Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

01.10.2010 07:40

Þorsteinn og Brynjar að fara?

Brynjar Gauti og Þorsteinn í Danaveldi


Sjá mynd í fullri stærðBrynjar Gauti Guðjónsson fór á dögunum til reynslu hjá danska félagsins Sonderjyske þar sem hann mun dvelja til 7. október.

Vikingurol.is hafði eftir kappanum að ágætlega hefði gengið á æfingum og hafa Íslendingarnir tveir sem eru á mála hjá félaginu þeir Ólafur Ingi Skúlason og Arnar Darri Pétursson verið honum innan handar. 

Brynjar er ekki einn um það að vera í Danaveldi því í dag hélt Þorsteinn Már Ragnarsson út til Vejle þar sem hann mun dvelja og æfa með liðinu til 10 október. Ljóst þykir að þetta mun reynast þeim félögum dýrmæt reynsla burt séð frá því hvað kann að gerast þegar fram líða stundir.

vikingur ó

29.09.2010 07:30

KSÍ heimtar stúku í Ólafsvík

KSÍ skyldar Víkinga að koma upp áhorfendastúku


"Ég er ósáttur við að knattspyrnusambandið skuli ekki á tímum eins og þessum, þegar staða sveitarfélaga er þröng, sýna tilslökun frá sínu leyfiskerfi. Hér hefur umgjörð leikja alltaf verið góð og aðstaða fyrir áhorfendur ágæt, aðkomufólk sem hingað hefur komið á leiki aldrei kvartað undan aðstöðunni þótt hér séu ekki föst áhorfendasæti við völlinn," segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Nú þegar Víkingar eru aftur komnir upp í 1. deild setur KSÍ fram stífa kröfu um að félagið komi upp áhorfendastúku við Ólafsvíkurvöll með föstum sætum fyrir 300 áhorfendur. Forráðamenn Víkings funda með KSÍ forustunni á næstu dögum vegna þessa, en sú staða blasir nú við að Víkingar fái ekki að óbreyttu að spila sína heimaleiki í Ólafsvík næsta sumar.

 

 

 

 

 

Síðast þegar Víkingar spiluðu í 1. deild, í fyrra og sumrin þar á undan var félagið á undanþágu með stúkumálin, en nú finnst forráðamönnum KSÍ ekki lengur stætt á því að veita áframhaldandi undanþágu. Kristinn bæjarstjóri sagði í samtalinu við Skessuhorn vera þeirrar skoðunar að miðað við stöðuna í þjóðfélaginu í dag, væri vel forsvaranlegt að veita umþóttunartíma, enda áhorfendur í Ólafsvík ekkert öðruvísi en á Ísafirði eða Bolungarvík, en lið Vestfirðinganna fær líklega undaþágu fyrsta sumarið í 1. deildinni.

"Það er dýrt fyrir samfélagið að fara upp um deild og við þurfum hér að ráðast í ýmiss verkefni, en vitaskuld er stutt í að stúkan komi," segir Kristinn. Kostnaður við umrædda áhorfendastúku er áætlaður um 30 milljónir króna, þar af greiði mannvirkjasjóður KSÍ um 10 milljónir króna. Áætlað er að stúkan við Ólafsvíkurvöll rísi í brekkunni undir svölunum þar sem farið hefur vel um áhorfendur til þessa og mun gera það áfram, að sögn Kristins bæjarstjóra í Snæfellsbæ.

 

23.09.2010 07:42

6 Víkingar í liði ársins

Víkingar með sex leikmenn í liði ársins


Lið ársins 2. deildVíkingar voru atkvæðamiklir þegar fotbolti.net opinberaði lið ársins í 2. deild í Gyllta salnum á Hótel Borg nú síðdegis. Alls áttu Víkingar 6 liðsmenn í liðinu og kom það í hlut þjálfara og fyrirliða deildarinnar að velja lið sumarsins.

Liðið er þannig skipað að Einar Hjörleifsson stendur í markinu, í vörninni eru þeir Brynjar Kristmundsson, Brynjar Gauti, Tomasz Luba og Anton Ásvaldsson (Hetti). Á miðjunni áttu Víkingar einn fulltrúa en það er Eldar Masic. Með Eldar eru þeir Stefán Eyjólfsson (Hetti) og Emil Pálsson (BI/Bolungarvík). Það þarf fáum að koma á óvart að Þorsteinn Már Ragnarsson er einn af þremur sóknarmönnum í liði ársins en með honum eru Andri Rúnar Bjarnason og Jónmundur Grétarsson sem báðir leika með BÍ/Bolungarvík.

