Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

18.06.2011 08:41

UMFG og Kári skildu jöfn

3.deild: Grundarfjörður og Kári gerðu jafntefli
Mynd: Grundarfjörður

1-0 Aron Baldursson ('7)
1-1 Aron Örn Sigurðsson ('16)

Einn leikur fór fram í þriðju deild karla í gær en Grundarfjörður og Kári gerðu jafntefli í C riðli.

Heimamenn í Grundarfirði eru í öðru sæti riðilsins eftir þessi úrslit en Kári er í þriðja sætinu.
3. deild karla C-riðill    
Staðan
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Álftanes 5 5 0 0 24 - 6 +18 15
2.    Grundarfjörður 5 4 1 0 16 - 3 +13 13
3.    Kári 5 3 1 1 17 - 7 +10 10
4.    Berserkir 5 3 0 2 18 - 6 +12 9
5.    Skallagrímur 5 2 1 2 15 - 16 -1 7
6.    Björninn 5 1 1 3 14 - 12 +2 4
7.    Afríka 5 0 0 5 9 - 36 -27 0
8.    Ísbjörninn 5 0 0 5 2 - 29 -27 0

Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109984#ixzz1PcBxpyxx

18.06.2011 08:37

Víkingur vann Þrótt


Víkingur Ólafsvík og Þróttur frá Reykjavík áttust við í hörkuleik á Ólafsvíkurvelli á fimmtudagskvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi. Það var norðaustan næðingur og kalt í veðri þegar leikurinn var flautaður af stað og áhorfendur í Ólafsvík voru um 200 talsins.

 

Bæði lið áttu ágætiskafla í upphafi leiks og boltinn flaut vel manna á milli. Heimamenn höfðu átt nokkur hálffæri þegar þeim tókst loks að skora á 25. mínútu. Þar var að verki Þorsteinn Már Ragnarsson eftir lúmska sendingu frá Edin Beslija. Gestirnir töldu líklega að Þorsteinn hefði verið rangstæður en hann gerði engin mistök og setti knöttinn snyrtilega framhjá Trausta Sigurbjörnssyni markverði Þróttar.

 

Víkingar létu kné fylgja kviði því einungis fjórum mínútum síðar tókst þeim að bæta við marki. Þorsteinn var þar aftur að verki en nú eftir sendingu frá Guðmundi Steini Hafsteinssyni. Edin átti þá ágætis sendingu inn fyrir á Guðmund sem sneri á varnarmann Þróttar, kom boltanum á Þorstein sem setti hann í netið með bringunni. Staðan var því 2-0 fyrir heimamenn eftir hálftíma leik.

 

Í kjölfarið sóttu gestirnir í sig veðrið og á 42. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu þar sem Matarr Nesta Jobe braut á Guðfinni Ómarssyni inn í teig heimamanna. Sveinbjörn Jónasson steig á punktinn og skoraði framhjá vítabananum Einari Hjörleifssyni. Spyrnan var hnitmiðuð og Einar náði ekki verja þó hann færi í rétt horn.

 

Þrátt fyrir meðbyrinn þá virtust Þróttarar enn særðir því á 45. mínútu var Guðfinni Ómarssyni vikið af velli fyrir að hrinda Helga Óttarr Hafsteinssyni í grasið. Jan Eric Jessen var stutt frá atvikinu og átti því engra kosta völ annað en að vísa Guðfinni af velli. Stuttu síðar flautaði Jan til loka fyrri hálfleiks.

 

Manni fleiri tókst Víkingum ekki að bæta við marki og eftir því sem á leið óx gestunum ásmegin en án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Brynjar Kristmundsson var nálægt því að bæta við marki eftir aukaspyrnu, en spyrnan hafnaði í þverslánni. Þá var Þorsteinn Már nálægt því að fullkomna þrennuna en aftur kom tréverkið Þrótturum til bjargar.

 

Undir lok leiksins fóru heimamenn illa með þrjú úrvalsfæri sem hefði líklegast farið langt með að klára leikinn. Hinum megin á vellinum voru Þróttarar nálægt því að refsa heimamönnum grimmilega eftir föst leikatriði en á tvisvar á 11 stundu tókst Víkingum að koma boltanum úr hættu.

 

Þegar 92 mínútur voru komnar á vallarklukkuna flautaði Jan Eric til leiksloka og fyrsti sigurleikur Víkinga á Ólafsvíkurvelli í sumar staðreynd. Með sigrinum fóru Víkingar upp í 9. sæti með 9 stig. Næsti leikur liðsins er að viku liðinni gegn Selfyssingum sem verma 2. sæti deildarinnar og því ljóst að um hörku leik verður að ræða. 

