Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

09.08.2010 19:09

Víkingur á toppnum

Víkingar aftur á toppinn eftir sigur á Völsung | Umfjöllun

Ólafsvíkurvöllur skartaði sínu fegursta þegar heimamenn í Víking tóku á móti Völsungi frá Húsavík í dag. Leikurinn fór fjörlega af stað og á fyrstu tveimur mínútum leiksins hafði hvort liðið um sig átt kjörið marktækifæri. Gestirnir nýttu sér misskilning í vörn heimamanna þegar Hrannar B. Steingrímsson átti gott skot sem fór rétt yfir mark Víkings strax á fyrstu mínútu. Í kjölfarið sparkaði Einar frá markinu sínu og Tomasz Luba varnarmaður Víkings átti góða sendingu inn fyrir vörn Völsungs þar sem Edin Beslija kom á fullri ferð og var sloppinn einn gegn Steinþóri í marki Völsungs. Skot Edins var hins vegar ekki nógu hnitmiðað og fór knötturinn hárfínt framhjá.

Víkingar voru mun sterkari aðilinn í fyrrihálfleik en framanaf áttu þeir í erfiðleikum með að koma knettinum í markið en nóg var um færin. Þorsteinn Már Ragnarsson kom knettinum í netið á 18. mínútu eftir sendingu frá Sindra Má Sigurþórssyni en markið var dæmt af vegna rangstæðu. Aðeins nokkrum mínútum síðar tókst Víkingum svo að opna markareikninginn. Þar var að verki Aleksandrs Cekulajevs sem hefur verið að skora mikið upp á síðkastið fyrir Víking. Aleks fékk sendingu inn fyrir vörn Völsungs frá Eldari Masic, tók varnarmann Völsungs á og setti knöttinn í hornið nær framhjá Steinþóri í marki gestanna.

Víkingar gengu á lagið og einungis þremur mínútum síðar fengu þeir vítaspyrnu eftir að brotið var á títtnefndum Aleks. Sigurhjörtur Snorrason var ekki í nokkrum vafa og benti beint á punktinn þrátt fyrir kröftug mótmæli gestanna í Völsungi. Artjoms Goncars steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 eftir 25 mínútna leik og forysta heimamanna fyllilega verðskulduð.


Heimamenn voru mun líklegri til að bæta við heldur en gestirnir að minnka muninn og á 39. mínútu slapp Þorsteinn Már Ragnarsson einn inn fyrir vörn Norðan-manna og átti aðeins eftir að koma knettinum framhjá Steinþóri markverði. Þorsteinn reyndi að chippa knettinum yfir Steinþór sem lokaði markinu vel og endaði boltinn í hliðarnetinu. Eftir þetta gerðist fátt markvert og var staðan því 2-0 þegar Sigurhjörtur Snorrason flautaði til leikhlés.

Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað líkt og sá fyrri. Víkingar pressuðu gestina hátt á vellinum og á 50. mínútu fékk Þorsteinn kjörið marktækifæri eftir frábærann undirbúning Eldars,  Edins og Aleks sem höfðu sundurspilað vörn gestanna frá Húsavík. Þorsteini brást þó bogalistinn og náði ekki að stýra knettinum á markið og þar við sat.

Þegar líða tók á síðari hálfleik sóttu Völsungar í sig veðrið og voru í tvígang mjög nálægt því að minnka muninn. Fyrst Elfar Aðalsteinsson sem átti skot í hliðarnetið á marki Víkings af stuttu færi og svo Bjarki Baldvinsson sem skaut framhjá í ákjósanlegu færi. Síðustu tíu mínútur leiksins einkenndust af skyndisóknum beggja liða sem hver af annarri rann út í sandinn á síðasta fjórðungi vallarins.

Svo fór að hvorugu liðinu tókst að skora það sem eftir lifði leiks og fóru Víkingar með 2-0 sigur af hólmi sem fleytir þeim í toppsæti deildarinnar að nýju. Aðeins eitt stig skilur Víkinga frá BÍ/Bolungarvík sem er í öðru sæti en Ólafsvíkingar eiga leik til góða á móti Aftureldingu sem verður háður þann 18. ágúst

 

09.08.2010 18:55

Tap gegn Skallagrím

Skallagrímur - Grundarfjörður 3-1

Grundarfjörður mætti í Borgarnes síðasta föstudag og atti kappi við Skallagrím. Það var frábært fótboltaveður í Borgarnesi. Grenjandi rigning og logn. Byrjunarliðið var þannig skipað:
Viktor mark
Villi Péturs hægri bak
Ingi B vinstri bak
Ragnar Smári og Aron B voru miðverðir
Almar hægri kantur
Gulli vinstri kantur
Hrannar og Semek á miðju
Heimir og Himmi frammi

Á bekknum sátu Tommi, Haddi og Tryggvi.

