Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Flokkur: Knattspyrna

07.12.2011 20:42

UMFG að selja treyjur

Treyjur til sölu


Heimir Þór tekur sig einstaklega vel út í treyjunni.

Langar þig til að eignast gullfallega treyju meistaraflokks Grundarfjarðar? Ef svo er þá getur þú haft samband við Tomma tomasfreyr(hja)gmail.com og nálgast þetta hjá honum. Treyjan kostar aðeins 5000 kr og rennur allur ágóðinn beint inn í Meistaraflokkinn. Treyjurnar eru til í flestum stærðum frá barna og upp í fullorðins.


Aron ber búninginn vel.

Þetta verður aðallbúningur liðsins næsta sumar. Um að gera að fjárfesta í treyju fyrir tímabilið og lita brekkuna bláa.

Jólagjöfin í ár?

01.12.2011 10:58

Auðvelt hjá Víking á mót Mosfellingum


Víkingur heimsótti  sameiginlegt lið Hvíta Riddarans / Aftureldingar frá Mosfellsbæ að Varmá í annarri umferð Futsals-mótsins á þriðjudag

og fór leikurinn 16-5 fyrir Víking. Þeir er því efstir í B-riðli

Fyrsti leikur Víkings í riðlinum endaði með 9-3 sigri liðsins á KB og vonandi ná strákarnir að fylgja því eftir í kvöld.

Þessi leikur átti að fara fram í Ólafsvík en var færður til Mosfellsbæjar á elleftu stundu.  

  Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Víkingur Ó. 2 2 0 0 25  -    8 17 6
2 Afturelding/Hvíti 3 1 1 1 36  -  34 2 4
3 Fylkir 1 0 1 0 12  -  12 0 1
4 KB 2 0 0 2   9  -  28 -19 021.11.2011 18:25

Víkingur með öruggan sigur

3-9 sigur á KB í futsal

20. nóvember 2011 klukkan

Víkingar báru í dag sigurorð af KB í fyrsta leik futsal-keppnistímabilsins 3-9. Leikið var í Kórnum Kópavogi þar sem KB-menn leika heimaleiki sína í riðlinum. Staðan í hálfleik var 2-4 Víkingum í vil þar sem Steinar Már Ragnarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Tomasz Luba skoruðu sitt markið hvor auk þess sem KB-menn urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Víkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og sáu Guðmundur Magnússon, Fannar Hilmarsson, Ragnar Smári Guðmundsson, Ólafur Hlynur Illugason og Heimir Þór Ásgeirsson um að bæta við fimm mörkum. Staðan var því 9-2 allt þar til í lokin þegar KB-menn minnkuðu muninn og þar við sat. Frammistaða liðsins í heild var góð, Einar var að vanda öruggur í markinu auk þess sem Ejub var duglegur að rótera útispilurunum.

Víkingar fara vel af stað og ljóst að þeir ætla fylgja eftir góðum árangri frá síðustu keppni þar sem liðið hafnaði í öðru sæti. Næsti leikur verður háður í Ólafsvík þar sem Víkingar fá Aftureldingu/Hvíta Riddarann í heimsókn þann 30. nóvember. 

Víkingur

21.11.2011 18:23

Fer Þorsteinn Már í KR?

Þorsteinn Már Ragnarsson, framherji Víkings frá Ólafsvík, er á leið í raðir KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Í síðustu viku lýsti Þorsteinn því yfir að stefnan væri að spila í Pepsi-deildinni og eftir það virtist valið standa á milli KR og Stjörnunnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Þorsteinn ákveðið að velja KR og eru samningaviðræður við félagið langt á veg komnar.

Þorsteinn hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Víkingi Ólafsvík undanfarin ár. Hann byrjaði að leika með meistaraflokki félagsins 2007 og lék það sumar 15 leiki í 1. deild.

Hann á um 90 leiki að baki fyrir Ólafsvíkurliðið en í sumar spilaði hann 18 leiki í 1. deildinni og skoraði sex mörk. Undir lok tímabilsins fór hann síðan til Raufoss í Noregi á láni í nokkrar vikur.


