Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

12.12.2010 12:18

Burst hjá Víking

Vikingur - Kári Futsal

11. desember 2010 klukkan
Í dag lék Víkingur sinn síðasta leik í sínum riðli í futsal og vouru mótherjarnir Kári frá Akranesi. Strákarnir okkar tóku strax öll völd á vellinum og unnu glæsilegan sigur 23 - 0. Mörk okkar í dag Alfreð 8 Heimir 3 Sindri 3  Óli 2  Þorsteinn 2 Domnic 2 Brynjar k 2 Tomaz 1.

10.12.2010 08:25

Þorsteinn áfram hjá Víking

Þorsteinn framlengir samning sinn við Víking Ó


Knd. Víkings Ó og Þorsteinn Már Ragnarsson hafa skrifað undir nýjan samning  til ársloka 2012. Þorsteinn hefur leikið með Víking frá árinu 2007 eftir að hafa komið frá uppeldisfélagi sínu Grundarfirði.

Þorsteinn vakti mikla athygli í sumar fyrir leik sinn og varð næst markahæsti leikmaður 2. deildar með 18 mörk, varð valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar af þjálfurum og fyrirliðum í kosningu sem fotbolti.net stýrði. Einnig var hann valinn besti leikmaður Víkings Ó í sumar.

Þessi árangur varð til þess að Vejle í Danmörku fékk hann tvisvar til æfinga nú í haust. Vejle mun halda áfram að fylgjast með Þorsteini. Stjórn félagsins er mjög ánægð með að Þorsteinn verði áfram í herbúðum Víkings.
Víkingur Ólafsvík

09.12.2010 09:30

Staðan í Futsal

Víkingar unnu stórsigur á Breiðabliki í Íslandsmótinu í
innanhússfótbolta um síðustu helgi, Víkingar unnu þá
16 - 0 í Smáranum í Kópavogi. Grundarfjörður varð
hinsvegar að lúta í lægra haldið fyrir Kára frá Akranesi 15-6.
Staðan í C-riðli er þá þannig að Víkingur er efstur
með 15 stig og á eftir að leika einn leik, í öðru sæti er
Kári með 9 stig og á eftir að leika tvo leiki. Báða leikina
leikur Kári n.k. laugardag en þá koma þeir til Ólafsvíkur
og spila gegn Grundarfirði og Víkingi sama daginn.
Kári getur jafnað Víking að stigum ef Kári vinnur báða
leikina og þá mun markatala líklega ráða úrslitum, eins
og staðan er núna þá er Kári með 9 mörk í plús en Víkingur
er með 49 mörk í plús. Áhorfendur ættu a.m.k. að
geta fengið skammt af spennu  ef þeir mæta í íþróttahús
Snæfellsbæjar á laugardag og hvetja Snæfellingana
áfram, leikur Kára og Víkings hefst kl. 14 en leikur
Kára og Grundarfjarðar hefst kl. 16.


frétt úr Jökli

06.12.2010 11:29

Tap fyrir Kára

Tap fyrir Kára

Það var hálf þunnskipaður hópur sem fór uppá Akranes á laugardaginn til að spila við Kára menn... Hringja þurfti ófá símtöl til að smala í lið en flestir leikmanna voru annaðhvort uppteknir við vinnu, lærdóm eða veikir.

Hópurinn sem fór var:
Viktor
Semek
Ásgeir Þór
Runni
Arnar Dóri
Sigurbjörn
Hilmar Orri
Hinni Rauði.(dauði)

Viktor var svo rekinn útaf snemma í leiknum og Hinni þurfti að fara í mark. Það má geta þess að Viktor var nýkominn úr banni. Hann mun missa af leiknum mikilvæga næsta laugardag.


Leikurinn endaði 15-6 Kára í vil. Mörk Grundarfjarðar skoruðu Semek sem var með 4, Arnar Dóri og Hilmar Orri.
Staðan er því þannig að Kári er með 9 mörk í plús og við með 12 mörk í mínus. Okkar möguleikar liggja í því að Kári tapi stórt fyrir Víking Ól og við vinnum þá svo stórt og vinnum upp þennan markamun. Þetta mun allt koma í ljós á laugardaginn því að báðir leikirnir verða spilaðir þá.

