Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

15.11.2010 07:56

Víkingur vann Breiðablik

Víkingur-Breiðablik Futsal

14. nóvember 2010
Víkingur lék í gær við Breiðablik í íslandsmótinu innanhús. Leiknum lauk með sigri okkar manna 14-3. Þeir sem skoruðu í gær voru Alfreð Már(4), Brynjar Gauti(4), Brynjar Kristmunds(1), Heimir Þór(3), Dominik(1),     Sindri Hrafn (1). Næsti leikur hjá Víking í futsal verður næsta laugardag á móti Kára á Akranesi.

08.11.2010 09:07

Tippleikur UMFG

Staðan í getraunaleik UMFG 2010-11


Staðan 6. Nóv.

Leikvika 38 39 40 41 42 43 44 STAÐAN

Hópur                
1 Hjónin 8 8 8 9 10 10 9 62
2 H.G. 7 8 7 8 10 9 11 60
3 Sæstjarnan 7 9 7 7 10 10 10 60
4 Trukkarnir 8 11 8 5 8 11 8 59
5 Grafarþögn 8 8 5 6 11 10 10 58
6 Sjóarar 8 8 8 7 9 10 8 58
7 2 efnilegir 7 11 9 7 7 9 7 57
8 Litla ljónið 9 7 6 5 8 12 10 57
9 N1 9 6 6 8 9 10 9 57
10 Albatross 9 7 7 6 8 11 8 56
11 Asiska undrið 7 10 6 5 9 9 10 56
12 Önundur 7 5 8 7 10 11 8 56
13 Bryggjupollar 7 7 8 6 8 10 9 55
14 G-42 3 10 8 5 9 10 10 55
15 Meistararnir 7 6 8 7 9 10 8 55
16 Pétursson 7 10 7 6 7 11 7 55
17 Púkarnir 7 7 8 8 8 9 8 55
18 S.G. Hópurinn 7 6 7 6 8 11 9 54
19 Sverðdís 7 9 7 5 9 8 9 54
20 2 í glasi 6 8 6 6 8 10 9 53
21 Synir Satans 6 9 9 7 8 9 5 53
22 Frænkan 5 6 11 3 10 10 7 52
23 Grobbelear 7 8 6 5 8 10 8 52
24 Timon og Pumba 7 6 7 7 7 10 8 52
25 Kaffi 59 3 6 6 7 10 8 9 49
26 What ever 6 8 6 5 7 10 7 49
27 2  Bjartir 7 7 8 4 9 7 6 48
28 Sérfræðingarnir 3 8 7 3 10 10 7 48
29 Sæbjúgun 6 5 5 7 9 7 8 47
30 The blondies 3 7 8 4 9 9 6 46
31 Pungarnir 3 6 9 6 6 9 6 45
32 Up the irons 6 5 5 6 10 8 5 45

06.11.2010 13:26

Markasúpa í Ólafsvík


Víkingur Ól - Grundarfjörður 12 - 5
Mörk Grundarfjarðar:
Ragnar Smári 3
Ingi Björn
Semek
...
Svo voru reyndar slatti af Grundfirðingum sem skoruðu fyrir Víking, Mörk Víkings gerðu Brynjar Gauti, Alfreð Hjaltalín og Grundfirðingarnir Brynjar Kristmunds, Heimir Þór og Dominik 

06.11.2010 09:07

Knattspyrnuþjálfarafélagið 40 ára

Dagskrá afmælisráðstefnu KÞÍ 13. nóvember

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands verður 40 ára laugardaginn 13 nóvember

Í tilefni af 40 ára afmæli Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands blæs félagið til afmælisráðstefnu í samvinnu við KSÍ.  Ráðstefnan fer fram í höfuðstöðvum KSÍ, laugardaginn 13. nóvember og hefst kl. 10:00.

Dagsrká ráðstefnunnar er svohljóðandi:

10:00                Setning - Sigurður Þórir Þorsteinsson,  formaður KÞÍ

10:15                U-21 árs landslið Íslands.  Fyrirlesari : Sigurður Ragnar Eyjólfsson 

11:15                Skipulag þjálfunar þýskra landsliða. Fyrirl. Michael Köllner fræðslunefnd DFB

12:30                Hádegishlé

13:15                Líkamleg þjálfun knattspyrnumanna. Fyrirlesari : Raymond Verheijen

15:00                Ráðstefnulok

Ráðstefnustjóri : Kristján Guðmundsson

Verð : 3500 krónur, en 1500 krónur fyrir félagsmenn KÞÍ.  Innifalið er kaffi og hádegisverður.