21.11.2011 17:44

Brynjar Kristmunds og Guðmundur Steinn hafa vistaskipti

Guðmundur Steinn í Víking og Brynjar í Val

16. nóvember 2011

Víkingur og Valur hafa komist að samkomulagi um skipti á leikmönnunum Brynjari Kristmundssyni og Guðmundi Stein Hafsteinssyni. Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur gert tveggja ára samning við Víking en hann spilaði 21 leik og skoraði 7 mörk á liðnu keppnistímabili.

Stjórn knd. Víkings  þakkar Brynjari Kristmundssyni fyrir hans framlag til félagsins en þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar spilað yfir 100 leiki með Víking.Guðmundur Steinn í leik gegn Þrótturum í sumar (Mynd: Þröstur Alberts)

Víkingur

03.11.2011 16:14

Víkingar aftur af stað eftir sumarfrí

1. nóvember 2011 
Æfingar meistaraflokks karla hefjast fimmtudaginn 3.nóvember kl:19:00. Leikmenn hafa fengið tæplega tveggja mánaða hlé og kominn tími til að teygja úr sér og taka á því.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Einar moka sparkvöllinn fyrir æfingu fyrr á þessu ári. Vonandi kemur ekki til þess að strákarnir þurfi að moka snjó í kvöld.  
Víkingur Ólafsvík

03.11.2011 16:11

Alfreð og Kristinn á landsliðsæfingum

Alfreð Már og Kristinn Magnús boðaðir á æfingu

01. nóvember 2011

Alfreð Már Hjaltalín og Kristinn Magnús Pétursson voru boðaðir á úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands. Alfreð sem er fæddur árið 1994 mun æfa með U-19 ára hópnum og Kristinn sem fæddur er árið 1996 mun æfa með U-17.

Æfingarnar munu fara fram höfuðborgarsvæðinu, annars vegar í Kórnum Kópavogi og hins vegar í Egilshöll, Grafarvogi. Kristinn Rúnar Jónsson hefur umsjón og stjórnar æfingum U-19 ára liðsins á meðan Gunnar Guðmundsson stjórnar U-17.

Víkingur Ólafsvík

27.10.2011 05:27

UEFA framlag í yngriflokkastarf

UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga.  Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2011 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs.  Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna - og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild.  Framlag UEFA skiptist því á milli félaga í Pepsi-deild karla.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 45 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda en skipting á framlagi til barna - og unglingastarfs verður þá með þeim hætti að félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.620.000 sem er framlag UEFA,  félög úr 1. deild fá kr. 1.600.000 , félög í 2. deild karla fá kr. 1.100.000 hvert, önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000.  Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og skulu félög utan deildarkeppni og félög sem ekki halda úti starfsemi hjá báðum kynjum sækja sérstaklega um framlag.

Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna.  Samtals er því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2011 áætlað um 90 milljónir króna.

Félögin á Snæfellsnesi fá samkvæmt þessu 3.200.000kr sem skiptist þannig

Víkingur  1.600.000

Snæfell  og UMFG  800.000 hvort félag


07.10.2011 14:32

Leikmenn Víkings framlengja samninga

Guðmundur Magnússon framlengir til 2013


Guðmundur Magnússon leikmaður Víkings hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2013, en frá þessu var gengið nú í vikunni. Guðmundur kom um mitt sumar frá Fram og hefur síðan leikið níu leiki með liðinu og skorað tvö mörk. 

Guðmundur er þriðji leikmaðurinn sem félagið semur við frá því tímabilinu lauk en áður höfðu Edin og Eldar framlengt út tímabilið 2012

06.10.2011 08:53

Brynjar Gauti í U21

U21 landslið karla

U21 karla - Brynjar Gauti í hópinn

Leikið við England á Laugardalsvelli,


Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Englandi í undankeppni EM.  Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn í hópinn í stað Egils Jónssonar en Egill á við meiðsli að stríða..

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október, og hefst kl. 18:45.

19.09.2011 15:08

Nýr Knattspyrnuþjálfar hjá UMFG

Búið er að ráða fótboltaþjálfara til að sinna 6-2 flokki kk,kvk og meistaraflokk kvk.
Hann heitir Björn Sólmar Valgeirsson og kemur úr Borgarnesi. Hann hefur verið að þjálfa þar síðastliðin 6 ár í fullu starfi en þó þjálfað lengur í hlutastafi. Hann hefur lokið öllum fjórum þjálfarastigunum hér á landi einnig sem hann er með UEFA B.

