Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

12.03.2014 14:56

Ingi besti þjálfarinn og 2x Hildur í Úrvalsliðinu

Verðlaunahafar dagsins.
Verðlaunahafar dagsins. VÍSIR/DANÍEL
Á blaðamannafundi KKÍ dag var tilkynnt úrvalslið Dominos-deildar kvenna fyrir síðari hluta tímabilsins.

Það kom fáum á óvart að Lele Hardy, leikmaður Hauka, skildi vera valinn besti leikmaður síðari hluta mótsins en hún hefur reyndar farið á kostum í allan vetur.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari deildarmeistara Snæfells, var valinn besti þjálfarinn og Íris Ásgeirsdóttir Hamri var valinn dugnaðarforkurinn.

Úrvalslið síðari hluta Dominos-deildar kvenna:

Hildur Sigurðardóttir, Snæfell
Lele Hardy, Haukar
Sigrún Ámundadóttir, KR
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík
Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfell

09.03.2014 15:32

Firmakeppni og Herrakvöld Víkings

Það var mikið um dýrðir um liðna helgi þegar Firmakeppni Víkings var leikin í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Um kvöldið var svo hið árlega Herrakvöld haldið á Hótel Ólafsvík í 11 skiptið.

IMG_1407

Í firmakeppninni fór lið Ragnars og Ásgeirs með sigur af hólmi eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Fiskmarkaði Íslands sem endaði 3-1 fyrir Grundarana. Í leiknum um þriðja sætið sigruðu landkrabbarnir í Deloitte skipverja Guðmundar Jenssonar með fjórum mörkum gegn einu.  Hér fyrir neðan má svo sjá lokastöðu mótsins og úrslitin í riðlakeppninni.

Firmakeppni úrslit - Riðlar

7. sæti | Steinunn SH - Bylgjan (1-2)

5. sæti | Saxhamar - Blómsturvellir (1-5)

3. sæti | Deloitte - Guðmundur SH -717 (4-1)

1. sæti | Ragnar & Ásgeir - Fiskmarkaður Íslands (3-1)

Lokastaða:

1. Ragnar og Ásgeir

2. FMÍ

3. Deloitte

4. Guðmundur Jensson

5. Blómsturvellir

6. Saxhamar

7.  Bylgjan

8.  Steinunn

Herrakvöld Víkings var svo haldið í 11 skiptið með pomp og prakt þar sem Jóhannes Kristjánsson sá um veislustjórn og fórst það verk vel af hendi. Sigfús Almarsson sá um að reiða fram glæsilegt fiskihlaðborð ásamt aðstoðarmönnum sínum og þótti það takast einkar vel. Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings hélt tölu og þá fór ræðumaður kvöldsins Bárður H. Tryggvason á kostum með skemmtilegum sögum og skrítlum.

Dregið var í leikmannahappadrætti Víkings og í ljósi þess að allir miðar seldust voru 1000 miðar í pottinum þegar drátturinn fór fram. Það kom í hönd leikmannana Brynjar Kristmundssonar og Eyþórs Helga Birgissonar að draga vinningsnúmerin 27 og ljóst að heppnir þátttakendur munu gleðjast þegar þeir sjá númerin sín á skjánum. Sjá vinningsnúmer hér.

Að endingu fór hið árlega uppboð fram við góðar undirtektir viðstaddra þar sem fjöldinn allur af treyjum, málverkum og myndum voru boðin upp. Það er við hæfi að þakka öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Herrakvöldsins sem var líkt og undanfarin ár félaginu og þeim sem að því standa til mikils sóma.

25.02.2014 15:47

Snæfellsstúlkur fá Deildarmeistarabikar á morgun


Deildarmeistararnir taka á móti bikarnum

Deildarmeistarar Snæfells fá bikarinn afhentan á morgun (miðvikudag) eftir leik sinn á móti Njarðvík. Leikurinn er spilaður hérna í Hólminum og hvetjum við allt stuðningsfólk okkar að koma og taka þátt í gleðinni með okkur. Stelpurnar hafa verið að spila frábærlega og eru vel að þessum titli komnar.

Ekki missa af því þegar Stelpurnar okkar lyfta Deildarmeistarabikarnum í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Sjáumst á morgun kl. 19:15
Áfram Snæfell!