Myndir: Þröstur Albertsson

16.06.2011 05:26

UMFG- Kári mætast 17 júní

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla C riðill
Grundarfjörður - Kári

Föstudagurinn 17. júní kl. 16:00

Grundarfjarðarvöllur

Sannkallaður stórslagur þar sem þetta er bæði
Vesturlandsslagur og toppslagur.


Aðgangur ókeypis.Það eru komnir fjórir sigrar í röð... nú þurfum við ykkar hjálp til að ná þeim fimmta.

Mætum og myndum góða stemmingu í brekkunni á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

12.06.2011 10:31

Stórsigur hjá UMFG

UMFG tók á móti Afríku á laugardag og það er óhætt að segja að leikurinn hafi ekki verið jafn þó svo að hann hafi verið ansi skemmtilegur... fyrir UMFG að minnsta kosti. Það var ekki liðinn langur tími þegar að Ragnar Smári var búinn að setja fyrsta markið og koma okkur í 1-0. Þrem mínútum eftir það kom Óli Hlynur okkur í 2-0 á sextándu mínútu. Í þeirri sömu sókn meiddist Hemmi og Jón Steinar kom inná. Við pressuðum það sem eftir lifði hálfleiksins en það var ekki fyrr en í uppbótartíma í fyrri hálfleik þegar Ragnar er rifinn niður í teignum þegar við tókum hornspyrnu, dómarinn dæmdi víti og Golli steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og kom okkur í
3-0 og þannig var staðan í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var varla byrjaður þegar að Ragnar Smári kom okkur í 4-0. Svo á 59 mínútu kom Tryggvi okkur í 5-0. Veisla á Grundarfjarðarvelli. Afríkumenn náðu svo að pota inn einu á 79 mínútu eftir misskilning í vörninni en Ragnar Smári svaraði því mínútu síðar og kom okkur í 6-1 þegar hann fullkomnaði þrennuna. Svo voru að Runni og Aron sem skoruðu síðustu mörkin í leiknum sem lyktaði með 8-1 sigri okkar. Við erum nú í 1-2 sæti í riðlinum með jafnmörg stig og Álftanes og með sama markahlutfall. En Álftanes er búið að skora fleiri mörk og situr því ofar.Næsti leikur er við Kára frá Akranesi sem er í 3 sæti og er á siglingu þessa dagna... þar má búast við spennandi 6 stiga viðureign.

10.06.2011 08:21

UMFG- Afríka á laugardag

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla C riðill
Grundarfjörður - Afríka

Laugardagurinn 11. júní kl. 13:00

Grundarfjarðarvöllur

Aðgangur ókeypis.

Það eru komnir þrír sigrar í röð... nú þurfum við ykkar hjálp til að ná þeim fjórða.

Mætum og myndum góða stemmingu í brekkunni.

Meistaraflokksráð UMFG

09.06.2011 22:24

Loksins sigur hjá Víking

deild: Fyrsti sigur Ólafsvíkinga gegn HK
Guðmundur Steinn skoraði fyrra markið.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Víkingur Ólafsvík vann 0-2 sigur á HK í Fagralundi.

Hér að neðan má sjá markaskorara en frekar er fjallað um leikinn á Fótbolta.net síðar í kvöld.

HK 0-1 Víkingur Ólafsvík
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('60)
0-2 Hilmar Þór Hilmarsson ('85)
Rautt spjald: Eyþór Helgi Birgisson, HK ('24)


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=109606#ixzz1OouWbUbT

07.06.2011 00:27

Jafnt hjá Víking og Leikni

Jafntefli gegn Leiknismönnum í baráttu leik

06. júní 2011 klukkan 23:45

Víkingar tóku á móti Leikni frá Reykjavík í 5. umferð 1. deildar karla á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Vindurinn blés af norð-vestri og hitinn var um 6-7 gráður og því ágætis aðstæður til knattspyrnuiðkunar. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki fyrr en 10 mínútur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn fengu fyrsta alvöru færi leiksins. Guðmundur Steinn Hafsteinsson átti þá fínan skalla að marki sem Leiknismenn björguðu á línu.

 

Nokkrum mínútum síðar vildu heimamenn fá vítaspyrnu þar sem þeir töldu að brotið hafi verið á Þorsteini Má Ragnarssyni sem var við það að komast einn á móti Eyjólfi Tómassyni í marki Leiknis. Pétur Guðmundsson dómari leiksins var hins vegar ekki á sama máli og dæmdi ekki neitt. Heimamenn voru sterkari fyrstu tuttugu mínútur leiksins en þegar leið á sóttu gestirnir í sig veðrið án þess þó valda vörn Víkinga og Einari í markinu teljandi vandræðum. Svo fór að hvorugu liðinu tókst að skora og liðin skyldu jöfn þegar þau löbbuðu til búningsherbergja.

