Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

26.03.2011 21:09

Ýmir - Grundarfjörður

Ýmir og Grundarfjörður áttust við í dag í Fagralundi. Byrjunarliðið var þannig skipað...

Magnús Örn stóð í markinu
Óli Hlynur hægri bak
Sindri Hrafn vinstri bak
Ingi Björn, Finnbogi og Hemmi miðverðir
Geiri Ragga, Ragnar Smári og Arnar Dóri á miðjunni
Tryggvi og Runni voru frammi

Á bekknum voru Jón Haukur sem spilaði allan seinni hálfleik í markinu.
Sindri Kristjáns
Birkir Baldurs

Spilað var 5 - 3- 2 kerfi eða 3 - 5 - 2 eftir því hvernig maður lítur á það.

Grundarfjörður komst yfir í leiknum þegar Tryggvi setti boltann í netið eftir frábæran undirbúning hjá Ragnari Smára fyrirliða en Ýmir jöfnuðu áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Í seinni hálfleik misstum við Finnboga og Arnar Dóra út úr liðinu og við það riðlaðist leikurinn aðeins. Ýmis menn náðu að bæta við 2 mörkum í seinni hálfeik og leiknum lauk með 3-1 sigri Ýmis.

Það er gaman að segja frá því að hinn 47 ára gamli Ásgeir Ragnarsson spilaði allar 90 mínúturnar og stóð sig eins og hetja, hann var einn af betri mönnum vallarins og gaf ekkert eftir. Virkilega flott hjá honum.

23.03.2011 10:17

Tap í fyrsta leik í lengjubikarnum


Grundarfjörður hóf keppni í C-deild Lengjubikarsins á sunnudagskvöldið í Akraneshöllinni. Þar mættu þeir liðsmönnum Augnabliks úr Kópavoginum.

Það var svolítill vorbragur á Grundfirðingum því þeir lentu 1-0 undir snemma leiks. Vörnin var ekki alveg að gera sig því að skömmu síðar komust Augnabliksmenn í 2-0 og virtust til alls líklegir. Skömmu fyrir leikhlé átti Arnar Dóri Ásgeirsson sendingu inn fyrir vörn Augnabliksmanna og Hilmir Hjaltason náði að laga stöðuna í 2-1 fyrir Grundfirðinga. Leikur Grundarfjarðar lagaðist töluvert þegar leið á leikinn og meira skipulag komst á menn.

 

Í síðari hálfleik bætti Augnablik við marki og komust í 3-1 en stuttu eftir það var Arnar Dóri á ferð inn í vítateig og var felldur. Dómarinn flautaði og benti á vítapunktinn og Finnbogi Llorens steig fram og skoraði af miklu öryggi upp í samskeytin vinstra megin. Staðan orðin 3-2 og leikurinn orðinn spennandi. 

Þegar leið á seinni hálfleikinn fóru menn að þreytast og Augnabliksmenn náðu að bæta við marki og koma sér í 4-2. Skömmu eftir það þá náði Sindri Kristjánsson, sem var nýkominn inná sem varamaður, að næla sér í rautt spjald með glórulausri tæklingu á einn Augnabliksmanninn og var réttilega sendur í sturtu. Einum færri reyndu Grundfirðingar að halda þetta út en Augnabliksmenn náðu að setja eitt mark í lokin og þar við sat. Leikurinn endaði með sigri Augnabliks og var hann nokkuð sannfærandi 5-2.

Næsti leikur Grundarfjarðar verður í Akraneshöllinni 2. apríl gegn Álftanes sem gerði 1-1 jafntefli við Kára frá Akranesi á sunnudag.

23.03.2011 10:16

Viðbót við leikmannahóp UMFG

Leikmannaskipti

4 nýjir leikmenn gengu til liðs við Grundarfjörð nú í morgun...

3 leikmenn koma að láni frá Víking Ólafsvík en það eru þeir Sindri Hrafn Friðþjófsson, Jón Haukur Hilmarsson og Ólafur Hlynur Illugason. Þeir verða allir löglegir þegar við mætum Augnablik á sunnudaginn.

