Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

17.07.2010 10:07

Víkingar fara í Hafnarfjörð í 4 liða úrslitum

Dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

VISA bikarinn - Ólafsvíkingar heimsækja Íslandsmeistarana

1. deildarlið ÍBV tekur á móti Stjörnunni hjá konunum


Á þriðjudag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Hjá konunum fá Íslands- og bikarmeistarar Vals Þór/KA í heimsókn og ÍBV tekur á móti Stjörnunni.  Hjá körlunum verður Reykjavíkurslagur í Vesturbænum þegar KR tekur á móti Fram og Íslandsmeistarar FH taka á móti 2. deildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Undanúrslitin í VISA bikar kvenna fara fram laugardaginn 24. júlí en hjá körlunum verður leikið 28. og 29. júlí.

Dregið í 
undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

Dregið í undanúrslitum
 VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

Dregið í 
undanúrslitum VISA bikars karla og kvenna 13. júlí 2010

17.07.2010 09:47

Brynjar og Brynjar framlengja

Brynjar Gauti Guðjónsson fyrirliði Víkings hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2011. Brynjar hefur verið að spila frábærlega í sumar bæði í stöðu miðvarðar og miðjumans. Í þeim 14 leikjum sem Brynjar hefur spilað í sumar hefur hann skorað þrjú mörk. Brynjar hóf feril sinn með meistarflokki aðeins 15 ára gamall og hefur síðan þá leikið 48 leiki fyrir félagið í deildar- og bikarkeppni.

"Það er mjög ánægjulegt að vera búinn að semja við mitt uppeldisfélag. Samstarf mitt við klúbbinn hefur verið gott og því engin ástæða til að vera breyta til á miðju tímabili. Ég mun klára þetta tímabil og svo verða málin skoðuð í haust" . Sagði Brynjar Gauti Guðjónsson í samtali við vikingurol.is


Brynjar Kristmundsson skrifaði í gær undir framlengingu á samning sínum við Víking Ólafsvík og mun því vera samningsbundin félaginu til ársins 2011. Brynjar sem löngum hefur spilað sem hægri kantmaður hefur verið að finna sig vel í nýrri stöðu sem hægri bakvörður. Brynjar hefur spilað alla leiki liðsins í sumar eða alls 16 og skorað eitt mark.

Frá árinu 2007 hefur Brynjar komið við sögu í 47 deildarleikjum og skorað 5 mörk. Brynjar hóf ungur að árum að spila með meistaraflokki en hann var aðeins 15 þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í 1. deild.
17.07.2010 09:46

Víkingur - BÍ jafnt

Jafntefli í toppslag 11. umferðar

15, júlí
Það var sannkallaður toppslagur á Ólafsvíkurvelli í kvöld þegar heimamenn í Víking sem sitja á toppi 2. deildar tóku á móti BÍ/Bolungarvík sem var í öðru sæti. Úrvals knattspyrnuveður var í Ólafsvík og völlurinn skartaði sínu fegursta.

Það verður þó seint sagt að leikurinn hafi verið mikil skemmtun fyrir áhorfendur en fyrri hálfleikur var þó skárri en sá síðari. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en heimamenn pressuðu ofarlega á vellinum á meðan gestirnir freistuðu þess að beita skyndisóknum. Hættulegustu færi beggja liða komu upp úr föstum leikatriðum en þannig kom einmitt fyrsta mark leiksins.

Á 31. mínútu leiksins braut fyrrum Víkingurinn Dalibor Nedic á Edin Beslija rétt fyrir utan vítateigshorn gestanna. Edin tók spyrnuna sjálfur og læddi boltanum á Tomasz Luba sem var einn á auðum sjó og setti boltann snyrtilega framhjá Róberti Óskarssyni í marki BÍ/Bolungarvík.

Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks fyrir utan nokkur hálffæri af hálfu beggja liða og 1-0 forysta heimamanna í hálfleik verðskulduð.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað líkt og sá fyrri. Á 51. Mínútu átti Edin Beslija hörku skot að marki sem Róbert í marki BÍ/Bolungarvíkur varði vel. Róbert var fljótur að koma boltanum í leik og gestirnir brunuðu í sókn. Víkingum mistókst í tvígang að brjóta sóknina á bak aftur og að lokum barst boltinn til Gunnars Elíassonar sem var einn á auðum sjó og afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Einari í markinu hjá Víking.

