22:06

Sigur hjá Víking geng Fjölni

Glæsilegur sigur á Fjölni í Grafarvoginum

23. júlí 2012
Við gerðum góða ferð í Grafarvoginn þegar við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá 1-2. En fyrir þennan leik var Fjölnir ekki búið að tapa leik. Með sigrinum skelltum við okkur aftur í fyrsta sætið um stund.

Leikurinn var bráðfjörugur og ætluðu bæði lið að fá eitthvað út úr honum. Veðrið var frekar leiðinlegt rok og rigning, en það virtist ekkert trufla leikmenn.

Staðan var 0-0 í hálfleik en snemma í fyrri hálfleik (54 mín) komumst við yfir með marki frá Guðmundi Magnússyni, hann náði að hamra boltann í netið eftir hornspyrnu og barning í markteignum.

Við þetta mark komu Fjölnismenn talsvert framar á völlinn og sóttu stíft á okkur, þeir náðu að jafna á 65 mín, og var þar að verki Ómar Hákonarsson. Hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu.

Þá virtust Fjölnismen ætla að keyra yfir okkur og sóttu hart að okkur. En við náðumk skyndisókn og Arnar Sveinn Geirsson náði glæsilegri stungusendingu inn á Eldar Masic sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða hann í netið.

Sigur í þessum leik var virkilega kær kominn. 
Hægt er að lesa nánar um þennan leik inni á heimasíðu Helga Kristjáns   http://helgik.bloggar.is/
Víkingur Ólafsvík

18.07.2012 19:04

Víkingur tapaði fyrir Víking

2-1 tap gegn nöfnum okkar í Fossvoginum.

18. júlí 2012
Við fórum í heimsókn í Víkina og mættum þar nöfnum okkar úr Víking Reykjavík. Það var ljóst fyrir leikinn að við myndum mæta með þunnskipaðann hóp þar sem nokkrir leikmenn okkar eru að glíma við meiðsli.

Það má segja að þessi leikur hafi verið tvískiptur frá okkar hálfu. Við áttum frekar dapran fyrri hálfleik þar sem við lentum tvö núll undir fljótlega í leiknum. En allt annað var að sjá til okkar í seinni hálfleik þar sem skipulag og barátta var til fyrirmyndar.

En 2-1, tap varð niðurstaðan eftir þessa viðureign. Mark okkar gerði Torfi Karl Ólafsson.

Það var til fyrirmyndar að sjá hvað margir komu í Víkina til að styðja okkur og erum við þakklátir fyrir þennan stuðning.

Núna er mótið hálfnað og allur seinni hlutinn eftir og það er nóg eftir af þessu móti. Næsti leikur er á móti Fjölni í Grafarvogi næst komandi laugardag kl 14:00. 
 
Víkingur Ólafsvík

16.07.2012 15:22

Tap hjá Víking gegn KA

Tap á móti KA á heimavelli.

16. júlí 2012 klukkan 09:17

Víkingur Ó. 0 - 1 KA 
0-1 David Disztl ('54)

Það var hörkuleikur þegar við fengum KA-menn í heimsókn á föstudagskvöldið 13 júlí. 

Leikurinn fór rólega af stað og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Við vorum meira með boltann og náðu við oft að skapa okkur góð færi. Það vantaði oft lítið upp á að við hefðum skorað í fyrrihálfleik. Markvörður KA-manna Sandor Matus átti stórleik og sýndi marg oft í þessum leik meistaratakta á milli stanganna.

En snemma í leiknum skullu Guðmundur Magnússon og leikmaður KA saman og þurfti leikmaður KA að yfirgefa völlinn. Leikurinn tafðist talsvert í fyrri hálfleik vegna þessa atviks. 

Fram að þessu voru við mjög líklegir til að skora en leikurinn datt niður í kjölfarið. Staðan var 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurin fór fjörlega af stað og voru bæði liðin að skapa sér færi. Við vorum meira með boltann, en KA menn beittu skyndisóknum. 

 Það var svo David Disztl sem skoraði mark fyrir KA, eftir að okkur mistókst að hreinsa frá marki. 

Leikurinn var í járnum það sem eftir var, þangað til á 90.mínútu mín að við fengum vítaspyrnu, eftir að Ólafur Hlynur Illugason var feldur í teignum. Edin Beslija tók spyrnuna en vítabaninn Sandor Matus varði glæsilega og leiknum lauk með 0-1 sigri KA. 

 Annað tap okkar á heimavelli í sumar staðreynd. En það þýðir lítið að dvelja við þennan leik því við eigum nokkuð þétta dagskrá framundan. Það er leikur á móti Víking Reykjavík í Fossvoginum núna á þriðjudagskvöldið 17 júlí klukkan 20:00.

Svo eigum við einnig útileik á móti Fjölni í Grafarvoginum laugardaginn 21 júlí klukkan 14:00.

13.07.2012 06:49

Ójafn nágrannaslagur

C-riðill:
Topplið Víðs vann öruggan sigur á Hvíta Riddaranum. Víðir er með 21 stig en Kári sem vann Þrótt Vogum er í öðru sæti með 18. Grundarfjörður hefur 12, Hvíti 11 og Þróttur 10.