Svo fengum við Finnboga Llorens frá Ými/HK og verður hann einnig löglegur á móti Augnablik.

Þessir leikmenn koma pottþétt til með að styrkja liðið okkar fyrir sumarið.

15.03.2011 16:15

Víkingur - UMFG æfingarleikur

Frábær grein frá síðunni hans Helga Kristjáns sem var á leiknum.

Æfingaleikur
Akraneshöll
Sunnudaginn 13.mars 2011

Víkingur Ó - Grundarfjörður  2 - 1  (2 - 1)

1-0  Steinar Már Ragnarsson  (23.mín)
2-0  Gísli Freyr Brynjarsson (31.mín)
2-1  Jón Frímann Eiríksson (42.mín)


Í dag léku nágrannaliðin frá Snæfellsnesi æfingaleik í Akraneshöllinni. Víkingur Ó hvíldi nánast alla þá leikmenn sem spiluðu í byrjunarliðinu gegn ÍBV nema tvo, þá Alfreð Má Hjaltalín og Heimi Þór Ásgeirsson.

Byrjunarlið Víkings Ó var þannig í dag: Jón Haukur Hilmarsson í markinu, Ólafur Hlynur Illugason, Heimir Þór Ásgeirsson, Suad Begic og Alfreð Már Hjaltalín spiluðu í vörn, Heiðar Atli Emilsson, Helgi Óttarr Hafsteinsson, Steinar Már Ragnarsson (tvíburabróðir Þorsteins Más Ragnarssonar) og Dominik Bajda spiluðu á miðjunni og frammi voru þeir Fannar Hilmarsson og Gísli Freyr Brynjarsson. Varamenn voru Gunnar Bjarki Baldvinsson og Kristinn.

Byrjunarlið Grundarfjarðar var svona: Viktor í marki, Ingi Björn Ingason, Elinbergur Sveinsson, Jón Frímann Eiríksson, Aron Baldursson, Jón Steinar Ólafsson, Ragnar Smári Guðmundsson, Hermann Geir Þórsson, Hrannar Már Ásgeirsson, Runólfur og óþekktur. Meðal varamanna var Ásgeir Ragnarsson fjörutíu og eitthvað ára.

Ég punktaði niður það helsta í fyrri hálfleiknum en sleppti því í seinni hálfleiknum. Þessi leikur bar keim af því að þetta var æfingaleikur og ekkert í húfi. En samt spilaður þannig að leikmennirnir fengu fullt útúr leiknum og þá sérstaklega leikæfingu og þrek.


Leikmenn Grundarfjarðar ræða málin í leikhléi.


Og það gerðu leikmenn Víkings Ó líka.


Það var létt yfir leikmönnum Grundarfjarðar í hálfleik, enda nýbúnir að skora mark gegn Ólsurunum.


14.mín. Gísli Freyr Brynjarsson með firnafast skot úr aukaspyrnu sem er varið,
23.mín. Mark. Steinar Már Ragnarsson skorar 1-0 með skoti utan af velli í stöngina fjær og inn.
24.mín. Hemmi Geir í góðu færi og á gott skot að marki sem varnarmaður hendir sér fyrir og bjargar.
31.mín. Gísli Freyr afgreiðir góða stungusendingu í netið af ca. 20 metra færi. 2-0.
33.mín. Heiðar Atli með skot sem er varið.
40.mín  Gunnar Bjarki Baldvinsson (sonur Leifs Baldvins Ívarssonar í Bylgjunni) og Kristinn (strákur úr Stykkishólmi) koma inná fyrir Gísla Frey og Dominik.
42.mín. Jón Frímann Eiríksson skorar gott mark með skalla eftir aukaspyrnu og minnkar muninn í eitt mark.
Hálfleikur.
Ég ákvað að skrá ekkert niður í seinni hálfleik nema mörk en þau komu ekki. En fljótlega í seinni hálfleik kom Ásgeir Ragnarsson inná hjá Grundfirðingum. Ásgeir er faðir Heimis Þór leikmanns Víkings Ó. og mátti sjá þá tvo kljást inná vellinum í sínhvoru liðinu. Við þessa skiptingu lagaðist leikur Grundarfjarðarliðsins til muna!!!!Lengi lifir í gömlum glæðum stendur einhversstaðar og það sama má segja um hann Ásgeir Ragnarsson sem tók þátt í leiknum á fimmtugsaldri. Geiri spilaði með liði Grundarfjarðar fyrir svona 20-30 árum síðan. Var ótrúlega nettur inná vellinum miðað við aldur og hafði engu gleymt! Og hann afrekaði það að fá þessa fínu mynd af sér í Grundarfjarðarbúningnum.  