- See more at: http://snaefell.is/?p=3342#sthash.2yABJSi6.dpuf

 
19.02.2014 13:52

Fréttir af stelpunum í knattspyrnuninni

Laugardaginn  15. febrúar 2014 var í fyrsta skipti verða haldið Pæjumót TM að vetri. Mótið  fór fram í íþróttahöllinni Kórnum í Kópavogi  í samvinnu TM og  HK/Víkings.

Mótið var  að þessu sinni  fyrir fótboltastelpur í 5., 6., og 7. flokki.

 5. Flokkur kvk héðan af nesinu spiluðu 4 leiki og  stóðu stelpurnar sig rosalega vel,  þær unnu alla sína leiki nema einn.

 

 

Meistarflokkur kvk  Víkings gerði góða hluti sama dag og heimsóttu Keflavík.

Leikurinn endaði 1 - 1  og  skoraði Ásdís Lilja  glæsilegt mark fyrir Víkinga  eftir góða fyrirgjöf úr hornspyrnu frá Halldóru Dögg Hjörleifsdóttur.28.01.2014 09:18

Víkingur á Fótbolti.net mótinu

Víkingur búinn að spila tvo leiki í Fótbolti.net mótinu

Unnu fyrsta leik 4-0 en töpuðu seinni leiknum 2-1

Fótbolti.net mótið. HK - Víkingur Ó 2-1

25. janúar 2014 klukkan 12:23

Fótbolti.net mótið

Kórinn

Föstudaginn 24.janúar 2014

HK - Víkingur Ó   2-1  (1-1)

1-0 Guðmundur Atli Steinþórsson (1.mín)

1-1 Steinar Már Ragnarsson (40.mín)

2-1 Kristján Atli Marteinsson (88.mín)


Fótbolti.net mótið. Víkingur Ó - Tindastóll 4-0

17. janúar 2014 klukkan 23:54

Fótbolti.net mótið

Fífan

Föstudaginn 17.janúar 2014.

Víkngur Ó - Tindastóll   4-0  (1-0)

1-0 Steinar Már Ragnarsson (3.mín)

2-0 Eyþór Helgi Birgisson (61.mín)

3-0 Eyþór Helgi Birgisson (66.mín)

Arnar Darri Pétursson ver víti á 73.mín.

4-0 Heimir Þór Ásgeirsson (80.mín)


12.01.2014 19:15

Víkingur náðu ekki að halda titlinum

Futsal. Víkingur Ó - Fjölnir 5-9.

12. janúar 2014

Í gærkveldi léku lið Víkings Ó og Fjölnis í undanúrslitum Futsal mótsins. Víkingur Ó sem er ríkjandi Íslandsmeistari í keppninni varð á játa sig sigraðan í þessum leik og þess vegna verða krýndir nýjir Íslandsmeistarar fyrir árið 2014. Það verða lið Fylkis og Fjölnis sem munu spila úrslitaleikinn og annað þeirra mun hampa titlinum og taka þátt í Evrópukeppninni. Það var ekkert annað en ánægja og gleði fyrir Víking Ó af hafa unnið titilinn í fyrra. Þátttaka í Evrópukeppninni var mögnuð upplifun fyrir stuðningsmenn Víkings Ó og bæjarbúa, þar sem riðillinn var haldinn í Ólafsvík. Víking Ó tókst að gera sér þó nokkrar tekjur útúr þessu með sölu auglýsinga og UEFA styrkti félagið.

Leikurinn í gær gegn Fjölni var jafn og spennandi langtímum saman. Liðin skiptust á að leiða og það var ekki fyrr en langt var liðið á leikinn að Fjölnir seig framúr og kláraði leikinn. Markvörður Fjölnis Steinar Örn gjörsamlega lokaði markinu hjá þeim í seinni hálfleik og má segja að hann hafi örugglega varið yfir 20 skot bara í seinni hálfleiknum. Víkingur Ó sem lék án Tomasz Luba sem var í leikbanni lék alls ekkert illa og skiptust þeir Jón Haukur Hilmarsson og Vignir Snær Stefánsson að verja markið í hvorum hálfleik og stóðu sig báðir vel. Vignir Snær sem er útispilari kom skemmtilega á óvart annan leikinn í röð með flottri markvörslu. Tók meðal annars tvö víti. Fljótlega í seinni hálfleiknum lentu leikmenn Víkings Ó í villuvandræðum og voru fljótlega komnir með 5 villur á sig gegn einni hjá Fjölni og þegar lítið er skorað er hvert mark svo dýrmætt og þess vegna urðu þeir að passa sig á því að brjóta ekki á leikmönnum Fjölnis. Þessi vitneskja truflaði þá aðeins.

