Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

23.08.2010 17:04

6 fl kvenna hefur lokið keppni í sumar

Þá er Hnátumótið búið og við enduðum í 7.sæti. Að vera númer 7 af 25 liðum er nú bara góður árangur verð ég að segja. Til hamingju með árangurinn  Þið stóðuð ykkur vel!

Næst á dagskrá hjá ykkur er að vera duglegar að mæta á æfingar, minnka nammi og borða hollan og góðan mat
Takk fyrir samstafið

Tekið af bloggsíðu 6 fl

Vonandi verða fleirri fréttir á næsta tímabili frá þjálfurum og umsjónarfólki.

23.08.2010 16:12

UMFG hefur lokið keppni í sumar

Tímabilinu lokið

Þá er Grundarfjörður búinn að spila alla sína leiki á Íslandsmóti KSÍ þetta sumarið...

Augnablik - Grundarfjörður 4-3

Byrjunarlið Grundarfjarðar var þannig skipað:
Viktor var í marki
Haddi í hægri bak
Ingi B í vinstri bak
Aron og Jón Frímann miðverðir
Heimir hægri kantur
Birkir vinstri kantur
Ragnar og Hrannar á miðju
Himmi fyrir framan
Almar frammi

Bekkur:
Tommi
Kári Viðars
Sigurbjörn B
Árni Þór

Við byrjuðum leikinn ágætlega og bæði lið vorur að sækja. Svo um á 35 mín gerðist eitthvað hjá okkur. Allt hrundi og við fengum á okkur 3 mörk á 4 mínútum. Ragnar Smári náði að laga stöðuna með fyrsta marki sínu í sumar í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Í síðari hálfleik kemur Kári Viðars inn fyrir Birki og við byrjum að sækja og setja á þá. Á 70 mín uppskerum við því að Almar nær skoti á markið með viðkomu í varnarmanni og staðan orðin 3-2. Við þetta tvíeflumst við og aðeins 2 mínútum síðar á Heimir frábæra aukaspyrnu beint á kollinn á Jóni Frímanni sem stangar boltann í stöngina og inn og staðan orðin 3-3. Þvílík endurkoma. Eftir þetta liggjum við á þeim og vorum töluvert betri og með hættulegri færi. Hrannar var mjög óheppinn þegar að gott skot hans stefndi upp í markvinkilinn en markvörður Augnabliks náði að verja á einhvern ótrúlegan hátt. Svo átti Jón Frímann hörku skalla sem því miður fyrir okkur fór beint á markvörðinn.
Svo gerist það á 90 mín eftir að við erum búnir að sækja og sækja að það kemur langur bolti fram sem að vörnin missir yfirsig, Viktor grípur boltann en sóknarmaður Augnabliks nær að slæma öxlinni í boltann eftir að Viktor er með báðar hendur á honum, Viktor missir boltann og eftirleikurinn er auðveldur fyrir sóknamann Augnabliks og staðan því 4-3. Við tökum miðju og dómarinn flautar af. Gríðarlega svekkjandi og tel ég að við höfum átt meira skilið úr þessum leik.

Niðurstaða sumarsins eru 5 stig. Einn sigur og tvö jafntefli. Í mjög mörgum leikjum vorum við að fá á okkur mörk á síðustu mínútunum og kenni ég formleysi um. Stefnan er að halda áfram næsta sumar en þá verðum við líka að læra af þessu tímabili og koma töluvert betur undirbúnir undir það.

Annars þökkum við kærlega fyrir sumarið, stuðninginn og stemminguna í brekkunni á leikjunum í sumar.

Takk fyrir okkur.

Skrifað 23.8.2010 kl. 13:49 af Tommi

22.08.2010 12:51

Til hamningu víkingar

Víkingar spila í fyrstu deild að ári


               


Víkingar tryggðu sér í dag sæti í fyrstu deild árið 2011 með 0-1 sigri á Hvöt frá Blönduósi í hörkuleik þar sem sigurmark Víkinga kom undir blálokin. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið eftir að hafa sloppið í gegnum vörn heimamanna og lagt knöttinn snyrtilega framhjá Atla Jóhannssyni í marki Hvatar. Með sigrinum fóru Víkingar í 46 stig en Höttur sem fyrir leikinn var með 32 stig tapaði fyrir BÍ/Bolungarvík og því ljóst að þeir geta ekki náð Víkingum að stigum.

Mótið er hins vegar langt frá því að vera búið en liðið á nú fjóra leiki eftir í deildinni og ljóst að liðið má hafa sig allt við til að landa efsta sæti deildarinnar. BÍ/Bolungarvík fylgir Víking fast á eftir og því má ekkert gefa eftir í toppbaráttunni.

