Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

03.06.2010 10:06

Jafntefli hjá Snægrím

Snægrímur með jafntefli gegn Leikni


2. júní 2010

Sameiginlegt lið Snæfellsness og Skallagríms í 2. flokki Íslandsmótsins í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli þegar Leiknismenn úr Breiðholti komu í heimsókn í Ólafsvík 31. maí sl., en þetta var annar leikur Vesturlandsliðsins í mótinu.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimaliðið þar sem að gestirnir komust yfir strax á fimmtu mínútu. Snægrímur sótti í sig veðrið í seinni hálfleiknum og á 53. mínútu náði Viktor Ingi Jakobsson að jafna leikinn með glæsilegu skoti utan vítateigs, efst í markhornið eftir góða sókn og sendingu frá Þorfinni G. Þorfinnssyni. Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á að sækja og verður jafntefli að teljast sanngjörn úrslit leiksins þrátt fyrir að heimamenn hafi verið baráttuglaðari og sterkari í seinni hlutanum og nær sigri en gestirnir.

 Frétt af skessuhorni

03.06.2010 09:46

Víkingur áfram í 16 liða úrslit í Visabikar

KB - Víkingur Ó. 0 - 1  | Visa bikar

02. júní 2010
Það er lítið eftir... Helgi Óttarr-legi pressar fram.. oooooooooog Þórður Már Gylfason flautar til leiksloka. Víkingar eru komnir í 16 liða úrslit Visa-bikarins.  Gunnar Örn Arnarson þakkar kærlega fyrir sig og óskar Víkingum nær og fjær til hamingju.

Glæsilegur undirbúningur hjá Sindra Sigþórs sem kom boltanum fyrir af mikilli snilld! Edin skallaði svo knöttinn yfir haus og hendur á Val í markinu.

VÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!! 1-0 EDIN BESLIJA AÐ KOMA VÍKINGUM Í 1-0  á 90. mínútu!!

Tekið af síður víkings

30.05.2010 14:51

Víkingur vann Aftureldingu 5 - 0

Víkingar í efsta sæti deildarinnar eftir 5-0 sigur á Aftureldingu.

29. maí 2010

Víkingar sigruðu Aftureldingu í dag með 5 mörkum gegn einu í 3. umferð 2. deildar í knattspyrnu. Mörk leiksins komu öll í fyrri hálfleik en Víkingar höfðu skorað tvisvar á fyrstu fjórum mínútunum. Fyrsta markið skoraði Edin eftir að hafa fylgt eftir skoti Brynjars Gauta og staðan 1-0. Á fjórðu mínútu bætti Heiðar Atli Emilsson við marki eftir glæsilegann undirbúning Þorsteins Más sem kom boltanum af harðfylgi og eftirleikurinn hjá Atla auðveldur.

Á 37. mínútu skoraði Edin sitt annað mark eftir að Eldar hafði skallað knöttinn inn fyrir vörn gestanna og Edin þrumaði boltanum í hornið fjær. 4 mínútum síðar bætti Þorsteinn fjórða markinu við. Helgi Óttarr átti þá skot að marki sem úr varð hin ágætasta sending. Þorsteinn tók boltann niður og setti hann snyrtilega í hornið fram hjá Skarphéðni í marki Aftureldingar.

Víkingar höfðu ekki sagt sitt síðasta í fyrri hálfleik því Heiðar Atli Emilsson bætti við fimmta markinu áður en Valgeir flautaði til hálfleiks. Eldar Masic tók þá hornspyrnu sem Tomasz Luba lagði út í teiginn og Heiðar nelgdi knettinum í netið alveg út við stöng.

Seinni hálfleikur var rólegur og Afturelding kom sterkari til leiks. Hvortugt lið skapaði sér þó hættulegt færi. Afturelding komst þó næst því að skora þegar Arnór Þrastarson vippaði boltanum í slánna á marki Víkings. Þar við sat og Víkingar hirtu stigin þrjú sem í boði voru.

26.05.2010 09:28

3fl kvenna leikjaplan

Sumarið 2010

Leikjaplan 3 fl kvenna í sumar
Leikir sumarsins á Íslandsmótinu. ATH að niðurröðun getur breyst!