Björn Sólmar mun mæta á næstu dögum í Grundarfjörð en þar til hann kemur munu Tommi og Hadda sjá um æfingar.Stjórn

18.09.2011 10:58

Ejub framlengdi til 3 ára

15. september 2011
Ejub Purisevic þjálfari meistaraflokks Víkings skrifaði nú á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við félagið og mun hann því stjórna liðinu út keppnistímabilið 2013. Ejub þjálfaði liðið 2003-2008 þar sem hann kom liðinu úr 3. deild í þá fyrstu á tveimur árum. Við tók fjögur góð ár í fyrstu deild áður en hann brá sér í hlé frá meistaraflokksþjálfun. Hann tók svo aftur við liðinu í fyrra þar sem hann fór með liðið upp í 1. deild auk þess að ná frábærum árangri í bikarnum. 

Undir stjórn Ejubs hefur Víkingur orðið deildarmeistari í bæði þriðju og annarri deild auk þess sem liðið var Lengjubikarmeistari B deildar árið 2010. Ef árangur liðsins í öllum keppnum(deildarbikar, deild og bikarkeppni) er skoðaður frá því Ejub tók við þá hefur liðið unnið 67 leiki, gert 43 jafntefli og tapað 69 sinnum. 

Ejub hefur skilað frábæru starfi og fagnar vikingurol.is að nú skuli stjórn mfl. Víkings vera búin að tryggja sér áframhaldandi starfskrafta hans.

18.09.2011 10:56

Glæsilegur árangur hjá Víking

Víkingur tryggði sér í dag 4 sæti í 1. deild karla með 3-1 sigri á ÍR-ingum á Ólafsvíkurvelli. Fyrir leikinn voru Víkingar í 5 sæti deildarinnar og með sigri hefði liðið getað endað í 4 sæti með hagstæðum úrslitum í leik Þróttar og Fjölnis. 

Víkingar fóru vel af stað og fyrsta mark leiksins gerði Tomasz Luba eftir glæsilega fyrirgjöf frá Alfreð Má Hjaltalín. Adam var þó ekki lengi í paradís því á 25 mínútu jafnaði Elías Ingi Árnason fyrir gestina. Víkingar létu ekki árar í bát því nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks kom Guðmundur Steinn Hafsteinsson Víkingum yfir eftir vel útfærða hornspyrnu. Staðan í hálfleik 
var því 2-1 Víkingum í vil. 
                                          
                                       Myndir: Þröstur Albertsson (Smelltu til að sjá þær stærri)  

Þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði Guðmundur Steinn sitt annað mark og tryggði Víkingum þar með sigur í leiknum. Markið kom líkt fyrra mark hans eftir hornspyrnu. 

Það fór því svo að Víkingar fóru með 3-1 sigur á ÍR-ingum og Fjölnismenn byðu lægri hlut gegn Þrótturum 7-2. Víkingar enda því í 4. sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Besti árangur liðsins var áður 5 sæti í B deild, fyrst 1975 og síðast 2005. 

Vikingurol óskar leikmönnum og aðstandendum hjartanlega til hamingju með árangurinn, jafnframt áhorfendum og öðrum velunnurum félagsins. Vikingurol.is þakkar einnig þeim fjölmörgu dyggu áhorfendum sem hafa fylgst með hér á síðunni frá fyrstu umferð. 

Víkingur Ólafsvík

10.09.2011 21:39

Víkingssigur á Ísafirði

BÍ/Bol vs Víkingur | Atvikalýsing

10. september 2011
Leik lokið á Ísafirði með 0-1 sigri Víkinga. Hilmar stóð í stórræðum þar sem Nesta var sendur upp á sjúkrahús með skurð á ökla. Ameobi held ég að það hafi verið sem tæklaði Nesta með þeim afleiðingum að skórinn rifnaði og fossblæddi úr stórum skurði. Ameobi fékk ekki áminningu! Ekki var hægt að stöðva blæðinguna á vellinum svo Stebbi Fera og Þorsteinn Hauks fóru með Nesta á sjúkrahús þar sem gert er að sárum hans. 