Eftir markið hresstust Vestfirðingarnir enn meira og voru nálægt því að komast yfir á 54. mínútu en Einar var vel á verði í markinu og varði af stuttu færi. Boltinn barst út í teiginn eftir fyrirgjöf frá markaskorara gestanna en sóknarmönnum BÍ/Bolungarvík tókst ekki að koma boltanum framhjá Einari í markinu.

Líkt og í fyrri hálfleik einkenndist sá seinni á mikilli baráttu beggja liða en þegar líða tók á leikinn var sem bæði lið væru sátt með 1 stig. Liðin voru ekki tilbúin að taka þá áhættu sem þurfti til að landa stigunum þremur og voru Víkingar orðnir mjög þreyttir undir lokin og ljóst að bikar-leikurinn gegn Stjörnunni var farinn að segja til sín.

Leiknum lauk því með jafntefli tveggja efstu liða deildarinnar og staðan á toppnum því óbreytt. Víkingar fara í 27 stig á meðan gestirnir frá Vestfjörðum fara í 23.

13.07.2010 08:48

Víkingur áfram í 4 liða úrslit

Víkingur Ólafsvík áfram í undanúrslit VISA-bikarsins
Einar Hjörleifsson varði tvær vítaspyrnur.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson

Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Heiðar Atli kom Víkingi yfir. Hann er í láni hjá Ólafsvíkingum frá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L
Víkingur Ó. 3 - 3 Stjarnan (7-8 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Heiðar Atli Emilsson (´9)
2-0 Edin Beslija ('86)
2-1 Bjarki Páll Eysteinsson ('89)
2-2 Ellert Hreinsson ('90)
3-2 Sindri Már Sigurþórsson ('92)
3-3 Arnar Már Björgvinsson ('100)

Gangur vítaspyrnukeppninnar:
3-4 Baldvin Sturluson skorar
4-4 Artjom Gonchar skorar
4-5 Bjarki Páll Eysteinsson skorar
Bjarni Þórður Halldórsson ver frá Brynjari Gauta Guðjónssyni. Bjarni varði en fór of snemma af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna
5-5 Brynjar Gauti skorar í annarri tilraun
5-6 Halldór Orri Björnsson skorar
6-6 Brynjar Kristmundsson skorar
6-7 Arnar Már Björgvinsson skorar
6-7 Bjarni Þórður ver frá Tomasz Luba
6-7 Einar Hjörleifsson ver frá Ellerti Hreinssyni
7-7 Edin Beslija skorar....þetta fer í bráðabana!
7-7 Einar Hjörleifsson ver frá Jóhanni Laxal á ótrúlegan hátt
7-8 Þorsteinn Már skorar og Víkingur Ólafsvík fer í undanúrslit VISA-bikarsins!

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=94185#ixzz0tYBd5vss

12.07.2010 10:31

Víkingur - Stjarnan í Vísabikarnum í kvöld

Allir á völlinn í Ólafsvík í kvöld

 

10.07.2010 20:07

Víkingur lagði Víðir, 2-1

2.deild: Ólafsvíkingar kláruðu Víði í lokin
Þorsteinn Már (til hægri) skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Víðir 1 - 2 Víkingur Ólafsvík
0-1 Björn Bergmann Vilhjálmsson ('48)
1-1 Tomasz Luba ('88)
1-2 Þorsteinn Már Ragnarsson ('90)
Rautt spjald: Gísli Örn Gíslason (Víðir) ('24)

Víkingur Ólafsvík heldur áfram sigurgöngu sinni í annarri deild karla en liðið lagði Víði Garði 2-1 á útivelli í kvöld.

Víðismenn misstu Gísla Örn Gíslason af velli um miðan fyrri hálfleik þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Brynjar Kristmundsson fór á punktinn en Bojan Vranic varði vítaspyrnuna.