02.12.2010 17:18

HM 2018 og 2022

Merki FIFA

HM 2018 í Rússlandi og HM 2022 í Katar

Ákvörðunin var tilkynnt hjá FIFA í dag

2.12.2010 KSÍ

Í dag var tilkynnt í höfuðstöðvum FIFA hvaða þjóðir halda úrslitakeppnir HM árin 2018 og 2022.  Það kom í hlut Rússlands að halda úrslitakeppnina 2018 en það kom í hlut Katar að halda keppnina 2022.  Næsta úrslitakeppni HM verður í Brasilíu 2014.

Þjóðirnar sem kepptust um að fá hlutverk gestgjafa héldu kynningar í gær og í dag.  Eftir þær kom svo framkvæmdastjórn FIFA saman og greiddi atkvæði.  Það var svo forseti FIFA, Sepp Blatter, sem tilkynnti um þá er hrepptu hnossið.  Mátti greina tár jafnt gleði sem sorgar í salnum eftir tilkynninguna.

Þjóðirnar sem sóttu um að halda úrslitakeppni HM 2018 voru: Holland/Belgía, Spánn/Portúgal, England og Rússland.

Þjóðirnar sem sóttu um að halda úrslitakeppni HM 2022 voru: Ástralía, Suður Kórea, Bandaríkin, Japan og Katar.

02.12.2010 17:16

Íslensk knattspyrna 2010

Íslensk knattspyrna 2010

fotbolti_2010Bókin Íslensk knattspyrna 2010 er komin út hjá Bókaútgáfunni Tindi. Þetta er þrítugasta árið í röð sem árbókin um íslenska fótboltann er gefin út en sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1981. Bókin er 240 blaðsíður og þar af eru nú 96 síður í lit, fleiri en nokkru sinni fyrr, og hefur litasíðum fjölgað um sextán frá síðasta ári. Bókin er jafnframt myndskreytt með um 340 myndum, og þar eru m.a. litmyndir af meistaraliðum ársins í öllum flokkum, öllum liðum í efstu deild karla ásamt mörgum fleirum.

 

Í bókinni er fjallað um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2010. Mjög ítarlega er sagt frá gangi mála á Íslandsmótinu í öllum deildum og flokkum. Mest að sjálfsögðu um efstu deildir karla og kvenna, og 1. deild karla, þar sem gangur mála er rekinn frá umferð til umferðar, en líka um keppni í 2. og 3. deild karla og 1. deild kvenna. Hægt er að sjá hverjir spiluðu með hvaða einasta liði í öllum deildum, hvað þeir léku marga leiki og hve mörg mörk þeir skoruðu og mkilar upplýsingar er að finna um félögin og leikmennina.

 

Þá er fjallað mjög ítarlega um alla landsleiki Íslands, bæði hjá A-landsliðum karla og kvenna og yngri landsliðum, um bikarkeppnina, Evrópuleikina, sagt frá öllum Íslendingum sem leika sem atvinnumenn erlendis, og frásagnir af öðrum mótum og viðburðum á árinu.

 

Stór viðtöl eru í bókinni við Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki sem var valinn besti leikmaður Íslandsmóts karla, og við Rakel Logadóttur, Íslandsmeistara með Val og landsliðskonu. Ennfremur er rætt við Eyjólf Sverrisson þjálfara 21-árs landsliðs Íslands um frábæra frammistöðu þess.

 

Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, sem hefur skrifað bókina samfleytt frá árinu 1982. Sigurður Sverrisson skrifaði fyrstu bókina árið 1981 og hann og Víðir sáu í sameiningu um bókina 1982.

26.11.2010 07:43

Vikingur vann UMFG

Tap gegn Víking

Grundarfjörður og Víkingur Ól áttust við í kvöld í hörku futsal leik. Stór skörð voru höggvin í leikmannahóp Grundarfjarðar þar sem að tveir byrjunarliðsmenn fengu rautt í leik gegn Breiðablik um síðustu helgi. Hinrik Jóhannesson tók að sér það hlutverk að standa á milli stanganna í leiknum.

Grundarfjörður komst í 1-0 með marki frá Semek en Víkingar svöruðu með 3 mörkum áður en flautað var til hálfleiks. Hinni átti góðan leik í markinu.

Í seinni hálfleik var öldin önnur og Víkingar skoruðu 8 mörk gegn einu frá Semek. Leikurinn fór því 11-2 Víkingum í vil.  Mörk Víkings voru að mestu leiti  skoruðu af Grundfirðingum eða 9 af 11.  Heimir Þór(6), Þorsteinn Már(2), Tomas(1), Alfreð(1) og Brynjar Kristmunds(1).