Leikurinn þróaðist svona:

1-0  Heimir Þór Ásgeirsson

1-1 Nr. 7 hjá Fjölni

1-2 Nr. 28 hjá Fjölni

2-2 Steinar Már Ragnarsson

2-3 Nr. 11 hjá Fjölni

3-3 Dominik Bajda

4-3 Eyþór Helgi Birgisson

4-4 Nr. 29 hjá Fjölni

5-4 Eyþór Helgi Birgisson

Hálfleikur

5-5 Nr. 11 hjá Fjölni

Vignir Snær Stefánsson ver víti

5-6 Nr. 28 hjá Fjölni

5-7 Nr. 9 hjá Fjölni

5-8 Nr. 4 hjá Fjölni sem er Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsosn

Vignir Snær Stefánsson ver víti

5-9 Nr. 28 hjá Fjölni

Leik lokið.

07.01.2014 23:10

lengjubikarinn 2014

Mótanefnd KSÍ er búin að draga í riðla fyrir Lengjubikarinn 2014. Eins og undanfarin ár eru liðin í Pepsídeildinni og 1.deildinni dregin saman í 3 riðla A deildar. Siðan eru líka til B deild, C deild og D deild. Víkingur Ó verður í A deildinni í vetur á meðan 3.deildarlið Grundarfjarðar og 4.deildarlið Snæfells munu spila í C deildinni.

Það eru átta lið í riðlinum. Þau eru Haukar, KV, Selfoss, ÍBV, Valur, Víkingur R, Stjarnan og Víkingur Ó.

Fyrsti leikur Víkings Ó verður leikinn laugardaginn 15.febrúar kl.16.00 í Akraneshöllinni og mótherjinn verður 1.deildarlið Selfoss. Selfoss líkt og Víkingur Ó hefur fengið smjörþefinn af Pepsídeildinni og mun þetta örugglega verða skemmtilegur leikur. Þetta verður í 3ja sinn sem liðin mætast í Lengjubikarnum. Báðir leikirnir sem liðin hafa spilað hafa endað með jafnteflli.

Næsti leikur Víking Ó verður í Egilshöllinni 23.febrúar gegn Pepsídeildarliði Vals sem eins og allir eiga vita er undir stjórn Ólsarans Magga Gylfa. Þetta er áhugaverður leikur fyrir mig þar sem liðin mín tvö munu mætast. Valur og Víkingur Ó hafa tvisvar sinnum áður mæst í Lengjubikarnum og hefur Valur haft betur í bæði skiptin.

Þriðji leikur Víkings Ó verður í Akraneshöllinni laugardaginn 8.mars kl. 16.00. Mótherjinn verður Pepsídeildarlið ÍBV. Ekki í fyrsta sinn sem Víkingur Ó og ÍBV mætast í Lengjubikarsleik. Liðin hafa ótrúlega oft lent saman í riðli. Þetta verður í 5.skipti og ÍBV er það lið sem Víkingur Ó hefur mætt langoftast í Lengjubikarnum.

Leikur númer 4 verður gegn nöfnum okkar og nýliðunum í Pepsídeildinni, Víking R. í Akraneshöllinni laugardaginn 15.mars kl. 16.00. Þetta verður í annað sinn sem liðin mætast í Lengjubikarnum. Fyrri leikinn vann Víkingur R, 3-0.

Fimmta viðureignin verður á Schenkervellinum sem er gervigrasvöllurinn að Ásvöllum í Hafnarfirð laugardaginn 22.mars kl. 14.00. Mótherjinn verður 1.deildarklúbbur Hauka. Við höfum tvisvar sinnum spilað við þá í Lengjubikarnum og unnið annan leikinn og hinn endaði með jafntefli.

