Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

26.05.2011 07:50

Valur sló Víking út í framlengingu

Valitorbikarinn. Valur- Víkingur Ó 2-1 eftir framlengingu

26. maí 2011 klukkan 00:05
Valitorbikarinn
Vodafone völlurinn


Valur - Víkingur Ó  2-1 eftir framlengingu

1-0 Jón Vilhelm Ákason  (11.mín)
1-1 Brynjar Kristmundsson (43.mín)
2-1 Haukur Páll Sigurðsson (116.mín)

http://helgik.bloggar.is/

Jæja hvað get ég skrifað. Bæði liðin sem mér þykir svo vænt um, mættust í kvöld í bikarkeppni KSÍ í 32.liða úrslitum. Fyrir leik bjuggust margir við að Valur myndi vinna þennan leik nokkuð auðveldlega og sem dæmi um það saknaði ég margra andlita úr stuðningsmannahópi Vals í kvöld. Mjög líklega hafa þeir talið Víking Ó verða Val auðveld bráð. En annað kom heldur betur á daginn. Mér finnst ekkert gaman að segja það við valsara að í fyrri hálfleik var Valur sundurspilað í fyrsta sinn í langan tíma. Það var bara ekki heil brú í leik þeirra að mér fannst. Var það vanmat? Ég vona ekki því það hefur ekkert lið efni á að vanmeta lið eins og Viking Ó sem spilar á Pepsídeildargetu. Það má eiginlega segja það að Víkingur Ó hafi haft undirtökin í fyrstu 75 mínúturnar en Valur síðasta korterið. Síðan hafi liðin verði jöfn í fyrri hluta framlengingarinnar en Valur sígið frammúr síðustu 10 mínúturnar.  Það má líka segja það að Valsmenn hafi verið gríðarlega heppnir að ná að skora sigurmarkið áður en til vítaspyrnukeppni kom, því Víkingsliðið er uppfullt að frábærum vítaskyttum. En ef Vikings Ó liðið nær að spila svona í deildinni þá verður ekki langt að bíða þar til þeir verða búnir að ná toppsætinu. Liðið þarf reyndar að skerpa aðeins betur sóknarleikinn og fara að skora fleiri mörk í leikjunum sínum en aðeins eitt. Og eins og þeir segja í American Idol, "Víkingur Ó eru tilbúnir og þeir ætla að vinna keppnina". En staða liðsins í 1.deildinni segir ekki neitt um hvað liðið getur. Botnsætið munu þeir kveðja fljótlega. Meiðsli lykilmanna hefur verið að trufla liðið. En í kvöld spilaði Víkingur Ó eins og við þekkjum þá best. Eða nákvæmlega eins og þeir spiluðu í fyrrasumar þegar þeir unnu hvern leikinn á fætur öðrum.


Þessa mynd tók Þorsteinn Ólafs á því augnabliki þegar Einar ver vítaspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar í framlengingunni.

24.05.2011 22:39

Knattspyrnudagur 24 maí

Vel heppnaður knattspyrnudagur á Grundarfjarðarvelli í dag.

Fleirri myndir á albúmi
Frábær þátttaka og allir skemmtu sér vel.
23.05.2011 10:56

Knattspyrnudagur 24 Maí

KSI dagur á Grundarfjarðarvelli

Þriðjudaginn 24.maí verður knattspyrnudagur á Snæfellsnesi. Við fáum heimsókn frá höfuðstöðvum KSI og munu þeir færa okkur gjöf frá KSI. Einnig munu mæta á svæðið einhverjir landsliðsmenn og/eða konur!

Fyrirkomulag

Mæting  á Grundarfjarðarvöll kl 16:00 þar munu þjálfarar okkar taka á móti ykkur. Þjálfarar verða búnir að setja upp stöðvar þar sem einhverjar æfingar verða.

Allir hvattir til að mæta jafnt börn sem fullorðnir

Það verður einnig hægt að panta og máta Snæfellsnesgallann.

Það væri gott ef þið staðfestuð mætingu þannig að við vissum ca hvaða fjölda við værum að búast við.