Skrifað 14.3.2011 kl. 14:26 af Helgi Kristjánsson

13.03.2011 18:31

Víkingur - ÍBV í lengjubikarnum

Lengjubikarinn
Akraneshöllinn
Föstudaginn 11.mars 2011

Víkingur Ó - ÍBV   2 - 2

0 - 0  Artjoms Goncars misnotar víti
0 - 1  Denis Sylnik  (26.mín)
0 - 2  Anton Bjarnason  (67.mín)
1 - 2  Þorsteinn Már Ragnarsson (73.mín)
2 - 2  Fannar Hilmarsson (88.mín)


Í kvöld mætti Víkingur Ó Pepsídeildarliði ÍBV í Lengjubikarnum. Leikið var í Akraneshöllinni. Leikurinn varð strax hraður og skemmtilegur á að horfa. Lítið var af færum í fyrri hálfleiknum en mikil barátta var um að ná undirtökunum. Leikmenn Víkings Ó voru yfirleitt fljótari í alla bolta og sóttu meira upp völlinn en þegar kom að vítateig kom upp eitthvað óöryggi og margar sóknir fóru forgörðum. Þetta er hlutur sem þeir ættu að úthugsa betur hvernig best er að opna varnirnar í svona stöðum og átta sig á því að tíminn er lítill sem þeir fá að hafa boltann. Smám saman náðu Víkingarnir undirtökunum í leiknum og sóttu mikið. Sóknarlotur Eyjamanna voru færri. Þegar korter var eftir af leiknum var einum leikmanna ÍBV vikið af velli fyrir gróft brot gegn Edin Beslija og eftir það sóttu Víkingarnir stanslaust til loka leiks og fengu fullt af færum. Eitt færið tókst að nýta og það nýtti Fannar Hilmarsson á 88.mín og jafnaði leikinn í 2 - 2. Víkings Ó liðið var firnasterkt í kvöld og bar enga virðingu fyrir hinu sterka Pepsídeildarliði. Það er ekkert lið í 1.deildinni sem spilar af svona getu að ég tel og eigum við stuðningsmenn Víkings Ó spennandi sumar fyrir höndum. Liðið er sterkara en í fyrra og margir flottir leikmenn skipa liðið. Ef allt fer að óskum á ég von á því að við verðum að keppa um gott sæti í sumar. Eldar Masic var stórkostlegur í leiknum í kvöld. Þvílíkur leikmaður sem við höfum. Emir Dokara spilaði einnig glimrandi vel og þar fer líka annar frábær leikmaður. Tomasz Luba átti flottan leik og þessir þrir eru tilnefndir af mér sem þrír skástu leikmennirnir í kvöld að mörgum góðum.


Fyrir alla kappleiki þarf að fylla út leikskýrslu. Hana þarf að fylla rétt út eftir kúnstarinnar reglum. Passa þarf að þeir leikmenn sem fara á skýrsluna séu örugglega löglegir með félaginu og svo allar kennitölur leikmanna og annarra starfsmanna liðsins að vera rétt út fylltar. Skipstjórinn Hilmar Hauksson og endurskoðandinn Jónas Gestur Jónasson eru eins kjörnir í þetta hlutverk.