Næst síðasti leikurinn í riðlinum verður gegn nýliðunum í 1.deildinni KV úr vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn gegn þeim verður í Akraneshöllinni sunnudaginn 30.mars kl. 18.00. Víkingur Ó og KV hafa aldrei mæst áður í Lengjubikarnum en voru saman í 2.deildinni árið 2010 og þá vann Víkingur Ó báða leikina og þann fyrri naumlega.

Lokaleikurinn í riðlinum verður síðan gegn Pepsídeildarliði Stjörnunnar. Leikurinn fer fram á Samsungvellinum (heimavelli Stjörnunnar) föstudaginn 11.apríl kl. 19.00.

Síðasta vetur komst Víkingur Ó í undanúrslit Lengjubikarsins og er það besti árangur félagsins í þeirri keppni.

Helgi Kristjánsson

07.01.2014 23:08

Dagskráin hjá stelpunum í knattspyrnunni

Meistaraflokkur kvenna.

Meistaraflokkur kvenna hefur tímabilið mun fyrr en áður. Þær taka þátt í Faxaflóamótinu sem hefst uppúr miðjum janúar og síðan tekur Lengjubikarinn við áður en sjálft Íslandsmótið hefst. Liðið fékk gríðarlegan liðstyrk um daginn þegar Jenette J. Williams sem spilaði í markinu hjá þeim fyrri hluta síðasta sumar ákvað að koma aftur til liðs við liðið. Hún er frábær markvörður.

Leikir mfl. kvenna í vetur eru þessir:

Faxaflóamótið:

Laugard. 18.jan. kl. 19.00        Breiðablik 2 - Víkingur Ó              Fífan

Laugard. 25.jan. kl. 12.00        Álftanes - Víkingur Ó.                  Samsung völlurinn Garðabæ

Sunnud.   2.feb. kl.  19.00        Grindavík - Víkingur Ó                 Leikv. óákveðinn

Laugard. 15.feb kl.   19.00        Keflavík - Víkingur Ó                   Reykjaneshöllin

 

Lengjubikarinn C deild riðill 1

Laugard. 22.mar kl. 17.00        KR - Víkingur Ó                          Egilshöll

Laugard. 29.mar kl. 14.00        Fram - Víkingur Ó                       Framvöllur - Úlfarsárdal

Laugard.  5.apr   kl. 14.00        Víkingur Ó - Fjölnir                     Akraneshöllin

Sunnud. 13.apr.  kl. 14.00        Víkingur Ó - BÍ/Bolungarvík         Akraneshöllin

 

Eins og sést á þessu að þá er framundan spennandi undirbúningstímabil hjá mfl. kvenna. Fullt af flottum leikjum gegn flottum mótherjum.

 

17.12.2013 08:42

Víkingsstelpur úr leik

MFL KVK: Futsaltímabilinu lokið hjá stelpunum

Stelpurnar í meistaraflokki Víkings Ólafsvík léku í seinni umferð í riðlakeppni Íslandsmótsins í futsal sem fór fram í íþróttaheimili Víkings í Fossvogi. 

Líkt og í fyrri umferð mótsins biðu stelpurnar lægri hlut gegn Valsstelpum og Álftnesingum sem fóru örugglega áfram í úrslitakeppnina með 14 stig hvor. Á hinn bóginn tókst stelpunum að sigra sameiginlegt lið HK/Víkings í báðum umferðunum. 2-1 í fyrri umferðinni og 4-3 í hörkuspennandi leik í gær.

IMG_2936Víkingsstelpur enduðu því með 6 stig í þriðja sæti riðilsins og fara því ekki í úrslitakeppnina líkt og þær gerðu í fyrra. Lokastöðuna má sjá hér að neðan líkt og úrslit leikjanna

Lokastaða

1. Valur | 14 stig

2. Álftanes | 14 stig

3. Víkingur Ó. | 6 stig

4. HK/Víkingur | 0 stig

Úrslit fyrri umferð:

Valur - Víkingur Ó. 3-0

Álftanes - Víkingur Ó. 1-0

Víkingur Ó. - HK/Víkingur 2-1

Úrslit seinni umferð:

Víkingur Ó. - Valur 0-6

Víkingur Ó. - Álftanes 0-4

HK/Víkingur - Víkingur Ó. 3-4

17.12.2013 08:40

Víkingur í úrslitakeppni futsal

Víkingur í úrslitakeppnina með fullt hús stiga

Víkingur Ólafsvík lék  í seinni umferð riðlakeppni Íslandsmótsins í futsal sem fór fram á Akranesi. Líkt og í fyrri umferð mótsins báru okkar sigur úr bítum í öllum leikjunum og fara því í úrslitakeppnina sem verður leikin helgina 10-12. janúar næstkomandi.

