Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

29.06.2010 07:32

Tap gegn Létti

Það gengur lítið upp hjá okkur þessa dagana. Leikurinn gegn Létti var ekki áfallalaus. Við vorum í tómu tjóni til að byrja með. Lentum 3-0 undir eftir c.a. 20 mín leik. Svo lendir Tryggvi í slæmum meiðslum og þarf að fara uppá slysó og verður frá út sumarið. Skömmu eftir það er svo Hrannar rekinn útaf með beint rautt spjald sem hefði alveg getað verið gult. Þannig var það að við fengum 1 mark í viðbót á okkur fyrir hálfleikinn og vorum 4-0 undir í hálfleik.

Í seinnihálfleik gerðum við smá breytingar og vorum talsvert líflegri í honum. Náðum að minnka muninn í 4-2 með góðum mörkum frá Semek og Arnari Dóra en lengra komumst við ekki og Léttir náði að setja eitt í viðbót undir lokin. Leikurinn endaði 5-2 og nú er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn.

Nú eru 3 heimaleikir í röð og nú er málið að ná í einhver stig. Við eigum Augnablik hérna heima föstudaginn 2 júlí kl 20:00, svo kemur topplið Tindastóls í heimsókn þann 10 júlí kl 14:00 og svo er það Léttir aftur sem verður á föstudagskvöldinu á Góðri Stund þann 23 júlí.


Þessir menn eru líklega úr leik í næstu leikjum.

26.06.2010 18:53

Víkingur á toppi 2 deildar

Víkingar tóku á móti Hvöt í hörkuspennandi leik í eindæma veðurblíðu á Ólafsvíkurvelli í dag. Víkingar voru fyrir leikinn í toppsæti deildarinnar með 14 stig en gestirnir frá Blönduósi í því fjórða með 11. Það mátti því búast við hörku leik sem og raunin var. 

Leikurinn fór 3-2 fyrir Víking í hörku leik.
Lýsing á gangi leiksins er á víkingssíðunni.

 
Beslija í baráttunni.

Þorsteinn reynir að ná knöttinum

Einar er ekki fjarri því að verja víti Jóns Kára Eldon

Okkar menn kampakátir í leiks lok.

Brynjar Kristmunds tryggði okkur sigurinn úr vítaspyrnu.

Í leikslok.


26.06.2010 16:25

Léttir - UMFG 5-2

Föstudaginn 25. júní kl 20:00 mættust Grundarfjörður  og Léttir í Breiðholtinu á ÍR vellinum
Leikurinn fór 5 - 2 fyrir Létti.

Ekki góður dagur hjá Viktor markmanni sem þurfti að sækja boltann of oft á afmælisdaginn
 Lið Grundarfjarðar var þannig skipað

Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Birkir Freyr Baldursson
Gunnlaugur Smárason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hrannar Már Ásgeirsson
Ingi Björn Ingason
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Tómas Freyr Kristjánsson
Tryggvi Hafsteinsson
Viktor Örn Jóhannsson

24.06.2010 08:22

Víkingur í 8 liða úrslit

Í gær spiluðu Víkingur og KFF í 32 liða úrslitum Vísabikarsins
Góð lýsing á gang leiksins er á síðu Víkings

Leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna sem tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikarsins í fyrsta skipti í sögu félagsins. Leikurinn var fjörugur og hefðu Víkingar hæglega getað sett fleiri mörk þar sem þeir áttu hættulegri færi en Srdjan marki Fjarðabyggðar var hreint út sagt frábær og kom í veg fyrir að sigur heimamanna yrði stærri.

23.06.2010 08:54

Tap fyrir Sköllunum

Grundarfjörður og Skallagrímur áttust við í gærkvöldi í hörku leik á Grundarfjarðarvelli. Þar fóru Skallarnir með 3 óverðskulduð stig heim með sér. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og ætluðu bæði lið sér stigin 3. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og staðan var 0-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.

Í seinni hálfleik var einum leikmanni Skallagríms vikið af leikvelli fyrir seinna gula spjaldið. Eftir það sóttu Grundfirðingar án afláts en ekkert gekk upp við markið. Skallagrímur komst í eina skyndisókn í öllum seinnihálfleik og því miður fyrir okkur skoruðu þeir úr sínu eina færi. Grundfirðingar lögðu allt í sóknina en voru virkilega óheppnir að fá ekkert útúr þessum leik. Lokastaða 0-1 og það voru þung skref upp tröppurnar í búningsklefann.