Leikurinn byrjaði vel og bæði lið áttu færi. Fljótlega í leiknum sleppur Heimir Þór einn í gegn og vippar laglega yfir markvörð Skallanna og kemur okkur í 1-0. Skömmu síðar sleppa Skallarnir þó í gegn og jafna leikinn 1-1. Þannig var staðan í leikhléi.

Í síðari hálfleik skiptust liðin á að sækja. Viktor átti nokkrar laglegar markvörslur og hélt þessu jöfnu. Svo um miðjan síðari hálfleik byrjum við að liggja svolítið á þeim og vorum óheppnir að ná ekki forustunni aftur. Svo er það sama gamla tuggan að þreytan byrjaði að segja til sín og á síðustu 5 mínútunum eða svo fáum við á okkur 2 mörk og leikurinn endaði 3-1.

Við getum samt gengið stoltir af velli enda vorum við að sýna fínan leik á köflum. Það er bara gamla góða formið sem er að stríða okkur eins og svo oft áður í sumar.

28.07.2010 23:32

Víkingar úr leik í vísabikarnum

Umfjöllun: Víkingur Ólafsvík féll úr bikarnum með sóma
Gunnar Már Guðmundsson kom FH yfir í fyrri hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafsvíkingar mættu gríðarlega vel á völlinn og létu vel í sér heyra.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
FH 3 - 1 Víkingur Ólafsvík
1-0 Gunnar Már Guðmundsson ('40)
1-1 Tommy Nielsen ('42, sjálfsmark)
2-1 Atli Viðar Björnsson ('57)
3-1 Matthías Vilhjálmsson ('70)

Það var svo sannarlega engin skömm í spilamennsku Víkings Ólafsvíkur sem féll út úr keppni í undanúrslitum VISA bikarsins gegn FH í kvöld. FH-ingar báru 3-1 sigur úr bítum í hörkuleik þessara liða í Kaplakrika og munu þeir mæta annað hvort KR eða Fram í úrslitaleiknum.

Víkingarnir mættu ákveðnir til leiks og ætluðu augljóslega ekki að bera neina virðingu fyrir núverandi Íslandsmeisturum. Þeir fengu ágætis sókn strax í byrjun leiks og voru mjög líflegir. FH-ingarnir héldu boltanum einnig ágætlega en voru þó ekki að skapa sér nein góð færi og voru það gestirnir frá Ólafsvík sem áttu fyrsta dauðafæri leiksins.

Það kom á 13. mínútu eftir innkast frá hægri en boltinn barst þá til Artjoms Gonjcars inni í vítateig en varnarmaður FH náði að kasta sér fyrir skot hans. Ef skot hans hefði náð framhjá varnarmanninum hefði boltinn sjálfsagt sungið í netinu og sluppu FH-ingar þarna með skrekkinn.

Þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum voru Víkingar hrikalega óheppnir að komast ekki yfir. Þeir fengu þá aukaspyrnu hægra megin við teiginn sem endaði að vísu með því að Jón Ragnar Jónsson leikmaður FH þurfti að fara af velli. En Brynjar Kristmundsson tók spyrnuna og lagði knöttinn út á Eldar Masic sem átti frábært skot sem Gunnleifur varði naumlega. Tomasz Luba hafði síðan gullið tækifæri til að fylgja skotinu eftir en hann skaut framhjá markinu.

Jón Ragnar kom aftur inn á völlinn en þurfti að fara aftur út af skömmu síðar og kom Gunnar Már Guðmundsson inn á í hans stað. Björn Daníel Sverrisson færði sig í vinstri bakvörðinn þar sem hann stóð sig með prýði, en Gunnar Már fór inn á miðjuna.

Sóknarþungi FH-ingana jókst talsvert eftir því sem að líða tók á hálfleikinn og björguðu Ólafsvíkingar meðal annars einu sinni á marklínu. Það var síðan á 40. mínútunni sem Íslandsmeistararnir náðu forystunni en þar var á ferð varamaðurinn Gunnar Már Guðmundsson með skalla eftir góða sendingu frá Atla Guðnasyni.

