Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

15.06.2010 08:53

4fl karla

Á laugardaginn fóru strákarnir í 4fl HSH í langferðarlag austur á Höfn.
Þar spiluðu þeir við Sindra og fór leikurinn 0- 2 fyrir HSH


(Ferðalýsing af bloggsíðu 4 fl.)
Farið verður frá Íþróttahúsinu í Ólafsvík kl.12.00 , komið við í Grundarfirði og vegamótum Vatnaleiðar, síðan ekið sem leið liggur til Hafnar. Gisting verður í skólanum og þurfa drengirnir að hafa með sér svefnpoka og þunnar dýnur eða vindsængur. Þegar komið er austur býður Fiskiðjan Bylgja til pizzuveislu ásamt gosi. Á sunnudeginum er morgunmatur frá 09.00-09.30 á Hótel Höfn og er það einnig í boði Bylgjunnar. Gott væri að drengirnir efðu með sér staðgott nesti á hinni löngu leið á laugardaginn, t.d. ávexti og samlokur eða annað því um líkt. Leikurinn við Sindra er svo á sunnudeginum, tímasetning 12.00 eða 12.30. Að leik loknum verður síðn haldið heim á leið og stoppað til að fá sér að borða, staður óákveðinn. ekki sakar að hafa með sér sundföt.


14.06.2010 15:04

Hnátumót KSÍ 6 fl kvenna

Hnátumót 6fl kvenna mæting :)

Þriðjudaginn 15 Júní
Mæting á Álftanes - íþróttahúsið - kl 15:15.
Við eigum leik kl 16:00
Hlökkum til að sjá ykkur:lol:

13.06.2010 23:00

Snæfellsnes samstarfið, fréttir

Nú er Íslandsmótið í knattspyrnu hafið og á Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi lið í öllum flokkum  karla og kvenna, að 2.fl kv undanskildum, alls 14 lið.

Leikirnir  í sumar hafa verið á þannig að A lið 5.fl ka heimsótti  Víði Garði og vann 1-3 B lið 5.fl ka fór á Ásvelli og tapaði þar fyrir Haukum 2 9-2. Þann 2.júní tók A lið á móti Þrótti Vogum í Ólafsvík og unnu okkar strákar leikinn 18 - 0. 5.fl ka fór á Álftanes  þann 9. Júní og tapaði A lið þar  4 - 2 en B lið 5.fl ka vann 3-5.  Stelpurnar í 5.fl kv eru búnar með einn leik og töpuðu þær á móti Reyni S 4-2.

 Í 4.fl karla og kvenna erum við bæði með 11 og 7 manna lið. 4.fl karla 11m hafa spilað ein leik og unnu þar Ægi 8-1 á Ólafsvíkurvelli. 7 manna liðið er einnig búið með einn leik en þeir töpuðu fyrir Reyni S 2-5. Strákarnir í 11 manna liðinu fara um helgina og spila við Sindra á Höfn en 7 manna liðið á næst leik við Víðir í Garði. Stelpurnar í 4.fl 11 manna eru búnar með 3 leiki. Þær töpuðu á fyrir ÍR vellinum 4-3, unnu Leikni 11 - 1 og gerðu jafntefli við lið Keflavíkur 2-2. Næsti leikur þeirra er við KR þann 13.júní. 7 manna lið 4.fl kv er ekki búið að spila neinn leik á Íslandsmótinu.

 Í 3.fl karla og kvenna ásamt 2.fl karla senda Snæfellsnes og Skallagrímur sameiginleg lið til keppni.

 3.fl karla tók þátt í Vísa bikarnum og tapaði það fyrir liði Grindavíkur 2-4. Á Íslandsmótinu er 3.fl ka búin með 2 leiki gerðu 3-3 jafntefli við lið Hrunamenn og töpuðu 0-2 fyrir liði Leiknis. 3.fl kvenna tekur þátt í Vísabikarnum en hefur enn ekki spilað þar sem liðið sem þær áttu að spila við skráðu sig úr keppni. Þær mæta liði Fylkis þann 25.júní á Ólafsvíkurvelli.  Einn leikur á Íslandsmótinu hefur farið fram og töpuðu þær á Skallagrímsvelli fyrir Álftanesi 2-4.

Lið 2.fl karla tapaði í Vísa bikarnum fyrir sameiginlegu lið Grindavíkur og Njarðvíkur 8-0. Á Íslandsmótinu töpuðu þeir fyrir Gróttu 6-0 en gerðu 1-1 jafntefli við lið Leikni/KB. Þeir mættu svo Aftureldingu og töpuðu fyrir þeim 2-0.