23.05.2011 07:19

UMFG vann Berserki 2-0

Sigur í fyrsta leik

Við spiluðu okkar fyrsta leik á Íslandsmóti KSÍ þetta árið, laugardaginn 21. maí síðastliðinn.  Þar mættum við liði Berserkja sem er á vegum Víkings Reykjavíkur og spila sína leiki í Víkinni.  Berserkjum var spáð efsta sæti riðilsins í ár og hafa á að skipa sterku liði. Þeir eru til að mynda komnir í 32 liða úrslit Valitor bikarsins þar sem þeir mæta Fram. Í fyrra komst lið Berserkja í úrslitakeppni 3.deildar og því var ljóst að verkefnið var erfitt fyrir okkur.

Leikurinn hófst kl 14:00 í frábæru veðri í Víkinni. Þónokkrir áhorfendur létu sjá sig og spókuðu sig um í sólinni. Þar mátti meðal annars sjá Gæa Hadda, Helga Kristjáns, Ragga Mar og fleiri góða kappa. 

Berserkir byrjuðu betur og voru að sækja meira en hægt og rólega unnum við okkur inní leikinn. Við vorum að sýna fínt spil á köflum og náðum nokkrum færum. Eitt þeirra kom eftir hornspyrnu frá Petja þegar Finnbogi fékk dauðafæri en var óheppinn að setja boltann rétt framhjá. Það var svo á 45 mínútu þegar við náðum fínum spilakafla á miðjunni sem endaði með því að Ragnar Smári átti eitraða sendingu inn fyrir vörn Berserkja og Óli Hlynur slapp í gegn einn á móti markverði. Hann kláraði færið af mikilli yfirvegun og kom okkur í 1-0 rétt fyrir leikhlé.

Berserkir komu dýrvitlausir inní seinni hálfleikinn og ætluðu sér ekkert annað en 3 stig úr þessum leik. Vörnin stóð sína vakt og hélt sóknarmönnum Berserkja í skefjum. Berserkir pressuðu stíft en við það opnaðist vörnin hjá þeim. Það var svo á 72 mínútu þegar það kemur löng sending fram og Tryggvi sleppur innfyrir vörn Berserkja. Hann kemst upp að endamörkum og nær að senda boltann fyrir þar sem að einn varnarmaður Berserkja skoraði næstum því sjálfsmark þegar hann hreinsaði aftur fyrir. Við fengum hornspyrnu í kjölfarið sem að Petja tók, hann sendi hnitmiðaða sendingu fyrir þar sem að Hemmi náði að koma boltanum í netið og staðan orðin 2-0 fyrir okkur.

Berserkir reyndu hvað þeir gátu til að komast aftur inní leikinn en vörnin hjá okkur var ógnar sterk og átti svör við öllum sóknum Berserkja sem dundu á þeim. Leikurinn endaði því með góðum 2-0 sigri okkar og frábær byrjun. Nú er bara að byggja á þessu fyrir næsta leik.

 


Næsti leikur Grundarfjarðar er svo við Björninn á Grundarfjarðarvelli sunnudaginn 29. Maí næstkomandi kl. 14:00

21.05.2011 09:44

Fjölnir vann Víking 2-0

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar til leiksloka. Leiknum lýkur með 2-0 sigri heimamanna!!! Víkingar tapa öðrum leik sínum í röð og eru því án stiga eftir tvær umferðir. Það þarf þó ekki að örvænta enda 20 leikir eftir af mótinu. Næsti leikur er í bikarnum á móti Valsmönnum næstkomandi miðvikudag!!!! Gunnar Örn þakkar fyrir sig og hvetur Víkinga til að fjölmenna næstkomandi miðvikudag á Vodafonevöllinn!!!