Björn Bergmann Vilhjálmsson kom Víði síðan yfir og lengi vel leit út fyrir að heimamenn væru að landa sigri.

Tomasz Luba skoraði hins vegar jöfnunarmarkið skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma áður en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið í viðbótartíma. Þetta var tíunda mark Þorsteins í sumar en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Víkingur er eftir sigurinn með 26 stig á toppnum, sjö stigum á undan BÍ/Bolungarvík sem á leik til góða.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93996#ixzz0tJP5Mt3s

10.07.2010 20:04

UMFG - Tindastóll 0-7

Tindastóll mætir í fjörðinn

Grundarfjörður 0 - 7 Tindastóll
0-1 Kristinn Aron Hjartarson (víti)
0-2 Kristinn Aron Hjartarson
0-3 Atli Arnarson
0-4 Ingvi Hrannar Ómarsson
0-5 Ingvi Hrannar Ómarsson
0-6 Gunnar Stefán Pétursson
0-7 Ingvi Hrannar Ómarsson


Grundarfjörður tekur á móti toppliði Tindastóls kl 14:00 laugardaginn 10 júlí. Nú er að fylgja eftir góðum sigri í síðasta leik og reyna að fá einhver stig. Síðast töpuðum við með miklum mun á Sauðárkróki en það var í okkar fyrsta leik.
Nokkur skörð eru höggvin í leikmannahóp Grundfirðinga en það vantar nokkra sterka leikmenn frá því í síðasta leik. En þetta er bara tækifæri fyrir unga leikmenn til að láta ljós sitt skína.

Hópurinn er þannig skipaður:

Ari Bent Ómarsson
Aron Baldursson
Árni Þór Björnsson
Bjartmar Pálmason
Gunnlaugur Smárason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Heimir Þór Ásgeirsson
Ingi Björn Ingason
Jón Frímann Eiríksson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Semek Andri Þórðarsson
Sigurbjörn Bjarnason
Tómas Freyr Kristjánsson
Tomasz Weyer
Viktor Örn Jóhannsson

Liðsstjóri verður Tryggvi Hafsteinsson


Þessir eru báðir í hópnum.

03.07.2010 20:43

Öruggt hjá Víking gegn Hetti

Öruggur sigur á Hetti | 3-1


Það var Norð-vestann næðingur þegar Víkingar tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum í síðasta leik 9. umferðar 2. deildar á Ólafsvíkurvelli í dag. Víkingar voru fyrir leikinn í toppsæti deildarinnar en gestirnir í því þriðja og fyrirfram mátti búast við hörku leik.

Áhorfendur á vellinum í dag þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins því Eldar Masic kom Víkingum yfir strax á 3. mínútu. Víkingar áttu hornspyrnu þar sem knötturinn datt fyrir Eldar sem átti gott skot framhjá varnarmönnum gestanna og einnig Þóri í marki Hattar. Staðan því 1-0 eftir þriggja mínútna leik.,

Nánari lýsing er á víkingsíðunni.
Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Hlynur Illugason

Úr leiknum í kvöld

Úr leiknum í kvöld

Eldar kom okkar mönnum á bragðið í kvöld.

03.07.2010 20:42

Loksins sigur hjá UMFG

Loksins náðu Grundfirðingar í sinn fyrsta sigur í sumar.

Það voru Augnabliksmenn úr Kópavoginum sem komu í heimsókn í fjörðinn fagra þetta föstudagskvöld. Byrjunarlið Grundarfjarðar var þannig skipað.
Viktor í marki
Jón Steinar í hægri bak
Aron í vinstri bak
Beggi Sveins og Jón Frímann miðverðir
Gulli Smára á hægri kanti
Arnar Dóri á vinstri kanti
Ragnar Smári og Semek á miðju
Hilmir og Heimir Þór frammi