3.jún 18:00 3.fl kv Víðir Snæ/Skall Garðsvöllur Rúta
10.jún 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Álftanes Skallagrímsvöllur
24.jún 18:00 3.fl kv Keflavík Snæ/Skall Keflavíkurvöllur
25.jún 18:00 3.fl kv Bik Snæ/Skall Fylkir Ólafsvíkurvöllur
1.júl 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Þróttur V Stykkishólmsvöllur
8.júl 18:00 3.fl kv Haukar Snæ/Skall Ásvellir Rúta
22.júl 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Valur Skallagrímsvöllur
27.júl 18:00 3.fl kv Grótta Snæ/Skall Gróttuvöllur Rúta
6.ágú 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Sindri Skallagrímsvöllur
13.ágú 18:00 3.fl kv Snæ/Skall Njaðrvík Ólafsvíkurvöllur

25.05.2010 10:31

Stórt tap hjá UMFG

6-0 tap

Þá erum við búnir að spila fyrsta leikinn í 3 deildinni og ætli máltækið "fall er fararheill" eigi ekki bara ágætlega við núna. Við vorum gjörsamlega á hælunum allan leikinn fyrir utan c.a. 30 mín í fyrri hálfleik þar sem við náðum að spila ágætlega. Annars var þetta bara lélegt. Reyndar var sigur Stólanna full stór þó að hann hafi verið verðskuldaður. Amk þrjú mörk sem voru eftir algjöran klaufaskap hjá okkur. Nú er bara að girða sig í brók og taka á því í næsta leik sem verður 5. júní næstkomandi.
Myndir fengnar að láni af www.tindastoll.is

Byrjunarliðið:
Viktor í marki
Ingi B í hægri bak
Haddi í vinstri bak
Tryggvi sweeper
Aron og Ragnar miðverðir
Jón Steinar hægri kantur
Axel vinstri kantur
Hrannar og Heimir á miðju
Arnar Dóri frammi

Bekkur:
Tommi
Gulli
Árni Þór
Runni
Hinni K

21.05.2010 09:01

Tindastóll - UMFG á laugardaginn

Tindastóll - Grundarfjörður

Hópurinn fyrir leikinn á móti Tindastól.

Viktor Örn Jóhannsson
Tryggvi Hafsteinsson
Hinrik Konráðsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Tómas Freyr Kristjánsson
Ingi Björn Ingason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Aron Baldursson
Hrannar Már Ásgeirsson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Gunnlaugur Smárason
Árni Þór Björnsson
Jón Steinar Ólafsson
Axel Freyr Eiríksson
Heimir Þór Ásgeirsson

Það eru afgerandi líkur á því að við þurfum að fara á einkabílum.

Þeir sem eru utan hóps er velkomið að koma með okkur og stjórna af línunni, vera sjúkraþjálfarar og þess háttar störf. Látið okkur bara vita sem fyrst.

Stefnt er að því að leggja af stað kl 7:30 á laugardagsmorgun frá Samkaup.

Þessir verða líklega í eldlínunni.

Áfram Grundarfjörður.

19.05.2010 16:29

Víkingur lagði KFS í öskuna

Sigur í öskuslag í Vestmannaeyjum | Visa-bikarinn

19. maí 2010 klukkan 15:56

Víkingar heimsóttu KFS í sannkölluðum öskuslag í Vestmannaeyjum í gær. Flautað var til leiks kl. 19:00 og höfðu okkar menn í Víking ferðast frá því klukkan átta um morguninn. Fyrst var haldið til Þorlákshafnar þar sem Herjólfur sigldi með leikmenn og fylgdarlið yfir á Heimaey. Vel var tekið á móti okkur á Café Kró þar sem liðið fékk að snæða bæði súpu og brauð.

Eftir matinn fór liðið inn á gistiheimilið Heimir þar sem móttökurnar voru ekki síðri. Eftir stuttann fund með þjálfaranum var svo haldið af stað með rútu í búningsaðstöðuna í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og þaðan á völlinn. 

Byrjunarlið Víkigns:

Einar

 

Brynjar K   Tomasz   Artjom   Sindri S.