Nánari lýsing á gangi leiknum á http://vikingurol.bloggar.is/

19.05.2011 11:50

Ólafsvíkurvöllur sandaður

Söndun á Ólafsvíkurvelli í fullum gangi

18. maí 2011

Vallarstarfsmenn ásamt öðrum velunnurum vinna nú hörðum höndum við að sanda Ólafsvíkurvöll svo hann komist í eðlilegt horf fyrir sumarið. TS- Vélarleiga sá um að sækja 58 tonn af sandi sem fer í völlinn. Stefán Smári Kristófersson ásamt Steinunni Stefánsdóttur sjá um dreifinguna undir dyggri leiðsögn Hilmars Þórs Haukssonar. Hilmar kvaðst ekki muna eftir vellinum jafn blautum á þessum árstíma. "Nei, þetta er alveg ótrúlegt, við vorum mun fyrr á ferðinni í fyrra og þá var völlurinn mun betur á sig kominn. "

Óhagstætt veðurfar undanfarið hefur valdið því að völlurinn er lengur að taka við sér en ella. Engin lát virðast vera á norðanáttinni og útlit er fyrir að bæjarbúar muni þurfa bíða ögn lengur eftir að sumarið skelli á af fullum krafti. Af þeim sökum hentar tímasetning aðgerðarinnar vel þar sem sandurinn mun vernda rætur grassins á vellinum og halda á þeim hita.

Sjá má fleiri myndir með því að smella hér.

18.05.2011 22:07

Fréttir af knattspyrnustarfinu

Samæfing hjá yngstu flokkum

Miðvikudaginn 4.maí var samæfing fyrir yngstu flokka kvenna og karla. Það var þrusuflott mæting og ég held að hér um bil allir sem hafa verið að æfa og mögulega komust hafi mætt héðan úr Grundó. Ég tók þessar myndir af vellinum á Hellissandi og ég var svakalega ánægð að sjá svona marga unga krakka leika sér í fótbolta. Mikið líf á Hellissandsvelli þennan dag :) 

Vonandi verður eitthvað um samæfingar í sumar því þetta gefur þessum krökkum svo sannarlega kraft eins og sýndi sig í flottum árangri á Faxaflóamóti. Stelpurnar í 6. flokki unnu tvo leiki og töpuðu tveimur. Strákarnig í 7.flokki unnu tvo og töpuðu einum í öðru liðinu og hitt liðið vann einn en tapaði tveimur. Krakkarnir eru að standa sig mjög vel. 


18.05.2011 09:12

Fjölnir - Víkingur á föstudag

Fjölnismenn efna til veislu næsta föstudag | Ert þú game í pizzu og leik?


Fjölnismenn köstuðu fram þeirri hugmynd að bjóða stuðningsmönnum Víkings  að taka léttan kvöldmat hjá þeim fyrir leik liðanna þann 20 maí næstkomandi ef áhugi væri fyrir. 
Hugmyndin er einfaldlega að vera með e.k. tilboð sem gæti t.d. verið pizzahlaðborð og miði á völlinn á 2.500 kr. svo dæmi sé tekið.  

Þeir hafa yfir að ráða góðan sal við Dalhús (þar sem völlurinn er) þar sem hægt er að stilla upp standandi hlaðborði. Þar gætu stuðningsmenn beggja liða borðað saman fyrir leikinn og svo farið beint út á völl og tekið "slaginn". 

Þannig gætu þeir sem ætla að rúlla í bæinn á leikinn (sem vonandi verða sem flestir svo það verði frábær stemning á vellinum) geta því komið beint upp í Dalhús, fengið sér pizzu og farið svo beint á leikinn.

Fjölnismenn hafa beðið forráðamenn Víkings að viðra þessa hugmynd og því væri fínt ef áhugasamir myndu kvitta hér að neðan eða einfaldlega senda okkur línu á vikingurol@gmail.com. 

Það er greinilega stemning í Grafarvoginum og ekki verra ef við gætum veitt þeim smá mótspyrnu :) Hverjir eru með?

18.05.2011 09:09

Nýir leikmenn hjá Víking

Tveir nýjir leikmenn til liðs við Víking

16. maí 2011

Víkingar fengu nú um helgina tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í 1. deild. Sá fyrri kemur úr Stjörnunni og heitir Hilmar Þór Hilmarsson. Hann getur leikið bæði sem vinstri bakvörður og sem vinstri kantmaður. Hann spilaði sinn fyrsta leik nú um helgina þar sem Víkingar létu í lægra haldi fyrir Haukum. Í fyrra lék Hilmar 12 leiki í Pepsi-deildinni þar sem honum tókst að skora eitt mark. 