Futsal AkranesMynd frá fyrsta leik Víkings gegn Grundarfirði/Kára

Í fyrsta leik mótsins vann Víkingur sameiginlegt lið Grundarfjarðar og Kára frá Akranesi 9-1. Í leik númer tvö völtuðu strákarnir yfir Skallagrím 10-0, svo næst Snæfell 8-0. Í lokaleik dagsins sigruðu Víkingar svo sameiginlegt lið Kormáks/Hvatar 9-1 og fóru Víkingar því ósigraðir upp í úrslitakeppnina.

20.11.2013 14:53

Íslandsmótið í futsal

Víkingar hófu titilvörn sína í Íslandsmótinu í Futsal um helgina þegar fyrri umferð B-riðils var leikinn í Ólafsvík um helgina. Í riðlinum eru auk Víkings, sameiginlegt lið Grundarfjarðar og Kára frá Akranesi, Snæfell, Skallagrímur og sameiginleg lið Kormáks frá Hvammstanga og Hvatar frá Blönduósi.

Futsal 2013 2014Í fyrsta leik dagsins báru okkar menn sigurorð af nágrönnum sínum í Grundarfirði/Kára 6-1 eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Í næsta leik sigruðu Víkingar spræka Skallagrímsmenn þar sem strákarnir áttu í nokkrum vandræðum með að brjóta Borgnesinga á bak aftur. Í fjórða leik unnu Víkingar öruggan sigur á Snæfelli 4-0 og í þeim síðasta gjörsigruðu strákarnir ungt lið Kormáks/Hvatar 14-0.

Víkingar fóru því næsta auðveldlega í gegnum fyrri umferðina með fullt hús stiga en sameiginlegt lið Grundarfjarðar/Kára fylgir þeim fast á eftir með 9 stig í 2. sæti. Seinni umferð riðlakeppninnar fer fram á Akranesi þann 7. desember næstkomandi.

STAÐAN Í RIÐLINUM:

Futsal Staðan 20132014

ÚRSLIT EFTIR FYRRI UMFERÐ:

1. Víkingur Ó. - Grundarfjörður/Kári | 6-1

2.  Snæfell - Kormákur/Hvöt  | 1-3

3. Skallagrímur - Víkingur Ó. |  1-5

4. Grundarfjörður/Kári - Snæfell |  6-2

5. Kormákur/Hvöt - Skallagrímur |  1-0

6. Snæfell - Víkingur Ó. |  0-4

7. Grundarfjörður/Kári - Skallagrímur |  5-0

8. Víkingur Ó. - Kormákur/Hvöt | 14-0

9. Skallagrímur - Snæfell  | 1-2

10. Kormákur/Hvöt - Grundarfjörður/Kári  | 1-6

Mynd með frétt: Alfons Finnsson01.11.2013 13:18

Björn Sólmar áfram með kvennalið Víkings

Stjórn meistaraflokks kvenna framlengdi á dögunum samninginn við þjálfara liðsins Björn Sólmar Valgeirsson. Björn hefur stýrt liðinu frá því það var sett á laggirnar haustið 2012 ásamt því að þjálfa yngriflokka félagsins með góðum árangri. Hann mun því stýra meistaraflokki kvennaliðs Víkings Ólafsvík út næsta keppnistímabil 2014.

Undir stjórn Björns á fyrsta tímabili liðsins enduðu stelpurnar á botni riðilsins með 6 stig. Liðið gerði 3 jafntefli, fyrst gegn ÍR-ingum, næst gegn Tindastóli og síðast gegn Álftanesi. Liðið sigraði BÍ/Bolungarvík á útivelli þann 16. Júní þar sem Freydís Bjarnadóttir skoraði eina mark leiksins.