Víkingurol.is óskar öllum Víkingum nær og fjær til hamingju með þennan árangur og minnir um leið á næsta leik sem verður í Ólafsvík að viku liðinni gegn Hamri frá Hveragerði.


Mynd:(Liðið stoppaði á Staðarskála á heimleið, Gunnar Örn Arnarson)

21.08.2010 16:49

Hörkuleikur hjá UMFG

C - riðill
Í C riðli fór fram einn leikur en þar sigruðu Augnabliksmenn lið Grundafjaðar með marki á lokamínútunni. Með sigrinum komust þeir upp fyrir Létti í 5.sæti en Léttismenn leika við KB á morgun. KB getur unnið riðilinn sigri þeir Léttismenn með 3 mörkum eða meira að öðru leiti enda þeir í 2.sæti. Skallagrímur og Ýmir eigast við á morgun í leik um 3.sætið í riðlinum.

Augnablik 4 - 3 Grundarfjörður
1-0 Víðir Róbertsson
2-0 Víðir Róbertsson
3-0 Sigurjón Jónsson
3-1 Ragnar Smári Guðmundsson
3-2 Sjálfsmark
3-3 Jón Frímann Eiríksson
4-3 Jón Viðar Guðmundsson

21.08.2010 16:45

Víkingur að tryggja sætið í 1 deild?

Hvöt - Víkingur Ó. | Bein lýsing (0-1)

21. ágúst 2010 klukkan 13:41
                    

Leik lokið á Blönduósi þar sem Víkingar fóru með sigur af hólmi 0-1! Sanngjarn sigur af mínu mati og þeir hérna í vallarhúsinu á Blönduósi eru sammála mér enda höfðingjar heim að sækja. Verð að hæla þeim fyrir gestrisni og góðar móttökur. Víkingar fagna nú úti á velli!!!

Nánari lýsing á leiknum á síðu víkings.

20.08.2010 07:39

Ísland -Frakkland á laugardagHjálpaðu okkur að láta drauminn rætast

Fjölskylduhátíð fyrir leikinn á laugardag

Hefst kl. 14:30 - Allir á völlinn!

KSÍ stendur fyrir fjölskylduhátíð fyrir kvennalandsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvelli á laugardag.  Boðið verður upp á pulsur fyrir börnin, drykki í boði Vífilfells, hoppukastala, boltaþrautir, Coke fótboltahöll og ýmislegt skemmtilegt.

Hátíðin hefst kl. 14:30 og því er um að gera að mæta snemma og gera sér glaðan dag, ná góðri upphitun fyrir leikinn, fá sér eins og eina pulsu, spreyta sig á boltaþrautum og hoppa og skoppa í þar til gerðum kastölum.  Leikurinn sjálfur hefst kl. 16:00.

Mætum endilega á fjölskylduhátíðina kl. 14:30, og að sjálfsögðu í bláum litum!

19.08.2010 15:39

Stórleikur á morgun hjá UMFG

Hópurinn fyrir morgundaginn

Hópurinn fyrir leikinn á móti Augnablik lítur svona út...

Almar Björn Viðarsson
Aron Baldursson
Birkir Freyr Baldursson
Gunnlaugur Smárason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hrannar Már Ásgeirsson
Ingi Björn Ingason
Jón Frímann Eiríksson
Ragnar Smári Guðmundsson
Sigurbjörn Bjarnason
Tómas Freyr Kristjánsson
Viktor Örn Jóhannsson

14 manns komnir... gæti verið að það bætist í hópinn... kemur í ljós í kvöld.

19.08.2010 10:16

6 fl stelpur í úrslitakeppni

Hnátumót úrslitakeppni!

Eins og þið munið þá komust við í úrslit Hnátumóts KSI fyrr í sumar
Úrlsitakeppnin fer fram nú um helgina á Smárahvammsvelli og má sjá leikina okkar hér
Mæting á Smárahvammsvöll kl 9:15

Þetta er sterkt mót og við þurfum að mæta vel stemmdar

Þær sem eiga að mæta eru:
Alma Jenný
Ólöf Erla
Unnur Eir
Samra
Regína
Diljá
Fehima
Halla Sóley
Elín Dögg
Birta
Kristín Olsen

Á laugardag kl 16:00 er landsleikur Ísland - Frakkland og erum við búin að fá miða á leikinn hjá KSI. Þið þurfið að staðfesta fyrir miðvikudagskvöld hvort þið ætlið með á leikinn og eins hvort að einhverjir foreldrar ætla með. Við fáum einhverjar fullorðinsmiða líka en við vitum ekki hversu marga þannig að fyrstur kemur fyrstur fær

frétt af bloggsíðu 6 fl kvenna

19.08.2010 10:15

4 fl kvenna í úrslit

Gulltryggð í úrslitin!