Snæfell er á botninum án stiga en liðið hefur nú markatöluna 0-124 eftir aðeins níu leiki! Liðið tapaði 19-0 í grannaslag gegn Grundarfirði. Ingólfur Örn Kristjánsson skoraði átta mörk í leiknum en hann er markvörður Grundarfjarðar en spilaði sem útispilari í þessum leik.

Ingólfur Örn, markvörður Grundarfjarðar, fékk að spila sem sóknarmaður og skoraði átta!
Mynd: Fótbolti.net - Helgi Óttarr Hafsteinsson

Grundarfjörður 19 - 0 Snæfell
1-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
2-0 Heimir Þór Ásgeirsson
3-0 Heimir Þór Ásgeirsson
4-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
5-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
6-0 Heimir Þór Ásgeirsson
7-0 Sindri Guðbrandur Sigurðsson
8-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
9-0 Heimir Þór Ásgeirsson
10-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
11-0 Sindri Guðbrandur Sigurðsson
12-0 Predrag Milosavljevic
13-0 Runólfur Jóhann Kristjánsson
14-0 Ingólfur Örn Kristjánsson
15-0 Heimir Þór Ásgeirsson
16-0 Heimir Þór Ásgeirsson
17-0 Predrag Milosavljevic
18-0 Sindri Kristjánsson
19-0 Ingólfur Örn Kristjánsson

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=129686#ixzz20U19xl00

10.07.2012 05:34

Snæfell og UMFG töpuð sínum leikjum á föstudag

C-riðill:
Víðismenn burstuðu Snæfelli í gær en Víðir er á toppi C-riðils með 18 stig. Kári sem vann Grundarfjörð er í öðru sæti með 15 stig

Þróttur Vogum 1 -1 Hvíti Riddarinn

Kári 3 - 0 Grundarfjörður
1-0 Sigurjón Guðmundsson
2-0 Ísleifur Örn Guðmundsson
3-0 Valdimar K. Sigurðsson

Snæfell 0 - 12 Víðir
Mörk Víðis: Eysteinn Már Guðvarðsson 4, Róbert Örn Ólafsson 3, Sigurður Elíasson, Einar Karl Vilhjálmsson, Björn Bergmann Vilhjálmsson, Ólafur Ívar Jónsson, Georg Kristinn Sigurðsson.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=129376#ixzz20C9daH43

06.07.2012 07:21

Víkingur vann ÍR á útivelli

ÍR - Víkingur Ó    0-1  (0-1)

0-1 Torfi Karl Ólafsson (23.mín)

Það var rjómablíða og flott fótboltaveður í Mjóddinni í kvöld þegar tvö flott fótboltalið mættust í 1.deildinni. Það lá mikið undir, Víkingur  átti möguleika á að taka efsta sætið á Fjölni með því að ná stigi útúr leiknum en ÍR gat dregið verulega á toppliðin með sigri.

Víkingur  hóf þennan leik af krafti og náðu undirtökunum strax. Miðjan var Víkings  Af og til komu færi og nokkur hörkuskot á markið. ÍR ógnaði lítið og komust sjaldan uppá síðasta þriðjung. Einar átti þar af leiðandi náðugan dag. Með meiri einbeitni færunum og kannski meiri heppni átti Víkingur  að leiða eftir fyrri hálfleikinn með meiri mun en einu marki, 2-3 núll hefði ekki verið ósanngjarnt. Það var einhver doði yfir ÍR liðinu í fyrri hálfleik sem þeir náðu úr sér í þeim seinni. En vörnin og miðjan hjá Víking  lokaði á allar sóknaraðgerðir þeirra og má segja færin þeirra hafi ekki komið í þessum leik. En ÍR liðið er þannig lið að þeir geta skyndilega snúið leikjum sér í hag og skorað tvö, þrjú mörk á skömmum tíma. Þess vegna var maður aldrei öruggur um að við værum að vinna þennan leik. Maður átti alltaf von á einhverju slysalegu jöfnunarmarki, bara vegna þess að þetta var ÍR. En sem betur fer fyrir okkur kom aldrei mark frá ÍR í þennan leik og við unnum hann sanngjarnt verð ég að segja miðað við fyrri hálfleikinn. Þessi sigur þýðir það að við erum komnir aleinir í toppsætið og um leið erum við komnir í þá stöðu að allir vilja vinna okkur og ekkert lið kemur lengur með hangandi haus í leikina gegn okkur. Við verðum að gjöra svo vel að mæta af fullum þunga í næstu leiki því annars fer illa.