Björn telur að liðið hafi öðlast mikilvæga reynslu í sumar og það sama megi segja um sig sjálfan:

"Það er óhætt að segja það - við fórum nánast öll inní síðast ár algjörlega reynslulaus, ég þar meðtalinn. Ég held að fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu erfitt það er að hoppa út í djúpulaugina einn tveir og þrír. Að sama skapi lærði ég mjög mikið og stelpurnar öðluðust mikilvæga reynslu sem verður ekki tekin af þeim og þær munu byggja á."

Sveinn og BjörnSveinn Elinbergsson og Björn handsala samninginn á dögunum (Mynd: Gunnar Örn)

Hópurinn samanstendur af ungum og efnilegum stelpum sem voru að stíga sín fyrstu skref ásamt miklum reynsluboltum og á því telur Björn hægt að byggja upp og gera betur næsta sumar.

"Við erum náttúrlega með mjög ungan hóp en við fengum nokkrar gamlar til að hjálpa okkur á meðan þessar ungu væru að fá dýrmæta reynslu. Ég hef mikla trú á ungu stelpunum og ef þær eru tilbúnar að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná lengra þá er sannarlega hægt að byggja upp og sjálfsögðu er stefnan alltaf sú að gera betur og betur."

Liðið lenti í miklum vandræðum með að manna stöðu markmanns í sumar þar sem meiðsli settu stórt strik í reikninginn. Hvernig standa markmannsmálin nú þegar undirbúningstímabilið er rétt að byrja?

"Við vorum virkilega óheppin með meiðsli á markmönnum og notuðum til að mynda 5 markmenn í 16 leikjum sem verður að teljast ótrúlegt. Þar af voru einungis þrír sem við getum í raun kallað markmenn því hinar tvær voru útispilarar. Það var svo sannarlega ekki til að hjálpa ungu liði sem var að spila í fyrsta sinni í alvöru deild en stelpurnar héldu alltaf áfram og fá þær mikið kredit fyrir að missa aldrei trúna á því sem við vorum að gera. Varðandi markmannsmálinn fyrir næsta tímabil þá erum við að vinna í þeim og stefnan er að vera búin að ganga frá því áður en vetrar og vormótin hefjast."

Víkingurol.is þakkar Birni fyrir spjallið og óskar honum velfarnaðar fyrir komandi átök.

31.10.2013 09:30

Glæsilegt ungt knattspyrnufólk

Uppskeruhátíð Snæfellsnessamstarfsins í fótbolta fór fram laugardaginn 28. september í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur. Allir iðkendur í 6. 7. og 8. flokk fengu gefins bol frá Landsbankanum sem er aðalstyrktaraðili samstarfsins og einnig verðlaunapeninga sem viðurkenningu.

Í 5. flokk karla a-lið fengu viðurkenningar Kristinn Jökull Kristinsson fyrir mestu framfarir og Anel Crnac var valin leikmaður ársins. Í 5. flokk karla b-liða fékk Sindri Snær Matthíasson viðurkenningu fyrir mestu framfarir og leikmaður árnsins var valin Anton Ingi Kjartansson.

Hjá stúlkunum í 5. flokk a-liða var valin leikmaður ársins Fehima Líf Purisevic og viðurkenningu fyrir mestu framfarir Halla Sóley Jónasdóttir. Það var svo Elva Björk Jónsdóttir sem fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir hjá b-liðinu og Tanja Lilja Jónsdóttir sem leikmaður ársins.

Þá var komið að 4. flokk karla en þar fékk Bjartur Bjarmi Barkarson viðurkenningu fyrir mestu framfarir en titilinn leikmaður ársins hlaut Sumarliði Kristmundsson en hann var einnig markahæstur í sínum flokki með 11 mörk.

Hjá stúlkunum í 4. flokk fékk Elísabet Páley Vignisdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarir, leikmaður ársins var Svana Björk Steinarsdóttir og markahæst Alma Jenný Arnarsdóttir með 6 mörk. Í 4. flokk var einnig var 7 manna lið og þar sýndi mestu framfarir Álfheiður Ólafsdóttir og leikmaður ársins var Rebekka Guðjónsdóttir.