 

Síðari hálfleikur fer líkt og sá fyrri ekki í sögubækurnar fyrir skemmtilega knattspyrnu. Heimamenn reyndu mikið af löngum og óárangursríkum sendingum fram völlinn og sóknarlotur gestanna stoppuðu jafnan á sterkri vörn Víkings.

 

Það dró hins vegar til tíðinda á 53. Mínútu þegar Pape Mamdou Faye fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Pape sló þá til Helga Óttarrs sem lá óvígur eftir. Í kjölfarið sauð upp úr þar sem Pétur Guðmundsson dómari leiksins fór mikinn og gaf Fannari Þór Arnarssyni sitt annað gula spjald. Eitthvað virtist Pétur þó vera ruglaður í ríminu því hann dró spjaldið til baka og færði það yfir á Gest Inga Harðarson. Bar Pétur það fyrir sig að ósanngjarnt hefði verið að senda Fannar af velli fyrir kjaftbrúk. Ekki er annað hægt en að setja stórt spurningarmerki við þessa nálgun dómarans því svo virðist sem tilviljun ein hafi skorið úr um ákvörðun hans.

 

Víkingum tókst ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir tókst þeim ekki að koma knettinum í netið. Guðmundur Steinn Hafsteinsson fékk tvö góð færi, annað eftir fyrirgjöf sem hann skallaði rétt yfir markið og hitt þegar hann komast einn gegn Eyjólfi en setti knöttinn í hliðarnetið. Leiknismenn fengu einnig ágætis færi sem þeim tókst ekki að nýta. Það besta kom eftir vel útfærða skyndisókn þar sem Ólafur Hrannar Kristjánsson var nálægt því að ná til knattarins eftir skot af hægri vængnum. Ólafur var þá einn á auðum sjó á fjærstöng og hefði getað náð forystunni fyrir gestina en svo fór sem fór.

 

Á 83. Mínútu leiksins var Edin Beslija sóknarmanni Víkings vikið af leikvelli. Víkingar voru í ákjósanlegri sókn þar sem Brynjar Kristmundsson hafði unnið boltann á hægri vængnum sent  inn á miðjuna á Edin sem kom knettinum á Þorstein Má Ragnarsson. Hann fór framhjá varnarmanni Leiknis og var við það að munda skotfótinn þegar Pétur Guðmundsson stöðvaði leikinn. Pétur taldi þá að Edin hefði slegið til Fannars Þórs Arnarssonar sem hefði með réttu átt að vera farinn af leikvelli. Þegar Edin var búinn að gefa knöttinn hékk Fannar í treyju Edins sem reyndi að losa sig með fyrrgreindum afleiðingum. Pétur dómari sneri baki í atvikið og ekki í kjörstöðu til að skera úr um hvað fór fram. Aðstoðardómari var þ.a.a. að fylgja sókninni eftir og með fókusinn á varnarlínu gestanna þegar tiltekið atvik átti að hafa átt sér stað. Önnur stór ákvörðun þar sem einungis tilviljun ein virðist hafa ráðið því hverjar lyktir mála voru.

 

Hvorugu liðinu tókst að stela stigunum þremur sem í boði voru og endaði leikurinn með 0-0 jafntefli. Þriðja jafntefli Víkinga í röð og fjórða jafntefli Leiknismanna á tímabilinu. Staðan á botninum því óbreytt þar sem HK-ingar lutu í lægra haldi fyrir Selfyssingum, 4-2 á Selfossi. Næsti leikur Víkings er einmitt gegn Kópavogspiltunum í HK þar sem liðin munu mætast næstkomandi fimmtudag á Kópavogsvelli kl. 20:00. Hvetjum við alla Víkinga til að fjölmenna á völlinn líkt og þeir hafa gert í útileikjum liðsins það sem af er sumars. 