Okkar maður Ejub Purisevic var kjörinn þjálfari ársins, Brynjar Gauti leikmaður ársins og Þorsteinn Már sá efnilegasti. Það má því með sanni segja að tímabilið hafi endað með miklum glæsibrag og eru okkar menn vel að þessu komnir.

Víkingurol.is óskar strákunum sem og öðrum leikmönnum til hamingju því ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir góða liðsheild. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir og með því smella á þær er hægt að sjá þær stærri.
Luba ársins
Gauti ársins Masic ársins Þorsteinn ársins
Ejub ársins Víkingar ársins 
       

20.09.2010 21:34

Þorsteinn bestur og Dominik efnilegastur

Glæsilegt sumar að baki | Lokahóf

20. september 2010
 

Það var mikið um dýrðir á lokahófi mfl. Víkings sem var haldið á Hótel Ólafsvík nú um helgina. Víkingsliðið kórónaði frábært tímabil með glæsilegum útisigri á næstbesta liði deildarinnar þar sem okkar mönnum tókst að koma knettinum fimm sinnum í markið en heimamenn aðeins tvisvar.

Þegar heim til Ólafsvíkur var komið höfðu stjórnarmenn gert allt klárt og kokkarnir á Hótel Ólafsvík tilbúnir með dýrindis krásir. Jónas Gestur Jónasson setti hátíðina áður en veislustjóri kvödsins Gunnar Örn Arnarson tók við stjórnartaumunum.

Þegar líða tók á kvöldið voru úrslit leikmannakosningar kunngjörð þar sem Þorsteinn Már Ragnarsson var valinn bestur en hann var jafnframt markahæsti leikmaður liðsins í sumar með 15 mörk. Dominik Bajda var valinn efnilegastur af þjálfurum og stjórn félagsins og óskum við þeim sem og öllum í liðinu til hamingju með frábært sumar.

Stjórnin vill að endingu koma á framfæri þakklæti sínu til allra sem lögðu hönd á plóg við að gera þetta sumar jafn eftirminnilegt líkt og raun ber vitni.

 
Þorsteinn og Dominik: Myndir tók Ingibjörg sumarliðadóttir

20.09.2010 21:32

Brynjar Gauti í U19

Brynjar Gauti í 22 manna hóp U-19

20. september 2010
Brynjar Gauti Guðjónsson fyrirliði Víkings Ó. var í síðustu viku valinn í 22 manna hóp U-19 ára landsliðs Ísland sem mætir Norður-Írum í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í þessari viku. Sá fyrri stendur núna yfir og er háður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.

Seinni leikurinn verður næstkomandi miðvikudag eða þann 22. september. Sá leikur verður háður á Fylkis-velli og hefst leikurinn kl. 16:00. Víkingurol.is verður af sjálfsögðu á staðnum og mun fylgjast með gangi mála.
Víkingur Ólafsvík

18.09.2010 19:19

Vikingur sló stigametið í 2 deild

Þá er leiknum lokið með stórsigri Víkings 2-5!!!! Það fer ekki á milli mála hvaða lið hefur verið best í 2.deildinni í sumar!!!! Taplausir í allt sumar og búnir að bæta stigamet í 12.liða deild!!!! Þetta er alveg glæsilegt!!

Vikingurol.is þakkar fyrir sig í dag! Glæsilegt að enda tímabilið svona!

Jón Haukur kveður að sinni.

 

 

Byrjunarlið Víkings í dag er þannig skipað

Einar í markinu, Tomaz og Archi í miðverði, Brynjar K og Sindri í bakverðinum, Eldar og Gauti á miðjunni, Aleks og Kristján Óli á köntunum, Þorsteinn og Edin fremstir.

Varamenn: Helgi Óttar varamarkmaður, Bega, Fannar, Heiðar, Dominik. 
 

Víkingur Ó.

12.09.2010 16:04

Titlinum fagnað

Víkingar fögnuðu titlinum með glæsibrag

11. september 2010 klukkan 16:44

Víkingur frá Ólafsvík tók á móti Víði frá Garði í hörku fótboltaleik á Ólafsvíkurvelli í dag þar sem mikið var í húfi fyrir bæði lið. Fyrir leikinn var ljóst að Víkingar yrðu krýndir meistarar en Víðismenn voru með bakið upp við vegg og ekkert annað en sigur gat bjargað þeim frá falli niður í þriðju deild.

Heimamenn komu ákveðnir til leiks og strax á 7. mínútu leiksins kom Aleksandrs Cekulajevs Víkingum yfir eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá landa sínum Artjoms Goncars. Víkingar fylgdu markinu eftir með hörku sókn en Henryk í marki Víðis var nokkrum sinnum mjög vel á verði.