Fannar   Brynjar G.   Helgi Ó.   Heiðar

Þorsteinn

Aleksandrs

Varamannabekkur Víkings:

Jón Haukur, Edin(70), Eldar(75), Andri(80) og Bega.

Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem Víkingar léku undan sterkum vindi. Víkingar höfðu nær sótt án afláts þegar Sæþór Jóhannesson kom heimamönnum yfir á 10. mínútu. Um var að ræða fyrstu sókn KFS en það verður hins vegar ekki tekið af þeim að hún var vel útfærð og Sæþór kláraði færið af glæsibrag.

Adam var þó ekki lengi í paradís því Aleksandrs jafnaði metin fyrir Víking aðeins 4 mínútum síðar eftir misheppnað útspark hjá markverði heimamanna. Aleks fékk þá boltann á miðjum vallarhelming KFS og smellti boltanum framhjá markverðinum sem var kominn langt út úr markinu.

Á 26. mínútu leiksins kom Þorsteinn Már Ragnarsson okkar mönnum yfir með glæsilegu marki. Þorsteinn fékk þá sendingu og var staðsettur rétt fyrir utan teig gestanna, hrissti af sér varnarmann og smellti boltanum í hornið fjær. Glæsilega gert og Víkingar komnir yfir. Átta mínútum síðar bætti Heiðar Emilsson sem nýverið kom að láni frá Stjörnunni við marki. Heiðar fékk þá sendingu frá Þorsteini sem var kominn í ágætis færi en lagði boltann á Heiðar sem kom boltanum yfir línuna og framhjá markverði KFS.

Víkingarnir komu svo ákveðnir til leiks í síðari hálfleiks og strax á 47. mínútu kom Helgi Óttarr Hafsteinsson okkur í 4-1. Helgi fékk þá boltann fyrir utan teig og nelgdi knettinum viðstöðulaust í netið. Á 63. mínútu minnkuðu heimamenn muninn með marki sem kom langt utan að velli. Þar var að verki Ingólfur Einisson sem hitti boltann afarvel auk þess sem vindurinn jók hraðann á skotinu. Einar náði ekki nægilega góðri fótfestu sem varð til þess að hann rann í skutlunni og boltinn endaði í bláhorninu.

Það var svo Edin Beslija sem innsiglaði sigurinn á 88. mínútu. Markvörður KFS hafði þá varið vel frá Brynjari Gauta, Heiðar náði frákastinu, renndi boltanum á Edin sem setti boltann pollrólegur í autt markið.

Glæsilegur sigur Víkinga í annars erfiðum leik þar sem heimamenn í KFS voru fastir fyrir og ákveðnir í að láta okkar menn hafa fyrir hlutunum. Dregið verður í 3. umferð Visa-bikarins á föstudag og gaman verður að sjá hvaða andstæðinga við fáum enda liðin í Pepsi-deildinni í pottinum.

Myndir og myndbönd frá ferðinni koma inn á síðuna síðar.

18.05.2010 19:38

Fréttir frá umfg

Æfingar

Síðastliðin helgi var gríðarlega erfið. Þjálfarinn lét mannskapinn æfa stíft alla helgina í refsingarskyni fyrir að hafa dottið út úr VISA bikarnum á móti Aftureldingu... Þetta tók gríðarlega á en á móti kemur að vonandi verðum við í betra standi á móti Tindastól um næstu helgi.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá hinum erfiðu æfingum helgarinnar...


Jón Frímann á hlaupum


Viktor hnykklar vöðvanaMyndin af ragnari var tekinn út af siðgæðisnefnd
Hún er áfram til birtingar á vef knattspyrnudeild umfg

Ragnar Smári í tröppuhlaupi


Viggi prófaði nýja aðferð við knattrak

Það gekk mikið á um helgina.

17.05.2010 14:35

Vogabikarinn, 7 manna bolti

Vogabikarinn

Vogabikarinn er nýtt mótt sem Þróttur Vogum kemur til með að halda helgina 5-6 júní fyrir 3 flokk kvenna í 7 manna bolta, og er þetta mót einungis fyrir þau félög sem ekki eru að spila 11 manna bolta.