Nú eru tveir leikir eftir gegn Kára frá Akranesi og þetta er úrslita rimma um hvort liðið lendir í öðru sæti í riðlinum. Það eru því spennandi leikir framundan hjá Grundarfirði.


Semek skoraði bæði mörk Grundarfjarðar og er markahæstur í liðinu með 11 mörk í 4 leikjum.

24.11.2010 12:04

UMFG og UMF Víkingur eigast við annað kvöld

Grundarfjörður - Víkingur

Næsti leikur Grundarfjarðar í futsal er á fimmtudaginn næsta kl 19:30 í íþróttamiðstöðinni í Ólafsvík. Þetta er skráður heimaleikur Grundarfjarðar og hvetjum við alla til að mæta í Ólafsvíkina og styðja sína menn.

Aldrei að vita nema að Hemmi láti sjá sig.


Blanco verður væntanlega í sviðsljósinu.

24.11.2010 12:02

Alfreð gerir 2 ára samning við Víking

Alfreð Már skrifar undir samning

17. nóvember 2010

Alfreð Már Hjaltalín skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við Víking Ólafsvík. Alfreð kom við sögu í 6 leikjum liðsins í sumar, fimm í deild og einum í bikar. Auk þess spilaði hann alla 6 leiki liðsins í lengjubikarinum og stóð sig með mikilli prýði.

Alfreð er aðeins á sextánda aldursári og því einn af framtíðarleikmönnum Víkings.
"Ég er mjög ánægður með þetta, hér er góður þjálfari og umgjörðin eins og hún gerist best" sagði hinn knái hólmari í samtali við vikingurol.is.

Undirbúningstímabilið á Íslandi er eitt það lengsta í heiminum og eru leikmenn byrjaðir að æfa á fullu eftir stutt frí. Alfreð er staðsettur í höfuðborginni þar sem hann æfir og er nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. 
"Undirbúningstímabilið legst vel í mig. Ég æfi í Reykjavík en hlakkar mikið til að koma heim og æfa á fullu með Víking"

Víkingar hafa einnig farið vel af stað í futsal og hafa unnið fyrstu tvo leiki mótsins nokkuð örugglega. Alfreð er bjartsýnn á framhaldið og telur Víking eiga góða möguleika. 
"Takmarkið er að komast upp úr riðlinum og vonandi að fara alla leið í úrslit."

22.11.2010 10:36

UMFG lagði Blika

Sigur gegn Blikum

Grundfirðingar gerðu góða ferð í Kópavoginn í gær og fóru með 12-8 sigur í farteskinu heim. Slæmu fréttirnar eru þær að 2 Grundfirðingar fengu að líta rautt spjald og verða því í banni í næsta leik gegn Víking Ól.

Hópurinn sem fór var...
Viktor
Ingi Björn
Semek
Ragnar Smári
Sigurbjörn
Hilmar Orri
Steinar Már
Hermann Geir
Hinni Rauði
Aron

Mörk Grundfirðinga skoruðu:
Semek 3
Hemmi 2
Ragnar 2
Steinar Már 2
Hilmar Orri 1
Ingi Björn 1
Hinni Rauði 1

Viktor fékk rautt í fyrri hálfleik og Ragnar Smári leit rautt rétt fyrir leikslok.

Greinilegt að Semek getur bara ekki hætt að skora og er kominn með 10 mörk í 3 leikjum.


Hilmar Orri er fæddur "97 og er því aðeins 13 ára. Hann náði samt að skora í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Vel gert Hilmar.


Semek er óstöðvandi þessa dagana.

22.11.2010 10:32

1 deild 2011

Víkingar byrja á Haukum á Ólafsvíkurvelli

20. nóvember 2010
Dregið var í töfluröð fyrir næstkomandi tímabil á formanna- og framkvæmdastjórafundi knattspyrnusambandsins í dag. Víkingar hefja tímabilið á heimavelli þar sem Haukar heimsækja okkur. Haukar féllu niður í 1. deild eftir árs veru í Pepsi-deildinni og munu því án efa verða Víkingum fínasta prófraun strax í fyrsta leik. Í kjölfarið kemur útileikur gegn Fjölni og næst heimaleikur gegn Gróttu. Í fjórðu umferð verður sannkallaður Vesturlandsslagur þar sem okkar menn fara á Skipaskaga og sækja ÍA heim. Töfluröðin má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.  

