Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

27.04.2011 08:53

Margar hendur vinna létt verk

| Virkjum ungmennafélagsandann


Víkingar, nú vantar okkur aðstoð næsta laugardag, 30. apríl klukkan 08:00 við uppsetningu á sætum í nýju stúkuna og standsetningu Ólafsvíkurvallar.

 

Vinsamlega takið með ykkur rafmagns - og batterís borvélar.

 

Nánari upplýsingar hjá Hilmari í síma 894-1922 og Kristmundi í síma 891-9217.
 

Mynd: Helgi Kristjánsson

27.04.2011 08:51

Dómaranámskeið


 

Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu verður haldið í Grundarfirði

mánudaginn 2.maí kl 18:00.

Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri (10.bekkur).

Staðsetning: Samkomuhús Grundarfjarðar

Skráning er í síma 863-0185 eða á netfangið eygloj@simnet.is fyrir kl 12 á hádegi föstudaginn 29.apríl.

19.04.2011 22:08

Heimir Þór lánaður til UMFG

Heimir Þór Ásgeirsson

Heimir Þór Ásgeirsson hefur söðlað um og skipt aftur yfir í Grundarfjörð á lánssamning frá Víking Ól. Við bjóðum Heimi velkominn aftur og ætti hann að vera löglegur fyrir leikinn gegn Kára á morgun.

Heimir er náttúrulega ógurlegt krútt eins og sést glögglega á þessari mynd.

18.04.2011 11:46

Fram - Vikingur 3-2

LENGJUBIKAR. FRAM - VÍKINGUR Ó 3 - 2


LENGJUBIKARINN
Gervigras Fram
Laugardaginn 16.apríl 2011

Fram - Víkingur Ó   3 - 2  (0 - 2)

0-1  Edin Beslija  (9.mín)
0-2  Edin Beslija  (14.mín)
1-2  Arnar Gunnlaugsson ( 57.mín, víti)
2-2  Samuel Tillen (75.mín)
3-2  Jón Gunnar Eysteinsson (93.mín) 

Rauð spjöld: Guðmundur Magnússon (47.mín, Fram), Samuel Tillen (77.mín, Fram) og Almar Ormarsson (84.mín, Fram).


Í upphafi leiks. Þarna sjást þeir Jóhannes Kristjánsson og Magnús Stefánsson. Þetta var skrítin leikur fyrir Magga enda í stjórn Knd Fram eins og sést á úlpunni sem hann er í. Við hliðina á Magga sitja foreldrar Þorsteins Más og Steinars Más Ragnarssona.

Ég hef sjaldan eða aldrei séð annan eins leik eins og leik Fram og Víkings Ó í dag. Sennilega hefur Fram unnið sinn mesta heppnissigur á knattspyrnuvellinum og þá á ég við í öllum flokkum karla og kvenna, síðan félagið var stofnað. Þetta er kallað rán um hábjartan dag af sumum. Þennan leik átti Víkingur Ó engan vegin skilið að tapa. Eftir frábæra byrjun í leiknum þegar okkur tókst að ná fljótlega tveggja marka forystu bentí lítið til þess að Fram myndi ná nokkru útúr leiknum. En í seinni hálfleik datt allt með þeim sem dottið gat fyrir utan rauðu spjöldin sem þeir nældu sér í. Það fór í skapið á þeirra leikmönnum að lenda undir og það tveimur mörkum. Þeir fóru gjörsamlega á taugum þegar líða tók á seinni hálfleikinn og dómarinn týndi þá af velli. Þeir áttu erfitt með að hemja skapið og því fór sem fór. Annar leikurinn hjá þeim þar sem þeir lenda illilega í rauðu spjöldunum. Það gerðist einnig gegn Val. En snúum okkur að leiknum. Ég var að sjálfsögðu með diktafóninn minn símann með mér. Þetta fannst mér vert að punkta niður:

Byrjunarlið Víkings Ó. Einar Hjörleifsson í marki, Bakverðir þeir Brynjar Kristmundsson og Ragnar Mar Sigrúnarson. Miðverðir Tomasz Luba og Emir Dokara. Á miðjunni spiluðu Eldar Masic, Kristján Óli Sigurðsson, Birgir Hrafn Birgisson og Dominik Bajda. Frammi voru þeir Edin Beslija og Þorsteinn Már Ragnarsson. Á bekknum í dag voru þeir Ingólfur Kristjánsson, Alfreð Már Hjaltalín, Heiðar Atli Emilsson, Helgi Óttarr Hafsteinsson, Steinar Már Ragnarsson, Fannar Hilmarsson og Heimir Þór Ásgeirsson.


Frá leiknum í dag. Fv. Brynjar Kristmundsson, Tomasz Luba og Emir Dokara. Frammarinn á myndinni er Hjálmar Þórarinsson.