Að lokum voru afhentar viðurkenningar hjá 3. flokk karla sem spilaði 7. manna bolta í sumar og gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari. Þar var leikmaður ársins Andri Már Magnason og mestu framfarir sýndi Leó Örn Þrastarson.

Ekki voru veittar viðurkenningar hjá 2. flokk karla að öðru leyti en að Tomasz Weyer fékk viðurkenningu fyrir að vera markahæstur með 5 mörk og verður þeirra uppskeruhátíð haldin síðar.Um verðlaunaafhendinguna sá stjórn samstarfsins ásamt leikmönnum úr Pepsídeildarliði Víkings Ólafsvíkur.

Að afhendingu lokinni fengu iðkendur og aðrir gestir grillaða pylsu, íþróttasvala og ís í boði Samstarfsins.

IMG_3191

19.10.2013 16:58

Víkingar með bestu stuðningsmennina í fótboltanum

Stuðningsmenn Víkings Ólafsvík voru valdir stuðningsmenn ársins af valnefnd Knattspyrnusambands Íslands og Ölgerðarinnar. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem stuðningsmenn Víkings fá viðurkenningu en þeir voru einnig valdir hlutskarpastir hjá sérfræðingunum á Stöð 2 sport.

KSÍ, félög

Mynd: KSI.IS - Geir Þorsteinsson, Andri Þór Guðmundsson, Stefán Elinbergsson, Viðar Ingi Pétursson, Lárus Einarsson & Guðmundur Þorgrímsson

Það voru þeir Stefán Elinbergsson, Viðar Ingi Pétursson, Lárus Einarsson og Guðmundur Þorgrímsson sem veittu viðurkenningunni viðtöku í höfuðstöðvum KSÍ. Stuðningsmenn fengu að launum heilt bretti af Pepsi sem mun án efa koma að góðum notum í náinni framtíð.

Stuðningsmenn Víkings eru vel af þessari viðurkenningu komnir enda búnir að vera frábærir frá því í byrjun árs. Stjórn mfl. Víkings óskar stuðningsmönnum hjartanlega til hamingju og þakkar þeim veittan stuðning í sumar.

24.09.2013 09:23

Víkingar, takk fyrir okkur

Jónas Gestur: Hefðum haldið okkur með þennan mannskap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við byrjuðum rosalega illa en okkur óx ásmeginn eftir því sem leið á tímabilið. Í lokin áttum við séns á að halda okkur uppi en því miður tókst það ekki," segir Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings frá Ólafsvík en eftir tap gegn Fylki er ljóst að liðið fer aftur niður í fyrstu deild.

Ólafsvíkingar fengu fjóra erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir mót sem voru allir farnir heim áður en mótið var hálfnað. Í júlí fékk liðið síðan fjóra Spánverja í sínar raðir og þá fór liðinu að ganga betur.

,,Það var mjög erfitt að ná í liðsstyrk fyrir mót og við hefðum þurft að fá fleiri leikmenn en það var mjög erfitt að eiga við það. Við fengum ekki nógu góða leikmenn erlendis frá en Spánverjarnir sem komu í glugganum stóðu sig mjög vel."

,,Það er pottþétt að við hefðum haldið okkur uppi ef við hefðum haft þennan mannskap sem við vorum með í lok móts."


Ekki er ljóst hvort að Spánverjarnir muni leika áfram með Ólafsvíkingum næsta sumar.

,,Það er slatti af mönnum með lausan samning og við erum að vinna í þessum málum núna. Það verður að koma í ljós hvernig lið við mætum með í 1. deildina en það er ljóst að við ætlum að mæta með sterkt lið og við munum vinna hörðum höndum að svo verði," sagði Jónas sem er ánægður með stuðningsmenn Ólafsvíkinga.

,,Við erum mjög þakklátir öllu fólkinu á Snæfellsnesi sem hefur stutt okkur gríðarlega vel sem og þeir brottfluttu á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningurinn hefur verið frábær og ég vil þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag, það hefur verið ómetanlegt."

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/23-09-2013/jonas-gestur-hefdum-haldid-okkur-med-thennan-mannskap#ixzz2fnh3O9yr

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33
Flettingar í dag: 2238
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292711
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 13:21:33