Ólafur Páll Snorrason átti þá frábæra fyrirgjöf inn á Atla sem var inni í teignum og vippaði knettinum á Gunnar sem skallaði hann í netið.

Þeir sem héldu að allur vindur yrði úr Ólafsvíkingum eftir þetta mark FH (þar á meðal undirritaður) höfðu heldur betur rangt fyrir sér því að það tók gestina ekki nema tvær mínútur að jafna metin. Tommy Nielsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir að Þorsteinn Már Ragnarsson hafði náð góðri fyrirgjöf inn í teiginn. Knötturinn var á leið til sóknarmanns Víkings og Tommy ætlaði sér að bjarga því en skaut boltanum í eigið net.

Staðan var því orðin 1-1 og þrátt fyrir eitt dauðafæri FH áður en flautað var til leikhlés var staðan enn jöfn þegar gengið var til búningsklefanna.

FH-ingarnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu forystunni þegar tæpur klukkutími var liðinn, en þar var á ferð Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson sem skoraði með góðum skalla eftir undirbúning Matthíasar Vilhjálmssonar.

Víkingarnir hefðu getað jafnað rúmum tíu mínútum síðar þegar Edin Besilja tók frábæra aukaspyrnu en Gunnleifur í marki FH varði meistaralega í horn.

Ekki löngu síðar var dæmd vítaspyrna á Víking þegar Tomasz Luba felldi Björn Daníel Sverrisson inni í vítateig. Á punktinn steig Matthías Vilhjálmsson og skoraði hann af miklu öryggi.

Það má segja að leikurinn hafi dottið aðeins niður eftir þetta þriðja mark FH-inganna en Víkingarnir brotnuðu þó alls ekki niður og þeir reyndu allt hvað þeir gátu. Færin sem þeir sköpuðu voru þó ekki mörg og FH-ingum tókst að halda þetta út og bera sanngjarnan sigur úr bítum fyrir framan þá 2077 áhorfendur sem voru mættir í Kaplakrikann.

Víkingarnir stóðu sig aftur á móti með sóma og sýndu að þetta lið er einu númeri of stórt fyrir 2. deildina. Þeir stóðu sig betur á Kaplakrikavelli heldur en mörg úrvalsdeildarlið hafa gert og er ekki annað hægt en að óska þeim til hamingju með frábært bikarævintýri. Stuðningsmenn liðsins voru fjölmargir og létu vel í sér heyra.

Það eru samt sem áður FH-ingar sem eru komnir í bikarúrslitin og var það algerlega verðskuldað. Íslandsmeistararnir voru einfaldlega einu númeri of stórir fyrir Ólafsvíkinga en það var í raun ekkert annað en eðlilegt.

Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, Guðmundur Sævarsson, Jón Ragnar Jónsson, Atli Viðar Björnsson, Ólafur Páll Snorrason.

Byrjunarlið Víkings Ó: Einar Hjörleifsson (M), Helgi Óttarr Hafsteinsson, Tomasz Luba, Brynjar Gauti Guðjónsson (F), Þorsteinn Már Ragnarsson, Edin Beslija, Heiðar Atli Emilsson, Aijaz Horvat, Artjoms Goncars, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson.

Gul spjöld: Aljas Horvat (Víkingi Ó)
Maður leiksins: Bjarki Gunnlaugsson (FH)
Áhorfendur: 2077

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94997#ixzz0v6aci0ZF

28.07.2010 09:42

Tap hjá UMFG

Tap í Breiðholtinu

Grundarfjörður laut í gervigras í kvöld þegar þeir mættu á Leiknisvöllinn og öttu kappi við KB í Breiðholtinu.


Byrjunarliðið var þannig:
Viktor í marki
Ragnar Smári í hægri bak
Aron í vinstri bak
Beggi og Jón Frímann voru miðverðir
Almar hægri kantur
Gulli Smára vinstri kantur
Semek og Hrannar á miðju
Hilmir og Heimir Þór frammi

Á bekknum voru:
Arnar Dóri
Batti
Valur
Hinni
Runni

Leikurinn var í járnum framan af og staðan var 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik fór að draga af mönnum og á 60 mín komust KB menn í 1-0. Þeir tvíelfdust við þetta og gengu á lagið og settu 3 mörk í viðbót og leikurinn endaði 4-0


 Myndirnar tók Dabbi Wium.