Víkingur Ólafsvík

04.06.2011 19:28

UMFG lagði Ísbjörninn

Sigur í Kópavoginum

Fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn mættum við liði Ísbjarnarins í C riðli 3. deildar íslandsmóts KSÍ. Ísbjarnarmenn voru án stiga þegar kom að þessum leik en við höfðum unnið báða okkar leiki. 
Við byrjuðum leikinn betur og fengum ótal færi til að komast yfir en inn vildi boltinn ekki. Bæði lið skoruðu reyndar mörk sem voru dæmd af. Það var svo á 34 mínútu að Tryggvi á gott skot að marki sem fer í slána og boltinn berst þaðan til Ragnars Smára sem nær að setja hann yfir línuna og koma okkur í 1-0 og þannig var staðan í leikhléi.Í seinni hálfleik mættu leikmenn Ísbjarnarins miklu grimmari til leiks og nýttu sér sofandahátt okkar með því að jafna strax í upphafi hálfleiksins. Við þetta jöfnunarmark varð smá jafnræði með liðunum sem skiptust á að sækja en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki fyrr en á 75 mínútu sem að varamaðurinn Runni slapp innfyrir vörnina og náði að vera á undan markverðinum og pota boltanum í netið. Leikmenn Ísbjarnarins mótmæltu þessu harðlega og töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða. Svo kröftugleg voru mótmælin að einum leikmanna Ísbjarnarins var vikið af velli með beint rautt spjald. Það var svo í uppbótartíma að Jón Steinar sem einnig hafði komið inná sem varamaður, slapp í gegn og skoraði með hnitmiðuðu skoti og gerði út um leikinn. 
Leikurinn endaði því með 3-1 sigri okkar og erum við með fullt hús stiga eftir 3 umferðir.Næsti leikur okkar verður gegn Afríku á Grundarfjarðarvelli þann 11. júní næstkomandi kl. 13:00
03.06.2011 09:28

Jafnt á Skaganum

1.deild
Akranesvöllur
Fimmtudaginn 2.júní kl. 20.00

ÍA - Víkingur Ó.   1-1  (0-0)

0-1 Edin Beslija (59.mín)
1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (67.mín)

Það var boðið uppá þrælskemmtilegan knattspyrnuleik á Akranesi í kvöld. Þar mættust vesturlandsliðin ÍA og Vikingur Ó. Skaginn sem hafði byrjað mótið vel og unnið þrjá fyrstu leiki sína byrjaði leikinn af krafti og ætluðu sér að setja mark eins fljótt og auðið var. Með smá meiri heppni hefði það alveg getað tekist hjá þeim ef, þetta stóra ef, Hjörtur J. Hjartarson hefði hitt boltann í ákjósanlegu færi og aftur þegar hann skaut í utanverða stöngina og í útspark.

Víkingur Ó sem hefur ekki byrjað mótið jafnvel og ÍA, (hafa reyndar mætt sterkari mótherjum að mínu mati) fóru varfærnislega inní leikinn. Stillt var upp varnarkerfi til að byrja með sem síðan þróaðist í meiri sóknarbolta þegar liðið náði að stjórna leiknum meira en Skagamennirnir. Færin komu á báða bóga og varð leikurinn hin besta skemmtun fyrir fjölda áhorfenda sem mættu á þennan leik.

Mér fannst Víkings Ó liðið spila frábærlega í kvöld, mikli betri leik en gegn Gróttu í síðustu umferð. Nú hafði liðið endurheimt Tomasz Luba úr meiðslum og nýji leikmaðurinn Matar Nesta Jobe spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði. Edin var færður framar og hann ásamt Eldari og Helga Óttarri og unnu marga bolta á miðsvæðinu.


Víkingarnir fagna marki sínu í kvöld.
Tekið af http://helgik.bloggar.is/    sjá nánari lýsingu þar

30.05.2011 07:35

Víkingur og Grótta skildu jöfn

Ólafsvíkurvöllur
1.deild
Laugardaginn 28.maí 2011

VÍKINGUR Ó - GRÓTTA    1-1  (1-0)

1-0  Þorsteinn Már Ragnarsson  (21.mín)
1-1  Einar Bjarni Ómarsson (58.mín)


Það sást greinilega í leik Víkings Ó og Gróttu að leikmenn Vikings Ó höfðu lent í framlengdum leik gegn Val í bikarnum 3 dögum áður. Það er ekki það sama að lenda í framlengdum leik í framlengdum leik. Þá á ég við að lið getur lent í framlengingu gegn sér slakara liði og klárað leikinn auðveldlega í framlenginu. Eins getur lið lent í framlengingu gegn firnasterku liði á útivelli og þurft að horfa uppá neyðarlegt tap. Þetta þurftu leikmenn Víkings Ó að kljást við, bæði þreytu og vonbrigði. En í fótboltanum þurfa leikmenn að takast á við bæði sorg og gleði. Sorgin eru töpin, gleðin eru sigrarnir. Þegar lið tapar bikarleik þá er sú keppni búin það árið og þá á ekkert að hugsa meira um hana, heldur að einbeita sér snarlega að deildinni.