Henryk kom hins vegar engum vörnum við á 12 mínútu leiksins þar sem Edin Beslija átti hörkuskot að marki sem söng í netmöskvunum á marki Víðis. Frábært mark hjá Edin sem var mjög ferskur í sókn Víkings í dag. Staðan var því 2-0 eftir tæplega stundarfjórðung og fátt virtist geta komið  í veg fyrir sigur heimamanna.

Víðismenn höfðu þrátt fyrir þunga sókn heimamanna ekki sagt sitt síðasta og á 41. mínútu náðu þeir að minnka muninn eftir hornspyrnu. Þar var að verki Einar Daníelsson sem kom knettinum í markið eftir klafs í teignum hjá heimamönnum. Staðan var því 2-1 þegar Halldór Breiðfjörð Jóhannsson flautaði til loka fyrri hálfleiks.

Heimamenn komu ákveðnir út eftir leikhlé líkt og í byrjun fyrri hálfleiks og pressuðu gestina hátt upp völlinn. Víkingar höfðu hæglega geta aukið muninn en þrátt fyrir fjölmörg færi tókst þeim ekki að koma knettinum í netið! Á 74. mínútu kom Einar Hjörleifsson markvörður Víkings í veg fyrir að gestirnir jöfnuðu metin en Jón Ingi Skarphéðinsson var kominn í ákjósanlegt færi. Einar var hins vegar vel á verði og varði glæsilega.

Á 84. mínútu innsiglaði Þorsteinn Már Ragnarsson sigur Víkings þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn gestanna eftir glæsilegan undirbúning frá Fannari Hilmarssyni og Heiðari Atla Emilssyni. Þorsteinn var einn á auðum sjó og setti boltann snyrtilega framhjá Boedker í marki Víðis.

Það voru því Víkingar sem fögnuðu í leikslok þegar Gylfi Þór Orrason afhenti þeim sigurverðlaunin við mikinn fögnuð heimamanna. Víðismenn sitja eftir með sárt ennið og munu spila í 3. deild að ári liðnu!
 
Champione

Tekið á móti dolluni

05.09.2010 13:39

Uppskeruhátíð UMFG 2010

Lokahófið

Lokahófið fór fram í gær og þetta var mikil snilld. Ég held að allir hafi bara skemmt sér gríðarlega vel og stemmingin hafi verið almennt mjög góð.


Leikmaður ársins valinn af leikmönnum: Aron Baldursson
Markahæsti leikmaðurinn: Heimir Þór Ásgeirsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Sigurbjörn Bjarnason

Búinn að henda inn myndum sem eru misgóðar en lýsa stemmingunni nokkuð vel.
Af síðu umfg

05.09.2010 13:36

Víkingur deildarmeistarar

Víkingar 2. deildar meistarar 2010


Víkingar tryggðu sér sigur í 2. deild árið 2010 þegar liðið sigraði Hött frá Egilsstöðum á Vilhjálmsvelli í dag. Með sigrinum fóru Víkingar í 52 og þegar tvær umferðir eru eftir hefur liðið 8 stiga forystu á BÍ/Bolungarvík sem sigraði Víði 4-2 í dag. Þar sem aðeins tvær umferðir eru eftir geta Vestfirðingarnir ekki náð Víking að stigum og mun því bikar fara á loft næstu helgi þegar Víðir frá Garði kemur í heimsókn í Ólafsvík.

Vikingurol.is óskar öllum Víkingum nær sem fjær hjartanlega til hamingju með þennan glæsta árangur. Þegar þetta er skrifað sitja strákarnir á flugvellinum á Egilsstöðum og bíða eftir flugi til Reykjavíkur. Gleðin í flugstöðinni er ósvikin og biðja allir að heilsa og vonandi sjáum við sem flesta áhorfendur á Ólafsvíkurvelli næstkomandi laugardag þar sem bikar mun fara á loft eftir deildarmeistaratitil í fyrsta skiptið!

Lifið heil og áfram Víkingur Ólafsvík!
Af síðu Víkings

29.08.2010 15:49

Baráttuleikur á Ólafsvikurvelli

1-0 sigur á Hamri í baráttuleik

28. ágúst 2010 klukkan 17:22
Það var blíðskapar verður í Ólafsvík þegar heimamenn í Víking tóku á móti Hamarsmönnum frá Hveragerði í dag. Ólafsvíkurvöllur skartaði sínu fegursta og voru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar eins og best verður á kosið, sól og örlítill andvari frá Norð-Austri.

Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 3. mínútu leiksins fengu heimamenn aukaspyrnu þegar brotið var á Artjoms Goncars rétt fyrir utan vítateig. Kristján Óli Sigurðsson tók spyrnuna og fyrna fast skot hans fór rétt yfir þverslánna og Björn í marki Hamars.