Á 23.mín. í leiknum vinnur Guðmundur Steinn Hafsteinsson boltann af einum varnarmanna ÍR á þeirra vallarhelmingi. Með varnarmanninn á hælunum nær Guðmundur Steinn að rífa hann af sér með herkjum og senda þessa gullfallegu og rétt tímasettu sendingu innfyrir vörn ÍR og þar kom Torfi Karl Ólafsson á fullri ferð og nær boltanum réttstæður. Hann leikur pínulítið áfram og sendir síðan boltann með jörðinni hægra megin við úthlaupandi markvörð þeirra ÍRinga og í netið. 0-1 fyrir okkur og leikmenn og stuðningsmenn Víkings  fögnuðu innilega. Þetta reyndist eina mark leiksins og Víkingur  komst í 19 stig og vann sinn 6 leik í deildinni í sumar og sinn þriðja útileik. En það er mikið eftir af þessu móti og margir gríðarlega erfiðir leikir.

Markið okkar var það þrettánda í sumar í deildinni. Þessir hafa skorað mörkin okkar:

Eldar Masic                                  2
Edin Beslija                                  2
Guðmundur Steinn Hafsteinsson     2
Guðmundur Magnússon                 2
Björn Pálsson                               2
Arnar Sveinn Geirsson                   1
Alfreð Már Hjaltalín                        1
Torfi Karl Ólafsson                        1

Í fyrri hálfleik áttum við skínandi leik og þá náðu nokkrir leikmenn okkar að spila vel. Ég horfi svoldið til fyrri hálfleiksins og auðvitað alls leiksins þegar ég vel þá þrjá sem mér þóttu skara framúr í kvöld.
Mér fannst Tomasz Luba spila best hjá okkur. Eldar Masic fannst mér spila virkilega vel í fyrri hálfleik og átti miðjuna ásamt sínum meðspilurum á miðjunni. Sá þriðji sem ég vel er Torfi Karl Ólafsson. Hann skoraði sigurmarkið og vegur það þungt í mínu vali og auk þess átti hann fínan leik eftir að hann kom inná þegar Clark Keltie þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

Þess skal getið að það náðist mynd af sigurmarkinu í kvöld. Hún dóttir mín Helga Björg sá um myndatökuna fyrir mig á leiknum og það var ekki af sökum að spyrja að mynd af markinu náðist! Ég mun birta myndina ásamt fleirum úr leiknum á Facebook síðunni minni þegar ég er tilbúinn með þær.

Næsti leikur er á heimavelli gegn KA eftir rúma viku
Af síðu Helga Bjargar

03.07.2012 10:06

Víkingur í toppsæti

Góður Sigur á BÍ/Bolungarvík.


Víkingur Ólafsvík 4 - 0 BÍ/Bolungarvík 
1-0 Arnar Sveinn Geirsson ('25) 
2-0 Edin Beslija ('57, víti) 
3-0 Guðmundur Magnússon ('70) 
4-0 Alfreð Már Hjaltalín ('82) 
Rauð spjöld: Sigurgeir Sveinn Gíslason ('57) (BÍ/Bolungarvík), Helgi Óttarr Hafsteinsson ('57) (Víkingur Ó.)

Það var frábært veður í Ólafsvík á laugardaginn, þegar lið Víkings og BÍ/Bolungarvíkur mættust. Sól og blíða góð mæting á völlinn. 

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og voru þau bæði að þreifa fyrir sér, Víkingarnir meira með boltann en BÍ/Bolungarví varðist vel og beitti skyndisóknum. það var svo á 25. mínútu, sem Arnar Sveinn Geirsson kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir glæsilegan samleik við Eldar Masic. 

Þetta mark breytti leiknum mikið og virtist sem einhver spennan losnaði hjá Víkingunum. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks voru heimamenn mikið sterkari og sköpuðu sér nokkur hættuleg færi. En staðan var 1-0 í hálfleik. 

Seinni hálfleikurinn hófst fjörlega og fengu bæði liðin hættuleg færi. Alexander Veigar Þórarinsson fékk til að mynda dauðafæri eftir fasta fyrirgjöf en skóflaði honum yfir markið af stuttu færi. En á 57. mínútu mín fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að brotið var á Arnari Sveini Geirssyni þegar hann var að sleppa einn í gegn. Sigurgeir Sveinn Gíslason var sá brotlegi og hann fékk að líta rauða spjaldið hjá Gunnari Sverri Gunnarssyni dómara leiksins. 

Þegar átti að taka vítaspyrnuna var einhver barningur á vítateigslínunni og menn að ýta í hvorn annan, og leikmaður BÍ féll við. Dómari leiksins kallaði mennina til sín og gaf þeim sitthvort gult spjaldið. Afmælisbarnið Helgi Óttarr Hafsteinsson fékk þá sitt annað gula spjald og þar með rautt. Jafnt í liðum 10 á móti 10. Edin Beslija skoraði úr vítinu 2-0, fyrir heimamenn. 

Eftir þetta mark virtist sem báráttuhugur BÍ-manna slökkna. Guðmundur Magnússon skoraði svo á 70. mínútu með góðu skoti utan úr teig. Staðan 3-0. Alfreð Már Hjaltalín skoraði svo fjórða markið á 82 mín, eftir að hafa fengið boltann eftir hornspyrnu, kom á ferðinn og lék í átt að vítateig og plantaði honum í fjærhornið í gegnum allan pakkann í teignum. 4-0 verðskuldaður sigur og Ólafsvíkingar geta gengið sáttir frá þessum leik. 


HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22