28.07.2010 09:38

Upphitun fyrir leikinn í kvöld

Stuðningsmenn Víkings Ó. ætla að hita upp fyrir leikinn í kvöld
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Stuðningsmenn Víkings Ólafsvíkur ætla að hittast klukkan 16:30 í dag og hita upp fyrir leikinn gegn FH í undanúrslitum VISA-bikarsins.

Stuðningsmenn Víkings ætla að hittast á plani Glugga og Hurðasmiðjunnar sem staðsett er að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði.

Pylsur og gos í boði Söluskála ÓK, Brauðgerðar Ólafsvíkur og Vífilfells.

Andlitsmálun verður fyrir börnin auk þess sem Víkings bolir og derhúfur verða til sölu.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=94926#ixzz0uy75rdbU

27.07.2010 14:05

KB- Grundarfjörður


Hópurinn fyrir leikinn gegn KB er klár en lagt verður af stað á morgun kl 16:30. Þeir sem eru í Reykjavík eiga að vera mættir kl 19:00 á Leiknisvöllinn en leikið verður á gervigrasinu.

Hópurinn lítur svona út:

Almar Viðarsson
Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Elínbergur Sveinsson
Gunnlaugur Smárason
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hinrik Jóhannesson
Hrannar Már Ásgeirsson
Jón Frímann Eiríksson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Styrmir Karlsson
Valur Tómasson
Viktor Örn Jóhannsson

Liðsstjóri og þjálfari verður Tryggvi Hafsteinsson.

Síðast fór KB með 4-1 sigur og öll stigin úr Grundarfirði... hvað gerist nú?

Þá er bara að taka á því og ná sér í fleiri stig.

27.07.2010 14:04

UMFG - Léttir, 4-4

Þvílíkur leikur

Það var frábært veður og þvílík stemming þegar að Grundarfjörður og Léttir mættust síðasta föstudagskvöld.

Það var þétt setið í brekkunni enda bæjarhátíðin "Á Góðri Stund" haldin í 16 sinn. Byrjunarlið Grundarfjarðar var:
Viktor í marki
Jón Steinar hægri bak
Aron vinstri bak (Fyrirliði)
Jón Frímann og Beggi miðverðir
Almar hægri kantur
Arnar Dóri vinstri kantur
Semek og Hrannar á miðju
Hilmir og Heimir Þór frammi

Við byrjuðum ágætlega og vorum að pressa. Það var svo gegn gangi leiksins þegar að Léttir komst yfir og skömmu eftir það þá komust þeir í 2-0. Þetta leit ekkert allt of vel út en við lögðum ekki árar í bát. Það var eftir mikið harðfylgi að Hilmir minnkaði muninn í 2-1 og svo fiskaði hann víti skömmu síðar sem að Heimir Þór skoraði örugglega úr og jafnaði metin 2-2.

Í síðari hálfleik var það sama uppá teningnum. Við vorum að sækja og skapa okkur færi þegar að það varð smá klaufagangur í vörninni og við misstum mann innfyrir sem að kom Létti í 3-2 fyllilega óverðskuldað. Skömmu eftir það skoruðu svo Léttismenn þvílíkt mark með skoti af 30 metra væri sem að Viktor réð ekkert við og staðan því orðin 4-2 og útlitið ekkert allt of bjart. Þá kemur Runni inná þegar 20 mín voru eftir og hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn... Mjög skömmu eftir að hann kom inná þá slapp hann einn í gegn og kláraði færið af mikilli yfirvegun. Staðan orðin 4-3 og lítið eftir. Stuttu síðar geysast Grundfirðingar aftur í sókn og boltinn berst á Runna sem jafnar leikinn 4-4 og allt ætlaði að verða vitlaust í stúkunni. Frábær endurkoma í annað skiptið í leiknum.
Við fengum svo dauðafæri rétt undir lok leiksins þegar að Heimir Þór sólaði sig í gegnum alla vörn Léttis og renndi boltanum á Runna en á einhvern óskiljanlegan hátt þá fór boltinn yfir markið. Runni var virkilega óheppinn í það skiptið en svona er þetta bara.

Grundarfjörður - Léttir 4-4
Hilmir
Heimir Þór
Runni 2


Áhorfendur fengu eitthvað fyrir peninginn því 8 mörk litu dagsins ljós og mikil stemming.

Næsti leikur er á morgun við KB í breiðholtinu.