Velkomnar í úrslit á íslandsmótinu 2010
Úrslitakeppnin fer fram á Víkingsvellinum um næstu helgi og verða tveir leikir á laugardag og einn á sunnudag
Þið urðuð í 2.sæti í ykkar riðli!

Farið verður á landsleikinn Ísland - Frakkland á laugardag kl 16:00

frétt af bloggsíðu 4fl kvenna

18.08.2010 21:20

Víkingur enn taplaus í 2 deild

Afturelding - Víkingur Ó | Bein lýsing (1-1)

18. ágúst 2010
                

Leik að ljúka hérna á Varmárvelli! Leiknum lýkur með 1-1 jafntefli. Næsti leikur er á Blönduósi næstkomandi laugardag kl. 14:00! GUnnar Þakkar fyrir sig í kvöld!
Nánar lýsing á leiknum á víkingssíðunni

17.08.2010 21:01

Víkingur - Afturelding á morgun

Víkingar heimsækja Aftureldingu í Mosfellsbæ

17. ágúst 2010 klukkan 19:15
Víkingar heimsækja Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun í leik sem fara átti fram miðvikudaginn 28. Júlí en var frestað vegna þátttöku Víkings í bikarkeppninni. Leikurinn verður háður á Varmárvelli og hefst hann kl. 19:00. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 5-0 sigri Víkings þar sem öll mörkin fimm voru skoruð í fyrri hálfleik.  Edin og Heiðar Atli gerðu tvö mörk hvor í þeim leik en Þorsteinn Már Ragnarsson eitt. Yfirburðir Víkings í þeim leik voru miklir en síðan þá hafa Mosfellingar skipt um mann í brúnni þar sem Izudin Daði Dervic lét af störfum og Ólsarinn Þorsteinn Magnússon tók við.


             

Steini Þuru hefur verið að ná ágætis úrslitum með Aftureldingarliðið frá því hann tók við og því ljóst að Víkings liðinu býður erfitt verkefni fyrir höndum. Til marks um það má nefna 2-1 sigur þeirra á BÍ/Bolungarvík í síðustu umferð. Einnig ber að hafa það í huga að liðið hefur aðeins tapað einum leik á Varmárvelli það sem af er sumri og er því gífurlega erfitt að sækja þrjú stig þangað. Eina liðið sem tekist hefur að gera það er lið Hamars frá Hveragerði þar sem þeir fóru með 0-2 sigur af hólmi.

Leikurinn á morgunn hefst kl. 19:00 og hvetur vikingurol.is stuðningsmenn Víkings nær og fjær til að fjölmenna. Dómari á morgunn er Pétur Guðmundsson og honum til aðstoðar verða Þorsteinn Sigurmundason og Davíð Kristján Hreiðarsson.

14.08.2010 19:55

Ýmir vann UMFG

C - riðill Það er í raun engin spenna í C riðli en þar eru Tindastóll og KB búin að tryggja sig í úrslitakeppnina. Ýmir gæti náð þriðja sætinu en þeir unnu botnlið Grundafjarðar 2-1 í dag.

Grundafjörður 1 - 2 Ýmir
Mörk Ýmis: Friðrik Ari Gunnarsson, Sölvi Víðisson

13.08.2010 09:07

Grundarfjörður - Ýmir, í kvöld

Þá er það síðasti heimaleikur Grundarfjarðar þetta sumarið... Ýmir mætir á svæðið og etur kappi við strákana okkar.

Hópurinn fyrir morgundaginn er eftirfarandi:

Almar Viðarsson
Ari Bent Ómarsson
Aron Baldursson
Birkir Freyr Baldursson
Gunnlaugur Smárason
Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson
Heimir Þór Ásgeirsson
Hilmir Hjaltason
Hrannar Már Ásgeirsson
Ingi Björn Ingason
Jón Steinar Ólafsson
Ragnar Smári Guðmundsson
Runólfur Jóhann Kristjánsson
Tómas Freyr Kristjánsson
Viktor Örn Jóhannsson
Vilhjálmur Pétursson

Það verður súpa kl 16:30 og mæting í klefa kl 17:45

ÁFRAM GRUNDARFJÖRÐUR

13.08.2010 09:05

Víkingar nánast öryggir með sæti í 1 deild

Leik lokið í Sandgerði. Víkingar fara með 0-2 sigur af hólmi í ágætisleik þar sem okkar menn voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en meira jafnræði var með liðunum í seinni. Gunnar þakkar fyrir sig og minnir á næsta leik liðsins sem er gegn ÍH næstkomandi sunnudag.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 387
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290013
Samtals gestir: 253472
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 10:48:52
Flettingar í dag: 387
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290013
Samtals gestir: 253472
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 10:48:52