Sá síðari kemur frá Val og heitir Guðmundur Steinn Hafsteinsson. Hann getur leikið farmarlega á miðjunni auk þess sem hann getur leikið sem fremsti maður. Guðmundur lék 17 leiki með Valsmönnum í Pepsideildinni síðastliðið sumar og skoraði 6 mörk. Hann var einnig á láni hjá HK á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði 6 leiki og skoraði 2 mörk.


Vikingurol.is bíður drengina velkomna í Ólafsvíkina og óskar þeim góðs gengis.

17.05.2011 07:20

Félagaskipti hjá UMFG


Eins og allir vita að þá lokaði félagaskiptaglugginn á sunnudag.

Arnar Geir Magnússon kemur frá Einherja.
Styrmir Páll Sigurðarsson kemur frá Víking Ól
Steinar Már Ragnarsson er að detta inn en hann kemur að láni frá Víking Ól.

Ingólfur Örn Kristjánsson kom einnig að láni frá Víking Ól fyrir viku.

Jón Haukur Hilmarsson sneri tilbaka úr láni og aftur til Víkings.

Þeir leikmenn sem við erum með í láni frá Víking Ól eru eftirfarandi.

Anton Jónas Illugason
Heimir Þór Ásgeirsson
Ingólfur Örn Kristjánsson
Ólafur Hlynur Illugason
Sindri Hrafn Friðþjófsson
Steinar Már Ragnarsson

Áður höfðu þeir Nenad Cvetkovid (sem kom frá BÍ/Bolungarvík), Finnbogi Llorens (kom frá HK) og Styrmir Kristjánsson sem kom frá Herði Patró.

Hrannar Már Ásgeirsson og Arnar Dóri Ásgeirsson fóru frá okkur í Markaregn og þeir Elinbergur Sveinsson og Almar Viðarsson fóru í Kára.


Markahæsti maðurinn í fyrra er mættur aftur í Grundarfjörð.

14.05.2011 20:56

Tap í fyrsta leik í deildinni


14. maí 2011 klukkan 19:34

Það var blíðskapar veður þegar heimamenn í  Víking frá Ólafsvík tóku á móti Haukum frá Hafnarfirði. Fyrir leikinn var ný og glæsileg stúka við Ólafsvíkurvöll vígð með pomp og prakt. Stúkan tekur 330 manns í sæti og skartaði hún sínu fegursta þegar Þorvaldur Árnason dómari leiksins flautaði leikinn á.


Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins því á 2. mínútu leiksins kom fyrsta mark Víkings. Heimamenn fengu þá hornspyrnu sem Haukar skalla frá. Dominik Bajda var þá réttur maður á réttum stað og skaut frá vítateigslínunni að marki. Boltinn hafði viðkomu í Daníel Einarssyni og þaðan í stöngina og inn framhjá Daða Lárussyni í markinu.


Tíu mínútum síðar var Dominik aftur á ferð þar sem hann fékk langa sendingu upp  hægri kantinn frá Brynjari Kristmundssyni. Dominik kom boltanum fyrir af harðfylgi þar sem Edin Beslija kom aðvífandi og skallaði knöttinn í þverslánna á Haukamarkinu. Í kjölfarið rönkuðu Haukar við sér og sóttu í sig veðrið og áttu ágætis kafla fram að hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi.


Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað líkt og sá fyrri. Þegar aðeins 6 mínútur voru liðnar tókst gestunum að jafna leikinn en þar var að verki Úlfar Hrafn Pálsson. Hann fékk þá fyrirgjöf sem skoppaði í gegnum vörn Víkinga þar sem Úlfar fékk knöttinn einn á auðum sjó og skallaði knöttinn framhjá Einari í markinu, staðan 1-1. Haukar efldust við markið og fjórum mínútum síðar kom Björgvin Stefánsson Haukum yfir með stórglæsilegu marki. Tók hann þá boltann viðstöðulaust fyrir utan teig Víkinga sem söng í netinu. Einar í markinu engum vörnum við og staðan því 1-2 fyrir gestina við lítinn fögnuð áhorfenda á Ólafsvíkurvelli.