Víkingar eiga hornspyrnu. Nr.17 er Guðmundur Steinn Hafsteinsson, nr.16 Hilmar Þór Hilmarsson, nr.9 er Birgir Hrafn Birgisson, nr.8 er Kristján Óli Sigurðsson, nr.20 er Eldar Masic, sá með rauða fyrirliðabandið á öxlinni er Þorsteinn Már Ragnarsson og sá á milli nr.16 og 9 er Alfreð Már Hjaltalín.
Frétt af http://helgik.bloggar.is/  sjá nánar umfjöllun um leikinn þar

30.05.2011 07:22

UMFG með fullt hús stiga

Sigur í fyrsta heimaleik.

Það var frekar napurt í veðri þegar að við spiluðum okkar fyrsta heimaleik á Grundarfjarðarvelli í dag. Norðaustan vindur og frekar kalt. Björninn, sem er undirlið frá Fjölni, voru andstæðingarnir að þessu sinni. Fjöldinn allur af áhorfendum lagði leið sína á völlinn en lét sér nægja að sitja í bílunum og þeyta bílflautur þegar þeim líkaði eitthvað af því sem liðin buðu uppá. 
Við byrjuðum undan vindi og það voru ekki liðnar nema 11 mínútur af leiknum þegar Petja átti aukaspyrnu sem að markvörður Bjarnarins átti í mestu vandræðum með. Markvörðurinn missti boltann í stöngina sem rúllaði síðan eftir marklínunni þar sem að Ragnar Smári kom aðvífandi og þrumaði boltanum í netið og kom heimamönnum í 1-0. Með vindinn í bakið sóttum við meira og uppskárum nokkur færi en náðum ekki að koma boltanum í netið aftur. Staðan var því 1-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés.Í síðari hálfleik voru leikmenn Bjarnarins með vindinn í bakið og við það efldust þeir. Þeir voru meira með boltann en sterk vörnin átti ráð við öllum þeirra sóknaraðgerðum. Þegar leið á seinni hálfleikinn fór Björninn að leggja meira kapp á sóknarleikinn. Við það opnaðist vörnin og það var eftir eina snaggaralega skyndisókn á 73 mínútu að Ari Bent átti góða rispu upp hægri vænginn, hann kom boltanum fyrir þar sem að Ólafur Hlynur lagði boltann fyrir sig og setti hann yfirvegað fram hjá markmanninum og staðan orðin 2-0 okkur í vil. Við þetta var sem allur vindur væri úr Bjarnarmönnum og við áttum hættulegri færi það sem eftir lifði leiks. Áttum skot í stöng og vorum óheppnir að komast ekki í 3-0. Björninn átti svo líka góða aukaspyrnu sem hafnaði í markvinklinum en inn vildi boltinn ekki hjá þeim.Það voru því við sem tókum stigin þrjú sem voru í boði að þessu sinni og  erum nú komnir með 6 stig í riðlinum eftir tvo leiki. Það er einu stigi meira en við fengum allt síðasta sumar. Næsti leikur okkar er gegn Ísbirninum á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi fimmtudaginn 2. júní kl 14:00.


Byrjunarliðið í dag.

http://grundarfjordur.123.is/
Það eru fleiri myndir í myndaalbúminu.

27.05.2011 07:25

Fyrsti heimaleikur UMFG á þessu tímabili

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla C riðill
Grundarfjörður - Björninn

Sunnudagurinn 29. maí kl. 14:00

Grundarfjarðarvöllur

Aðgangur ókeypis.


Nýju búningarnir frumsýndir.

Mætum og myndum góða stemmingu í brekkunni.

26.05.2011 21:29

Víkingur fær nýjan leikmann

Matar Nesta Jobe í Víking Ólafsvík (Staðfest)
Þjálfarar Vals á leik hjá Víkingi Ólafsvík á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eva Björk Ægisdóttir
Varnarmaðurinn Matar Nesta Jobe hefur fengið félagaskipti frá Val í Víking Ólafsvík. Nesta er frá Gambíu og hefur leikið með yngri landsliðum þjóðarinnar.

Nesta hefur ekki leikið með Val á Íslandsmóti en hann gekk til liðs við Hlíðarendaliðið í fyrrasumar. Hann lék með liðinu í vetur.

Ólafsvíkingar eru í botnsæti 1. deildar, án stiga að loknum tveimur umferðum.

Þar sem Nesta er fæddur 1992 getur hann fengið félagsskipti á þessum tímapunkti en félagaskiptaglugginn hjá leikmönnum í yngri flokkum er enn opinn.


Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=108924#ixzz1NUpVEUFR

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25
Flettingar í dag: 2579
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 847
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 3293052
Samtals gestir: 253540
Tölur uppfærðar: 17.1.2018 21:29:25