Nánar lýsing á leiknum á http://helgik.bloggar.is/

16.04.2011 22:44

Ólöglegur leikmaður með GrundarfirðiÚrslit leiksins standa óbreytt

8.4.2011

Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ásgeir Ragnarsson lék ólöglegur með Grundarfirði í leik Grundarfjarðar og Álftaness í Lengjubikar karla, þann 2. apríl síðastliðinn.  Leikmaðurinn var skráður í Snæfell.

Í samræmi við ofangreinda reglugerð standa úrslit leiksins óbreytt.Grundarfjörður komst yfir í leiknum þegar Tryggvi setti boltann í netið eftir frábæran undirbúning hjá Ragnari Smára fyrirliða en Ýmir jöfnuðu áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Í seinni hálfleik misstum við Finnboga og Arnar Dóra út úr liðinu og við það riðlaðist leikurinn aðeins. Ýmis menn náðu að bæta við 2 mörkum í seinni hálfeik og leiknum lauk með 3-1 sigri Ýmis.

Það er gaman að segja frá því að hinn 47 ára gamli Ásgeir Ragnarsson spilaði allar 90 mínúturnar og stóð sig eins og hetja, hann var einn af betri mönnum vallarins og gaf ekkert eftir. Virkilega flott hjá honum.

16.04.2011 22:15

Sigur hjá UMFG gegn Skallagrím


Grundarfjörður - Skallagrímur

Á laugardaginn mætast Grundarfjörður og Skallagrímur í lengjubikarnum. Leikurinn fer fram í Akraneshöllinni og hefst hann kl 13:00

Þetta er skráður sem heimaleikur Grundarfjarðar og því þurfum við að útvega línuverði fyrir þennan leik.

Eitthvað verður um forföll hjá okkur því að Aron Baldurs og Ragnar Smári verða væntanlega erlendis. T-Bone ætti að vera mættur aftur á klakann vel maríneraður eftir útlandaferð.

Hvetjum alla til að mæta á völlinn.

T maðurinn verður væntanlega aðeins framstæðari en hann er þarna

?5-1 sigur á móti Skallagrím í dag þar sem að Kari Vidarsson, Tryggvi Hafsteinsson, Sindri Hrafn og Predrag Milosavljevic skoruðu mörkin. Predrag skoraði 2 mörk.

11.04.2011 11:26

Víkingur vann Fjölni 2-0

Sigur á Fjölni í Lengjubikarinum (2-0)

08. apríl 2011
FagnVíkingar voru nú rétt í þessu að bera sigurorð af Fjölnismönnum frá Grafarvogi í sjötta leik sínum í Lengjubikarinum á þessu tímabili. Mörk Víkinga gerðu þeir Artjoms Goncars og Þorsteinn Már Ragnarsson.

Með sigrinum fer liðið við hlið leiknismanna í 4-5 sæti riðilsins með 10 stig. Víkingar eiga einn leik til góða þar sem þeir mæta Fram laugardaginn 16. apríl. Með sigri gegn Fram getur liðið tryggt sér þriðja sæti riðilsins.

07.04.2011 12:12

Glæsilegt framtak hjá Landsbankanum

Landsbankinn styrkir Víking en Lífsbjörg verður á búningunum


7. apríl 2011

Knattspyrnudeild Víkings í Ólafsvík og Landsbankinn í Snæfellsbæ hafa gert með sér samstarfssamning um stuðning bankans við allar deildir félagsins næstu árin. Samhliða því hefur Landsbankinn afsalað sér auglýsingum á búningum hjá Víkingi og boðið félaginu að velja sér í staðinn gott málefni á búningana. Víkingur valdi Björgunarsveitina Lífsbjörgu. Merki félagsins mun því prýða búninga félagsins næstu ár.  Landsbankinn kynnti síðastliðið haust nýja stefnu í stuðningi bankans við íþróttafélög undir yfirskriftinni "Samfélag í nýjan búning." Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Víkingur í Ólafsvík er þrettánda félagið sem gengur í samstarf við Landsbankann um Samfélag í nýjan búning.

 

 

 

 

Stofnaður verður áheitasjóður fyrir Lífsbjörgu og greiðir bankinn ákveðna upphæð fyrir hvern sigur meistaraflokka Víkings karla og kvenna á Íslandsmótum í knattspyrnu. Öðrum fyrirtækjum og einstaklingum er frjálst að heita á liðið sitt og leggja þannig góðu málefni lið. Í tilefni af stofnun áheitasjóðsins mun Landsbankinn styrkja Björgunarsveitina Lífsbjörgu með styrk að upphæð 500.000 krónur.