 
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ó var pollrólegur fyrir leik og fékk sér kaffisopa. Stúlkan vinstra megin við Ejub er Selma Dögg Kristjánsdóttir sem er kærastan hans Heiðars Atla leikmanns Vikings Ó.

13.03.2011 18:27

Fréttir af knattspyrnudeild umfg

Vináttuleikur

Sunnudaginn 13. mars næstkomandi munu Grundarfjörður og Víkingur Ól spila æfingaleik í Akraneshöllinni... Leikurinn hefst kl. 17:00
Þetta verður kannski meira eins og sameiginleg og góð æfing fyrir strákana. Heyrst hefur að Ejub sjálfur muni stjórna aðgerðum á miðjunni og rifja upp gamla takta. Svo um næstu helgi munum við hefja leik í Lengjubikarnum gegn Augnablik í Kórnum. Sá leikur verður 19. mars kl. 13:00.


Spurning hvort að byrjunarliðið verði jafn myndarlegt og þetta???

Svo hefur Hrannar Már ákveðið að yfirgefa skútuna og halda á vit nýrra ævintýra með Markaregn. Við þökkum Hrannari kærlega fyrir hans framlag til liðsins síðasta sumar en það framlag mældist í 14 gulum spjöldum og 8 rauðum. Hann náði að spila c.a. 26% af leikjunum þegar hann var ekki í banni.
Spurning hvort að hann nái að halda uppi svipaðri tölfræði hjá sínum nýju félögum.


Gangi þér vel Hrannar minn ;-)

03.03.2011 17:57

Vel heppnað firmamót Víkings


Firmakeppni Víkings

 

Meistaraflokkur Víkings stóð fyrir firmakeppni í knattspyrnu laugardaginn 26. febrúar, mótið sem er fjáröflun fyrir meistaraflokk fór fram í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar og mun þetta vera í tíunda sinn sem Víkingur stendur fyrir firmakeppni sem þessari. Aldrei hafa fleiri lið tekið þátt, í ár voru liðin 13 talsins og keppendur samtals 120. Kvenfólkið lét ekki sitt eftir liggja og voru þrjú kvennalið skráð til keppni. Kvennaliðið úr Grundarfirði vann kvennakeppnina með því að vinna báða leiki sína 2-0 og sýndu þar með hvað reynslan vegur þungt í boltanum.

Í karlakeppninni vann lið Fiskiðjunnar Bylgju, Ragnar og Ásgeir 3-2 í úrslitaleik, en lið Deloitte og Fiskmarkaðar Íslands voru í 3. - 4. sæti.

Liðin voru misjafnlega vel á sig komin líkamlega og sum liðin vógu það upp með því að vera með þeim mun fleiri varamenn, önnur lið munstruðu til sín meistaraflokksmenn í knattspyrnu en í flestum tilfellum voru starfsmenn fyrirtækjanna bara svona góðir. 

Það var ekki bara mikill fjöldi þátttakenda í mótinu því að áhorfendur voru líka mjög fjölmennir og hvöttu liðin ákaft áfram.

frétt úr jökli


03.03.2011 17:55

Víkingur vann HK í lengjubikarnum

Lengjubikarinn 

Síðastliðinn sunnudag lék Víkingur gegn HK í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Fífunni. Þar sem undirritaður var ekki staddur á leiknum verður hann að styðjast við upplýsingar frá öðrum, einum frá hvoru félagi! Þeim ber saman um að leikurinn hafi verið lítil skemmtun, fá marktækifæri. Eina færi HK manna kom um miðjan fyrri hálfleik, en þá björguðu Víkingar á marklínu. Víkingar voru líklegri til að taka öll stigin og áttu nokkrar þokkalegar sóknir, lungan úr leiknum, en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma, þ.e. eftir 90 mín., en þá skoraði Þorsteinn Már. Hann fékk góða sendingu frá Alfreð Má innfyrir vörn HK, Þorsteinn nýtti sér hraða sinn, lék á markvörðinn og eftirleikurinn auðveldur. 1-0 og þannig endaði leikurinn. Strákarnir hafa greinilega tekið með sér reynsluna frá leiknum við Val og fundið hversu miklu skemmtilegra er að sigra í leikjum en tapa! Liðið er greinilega á réttri leið fyrir sumarið. Áfram Víkingur.