Jón Pétur tók einhverjar myndir en það á eftir að setja þær inn og verður það gert við fyrsta tækifæri.

Næsti leikur er á föstudaginn við Létti á ÍR velli. Við verðum bara að taka á því þar.

21.06.2010 15:09

Frábær árangur á Smábæjarleikunum

Fótboltamstarfið á Snæfellsnesi fór með þrjú lið á Smábæjarleikana á Blönduósi um síðustu helgi og var árangur þeirra mjög góður. 10 stelpur út 4.fl mættu á svæðið þær töpuðu fyrsta leiknum, unnu næstu fjóra og gerðu eitt jafntefli í lokin. Þær enduðu í 2.sæti á mótinu.  6.fl kv mætti með 11 leikmenn þær unnu alla sína leikir nema einn. Gerðu jafntefli við lið Hattar í síðasta leiknum en það dugði þeim til þess að verða í 1.sæti á mótinu. Þjálfari 4. og 6. fl var Arnar Guðlaugson.

Átta krakkar, 5 stelpur og 3 strákar, úr 7.fl tóku einnig þátt þau höfnuðu í einum af neðstu sætunum en stóðu sig vel og börðust alveg fram á síðustu mínútu. Gaman var að sjá hversu mikið þau elfdust við hvern leik. Ragnhildur Kristjánsdóttir þjálfari þeirra var ánægð með sitt lið og vonar að á næstu samæfinu verði góð mæting af öllu nesinu.

Þökkum Hvöt fyrir gott mót.

21.06.2010 13:39

SnæGrímur 2fl í baráttunni

2.flokkur í baráttunni

Sameiginlegt lið Skallagríms og Snæfellinga lék sinn fjórða leik á Íslandsmóti í gær gegn sameiginlegu liði Fjarðarbyggðar, Leiknis Fáskrúðsfirði og Hugins frá Seyðisfirði. Mikið er um það  nú um stundir að smærri staðir sameinist um lið og er það ungum leikmönnum og knattspyrnunni í landinu í hag.

Leikurinn hófst fjörlega og Austanmenn sóttu töluvert fyrstu mínúturnar og uppskáru mark eftir laglegt spil upp vinstri kantinn strax á 7. mínútu. Vestlendingar brögguðust töluvert strax eftir það og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Ólafur Hlynur Illugason eftir hornspyrnu. Vestanmenn áttu meira í hálfleiknum eftir markið, enda með nokkurn vind í bakið. Seint í hálfleiknum átti Viktor Ingi Jakobsson hörkuskot sem markvörðurinn varði og Andri Freyr Hafsteinsson fylgdi á eftir og fékk dauðafæri en hitti ekki rammann. Fór það svo að leikar stóðu jafnir í hálfleik.

Búast mátti við erfiðum róðri í síðari hálfleik en fyrrnefndum vindi hafði síður en svo lægt og nýttu FLH sér það til fullnustu. Þeir pressuðu grimmt á okkar menn en án þess að fá opin færi. Vörnin hélt allt þar til á 70. mínútu að Austfirðingar skoruðu með skalla eftir hornspyrnu. Okkar menn náðu aðeins að komast út úr skelinni og náðu nokkrum ágætum sóknum án þess að komast í dauðafæri en á 84. mínútu gerðu Austfirðingar út um leikinn með laglegu marki. Góð barátta og á köflum, sérstaklega í fyrri hálfleik, ágætt spil dugði ekki til að landa stigi eða stigum að þessu sinni enda Austfirðingar í toppbaráttu riðilsins og með mjög sterkt lið. Næsti leikur verður síðan í Stykkishólmi næstkomandi sunnudag, gegn öðru sameinuðu liði, að þessu sinni Tindastóll, Hvöt, Leiftur og KS.

Liðið: Jón Haukur Hilmarsson (Birgir Elís Traustason 1.), Alfreð Már Hjaltalín, Ólafur Hlynur Illugason, Anton Illugason, Ísak Jakob Hafþórsson, Dominik Bajda, Viktor Ingi Jakobsson (Haraldur Andri Stefánsson, 87.) Andri Freyr Hafsteinsson, Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson, Sindri Hrafn Friðþjófsson, Viggó Pétur Pétursson.

21.06.2010 08:52

Grundarfjörður - Skallagrímur

Í kvöld kl 20:00 tekur Grundarfjörður á móti Skallagrím á Grundarfjarðarvelli. Sannkallaður vesturlandsslagur hér á ferð.Hópurinn fyrir leikinn er:

Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Árni Þór Björnsson
Elínbergur Sveinsson
Gunnlaugur Smárason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hinrik Konráðsson
Ingi Björn Ingason
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Tómas Freyr Kristjánsson
Tryggvi Hafsteinsson
Viktor Örn Jóhannsson

Nú hvetjum við alla til að mæta á Grundarfjarðarvöll og styðja við bakið á okkur.