Leiðinlegur endir á annars mjög góðum sigri hjá okkar mönnum og vonandi eru meiðsli Nesta ekki jafn slæm og á horfist í fyrstu sýn. Hilmar ætlaði að hringja í mig seinna í dag til að gefa mér frekari upplýsingar! Gunnar Örn biður kærlega vel að heilsa öllum héðan frá Leuven í Belgíu :)

78. mín: 
Björn Pálsson með hörkuskot sem fór rétt framhjá.

68. mín: Guðmundur Magnússon og Fannar Hilmarsson koma inn fyrir Helga og Nick!

Víkingar fá víti sem Artjoms tekur, Artjoms skorar og staðan orðin 0-1 Víkingum í vil!!!!!!!

57. mín: Nickholas með gott skot úr úrvalsfæri en það er varið.

50. mín: Bjössi með gott skot sem er varið með tilþrifum. 

45. mín: 0-0 í hálfleik, lítið í gangi. 

1. mín: Leikur er hafinn á Ísafirði, nú er að sjá hvort okkar menn komi ekki ákveðnari strax í byrjun, ólíkt því sem var upp á teningnum gegn KA á síðustu helgi. 

5. mín í leik: Góðann daginn gott fólk. Nú eru einungis 5 mínútur þar til flautað verður til leiks á Ísafirði þar sem Víkingar heimsækja BÍ/Bolungarvík. Ég er í beinu sms sambandi við minn mann á vellinum og mun henda inn um leið og ég fæ einhverjar fregnir. 

Hér má sjá byrjunarliðin:  http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=260809

05.09.2011 17:46

Víkingar töpuðu fyrir KA á Akureyri

Víkingar lágu í markaleik fyrir norðan


5. september 2011

Víkingar Ólafsvík voru afar seinir í gang þegar þeir heimsóttu KA menn á Akureyri sl. laugardag. Gestgjafarnir voru búnir að skora þrívegis áður en gestunum tókst að svara fyrir sig. Þetta var mikill markaleikur sem endaði með 4:3 sigri KA, en þrátt fyrir sigurinn er KA enn tveimur stigum fyrir neðan Víking á töflunni.  KA-menn skoruðu strax á annarri mínútu og síðan aftur á 20. mínútu. Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði skoraði bæði mörkin. Heimamenn komust síðan í 3:0 á 58. mínútu og var Daníel J. Howell þar á ferðinni. Skömmu áður hafði Einar Hjörleifsson markvörður Víkinga varið vítaspyrnu. Eldar Masic minnkaði muninn fyrir Víkinga á 60. mínútu og Björn Pálsson bætti um betur tíu mínútum síðar og minnkaði muninn í 2:3. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr víti fyrir KA á 80. mínútu og jók forystu heimamanna aftur í 4:2.

 

 

 

Víkingar voru komnir í ham eftir ágætan leikkafla þarna á undan og fengu víti tveimur mínútum eftir að KA skoraði. Artjoms Goncars mistókst að skora úr vítinu, en Helgi Óttar Hafsteinsson fylgdi vel eftir og náði að koma boltanum inn fyrir línuna, og minnkaði muninn í 3:4. Þrátt fyrir góða tilburði tókst Víkingum ekki að jafna metin og urðu því að sætta sig við eins marks tap eftir að hafa lent þremur mörkum undir í leiknum.

Víkingar eru sem fyrr í 6. sæti 1. deildar með 28 stiga og eiga enn góða möguleika á að enda í fjórða sæti deildarinnar, sem yrði mjög góð útkoma úr mótinu.

 

Tvær umferðir eru eftir. Víkingar sækja næst BÍ/Bolungarvík heim nk. laugardag, en fá síðan ÍR-inga í heimsókn í síðustu umferðinni á Ólafsvíkurvöll laugardaginn 17. september.

 

HSH

Nafn:

Héraðssamband Snæfellsnes og Hnappadalssýslu

Farsími:

865-0294

Afmælisdagur:

24 september 1922

Heimilisfang:

Sólvellir 3. 350 Grundarfirði

Staðsetning:

Snæfellsnes

Heimasími:

436-1635

Önnur vefsíða:

umfi.is

Kennitala:

620169-5289

Bankanúmer:

0191-15-370322

Tenglar

Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22
Flettingar í dag: 2393
Gestir í dag: 152
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 3301120
Samtals gestir: 253923
Tölur uppfærðar: 23.1.2018 23:15:22