 

"Við erum mjög stolt af stuðningi okkar við Víking. Hugmyndafræði bankans að baki verkefninu Samfélag í nýjan búning snýst um að tengja saman íþróttafélög og samtök eða félög sem láta að sér kveða í mannúðarmálum," segir Eysteinn Jónsson, útibússtjóri Landsbankans í Snæfellsbæ. "Með þessum hætti geta íþróttafélögin og stuðningsmenn þeirra eða aðrir styrktaraðilar tekið þátt í því með Landsbankanum að styðja við mannúðarmál."

 

"Við hjá knattspyrnudeild Víkings eru mjög ánægð með þennan samning, hann hjálpar okkur með rekstur á meistaraflokk Víkings karla og ýtir á þá sem eru í fararbroddi í knattspyrnunni hér á Snæfellsnesi að stofna meistaraflokk kvenna. Einnig nær þessi samningur til yngri flokka í knattspyrnunni hjá sameiginlegu liði Snæfellsnes og síðast en ekki síst nýtur Björgunarsveitin Lífsbjörg góðs af en þar er unnið frábært starf sem er í höndum margra sjálfboðaliða" segir Jónas Gestur formaður Knd. Víkings.

 

Meðfylgjandi mynd er frá undirritun samstarfssamnings Víkings í Ólafsvík og Landsbankans. Ljósm. Stefán Ingvar Guðm.s.

 

05.04.2011 16:04

Sigur á Leikni

Lengjubikarinn
Gervigrasvöllur Leiknis 4.apríl kl. 18.00
 
Víkingur Ó - Leiknir R 1 - 0

42.mín. Brynjar Kristmundsson beint úr aukaspyrnu.

Byrjunarlið Víkings Ó var þannig: Ingólfur Kristjánsson markvörður, Brynjar Kristmundsson og Artjoms Goncars bakverðir, Tomasz Luba og Emir Dokara miðverðir. Á mið miðjunni Helgi Óttarr Hafsteinsson og Eldar Masic. Vinstri kantur var Kristján Óli Sigurðsson og á þeim hægri var Heiðar Atli Emilsson. Frammi spiluðu Fannar Hilmarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson.

Varamenn sem komu inná voru þeir Birgir Hrafn Birgisson, Edin Beslija, Alfreð Már Hjaltalin og Steinar Már Ragnarsson. Dominik Bajda var einnig á bekknum í dag án þess að koma inná.


Frá leiknum í kvöld.

Það var kuldalegt um að lítast uppí Breiðholti þegar leikur Víkings Ó og Leiknir R fór fram. Vindur blés beint á annað markið og jókst hann smám saman á meðan á leiknum stóð án þess að verða mjög sterkur. Vindurinn hafði samt sitt að segja og það lið sem spilaði undan honum hafði undirtökin. Víkingur Ó spilaði undan vindinum í fyrri hálfleik og Leiknir í þeim seinni. Ég var mættur að sjálfsögðu á mínútunni þegar Leiknir Ágústsson ágætur dómari leiksins flautaði leikinn á. Víkingarnir tóku leikinn fljótlega í sínar hendur og réðu lögum og lofi á miðjunni. Víkingsliðið sem er gott fótboltalið sýndi okkur áhorfendum takta sem við þekktum frá þeim
Nánar á http://helgik.bloggar.is/

05.04.2011 16:00

5 marka tap

5 mörk

Grundarfjörður og Álftanes mættust í Lengjubikar KSÍ í Akraneshöllinni á laugardaginn. Við sáum aldrei til sólar í þessum leik enda vantaði marga lykilmenn hjá okkur. Við vorum svo sem ágætir til að byrja með en þegar úthaldið fór að þverra þá urðu mörkin fleiri.

Leikurinn endaði með 5-0 sigri Álftnesinga og verður það að teljast sanngjarnt. Nú verðum við bara að spýta í lófana og vona að þeir lykilmenn okkar sem liggja á sólarströnd og lepja... tjah, vonandi orkudrykki eða eitthvað álíka hollt, verði komnir aftur fyrir næsta leik okkar sem er gegn Skallagrím í Akraneshöllinni þann 16 apríl.

04.04.2011 11:39

Faxaflóamótið leikur á Hellissandi

Meistaratilþrif á Hellissandsvelli

 Það er ákveðinn vorboði þegar knattspyrnulið landsins flykkjast úr íþróttahúsunum og út á grasvellina. Strákarnir í 4. flokki Snæfellsness og Skallagríms léku einmitt sinn fyrsta leik utanhúss síðastliðinn laugardag þegar liðin mættust á Faxaflóamótinu á Hellissandsvelli. 

Að sögn nærstaddra sýndu strákarnir meistaratilþrif þrátt fyrir vind og kulda en sólin sem skein í gegnum skýin af og til gerði sitt besta til að hlýja leikmönnum. Leikurinn fór 11-2 heimamönnum í vil.