20.06.2010 14:26

Víkingur vann ÍH 0-1

0-1 sigur gegn ÍH í baráttu leik

19. júní 2010 klukkan 13:34
Víkingar gerðu góða ferð á Ásvelli í gær þar sem liðið vann 0-1 sigur gegn ÍH í miklum baráttu leik. Heimamenn voru þéttir fyrir í vörninni og vörðust aftarlega á vellinum á mörgum mönnum. Það kom þó ekki á óvart þar sem liðið hefur í undanförnum leikjum fengið á sig mörg mörk. Okkar menn voru þó þolinmóðir og reyndu hvað þeir gátu til að splundra vörn ÍH. Það tókst þó ekki fyrr en á 85. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson fyrirliði liðsins skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning sambýlismanns síns og nafna Brynjars Kristmundssonar.

Sigurinn var afar þýðingarmikill þar sem síðustu tveir leikir enduðu með jafntefli eftir að við höfðum verið með forystu. Ejub og strákarnir voru kampakátir í leikslok en viðtal við Ejub á fotbolti.net má sjá með því að smella hér.

Víkingar komust með þessum sigri á topp deildarinnar með 14 stig en Höttur og BÍ/Bolungarvík eiga leik til góða. Hattar-menn eiga leik gegn Hamar frá Hveragerði í dag og BÍ/Bolungarvík taka á móti Aftureldingu á Bolungarvík.

18.06.2010 11:28

Víkingur - ÍH í kvöld

Víkingar heimsækja ÍH í kvöld


 

Víkingar munu í dag heimsækja ÍH að Ásvöllum þar sem liðin eigast við í 6. umferð 2. deildar karla. Víkingar hafa hikstað lítillega í síðustu tveimur leikjum og má búast við að þeir mæti ákveðnir til leiks í Hafnarfjörðinn í kvöld. Eftir jafntefli við fyrst Völsung og svo Reyni í síðustu umferð eru Víkingar í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig en liðin á toppnum hafa bæði 13.

 

Með sigri í kvöld og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum geta Víkingar komist í 1. sæti deildarinnar og því að miklu að keppa. ÍH hefur ekki farið vel af stað í sumar og situr sem stendur í 11 sæti en þrátt fyrir dapurt gengi má búast við erfiðum leik í kvöld. Hafnfirðingarnir leika á gervigrasi en þar kom einmitt eini sigur liðsins í sumar, gegn Hvöt í annarri umferð.

 

Miklar breytingar hafa orðið á liði ÍH frá því á síðustu leiktíð og ætla má að þeir séu enn að finna rétta taktinn. Í fyrra spilaði liðið undir formerkjum ÍH/HV en því samstarfi lauk í lok árs 2009. ÍH/HV endaði í 6. sæti og var varnarleikur liðsins einn af þeirra aðal akkilesarhælum þar sem liðið fékk á sig næst flest mörk í deildinni, alls 47. Það sem af er móts í ár hefur liðið fengið á sig 12 mörk og aðeins einu sinni náð að halda markinu hreinu. Ólíkt Víkingum þá hefur ÍH gengið illa að skora en liðið hefur einungis náð að koma knettinum þrisvar í net andstæðinganna í sumar.

16.06.2010 07:37

HSH - Reynir Sandgerði 2 leikir í dag

2 leikir í dag á Ólafsvíkurvelli,

4fl kvenna spilar við Reyni Sandgerði kl. 16.00


og í 5fl kvenna mætast svo sömu lið kl 17.00

Snæfellingar hvattir til að mæta og styðja stúlkurnar16.06.2010 07:31

Hrannar Már í 1 leiks bann


Á fundi Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ 15.6.2010 var


Hrannar Már Ásgeirsson         - Meistaraflokkur karla -

úrskurðaður í 1 leiks bann vegna brottvísunar 12.06.2010.                          Aga-og úrskurðanefnd KSÍ


Já hann Hrannar okkar missir því miður af næsta leik.

15.06.2010 10:38

2 fl karla SnæGrímur

Þriðjudaginn 8 júní spiluðu strákarnir í SnæGrím við Aftureldingu á Varmárvelli

Leikurinn fór 2-0 fyrir Aftureldingu.HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10