frétt úr jökli

óhs


03.03.2011 13:11

Hermann Geir Þórsson þjálfar meistaraflokk UMFG

Meistaraflokkur Grundarfjarðar hefur gengið frá ráðningu á þjálfara fyrir sumarið. Það er heimamaðurinn Hermann Geir Þórsson sem mun sjá um að stjórna skútunni árið 2011.
Hermann Geir mun einnig spila með liðinu.


Hermann Geir og Tómas Freyr Kristjánsson ganga frá samningnum.

Hermann hefur leikið með Víking Ólafsvík, ÍA og HK á sínum ferli. Hann hefur leikið í öllum deildum Íslandsmótsins og náð að skora í öllum deildum Íslandsmótsins... og ekki skemmir fyrir að hann skartar gríðar fagurri mottu í tilefni mottumars.

Stjórn Meistaraflokks Grundarfjarðar hlakkar til samstarfsins við Hermann og vonar að þetta lyfti liðinu á hærra plan.

01.03.2011 19:31

KSÍ með fræðslufund fyrir stjórnendur aðildarfélaga

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa að daglegum rekstri knattspyrnufélaga, samskiptum við KSÍ og fleira.  Fyrst og fremst er þó horft til þeirra aðila sem nýlega hafa hafið störf innan aðildarfélaga, fulltrúa í barna- og unglingaráðum og stjórnenda sem vilja kynna sér ákveðin málefni betur. 

Fræðslufundurinn verður haldinn á einum degi og hefst dagskrá kl. 11.00 en ætlunin er að honum ljúki um kl. 15.00 sama dag.  Fyrir liggur drög að dagskrá og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að kynna sér dagskránna og koma með athugasemdir ef þurfa þykir. Vantar t.d. einhver málefni inn á dagskrá sem vert væri að kynna betur fyrir aðildarfélögum?

Við hvern og einn málaflokk eru lögð fram nokkur af þeim málefnum sem verður farið yfir.

Aðildarfélög eru jafnframt beðin um að senda inn upplýsingar um áhuga sinn á fræðslufundinum og hvort fulltrúar á þeirra vegum geta sótt fundinn á þessum tíma.  Skráning skal berast á póstfangið dagur@ksi.is eða í síma 510-2900 í síðasta lagi 8. apríl og verða nánari upplýsingar sendar á félögin í tíma. 

Drög að dagskrá

28.02.2011 12:08

Dómaranámskeið hjá KSÍ

Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ mánudaginn 7. mars

Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara


Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ 7. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir unglingadómara sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.

Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.

Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara.

Farið verður í mjög gott námsefni frá FIFA þar sem farið er í praktísku hliðar dómgæslunnar.  Aðalfyrirlesari á þessu námskeiði verður Breiðhyltingurinn, Gunnar Jarl Jónsson.

Hér er gott tækifæri fyrir félögin að finna líkleg dómaraefni og senda þau á námskeiðið.

Námskeiðið er ókeypis.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is.

28.02.2011 10:57

Æfingarleikur við Kára

5-0

Tap í fyrsta leik gegn Kára mönnum í dag 5-0

Hópurinn hjá okkur var frekar fámennur og mikið um forföll. Við vorum 12 á svæðinu með 2 leikmönnum frá Víking Ól. 

Hópurinn:
Viktor í marki
Hilmar Orri í hægri bak
Hinni Rauði í vinstri bak
Ingi Björn og Tryggvi voru miðverðir
Sigurbjörn á hægri kanti
Sindri Hrafn á vinstri kanti
Ragnar Smári djúpur miðjumaður
Rúnar Geirmunds og Arnar Dóri fyrir framan hann á miðjunni
Runni var frammi.
Jón Haukur byrjaði á bekknum en kom fljótlega inná í stöðu vinstri kantmanns og svo vinstri bakvarðar og stóð sig vel.