Á bekknum sátu.
Tommi
Runni
Hinni Konn
Árni Þór
Birkir Bald

Um liðsstjórnina sáu þeir
Tryggvi
Árni Friðjón
Gústi Alex
Sigurbjörn

Lagt var upp með kerfið 4-4-2 og byrjuðum við af miklum krafti. Snemma í leiknum fáum við hornspyrnu, boltinn berst útfyrir teig þar sem að Semek tekur hann viðstöðulaust og smell hittir tuðruna svo að markvörðurinn á í mestu vandræðum, hann nær þó að verja en Gulli fylgdi vel á eftir og var virkilega óheppinn að skora ekki. Stuttu síðar átti Beggi skot í slá eftir klafs í teignum en inn vildi boltinn ekki. Við fengum fleiri færi og vorum betri aðilinn í þessum leik. Samt var 0-0 í hálfleik og í síðari hálfleik áttum við að spila með vindi. Augnablik voru mun sprækari í síðari hálfleik heldur en þeim fyrri og með smá heppni hefðu þeir getað refsað okkur fyrir klaufaskapinn í fyrri hálfleik.
Við vorum orðnir heldur óþreyjufullir þegar að Viktor á langt útspark, Heimir Þór geysist á eftir boltanum og fer með hann að hornfánanum. Þar leikur hann snyrtilega á varnarmanninn og fer framhjá honum á glæsilegan hátt. Hann æðir í átt að markinum og varnarmaðurinn á eftir. Varnarmaðurinn fer aftan í hann og dómarinn dæmir víti. Heimir stígur sjálfur upp og skorar af miklu öryggi og kemur okkur í 1-0 á 85 mínútu.
Mínúturnar sem eftir lifðu voru ansi taugatrekkjandi og lengi að líða. En gríðarlegur fögnuður braust út þegar Maggi dómari flautaði til leiksloka og fyrsti sigurinn staðreynd. Við þennan sigur lyftum við okkur af botni riðilsins og uppfyrir Augnablik.

Þökkum stuðninginn í kvöld en áhorfendur voru frábærir. Takk fyrir okkur.


Lúxusleikmaðurinn Blanco (Heimir Þór) settann úr víti í kvöld.

02.07.2010 23:33

Víkingur í beinni

Leikur Víkings og Stjörnunar í 8 liða úrslitum bikarins í beinni á Stöð 2 sport


Leikur Víkings og Stjörnunar í 8 liða úrslitum bikarsins verður sjónvarpað beint á íþróttarásinni Stöð 2 sport mánudaginn 12 júlí. Þetta staðfesti Knattspyrnusamband Íslands nú í hádeginu og því verður leikurinn háður kl. 20:00 í stað 19:15. Þetta er í fyrsta skipti sem sjónvarpað verður beint frá Ólafsvíkurvelli og því mikill heiður fyrir félagið, þá sem að liðinu standa og jú að sjálfsögðu strákana.

Það er því um að gera að stilla timer-inn á vhs-tækinu og skella sér á völlinn enda söguleg stund fyrir margra hluta sakir. Áfram Víkingur Ólafsvík!

02.07.2010 07:35

UMFG spilar í kvöld

Hópurin fyrir leikinn í kvöld

Grundarfjörður og Augnablik mætast á Grundarfjarðarvelli kl 20:00 í kvöld. Hópurinn sem á að mæta í þennan leik er eftirfarandi.

Aron Baldursson
Árni Þór Björnsson
Birkir Freyr Baldursson
Elínbergur Sveinsson
Gunnlaugur Smárason
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hinrik Konráðsson
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Sigurbjörn Bjarnason
Tómas Freyr Kristjánsson
Viktor Örn Jóhannsson

Tryggvi Hafsteinsson er meiddur
Arnar Dóri Ásgeirsson er veikur
Hrannar Már Ásgeirsson í banni


Það mun mikið mæða á þessum köppum.

Nú er bara að taka á því og ná í fyrsta sigurinn. Okkur veitir ekkert af öllum þeim stuðningi sem hægt er að fá. ALLIR Á VÖLLINN.