 

13.06.2010 22:33

Faxinn 2010

Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi tók þátt á Faxaflóamótinu í vor. Ekki tókst að klára alla leiki mótsins af margvíslegum ástæðum t.d. öskufalli og vallaraðstæðum. Hér fyrir neðan eru úrslit allra flokka. Nánar um hvern riðil má sjá á heimasíðu KSÍ undir mótamál.

 

7.fl karla

4.sæti A lið C riðli

7.fl kvenna

3.sæti  A lið C riðli

6.fl kvenna

1.sæti  A lið C riðli

6.fl karla

3.sæti A lið E riðli 

1.sæti B lið E riðli

1.sæti C lið E riðli

 

5.fl karla

2.sæti A lið C riðli

3.sæti  B lið C riðli

 

5.fl kvenna

2. sæti  A lið C riðill (eiga eftir að spila einn leik við liðið í 1.sæti )

 

4.fl karla

3.sæti A lið B deild

4.fl kvenna

4.sæti A lið B riðli

3.sæti B liða

3.fl karla Snæfellsnes/Skallagrímur

5.sæti A liða C deild

3.fl kvenna Snæfellsnes/Skallagrímur

3.sæti A lið B riðill

13.06.2010 11:08

Víkingur - Reynir S. 4-4


Leiknum lokið með 4-4 jafntefli í roki og rigningu, þar sem sumar hviðurnar voru hátt í 20 m/sek. Grátlegt að missa þetta niður en það er hægt að nota þetta stig gegn góðu Reynisliði. Það er bara að halda áfram og næsti leikur er í Hafnarfirði gegn ÍH. Liðið er núna taplaust í 15 leikjum í röð í KSÍ mótum. Metið er 23 leikir hjá okkur. Þetta er í 3ja sinn sem Víkingur Ó gerir 4-4 jafntefli á ferlinum. Hin 4-4 jafnteflin komu árið 1983 og Selfossi á heimavelli og árið 1995 gegn Létti á heimavelli.

Lýsing á gangi leiksins á víkingssíðunni

13.06.2010 11:06

Ýmir - UMFG 3-3

Fyrsta stigið

Jæja þá er fyrsta stigið komið í hús eftir mikinn baráttuleik við Ými í Fagralundi.

Byrjunarliði var:
Viktor í marki
Ingi Björn hægri bak
Gulli Smára vinstri bak
Jón Frímann og Aron miðverðir
Tryggvi hægri kantur
Jón Steinar vinstri kantur
Ragnar Smári og Hrannar á miðju
Heimir og Hilmir frammi

Á bekknum sátu:
Arnar Dóri
Tommi
Birkir
Árni Þór
Runni

Við byrjuðum ágætlega og vorum að pressa svolítið upp völlinn. Vorum að skapa okkur ágætis færi en á 12 mínútu sleppa Ýmis menn í gegnum vörnina og ná að setja fyrsta markið. Rangstöðulykt segja sumir en látum það kyrrt liggja.
Við reynum bara að halda haus og halda áfram. Heimir Þór á mjög gott skot sem markvörðurinn nær að verja naumlega.
Á 29 mín. eiga Ýmismenn hornspyrnu. Boltinn skoppar fram hjá 3 varnarmönnum sem ná samt ekki að hreinsa hann burt og Ýmismenn ná að setja boltann í netið. Þannig var staðan í hálfleik... semsagt 2-0 fyrir Ými.

Í seinni hálfleik er ekkert annað að gera en að reyna að halda áfram en á 55 mín verður Jón Frímann fyrir því óláni að skora sjálfsmark og útlitið orðið dökkt fyrir okkar menn.

En það var lítið annað að gera en að halda áfram að pressa. Arnar Dóri kom inn fyrir Jón Steinar og átti góða spretti. Á 80 mínútu sleppur Hilmir inn fyrir vörnina, leikur á markvörðinn sem fellir hann innan vítateigs og dómarinn dæmir vítaspyrnu.
Hilmir stígur á punktinn og skorar og minnkar muninn í 3-1.
Á 84 mín fær Hrannar Már sitt annað gula spjald og er sendur í sturtu og við því einum færri. Við það eflumst við bara og Runni kemur inn fyrir Hilmir og á 89 mín. sleppur hann innfyrir vörnina og markvörðurinn fellir hann þegar hann fer framhjá honum.
Dómarinn dæmir annað víti og Heimir Þór stígur á punktinn og skorar af miklu öryggi og staðan orðin 3-2 og lítið eftir.
Þá er allt lagt í sóknina og á 92 mín. fáum við aukaspyrnu á vinstri kantinum við vítateigshornið. Allir leikmenn Grundarfjarðar hrúga sér inní teig nema Viktor og Birkir sem sat aftur. Tryggvi kemur með boltann inn þar sem að Ragnar Smári skallar hann fyrir markið og eftir eitthvað smá hnoð nær Jón Frímann að kvitta fyrir sjálfsmarkið með því að koma tuðrunni yfir línuna og jafnar metin 3-3.
Mikil dramatík og leikmenn Grundarfjarðar fögnuðu gríðarlega mikið. Ýmismenn tóku miðju og í því flautaði dómarinn til leiksloka.