Verð er 6900 kr og innifalið er Gisting í Stóru Vogaskóla í eina nótt

Laugardagur :

léttar veitingar í hádeginu, vallarnesti og kvöldverður

Sunnudagur :

morgunverður, hádegisverður, vallarnesti og pizzuveisla í lokin.


einnig er frítt í sund.

17.05.2010 08:47

Víkingur - KV 2-1

Sigur gegn KV í fyrsta leik

15. maí 2010
Það var kalt í Ólafsvík í dag þegar Víkingar tóku á móti KV í 1. umferð 2. deildar. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 3. mínútu leiksins komust heimamenn yfir. Þar var að verki Heiðar Emilsson sem kom að láni frá Stjörnunni í undir lok vikunnar. Aleksandrs Cekulajevs komst upp að endamörkum og átti sendingu fyrir sem Daníel Kristinsson markvörður KV varði út í teiginn. Edin Beslija náði þá að vinna skallaeinvígi gegn varnarmönnum gestanna og Heiðar var fyrstur að átta sig á hlutunum og afgreiddi boltann í netið. Strax í kjölfarið á markinu komst Edin Beslija inn fyrir vörn KV en Daníel í markinu var vandanum vaxinn og varði vel og handsamaði boltann.

Heimamenn voru mun atkvæðameiri fyrstu 20-25 mínúturnar í fyrri hálfleik og áttu KV í miklum vandræðum með sóknarleik Víkings. Aleksandrs var nálægt því bæta við marki í tvígang. Fyrst á 21. mínútu þegar hann átti skemmtilegan snúning inn í teig KV og skot sem Daníel í marki KV varði stórglæsilega. Á 26. mínútu komst hann svo inn fyrir vörn gestanna en skot hans fór rétt yfir markið úr þröngu færi.

Um miðbik fyrrihálfleiks komust KV meira inn í leikinn en hættulegasta færi þeirra kom á 30 mínútu. Sóknarmönnum KV tókst þó ekki að nýta sér ágætis færi og skot þeirra var hátt yfir markið. Á 34. mínútu náði Heiðar Emilsson að koma boltanum að öðru sinni í mark KV. Þórður Gylfason dómari leiksins taldi þó að boltinn hafi farið í hönd Heiðars og markið því ekki gilt. Heiðar fékk að launum gult spjald. Svo virtist sem KV hafi vaknað til lífsins eftir þetta atvik því þeir sóttu þeir í sig veðrið. Á 43. mínútu tókst gestunum að jafna metin. Þar var að verki Hreinn Bergs sem lék á Tomasz Luba í vörn Víkinga og renndi boltanum hárfínt framhjá Einari í marki Víkings. Vel gert hjá Hreini sem var sprækasti leikmaður KV í dag.

Síðari hálfleikur var ekki nærri jafn fjörugur og sá fyrri og fátt markvert gerðist fyrstu 15 mínúturnar. Víkingar voru þó líklegri til afreka en gestirnir en hvorugu liðinu tókst að skapa sér afgerandi færi. Það var ekki fyrr en á 67. mínútu sem sigurmark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki fyrirliði Víkinga, Brynjar Gauti Guðjónsson sem fékk boltann við vítateigshornið á vinstra megin. Brynjar rakti boltann meðfram teignum þar til hann hlóð í skotið sem fór í hornið nær og staðan orðin 2-1.

Þremur mínútum síðar komust KV í skyndisókn sem endaði með því að Einar Hjörleifsson varði vel frá sínum eigin varnarmanni. Gestirnir komust upp að endamörkum og föst fyrirgjöf frá hægri endaði í fótunum á varnarmönnum Víkings og boltinn stefndi í markið. Einar var hins vegar fljótur að átta sig og náði að setja fót í boltann og varnarmenn að hreinsa boltanum frá.

Á 73. mínútu hefðu heimamenn svo getað gert útum leikinn en þá fékk Edin Beslija svo fyrirtaksfæri en slakt skot hans fór hvergi nærri markinu. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og Víkingar fóru með sigur af hólmi í baráttuleik í Ólafsvík.