18.11.2010 13:15

UMFG mætir Breiðablik á sunnudag í Smáranum

Breiðablik - Grundarfjörður

Sunnudaginn 21. nóv. kl. 14:00 eigast Breiðablik og Grundarfjörður við í Futsal og verður leikurinn í Smáranum í Kópavogi. Hópurinn sem fer í þennan leik er þessi...

Viktor
Ingi Björn
Semek
Sigurbjörn
Ragnar Smári
Predrag
Steinar Már
Runni
Hinni Rauði
Aron
Hrannar


Ætli Sibbi setjann á móti Blikum???

Þetta gæti breyst eitthvað þegar nær dregur.

17.11.2010 15:24

Er Þorsteinn að fara til Vejle?

Þjálfari Vejle yfir sig hrifinn af Þorsteini Má
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji Víkings frá Ólafsvík, hefur hrifið forráðamenn danska 1. deildarliðsins Vejle upp úr skónum þann tíma sem hann hefur verið við æfingar hjá félaginu síðastliðnar vikur.

Þorsteinn fór til Vejle á reynslu þegar keppnistímabilinu á Íslandi lauk og síðan aftur í byrjun þessa mánaðar. Hann er þar enn og spilaði meðal annars með varaliði félagsins í leik gegn Esbjerg í gær.

Mats Gren, þjálfari Vejle, hældi Þorsteini í hástert í samtali við Fótbolti.net.

,,Við erum mjög hrifnir af því sem við höfum séð til Þorsteins og það er augljóst að hann er mjög áhugaverður leikmaður," sagði Gren.

,,Hann er mjög ungur ennþá og á ýmislegt eftir ólært en það sem hann er fær um að gera inni á vellinum nú þegar gefur vísbendingu um hversu góður hann getur orðið í framtíðinni."

Gren segir Þorstein hafa átt í mestu erfiðleikunum með að aðlagast tempóinu í danska boltanum, á æfingum og í leikjum varaliðsins, en það sé eðlilegt sé litið til þess að hann spilaði í íslensku 2. deildinni í sumar.

,,Það sem leikmenn reka sig oft á þegar þeir fara til annarra landa er tempóið og vissulega er tempóið hérna í dönsku 1. deildinni miklu hærra en í íslensku 2. deildinni og á það hefur Þorsteinn rekið sig. Ég tala nú ekki ef við náum að vinna okkur sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þá blasir við allt annar heimur."

Vejle íhugar nú alvarlega að festa kaup á Þorsteini en Gren segir að ákvörðun um það verði tekin innan tveggja vikna.

,,Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið vegna þess að það þarf að huga að mörgu áður en að henni kemur. Það þarf að vega og meta ýmis atriði, eins og hvað er best fyrir félagið og ekki síst leikmanninn sjálfan. Það er eitthvað sem við munum nú fara að skoða," sagði Gren að lokum í samtali við Fótbolti.net.


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=100221#ixzz15YO0uhpn

16.11.2010 21:45

Brynjar Gauti til ÍBV

Brynjar Gauti semur við ÍBV

15. nóvember 2010

Hinn ungi og efnilegi Brynjar Gauti Guðjónsson hefur ákveðið að söðla um og spila með Íþróttabandalagi Vestmannaeyja næsta sumar. Samningur þess efnis var undirritaður seinni partinn í dag en ýmis félög höfðu sett sig í samband við Gauta en taldi hann ÍBV vera besta kostinn. "Það er flottur þjálfari og þetta er flott félag sem gerði góða hluti í sumar og ætlar sér stærri hluti. Það er gaman að vera partur af því" sagði Brynjar í samtali við fótbolta.net í dag.

 

Brynjar Gauti hefur leikið 82 leiki með Víking frá því hann hóf feril sinn með meistaraflokk og skoraði hann í þeim 11 mörk. Hann spilaði ýmist sem miðvörður eða varnarsinnaður miðjumaður auk þess sem hann hefur verið fastamaður í vörn U-19 ára landsliðs Íslands.

 


15.11.2010 07:57

UMFG vann Breiðablik

Sigur gegn Blikum

Breiðablik mætti í Ólafsvíkina á laugardag til að etja kappi við Víking og Grundarfjörðu. Fyrst steinlágu þeir gegn Víking 14-3. Svo spiluðu þeir við Grundarfjörð og steinlágu 16-7. Semek var með 5 mörk í þessum sigri. Predrag með 3 mörk. Ragnar Smári, Runni, Ingi Björn og Steinar Már voru allir með 2 mörk.


Fyrirliðinn var með tvö mörk í dag.


Semek aka Kaka var með 5 mörk.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22