Þrátt fyrir góða byrjun beggja liða létu marktækifærin á sér standa en á 29. mínútu var Helgi Óttarr Hafsteinsson nálægt því að nýta sér mistök Björns í marki Hamars sem kastaði boltanum beint á Þorstein Már Ragnarsson í framlínu Víkings. Þorsteinn lagði boltann út á Helga en Björn náði að verja skot Helga og bjargaði því sem bjargað var.

Eins og fyrr segir var lítið um opin marktækifæri og einkenndust tilraunir beggja liða af skotum fyrir utan teig sem rötuðu oftar en ekki á ramman. Hættulegustu færin komu eftir föst leikatriði en á 37. Mínútu varði Björn í marki Hamars stórglæsilega í tvígang eftir hornspyrnu heimamanna. Fyrst skot Kristjáns Óla af stuttu færi og svo bakfallspyrnu Þorsteins en að lokum tókst varnarmönnum gestanna að koma boltanum út úr teignum. 

Fátt markvert gerðist það sem eftir var fyrri hálfleiks og var staðan því 0-0 þegar Ingvar Örn Gíslason dómari flautaði til leikhlés. Strax í upphafi seinni hálfleiks vildu heimamenn fá víti þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Þorsteini inn í vítateig. Ingvar dómari var ekki á sama máli og fengu heimamenn hornspyrnu sem þeim tókst ekki að nýta. Víkingar settu mikla pressu á Hamarsmenn í kjölfarið en þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst þeim ekki að koma knettinum í netið.

Víkingar fengu hættulegri færi í síðari hálfleik og eitt af þeim fékk ALeksandrs Cekulajevs á 62. mínútu. Þorsteinn Már sendi þá góða sendingu inn fyrir vörn Hamars þar sem Aleks var mættur en skaut knettinum yfir af stuttu færi. Á 78. Mínútu átti Einar í marki Víkings svo glæsilega stungusendingu á Edin Beslija sem fór illa með ákjósanlegt færi og skaut knettinum yfir markið. Tveimur mínútum síðar dró til tíðinda þegar fyrirgjöf Artjoms Goncars endaði í marki Hamars en Helgi Guðnason varð fyrir því óláni að breyta  stefnu knattarins með fyrrgreindum afleiðingum.  Víkingar þar með komnir með forystu og stutt eftir af leiknum.

Víkingar fengu færi til að bæta við en Björn í marki Hamars var vel á verði auk þess sem sóknarmenn Víkings voru langt frá sínu besta í dag. Leiknum lauk engu að síður með sigri heimamanna sem tróna á toppi deildarinnar með 49 stig.

 

23.08.2010 17:08

4 fl kvenna í 2 sæti

Til hamingju með árangurinn 8) 2.sæti á Íslandsmótinu er glæsilegur árangur! Þið eigið sannarlega hrós skilið allar saman. Án góðrar samvinnu ykkar allra hefði þetta ekki verið hægt:lol:
Þjálfarinn er eftir þessa helgi komin á "ofnæmiskúr" - hann hélt á tímabili að hópurinn um helgina hefði misskilið "keppnisgrein mótsins" og haldið að um keppni í ilmvatnsnotkun væri að ræða;)

En að næsta verkefni:lol:
Leikur í Reykjavík á þriðjudag þá veður síðasti leikur sumarsins og verður hann spilaður við Fjölni.
Þær sem eiga að mæta eru:
Azra
Irma
Rebekka
Gestheiður
Lovísa
Rakel
María
Sigrún
Thelma
Guðlaug Iris
Aldís
Viktoría
Elín
Gréta
Hrefna
Agnes

Staðfestið mætingu fyrir mánudagskvöl og að sjálfsöguð vantar bílstjóra í þessa síðustu og skemmtilegu ferð:$

Þessi törn er að verða búin og ég verð bara að segja að ég er mjög stoltur af ykkur þið eruð frábær hópur!

Af bloggsíðu 4 fl kvenna

23.08.2010 17:07

6 fl drengja í 2 sæti

2.sæti á Pollamóti KSÍ. Til hamingju!Þá er úrslitakeppni B liða Pollamóts KSÍ lokið og okkar strákar höfnuðu í 2.sæti. Til hamingju með þetta strákar! Það voru aðeins 8 strákar sem gátu tekið þátt um helgina og stóðu þeir sig frábærlega vel! Þeir stóðu vel í andstæðingunum og voru ekki langt frá því að vinna en úrslitaleikurinn var á milli Selfoss og okkar stráka. Leikurinn endaði 4-2.


Einhver vandræði eru við að koma stærri mynd inn - þið notið bara stækkunnargler:lol:

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10