Stefnan er að hafa annan æfingaleik um næstu helgi og verður það auglýst nánar ef það gengur upp.

24.02.2011 23:06

Æfingaleikur hjá UMFG á sunnudag

Kári - Grundarfjörður

Fyrsti æfingaleikur okkar fyrir sumarið verður sunnudaginn 27. febrúar í Akraneshöllinni.. Þar munum við mæta Kára sem er nýstofnað lið af Akranesi. Leikurinn hefst kl 17:00.

Ætlunin er að leggja af stað ekki síðar en 14:30 frá Samkaup og vera mættir í höllina c.a. klukkutíma fyrir leik.


Mynd frá fyrsta æfingaleiknum í fyrra.

22.02.2011 11:23

Fréttir úr Knattspyrnunni

Innanhússboltinn blómstrar

 Síðastliðinn sunnudag var haldin úrslitakeppnin í 2. flokki í innanhússknattspyrnu, Futsal. Strákarnir okkar voru í úrslitum ásamt Fylki, ÍA og Breiðablik. Mikil barátta var í hverjum leik enda liðin nokkuð jöfn. Í fyrsta leik unnu okkar strákar Fylki 3-0. Breiðablik vann síðan ÍA 5-2. Þá lagði Fylkir Breiðablik 2-0. ÍA voru þá stigalausir en öll hin liðin með 3 stig.  

 Næst mættu strákarnir okkar liði ÍA og það var að duga eða drepast fyrir Skagann og það fór svo að ÍA vann 4-3. ÍA átti svo strax næsta leik á móti Fylki og höfðu greinilega sprengt sig því sá leikur endaði 5-0 fyrir Fylki. Einn leikur eftir, í honum urðu okkar strákar að vinna Breiðablik með a.m.k 2 mörkum til að enda efstir, en þeir gerðu gott betur og unnu 4-0. Lokastaðan var því sú að Snæfellsnes og Fylkir fengu 6 stig en ÍA og Breiðablik 3 stig. Snæfellsnes efstir með 2 mörk í plús og titillinn þeirra. Frábær frammistaða hjá strákunum, sem allir stóðu sig mjög vel og á engan er hallað þó að getið sé að Jón Haukur var mjög öflugur í markinu. 

Þriðji flokkur kvenna tók þátt í úrslitum Futsal og var spilað í laugardagshöllinni sl. sunnudag 6. febrúar, lítill undirbúningur var fyrir úrslitaleikina þar sem að stúlkurnar fengu ekki að vita að þær væru í úrslitum fyrr en kl. 18 á föstudag, liðið endaði í 5.-6. sæti eftir að hafa gert jafntefli við Víking R. í leik um 5. sætið. Þess má geta að liðin sem enduðu í 1. og 2. sæti léku  við lið Snæfellsness í riðlakeppninni í Ólafsvík þann 9. janúar.

Fjórði flokkur kvenna spilaði í Vodafonehöllinni um helgina og unnu þrjá leiki og gerðu eitt jafntefli, glæsilegur árangur og þær eru komnar í úrslitakeppnina sem munu fara fram í Kórnum í Kópavogi nk. sunnudag 13. febrúar. Þess má geta að strákarnir í fjórða fl. tryggðu sig í úrslit í Futsal í janúar og þeir eiga einnig að leika sín úrslit á sunnudaginn. Með þessari frammistöðu er undirstrikað að framtíðin er björt í íþróttalífinu á Snæfellsnesi. 

Þó svo að snjór sé yfir öllu þegar þetta er skrifað styttist í fótboltavertíðina, æfingaleikir nánast um hverja helgi og svo er fyrsti leikur í Lengjubikarnum hjá Víking Ó. 20. febrúar með leik við Val, á Skaganum. 

 

Frétt úr Jökli 10.02.2011

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50
Flettingar í dag: 689
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 471
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3290315
Samtals gestir: 253478
Tölur uppfærðar: 16.1.2018 17:28:50