Þátttaka á ráðstefnunni gildir sem fimm tímar í endurmenntun fyrir KSÍ B ( UEFA B) og  KSÍ A (UEFA A)

Þátttaka tilkynnist á netfang : kthi@kthi.is

06.11.2010 09:03

Ráðstefna um þjálfun barna

Fræðsla
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

KSÍ heldur ráðstefnu um þjálfun barna 12. nóvember

Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu


KSÍ mun halda ráðstefnu um þjálfun barna föstudaginn 12. nóvember næstkomandi.  Aðalfyrirlesari verður Ian Bateman tækniþjálfari frá enska knattspyrnusambandinu.  Ian mun verða með bóklegan fyrirlestur og verklegar æfingar. 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ mun kynna nýjan DVD disk sem KSÍ hefur tekið upp og er að vinna í að gefa út og snýr að tækniþjálfun barna og á að hvetja börn í að vera dugleg að æfa sig sjálf. 

Fleiri fyrirlesarar munu koma að ráðstefnunni og áhugasamir þjálfarar eru beðnir um að taka daginn frá en dagskrá ráðstefnunnar verður kynnt nánar síðar.  Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum opin. 

Skráning er hafin og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka þarf fram fullt nafn, kennitölu, gsm síma og netfang. 

Ráðstefnan telur sem endurmenntun fyrir KSÍ B og KSÍ A gráðu þjálfara.

05.11.2010 07:57

Breytingar á leikmannahópi UMFG

Leikmannamarkaðurinn

Samkomulag náðist nú seint í kvöld um félagaskipti fyrir Heimi Þór Ásgeirsson úr Grundarfirði yfir til nágrannanna í Víking Ól. Kaupverðið er ekki gefið upp en skv heimildum fréttaritara ætla Víkingarnir að láta Grundfirðinga hafa 1 brauðhleif og 3 stk af remy strokleðrum. Þetta féllst stjórn Grundarfjarðar á og voru himinlifandi með þessi viðskipti.

Við óskum Heimi góðs gengis með Víkingi Ól og þökkum fyrir síðasta sumar en hann var einn af okkar bestu mönnum.


Heimir mun klæðast treyju Víkings á næstunni.

2 nýir leikmenn hafa gengið til liðs við Grundarfjörð og eru komnir með leikheimild fyrir Futsalið sem hefst um helgina. Þetta eru þeir Predrag Milosavljevic sem kemur frá Víking Ól og Steinar Már Ragnarsson sem skiptir yfir frá Snæfell.

Við bjóðum þá velkomna í Grundarfjarðarliðið.

Hópurinn fyrir leikinn við Víking sem verður kl 10 á laugardagsmorguninn er því þannig skipaður.

Viktor Örn
Semek Andri
Predrag
Steinar Már
Tryggvi
Heimir Þór
Aron Bald
Hrannar Már
Ragnar Smári

03.11.2010 19:15

Æfingar að hefjast eftir sumarfrí

Æfingar hefjast að nýju í dag

Æfingar hjá meistarflokki karla í knattspyrnu hefjast að nýju í dag eftir vetrarfrí. Leikmenn Víkings hafa nú fengið rúmlega eins og hálfs mánaðar frí frá skipulögðum æfingum en æfingin á morgun fer fram í íþróttahúsi Snæfellsbæjar og hefst hún kl. 19:00.
        
Æfingar fara að mestu leyti fram í íþróttahúsinu en einnig er æft á sparkvellinum ef veður leyfir. Styrktaræfingar fara fram í líkamsræktarstöðinni Sólarsport líkt og undanfarin ár undir handleiðslu Ejubs og Bega.

Futsal keppni KSÍ hefst svo þann 6 nóvember þar sem Víkingar taka á móti nágrönnum sínum frá Grundarfirði kl. 14:00 í Ólafsvík. Í riðlinum eru einnig Breiðablik og Kári frá Akranesi.

29.10.2010 09:33

Fréttir frá Víking

Tomasz Luba framlengir út næsta tímabil


Varnarmaðurinn sterki Tomasz Luba og Víkingur komust í dag að samkomulagi um áframhaldandi samning og gildir hann til loka tímabilsins 2011.