30.06.2010 07:19

Létt hjá Víking á Grýluvelli


Helgi Óttarr skoraði síðara mark Víkings.
Mynd: Þórir Þórisson
Sindri Már Sigurþórsson (til vinstri) fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
- Ívar Örn Guðjónson skrifar frá Grýluvelli
Hamar 0-2 Víkingur Ólafsvík:
0-1 Þorsteinn Már Ragnarsson
0-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson
Rautt spjald: Sindri Már Sigurþórsson ('34)

Hamarsmenn tóku á móti toppliði Víkings Ólafsvíkur á Grýluvelli í kvöld. Margir voru mættir á völlinn og þar á meðal Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunar.

Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast með sterkri pressu Víkinga. Fyrstu 10 mínúturnar voru Víkingar bunir að eiga glás af hálffærum og þar á meðal sláarskot. Hægt væri að gera heila blaðsíðu af öllum færunum en það verður að bíða betri tíma.

Það var svo á 11.mín sem fyrsta dauðafærið kom þegar Aleksandrs Cekulajev fékk sendingu fyrir af kantinum og ákvað að skjóta í stað þess að senda boltan lengra og endaði skotið hræðilega framhjá.

Leikurinn hægðist þó svo Víkingar hafi ráðið ríkjum áfram. Eftir 28.mín fékk þó Aleks fínt færi, en sem fyrr brást honum bogalistinn.

Það var síðan Sindri Sigurþórsson í liði Víkings sem fékk rautt spjald eftir 34.mín eða tvö sanngjörn gul spjöld.

En þetta spjald virtist brjóta ísinn fyrir Víkinga því þeir skoruðu einungis 3 mínútum síðar og var þar að verki Þorsteinn Már Ragnarsson sem fékk sendingu frá Edin Beslija, en þó verður að segjast að hann var langt fyrir innan, eða svipað mikið og Tevez gegn Mexico.
Fleira er svo ekki frásögu færandi úr fyrri hálfleikinum.

Seinni hálfleikur gekk út á að Hamarsmenn léku uppá síðasta þriðjung vallarins þar sem þéttir Víkingar tóku á móti þeim og vantaði alltaf loka hnykkinn á leik Hamarsmanna.

Það var svo tíu mínútum fyrir leikslok þegar léleg sending kom úr vörn Hamars, Víkingar nýttu sér það og sóttu hratt upp miðjuna, barst boltinn þaðan og inn fyrir til hægri á Helga Óttar Hafsteinsson sem kláraði færið vel og því úrslitin svo gott sem ráðin. Það gerðist lítið eftir þetta nema gula spjald dómarans fór ekki niður í vasa seinustu fimm mínúturnar, og kórnaði hann þar sinn slæmaleik ásamt sínu tríói.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=93541#ixzz0sJoP9dU0

30.06.2010 07:15

Hrannar í 2 leikja bann

Hrannar Már hefur verið úrskurðaður í 2 leikja bann.


Á fundi Aga-og úrskurðarnefnd KSÍ 29.6.2010 var

Hrannar Már Ásgeirsson         - Meistaraflokkur karla -
úrskurðaður í 2 leikja bann vegna brottvísunar 25.06.2010.                          Aga-og úrskurðanefnd KSÍ


Hrannar verður búinn að taka út bannið þann 23 júlí á móti Létti.

29.06.2010 07:35

Víkingur mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum

Víkingar Ólafsvík höfðu heppnina með sér þegar dregið var í 8-liða úrslit Visa-Bikarsins fyrir helgina. Þeir fá heimaleik á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar og hefðu varla getað verið heppnari, nema þá að fá sem mótherja 1. deildarlið KA sem fær það erfiða hlutskipti að sækja Íslandsmeistara FH heim í Kaplakrika. Hinir tveir leikirnir eru Fram - Valur og  KR - Þróttur R. Átta-liða úrslitin byrja með leik FH og KA sunnudaginn 11. júlí en daginn eftir eru síðan hinir þrír leikirnir. Stjörnunni, sem leikur sína heimaleiki á gervigrasi, hefur löngum gengið erfiðlega á útivöllum, en sigraði reyndar Íslandsmeistara FH núna í Kaplakrikanum í Pepsí-deildinni og þar á undan BÍ/Bolungarvík í 16-liða úrslitunum fyrir vestan.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22