 

14.05.2010 23:26

2 sigrar hjá Snæfellsnes

Tveir leikir fóru fram í Faxaflóamótinu í knattspyrnu á Hellissandi í gær. Þar vann Snæfellsnes, fjórði flokkur kvenna, stórsigur á Gróttu 7-0 og fjórði flokkur karla vann Selfoss 3-2. Markaskorarar fyrir Snæfellsnes voru þeir Óttar Ásbjörnsson, Kristinn Magnús Pétursson og Hilmar Orri Jóhannsson í karlaliðinu og var Elín Ósk Jónasdóttir með tvö mörk í kvennaflokknum og Aldís Ásgeirsdóttir, Gréta Sigurðardóttir, María Rún Eyþórsdóttir, Aníta Sif Pálsdóttir og Guðlaug Íris Jóhannsdóttir síðan með sitt markið hver.

Á meðfylgjandi mynd eru strákarnir í Snæfellsnessliðinu í harðri baráttu við Selfyssinga.

 

12.05.2010 10:47

Grasæfingar að hefjast hjá UMFG

Æfingar

Við erum byrjaðir að æfa á Grundarfjarðarvelli og það er SWEEEET

Æfingaleikur á morgun kl 19:00 á móti 2 flokk Snæfellsnes/Skallagrím samstarfinu. Leikurinn verður spilaður á Hellissandsvelli og þar fá nýjir leikmenn að spreyta sig, sýna sig og sanna.Góðar stundir

11.05.2010 13:23

Grasrótardagur UEFA

Grasrótardagur UEFA - Berfætt í boltaleik

Grasrótardagur UEFA haldinn 19. maí

Þann 19. maí næstkomandi stendur UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) fyrir sérstökum Grasrótardegi (UEFA Grassroots Day).  Dagurinn 19. maí er ekki valinn af tilviljun, heldur er þessi dagur sérstaklega valinn til að tengja verkefnið úrslitaleik Meistaradeildar UEFA, sem fram fer laugardaginn 22. maí.  Með Grasrótardeginum er minnt á að afreksknattspyrna á hæsta þrepi getur ekki þrifist án heilbrigðrar grasrótar í knattspyrnuhreyfingunni. 

Skilaboðin með Grasrótardeginum eru einföld:  Knattspyrna er fyrir alla.  UEFA hefur sett sér það markmið að gera Grasrótardaginn að árlegum viðburði um gjörvalla Evrópu.  Öll 53 aðildarlönd UEFA taka þátt í Grasrótardeginum með ýmsum og jafnvel ólíkum hætti, en öll verkefnin eiga það þó sameiginlegt að einblína á grasrót knattspyrnuíþróttarinnar.

Knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims og á sér engin landamæri.  Hvert sem litið er í heiminum er leikin knattspyrna.  Iðkendur á heimsvísu eru um 300 milljónir, sem gera u.þ.b. 5% allrar flóru mannkyns. KSÍ hefur sett stefnuna á að grasrótarverkefnið í tilefni af Grasrótardeginum hér á landi verði að minna á að ekki eru öll börn heimsins svo lánsöm að geta leikið knattspyrnu í við ásættanlegan aðbúnað eða í viðeigandi skóbúnaði.  Í raun er það þannig að mörg börn eiga ekki einu sinni skóbúnað, hvað þá takkaskó. 

Hugmynd KSÍ gengur út á það að vikuna 17. til 21. maí verði leikin knattspyrna að minnsta kosti einu sinni í íþróttatímum hvers árgangs allra grunnskóla landsins og að börnin sem taka þátt verði þá án skóbúnaðar, þ.e. berfætt, eins og raunin er með svo mörg börn annars staðar í heiminum. 

Vonumst við til að hver og einn skóli taki myndir af framtakinu, birti á heimasíðum sínum og sendi jafnframt myndir og tilkynningu um þátttöku á KSÍ á netfangið ksi@ksi.is og veki þannig athygli á þeirri staðreynd sem að ofan greinir, þ.e. að börn heimsins eru ekki öll svo lánsöm að geta leikið sér við ásættanlegan aðbúnað.

Nánari upplýsingar um Grasrótardag UEFA má finna á www.uefagrassrootsday.com.

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við grasrótarfulltrúa KSÍ, Guðlaug Gunnarsson, í netfangið gudlaugur@ksi.is

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50