Tomasz lék frábærlega í hjarta varnarinnar í sumar en alls spilaði hann 19 leiki og skoraði í þeim tvö mörk. Auk þess spilaði hann 6 leiki í bikar og skoraði einnig tvö mörk. Tomasz var svo valinn í lið ársins í 2. deild af fotbolta.net ásamt fimm öðrum leikmönnum Víkings.

Tomasz kom til Víkinga fyrir síðasta keppnistímabil en hann lék áður með Reyni frá Sandgerði við góðann orðstýr. Tomasz er lykilmaður í liði Víkings og því gríðarlega sterkt að halda honum í Ólafsvík.

27.10.2010 15:26

Tippleikur UMFG

Góð þáttaka er í getraunaleik UMFG sem fór af stað núna í haust.
32 hópar eru skráðir til leiks. Getspeki er æði misjöfn. 
Spekingarnir hittast í Kaffi 59 á laugardagsmorgnum og bera þar saman bækur sínar
og skiptast þar á skoðunum um mismikið ágæti liða í ensku deildinni
Umsjónarmaður hópleiksins hjá UMFG er Guðmundur Gíslason


Staðan 23 0kt.
Leikvika 38 39 40 41 42 STAÐAN
Hópur            
1 Hjónin 8 8 8 9 10 43
2 2 efnilegir 7 11 9 7 7 41
3 H.G. 7 8 7 8 10 40
4 Sæstjarnan 7 9 7 7 10 40
5 Sjóarar 8 8 8 7 9 40
6 Trukkarnir 8 11 8 5 8 40
7 Synir Satans 6 9 9 7 8 39
8 Grafarþögn 8 8 5 6 11 38
9 N1 9 6 6 8 9 38
10 Púkarnir 7 7 8 8 8 38
11 Albatross 9 7 7 6 8 37
12 Asiska undrið 7 10 6 5 9 37
13 Meistararnir 7 6 8 7 9 37
14 Önundur 7 5 8 7 10 37
15 Pétursson 7 10 7 6 7 37
16 Sverðdís 7 9 7 5 9 37
17 Bryggjupollar 7 7 8 6 8 36
18 2  Bjartir 7 7 8 4 9 35
19 Frænkan 5 6 11 3 10 35
20 G-42 3 10 8 5 9 35
21 Litla ljónið 9 7 6 5 8 35
22 2 í glasi 6 8 6 6 8 34
23 Grobbelear 7 8 6 5 8 34
24 S.G. Hópurinn 7 6 7 6 8 34
25 Timon og Pumba 7 6 7 7 7 34
26 Kaffi 59 3 6 6 7 10 32
27 Sæbjúgun 6 5 5 7 9 32
28 Up the irons 6 5 5 6 10 32
29 What ever 6 8 6 5 7 32
30 Sérfræðingarnir 3 8 7 3 10 31
31 The blondies 3 7 8 4 9 31
32 Pungarnir 3 6 9 6 6 30
   =  Skiluðu ekki

15.10.2010 21:26

Brynjar Gauti spilar með U19

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson úr Víking Ólafsvík hefur verið valinn í tuttugu manna hóp U-19 landslið karla. Liðið er undir stjórn Kristins Rúnars Jónssonar þjálfara. Brynjar Gauti mun því fara með liðinu til Wales dagana 20-25. október næstkomandi og keppa þrjá leiki í undankeppni EM 2011. Leikirnir verða gegn Kasakstan, Wales og Tyrklandi.

 

15.10.2010 20:50

Vesturlandsriðill í futsal

Futsal

Jæja... það er orðið ansi langt síðan það hefur eitthvað gerst á þessari annars ágætu síðu okkar. Búið að vera hálfgert slen yfir okkur síðan Íslandsmótið kláraðist. Enda fínt að taka smá pásu.

Nú erum við byrjaðir að sprikla aðeins innanhúss og svo fara æfingarnar rólega af stað. Nú erum við skráðir til leiks í Íslandsmótið innanhúss þar sem spilað er eftir futsal reglum. Komin eru drög að riðli og eins og þetta lítur út núna þá erum við í riðli með Víking Ól, ÍA og Kára frá Akranesi. Þetta er sannkallaður Vesturlandsriðill og nú er um að gera að taka á því.


Skrifað 15.10.2010 kl. 16:38 af Tommi

14.10.2010 11:51

Þorsteinn fer aftur til Velje

Vejle vill halda Þorsteini Má lengur
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Már Ragnarsson framherji Víkings Ólafsvíkur hefur þótt standa sig svo vel á reynsluæfingum hjá Velje í Danmörku upp á síðkastið að félagið vill nú framlengja dvölinni.