Á 67. Mínútu fékk Kristján Óli Sigurðsson dauðafæri þegar hann komst einn inn fyrir vörn Hauka eftir glæsilegt þríhyrningaspil við Edin Beslija. Kristján skaut knettinum þó yfir Daða markvörð Hauka og einnig yfir markið. Nokkrum mínútum síðar fékk Helgi Óttarr Hafsteinsson einnig dauðafæri þar sem hann slapp inn fyrir vörn gestanna en skot hans var ekki nógu hnitmiðað og Daði í markinu varði með tilþrifum.


Það sem eftir lifði leiks settu heimamenn allt í sóknina til að freista þess að jafna. Haukarnir lágu aftarlega og beittu stórhættulegum skyndisóknum sem varnarmönnum Víkings gekk vel að hemja. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að koma knettinum í inn fyrir línuna hjá gestunum og svo fór að leiknum lauk með sigri Hauka sem fögnuðu vel í leikslok.

14.05.2011 00:49

Víking spáð sjötta sæti

Skagamönnum spáð sigri í 1. deild og Víkingum sjötta sæti


13. maí 2011

Í kvöld hefst keppni á Íslandsmóti 1. deildar karla í knattspyrnu þegar fjórir leikir fara fram í fyrstu umferð. Skagamenn heimsækja HK-inga í Kópavoginn kl. 20 en þess má geta að stjórn Knattspyrnufélagsins ÍA hefur ákveðið að bjóða upp á rútuferð fyrir stuðningsmenn sína og er brottför kl. 18.45. Á knattspyrnuvefnum fotbolti.net má sjá þjálfara og fyrirliða 1. deildar spá um úrslit mótsins og þar eru Skagamenn á toppnum með 237 stig en Selfyssingum spá þeir öðru sætinu með 200 stig. Þá vekur athygli að vestlensku nýliðunum í deildinni, Víkingum Ólafsvík, er spáð góðu gengi, eða 6. sæti deildarinnar. Þeir leika sinn fyrsta leik gegn Haukum á morgun kl. 16 á Ólafsvíkurvelli.

02.05.2011 15:08

Tap hjá UMFG á móti Elliða

Við steinlágum gegn Elliða í bikarnum í dag 5-2

Petja og Runni með okkar mörk.

Byrjunarliðið var svona:

Viktor í marki
Jón Steinar hægri bak
Jón Haukur vinstri bak
Ingi Björn, Finnbogi og Aron miðverðir
Ragnar Smári, Anton og Petja á miðjunni
Runni og Tryggvi frammi

Sindri, Tommi, Hinni og Semek á bekknum.

Byrjuðum ágætlega og komumst í 1-0 þegar Petja settann úr aukaspyrnu. En eftir það var okkur ekki viðbjargandi. Fengum á okkur 4 mörk áður en Runni náði að laga stöðuna í 4-2 og Elliði átti síðasta markið og 5-2 tap staðreynd. Þetta var frekar dapurt hjá okkur verður að segjast og ýmislegt sem þarf að laga áður en mótið byrjar.


Á meðan allt lék í lyndi.

27.04.2011 14:04

Kári - Grundarfjörður 4-3


Kári og Grundarfjörður áttust við í æsispennandi leik þann 20. apríl síðastliðinn. Kári komst í 2-0 með mörkum frá Gísla Frey, Heimir Þór setti þá 2 mörk og náði að jafna. Predrag kom okkur svo í 2-3 en hann hafði rétt áður misnotað vítaspyrnu en bætti upp fyrir það eins og áður sagði. Kára menn náðu svo að setja 2 mörk í viðbót og þar var Sveinbjörn með annað markið.

Leikurinn endaði 4-3 og var víst ágætis skemmtun.

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52
Flettingar í dag: 2269
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3292742
Samtals gestir: 253534
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 14:26:52