25.07.2010 17:42

Jafnt hjá UMFG og Létti

C riðill:

Grundarfjörður 4 - 4 Léttir
Mörk Grundarfjarðar: Hilmir Hjaltason, Heimir Þór Ásgeirsson, Runólfur Jóhann Kristjánsson 2
Mörk Léttis: Ragnar Másson, Indriði Björn Þórðarson, Orri Rafn Sigurðsson, Viktor Ingi Kristjánsson

25.07.2010 17:38

Öruggt hjá Viking

2. deild: Víkingur Ólafsvík vann öruggan sigur á KS/Leiftur
Aleksandrs Cekulajevs skoraði tvö í dag.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvíkur heldur áfram skriði sínu í 2. deildinni en liðið vann KS/Leiftur á heimavelli í dag.

Víkingur vann 4-0 sigur og er enn taplaust í sumar í deild og bikar.

Liðið mætir FH í undanúrslitum VISA-bikarsins í vikunni.

Víkingur Ólafsvík 4 - 0 KS/Leiftur:
1-0 Aleksandrs Cekulajevs
2-0 Þorsteinn Már Ragnarsson
3-0 Artjoms Goncars (Vítaspyrna)
4-0 Aleksandrs Cekulajevs

22.07.2010 20:00

UMFG - Léttir á morgun

Grundarfjörður - Léttir

Hópurinn fyrir morgundaginn er klár...

Almar Björn Viðarsson
Ari Bent Ómarsson
Aron Baldursson
Arnar Dóri Ásgeirsson
Elínbergur Sveinsson
Gunnlaugur Smárason
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hinrik Jóhannesson
Hrannar Már Ásgeirsson
Jón Frímann Eiríksson
Jón Steinar Ólafsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Tómas Freyr Kristjánsson
Semek Andri Þórðarson
Viktor Örn Jóhannsson

Þetta eru þeir 16 sem fara á skýrslu.

Svo hvetjum við alla til að mæta á leikinn og hvetja okkur til dáða.


Hrannar er búinn að taka út sitt 2 leikja bann og er búinn að lofa að hann ætlar að tolla inná allan tímann.

22.07.2010 19:57

UMFG styrkir leikmannahópinn, ekki veitir af

Almar í Grundarfjörð (Staðfest)

Grundarfjörður hefur styrkt sig verulega fyrir komandi átök á tímabilinu. Eftir langar og strangar samningaviðræður við Tindastól þá náðust samningar loksins rétt undir miðnættið í gær um kaup á Almari Viðarssyni. Tindastólsmenn gáfu sig loks þegar formaður UMFG bætti einum höldupoka af heimabökuðum kleinum frá Laugu á Hömrum inní kaupverðið.
Þá tók við samningaviðræður við leikmannin sjálfan og var það T-Bone sem stýrði þeim viðræðum. Laun eru samkvæmt kjarasamningum uppaldra skagamanna en það ku vera 34 appelsínur á mánuði.

Ekki minnkar fegðurðin í liðinu við þessi kaup.

Við bjóðum Almar velkominn í Grundarfjörð en hann verður í hópnum á morgun og mun fá tækifæri til að standa undir verðmiðanum.

Tommi

21.07.2010 19:28

Víkingur lagði KV

2.deild: Víkingur Ólafsvík lagði KV
Fannar Hilmarsson skoraði fyrir Ólafsvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Víkingur Ólafsvík sigraði KV 3-0 í kvöld í síðasta leiknum í tólftu umferð í annarri deild karla.

Ólafsvíkingar eru eftir þennan sigur með fjögurra stiga forskot á toppnum en KV situr á botninum með tvö stig.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.

KV 0 - 3 Víkingur Ó.
0-1 Kristján Óli Sigurðsson ('24)
0-2 Fannar Hilmarsson ('63)
0-3 Aleksandrs Cekulajevs ('75)

20.07.2010 11:50

UMFG - Léttir á föstudag

Á Góðri Stund

Síðasti leikur var ekkert til að hrópa húrra fyrir... við steinlágum gegn stólunum og lítið um það að segja.

Nú er stutt í bæjarhátíðina okkar í Grundarfirði og á föstudagskvöld munu Grundarfjörður og Léttir eigast við á Grundarfjarðarvelli. Það verður vonandi mikið af fólki á vellinum og hörku stemming. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á okkur. Þetta er næst síðasti heimaleikurinn í sumar.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32
Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294836
Samtals gestir: 253656
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 14:41:32