Næstu leikir þessara liða á Faxaflóamótinu verða sunnudaginn 10. apríl næstkomandi þegar Skallagrímur mætir Breiðabliki en Snæfellsnes spilar ekki fyrr en 1. maí þegar þeir mæta Njarðvík í Reykjanesbæ.

Meðfylgjandi mynd er úr leiknum á laugardaginn. Ljósm. Þröstur Albertsson.

Frétt fengin af www.skessuhorn.is

04.04.2011 07:36

Leiknir - Víkingur í kvöld

LEIKUR VÍKINGS Ó OG LEIKNIS FÆRÐUR TIL

01. apríl 2011 klukkan 09:34
Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að breyta bæði leikdegi og leiktíma á leik Víkings Ó og Leiknis.
Leikurinn sem átti að vera á sunnudaginn verður leikinn á mánudaginn 4.apríl kl. 18.00 uppá Leiknisvelli.

MÁNUDAGUR
4.APRÍL KL. 18.00
LEIKNISVÖLLUR

VÍKINGUR Ó - LEIKNIR

02.04.2011 09:48

1 apríl

Liðsstyrkur

Tvíeykið fræga frá þrennutímabili Man Utd skrifar undir 6 mánaða samning við Grundarfjörð.


Andy Cole og Dwight Yorke verða báðir löglegir með Grundarfirði í leiknum á morgun á móti Álftanesi. Þeir koma með flugi Icelandair í dag og verða kynntir fyrir liðsmönnum í kvöld. Þeir munu koma til með að styrkja liðið mikið þó að þeir séu komnir af léttasta skeiði... enda hoknir af reynslu.

Þetta hafðist með samstilltu átaki formanns og styrktaraðila Grundarfjarðar ásamt því að nýta sér sambönd Sigga Jóns og Kristrúnar Aspar til að heilla drengina hingað á klakann.

Launagreiðslur verða ekki gefnar upp hér enda eru þær trúnaðarmál.


Svo er Anton Jónas Illugason einnig genginn til liðs við okkur frá Víking Ól á láni.

31.03.2011 20:26

Hagnýtar upplýsingar hjá KSÍ

Fræðslufundur KSÍ haldinn 16. apríl

Hagnýtar upplýsingar fyrir aðildarfélögin

 

KSÍ stendur fyrir fræðslufundi laugardaginn 16. apríl kl. 11.00 í höfuðstöðvum KSÍ þar sem farið verður yfir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir stjórnendur aðildarfélaga KSÍ.  Fræðslufundurinn er opinn öllum þeim er áhuga hafa á að kynna sér betur ýmis málefni er snúa að daglegum rekstri knattspyrnufélaga, samskiptum við KSÍ og fleira.  Fyrst og fremst er þó horft til þeirra aðila sem nýlega hafa hafið störf innan aðildarfélaga, fulltrúa í barna- og unglingaráðum og stjórnenda sem vilja kynna sér ákveðin málefni betur. 

Fræðslufundurinn verður haldinn á einum degi og hefst dagskrá kl. 11.00 en ætlunin er að honum ljúki um kl. 15.00 sama dag.  Fyrir liggur drög að dagskrá og eru væntanlegir þátttakendur beðnir um að kynna sér dagskránna og koma með athugasemdir ef þurfa þykir. Vantar t.d. einhver málefni inn á dagskrá sem vert væri að kynna betur fyrir aðildarfélögum?

Við hvern og einn málaflokk eru lögð fram nokkur af þeim málefnum sem verður farið yfir.

Aðildarfélög eru jafnframt beðin um að senda inn upplýsingar um áhuga sinn á fræðslufundinum og hvort fulltrúar á þeirra vegum geta sótt fundinn á þessum tíma.  Skráning skal berast á póstfangið dagur@ksi.is eða í síma 510-2900 í síðasta lagi 8. apríl og verða nánari upplýsingar sendar á félögin í tíma. 

Drög að dagskrá

30.03.2011 17:21

Útiæfingar hafnar á Hellissandsvelli

Byrjað á æfa á Hellissandsvelli

Hellissandsvöllur kemur vel undan vetri en mfl. Víkings hóf æfingar á honum nú í vikuni. Viðrað hefur vel á Sandinu undanfarna daga og því gott fyrir liðið að komast út úr lyftingasalnum auk þess sem allir eru búnir að fá sig fullsadda af gervigrasinu. 

Næsti leikur í Lengjubikarinum er gegn Leikni og er um að ræða hörku leik þar sem liðin munu etja kappi þrisvar í sumar, tvisvar í deild og einu sinni í bikar.


Mynd(26.mars 2011): Gunnar Örn Arnarson

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 822
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 3294068
Samtals gestir: 253602
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:33:19