Fyrsta stigið staðreynd og þetta er mikið baráttustig sem er gott veganesti í næsta leik sem er heimaleikur á móti Skallagrím.


Hilmir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grundarfjörð.


Heimir Þór settann úr vítaspyrnu.


Jón Frímann setti tvö í dag, eitt í hvort mark.

12.06.2010 11:37

Álftanes - HSH 5fl karla

Íslandsmót - 5. flokkur karla A-lið C riðill og 5. flokkur karla B-lið C riðill

Á miðvikudaginn fór strákarnir í 5fl HSH og kepptu við Álftanes á Bessastaðavelli

Leikurinn A - liða  fór 4- 2 fyrir Álftanes.
en hjá B - liðinu fór 3 - 5 fyrir HSH

12.06.2010 10:53

HSH 4 fl kvenna - KR á mánudag

Leikur við KR á mánudag kl 17:00 á KR vellinum. Mæting kl 16:00 í KR heimilið
Þær sem eiga að mæta eru:
Azra
Irma
Gestheiður
Lovísa
Rakel
Aníta
Sigrún
Thelma
Guðlaug Íris
Viktoría
Agnes
Andrea
Elín
Hekla
Anna Kara

Rútan fer en það vantar bílstjóra;)

Það er 7 manna leikur á miðvikudag í Ólafsvík ég læt ykkur vita á sunnudag/mánudag hverja eiga að mæta í þann leik.
Staðfestið mætingu í KR leikinn!
Ég geri ekki ráð fyrir að vera í tölvusambandi um helgina þannig að ef þið komist ekki í KR leikinn væri gott að fá símtal;) 8638095

Sumarboltakveðja
Addi

12.06.2010 10:45

Íslandsmót - 3. flokkur kvenna 7 A riðill

Íslandsmót - 3. flokkur kvenna 7 A riðill

Á fimmtudaginn 10 júní spiluðu stúlkurnar í Snægrím við Álftanes á Skallagrímsvelli.

Leikurinn fór 2 - 4 fyrir Álftanes.

Næsti leikur hjá 3 fl er 24 júní er útileikur við Keflavík og hefst hann kl. 18.00

12.06.2010 10:43

Víkingur - Reynir S

Víkingar fá Reyni S. í heimsókn á laugardag


                

Í 5. umferð 2. deildar karla fá Víkingar Reynismenn frá Sandgerði í heimsókn en leikurinn verður háður á Ólafsvíkurvelli nú á laugardaginn. Leikurinn hefst á slaginu 14:00 en búast má við hörkuleik tveggja skemmtilegra liða sem hafa skorað flest mörk í deildinni það sem af er. Báðum liðum er spáð velgengni í sumar og er þeim t.a.m. spáð fyrsta og öðru sæti í spá fótbolta.net. Víkingar eru enn ósigraðir og eru sem stendur í 2-3. sæti á meðan gestirnir frá Sandgerði hafa unnið tvo leiki og tapað jafn mörgum sem skilar þeim 6 stigum og 5 sæti deildarinnar. Báðir ósigrar þeirra hafa komið á útivelli, sá fyrri gegn Hvöt á Blönduósi en sá síðari gegn Hetti frá Egilsstöðum. Varnarleikur Reynismanna virðist ekki vera að smella en liðið hefur fengið á sig 9 mörk í fyrstu fjórum leikjum mótsins.

Reynismenn hafa líkt og Víkingar gengið gegnum miklar breytingar frá því í fyrra en liðið missti alls 9 leikmenn en að sama skapi fékk liðið 11 nýja til liðs við sig. Tomasz Luba sem mun spila í blárri treyju á laugardaginn mun mæta sínum gömlu félögum en hann var einn af lykilleikmönnum í liði gestanna á síðasta tímabili. Tomasz var valinn í lið ársins 2009 af fotbolta.net og því ljóst að hann skilur eftir sig stórt skarð í vörn Suðurnesjamanna. Hraður sóknarleikur hefur hins vegar verið aðal vopn gestanna og verður það því ærið verkefni okkar manna brjóta sóknarlotur gestanna á bak aftur.