Þorsteinn Már var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar í sumar og varð einnig næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar.

,,Hann hefur sýnt það sem við töldum að hann gæti," sagði Lars Bach yfirnjósnari félagsins á vef þess.

,,Þorsteinn Már Ragnarson er mjög hæfileikaríkur fótboltamaður sem hefur mikinn hraða og tæknilega er hann nokkuð góður. Við erum að skoða möguleikann á að fá hann hingað í lengri tíma, svo við getum séð hann í nokkrum leikjum."


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=98643#ixzz12KjBPzxB

14.10.2010 09:18

Stúka við Ólafsvíkur völl

Skóflustunga tekinn á Laugardaginn 16 okt kl 13.00

Eins og öllum kunnugt þá sigruðu Víkingar 2. deild í

 knattspyrnu í sumar og munu því leika í fyrstu deild næsta sumar,

þetta er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni en þessari uppfærslu fylgir sú kvöð

að byggja þarf stúku sem tekur a.m.k. 300 manns í sæti, að öðrum kosti getur Víkingur

ekki leikið heimaleiki sína í Ólafsvík. Útséð er með að hægt sé að fá undanþágu frá þessu

svo að vinna er hafin við að leysa málið, sambærilegar stúkur í öðrum bæjarfélögum

hafa kostað allt að 30 milljónum en stjórn meistaraflokks Víkings hefur náð

samningum við Nesbyggð um að byggð verði stúka sem kosta mun 21 milljón.


Ólafsvíkurvöllur mun taka sig vel út með nýrri stúku...

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja 7 milljónir til

verkefnisins  og að auki mun KSÍ, Nesbyggð og fleiri styrktaraðilar styrkja verkefnið veglega.

Næsta laugardag hefjast framkvæmdir við stúkubygginguna með því að fyrsta

skóflustungan verður tekin, óskað er eftir því að börnin sem tekið hafa þátt í

Snæfellsnessamstarfinu í knattspyrnu taki skóflustunguna í sameiningu, hver komi með

sína skóflu. Eftir athöfnina verður boðið í pylsupartý í boði Nesbyggðar.

11.10.2010 10:52

Framlög frá UEFA og KSÍ

KSÍ úthlutar framlögum frá UEFA til aðildarfélaga

Samþykkt stjórnar KSÍ um úthlutun fjármagns UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs 2010:

1)     Framlag UEFA til aðildarfélaga til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga rennur til þeirra félaga sem leika í Pepsi-deild karla árið 2010.  Félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.400.000 hvert.  Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta áætlun um uppeldisstarf skv. leyfisreglugerð KSÍ.  Framlag UEFA getur einungis runnið til félaga í Pepsi-deild karla skv. ákvörðun UEFA.

2)     Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 50 milljónum króna rennur til félaga í 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og aðildarfélaga KSÍ utan deilda 2010. Hvert félag í 1. deild karla fær kr. 1.600.000, félag í 2. deild karla fær kr. 1.100.000 önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000.  Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum.

3)     Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna.

Samkvæmt þessu reglum fá félög á sambandssvæði HSH úthlutað eftirfarandi

Víkingur. 1.100.000

UMFG. 800.000

 og Snæfell. 250.000

Þetta fjármagn kemur sér vel í barna og unglingastarf félaga sem er með miklum ágætum í dag.01.10.2010 07:42

Brynjar og Brynjar í U19 æfingahóp

Íbúðarbræðurnir valdir í æfingahóp U-19!!!

30. september 2010 klukkan 23:06
Þeir íbúðarbræður Brynjar Gauti Guðjónsson og Brynjar Kristmundsson hafa verið valdir í æfingarhóp U-19 ára landsliðsins sem undirbýr sig fyrir undankeppni Evrópumeistaramótsins.

Þeir félagar eru hluti af 26 manna æfingahóp sem Kristinn R. Jónsson hefur valið og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir fái tækifæri með liðinu. Brynjar Kristmunds kemur inn eftir nokkurt hlé frá landsliðsverkefnum en Gauti hefur verið fastamaður undanfarin misseri. 

Víkingurol.is óskar þeim að sjálfsögðu góðs gengis.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10
Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 514
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 3294555
Samtals gestir: 253637
Tölur uppfærðar: 20.1.2018 03:10:10