12.06.2010 10:41

Ýmir - Grundarfjörður

Ýmir og Grundarfjörður eigast við í dag, laugardaginn 12 júní kl 12:00 í Fagralundi.

Hópurinn fyrir leikinn:

Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Árni Þór Björnsson
Birkir Freyr Baldursson
Gunnlaugur Smárason
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hrannar Már Ásgeirsson
Ingi Björn Ingason
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Tómas Freyr Kristjánsson
Tryggvi Hafsteinsson
Viktor Örn Jóhannsson

Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson verður fitness þjálfari og það er pláss á skýrslu ef fleiri vilja leggja okkur lið.

Svo er bara að taka á því.

10.06.2010 15:07

Ekki til Grundarfjarðar

Ný frétt

Rafa Benitez tekinn við Inter... þar með lauk þessum eilífu vangaveltum um að Benitez væri að fara að taka við Grundarfirði. Það kvisaðist út meðal fréttamiðla að Benitez hefði lýst yfir áhuga á að þjálfa Grundarfjörð en því var ávallt neitað. Grundfirðingar eru í nógu slæmum málum fyrir án þess að geðstirður spanjóli með kleinuhring færi að fokka meira í því. Nú geta Tómas Freyr Kristjánsson, Tryggvi Hafsteinsson , Jón Frímann og félagar haldið sínu striki óáreittir af fréttamiðlum.


10.06.2010 08:48

4 fl karla Hornafjarðarferð


Ferð á Hornafjörð 12.-13.júní

Ágætu félagar,

Farið verður frá Íþróttahúsinu í Ólafsvík kl.12.00 , komið við í Grundarfirði og vegamótum Vatnaleiðar, síðan ekið sem leið liggur til Hafnar. Gisting verður í skólanum og þurfa drengirnir að hafa með sér svefnpoka og þunnar dýnur eða vindsængur. Þegar komið er austur býður Fiskiðjan Bylgja til pizzuveislu ásamt gosi. Á sunnudeginum er morgunmatur frá 09.00-09.30 á Hótel Höfn og er það einnig í boði Bylgjunnar. Gott væri að drengirnir efðu með sér staðgott nesti á hinni löngu leið á laugardaginn, t.d. ávexti og samlokur eða annað því um líkt. Leikurinn við Sindra er svo á sunnudeginum, tímasetning 12.00 eða 12.30. Að leik loknum verður síðn haldið heim á leið og stoppað til að fá sér að borða, staður óákveðinn. ekki sakar að hafa með sér sundföt.

Kveðja Bubbi.

Fararstjórar verða Stebbi Fera og Pétur í Stykkishólmi
 P.S. rútugjald er eins og vanalega 2000kr.

10.06.2010 08:42

Fréttir frá umfg

Mæting á æfingar hefur dottið niður hjá okkur. Við þurfum að gera eitthvað í því. Við þurfum að grafa djúpt og finna ástæðu þess að menn eru hættir að mæta. Eru menn að vinna? Eru æfingarnar of snemma? Eru menn enn að jafna sig eftir leikinn á laugardaginn?
Hverjar sem ástæðurnar eru þá þurfum við að hreyfa okkur meira. Það sást glögglega í leiknum síðasta laugardag að menn voru varla í formi til að klára heilan leik. Það vantar ekki mikið uppá formið en það vantar samt eitthvað. Nú verðum við hver og einn að líta í eigin barm og spyrja "hvað ætla ég að gera í þessu?"


Strax á þessum tímapunkti var Tryggvi orðinn þreyttur... enda búinn að hlaupa alla leið úr búningsklefanum.


Þessum fannst gott að hvíla sig.


Meira að segja fyrirliðinn þurfti að leggja sig í miðjum leik.

Nú verðum við að taka á því og byrjum í dag.

09.06.2010 08:09

Ejup fékk 1 leikja bann

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í gær líkt og alltaf á þriðjudögum. Alls voru 23 leikmenn í meistaraflokki úrskurðaðir í bann en einhverjir hafa þó þegar tekið út sína refsingu.


2.deild karla:
Sveinn Vilhjálmsson (Reynir Sandgerði)
Garðar Eðvaldsson (Víðir)
Ejub Purisev (Þjálfari Víkings Ó.)
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=92525#ixzz0qLE8qkhZ

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24
Flettingar í dag: 2007
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292480
Samtals gestir: 253527
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 10:42:24